Lögrétta - 27.10.1911, Síða 1
Afgreióslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
I^ansaTefí 41.
Talsimi 74.
Hilsljóri:
F>ORSTEINN GÍSLASON
Pingholtsstræti 17.
Talsími 178.
M 54.
Keykjnvíli
37. olitóber 1911.
YI. árg.
Um hvað er kosið?
Valdameðferð óaldarflokksins.
Framkomu Bförns Jónssonar i Danmörku, hvort
hún hafi verið sæmileg eða ósæmileg.
Thorelmeijksiid, hvort menn sjeu ánægðir með
gerðir Björns Jónssonar í því máli eða ekki.
Bankafarganid, með lánstraustsspjöllum út á við,
ófriði, lögbrotum og ofsóknum heima fyrir.
Biilingapólitikina, sem ráðið hefur á síðustu þingum.
Fjdrglæfrapólitikina yfirleitt, sem nú er orðin við-
urstygð allra hugsandi manna í landinu.
Peir, sem vilja mótmæla valdameðferðinni hjá Birni
og þingtlokki hans, þeir kjósa þingmannnaefni Heima
stjórnarílokksins.
Peir kjósa hjer í Reykjavík:
Lárus H. Bjarnason prófessor
«g Jón Jónsson dócent.
Halldór Daníelsson yfirdómari er einnig óneitan-
lega mjög álitlegt þingmannsefni (fyrir utan afstöðu sína
til bannmálsins), en hann hefur ekki fylgi til að ná kosn-
ingu og Heimastjórnarmenn, sem hann kjósa, eyöileggja
með því atkvæði sitt og gætu með slíkri aðferð átt á
hættu, að tefla kjördæminu í hendur þeirra manna, sem
þeir síst vilja hafa.
Látið ekki blekkingar óaldarmanna um sambands-
mál og stjórnarskrá villa ykkur.
Sambandsmálinu verður ekki ráðið til lykta nema
að undangengnu þjóðaratkvæði, og stjórnarskrármálinu
er betur borgið í höndum viðreisnarmanna, en í hönd-
um óaldarílokksins. Dr. Jón Porkelsson og M. Blöndahl
greiddu báðir atkvæði á móti stjórnarskrárbreytingarfrv.
á síðasta þingi.
Niður með óaldarflokkinn!
Burf med fjeglœframennina af þingi!
Friö i landid!
I. O. O. F. 93U39-
Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og
fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—i.
Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3.
md. í mán. n—1.
Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. io‘/n
—12 og 4-5.
Islands banki opinn 10—2Va og 5 y*—7-
Landsbankinn io'/a—2'/»• Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. (
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8-
Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1.
Lárus Fjoldsted,
YflrpjettarmilafaarslumaOup.
Lækjargata 2.
Heima kl. I 1-12 og 4—5.
Hjer með tilkynnist ættingjum og
vinum, að jarðarför mins elskaðá eig-
Inmanns, Sigfúsar Eymundsson
ar, sem Ijest hinn 20. p. m., fer fram
priðjudaginn 31. p. m. frá heimili hins
látna og byrjar kl. IP/a f. h.
Það er ósk mín, að þeir, sem hafa
i hyggju að heiðra útför hans með
blómsveigum, vildu heldur láta Heilsu-
hælið að Vífllsstöðum njóta þess, sem
til þess kynni að fara.
Reykjavík, 26. okt. 1911.
SolveJg Eymundsson.
Óaldarflokkurinn.
Tekið skal það fram, þótt áður
liafi það einnig gerl verið í Lögr.,
að þegar hvín talar um »óaldar-
llokk«, þá á hún við þingílokk
»sjálfst.«manna og hitlingamenn
þeirra og skúma utan þings, en alls
eigi allan þann flokk manna, sem
nefnir sig »sjálfstæðismenn«.
Margir þeirra, sem enn kalla
sig »sjálfstæðismenn«, ganga nú til
kosninga með heimastjórnarmönn-
um, og hefur Lögr. tekið upp nýtt
nafn fyrir það bandalag og kallar
það viðreisnarflobk.
Það er hann, sem nú á að sigra
og þarf að sigra við kosningarnar,
landsins vegna.
Björn Jónsson gefur þing-
mannaefnum »sjálfsfæðis«-
manna vitnisburð. Hann sagði
á fundi óaldarflokksins fyrir fáum
kvöldum, að flokksmenn yrðu að
kjósa þingmennaefni flokksins „þó
meingölluð" væru.
Finar Iljörleifsson og frid-
nrinn. E. H. sagði á sama fundi,
að friði yrðu þeir að halda innan
flokksins, þó ekki væri nema fram til
28, þ. m. Hann talaði um það, eins
og um var getið í síðasta tbl., að
þingmanriaefni flokksins væru ósátt
innbyrðis og óánægð hvort með ann-
að, en bað þau að reyna að iafa
saman, þó ekki væri nema rjett fram
yfir kosningarnar.
Svona er ástandið innan óaldar-
flokksins.
Úlaí'ur Fríbirbjuprestur og allur
liinn mentaði heimur. Það er
haft eftir Ólafi presti af óaldar-
ilokksfundi í gærkvöld, að hann
haíi sagt, að »allur hinn nientaði
heimur stæði á öndinni, þangað
til kosningarnar hefðu farið hjerna
fram á laugardaginn«.
Slík og þvilík eru orðatiltæki
þeirra þar á fundunum.
Gamalt klækjabragö
er það, að brigsla öðrum um það,
sem þeir sjálfir, er brigsla, finna
sig seka um, og svo má um það
segja, er óaldarmenn fara að brigsla
um bitlingatökur á alþingi. Þeir
segja, að L. H. Bjarnason hafi feng-
ið samtals í bitlinga 18 þús. kr.
En þetta eru staðlaus ósannindi. L.
H. B. hefur ekki fengið aðra styrki
úr landsjóði en styrk til þess að
búa sig undir kenslu i ísl. lögum,
2,500 kr„ að því er Lögr. minnir.
Launin fyrir það, að hann hefur
um tíma verið í bankaráði ísl.-
banka, voru ekki tekin úr land-
sjóði, heldur borgaði bankinn þau.
Þetta er hjer sagt til leiðrjetting-
ar við kosningablað óaldarmanna.
Hið sama var rækilega rekið ofan
í dr. J. Þ. i áheyrn kjósenda bæj-
arins á sunnudaginn var. En dr.
J. Þ. er gráðugur bitlingamaður,
i
svo sem kunnugt er. Og er þó það
verk hans einna verstíþá átt.er hann
lagðist á Thorkillii-sjóðinn, sem
ætlaður er til uppeldis fátækum
börnum í Kjalarnesþingi, og hjó 1
hann stórt skarð, sem aldrei verð-
ur aftur fylt.
Það er alveg vonlaust fyrir þá
óaldarforsprakkana, að hugsa, að
þeir geti logið í kaf þann viðbjóð,
sem vaknaður er um alt land á
bitlingapólitik þeirra á siðustu
þingum.
Hún er eitt af því, sem þeir eiga
að dæmast fyrir á morgun.
Knud Bevlín og óaldarflokkur-
inn. Knud Berlin ritar í sifellu
í dönsk blöð skammir um H.
Hafstein og heimastjórnarmenn..
En um Björn Jónsson og óaldar-
ílokkinn þykir honum sýnilega
fremur vænt en hitt.
Hvernig halda menn að á þessu
standi?
Auðvitað svo, að hann sjer, að
skrum þeirra og glamur er ekki
annað en froða, sem aldrei verð-
ur neitt úr.
En af stefnu heimastjórnar-
manna býst hann við árangri.
Öllum er það kunnugt, að ein-
mitt þessi maður er mesti meins-
maður okkar meðal Dana í sam-
bandsmálinu.
Magnús Blöndahl alþm.
og
áreiðanleiki i viðskiftum.
»Jeg Magnús Blöndahl, alþing-
ismaður í Beykjavík, lofa hjer
með og skuldbind mig til að
greiða herra verslunarmanni Páli
Torfasyni 11% — ellel'u afhundr-
aði — af þeim ágóða, er i fram-
tíðinni kann að tást af silfurbergi
úr landssjóðseignum á íslandi
eða úr silfurbergsnámu á Ökrum
í Mýrasýslu.
Ákvæði þetta gildir meðan jeg
er meðeigandi í ofangreindum
námum. Selji jeg eignarrjetl minn
á olangreindum námum, er mjer
skylt að bjóða herra Páli Torfa-
syni forkaupsrjett að frádregnum
% — einum þriðja parti — af
söluverðinu.
Reykjavik, 15. febr. 1910.
Magnús Blöndahl.
Vitundarvottar:
Guðmundur Jakobsson.
Þuríður Gunnlögsdóttir.
A brjefi þessn sjest:
1. Að M. Bl. er farinn að versla
með Helgustaðanámuna 15.
febr. 1910 eða 41/2 mánuði áður
en leigutími Tul. var úlrunninn.
2. M. BÍ. tekst á hendur umboð
íyrir hönd landssjóðs við af-
hendingu silfurbergsinsíKhöfn,
þótt sjálfur væri hann í námu-
spekulationinni með G. Jak.,
og gat því ekki gætt hagsmuna
landssjóðs. — Um þetta lætur
liann stjórnarráðið ekki vita,
þegar hann tók að sjer umboð-
ið fyrir landssjóð 18. júní 1910.
M. Bl. traðkaði alveg forkaups-
rjetti P. J. Torfasonar, er hann
bauð Zeiss silfurbergið haustið
1910, og gerði þannig tilraun til
verknaðar, sem varðar við 255.
gr. alm. hegningarlaga.
Ekki hefur M. Bl. heldurgreitt
P. .1. T. ll°/o — ellelu af hundr-
aði — eins og áskilið var.
Hefur jaínan beitt vífilengjum,
er P. J. T. hefur krafið hann,
meðal annars þvi, að G. Jak.
væri ekki húinn að gera upp
reikningana.
Var þá reikningsskilagr. G. J. og
M. Bl. til stjórnarráðsins 7. des.
1911 full skilagrein?
Eða var hún hara fyrir stjórn-
arráðið ?
Þeir hei’rar G. J. og M. Bl.
voru að »spekulera« i landssjóðn-
um.
Sv. Bj. var í samningnum 7.
febr. 1910 með þeim.
Mundi hann hata slegið hendi
móti ágóða af Helgustaðanám-
unni ?
Kunnug er mönnum nú og orð-
in meðferð M Bl. á Völundi og
stofnun »Skjaldbreiðar«-hlutafje-
lagsins. Pað gloppaðist jafnvel
upp úr M. Bl. á þingmálafundin-
um á sunnudaginn, að þar þætti
ekki alt með feldu af hans hendi.
Eftir kosningarnar hefurVölund-
ur líka ákveðið málshöfðun á
M. Bl. a.
Svcinbjörn „þjódskáld4*
og flokkstrnnienskan. Þau
eru að kjassa Sveinbjörn á fregn-
miða í gær, þingmannaefnin, sem
hann á að vinna fyrir, og gæla við
Ðarnabókin
FANNEY,
5 hefti á 50 aura hvert, fæst hjá út-
sölumönnum Bóksalafjelagsins.
hann eins og keipóttan krakka, með
því t. d. að kalla hann „þjóðskáld".
En hitt vita þau vel að satt er, að
hann hefur boðið sig fram til þess
að vinna á móti þeim og fyrir kosn-
ingu þeirra H. Dan. og G. Finnb.
Þau höfðu lofað honum því við síð-
ustu kosningar, að gefa út kvæða-
syrpu eftir hann, en það loforð er
óefnt enn. Dr. Jón hafði sagt, er
hann hafði farið yfir eitthvað af hand-
ritinu, að þetta væri „bölvað bull",
spýtt um tönn og fleygt öllu frá sjer.
En nú er Sv. B. aftur orðinn „þjóð-
skáld" — þ. e. a. s. rjett á meðan
á kosningunum stendur.
M fjáíiÉm til Mimiða.
Úr Borgarftrði er Lögr. skrifað:
„Illa gekk Einari skáldi ferðin hjer
efra um daginn, en heyrt hef jeg að
undirtektirnar hafi verið betri á
Akranesi. Hann var beðinn að tala
á ungmennafjelagsfundi í Reykholts-
dalnum, og gat þá ekki stilt sig um
að fara út í pólitík. Annars var
hann þar hægur og gætinn og fór
með fáar ögvar. Þó sagði hann þar
það, sem jeg ekki hafði heyrt áður,
en það var: að frá Dana hátfu hefði
fjárlagafrumvarpinu með fjárveitingu
til Hamborgarferða verið neitað um
samþykki, þar til B. J. hefði fengið
þýskt tilboð um allar ferðirnar. Jeg
trúði þessu ekki og skildi ekki það,
að ísa hefði ekki hreyft þessu".
Fundur í Borgarnesi. Þar hjeldu
þeir nýlega kjósendafund Magnús
Andrjesson prófastur og H. Níelsson
prófessor. Um hann er Lögr. skrif-
að: „Á fundinum í Borgarnesi fór
alt friðsamlega fram. Um stjórnar-
skrána voru prestarnir samdóma,
en í sambandsmálinu voru þeir and-
stæðingar. Annars urðu um það mál
miklar umræður. Síra Haraldur varð
að játa það, að Skúli hefði komið
mjög illa fram í Rúðuför sinni, en
þótti þó aðferð Kr. J. í því máli víta
verð. Og fyrirspurn, sem fram kom
og spurði um það, hvort þingmanna
efnin vildu styðja „þingræðisbrjót"
áfram í valdasessinu, svöruðu þeir
þannig, að sjera Magnús sagði að
sig vantaði enn næg gögn til að
dæma í því máli, en síra Haraldur áleit
þingræðið hafa virið brotið ogsagði,
að „það mætti eitthvað mikið og ófyr-
irsjáanlegt (líklega andavitrun) koma
fyrir, ef hann gerði það". Auk
þeirra töluðu Jóhann 1 Sveinatungu,
Páll Zóphóníasson kennari á Hvann-
eyri, Sveinn á Lambastöðum og Jón
Björnsson tómthúsmaður í Borgar-
nesi".
HvanneyrArskólinn. Lögr. er
shrifað frá Hvanneyri : „Skólinn hjer
var settur 19. þ. m. og eru nú á
honum 35 piltar. Aldrei fyr hafa
þeir verið svo margir, en þó vantar
enn nokkra, sem sótt hafa. Kennarar
þeir sömu og undanfarið.
»Oró Skarphjedim á einum
stað í Njálu duttu mjer í hug,
þegar jeg las grein Páls Torfason-
ar i Lögr. í gær, þar sem hann
skálmar með þá Svein og Ólaf
sinn undir hvorri hönd«, skrifar
maður einn Lögr. í gær. »Hjer
hef jeg tekið hvolpa tvo«, sagði
Skarphjeðinn, »og nenni jeg ekki
að drepa þá«.