Lögrétta - 27.10.1911, Síða 2
208
L0GRJETTA.
Lógrjetta kemur út á hverjum miö-
vikudegi og auk þess aukablóð við og við,
minst 60 blöö als á ári. Veröt 4 kr. árg.
á islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
Xattarþvottur
Magnúsar Blöndahls og Guð-
mundar Jakobssonar.
Grein þeirra G. Jak. og M. Bl.,
er hjer fer á eftir, vill Lögrjetta
gera þeim M. BI. og G. J. til geðs
að flytja, enda þótt henni beri eng-
in skylda til þess. Grein þessi
er full af stóryrðum og svigur-
mælum, en hins vegar lítt komið
að efninu, svo að þegar af þeirri
ástæðu er blaðinu óskylt að flytja
hana samkv. prentfrelsislögunum.
Aftur á móti hefur þeim herrum
ekki tekist að hrekja eitt einasta
atriði í greinum þeim, sem Lög-
rjetta hefur undanfarið birt um
silfurbergsmálið, og flest hafa þeir
alls ekki reynt að hrekja.
1. Tvisalan.
Annað atriðið, sem þeir fjelagar,
M. Bl. og G. J„ koma að í grei'n
sinni er tvísala þeirra á silfurbergs-
rjettindum sínum til Zeiss og Banque
fran^aise. Það er rjett, sem sagt
var í Lögrjettu, að þeir herrar
stofnuðu ósamrýmanleg rjettindi
yfir sama hlut (silfurbergsrjettind-
unum) en flutu á því að Björn
Jónsson bjargaði þeim úr klípunni
með því að neita að samþykkja
annan samninginn; 12 daga voru
þeir bundrtir við báða, frá 18
okt. 1910—31. okt. s. á.
Þeir segja, að tilboð B. fr. hafi
verið betra en tilboð Zeiss, en það
er svo að skilja, að þeir M. Bl.
buðu B. fr. rjettindin fyrir 5 þús.
kröna hærra verð en þeir höfðu
lofað Zeiss rjettindunum fyrir.
Þetta var sjerstök ástæða til þess
fyrir þá að róa að því öllum árum,
að stjórnarráðið synjaði um sam-
þykki sitt til Zeiss.
Því skilyrði fyrir samþykki
»Om end Ministeren (o: B. J.)
ikke er bekendt med Ordlyden af
de Tilbud og Aftaler, der har fore-
ligget mellem Koncessionshaverne
(o: M. Bl. og G. Jak.) og andre,
har man dog Indtrykket af, at
Koncessionshaverne ved Forhand-
ling til to Sider har vakt Forvent-
ninger i videre Omfang end de for
deres eget Vedkommende Kunde
opfylde. Om end disse Vanskelig-
heder nu ere overvundne..........
maa man, hvis Ministerens Ind-
tryk af disse dobbelte Aftaler er
rigtigt, overfor Koncessionshaverne
beklage og misbillige den af dem
udviste Fremgangsmaade, som, idet
den er udvist af Indehaverne af en
Regeringskoncession, der er af Inte-
resse for flere Landes Industri,
var egnet til at berede Islandsmini-
sterium og Udenrigsministeriet
Vanskeligheder overfor fremmede
Regeringer«.
Á íslensku:
»Enda þólt ráðherra (o: B. J.)
sje eigi kunnugt orðalag tilboða
þeirra og samninga, sem orðið
hafa milli leyfishafa (o: M. Bl. og
G. J.) og annara, hefur þó virst
svo sem leyfishafar hafi með
samningaumleitunum stnum við
tvo málsaðila vakið meiri vonir
en þeim var af ramleik sjálfra
sín fært að láta rætast. Enda
þótt þessi vandi sje nú leystur . .
. . . verður, ef álit ráðherrans á
þessum tvisamningum er rjett, að
kvarta yfir atferli leyfishaja og
finna að því við þá, með því að
siíkt atfcrli er haft í frammi af
mönnnm, sem höfðn stjórnarleyfi,
sem er þýðingarmikið fyrir iðnað
margra landa, var vel lagað til að
koma stjórnarráði íslands og ntan-
ríkisráðaneytinu í vanda gagnvart
stjórnum annara ríkja«.
Sendiherra Þjóðverja segir í brjefi,
dags. 10. nóv. 1910, til utanríkis-
ráðaneytisins:
»Es muss vielmehr daran fest-
gehalten werden, dass die Páchter,
ehe sie sich mit der Firma Carl
Zeiss úber deren Rechte ausei-
stjórnarráðsins, sem sett var til
framsalsins til Zeiss, urðu þeir
því að vinna á móti af fremsta
megni til þess að lenda ekki í
bobba.
Maður (A) t. d. lofar öðrum
manni (B) hlut með því skilyrði
að þriðji maður (C) selji honum
(A) hlutinn. Loforðsgefandann (A)
iðrar þess og fær eiganda hlutar-
ins (B) til að neita sölunni til þess
að losna við loforðið. Væri þetta
nú ólastanlegt kaupsýsluframferði ?
Og er þetta með öllu verjandi
af alþingismanni, löggjafa einnar
þjóðar, gagnvart borgurum annars
ríkis?
Halda »sjálfstæðismenn«, að slíkt
atferli sje ráð til að auka láns-
traust landsins og álit gagnvart
öðrum þjóðum?
Halda »sjálfstæðismenn« að það
þyki fullkomlega lofsamlegt að hafa
stjórnarráðið, æðsta löggæsluvald
í landinu, til þess að leysa menn
frá loforðum til tveggja á sama
tíma um sama hlut?
Álit landritara, sem nefnt hefur
verið er í símskeyti hans tll ráð-
herra, er þá dvaldist hjá »Dönsku
mömmu« sinni, hljóðar svo:
vBrillouin1) sájnt mjer samrit [um]
afhendingu [o: til B. fr.J. Magn-
ús Sigurðsson sýnt tilboð afhend-
ingu [o: frá M. Bl. og G. Jak.J til
Zeiss og accept [o: samþykkij hans
[o: ZeissJ. Leyfishafar virðast
bundnir [viðj báða.
Landritaria.
Þetta var álit þess mansins, sem
þá var allra manna kunnugastur
málavöxtum.
Að þeir herrar M. Bl. og G. Jak.
hafi með atferli sínu sett stjórn
íslands í talsverðan vanda út af
silfurbergsloforðum sínum til Zeiss
og B. fr. sjest af ýmsum skil-
ríkjum lnálsins.
í brjefi skrifstofu stjórnarráðsins
í Khöfn til stjr. hjer, dags, 12. nóv.
1910, segir t. d.:
1) Leturbreytingar vorar.
nandergesetzt haben, uber die
Konzession nicht andersweitig ver-
fúgen können. Jedes von ihnen
getroffene andere Arrengement
wúrde rechtlicher Anfechtung un-
terlegen«.
Á íslensku:
dPví verður að halda fram, að
leigjendurnir (o: M. BI. og G. Jak.)
geta ekki, áður en þeir hafa slitið
upp úr samningunum við firmað
Carl Zeiss um rjettindi sín, ráð-
stafað þeim á annan hátt. Sjer-
hver ráðstöfun, sem í bága kem-
ur þar við, mundi verða riftan-
leg lögum samkvæmt«.
Þetta mun nægja til að sýna,
hvert álit Þjóðverjar hafa haft á
framferði íslenska alþingismannsins,
M. Bl. og G. Jak.
Á þessu brjefi og fleirum má sjá,
hvort Þjóðverjum hefur dottið i
hug krafa á hendur M. Bl. og G.
Jak.
En eftir á að hyggja: Hvers
vegna seldu þeir M. Bl. og G. J.,
samkv. skilagrein sinni 7. des. 1910,
þau 108 pd. af silfurbergi til Zeiss
hjer kr 12,64 lægra pundið, en
hitt silfurbergið, er þeir seldu í
Höfn?
Þeir segja þó, að Zeiss hafi kraf-
ist þess, að þessi 108 pd. væru vand-
lega hreinsuð og að Zeiss hafi valið
úr handa sjer.
Vjer spurðum fyrr, hvort þessi
lága sala stæði nokkuð i sambandi
við samninga þeirra við Zeiss um
silfurbergsrjettindin.
Pessu hafa þeir ekki svarað.
Ekki hefur M. Bl. heldur þorað
að neita því, að hann hafi boðið
rjettindi sín til Zeiss án þess að
láta forkaupsrjettar Páts Torfasonar
getið.
Magnús Sigurðsson málaflm. hef-
ur sjeð skilriki fyrir þessum rjetti,
eftir því, sem segir í brjefi hans
til M. Bl. og G. J. 27. okt. 1910,
(sjá skýrsluna bls. 83).
Út úr þessum bobba gatstjóm-
arráðið alls ekki fleytt M. Bl.
Þessu atriði sneiðir M. Bl. alveg
hjá.
Hyggur M. Bl. þetta atferli sitt
ólastanlegt?
Eftir þessu var M. Bl. ekki
einungis bundinn við tvo, heldur
þijá.
II. „Týnda silfurbergiAik.
Hitt atriðið, sem þeir M. Bl. og
G. Jak eru að reyna til að rjett-
læta sig af, er þyngdarmunur sá
milli þess silfurbergs, er þeir fluttu
að austan frá Eskifirði til Reykja-
víkur, og þess, er þeir afhentu
Banque framjaise 7. des. 1910.
Það skal þegar tekið fram, að þeir
eiga að sanna, að þeir hafi farið
rjettilega með silfurbergið, en ekki
aðrir, að þeir hafi farið ranglega
með það.
Hvernig sanna þeir nú rjettmæti
skilagreina sinna?
G. Jak. neitar, að hafa sjálfur
gefið upp pundatölu þess silfur-
bergs, sem að austan var flutt.
Hinu þorir hann ekki að neita,
að rjett sje hermt um þá punda-
tölu.
Til sönnunar þessu birtist hjer
brjef afgreiðslumanns Thorefjelags-
ins svohljóðandi:
»Afgreiðsla
gufuskipafjelagsins Thore.
Símnefni Thore.
Talsími nr. 166.
Reykjavík þ. 12. sept. 1911.
Herra Páll J. Torfason,
Reykjavík.
Samkvæmt ósk yðar í brjefi, dag-
settu i dag, viljum vjer hjer með
gefa yður upp, hvað mikið silfur-
berg var flutt hingað 1910 fráAust-
fjörðum.
19. júlí 1910, móttakandi Guðm.
Jakobsson:
186 kassar 11781 «.
ll.sept. — , 123 — 7000®.
20. — — ,36 — silfurberg
og 2 kassar ýmislegt, samtals 1830®;
silfurbergið var alt sent frá Eski-
firði og móttakandi að því öllu var
hr. Guðm. Jakobsson.
Virðingarfylst.
Afgreiðsla gufuskipafjel. Thore.
Sig. Guðmundsson«.
Alls fluttu þeir því ómótmælt af
silfurbergi frá Eskifirði til Rvíkur
347 kassa . . 20611 pd. brúttó
Selt 108 ® netto,
sem verður. . 120 — —
Eftir 20491 pd. brúttó
2 verkfærakass-
ar eftir þeirra
uppgjöf . . . 120 —___
Eftir 19979 pd. brúttó
28 kassar, sem frá gengu eftir
þeirra staðhæfingu nál. 14 pd. hver
= 392 —
En B. fr. afhentu þeir aðeins
18508 pd.
Kassana gera þeir »c. (þ. e. ná-
lægt) 14 pd«.
Sjálfir þykjast þeir ekki vita
kassaþyngdina. Þeim hefði þó átt
að vera innanhandar að vita þetta.
En með því að þeir hafa ekki
vogað að neita því, að kassarnir
sjeu á borð við sykurkassa að
þyngd og stærð, eins og sagt og
sýnt hefur verið, þá er þeirra stað-
hæfing um þyngd þeirra, að þeir
sjeu »c. 14 pd.«, sýnilega röng,
enda þora þeir ekki að segja meira
en c. 14 pd. Kassarnir vigta frá
4—6 pd. Það getur hver sann-
fært sig um, sem hefur 50 ® kandís-
kassa í vörslum sínum.
Annars eru kassarnir sumir 8
þml. á einn, 8V2 þuml. á annan
og 25 þuml. á þriðja veginn. Beri
menn þessar stærðir saman við
sykurkassa.
Geta því allir sjeð af þessu, að
umbúðir og stopp geta aldrei num-
ið meiru en 10°/o af þyngd silfur-
bergsins.
Heylðé
Hermann nokkur Daníelsson^hef-
ur gefið vottorð í ísafold 21. þ. m.
um heyið, og byggja þeir M. Bl.
1) Sá er gerði drukkinu fundarspjöll
á þingmálafundinum á sunnudaginn,
svo að lögreglan varð að drösla hon-
um burt af fundinum.
a
tekur meðal annars að sjer
ábyrgð á ajla, veiðarjærutn og útbúnaði
Jiskiskipa, svo sem salti, kolum og vistum.
(Nokkrir eigendur og útgerðarmenn islensku botnvörp-
unganna hafa þegar trygt í Samábyrgðinni afla, veiðarfæri
og útbúnað skipa sinna, og gera það væntanlega allir framvegis).
Aðalskrifstofa Samábyrgðarinnar er í Lamls-
bankahúsinu (uppi) og er opin frá kl. IO—13 árd.
og; 4—6 síðd.
Talsími 198.
Símnefni: 8amábyrgðin.
og G. Jak. á því. Heyið átti að
hafa verið nál. 1000 ®, eftir sögn
Hermanns þessa.
Reyni menn að láta 1000 pd. af
heyi, eða 5—6 dragbands hest-
klyljar af heyi í 347 sykurkassa.
Hvað mundi þá verða mikið rúm
eftir handa silfurberginu?
Þeir M. Bl. og G. J. verjast allra
frjetta um það, hvaða umbúðir
hafi verið utan um silfurbergið,
þegar það var sent í kössunum
frá Islandi til Frakklands.
Þurfti þá engra umbúða, einskis
heys?
Þeir segjast þó hafa y>hreinsað«. og
»höggvið«. silfurbergið svo einstak-
lega vel áður en það fór úr land-
inu.
Þurfti ekkert hey til að stoppa
með því þá? Var þá óvandbún-
ara um það en á meðan það var
»óhreinsað«?
Hermann þessi Daníetsson segir
þó í áminstu vottorði, að talsverl
af heyi og rusli hafi einmitt þá
slæðst með i kassana, er silfur-
bergið hafi verið látið í þá eftir
hreihsuna. Þeir gæta ekki að því,
að hann eyðileggur alveg »vottorð«
sitt með þessari játningu.
Annars má geta þess, að þessi
Hermann Daníelsson hefur skýrt
nokkuð öðruvísi frá þessu í sam-
tali við aðra menn. Hermann þessi
sagðist nýlega ætla brott úr bæn-
um eitthvað »upp í land« t vinnu
hjá G. Jak., en þverneitaði að
segja, hvert hann ætlaði að fara.
Er þetta að fyrirlagi G. J.?
Heyið og kassaþyngdin getur
ekki flotið með svo mikinn þunga,
sem vantar á silfurbergið, og G. J.
og M. BI. hafa ekki ennþá gert
grein fyrir.
En setjum nú svo, að rjettur
væri reikningur M. Bl. og G. Jak.
Þeir segjast hafa afhent B. fr.
13941 ® nettó.
Ef finna skal bruttó-
vigt þess eftir mæli-
kvarða þeirra, þá
verður hún þannig:
317 kassar á 14 ®
hver . . . . . 4438 ®
18379®bruttó.
En M. Bl. og G. Jak.
athentu B. fr. . . 18508®brúttó.
Mismunur yrði þá 129®brútto.
Eftir þessu hefði þá heyið í köss-
unum, þessum 317, sem þeir fluttu,
eða ljetu B. fr. flytja frá íslandi til
Frakklands, verið ein
129 ®.
En í 347 kössum, er þeir fluttu
frá Eskifirði til Rvíkur, þurfti
1000 ® af heyi
til að stoppa með utan um silfur-
bergið.
Annað hvort hlýtur því að vera
rangt, /cassaþyngdin eða heymegn-
ið, eða þá að hvorttveggja er rangt.
Þetta dæmi hefur þeim láðst að
reikna.
Með því að setja kassaþyngdina
svona hátt, ónýta þeir alveg þá
varnarástæðu, sem þeir bygðu á
heyinu og hreinsuninni.
Og hvernig skýra þeir M. Bl.
og G. Jak. ’það, að eftir þeirra
eigin reikningi verður sama þyngd-
in i sama dœminu bæði 128 pd.
og nær 1000 pd?
Dæmið er svona:
Til að sloppa með frá Eskifirði
til Rvíkur 347 kassa af óhreins-
uðu og óhöggnu silfurbergi þurfti
1000 pd. af heyi. En til að stoppa
með i 317 kassa af hreinsuðu og
höggnu silfurbergi þurfti að eins
128 pd. af heyi.
En eftir þeirra reikningi vantar þó,
er þeir bera saman skilagrein sína
7. des. 1910 og brjef Thorefjel. 12.
sept. 1911, með því að gera heyið
1000 pd. og kassana Í4 pd. hvern,
612 ® á þyngdina. Þetta á hreins-
unin að hafa tekið.
Það er sannanlegt, að aðeins
fáeinir kassar voru slegnir upp til
að sýna umboðsmönnum B. fr.,
Zeiss og Guðm. Hlíðdal, silfurberg-
ið. Hinir lágu óhreyfðir í kjallar-
anum hjá M. Bl. og G. Jak.
Birgðirnar voru sem sje fluttar
heim til beggja, M. Bl. og G. Jak.
En G. Jak. á þó, eftir sögusögn
þeirra, einn að hafa sjeð um vigt-
un silfurbergsins og afhendingu.
Annars væri fróðlegt að vita,
hvort B. fr. eða umboðsmaður
hans vill synja fyrir það, að silfur-
bergið hafi verið stoppað með heyi
í kassana, er það var flutt hjeðan
til Frakklands, og hvort hann víll
játa því, að það hafi verið hreins-
að og klofið, eins og M. Bl. og G.
J. segja.
Annars er varnarþing þessa máls
fyrir opinberum rannsóknarrjetti,
en ekki í blöðunum. Úr því að
þeir M. Bl. og G. Jak. hafa ekki
enn, og þrátt fyrir miklar og marg-
ar tilraunir, gert neina sennilega
grein fyrir mismuninum milli þess
silfurbergs, sem þeir sannanlega
höfðu í vörslum sinum, og þess,
sem þeir afhentu, þá er þeim holl-
ast að hafa sem minst stóryrði út
af máli þessu.
Gögnin eru ekki enn öll komin
fram.
Meðan þeir fella sjálfa sig á einni
röksemdinni um leið og þeir hyggj-
ast með henni að sanna aðra stað-
hæfingu sína, færi best á því, að
þeir hrópuðu ekki mjög hátt um
lýgi og ósannindi.
Og að lokum:
Hvernig getur M. B„ hrópað upp,
barið sjer á brjóst og lýst hitt og
þetta ósannindi, úr því að hann
segist ekkert hafa verið við vigt-
ina og afhendingu silfurbergsins
riðinn?
Það sjá allir, að slik neitun og
slik óp eru þá alveg út í bláinn.
Athugulir og samviskusamir
menn neita ekki út í loítið. Þeir
segjast ekki vita um málið fyr en
þeir rannsaka það.
En ef M. Bl. hefur — eins og
hann segir — ekki verið við alhend-
ingu og vigt silfurbergsins riðinn,
og hefur engin önnur gögn en
framburð G. Jak„ þá er það lika
að svo komnu heimska af honura