Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 27.10.1911, Síða 4

Lögrétta - 27.10.1911, Síða 4
212 L0GRJETTA. KjörseöilliDD hjer í Reykjavík lítor svo út: 0 CiiiOiniiriíliii- Finnbogason. 0 Halldór* Daníelsson. 0 .lón Jónsson. 0 Jón Porkelsson. 0 Lárns 11. Bjarnason. 0 Magnús Blöndahl. Kjörseðillinn eetti helst að vera svona merktur, þegar þjer aíhendið liann kjörstjórninni : O Gruömnndnr Finnbogason. O Halltldr Daníelsson. 0 Jón Jónsson. O Jón Porkelsson. ® I iái'us H. Bjarnason. O Magnús Th. fS. Blöndahl. Vtllist ekki á jónunum! liátið ekki blýantsstrykin ná út yfir liringinn. Munið að morkja við þriðja o« fimta nafnið. Biðjið kjiirstjórn um aðstoft, eí' þjer treystið yður ekki til að merkja rjett. Gutujivottavjelm Ideal + Þorsteinn Egilsson kaupmaður í Hafnarfirði. Látinn er að heimili sínu í Hafn- arfiði hinn 20. þ. m., eftir langa vanheilsu, Þorsteinn Egilsson, fyr- verandi kaupmaður. Hann var fæddur 7. jan. 1842 á Eyvindar- stöðum á Álftanesi; faðir hans var hinn frægi vísindamaðnr Svein- björn Egilsson skólameistari, en móðurfaðir Benedikt Gröndal eldri, yfirdómari og skáld; var Þorsteinn albróðir Benediks Gröndals skálds hins yngra. Hann var stúdent frá lærða skólanum í Reykjavík, og kandídat frá prestaskólanum, en aldrei tók hann prestsembætti. Hann gerðist snemma verslunar- maður, fyrst í Reykjavík og síðar í Hafnarfirði, og þar var hann um langt árabil kaupmaður fyrir eigin reikning. Hafði hann um skeið mikla þilskipa-útgerð í Hafnarfirði, og var hann meðal hinna fyrslu og fremstu, er rak þann útveg hjer við Faxaflóa. Síðustu ár æfinnar liafði hann látið af verslunarstörf- um, enda var hann þá mjög far- inn að heilsu. Hann var um mörg ár umboðsmaður hjer á landi fyr- ir ýms erlend skipa-ábyrgðarfjelög, og rækti hann það starf með alúð og dugnaði. Þorsteinn Egilsson var ágætum gáfum gæddur eins og hann átti kyn til; hann fjekst mikið við kenslu um miðbik æfinnar, og var hann i mörg ár kennari við Flens- borgarskólann; fór honum það ágætlega úr hendi; hann var vel skáldmæltur og prýðilega ritfær; ritaði hann iðulega um ýms mál í blöð bæði hjerlend og útlend. Eftir hann liggja kenslubækur fyrir byrj- endur bæði í ensku og dönsku; smá-leikrit hefur hann sahiið og snúið, mun eitthvað hafa verið prentað af þeim. Annars hneigð- ist hugur hans mest að verklegum framkvæmdum, einkum í öllu því, er að sjávarútvegi lýtur. Hafði hann hinn mesla áhuga á þeim atvinnuvegi, enda var honum mjög sýnt um hann, og átti hann veru- legan þátt í, að koma þilskipaút- gerðinni upp við Faxaflóa á árun- um 1880—90. En síðari árin ljet hann af þessari starfsemi. Þ. E. var maður óframgjarn og yfirlætis- laps, hreinlyndur og vinfastur, og vinsæll svo, að hann mun engan óvin liafa átt. Áhugamaður var hann um almenningsmál, en hafði sig þar þó eigi mjög frammi, því ^ð honum var eigi ljúft, að láta nfikið á sjer bera, og leiddi jafn- aðárlegast hjá sjer þras og deilur, svo sem hann mátti. Hann sat mörg ár í hreppsnefnd Garða- hrepps, var einn af stofnendum og stjórnendum sparisjóðs Haínar- fjarðar, og lengi var hann í stjórn- arnefnd Flensborgarskólans. Þorst. Egilsson var þrígiftur, og eru 4 synir hans á lífi. Fyrir 30 árum kyntist jeg þess- um látna sæmdarmanni, og gerð- ist þá með okkur sú vinátta, er staðið hefur til þessa dags, og ald- rei snurða á komið. (íngólfur). Kl'. J. Þíngmenska dr, J. Þ. Smáatriði. Því er einhvern veginn svo var- ið, að þegar minst er á þingmensku dr. Jóns Þorkelssonar, þá verða fyrst fyrir, að gera það í hálfgerðu skopi. Mesta áhugamál hans á þingi 1909 var það, að hann vildi fá biskupum fjölgað í landi hjer og sníða alt, þar að lútandi, sem mest eftir kaþólskum sið. Hann vildi stofna nýjan biskupsdóm, endur- reisa Hólastól og setja þar biskup með 4000 kr. árslaunum. Svo vildi hann skíra upp fjölda af stofnunum og stöðum hjer í landi. Allir kannast við frumvarp- ið hans, sem gerði Austurland að Austurríki, ísland að Ísríki, Landa- kot að Þjóðakoti, Meðalland að Meðalríki, landskjálfta að þjóð- skjálfta o. s. frv., o. s. frv. Mest hefur þó verið umtöluð kergja hans við atkvæðagreiðslur. Þegar atkv.greiðsla fór fram um Thoremálið á þingi 1909, þá fól hann sig, og var það þó reyndar betra en hitt, að greiða atkvæði með dallakaupunum eins og M. Bl. gerði. En flóttinn þótti svo óþing- mannlegur, að hann hefur skaðað meir þingmannsálit Jóns, en atkv.gr. þingmannsálit Magnúsar. Svo var kórónan sett á, þegar liann kvaðst ekki geta greitt atkv. um vantrausts- yíirlýsinguna um B. J. í vetur og kendi um »dragsúgi«. Sú saga hefur flogið inn í hvern hæ lands’ hornanna á milli. Um hið tádæma-vitlausa stjórn- arskrárfrumv. hans og Vog-Bjarna hefur áður verið talað hjer í blað- inu. Það er ekki nema eins og við er að búast, að sú skoðun hefur myndast um Jón, að liann sje af- arljelegur þingmaður, þótt honum sje að öðru leyti ýmislegt vel gefið. Píslarvottar sjálfstæðisflokksins. Þeir eru búnir að sjá það sjálf- stæðismenn, að það borgar sig undir vissum kringumstæðum að vera píslarvottur. — Björn Jónsson, foringi flokksins, lærði þetta þegar hatrið var mesl á milli hans og Skúla fyrir 17—18 árum. Skúli varð þá píslarvottur og óx mjög fylgi við það. Hann varð það aftur nú í haust eftir Rúðuhneyxlið og er sagt, að það hafi gefist vel. — B. J. ætlaði sjálfur að leika sama leik í vetur eftir »vígið« nóttina milli 12—13. mars, en almenning- ur var þá svo hlálegur að skilja ekki, að hann gæti verið hreinn og hvítur og heíði ekkert misjafnt aðhafst í sinni stjórnartíð, enda var það hans eigin flokkur, sem steypti honum. Honum tókst ekki að leika píslarvott í það skifti. Þá kom túrinn að þeim Bjarna frá Vogi og Ara í Arabíu. Þeim var, eins og kunnugt er, neitað um að hlaupa frá verkum sínum til að finna kjósendur sína, og strax gerir ísafold þá að píslarvottum. Það er »kúgun« að láta þessa herra stunda verk sin eins og aðra menn, segir »ísaf.«! Það er nú reyndar ekki komið á daginn, hvað þetta hefur hjálpað, en vonirnar eru hin- ar bestu. — Seinasti pístarvotturinn er þessi Jakob Möller. Hann fjekk trúrra þjóna laun og var als óreyndur og óvanur öllum störfum settur í mjög vel launaða stöðu við Lands- bankann. Það var hann, sem á- samt bankastjórunum hjelt áfram störfum rannsóknarnefndarinnar eftir að skýrslan fræga var komin út, og það er hann, að sögn, sem hefur samið hinar röngu og vit- lausu skýrslur, sem rannsóknar- nefnd efri deildar hafði til með- ferðar frá bankanum í vor. Nú hefur honum verið vikið burtu úr stöðu hans við bankann vegna þess, að hann á opinberum fundi rjeðist á einn af húsbændum sínum (Jón gæslustj. Olafsson) með ókvæðisorðum og ósannindum. Það vildi nú raunar svo til, að aðeins annar bankastjórinn var heima þegar þetta gerðist, því B. Kr. var í kosningarleiðangri um Suðurnes. Nú mun það eiga að líta svo út, að gæslustjórarnir hafi »kúgað« bankastjórann til að víkja Möller úr stöðunni. En mundi hitt ekki heppilegra í alla staði, að víkja þessum manni í burtu fram yfir kosningar, nota hann sem pislarvott á meðan og taka hann svo í fulla sátt á eftir, einkum ef sjálfstæðismenn verða í meiri hluta? Það var nú reyndar haft eftir B. Kr. um það leyti sem hon- um var veitt bankastjórastaðan, að meiningin væri sú, að gera Landsbankann eins ópólitiskan og hægt væri. En hvernig hefur þetta orðið í neyðinni? — Sjálfur hefur B. Kr. aldrei vasast meir í pólitík en á eftir, og bankinn liefur verið notaður til þess að ala þar vika- drengi óaldarllokksins, er lítið eða ekkert hafa þar að gera, en eru i þess stað notaðir til þess að fylla ísaf. og önnur blöð flokksins. Argus. Sjúlfslœdismenn oíj alþýdan. í fyrra vetur tældu þeir „sjálfstæð- is“menn alþýðumann einn til að segja rangt frá fyrir rjetti í máli, sem Björn gamli Jónsson höfðaði út af Lækjartorgsfundinum og Sveinn Björnsson flutti — töldu honum trú um, að þótt hann svaraði spurningu einni eins og hann gerði, þá yrði ekk- ert haft á því. En nýlega dæmdi hæstirjettur — þessi dómstól), sem B. J. hefur svo mikla trú á — mann þennan í 14 daga fangelsi fyrir rangan tramburð. Ef rjetturinn hefði skeð, þá hefðu þeir herrar, sem tældu manninn, átt að taka út hegninguna, en maðurinn að sleppa. Þetta er ekki fyrsti maðurinn, sem þeir „sjálfstæðis"-menn hafa saurgað og verður ltklega ekki sá síðasti. Þessir menn hrópa hátt um alþýðu- valdið og þykjast vilja alt gera fyrir alþýðuna. Fyrst að rýja hana og koma henni síðan undir vönd hegningar- laganna, er kjörorð þeirra, þótt ann- að sje uppi látið. X. ^fjirlýsing. í 52. tbl. Lögr. stendur, að kon súll Svía hjer hafi leyft Lögr. að hafa eftir sjer, að viðskiftaráðanautur okkar hafi ekki einu sinni talað við hr. Reutersvárd, sem sje aðalmaður í fyrirtækinu um samgöngur milli íslands og Svtþjóðar, og als ekkert við hann átt um málið. 1 „kosningablaði" óaldarflokksins, sem út kom í gær, stendur, að konsúll- inn hafi sent Lögr. yfirlýsing, sem þar er prentuð, um, að þetta sje ekki satt. Fyrst og fremst er það ósatt, að Lögr. hafi nokkra yfirlýsingu fengið frá konsúlnum. Þar næst er þess að geta, að hann hefur ekki aðeins sagt mjer þetta hvað eftir annað og leyft að hafa það eftir sjer, heldur hefur hann, meira að segja, rekist í því við mig nær því í hvert sinn sem við höfum mætst á götu, að jeg birti þetta, og borið fyrir sig brjef frá hr. Reuter- svárd til sönnunar, sem jeg ekki ef- ast um að til sje, þótt jeg ekki hafi lesið það. Ailar upplýsingar um starf hr. Retursvárd, sem fluttar eru í 52. tbl. Lögr., eru teknar upp úr brjefi frá honum til konsúlsins, sem konsúllinn hefur ljeð mjer og jeg lief enn í höndum. Én nasasjón af málinu hefur viðskiftaráðanauturinn auðvitað úr brjefaskriftum við hr. R. Lundborg, sem standa mun í sambandi við hr. Reutersvárd um allar framkvæmdir þar að lútandi. Rvík, 27/io 1911. Þorst. Gíslason. Kanada. Þar í landi eru 2 flokkar, framsóknarmenn og íhalds- menn. Framsóknarmenn hafa lengi setið við völdin og nýlega gert samn- ing við Bandaríkin um lækkun á öll- um verslunartollum; en þeir hafa verið svo háir að stórum hafa tepst öll viðskifti milli ríkjanna. Nú var efnt til kosninga um þetta mál og hugðu allir að framsóknarmenn mundu vinna fagran sigur. En það fór á aðra leið. Bandamenn ljetu mjög feginslega og höfðu á orði að þetta væri upphaf annárs meira; mundi Kanada innan skamms segja skilið við England og sameinast Bandarfkjunum. En þá sáu Kanadamenn að sjer, þóttust sjá að Bandamenn mundu verða sjer ofjarlar og hollara að halda trygð við England og hafa alt í sömu skorðum. Af þeim ástæðum hafa nú íhaldsmenn unnið glæsilegan kosn- ingasigur. Verður því ekkert úr tollsamningnum. En Bandamenn una illa við, og kenna sjálfum sjer um, að þeir hafi verið of berorðir í málinu. ágæt, falleg og ódýr, nýkomin. ^ínrírs rQÁnsan n stórt, gott og ódýrt úrval. Einlœgt nýtt med hverri ferð. Selst með afarlágn verði. Karlmannastíg'v|el (Boxcalf reimuð). Vatiastigvjel. K,venstígvjel. Síurla cZónsson. kostar með verksmiðjuverði einungis 20 krónur. Hún er svo haganlega gerð, að um hana þarf engan stamp eða bala, heldur er hún sett í sjálf- an þvottapottinn. Hún þvær ljerefts- þvottinn meðan vatnið sýður. Spar- ar vinnu, tíma og peninga, en eink- um hlffir hún höndunum á kvenfólk- inu. Fæst af hæfilegri stærð í hvaða þvottabala sem er. Söluumboð hafa: Fyrir Reykjavík og Kjósarsýslu: Kaupm. Árni Einarsson, Talsími 160. Fyrir Hafnarfjörð og Gullbringu- sýslu: Kaupm. Sigfús Bergmann, Talsími 10. Upplýsinga má leita til undirritaðs, sem hefur fullkomið sýnishorn af vjelinni. Páll Júnsson, Laugaveg 11. Skinnjakkar, skinnvesti, fyrir karla og konur, ný- komin. ieljast óvanalega ódýpt. Síuría Sónsson. Kvenúr fundið, vitja má á Barónsstíg 16. Tóbaksbaukur hefur tapast, skilist á Barónsstíg 18. Fæói og liúsnæði í Ingólfs- stræti 4. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.