Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.03.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 06.03.1912, Blaðsíða 2
44 L0GR.JETTA Lögrjetta kemur út á hverjun mið vikudegi og auk pass aukablöð viö og viö, minst 60 blöö als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi t. júli. Einokun. Eftir að hafa stunið undir byrð- um og hörmungum þeim, sem ein- okunarástandið hafði i för með sjer, í næstum tveggja alda tímabil; martröð, sem með afleiðingum sin- um til skamms tíma hefur hnekt að mestu öllum framförum íslensku þjóðarinnar; eftir að hafa loks sprengt af sjer þessa fjötra, og eft- ir að íslenska þjóðin nú í nokkra áratugi hefur haft leyfi til að draga að sjer andann með frjálsu móti, óheft af þvingun verslunarinnar og hinum þungu hlekkjum einokun- arinnar; eftir að svo miklir og göfgir íjörkippir hafa færst í hina ungu þjóð, að ánægja hefur verið á að horfa, ánægja, að sjá hina fjörugu og miklu framsókn, og ánægja að vita, að þessi bar- átta ekki mundi verða árangurs- laus, að minsta kosti eftir því að dæma, hve mikil og snögg um- skifti hafa orðið á ekki lengri tíma en frjálsræðið hefur ríkt, — þá virðist nú eins og eigi að fara að skapa nýtt tímabil, eða manni kemur að minsta kosti í hug, að svo muni vera. Það er eins og forlagadísir gamla Fróns iðri eftir því frelsi, sem þær höfðu veitt þjóðinni til allra þeirra framfara, sein þegar eru á orðnar, og þó að- eins hefur verið lítilfjörleg upp- reisn frá hinu þunga og kalda svefnmóki, er um svo laugan ald- ur hvíldi yfir þjóðinni. — Það virð- ist vera fyllileg alvara, að fara nú að endurvekja þennan leiða og gæfueyðandi draug, einokunina. í þetta sinn er það ekki alvald- ur einvaldskonungur, sem skipar fyrir að svo skuli vera, og mun hann áður hafa gert það í þeirri mein- ingu, að það væri þjóðinni fyrir bestu. Nú eru það blátt áfram þjóðarinnar útvöldu, sem láta sjer koma til hugar, að þetta sje leiðin til að bjarga þjóðinni úr núver- andi fjárkröggum. — Auðvitað gera einnig þessir menn það í bestu meíningu. — En áður en þjóðin er búin að segja já og amen við þessum ráðagjörðum, væri ef til vill ekki úr vegi, að athuga atriðið lítið eitt. Einokun er hverri þjóð lil van- virðu og fordæmingar af ýmsum ástæðum. Hún er neyðarúrræði, sem aðeins er gripið til, að öllum öðrum leiðum ófærum, vegna hinna mörgu og illu afleiðinga, sem slíkt fyrirkomulag hefur í för með sjer. Einokun lokar fyrir álla samkepni, en samkepnin örfar og magnar fram- kvæmdaafl hverrar þjóðar. Hún er grein af þjóðarmenningunni og þaðekki súminsta. Hún skapar nýj- ar og nýjar hugsanir, og þærhugsan- ir leiða til framkvæmda.ogþær fram- kvæindir skapa nýlt og nýtt áræði, sem hjálpar. til að lyfta landi og lýð frarn og upp til jafns við hug- fráustu nábúa sina. — Einokun færir með sjer deyfð og dvala, þar eð hún er fyrirskipað fyrirkomu- lag og órjúfanleg þann tíma, sem liún er ákveðin fyrir, og því árang- urslaust að hefja bardaga gegn henni, þegar hún er einu sinni komin á. — Einokun kæfir niður kaupmannastjett Iandsins. Því þeg- ar verslunin er seld í hendur ein- stakra manna, hvort heldur inn- lendra eða útlendra, þá er starfi kaupmannastjettarinnar á því svæði lokið. En vei þeirri þjóð, sem ekki getur eða vill sjá, að lífsskilyrði hennar eru undir því komin og tilvera hennar því nátengd, að hún hafi öfluga, innlenda verslunar- stjett við að styðjast. Þessa eru næg dæmi í sögu mannkynsins. Lítið t. d. á Kartagóborg til forna. Athugið forfeður sjálfrar í islensku þjóðarinnar. Þar voru einnig margir fremstu mennirnir ágætir kaup- menn. Allar menningarþjóðir nú- tímans styðjast mikið til við versl- un sina. Eða hvers vegna er það keppikefli allra stórvelda nú á tím- um, að leggja undir sig stærra og stærra svæði af jarðarhnettinum? Aðeins til þess að tryggja sjer þannig fleiri og stærri verslunar- svæði f3rrir heimaþjóðina. Versl- unarstjett livers lands má líkja við húsbónda hvers einstaks heimilis, sem á að draga að, og, ef góður er, einnig varðveitir fengið fje og margfalda það. — Langa lengi hefur þjóðin stunið undir útlendu peningavaldi. Hún hefursjeð, eftir að einokunin var afnumin, alla verslunina í höndum útlendra kaup- manna, manna, sem aðeins sú eina hugsun var ríkjandi hjá, að draga saman sem mest fje á sem stytst- um tíma og fara svo til sinna út- lendu heimkynna og setjast þar að kræsingunum og njóta þeirra. — Framkvæmdir engar. Atvinna lítil. Sjálfstæðið smátt, en þrælsóttinn mikill. Þetta voru tákn þessa tíma. Síðan, á örfáum teljandi árum, hef- ur smátt og smátt verið að mynd- ast vísir til innlendrar alíslenskrar verslunarstjettar: menn, sem eru börn þessa lands, samgrónir vel- ferð ættjarðarinnar, sem skilja og vita, að þróun þjóðar þeirra er þeirra eigin hagsmunir, og þess vegna, að þeim er áríðandi að efla framfarir hennar með dáð og dug. — Þessi vísir er það, sem á að fara að leggja fótakefli fyrir. Þetta er illa farið I Og við verðum að hugsa okkur vel um, áður en slikt verður að lögum. Eins og stend- ur má segja, að hjer sje aðeins um eina vörutegund að ræða. En byrjun er byrjun, og endirinn má sjá. — í þetta sinn er það þessi vörutegund. Og ef þannig tekst um tima að fylla pyngju Iandsjóðs, þá er freistingin mikil, og varla mun látið kyrt liggja næst, þegar þörfin knýr, að taka aðra og þriðju vörutegundina, þangað til kaup- mannastjettinn er að eins nafnið tómt, að eins vinnumenn útlenskra maurapúka, sem hafa haft ráð og frekju fullnægjandi lil að kaupa þau rjettindi, sem landsjóðsins sí- vaxandi þörf hefur haft á boðstól- um, og þá mun islenska sjálfstæð- ið verða »saga blot«. Því hvers igildi er sjálfstæði, ef það ekki getur stutt sig við efnalegt sjálf- stæði? En hvað verður um efni vor, þegar framkvæmdarþrek vort verður lamað svo sem verða mun, ef verslunarstjett vor með tímanum að eins fær að lifa skuggatilveru? Hvenær hefur útgerð vor blómg- ast og hvenær hefur landbúnaður- inn tekið þeim framförum sem orðið hafa, nema síðan innlend verslunarstjett og kaupfjelög fengu að sjá dagsins ljós hjer á landi? Til eru ýmsar einokunaraðferðir. Hin vægasta er sú, að landstjórnin sjálf taki sjer. einkarjett til fram- leiðslu og sölu vissra afurða, og á hún sjer stað í sumum löndum Evrópu, aðallega með tóbak og eldspýtur. Önnur aðferðin er sú, að selja rjettindin til framleiðslu eða sölu einstakra vörutegunda í hendur innlendra manna. Báðar þessar aðferðir eru þær bestu og skynsamlegustu, úr þvi ilt endilega á að vera, þar eð bæði arður og atvinna án efa mun verða keypt í Iandinu sjálfu og verður þannig að eins landinu og íbúum þess til tekna. — Þriðja aðferðin — og það sú háskalegasta — er þegar fram- Ieiðsla og verslun er selt í hendur útlends auðvalds. Þá fer arðnrinn að sjálfsögðu allur út úr landinu og landsbúar niðurlægjast til að verða aðeins þjónar útlends pen- ingavalds. En í greinunum í 12. tbl. ísafoldar og 11. tbl. Lögrjettu þ. á. er það skýrt tekið fram, að sú leiðin hafi verið kosin hjer, að selja leyfið til kolasölu og innflutnings í hendur enskum kolakaupmanni, og er svo að sjá, sjerstaklega af Lögr. gr., að atriði þetta sje svo langt komið, að samningar sjeu þegar fullgjörðir, og bíði aðeins eftirsam- þykki þjóðar og þings. Á meðan samningar þessir ekki liggja frammi fyrir sjónum almennings, er ekki hægt að dæma þá til fulls. En eftir Lögrjettu að dæma virðist verð það, sem lagt er til grund- vallar, vera minst 20 krónur fyrir smálestina, á bestu höfnum lands- ins, og þaðan frá upp í 25 kr., eftir því hver höfnin er, sem kolin eru flutt á. Verð þetta á svo að hækka eða lækka eftir því sem innkaup og flutningsgjald stígur eða fellur. Sje verðlag þetta mið- að við ásigkomulag það, sem var fyrir hina snöggu og gífurlegu hækkun sem varð nú fyrir skömmu á vöru þessari, bæði að því er snertir innkaup og flutningsgjald hennar, þá er það engin furða, að útlendur kolakaupmaður gangi að slíkum kjörum, þó að hann þurfi að greiða til landsjóðs 11 /2 kr. af smálest hverri af því, sem selt er innanlands, en 2^/2 kr. af því, sem selt er til útlendinga. Því þau kol, sem eflaust hjererátt við, nfl. hin almennu skotsku »steam«-kol, voru almennt seld hjer til útlend- inga, flutt um borð í skip þeirra og komin niður í kolabirgi þeirra, fyrir 18—19 kr. smálestin, Eða í landi, ókeypis heimflult og látin í kolageymslu kaupanda, fyrir 3,20 kr. hvert skpd., eða 20 kr. smá- lestin. Mismunurinn á að flytja kolin fyrst í land og siðan að keyra þau út um bæ og bera þau inn í hús kaupanda, er lágt reiknað 2 kr. á smálestina, þar eð útlenda kaupandanum oftast er afhent úr kolaskipunum, nýkomnum með farm sinn, og þannig enginn upp- skipunarkostnaður, eða þá úr »hulk«, sem litlu munar. Hinn útlendi kolakaupmaður hefur þá þannig í verðmismuninum nægan afgang til að greiða landsjóði með. Með öðrum orðum, hann liefur þá fyrst og fremst sama ágóðann, sem íslenski kaupmaðurinn hefur haft, segjum 2 kr. á smálest, en þar að auki hefur hann það fram yfir, sem vinst við að hafa alla kola- söluna á einni hendi. En það hlýtur að vera ærið fje, þegar hann getur keypt 80—100 þús. smálestir í einu, og verðið, sem honum er lagt til grundvallar, er aðeins hið opinbera verðlag erlendis. Enn- tremur gefur að skilja, að sá mað- ur, sem einn hefur á liendi flutn- ing svo mikilla kolabirgða til lands- ins, hefur þar æði vítt svæði til að græða mikið aukreitis, þareð hann vafalaust getur samið um slíkan flutning talsvert kostnaðarminni en alment markaðsverðlag. Ef hann svo notar sín eigin skip til þessa augnamiðs, en þaðgeturvist enginn bannað honum, þá virðist ennfremur talsvert meiri hagnaður þannig geta fallið honum í skaut. En að fóðra útlent auðmagn á þennan hátt, eru of mikil brjóst- gæði af okkur fátæklingunum. Það virðist hafa verið skoðun milliþinganefndarinnar, þar eð hún ekki sneri sjer fyrst til innlendra kaupmanna, að þeim væri þetta atriði um megn, að þeir mundu hvergi nærri geta ráðið við svo stór innkaup, og að þeir því siður gætu látið í tje svo mikið trygg- ingarfje, sem heimtað væri. Hing- að til hafa þeir þó fullkomlega getað fullnægt kröfum landsmanna í þá átt, og það án þess að hafa haft nokkurt einkasöluleyfi til að styðjast við; — hafa þvert á móti verið undirorpnir megnri samkepni innbyrðis. Hjer leikur engin vafi á, að ef hinum íslensku kaup- mönnum hefði gefist tími og tæki- færi, að þeim þá einnig hefði hepn- ast að leysa þetta atriði jafn-vel af hendi hjer eftir og hingað til. Ef ekki öðruvísi, þá með innlendu hlutafjelagi, sem innlendar peninga- stofnanir vafalaust mundu hafa sjeð sóma sinn í að hjálpa á laggirnar. En ef þeim (innl. pen.stfn.) væri ofvaxið að aðstoða fjelagsskap þennan til fulls, mundi samt varla þurfa að bera kvíðboga á því, að nægt útlent fje mundi eigi fást lánað í bili til reksturs slíkrar innlendrar verslunar, ef fjelag það hefði við jafngóðan einokunarsamning að styðjast og hjer ræðir um. Önnur hlið málsins er líka hið síbreytilega verð, sem kolakaup- maðurinn má hagnýta sjer, hafi hækkunin staðið stuttan tíma og nemi minst 1 shiliing á smálest. Þetta hefði t. d. í vetur getað numið ærnu stórfje fyrir Iandsbúa, þar eð hækkun kola, frá bjrrjun vetrar þar til nú, er frá 5—10 sh. á smálest, eftir gæðum, og hækk- flutningsgjalds frá 4—ð’/s sh. á smál., eftir stærð skipa, eða alls frá 8—13 kr. hækkun á smálest, þannig, að kolin hjá slíkum kaup- manni mundu nú að minsta kosti eiga að kosta frá 28—36 kr. smál. En núverandi verðlag hjá hjerlend- um kaupmönnum er, fyrir bestu kolin, 26 luónur, útflutt í skip kaupenda. Þessi kol kostuðu hjá sömu kaupmönnum, áður en hækk- unin kom, 23 kr. smál., og nemur því hækkunin aðeins 3 kr. á smál. hjá þeim. Þetta kemur af því, að kaupmenn lijer voru svo hepnir að kaupa mest af þeim kolum, sem þeir til þessa hafa selt, áður en nokkur veruleg hækkun átti sjer stað erlendis, og hafa þeir þannig látið viðskiftavini sína njóta þessa. Útlendi kolakaupm. mundi þar á móti hafa leyfi, — sem liann óefað mundi hagnýta sjer, — til að reita þjóðina aukreitis fyrir 5 —10 kr. á hverju kolatonni. Ástæðurnar í vetur eru auðvitað nokkuð sjerstakar, bæði hin snögga hækkun kola erlendis, — vegna liins almenna verkfalls á Bretlandi, er lengi hefur yfir vofað, en nú er komið í framkvæmd—og svo farm- gjaldið, sem er sí-hækkandi nú seinni hluta vetrar, af ástæðum, sem hjer yrði of langt mál frá að skýra. En dæmi þetta er hjer tekið fram af því það oftar getur átt sjer stað og skylda, að taka það með til athugunar. Hið þriðja atriði, sem samningur þessi, eftir Lögrjettu-greininni að dæma, gefur manni ástæðu til að stara á, er, að verðlagið, sem lagt er til grund- vallar, að eins er eitt, sem sje minst 20 kr. En sala þeirra kola, sem hjer augljóst er átt við, nfl. hin ódý'ru skotsku, fer meirogmeir þverrandi, ekki síst til innlendu skipanna, þareð það er orðið þeim fyllilega ljóst, eins og Englending- um sjálfum, að bestu og hitamestu kolin eru ætíð og verða hin ódýr- ustu í notkuninni. Ef nú kemur að því, að mest þurfi með af þess- um betri og ódýrari kolum, hver ábyrgist þá, að gæðin verði hin rjettu og verðmunurinn líka? Þar er einnig opið víðáttumikið svæði fyrir gróðrabrall slungins útlends kola- kaupmanns. Auðvitað gæti hugs- ast, að girt væri fyrir slíka mögu- leika í samningnum, en allar á- stæður eru þó til að efa slíkt, því til þess þyrftu nefndarmennirnir að vera útfarnir kolakaupmenn sjálfir, en það mun þó ekki vera tilfellið. — Að einokunar-rjettinum ekki verði misbeitt, er, í nefndum blöðum, álitið, að girða megi fyrir með skýrum og ströngum samn- ingum, með tryggingarfje, sektum o. s. frv. En efamál er, hvort þar er rjetl álitið, því varla verður sá samningur útbúinn, að ekki verði einhver smuga í að smjúga og þá oftast, þegar verst gegnir. Ekki síst þar, sem eins er ástatt og hjer, þar sem annar aðili eflaust er kænn sjerfræðingur í þessari grein, en það eru nefndarmennirnir varla, hversu vel mentaðir og skjrnsamir sem þeir að öðru leyli eru. Enda sýna ofannefnd dæmi, ef rjett er frá hermt í blöðunum, að hjer eru slæmir agnúar á og óvíst, hvort ekki verða þar fleiri, þegar öll at- riðin eru kunn. Hörmangararnir sælu í Kaupmannahöfn voru einnig bundnir samningum, en ekki mun þó íslensku þjóðinni hafa þótt þeir of vel haldnir. Það er að skilja á oft nefndum greinum, að þjóðin muni eiga hægra með að kyngja einokunarbralli nútímans af því að mismunurinn fyr og nú er sá, að þá rann alt gjaldið eða mútu- fjeð, eða livað sem á að kalla það, í sjóð liins erlenda einveldis- konungs, en nú verður það að eins notað til að breiða yfir bresti aumingja landssjóðsins. En gætum nú betur að — bvað er unnið og hvað er mist? Annars vegar fáum við talsvert fje í pottinn. Hins vegar getum við svo ósköp vel fengið þetta sama fje á ann- an hátt, án þess að ofurselja verslun landsins í hendur útlends auðvalds. Og samhliða búum við til þrepskjöld gegn því, að hin unga oguppvaxandi kynslóð geti þrifist og dafnað eins og ef óbundið væri. Og við stuðlum enn fremur að því, að aðal-ágóðinn af allri þeirri verslun, sem þannig er bundin, fari oss á mis, en í vasa útlendinga, sem vjer erum að öllu óskuldbundnir. Skyldi ekki vera hægt að velja einhverja betri leið hjer en nú virðist vera mest tilhneiging til, altjend hjá fjármálanefndinni, er sýnist vera þeirrar skoðunar, að þetta sje besti vegurinn, til að jafna þörfina með ? Af dæmum þeim, sem að framan eru tekin, má sjá, að jafnvel inn- lendi kaupmaðurinn gæti greitt landssjóði sama gjald af sama grundvallarYerði, sem lijer er átt við, nefnil. minst 20 kr. á bestu höfnum landsins, án þess að skerða þann ágóða, sem hann hingað til hefur haft af versluninni, með öðrum orðum, greitt landsstjórn- inni sama gjaldið í toll og einok- unar-kaupmanninum er gert að skyldu. Annað mál er það, hvort rjett er, að leggja þetta gjald á kol. En ef endilega þarf að skatta þessa YÖrutegund, þá virðist ólíku rjettara blátt áfram að leggja þann toll á hana — og hafa svo verslunina fría og frjálsa eftir sem áður, lieldur en að selja útlendingum rjettindin í hendur, og fá þó ekki meir í staðinn — meira að segja talsvert minna, þareð útlendingurinn, eftir því sem á Lögrjettu er að skilja, á að vera laus við öll opinber gjöld. Ólik virðist eiga að vera meðferðin á honum og hinni innlendu kaup- mannastjett. Hann er losaður við öll gjöld, en fær rjettindin. Inn- lendi kaupmaðurinn missir rjett- indin, en verður að bera allar þær kvaðir og gjöld, sem á hann kunna að verða lögð til allra landsins þarfa, meðan honum endist aldur til. Afsökun eina verður manni starsýnt á, í nefndri ísafoldargrein, sem sje að hagnaðurinn af þessari verslun sje svo lítilfjörlegur fyrir íslenska kaupmannastjett, að lítils sje í mist, þó hún sje tekin frá henni. En gáum snöggvast að, hvers ígildi hún er. Salan er nú sem stendur líklega minst 80 þús. smál. í ár, en hvað hún mundi liækka í þau 25 ár, sem einokun- arleyfið að Iíkindum mun eiga að gilda, er varla hægt að giska á. Ef dæma ætti eftir þeim framför- um, er síðari árin hafa haft í för með sjer, þá mun varla um of ætlað, að salan, að þessum tíma loknum, muni verða að minsta kosti 5 sinnum meiri. En tökum bara það dæmi, að það til upp- jafnaðar mundi verða 150 þús. smál. á ári, og setjum sem svo, að arðurinn hjá innlenda kaupmann- inum væri mjög lítill, að eins Ú/2 kr. á smál. til uppjafnaðar, þá verða það þó 225 þús. króna ár- legar tekjur fyrir íslensku verslun- arstjettina, eða í 25 ár 5625000 kr. án þess þó að nokkrir vextir sjeu reiknaðir. Það er laglegur lítill skildingur, sem tekinn er burt frá innlendu verslunarstjettinni. Áðurnefndar árstekjur af kola- versluninni, 225 þús. kr., er full- nægjandi til að fæða árlega um 50—60 fjölskyldur með sómasam- legu lífi og gjaldþoli til opinberra mála. Ætli það væri ekki fóstur- jörðinni meiri sómi, að framleiða slíka blessun, en að kasta fje þessu á glæ í hina útlendu hít. Lögrjettugreinin talar um, að eng- inn innlendur maður, sem nú hafi kolasölu að aðal-starfi, muni þurfa að kviða því, að verða fyrir at- vinnumissi, þó kolasalan verði þannig bundin, og hafi þeir þó engan lagalegan rjett til nokkurrar verndar á atvinnu sinni gagnvart hag og heill landsins, þ. e. s. þeir hafa engan rjett, nema þann, sem lögin veita þeim. Ólíklegt er, að »Fjallkonan fríða« sje sonum sínum svo hörð, að þeir megi engrar verndar af henni vænta annarar en þeirrar, er hinn strangi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.