Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.03.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 13.03.1912, Blaðsíða 3
L0GRJETT A. 40 Suðurheimskautið funðið. Símað var frá Khöfn 8. þ. m.: „Roald Amundsen símar frá Nýja- Sjálandi tii Kristjaníu, að hann hafi fundið suðurheimskautið 14.- 17. des- ember. Öllum í förinni iíður vel“. Síðar sama dag er aftur símað frá Khöfn, að fararskýrsla Amundsens sje komin út í enska biaðinu „Daily Chronicle", að fáni Norðmanna hafi verið reistur á Suðurheimskautinu og, að vísindaiegur árangur suðurfarar- innar sje mjög mikill. Amundsen lagði á stað í för þessa frá Noregi sumarið 1910 á skipinu „Fram", sem þeir Nansen og Sver- drup höfðu áður haft í norðurförum sínum. Kvaðst hann þá ætla suður fyrir Ameríku, norður með henni að vestan og þar norður í heimskauts- höfin. En síðan breytti hann þeirri áætlun og hjelt í leit eftir suðurheim- skautinu. Amundsen var áður frægur maður fyrir leiðangur sinn norður um Ame- ríku á skipinu „GjÖa" árin 1903 — 1906. llöí’ii á §t. Tlioma». Þegar Panamaskurðurinn verður opnaður til almennrar umferðar, liggur aðal-skipa- leiðin þangað rjett hjá St. Thomas, sem er ein af Vesturhafseyjum Dana. Þetta er auðvitað mjög mikils vert. Og ef bygð væri góð höfn á St. Thomas, hyggja Danir, að þar geti orðið ein af aðalstöðvum skipa þeirra, er þessa ieið fara, og þá jafníramt verslunarmiðstöð í stórum stfl. Seint í janúar í vetur kom fram írá nokkrum dönskum fjármálamönn- um beiðni um einkaleyfi til þess að byggja höfnina. Leyfisbeiðendur eru: framkvæmdarstjóri Austur-Asíufje- lagsins, etatsráð H. N. Andersen, framkvæmdarstjóri Sam. gufuskipa- fjelagsins, kapteinn Cold, Landmands- bankastjórinn, etatsráð E. Glúckstadt, stórkaupmaður Holger Petersen og Richelieu aðmiráll. Án efa verður þetta einkaleyfi veitt. En fyrirtækið er stórfengilegt. Það er gert ráð fyrir* að kostnaðurinn verði um 20 miljónir króna. Á 18. öid var höfnin á St. Thomas miðstöð siglinga og verslunar. Pin þetta breyttist, er gufuskipin komu til sögunnar, því þá hófust vöruflutn- ingar eftir nýjum leiðum. Itlöns lilint lirapar í »jó. Möns Klint, krítarklettar á eynni Mön, sunnan og austan við Sjáland, sem þykir einhver fegursti staður í Danmörku, hafa verið að hrapa í sjó í vetur. Brimið hefur jetið undir- stöðuna, svo að heil björg hafa hrap- að niður og myndað nýjar eyjar þar úti fyrir. Gaman ví sur. Athygli karlmannanna Lögr. hefur fengið nokkrar gamanvísur, sem sungnar hafa verið lijer á undanförnum árum, og birtir eitthvað af þeim viö og viö. Frú Stefanía Guömundsdóttir söng þessar vísui, sem hjer fara á eítir, einu sinni veturinn 1908. Tileínið var það, að tveir bæjarfulltrúar, karl- maður og kvenmaður, uröu samferða seint um kvöid af bæjarstjórnarfundi, en mvrkt var á götunum og datt hann ofan i lakinn barmaiiillan og vnrð holdvotur, en kalt var í veðri. Koldimt, biksvart næturmyrkur grúíir yfir grund. Bæjarstjórnin er aö cnda útta tíma fund. Og með sænskri sjentelmensku Svíakonsúllinn blómarós, sem B. B. lieitir, býöur armlegg sinn. »Má jeg«, mælti liann meö svo þýðum hreim, »fá pá náö, frú mín, að fylgja yður heim?« »Kæra pökkt« — »Komið pá!« — Konsúll vor og frú út í kvöldmyrkrið hverfa nú. Allir vita: Anior hefur ekki lítil völd, einkum pegar skuggsýnt er og liðið fram á kvöld. Pá er hann svo prár og kitlar þau, sem leiðast ein, læsir þessum ljúfa, næma loga’ í hold og bein. Hjörtun liraðan slá. Illiðar færast nær. Eitthvað ýtir þeim altaf nær og nær, alveg ósjálfrátt. —Eins og flestöll við, kæru konur og menn, kðnnumst við. Uli var í húminu’ hált, svo hvort hnje öðru að. Hann er maður, liún er kona. Hvað er að tala’ um þnð! Haldið þið þau hafi verið að lijala’ um bæjarmál? Nei, það var eitthvað annað meira efst í beggja sál. Fast knýr lilið að hlið; hugsun vaknar blíð. Varla þau vita af vegi, rúmi, tíð. Lengi svo leiðast þau, lítið segir frá, hverju þau hafa hvíslast á. Leiðin eftir Lækjargötu lá til frúar heim. Þar var orðið ekki lítið ástúðlegt með þeim. Loksins mátli lítinn heyra laumu-kossa-smell. í því konsúll alveg flatur o’ní lækinn fjell. »Æ! æ!« æþti hún, »æ, æ, æ, æ, æ!« Hljóðin þau há og skær heyrðust vítt ora bæ. »Æ, æ! Upp, upp, upp! O, ó, ó, ó, ó! Upp! Upp!« — og hún loks upp hann dró. Víða reynist vandratað á vegum kærleikans. Svona enda oft og tíðutn yndisstundir manns: Kærleiks hál er kæft af lífsins köldu hrönnunum. — Skelfilega skalf hann allur, skelti tönnunum. Ástin! — Ástin blind ekki spyr um veg, ginning seld gönuskeið gerir ýmisleg. f.ofnar við leynistig lækur margur er. Oft fcr álíka eins og hjcr. Frá Lissabon. Því leitar enginn til hans? Það mundi þó eflaust gleðja hann, ef hann fengi eitthvað að gera og ef hann gæti gert eitthvert gagn í stöðu sinni. leiðist að því, að við sendum til allra 3'/4 mtr. 135 cmtr. breitt, svart, dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku fínullarefni í falleg og sterk föt fyrir aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send- ist burðargjaldsfrítt með eftirkröfu, og má skila því aftur, ef það er ekki að óskum. Thybo Mölles Klædefabrik, Köbenhavn. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. |9" Skrifsíofa bæjar- verkfræAing»iii» er flutt í slökkvistööina í Tjarnar- göfu (uppi). Opin frá kl. ii—ia. ferm. lóð við Framnesveg á kr. 3,75 ferm. Samþ. að kjósa 3ja manna nefnd til að fhuga skemtigarðsmálið og koma fram með tillögur um, hvernig haga skuli bygging austan- og sunn- an-vert við Tjörnina. í nefndina voru Myndin bjer fyrir ofan cr frá Lissabon. Á landalundatímunum mun liún liafa verið mest verslunarborg í Norðurálfu. Þar höfnuðu sig skipin, sem komu vestan yfir bafið, frá »nýja heiminum«, með vörur, er síðan voru lluttar þaðan í allar áttir. En síðan hefur öllu farið hnignandi i Portúgal. Borgin er enn fögur. En framtakssemin er þar engin á við það, sem áður var. Síðan lýðveldið komst á fót eru þar sifeldar róstur. Um mánaðamótin jan.— febr. risuþær öldur svo hált, að stjórnin varð að setja borgina í hervörslu. Ivringurn liús forsetans og ráðherranna voru settir herverðir og öll umferð um göt- urnar var bönnuð eftir kl. 9 á kvöldin. Fjöldi manna var settur í fangelsi. Síðustu fregnir segja þó að kyrð sje komin þar á aftur. Aðvörun og bending, Jeg neyðist til að aðvara menn um að senda mjer brjef um að gera hitt og þetta fyrir sig, menn, sem jeg þekki ekkert eða aðeins að nafn- inu til og hef engin viðskifti við, þvf að þeim getur komið það illa, að fá eigi svar. Þótt jeg hafi svarað upp á öll þess konar brjef um dagana, nema tvö, get jeg það eigi framvegis. Þótt jeg vildi helst hjálpa öllum, get jeg eigi varið öllum tímanum til snúninga fyrir menn. Jeg hef eigi heldur ráð á því að launa mann til þess, enda þótt alþingi hafi veitt mjer mikinn styrk um æfina, eins og stundum hefur verið minst á. Hann er líka allur farinn íslending- um til hjálpar; já, hamingjunni sje lof. En mikill munur er þó á því, hvers beðið er. Að greiða fyrir um styrk handa ungum, efnilegum mönn- um, sem leita sjer hjer mentunar, verklega eða munnlega, met jeg meira en flest annað. ísland þarf þess með. Hins vegar er eigi heldur nein þörf á því að leita lengur til mín um ýmislegt, sem menn vanhagar um. ísland launar nú viðskiftaráða- naut erlendis til þess að hann verði landsmönnum að gagni. Hann ætti því að geta veitt ókeypis hjálp eins og sumir aðrir. Hann hefur ekkert að gera, og felur sig í Kristjaníu til þess að minna beri á því og landar hans hjer í bæ sjái það eigi. Veitið honum lið! Leitið til hans. Kaupmannahöfn 24. febr. 1912. Bogi Th. Melsteð. Reykj avík. Bæjarstjórnin. Samþ. að leigja Eiðsgranda h/f P. J. Thorsteinsson & Co. fyrir 350 kr. árlegt gjald í 20 ár. Samþ. að veita G. Zoega kaupm. leyfi til lýsisbræðslu í Effersey yfir- standandi ár með sömu skilyrðum og áður að því við bættu, að bræðslu- stöðin skuli tekin burtu bænum að kostnaðarlausu þegar árið er liðið. Fundur 7. mars. Samþ. að selja Magnúsi Vigfússyni á Miðseli 400 kosnir: J. Þorláksson, K. Zimsen, Kl. Jónsson. Samþ. að taka 62 þús. kr. reikn- ingslán í ísl. banka samkv. tilboði bankans frá 4. mars. Kosnir í hafnarnefnd: Tr. Gunn- arsson, J. Þorláksson, Kl. Jónsson, Ásg. Sigurðsson konsúll og J. ólafs- son skipstjóri. Kosin nefnd til að taka við bað- húsinu og gera tillögur um tilhögun á stjórn þess: Kr. Þorgrímsson, K1 Jónsson, Sv. Björnsson. Samþ. tilaga frá L. H. Bjarnason svohljóðandi: „Bæjarstjórnin skorar að gefnu tilefni á borgarstjóra, að gæta þess framvegis, að kjörskráin til alþingis verði lögð fram á lög- mæltum tíma". Breytingartillaga við þetta frá Sv. Björnssyni var feld. Kolaverkfallið. Myndin hjer sýnir atkvæðagreiðslu meðal kolaverkmannanna um það, hvort þeir vildu leggja út í verkfallsbardagann eða ekki. Yfir innganginn til námanna voru hengdir kassar og f þá safnað atkvæðaseðlunum. Verka- mennirnir hafast að mestu við neðanjarðar, en þarna koma þeir upp í dags- birtuna til þess að greiða atkvæði. Við atkvæðagreiðsluna varð mikill meiri hluti með verkfallinu. 3. þáttur. (Lítill grænn bali. Hægra megin stendur gömul hraunborg, 5 álna há og 3 álna breið. önnur hliðin er hrunin. Sii hliðin, sem stcndur, snýr holinu að áhorfendunum — gegnum gat sjcr í hciðan himininn. Aftar sjest á kofa Eyvindar — torf- og grjót-veggir, helluþak. Vinstra mcgin djúp, þröng árgljúfur — fjarri gljúfrabarmurinn gnæfir við loft. Gljúfnn beygja til vinstri Þar fellur áin í fossi. Fossbrúnin sjeet, Jiak við sjest jökullinn — neðst jökulaldan, langur og mjór hryggur, svartur og skörðóttur — ofar cr jökull- inn grár, með bláum sprungum — cfst við sjóndeildar- hringinn drifhvítt jökulbakið. A balanum standa hlóðir mcð glæðum og sctsteinar breiddir gærum. — Foss- niður). (Leiksviðið er autt). (Kári og Arnes koma inn. Þeir eru berhöfðaðir og útiteknir — í prjónuðum treyjum og btókum — ber- fættir í skónum. Kari ber álft á bakinu — Arnes hcldur á rjúpnakippu í hendinni, sprekum og muhunga- ljmgi undir handleggnum), K á r i (lítur inn í kofann); Halla! — Hún er ekki heima. Arnes: Hún hefur líklega farið að sækja vatn. 112 K á r i (snarar álfunni niður). Lítið er það, sem gangandi manninn dregur ekki. A r n e s : Þjer hefði verið nær að láta mig bera hana — jeg var ekki hlaupamóður. K á r i: Ur því jeg hljóp hana uppi, vildi jeg tosa henni heim sjálfur. Þú þekkir krakkaskapinn í mjer. A r n e s : Ekki rýrnaði þinn heiður, þó jeg hefði borið hana. K á r i: Þetta er fyrsta álftin á þessu hausti (strýkur á henni háuinn). Mjer þykir vænt um, aðekki kom blóð í fjaðrirnar. A r n e s: Tómlegt væri hjer, ef við værum tveir einir. Kári Það segirðu satt. En þú hefur reynt einveruna fyr. Þú varst búinn að vera tvö ár f útlegð, þegar þú hittir okkur. i'3 A r n e s: Hálft þriðja ár. Kári (kátur): Hej'rðu — við felum veiðina og segj- um, að við höfum komið tómhentir (tckur áiftina). Fáðu mjer rjúpurnar (rdur veiðina i«k við kofann). Nú vildi jeg óska, að Halla kæmi sem fyrst (gcngur íokkur skref, kallar:) Halla! Halla (heyrist kalla): já. K á r i: Hún er á leiðinni. A r n e s: Þú ert ánægður — þú átt gott. K á r i: Já, jeg er ánægður. Til hvers er að vera óánægður? Okkur var nauðugur einn kostur að flýja, svo við verðum að sætta okkur við fjallaæfina. Og hjer líð- ur okkur vei. Við erum frjáls, höfum nóg að bíta og brenna — og sólskin, vatn og húsnæði. — Hvers óskar þú frekar? 114 A r n e s (Jtcgir). K á r i: Jeg veit þú býrð yfir einhverju, sem þú vilt ekki trúa mjer fyrir. Þjer þyng- ist skap með degi hverjum. Þú varst Ijettlyndari þegar þú hittir okkur. A r n e s: Jeg man naumast, hvernig jeg var þá skapi farinn. K á r i: Jeg man það. Þú kunnir ótal sögur og hafðir spaugsyrði á reiðum höndum. — Nú segirðu aldrei sögnr. Unirðu ekki fjöllunum ? A r n e s : Við skulurn ekki tala um þetta mái í dag. Kári: Það kynni að brá af þjer þunglyndinu, ef þú gerðir mig að trúnaðarmanni þfn- um. — Eða öllu heldur Höllu — hún er mjer vitrari, og jeg veit henni þykir vænt um þig. A r n e s: Halla er sjaldgæf kona. 115 Kári (úkafur): Jeg gleymdi að biðja þig eins — við skulum ekki segja Höllu frá því, að þoka lá á fjallinu; hún kynni að verða óró- leg. Ef við minnumst ekki á það, held- ur hún að við höfum verið uppi á því, eins og við erum vanir, og gætt nianna- ferða. A r n e s : Jeg þegi. Halla (kemur inn — ber vatnsfótu, riðna úr tágum og þjetta leír — lciðir þriggja ára telpubarn. Halla cr í hvít- um prjónabol og svörtu prjónapilsi — silfurbelli um 'sig miðja. Barnið er í hvítum prjónafötum. Þær eru berhöfðaðar — berfættar i skónum): Hafið þið verið fengsælir ídag? K á r i (ber sig illa): Já, við höfum verið fengsælir á strit og erfiði. Rjúpurnar hafa brugðið yfir sig huliðshjálmi. Við sáum einn hóp, og hann flaug áður en við konuimst < nánd við hann með snöruna. H alla: Er þetta satt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.