Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.03.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 23.03.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNAR80N. I.eu^nreu 41. Taislmi 74. LOGRJETTA Ritstjórl! F’ORSTEINN gíslasun Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. ^lftK jáftK ^OftK jásfrK jáilÍK jáitÍK já\ wwwwwww'i Prjónagarnið atþekta <«» Demnklæðið er nú komið aftur. Regnkápur, Enskát’húíur, og mjög stór úrval af F1 e i* íniny- ar f i ’> tmii með ýmsu verði. GtARDÍNUE F’IVI, margar tegundir. Aiisturstræti 1. Ásgeir G. Gunnlaugsson S> Co. I. O. O. F. 933299 Þjóðmerijasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (i Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. I mán. ir—1. Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. io'/a —12 og 4-5. Islands banki opinn 10—2J/a og 5’/»—7. Landsbankinn 101/.—2'/.. Bnksti. við 12—1. Lagadeild háskólans ók. leiðbeining 1. og 3. Id. ( mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 oe 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12— 1. Lárus Fjelclsted, Y flrrjettarmálafnrslumaður. Lækjargata 2. Holma kl. 11 — 12 og 4 7. fjársajn lanðsbankans i Danmörku. Bankastjórar Landsbankans eru það vafalaust, sem eru að leitast við að fóðra það í 16. tbl. ísaf., að þeir hafa haft nær 1 miljón kr. standandi á lágum vöxtum í banka í Danmörku við síðustu áramót, og segja, að „um það leyti „ (þ. e. um nýársleytið) hafi danski bankinn þurft að borga fyrir Landsbankann af þessu 7 liði, er þeir telja upp, samtals 815 kr. Allur sá reikningur bankastjóranna er fjarstæða, tilbúin alveg út í loftið. Það verður ekki hrakið, sem Lögr. sagði, að um 300 þús. kr. nægðu við Landmand«-bankann til nauðsyn- legra útgjalda þar um nýárið, þar eð bankinn mun hafa átt sjálfur um 2ÖO þús. kr. í sjóði heima fyrir. Þær 200 þús. kr. og 300 þús. kr. f Dan- mörku nægðu bankanum fyllilega til þess að innleysa bankavaxtabrjef, greiða vcxti af veðdeildarbrjefum og vexti af bankaskuldabrjefum, Hlægilega gera þeir sig, banka- stjórarnir, þegar þeir eru að prje- dika það, að þeir þuifi að liggja með 100 þús. kr. í sjóði til þess að innleysa sína eigin seðla! Það hef- ur ekki heyrst fyrri, að Landsbank- inn þurfi að liggja með sjerstakt fje (gullf) í sjóði til þess að innleysa landsjóðsseðlana. Það eru þá ein- hverjar nýjar, vísdómsfullar ákvarð- anir, sem bankastjórarnir hafa hjer á prjónunum. Hingað til hefur Lands- bankinn ekki haft neina skyldu til að innleysa landsjóðsseðlana með gulli, og þótt hann gerði það, þá fær hann seðla í staðinn, sem eru löglegur gjaldeyrir og hann getur notað hjer á landi í allar greiðslur, En ef bankastjórarnir álíta, að 100 þús. kr. þutfi að vera við nýár fyrir- liggjandi í Danmörku til innlausnar landsjóðsseðlum, þá er það líka fjar- stæða. Það mun ekki vera yfir 15 þús. kr. á mánuði til jafnaðar, sem Landmandsbankinn í Khöfn innleysir af landsjóðsscðlum, svo að það nær engri átt, að ætla 100 þús. kr. til þeirrar innlausnar við nýár. Þó að bankinn hafi lofað einhverj- manni „accreditivlánum" í febrúar eða mars, er borgist fyrirfram á ís- landi, og þurfi að greiða einhverjar innheimtur erlendis (sem borgast í peningum á íslandi fyrst) einhvern tíma fyrri hluta ársins, þá er óþarfi að liggja með mörg hundruð þús. kr. vegna þess í sjóði þegar í ársbyrjun. Það er bert af bankareikningnum 1910, að Landsbankinn greiddi yfir 3 milj. kr. út það ár fyrir Landmands- bankann, en Landmandsbankinn ekki nema rúmar 2 milj. kr. fyrir Lands- bankann. En, eins og gefur að skilja, dreifast allar þessar inn- og útborg- anir á alla mánuði ársins, svo að það nær engri átt, að reyna að telja mönnuni trú um að þeirra viðskifta vegna þurfi að liggja í sjóði f árs- byrjun ^/3 hluti allrar ársviðskifta- upphæðarinnar. En þó kastar nú tólfunum, þegar bankastjórarnir bera það fyrir, að þeir hafi lofað 200 þús. kr. láni til hafnargerðarinnar í Reykjavík, og þess vegna þurfi þeir að liggja með yfir 200 þús. kr. í sjóði í bankanum í árslok 1911 og yfir 800 þús. kr. úti í Danmörku. Bankastjórunum hlýtur þó að vera kunnugt um það, sem allur Reykjavíkurbær veit, að engin von er um að nokkurt veru- legt fje þurfi til hafnargerðarinnar á þessu ári, að minsta kosti ekki fyr en næsta haust seint, og allir geta því sjeð, hve afkáralegur fyrirsláttur þetta er. OIl grein bankastjóranna er bygð á þeirri fráleitu fjarstæðu, að þeir geti ekkert fje lánað íslendingum, megi ekkert fje lána íslendingum, þótt bankinn hafi heila miljón kr. lyrirliggjandi eða meira en það. En að hins vegar sje nauðsynlegt að safna fje saman og láta „dönsku mömmu* geyma það fyrir sig. Þeir virðast enga hugmynd hafa um það, að það er skylda bankanna að láta peninga- straum viðskiftalífsins viðhaldast sem greiðastan og tálmaminstan og, að að það er ekki aðeins „glæpi næst", heldur getur jafnvel verið enn verra, að stífla og stöðva nauðsynlegt og eðlilegt fjárrensli viðskiftalífsins. Eins og það er öldungis víst, að stjórn Landsbankansbjargaði frá eyði- mörgum tugum þúsunda af f je landsmanna, þegar hún fjekk sjer lán hjá Landmandsbankanum 1907—1909, til þess að geta lánað íslendingum þá, eins er það enn víst, að íslend- ingum liggur lífið á því, að þeir geti fengið fje til atvinnu sinnar, miklu meira fje en hingað til. Það er því ekki að undra, þótt ráðherrann hafi sagt, að það gengi „glæpi næst" að senda burtu til ávöxtunar í út- löndum nær því heila miljón kr. af sparisjóðsfje landsmanna á sama tíma og ótal mönnum innlendum er neitað um lánsfje til atvinnu þeirra, og bankavaxtabrjef með verði í fasteign- um landsins eru feld niður í 94%, svo að hver maður tapar 60 kr., sem þarf að fá 1000 kr. lán út á fasteign sína, eða sem því svarar af stærri eða minni upphæðum. X. Fiskiskipið „Geir talið frá> 27 menn favast. Þess hefur áður verið getið hjer í blaðinu, að menn væru orðnir hrædd- ir um að fiskiskipið „Geir" frá Hafn- arfirði, eign Edinborgar verslunar, hefði farist. Það fór út frá Haínarfirði 11. febr. og frjettir, sem af því komu, báru það, að skipið hefði í byrjun aflað vel. En samt er það ekki komið heim enn. Glöggir menn á öðrum skipum þykjast hafa sjeð það, eftir stórviðrin kringum 23. febrúar, og því væntu menn í lengstu lög, að það kæmi fram. En nú þykir sýnt, að ekki muni þurfa að vænta þess framar. Þessir 27 menn voru á skipinu: 1. Sigurður Þórðarson skipstjóri úr Rvík, kvæntur maður. 2. Halldór Jónsson stýrimaður úr Rvík, ókvæntur. 3. Sverrir Guðmundsson frá Harð- bala í Kjós, einhleypur. 4- Guðjón Magnússon úr Hafnar- firði, ókvæntur. 5. Guðmundur Árnason frá Bfldu- dal í Arnarfirði. 6. Jón Jónsson frá Skógum í Arnar- firði. 7. Jóhann Guðmundsson úr Arnar- firði 8. Olafur Sigurðsson frá Langholti í Flóa, einhleypur. 9. Magnús Pjetursson úr Rvík, ókvæntur, 10. Kristján Einarsson úr Hafnar- firði, kvæntur. 11. Þórður Ingimundsson frá Tjörn á Vatnsleysuströnd, kvæntur. 12 Ólafur Nikulásson úr Hafnarfirði, kvæntur. 13. Guttormur Einarsson úr Hafn- arfirði, kvæntur. 14. Guðni Benediktsson úr Hafnar- firði, kvæntur. 15. Þorvaldur Jóhannsson úr Dýra- firði, kvæntur. 16 Þorkell Guðmundsson úr Hafn- arfirði, kvæntur. 17. Böðvar Jónsson úr Hafnarfirði, ekkjumaður. 18 Halldór Böðvarsson úr Hafnar- firði, sonur hans, ókvæntur. 19 Helgi Árnason frá Eiði á Sel- tjarnarnesi, kvæntur. 20. Sólon Einarsson úr Hafnarfirði, kvæntur. 21. Yngvar Pjetursson úr Hafnar- firði, kvæntur. 22. Jóhannes Jóhannesson úr Hafn- firði, ókvæntur. 23. Marteinn Guðlaugsson úr Hafn- arfiði, kvæntur. 24. Sigurður Jónsson frá Ási við Hafnarfjörð, kvæntur. 25. Magnús Sigurgeirsson úr Ilafn- arfirði, ókvæntur. 26. Vilmundur Jónsson úr Hafnar- firði, ókvæntur. 27. Guðjón Jónsson lausamaður frá Bíldudal. Það er stórt slys, sem hjer hefur orðið, og margir eiga eftir það um sárt að binda. Um hagi ýmsra af mönnunum, þeirra, sem heimili eiga á Vestfjörðum, er hjer enn eigi kunn- ugt. En Hafnarfjörður verður fyrir mestu tjóninu. Flestir mennirnir, sem þaðan hafa farist, áttu fyrir heimil- um að sjá, eins þeir, sem ókvæntir voru. Hreyfing er kömin á í þá átt, að safna samskotum handa heimilum þeirra, er farist hafa. Ekkjurnar eru 13, börnin um 60, og svo 11 eða 12 gamalmenni. Getur þó orðið fleira, er nánar frjettist um þá, sem heim- ili áttu á Vesturlaudi. Nefnd verð- ur skipuð nú um helgina til þess að standa fyrir samskotunum. Hafa þeir þegar haft einn fund til undirbún- ings þessu sýslumaðurinn í Hafnar- firði, síra Jens Pálsson í Görðum og Ól. Ólafsson fríkirkjuprestur. Einnig hafa eigendur skipsins haft undirbún- ing til þess, og hafa þeir þegar byrj- að samskotin með 2000 króna gjöf. Brýningu til manna um, að verða vel við samskotunum, ætti ekki að þurfa, þegar eins stendur á og hjer. Allir sjá og skilja, hver þörfin hlýtur að vera fyrir hjálp og styrk. Trípólisstríöið. Þing ítala, er saman kom í síðastl. mánuði, hefur nú samþykt allar gerðir stjórnarinn- ar um ófriðarreksturinn í Trípóiis og heimilað fje til framhalds stríðinu. Um áramótin var sagt, að stríðið hefði kostað ítali um 100 milj, kr. En ríkissjóður þeirra kvað samt sem áður vera svo staddur, að enn geti þeir vel hans vegna haldið áfram. Stríðið gengur í sífeldu þófi. í vetur varð mikil rimma milli Tyrkja og ítala út af því að ítölsk herskip höfðu tekið frönsk skip, sem fóru milli Tunis og Frakklands og fluttu tyrkneska menn frá ófriðarsvæðinu. lóku ítalir þá fasta og fluttu yfir á herskip sín, en urðu þó síðar að skila þeim aftur. Nú sfðast er mikið talað um fram- ferði ítala í Beirút á Sýrlandsströnd í Litlu-Asíu. Þeir heimtuðu að tveir tyrkneskir fallbyssubátar, sem þar lágu á höfninni, gæfust upp og á sitt vald. En meðan stóð á þjarki um þetta, tóku ítalir að skjóta á bátana og skutu þá í kaf. Síðan skutu þeir á bústað landstjórans og í þeirri hríð skemdu þeir eigi aðeins hann heldur og ýmsar byggingar fleiri nálægt höfninni. Nokkrir menn fjellu, en margir særðust. Bæjarbúarbúar urðu mjög hræddir og flýðu. Þetta var 24. febrúar. Beirút er hafnarbær og verslunar- miðstöð þarna á ströndinni, er stend- ur með járnbraut í sambandi við Damaskus. Eigi fáir Norðurálfu- menn búa í Beirút, og verslunin þar er auðvitað mjög í þeirra höndum, svo að þess vegna hefur árás ítala þar vakið meiri athygli en ella mundi vetið hafa. Fyrir áramótin gerðist það, að Tyrkjastjórn fjekk Englendingum í hendur yfirráð yfir hafnarbænum Sol um, sem er austantil í Trípólis, og er þar með landskiki af Trípólis sameinaður Egyftalandi. ítalir hafa orðið að láta sjer þetta lynda, enda þótt þeir hefðu þá þegar fyrir nokkru lýst yfir, að þeir hefðu tekið öll yfir- ráð yfir Trípólis og Kyrenaika. Ransóknir. Fáir munu efast um, að það væri Landsbankanum til mikilla hagsbóta, að losna við núverandi bankastjóra. Sakirnar eru nægar. Það hefur Lögr. sýnt. En því eru þeir þá látnir vera áframf Þeir lafa á gjaldkeramálinu. Þeir lafa á því, að óregla hefur verið á bókfærslunni, sem þeir eiga sjálfir að bera ábyrgð á. Og svo fara þeir auðvitað að hugsa sem svo: því meira sem við getum sýnt af óreglu undir stjórn okkar í bankanum, þess fastar og lengur sitjum við. Þegar gjald- keramálið er frá, þá förum við aftur með bankabækurnar á nóttunni vestur á Hólinn, ransökum þær og finnum villur hjá einhverjum hinum starfs- manninum. Svo sitjum við næstu missirin í skjóli þeirrar óreglu, og svo koll af kolli. Samkvæmt þessari hugsun sjá þeir sjer hag í því, að gjaldkeramálið standi sem lengst yfir, og kemur sú hugsun fram í ísaf. á laugardaginn. Þeir hugsa sjer nú að reiknaðir verði upp allir reikningar bankans frá upp- hafi, 26 ára reikningar. Það tæki auðvitað mörg ár. En þeir eiga að vera við bankann á meðan, eða svo hugsa þeir sjer. Þeir hafa nú uppgötvað það, að gjaldkeri og bókari Landsbankans hafi í árslok 1909 framið það ódæði, að leiðrjetta 3 víxlavillur í bókum bankans, sína frá hverju ári. Þar sem þannig er upplýst, að banka- gjaldkeranum hefur ekki aðeins orðið það á, að vera með í að gera villur, heldur hefur hann einnig, ásamt bók- aranum, leyft sjer að leiðrjetta villur, sem fundist hafa, þá á það að verða efni til langra ransókna. Hann hefur verið gjaldkeri lands- bankans 26 ár. Það starf þarf alt að ransaka. Áður var hann 4 ár gjaldkeri sparisjóðs Reykjavíkur. Þau þarf Hka að ransaka. Skrifari og meðhjálpari við útreikning og reikn- ingsfærslu hjá lándfógeta var hann í 7 ár. Það starf þarf líka að ransaka. Hann var í 20 ár bókari söfnunar- sjóðsins. Mundi ekki þuífa að ran- saka það líkaf Ef alt þetta væri ransakað, þá mundi það geta dregist blessunarlega lengi. Og öll þessi langa ransókn væri um leið ábreiða yfir alla bresti bankastjóranna, yfir alt, sem aflaga færi í Landsbankanutn meðan á henni stæði. En þyrfti nú ekki fleira að rann- sakaf Því ransóknarnefnd Björns Jónssonar, sem starfaði í 8 mánuði, virðist hafa verið bráðónýtf Væri ekki rjett að láta ransaka, hvers vegna bankastjórar Landsbank- ans hafa ekki látið ransaka, hvað orðið hefur af þeim víxlum, að upp- hæð 3954 kr. 35 au., og ávísunum, að upphæð 1435 kr. 90 au., sem ekki fundust 1909? Eða hvers vegna þéir hafa þagað yfir því, að í sumar fanst einn af þessum víxlum (600 eða 800 kr. að upphæð) í skjölum bank- ansf Sömuleiðis, hvers vegna banka stjórarnir hafa sjerstaka villukontó í bókum bankans, er þeir kalla^tnis- munakontó, sbr. reikníng yfir uþ?Jtjur °g gjöld Landsbankans á áriunum 1909 og 1910^ Ennfremur, hvers vegna þeir hafa haldið í bankanum sjerstakan mann í marga mánuði aðal- lega til þess að leita að villumf Og margt mætti enn ransaka, t. d. ýmis- legt viðvíkjandi húsakaupum bank- ans o. s. frv. Aðgœtinn. Jóliann Sigurjónsson um pró- fessor Georg Brandes. Margir danskir rithöfundar hafa skrifað smá- pistla um prófessor G. Brandes, er dönsku blöðin birtu á 70. fæðingar- degi hans. Meðal þeirra er Jóhann skáld Sigurjónsson; hann skrifar í „Politiken" „Lítið æfintýri tileinkað dr. Georg Brandes", og er það svo hljóðandi: „Einu sinni var vitringur mikill, Hann bjó uppi á háum kletti. Ilann átti þrjá dýrgripi, sem ekki áttu sinn

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.