Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 17.04.1912, Síða 1

Lögrétta - 17.04.1912, Síða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: arinbj. sveinbjarnarson. L.ftuuaveg 41. Talsimi 74. Rit s tj ó r i: Þorsteinn gísla.son Pingholtsstræti 17, Talsimi 178. M 21 ReykjavíU V7. apríl 1013. "VII. árg;. 400 KLÆÐNAÐIR, allar stærðir, sjerlega fagrir litir, nýjasta týska, fara ágætlega og verðið aldrei eins lágt og nú. Þó gefum við öllum afslátt. Einnig Ferming'arföt. Nýkomið í A usturstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson S> Co. Alþingi. I. «. O. F. 934199 Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) I. og 3. md. ( mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. io'/s —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—272 og 5y»—7- Landsbankinn 10*/»—a’/u. Bnkstj. við 12—1. Lagadeild háskólans ók. leiðbeining 1. og 3. Id. ( mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opiö hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, YflrrJ ettarmálaf ærslumaflur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—7. Tvisttau, margar tegundir, mjög góðar og ódýrar. Ljereft allskonar, Sirts, Flonelett. Sturla Jónsson. Repkapr, fyrir konur og karla, mjög ódýrar og góðar. éííuría clónsson. Vesturjaraskip jerst. 1600 menn drukna. Frá Khöfn er símað í gærkvöld: „Stærsta skip heimsins, sem heitir „Titanic", er sokkið í Atlantshafi á vesturleið af ísjaka árekstri. Loftskeytin segja 1600 druknaða". Ivalveiðastöövar seldar. „Austri" segir frá því, að H. El- lefsen á Asknesi í Mjóafirði hafi nú selt hvalveiðastöð sína þar, að sögn fyrir 450 þús. kr. Kaupandinn er norskur maður, I. Christensen, frá Túnsbergi. 2 hvalabátar fylgja með £ kaupinu. Ætlar I. Christensen að flytjast að Asknesi, segir blaðið, og halda þeim út þaðan. En helming stöðvarinnar hefur hann selt til nið- urrifs og á að flytja hann til Ástra- líu. Munu Austfirðingar mjög sjá eftir hr. H. Ellefsen, því hann hefur al- staðar reynst hinn nýtasti og besti maður. Dahl hvalveiðamaður þar eystra hefur einnig selt stöð sína, segir „Austri". Kaupandi hennar er sagð- ur Mayer lögmaður í Tunsbergi, en um verð hennar er ókunnugt. FuPStamOPÖ. Furstinn af Sa- mos. Andreas Kapassis, var myrtur 24- f- m., skotið á hann 5 skamm- byssuskotum og hittu 3, svoaðhann fjell þegar dauður niður. Morðing- inn er grískur maður, Parides að nafni, og var hann handsamaður. Saineinaða gjufuskipafjcl. Skipafloti þess var við lok síðastl. árs 118 gufuskíp, auk smærri skipa. í býggingu voru þá 8 gufuskip, og eftir áramótin átti að byrja á 2 í við- bót. Hlutafjeð, 25 milj. kr., var um áramótin aukið um 5 miljónir. Nettó- ágóði síðastl. árs var 5,389,900 kr. Hluthafar fengu 6°/o. Stórslys enn. Fiskiskipið „Svanur“ brotnar í árekstri. 14 menn vanta. Vjelarbátur ferst. 6 menn drukna. Aðfaranótt síðastl. sunnudags var ofsaveður síðari hluta nætur og fram á morgun, fyrst á sunnan, en varð síðan vestlægara. Ekki stóð það nema nokkrar klukkustundir. En í því urðu þau tvö slys, sem hjer segir frá á eftir. í gær kom inn hingað frönsk skonnorta, „St. Yves“ frá Paimpol, nokkuð brotin, og hafði með sjer 12 menn af einu fiskiskipinu hjeðan, „Svaninum", eign H. P. Duus. Skip þetta hafði rekist á „Svaninn" í stór- veðrinu og brotið hann eitthvað. En þessir 12 menn komust upp á franska skipið. Aðrir 14, sem á „Svaninum" voru, urðu þar eftir, og vita fjelagar þeirra ekkert um þá frá þeirri stundu, er áreksturinn varð. Skipstjóri segir svo frá, að eftir kl. 3V4 um nóttina hafi gert kafaldsbyl og vindur farið að breytast. Skipstjóri var þá uppi á þilfari og eins stýrimaður. Sáu þeir skip koma siglandi og bar það að þeim með miklum hraða og ekki hægt að komast hjá árekstri. Skip- stjóri ljet þá kalla á þá, sem undir þiljum voru. En áreksturinn bar brátt að, og rakst franska skonnortan fram- an á bóginn á „Svaninum". Þeir hlupu þá 12 af „Svaninum" og upp á skonnortuna, er strax rann aftur með, og hvarf „Svanurinn" þeirn eftir stutta stund í kafaldsjeli. Þeir sem af komust, voru: Guðjón Guðmundsson skipstjóri (Grettisg. 12), Sig. Sigurðsson stýrimaður (Grettisg. 22), Ólafur Ólafsson, Stefán Jósefs- son, Kristinn Guðmundsson, Ásmund- ur Guðmundsson, Benedikt Jóhanns- son, Jón Guðmundsson, Árni Jóns- son, Guðm. Eiríksson, Theódórjóns- son, Guðmundur Hjörleifsson. En þeir, sem eftir urðu á skipinu, voru: 1. Vigfús Magnússon, af Akranesi. 2. SigmundurHelgason.afAkranesi. 5. Jóhann Hjörleifsson, úr Reykja- vík (Bræðraborgarst.). 4. Sveinn Davfðsson, af Akranesi. 5. Magnús Magnússon, af Akranesi. 6. Bjarni Guðmundss., af Akranesi. 7. Ólafur Jónsson, frá Gígjarhóli í Biskupstungum. 8. Teitur Gíslason, af Akranesi. 9. Jón Pálsson, úr Keflavík. 10. Magnús Ólafsson, af Akranesi. 11. Eiríkur Jónsson, úr Reykjavfk (Brekkust. 3). 12. HallgrímurEyjólfsson, fráBakkar- holti í Ölfusi. 13. Eiríkur Ingvarsson, úr Reykjavík (Ánanaustum), ættaður austan af Skeiðum. 14. Jón Páll Jónsson, úr Keflavík. Vonlaust er eigi um, að mennirnir hafi komist af á „Svaninum". Slysið hafði viljað til nálægt Vestmanna- eyjum, og skip mörg um þærslóðir. „Fálkinn" hefur verið beðinn, með símtali til Vestmannaeyja, að leita skipsins. Frá þessari sömu nótt vantar vjel- arbát frá Vestmannaeyjum og talið víst að hann hafi farist með 6 mönn- um, sem á voru. Formaður hans hjet Bergsteinn Bergsteinsson. Reykjavík. »UppáhaIdsskáldið mitt«. Svo hjet ritgerðarefni við burtfararpróf á Kennaraskólanum í vor. Gengu 19 undir prófið. Kusu 13 sjer Jónas, en 2 Hallgrím Pjetursson. Þá fengu þeir fjórir sitt atkvæðið hver, tveir látnir, þeir Bjarni og Kristján, og tveir lifandi, þeir Steingrímur og Jón Trausti. Aðrir komust eigi á hornið. „N. Kbl.". Stórhýsi selt. Þorv. Þorvarðsson prentsmiðjustjóri hefur selt hús sitt í Aðalstræti 8, þar sem kvikmyndaleik- húsið er meðal annars, Jóh. Jóhann- essyni kaupmanni fyrir 52 þús. kr. Málaferli. Mál það, er Páll Ein- arsson borgarstjóri höfðaði í sumar gegn L. H. Bjarnason prófessor og vann fyrir undirdómi, en áfrýjað var af báðum málsaðilum til yfirdóms, eins og Lögr hefur áður frá sagt, er nú nýlega dæmt í yfirdómi, og var hr. L H. B. þar sýknaður og hr. P. E dæmdur til að greiða máls- kostnað, 20 kr. Maður skaut sig á skipi hjer úti á höfninni í gærmorgun, skipstjóri á fiskiskipinu „Hildur", Daníel Jónsson að nafni, ættaður úr Hafnarfirði og myndarmaður. Orsökin til þessa er ókunn. Aðventistar. 3. þ. m. staðfesti ráðherra kosningu Ólafs J. Ólsens trúboða til forstöðu aðventistasafnað- ar hjer í Reykjavík. Yeðrið er óstöðugt, snjóar öðru hvoru, en hlýindi og gott veður á rnilli. Til útlanda fór „Sterling" hjeðan á sunnud. og „Flóra norður um land í morgun. Með „Sterling" fór meðal annara Þorvaldur Pálsson læknir, til Leith og þaðan til London. — Með „Flóru" fóru heimleiðis sjera P. H. Hjálmarsson á Grenjaðarstað og Olg. Friðgeirsson verslunarstj. á Vopna- firði. Templaraflokkur sá, sem ljek i Góðtemplarahúsinu hjer á annan í páskum og þótti takast vel, hefur ákveðið að fara suður ( Hafnarfjörð og leika þar til ágóða fyrir „Geirs"- samskotasjóðinn á laugardaginn kem- ur. Væntanlega láta Hafnfirðingar ekki á sjer standa með að sækja þessa skemtun og fylla húsið, ekki stærra en það er. Sama kveld ætla allar stúkur hjer í sameiningu að halda kvöldskemtun í Góðtemplarahúsinu hjer, í sama til- gangi. Leikliúsið. Þar er nú verið að leika „Sherlock Holmes*, sama leik- inn og sýndur var hjer fyrir nokkr- um árum. Aðalhlutverkin hafa nú Bjarni Björnsson og Andrjes Björns- son, en áður höfðu þau Jens Waage og Árni Eiríksson. Mikill afli. Vikuna,8.—15. þ. m. komu á land hjer í Rvík á 14 ísl. botnvörpungum samtals 486 þús. fiskar, Og er sá afli mest þorskur um þetta leyti. Þessi afli mun vera að minsta kosti um 200 þús. kr. virði. Sftmskotin. Síðan Lögr. kom út seinast hafa henni borist þessi sam- skot: frá L. Fjeldsteð 10 kr., frá A. Fjeldsted 10 kr., frá M. V. 15 kr. Þingkositiiigar i iMrikk- lamli hafa nýlega farið fram og urðu mikill sigur fyrir Veniselos yfir- ráðherra. Gömlu stjórnmálaflokkarn- ir eru nú gersamlega sundraðir og megnið af þinginu fylgir Veniselos- stjórninni. Kríteyingar kusu enn fulltrúa til f gríska þingsins. (Tilraun til sanngjarnrar þingskipunar). Alþingismenn sjeu fyrst um sinn 36, þar af 12 í efri deild, en 24 í neðri deild al- þingis. Til n. d. sje kosið í kjörhjeruðum, öllum í senn, til 6 (eða 4) ára, þannig: Kjörhjeruð. Manntal, Þingmenn. 1. Austur- og V.-Skaftaf.s. 2963 I 2. Vestm.eyjasýsla . . . 1319 I 3. Rangárvallasýsla . . 4024 I 4. Arnessýsla .... 6072 2 5. Kjósar- og Galibr.sýsla 4448 I 6. Reykjavíkurbær . . . 11600 3 7. Hafnarfjarðarbær . . 1574 I 8. Borgarfj,- og Mýrasýsla 43H I 9. Snæf,- og Hnappad.s. 3933 I 10. Dala- og Strandasýsla 3792 I 11. Barðastrandarsýsla . . 3369 I 12. V.-Isafj.s. og ísafj.bær 4287 I 13. Norður-ísafj.sýsla . . 3963 I 14. Húnavatnssýsla . . . 4022 I 15. Skagafjarðarsýsia . . 4338 I 16. Eyjafj.sýsla og Akur- eyrarbær 7463 2 17. S,- og N.-Þingeyjars. 5150 2 18. N.-Múlas. og Seyðisfj.b. 3942 I 19. S.-Múlasýsla .... 4643 I 24 þm. Hjer eru 3550 landsmenn að meðaltali um hvern þingmann. Nái manntal í ein- menningskjörhjeraði fullum 5000 að tölu, fær það 2 þingmenn. Eins ef tvímennings- kjörhjerað nær 10,000, fær það 3 þm. o. s. frv., eftir manntalinu 10. hvert ár. Að tölu til eiga nú 19., 5., 15. og 8. kjöihjer- að skemst í land til að ná tveim þm. — 2. kjörhjerað er lægst fyrir neðan meðal- tal, en sökum staðhátta fer illa að hafa það með öðru kjörhjeraði, og fólki er mjög að fjölga þar síðustu ár. Sarna er að segja um 7. kjördæmið, nema það sje, eins og nú, sameinað 5. hjeraði, er hafi 2 þm., en það kemur í sama stað niður. Til e. d. sje kosið þannig: 1. almennum kosningum 8. þm., helmingur í senn 4. hvert ár, til 8 ára: í Sunnlendingafj (án Rvíkur) . 2 þm. - Reykjavtkurbæ ...... 1 — - Vestfirðingafjórðungi ... 2 — - Norðlendingafjórðungi ... 2 — - Austfirðingafjórðungi ... 2 — 2. af sýslunefndum hvers landsfjórðungs 1 þm., alls 4 þm., og sá helmingur þeirra kosinn 6. hvert ár til 12 áfa. Meðaltal landsmanna um hvern efrid.- þm., samkvæmt 1. tölul., er 10,648. Þeim ætti að mega fiölga eftir aukning mann- tals í kjördæmunum í sama hlutfalli eins og ÞinÉ>mönnum neðri deildar. Meðal manntal af Öllu landinu um hvern af 36 þm. er 2363. En cftir þessu skiftist það á landsfjórðungana þannig: Þingm,- Lamdsm. tal um þm. í Sunnlendingafjórðungi . 147* 2304 - Vestfirðingafjórðungi . . 8r/a 2482 - Norðlendingafjórðttngi . 8 2450 - Austfirðingafjórðungi . • 5 2216 Hjer eru N.-Þingeyjars. og A.-Skaftaf.- sýsla reiknaðar til Austfirðingafjórðungs. Sálandshluti fær, tiltölulega eftir mannfjölda, hæsta þm.tölu með 5, en Vestfirðingafj. lægsta með 8l/a. En nær rjettu er varla unt að komast. Þingskipunarfyrirkomulagið er enn á reiki. Þótt ýmislegt megi að þessari til- lögu finna, er hún naumast óhagkvæmari en sú, er sett var f stjórnarskrárfrv. frá þinginu síðast. Henni er ekki vanþörf á að breyta, og svo má einnig vera um þessa. Hún losar þó þingið við þann vanda, að skipa sjalft e. d. Jeg geymi að rökstyðja hana frekar, þangað til jeg sje, hvort henni verður nokk- ur gaumur gefinn. B. B. M fátiÉi til fiskiik Prestafundar Hólastiftis hefst á Hólum í Hjaltadal sunnud. 30. júní með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Síra Stefáni á Völlum er ætlað að prjedika. Sýsla veitt. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla var 26. f. m. veitt Páli Vídalín Bjarnasyni Skagfirðinga- sýslumanni frá 1. júlí þ. á. að telja. Skagaijai’ðarsýsla er nú auglýst laus og umsóknarfrestur til 15. júní næstk. Árslaun 3000 kr. Afli á Austfjörðúm. „Austri" frá 28. f. m. segir þá nokkurn síldar- afla á Seyðisfirði, en þorskur er þar eigi. Sama blað frá 16. f. m. segir þó góðan afla á Fáskrúðsfirði og þar suður af. Hreindýr hafa í vetur sjest úti um alt Fljótsdalshjerað, og bendir það á, að snjóþungt sje venju fremur inni í Öræfunum, þar sem þau hafa annars bækistöð sína. Frakkneskur konsúll á Seyðis- íirði er Þórarinn Guðmundsson kaup- maður skipaður. Árnesingur skrifar Lögr. „ ... í Búnaðarritinu 26. ári I. h. er skýrt frá heiðursgjöfum úr gjafasjóði Krist- jáns konungs IX. Þar er tekið fram um einn manninn, sem styrk hefur hlotið, G. E. í Skipholti, að hann hafi meðal annars „sáðsljettað" 3 dagsl. En þetta er töluvert orðum aukið, að því er jeg best veit. Hann hefur að vísu látið plægja tvo bletti fyrir einum 5—6 árum úti í högum, en þeir eru ógiitir og hefur aldrei verið borið á þá; annar blett- urinn aldrei herfaður, en hinn einu sinni. Á þeim blettinum, sem ald- rei hefur verið herfaður, eru þrír plógstrangir mikið grónir, eins og þeir ultu fyrst af plógnum, og hinn bletturinn er í litlu betra ásigkomu- lagi.... Rangar frásagnir, eins og þessi, ættu ekki að vera í Bún- aðarr., eða þá að leiðrjettast. Gestur*.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.