Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 17.04.1912, Síða 2

Lögrétta - 17.04.1912, Síða 2
84 L0GRJETTA Lögrjetta kemur át á hverju n mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, mlnst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Dm aðskiloað ríkis og kirkju. Eftir Sigurbjörn Á. Gislason. (Að niestu samkvæmt fyrirlestri í „Fram" 23. mars þ. á.). Það mál er í vissum skiiningi á- þekt óreglulegum margstrending, hlið- arnar eru margar og samsvarandi hliðar eru ekki samfalla, að minsta kosti eru ólíkar útlits, eftir því hvað- an á þær er litið. „Margstrending- urinn" er svo stórvaxinn, að hver hlið hans er nóg efni í vænan fyrirlest- ur, og verður því hjer aðeins drepið á nokkur helstu atriðin, og þá sjer- staklega frá þremur aðalaliðum. I. Fyrsta hliðin verður þá sögulega hlidin. Og um hana ætti síst að þurfa að deila. Mjer er ókunnugt um, hvenær menn fóru fyrst að tala um aðskiln- að ríkis og kirkju hjer á landi, en víst er um það, að það mál var lítt hugsað hjá þorra manna um það leyti, sem fyrst var gert ofurlítið spor í framkvæmdaráttina í því máli, er fríkirkjusöfnuðurinn á Reyðarfirði stofnaðist árin 1883—1884. — Þótti mörgum það býsn mikil og heiðing- legar aðfarir, „að kristið fólk skyldi fara að segja sig úr þjóðkirkjunni"! „Skuld" mun hafa verið fyrsta blað- ið, er mælti með aðskilnaði, en fjekk þá hörð mótmæli úr hóp klerka. Þórhallur Bjarnason biskup hreyfir málinu í árslok 1893, og getur þess þar, að tveir prófastar og alþingis menn (síra Sigurður Gunnarsson og síra Jón Jónsson) hafi lýst því á síð- asta alþingi, að nú beri að stefna að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjublaðið fjekk góðar undirtektir undir málið hjá mörgum prestum, en þó skrifar ötulasti kirkjumálamað- urinn, sem þá var uppi, síra Þórar- inn Böðvarsson í Görðum: „að 1 skilja rfki og kirkju vona jeg að lengi verði ekki annað en vindur í munni þeirra manna, sem ekki hugsa um, hvaða afleiðingar það hefur". Eftir það er málið á dagskrá eink- um í kirkjublöðunum. Það kemst í fyrsta skifti inn á Synodus 1897, en fær þá hörð mótmæli frá prófessor Jóni Helgasyni, þáverandi prestaskóla- kennara. En málið kemur samt þang- að hvað eftir annað úr þessu, og þorri presta virðast því meðmæltir. Síra Lárus Halldórsson, sem öllum öðrum prestum fremur hafði sýnt í verkinu, að hann væri einlægur frí- kirkjuvinur, og margoft skrifað um málið í blöðum áður, gefur út sjer- stakt mánaðarrit, „Fríkirkjuna", mál- inu til stuðnings, árín 1899—1902, og um það leyti fara leikmenn úti um landið að hugsa meira um málið en áður var. Kirkjulöggjöfin hafði þá og um hríð farið í skilnaðaráttina, með því að auka sjálfstæði safnaðanna, eins og lög um sóknarnefndir, hjer- aðsnefndir og um veitingu presta- kalla gera. En meiri hluti milliþinganefndar- innar í kirkjumálum, er skipuð var 22. apríl 1904, legst eindregið gegn aðskilnaðinum. Prófessor Lárus H. Bjarnason var eini nefndarmaðurinn, sem óskaði skilnaðar. — Þingmála- fundirnir, sem haldnir voru skömmu eftir að nefndin hafði lokið starfi sínu, urðu samt flestir með minni hlutan- um, og óskuðu skilnaðar; en al- þingi 1907 fylgdi á hinn bóginn fram flest-öllum tillögum meiri hlut- ans, nema kirkjuþings-tillögunni. Virt- ist þorri þingmanna þá vera all-mikl- ir þjóðkirkjuvinir, enda þótt þeir vildu steypa brauðunum óspart saman, og það jafnvel sumstaðar að söfnuðum fornspurðum Alþing 1909 kom einkennilega fram í þessu máli. Það tók af sókn artekjurnar gömlu, en lagði allósann- gjarnan nefskatt á menn til kirkju- mála, og setti prestana á föst laun úr landsjóði, sem alt miðaði að því, að festa sambandið milli kirkju og ríkis. En svo þar á eftir samþykkir ] neðri deild þessa sama alþingis svo- hljóðandi þingsályktunartillögu, með öllum atkvæðum gegn 4: „Neðri deild alþingis skorar á landsstjórnina að leggja fyrir alþingi frumvarp til laga um skilnað ríkis og kirkju". Þáverandi landsstjórn daufheyrð- ist alveg við þessari áskorun, enda var henni fundið það til foráttu með- al anr.ars af flokksmönnum sjálfrar hennar á síðasta þingi. Áhugi manna á skilnaðinum fer drjúgum vaxandi þessi síðustu árin, og eru ýmsar orsakir til þess. Nef- skatturinn er afar-óvinsæll meðal fátæklinga í kaupstöðum og sjávar- þorpum, eins og von er. Mörgum þykir alþingi hafa gengið fullnærri trúarbragðafrelsinu, sem heimilað er í stjórnarskránni, með því að fara að skifta sjer af, hvað borga skuli til trúmála í viðurkendum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. Brauðasamsteypur siðustu alþinga hafa og vakið óhug margra á afskift- um alþingis af kirkjumálum, eins og vonlegt er. Mörgum blöskrar og trúardeyfðin í iandinu, og sjá engin lfkindi til þess, að henni ljetti með því fyrirkomulagi, sem nú er. Og þótt sumir hafi óttast, að æstar trú- máladeilur mundu rísa eftir skiln- aðinn, þá virðist þeim nú fullar líkur til að þær deilur verði ekki hóglát- ari í þjóðkirkjunni, með þeim mikla skoðanamun, sem þar er að verða meðal sjálfra starfsmanna hennar. Bæði þessar og ýmsar aðrar á- stæður hafa orðið til þess, að aðskilnaðarmönnum fjölgar óðum. Og er eftirtektavert að minnast á í því sambandi, að á þingmálafundun- um fjölmennu, sem haldnir voru hjer í Reykjavík í fyrra vetur, voru um 1300 kjósendur með skilnaði ríkis og kirkju en einir 7 eða 8 á móti. Á tveimur þeim fundum var jafnvel samþykt með þorra atkvæða að eign- ir kirkjunnar skyldu „að sjálfsögðu" renna til ríkisins. Síðasta alþingi steig eindregið spor í aðskilnaðaráttina, þar sem það sam- þykti í breytingum sínum við stjórn- arskána, að „breyta mætti sambandi ríkis og kirkju með einföldum lög- um“. Komist það inn í fullnaðar- breytingar stjórnarskrárinnar, sem telja má víst að verði, þá verður naumast langt að bíða skilnaðarins. Xola mannaverkf allið. Yfirlit. í hinum stóru iðnaðarlcndum er mönnum farin að standa ógn af verk- föllunum eins og stríðum og styrjöld- um; svo eru áhrif þeirra orðin mikil. En kolamannaverkfallið, sem nú er nýafstaðið í Englandi, mun vera stærsta og áhrifamesta verkfallið, sem enn hefur verið gert, eigi aðeins heima fyrir í Englandi, heldur og utan Eng- lands, vegna þess, að England er eina landið, sem flytur kol út svo að nokkru nemi. í Bandaríkjum Norður- Ameríku er kolaframleiðslan reyndar töluvert meiri en í Englandi. Hún er þar árlega um 400 milj. tonna. En megnið af öllu þessu er notað þar heima fyrir. Næst Bandaríkjun- um í kolaframleiðslu er England. Hún er þar árlega um 270 milj. tonna, en kolaútflutningur þaðan árlega 80—90 milj. tonna. Þýskaland er þriðja landið í röðinni. Þar er árlega fram- leiðslan um 150 milj. tonna, en að- eins fáar milj. tonna eru fluttar út þaðan. Frakkland framleiðir ekki eins mikið af kolum og það sjálft þarf. Framleiðslan er þar um 36 milj. tonna árl., en eyðslan 54 milj. tonna. í Austurríki, Ungarn og Belgíu er og töluverð kolaframleiðsla, en alt notað heima fyrir. Þau lönd, sem ekki eiga kolanámur heima fyrir, verða því að mestu leyti að sækja þau til Englands. Yfir miljón manna hefur atvinnu í ensku kolanámunum. Þar af eru um 700 þús. í atvinnufjelögum með föstu skipulagi. í námunum í Suður-Wales eru verkamenn um 200 þús. í nám- unum kring um Glasgow og Edin- borg eru þeir um 130 þús. í nám- unum kring um Newcastle rúml. 200 þús. I Mið-Englandsnámunum er um V* milj., flestir í Lancashíri og York- shíri. Verð þeirra um 270 milj. tonna, sem árlega eru framleidd í Englandi af kolum, er talið, þegar reiknað er eftir söluverði á staðnum, hjer um bil 2 miljarðar króna. 1908 samþykti enska þingið lög um 8 stunda vinnutíma í kolanám- um Englands, og komu þau í gildi sumarið 1909. Krafan var gerð af verkamönnum, en verkgefendur mæltu í móti og sögðu, að Iramleiðslan hlyti, ef lögin næðu fram að ganga, að verða dýrari og minni, og verðið yrði þar af fleiðandi að hækka á kolum. En sá spádómur hefur ekki rætst. Framleiðslan hefur vaxið síð- an og verðið heldur lækkað. En lögin sköpuðu vandræði á þann hátt, að nýir samningar urðu að gerast milli verkveitenda og verkmanna. Bæði varð að breyta vinnuaðferð og launareglum. Sumstaðar varð það að sarnkomulagi, að vinnuliðinu skyldi skift í 3 flokka, er skiftust á, og yrði svo unnið dag og nótt, 8 tíma á sólarhring af hverjum flokknum um sig. En ekki var hægt að fá sam- komulag um þetta aistaðar. Líka hefur það valdið vandræðum, að laun verkmannanna hafa að nokkru leyti iniðast við kolaverðið. Hefur það því orðið hagsmunamál fyrir verk mennina, að koma verðinu upp, en það hækkar auðvitað við það, að framleiðslan verði minni. Verkveit- endurnir segja, að þess vegna reyni verkamennirnir með vilja að draga úr framleiðslunni. Síðari árin hafa verið stöðugar deilur um þetta og fleira, og harðastar í Suður-Wales. Þar urðu verkföll hvað eftir annað; hinu síðasta lauk í sumar sem leið og hafði það staðið lengi yfir. Verka- mennirnir þar eru af keltnesku kyni og þykja óhægri við að eiga en enskir verkmenn annars alment. Nú í vetur var það krafa verk- manna, að í hverju hjeraði fyrir sig yrðu ákveðið lágmarkslaun eftir því, sem við ætti í hverjum stað um sig. Þessi lágmarkslaun áttu að vera frá 5 shillings til 7V2 shill. um daginn (shilling = 90 aurar). Eftir ensku verðlagi á vörum voru þetta ekki kölluð há daglaun. En námaeigend- ur töldu þau of há, og sögðu þess utan, að ákveðin lágmarkslaun ættu ekki við í kolanámunum, mundu verða til þess að alt of lítið yrði unnið þar. Stjórnin vildi að lágmarkslaun yrðu ákveðin með samkomulagi á hverjum stað fyrir sig, og skyldu sáttanefndir ganga í milli, en jafnframt skyldi það trygt verkveitendum, að sæmileg vinna yrði af höndum leyst í nám- unum. Tveir þriðju hlutar námaeig- endanna fjellust á þetta, en náma- eigendur í Skotlandi og Suður-Wales neituðu. Svo neituðu og verkmenn þeirri uppástungu. Verkfallið hófst í lok febrúarmán- aðar. Eftir fáa daga voru verkfalls- menn orðnir 1 miljón. í sumum af námunum unnu þó svo margir, að hægt var að halda dælunum í gangi. En á öðrum stöðum hindruðu verk- fallsmenn það. Þrátt fyrir verkföllin, sem á undan voru gengin, var verk- falla-sjóður þeirra vel staddur. Þeir áttu þar um 40 milj. kr. En þótt það sje álitleg upphæð, hrekkur hún ekki til langframa handa 1 milj. manna. Meðal margra tillaga, sem fram komu, meðan á þrætunni stóð, var ein sú, að ríkið tæki undir sig allar námurnar með lagaboði. Það var jafnaðarmannaforinginn Keir Hardie, sem setti fram þá tillögu. Fjármagnið, sem liggur í ensku kolanámunum, er sagt að gefi af sjer 7—8% árl. Ef ríkið hefði tekið námurnar og borgað út með ríkisskuldabrjefum, sem gefa af sjer 3%, þá hefði það haft álit- legan afgang, sögðu foringjar verk- mannanna, og að honum hefði mátt verja á ýmsan hátt, en fyrst og fremst til þess að bæta kjör þeirra, sem í mámunum vinna. efullframlelðslan ltfll er tal- in alls nálægt 1751 lh milj. kr. Trans- vaal er nú mesta gullnámalandið. Þar fengust 1911 707 milj. kr. (650 milj. 1910). Næst eru Bandaríkin með um 365 milj. (sama 1910), þá Ástralía með 225 milj. (245 milj. 1910), þá Rússland með 150 milj. (heldur meira 1910), þá Meksikó með 72 milj. og Rhodesía með 48 milj. — 1892 var öll gullframleiðslan ekki meiri en 541 milj. kr. En 1902 var hún kom- in upp í 1110 milj. UngmennajjelSgin. (Eftir G. Hjallason). Fjelögum þessum er altaf að fjölga. Og þau fara því að hafa áhrif á menning þjóðarinnar. En allur þorri manna veit lítið um áform og störf þeirra. Og margir hafa rangar hug- myndir um þau. Ættu því blöðin við og við að fræða fólk nokkuð um fjelög þessi. Set jeg hjer fáeina smákafla um þau. I. Fyrirlestraferðir um Suðurnes í febrúar og mars. Jeg fór tvær ferðir suður í mán- uðum þessum. í fyrri ferðinni hjelt jeg 3 fyrirlestra á Ströndinni í Ung- mennafjelaginu þar; voru þar að meðaltali 36 áheyrendur, enda stóð þá yfir norðanveðrið mesta, sem kom- ið hefur í vetur. í Keflavík hjelt jeg 3 fyrirlestra, 60 áheyrendur að meðaltali. í seinni ferðinni fór jeg suður í Garð, hjelt þar 3 fyrirlestra í Ung- mennafjelaginu. Áheyrendur að með- altali 90. Svo aftur 3 í Keflavík, áheyrendur að meðaltali 100. Maður í Garðinum keypti fyrir 7 kr. 50 au. aðgöngumiða handa 15 eða 20 áheyrendum! Aldrei hef jeg nú vitað annað eins, hvorki utanlands nje innan. Sá kunni sannarlega að meta fyrirlestrana Viðtökur ágætar og myndarskap- ur mikill hvar sem jeg kom. Bæði andlegur og veraldlegur áhugi að vakna. Bygging víða ágæt. Og nýi vegurinn mjög skemtilegur. En margt má nú meira rækta þar suður- frá. Túnefni góð í móunum og hentugt lausagrjót eins og býður sig fram til bygginga og girðinga, eink- um þó frá Keflavík og að Garðskaga. Lakara er með túnefni og grjót í Keflavík og á Ströndinni. Það er bara skemtitúr að ganga úr Hafnarfirði suður í Garðinn, þótt maður hafi böggul á bakinu. II. Ungmennafjelögin norsku og islensku eru bæði beinlínis og óbeinlínis sprottin upp af lýðháskólunum. Þar er sannarlega til góðrar rótar að rekja þar sem norsku og dönsku lýðháskólarnir eru. Og rót sú er aftur runnin upp af frægum minningum forníslenskrar menningar; ættu því allir góðir íslendingar að unna menning lýðháskólanna. Það eru sem sje Edd- urnar og fornsögurnar, einkum Heims- kringla, Njála og Saksó (sem aftur lærði af íslendingum), sem hafa verið og eru enn lífið og sálin í sögu- kenslunni þjóðlegu í lýðháskólunum. En þjóðarsagan hefur Iengi verið þar aðalnámsgreinin, ásamt menn- ingarsögunni. Af því nú að íslenskar fornbók- mentir hafa verið miklu meira elsk- aðar og iðkaðar á lýðháskólunum en í nokkrum öðrurn skólum utanlands, að háskólanum sjálfum ef til vill undanskildum, þá hefur lýðháskóla- fólkið, bceði í Noregi og Danmörku, miklu meiri rœkt til íslands en nokk- urt annað fólk í lóndum þessum, sem jeg þekki, eða hef sögur af. Bestu íslandsvinirnir, sem jeg hitti erlendis, voru lýðháskólamenn. Og ekki veit jeg til að neinn norrænn maður, sem jeg þekki, að Dr. Ros- enberg undanskildum, hafi skilið þjóð vora að fornu og nýju fari eins vel og skólaskörungurinn norski Kristo- fer Brun. Æfistarfi hans og hugs- unarhætti er lýst í „Skinfaxa" 2. ár, í 14 köflum. Og bestu vinir mínir utanlands voru Hka ákafir lýðhá- skólamenn. En landar hafa lítið hingað til sint lýðháskólastefnunnu, eða gert sjer far um að kynnast henni náuar. Þeir hafa, meira að segja, skammar- lega fyrirlitið hana, og gera það víst enn sumir hverjir. III. Hvað liggur nú annars eftir ungmenna- fjelögin? Svona spyrja margir. En ekki þykir mjer það skynsamleg spurn- ing. Því fjelög þessi flestöll eru fárra ára gömul, mörg þetta eins árs eða tveggja. Og svo eru ung- mennafjelagar börn eða hjú flestir og því öðrum háðir, hafa fáa og ó- ákveðna frítíma, nema helst í kaup- stöðunum. Svo það er síður en svo að búast megi við að mikið liggi eftir þá. Óg lægi meira eftir þá en komið er, þá væri það bara ills viti. Það sýndi þá í fyrsta lagi, að þeir hefðu vanrækt vinnuskyldur sínar við foreldra og húsbændur, og í öðru lagi, að þeir hefðu byrjað of geist og oftekið sig. En þegar landar byrja of geist á einhverju, þá er því mjög hætt. En satt að segja, það liggur nú annars miklu meira eftir ungmenna- fjelögin en nokkur með sanngirni getur búist við. Hvað hafa þau þá gert? Skoðum ungmennagarðinn, skíðabrautina og mýrina þar lyrir neðan í Öskjuhlíð- inni, þá sjest hvað U. M. F. R. er þegar búið að afkasta. Hafnarfjarðarfjelagið, „17. júní", er búið að algirða um 2 dagsláttur með vænum grjótgarði á 3 vegu og vír- girðing á 4. veg. Og planta þar margt. Er girðing sú algjör; og færi svo að Ijelagið dæi, þá hefur það reyst sjer þar myndarlegan minnis- varða. Gerðu nú öll ungmennafjelög ann- að eins, þá væri sannarlega ekki hægt að segja annað en að mikið lægi eftir þau. I sveitunum eru ungmennafjelögin víða byrjuð á svipuðum girðingum og sumstaðar langt komin með þær. Sum þeirra hafa komið sjer upp vænum húsum. IV. Ungmennafjelögin verða til góðs, ef pau framfylgja aðalhugsjónum sínum. Þó ungmennafjelögin fengjust ekk- ert við landrækt eða íþróttir, þótt þau gerðu ekkert annað en halda smáfundi við og við til að hlýða á góða fyrirlestra, lesa eitthvað gott og nytsamt hátt, tala saman um það, sem eflir mannúð og menning, og syngja góð kvæði, þá gerðu þau þeg- ar mikið gagn. Orðin eru til alls fyrst, og ekki mun vanta þá, sem duglega skora á æskulyðinn, að láta starfið ekki lenda við orðin tóm, ’neldur láta góð verk fylgja góðum orðum. Enda munu þau ungmenna- fjelög fljótt deyja út, sem ekki sýna í neinu, að þau hafi bætandi áhrif á ungmennin og aðra. En lifi þau trú- lega eftir aðalhugsjónum sínum, sem eru þessar: að efia þjóðrœkni, bind- indi og annað siðgœði, og standa á kristilegum grundvelli, þá er jeg viss um, að þau verða, eins og biskup að orði kemst: nbesti gróðurinn í þjóðarakrinunu (Nýtt Kirkjubl. nr. 13. 1909). Ekki er jeg hræddur um það, að ungmennafjelögin kollhlaupi sig í pólitík. Mjer þykir vænt um Dani. Og enginn ungmennafjelagi hefur mælt nein þau orð um samband vort við Dani, sem mjer hefur ofboðið. Ungmennafjelagar tala annars lítið um pólitík. Þeir, sem annars kæra sig um að fá nánari upplýsingar um ungmenna- fjelögin, skulu ná í „Skinfaxa". Hann er blað fjelaganna. Meðal margra ritgerða þar vil jeg einkum benda á þessa: »/litlunarverk ung- mennafjelaganna«. Fari fjelögin eftir henni, þá hygg jeg þau sjeu á góðum vegi. Slys í Berlín. Þar vildi það til 27. f. m , að vatn hljóp í járn- brautargöng neðanjarðar, sem verið var að byggja- Göngin lágu þarna 4 metra undir botninum á ánni Spree, en vöxtur var í ánni. 80 menn voru að vinna þarna niðri, þegar þetta gerðist, og 2 hestar. En öllum varð bjargað. Tjónið af þessu er talið 1 milj. marka.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.