Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 24.04.1912, Síða 1

Lögrétta - 24.04.1912, Síða 1
Aígreiðslu- or innheimtum.: ARiNBJ. SVEINBJARNARSON. Ijftutííiveu 41. Talsími 74 Rits tjó ri: F’ORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsstræti 17. Trtlsimi 178. M 22- Reykjavík 34. apríl 1913. VII. ár f Vilhjálmur Bjarnarson á Rauðará. Hann andaðist síðastliðna mánud.nótt eftir langvarandi legu, 66 ára gamall, fæddur 24. jan. 1846 á Eyjardalsá í Bárðardal. Foreldrar hans voru Björn Halldórsson, síð- ar prófastur í Laufási, og Sig- ríður Einarsdóttir frá Saltvík áTjörnesi. BróðirVilhjálmser Þórhallur Bjarnarson biskup. Vilhjálmur ólst fyrst upp hjá afa sínum, síra Halldóri Bjarnarsyni á Eyjardalsá, og síðar á Sauðanesi, en eftir það hjá foreldrum sínum, er þau höfðu flutst að Laufasi. I æsku lærði Vilhjálmur trjesmíðar hjá Tryggva Gunnarssyni síðar bankastjóra, er þá bjó á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Var svo áriangt í Khöfn og lærði þar málaraiðn. Fjekst hann við smíðar á vetrum, en stóð fyrir búi foreldra sinna á sumrin. 1872 kvæntist Vilhjálmur Sigríði Þorláksdóttur prests á Skútustöðum. 5 árum síðar reistu þau bú í Kaupangri í Eyjaflrði. Þá jörð hafði síra Björn keypt fyrir 2400 ríkisdali, og þótti það þá mikið jarðarverð. Vil- hjálmur bygði upp í Kaupangri og vann þar mikið, en vatnaágangur skemdi þar jarðabótaverk hans. Vorið 1893 keypti hann Rauðará af Schierbeck landlækni og hefur búið þar síðan. Hann hefur stækkað landareignina mikið með viðbótar- kaupum og sljettað og ræktað stór svæði. Einnig bygt þar upp, og er mjög myndarlega frá öllu gengið, bæði bygging og jarðabótum. Síðari árin hefur Þorlákur sonur hans verið fyrir búinu. Eldri sonur hans er Hall- dór skólastjóri á Hvanneyri. Dóttir hans, Laufey, er kennari hjer í Reykja- vík, en önnur dóttir hans, Þóra, er gift Stefáni bónda Jónssyni á Munka- þverá í Eyjafirði. Vilhjálmur var dugnaðarmaður mikill. Meðan hann var nyrðra hafði hann á hendi ýms störf fyrir sveitarfjelag sitt. En þó dró hann sig altaf sem mest í hlje frá afskiftum almennra mála. Mynd af Vilhjálmi og nán- ari lýsing á honum og starfsemi hans var fyrir nokkrum árum í Óðni. Nýjar horfur. Allir hafa heyrt talað um allsherjar- íþróttamótið, sem efnt er til f Stokk- hólmi í sumar, sem kemur. Þangað sækja íþróttamenn úr öllum ríkjum veraldar. Hver íþróttaflokkur geng- ur þar fram á völlinn undir ríkis- merki sínu. Þangað fara íslenskir íþróttamenn, en þeir geta ekki gengið undir íslenskum fána, ís- lensku ríkismerki, af því að ísland er ekki sjerstakt ríki; það er bara hluti af danska ríkinu. Jeg man þá tíð, árið 1907, þegar þingið var að koma sjer saman um menn í millilandanefndina, þá voru þeir mjög fáir, sem gerðu sjer nokkr- ar verulegar vonir um góðan árang- ur; allflestir hugðu að sendiförin mundi verða árangurslítil eða jafnvel allsendís árangurslaus1). Árangurinn, uppkastið fræga, var því langt fram yfir allar þær vonir, sem menn höfðll gert sjer. En mikið vill meira. Af því að svona mikið hafði á unnist, hjeldu nú margir að alt lægi laust fyrir okkur hjá Dönum. Ut af því spunnust þræt- ur og æsingar og illindi. Menn gerðu þá úlfalda úr hverri mýflugu; hver smábrestur á Uppkastinu varð að gínandi gjá milli flokkanna, og oft fanst þeim ginnungagap milli skoð- ana sinna, þó bilið væri í verunni varla meira en milli vina í sessi. 1) Mjer er þetta manna kunnugast og í ljósu minni. Þingflokkarnir (1907) áttu í löngu stappi um nefndarkosninguna, og var lengi ekki annað sýnna, en að minni- hluta-menn myndu skerast úr leik. Það lenti þá á mjer, að bera friðarorð milli flokkanna, og mjer hefur verið kent um það, að samningar tókust að lokum á þann hátt, að minni hlutinn kom 3 mönnum ( nefndina. G. B. Andstæðingar Uppkastsins urðu yfirsterkari 1908. En þeir gengu fljótt úr skugga um það, að Danir mundu aldrei samsinna þeim frekustu kröfum, sem þá voru uppi Þar við sat. Sjálfstæðismálið var nú komið í sjálfheldu, og þar situr það enn. Þess vegna geta ekki íþróttamennirnir okkar gengið undir íslenskum fána inn á alheimsmótið í Stokkhólmi. ísland er ekki enn komið í ríkja tölu; það er enn hálf-sjálfstæð- ur hluti danska ríkisins. Þetta er tnergurinn málsins I'að er mergur sjálfstæðismálsins, að gera þjóðina fullveðja, koma lantl- inu í tölu ríkjanna, fá að það verði frjálst og sjálfstætt ríki. Og um þetta meginatriði máls- ins liafa allir flokkar verið sam- mála að undanförnu; en samt hafa þeir ónýtt málið með látlausu rifrildi um orðamerkingar og ýms aukaatriði, sem miklu tninnu skifta. Fjandsamlegir flokkadrættir um sjálfstæðismál þjóðarinnar etu á við borgarastríð. Hverju þjóðarmáli er mein að því, að verða flokksmál, verða keppikefli og fjandskaparefni milli andvígra stjórnmálaflokka. En þá tekur út yfir, ef svona er farið með sjálfstæðismái þjóðarinnar; þá getur meinið hæglega orðið banvænt. Þessi innanlandsófriður út af sjálf- stæðismálinu hefur líka bakað þjóð- inni mikið og margs konar tjón á undanförnum árum. Sú þjóð, sem er sjálfri sjer sundurþykk, missir traust á sjer í viðskiftum sínum við aðrar þjóðir, og alt álit á henni rýrnar. A þessu höfum við fengið að kenna. Og þá er hitt ekki betra, að þessar illdeilur hafa dregið hugi manna frá öðrum nauðsynjamálum, tafið fjölda- marga dugandismenn frá allri nyt- samri þjóðarstarfsemi, gleypt þá með húð og hári. Þetta eru nú flestir farnir að sjá. Menn eru farnir að átta sig á því í öllum flokkum, að sómi og gagn þjóðarinnar er í veði, ef þær haldast þessar látlausu innanlandsilldcilur um sjálfstæðismálið. Það eru því gleðileg tíðindi, að nú liafa nokkrir málsmetandi menn úr öllum flokkum tekið það fyrir, að hittast að máli, freista þess, hvort ekki mundi unt að gera enda á deil- unum og taka einhverja þá nýja stefnu í sjálfstæðismálinu, sem sje vænleg til þess, að fá fylgi allrar þjóðarinnar, og gangi þó í þá átt, er væntanlega geti leitt til samkomu- lags okkar í milli og Dana. Þessir fáu menn hafa haft það eitt fyrir augum, hvað þjóðinni muni vera fyrir bestu. Og þess vegna hafa þeir orðið á eitt mál sáttir. Það eru gleðitíðindin, og þau hafa önnur blöð þegar fært í frásagnir, bæði „ísafold", „Reykjavík" og „Ing- ólfur". En hvað er það þá, sem þeir hafa komið sjer saman umf Jeg hef heyrt á tal þessara fáu manna og skal nú skýra satt og rjett frá því, hvar komið er. Þeim kom öllum saman um, að það hljóti að vera höfuðmarkiiiiðið og aðalatriðið, að fá því framgengt að ísland yerði frjálst og sjálf- stætt ríki. Þetta er ekki nýtt. Um það hafa allir flokkar verið sammála undanfarin ár, en því miður hefur það oft viljað gleymast, að einmitt þetta er mergurinn málsins. I öðru lagi urðu þessir menn ásáttir um nýja stefnu viðvíkjandi sam- bandinu milli þess íslenska og þess danska ríkis; telja þeir þá stefnu fyllilega sainboðna íslandi, sem sjálfstæðii ríki, en ætla þó að lnín muni eflaust geta leitt til góðs samkomulags við Dani. Það er því ekki hægt að segja, eins °g „Ingólfur" gefur hálfvegis í skyn, að þeir sjálfstæðismenn, sem við þetta eru riðnir, hafi dregið úr sjálfstæðis- kröfunum. Hins vegar er hjer aftur lagt út á þá leið, sem Heimastjórn- armenn hafa jafnan talið þá einu færu, samninga- og samkomulags leiðina, svo að ekki heldur þeim verður brugðið um sinnaskifti. Lengra er nú ekki komið. Og menn verða vel að gá að þvf, að hjcr er ekki uin annað að ræða en sátt og samkoniulag milli fárra manna úr öllum flokkuin um sam- bandsmálið1). En það má telja víst, að þjóðin fagni þessum tíðindum og óski einskis 1) Engin önnur mál hafa komið til tals, t. d. hvorki aðflutningsbannið eða skatta- málin, eins og sumir halda. Frumvarp til laga um einkarjett og einkaleyfi til kolasölu á íslandi. 1. gr. Frá 1. janúar 1913 áskilur landið sjer fyrst um sinn einkarjelt til kola- sölu á íslandi og í landhelgi við ísland. Er því öllum, bæði einstökum mönn- um og fjelögum, bannað að flytja kol til íslands, eða að geyma, selja, af- lienda eða á annan hátt úthluta kolum í landhelgi sdð ísland, nema samkvæmt því, er lög þessi leyfa. Ráðherra íslands veitist heimild til þess, að gera samning við kola- námufjelagið N. N. um einkaleyfi til kolasölu hjer á landi og hjer við land með eptirfarandi nánari skilyrðum. 2. gr. Kolanámufjelaginu N. N. veitist einkaleyfi til að llytja inn kol til ís- lands, og verzla með þau þar og í landhelgi við ísland. Þó er dönsku flota- málastjórninni heimilt að flytja inn kol, sem eingöngu eru ætluð dönskum herskipum og varðskipum. Svo er og þeim, sem keypt hafa kol aí leyfishafa hjer í landi, heimilt að selja þau aptur lil notknnar í landinu eða á innlend- um skipnm. Loks leyfist og innlendnm gasstöðvum að selja í landinu kokes, er þær hafa framleitt, sbr. einnig 16. gr. 3. gr. Leyfishafi skal vera skyldur til að hafa nægar birgðir af kolum þeim, sem nefnd eru í 4. gr. þessara laga og þar eru kölluð »almenn kol«, á þeim stöðum, sem tilgreindir eru í 5. gr. Nsegð birgðanna miðast við kolaeyðsl- una árið áður, hafi hún hvorki verið óvenjulega mikil eða lítil, en ei' fyrirsjáanlegt er, að kolaeyðslan hljóti að verða meiri á einhverjum stað vegna nýrra eða aukinna atvinnufyrirtækja, þá er einkasali skyldur til að hafa birgðirnar að því skapi meiri. Skal hann sjerstaklega birgja þær hafnir upp á haustin, svo að nægi fram á næsta sumar, sem hættast er við, að tepzt geti sigling til af ís, og má hann kjósa um það, að flytja allar birgðirnar tíl hverrar hafnar í einni ferð eða fleirum. 4. gr. Kol þau, sem leyfishafi flytur til íslands, og hefur þar venjulega til sölu, (»almenn kol«), skulu vera Rosstyn Hartley kol, eða önnur kol jöfn þeim að gæðum, svo sem East Lothian Ordinary eða Lochgelly. Auk þess skal hann flytja inn aðrar kolategundir, sem menn kunna að fala hjá honum. Smíðakol er honum skylt að hafa til sölu, en rjett er að hlutaðeigendur tilkynni leyfishafa, hve mikil smíðakol muni þurfa á hverjum sölustað, og verður þessi tilkynning að vera komin á skrifstofu leyfishafa í Reykjavík 1. júlí ár hvert. Innan sama tímamarks verða að vera þangað komnar pantanir á kokes, an- thracite kolum og hverjum öðrum kolategundum, sem menn vilja fala sjerstak- lega, og senda þarf ásamt hinum almennu kolum. Öll kol, er hann lætur af liendi, eiga að vera sálduð (hörpuð), nema smíðakol og sjerstök gaskol. 5. gr. Söluverð á »almennum kolum« skal vera fast ákveðið til manna, sem búsettir eru í landinu sjálfu. til innlendra skrásettra fiskiskipa, póst- og mann- íiutningaskipa, sem sigla eptir föstum ferðaáætlunum. Yerð það, sem tilgreint er við hvern sölustað í þessari grein, skal leggja til grundvallar fyrir söluverði kolanna eptirleiðis. Þetta verð má aldrei vera hærra, þegar innkaupsverð á »almennum kolum«, fluttum ókeypis á skip á sölustaðnum í Skotlandi, er eigi hærra en það var um miðjan júlí 1911, og flutningsgjaldið er eigi hærra en það var þá. Sölustaðirnir eru: 1. f 1 o k k u 1 1. í Reykjavik ...................... 2. í Viðey .......................... 3. Á ísafirði........................ 4. - Hesteyri (Gimli)................ 5. - Siglufirði...................... 6. - Akureyri........................ 7. - Seyðisfirði .................... 8. - Mjóafirði....................... 9. - Eskifirði....................... 10. - Norðfirði....................... 11. - Fáskrúðsfirði................... 12. í Hafnarfirði..................... 2. f 1 o k k u 1 1. Á Patreksfirði.................... 2. - Arnaifirði:..................... Bíldudal........................ 3. - Dýrafirði: ..................... 20 kr. tonnið (1000 kg.). 21 kr. tonnið

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.