Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.04.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 24.04.1912, Blaðsíða 2
88 L0GRJETTA Lögrjetta kemur át á hverjun miö^ vikudegi og auk þess aukablöö vlð og viö, niinst 60 blöö als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. Lárus Fjeldsted. Y flrpjettarmAIafærslumaður. Lækjurgata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—7. framar, en að allir þingflokkar geti í sumar, er á þing kemur, orðið eins vel ásáttir, eins og þessir fáu menn, um sömu eða svipaða samkomulags- stefnu í þessu mesta vandamáli hennar. Hjer á þingið að leysa úr vand- anum. Eftir því verður að bíða, hvernig þar semst milli flokkanna; „á hvern hátt menn hafa hugsað sjer þennan miðlunarveg í einstökum at- riðum“, segir Jón Ólafsson, „er of snemt og ótímabært að ræða að sinni meðan ekki er fengið álit og tillögur alli'a alþingismanna". Því cr jeg samdóma, og það hljóta allir að geta skilið. Á fjórum sumrum undanförnum hef jeg farið um alt landið og al- staðar hef jeg orðið þess var, að góðir menn og glöggir hafa talið rósturnar og illindin í landinu sitt mesta áhyggjuefni. Fyrir því veit jeg að þessari sam- komulagsviðleytni verður alstaðar tekið með fögnuðu og mun það ef- laust sannast á öllum þingmálafund- um í vor. G. Björnsson. osnir Dotnvorpungar smoaar við Sólheimasand. Nóttina milli föstudags og laugar- dags síðastl. strandaði enskur botn- vörpungur úti fyrir Sólheimasandi, 6o—8o faðma frá landi, rjett vestan við mynnið á Jökulsá. Þar er sker og á það lenti skipið og brotnaði þegar mikið. Skipið heitir „King- fisher" og er frá Hull. Um skip- verja vita menn ekkert, en líklegast talið, að þeir hafi farið í bátana og druknað allir. Björgunarskipið „Geir“ er nú þar eystra, en þó ekki talið nokkurt útlit fyrir, að það geti neitt að gert þarna. 1 rss?'' 400 ð KLÆÐNAÐIR, allar stærðir, sjerlega fagrir litir, nýjasta týska, fara ágætlega og verðið aldrei eins lágt og nú. Pó gefum við öllum afslátt. Einnig Ferming'arföt. Nýkomið i A usturstr æti X. Asg. G. Gunnlaugsson S>‘ Co. 1 Stærsfii sKip í lieimi, lengri cn Lækjargata. „Titanic" var stærsta skip í heimi. En nú eru í smíðum tvö skip, annað í Englandi og á að heita „ Aquitania", hitt í Ham- borg og á að heita „Imperater"; eru þessi skip mun stærri en nokkurt það skip, sem áður hefur farið á flot. „Imerator" er 269 stikur milli stafna (Austurstræti er 255 st, Lækjargata er 250 st.); breiddin er 29 stikur; skipið ristir 10 stikur; það verður allsendis (brutto) 50 þúsund lestir; við vitum ekki hvað það verður rjett- endis (netto); skipverjar verða 1000; rúm verður fyrir 4000 farþega. Skip- ið mun kosta 400 miljónir kr. Það verður eins og bær á floti og ákaf- lega skrautlegt. Það á að ganga milli Norðurálfu og Vesturheims. Enska slcipið „Aquitania" verður al- veg af sömu gerð. Italir og Tyrkir. Símað er frá Khöfn 20. þ. m., að ítalir sjeu farnir að skjóta á kastala Tyrkja við Dardanellasundið. Sje alvara í þeirri árás, þá er ófrið- urinn þar með kominn inn á nýja braut, því alt til þess tíma hafa ítalir ekki ráðist á Tyrki heima fyrir í Evrópu. jjörnin otj berklaveikin. Lungnatæringin er endirinn á ljóði, sem byrjað var að syngja við vöggu barnsins. Behring. Jeg var fyrir nokkrum árum (í for- föllum annars) læknir við barnahæli á Falstri í Danmörku. Þar voru kirtla- veik börn, flest frá Kaupmannahöfn. Hafði jeg umsjón með þessu barna- hæli í h. u. b. 2 mánuði. Man jeg hvað það gladdi mig, hve börnum þessum fór fram. Jeg sá nærri því daglega mun á þeim. Þau voru við komuna mögur, föl og veikluleg, en smámsaman jókst þeim þróttur og þau urðu feit, sælleg og rjóð í kinnum. Jeg sá, hve miklu hreint sveitaloftið, gott viðurværi og skynsamlegar heil- brigðisreglur gátu til leiðar komið. Kirtlaveikin er berklaveiki á lágu stigi, en hún er engan vegin hættu- laus. Hún er fyrsta stigið, en áfram- haldið er oft og einatt berklar í bein- um og liðum, heilabólga og lungna- tæring o. s. frv. Það er orðið alment álit Iækna, að lungnatæringin eigi mjög oft, sumir segja lang oftast, rót sína að rekja til barnsáranna. Afsýkingin verður á barnsaldri, og sóttkveikjan liggur í dái fyrst framan af, en sýkin kemur fram einhvern tíma seinna í lífinu. Að þetta sje svo einnig hjer á landi, álít jeg engum vafa bundið. Jeg hef sannfærst um það hjer á Vífilsstöð- um. Mikili hluti sjúklinga þeirra, sem hjer hafa verið, hafa haft kirtlaveiki eða einhver berklaveikiseinkenni í bernsku, eða alist upp á berklaveikis- heimilum. Enginn má þó skilja orð mín svo, að engin afsýkingarhætta sje á full- orðinsárunum. Á engum aldri eru menn óhultir, þó hættan sje lang- mest á barnsárunum. í Reykjavík er mikið af þessum kirtlaveiku og berklaveiku börnum. Þau verða fyrir okkur læknunum svo að segja daglega. Hvernig ástandið er í þessu efni í öðrum kaupstöðum landsins, er mjer ekki eins kunnugt um, en líklega er það svipað. Eins þykist jeg vita, og jeg hef beinlínis orðið þess var, að á fjölda mörgum sveitaheimilum eru kirtlaveik og berkla- veik börn. Það, sem þessi börn fyrst og fremst þarfnast, er hreint sveitaloft, heilnæmt fæði, ásamt viðeigandi heilbrigðisregl- um og stöðugri læknisumsjón. En slíkt er oftast ekki hægt að veita þeim í heimahúsum. Stundum ráð- um við til að senda þessi börn upp í sveit (frá Reykjavík), en þessi ráð eru oft og einatt út í bláinn. Oft er ekki hægt að fá fyrir þau neinn samastað uppi í sveit, og þó að stund- um sje hægt að koma þessum börn- um fyrir einhvers staðar, er ekki víst að slíkt komi að gagni — húsakynni þar ekki sem best, fæðið heldur ekki, engin læknisumsjón o. s. frv. Okkur vantar tilfinnanlega hæli eða spítala fyrir slík börn. Góður mælikvarði á menningu þjóð- anna er mannúðarstofnanir þeirra, og af mannúðarstofnunum eru spítalar hinar helstu. Við vitum, að af öllum sjúkdómum er berklaveikin hið mesta böl þjóðanna. Eftir byggingu heilsu- hælisins stöndum við íslendingar fram- arlega í bardaganum við barklaveik- ina, þ. e. a. s. við berklaveikina hjá fullorðnum, en börnin hafa ennþá orðið út undan. Raunar hafa stöku börn á fermingaraldri og litlu yngri verið hjer á heilsuhælinu, en eins og nú hagar til hjer, er ekki hægt að veita ungum börnum viðtöku. Þau mega ekki vera innan um fullorðna sjúklinga. Þau þurfa að vera út aí fyrir sig, í alveg sjerstakri deild, og hafa sjerstaka meðferð. Á heilsuhælinu á Vífilsstöðum mætti koma slíkri deild fyrir, og það með tiltölulega mjög litlum kostnaði, Það Sveitamenn. Þegar þjer komið til bæjarins í vor, fáið þjer þessar vörutegundir ódýrastar í verslun Jóns Zoega: Ljáblöð (fílsmerki), Ljábrýni, Orf, Skóflur, Gaffla, Hóffjaðrir, Vagnáburð, Allskonar Tóbak, Rjólið á 2,35 pd. o. m. m. fl. Virðingarfylst ]in Zoega, Talsími 128. Bankastræti 14. yrði langtum ódýrara en að byggja sjálfstætt barnahæli. Annars ætla jeg ekki í þetta sinn að koma með kostnaðaráætlun. Þessi grein er aðallega til þess, að leiða athygli manna að þessu nauð- synjamáli. Ef baráttan við berkla- veikina á að verða sigursæl, mega börnin ekki verða út undan. Börnin eru framtíðin. Aðrar þjóðir hafa sjeð þetta. All- ar mentaþjóðir hafa á síðari árum verið að reisa hvert barnahælið á fætur öðru. Jeg sagði, að sjerstök barnadeild á Vífilsstöðum yrði tiltölulega ódýr, en nokkuð myndi hún kosta. Jeg sje ekki að henni yrði komið á, nema alþingi yki eitthvað styrkinn til heilsu- hælisins. Fjárhagur landsins er að vísu ekki sagður góður, en jeg sje ekki að hjá þessum kostnaði verði komist. Ef rjett er reiknað, hefur það mestan kostnað í för með sjer, að hafast ekkert að í þessu máli. Á því höfum við ekki ráð. Það koma þrásinnis fyrirspurnir um það, hvort Heilsuhælið geti ekki tekið á móti berklaveikum börnum. Hing- að til hefur orðið að úthýsa þeim, en þetta má ekki lengur svo til ganga. Sigurður Magnússon. ilitsskjöi skattanefndarinnar komu út um síðastl. helgi og eru stór bók og fróðleg, með mörgum nýmæla- uppástungum, sem verða munu um- ræðuefni framvegis. Lögr. flytur í þetta sinn kolaeinokunarfrumvarpið, en það er aðalmálið, sem fyrst og fremst verður um deilt. Iþingeyri.. ... ... ... ... .... Haukadal ........................ 4. A Önundarfirði: ................... Flateyri......................... 5. Við ísafjarðardjúp : ............. í Bolúngarvík.................. - Hnifsdal..................... 6. — Eyjafjörð:....................... á Svalbarðseyri................ - Hjalteyri .................... í Hrísey....................... 3. f 1 o k k u r: 1. í Stykkishólmi..................... 2. - Djúpavogi ....................... 4. flokkur: 1. í Hólmavík ........................ 2. Á Blönduós ........................ 3. - Sauðárkrók....................... 4. - Iiúsavik..................... ... 5. - Þórshöfn......................... 6. - Vopnafirði ...................... 7. í Vík.............................. 8. - Vestmannaeyjum................... 9. Á Stokkseyri .............. ....... 10. - Eyrarbakka................. ..... 11. í Keflavík......................... 12. - Ólafsvík......................... 13. - Flatey .......................... 21 kr. tonnið. 22 kr. tonnið. ’ 25 kr. tonnið. |J Við ísafjarðardjúp: í Bolungarvik og Hnifsdal; við Eyjafjörð: á Sval- barðseyri, Hjalteyri og Hrisey; í ólafsvik, Flatey og Vík verða kaupendur að annast um landflutning kolanna á sinn kostnað. Eigi verða fluttar í einu minni kolabirgðir til Bolungarvikur, Hnifsdals og Ólafsvikur heldur en 150 tons, nema eptir sjerstöku samkomulagi, eða ef leyfishafa þykir haganlegt að flytja þangað minni birgðir; heldur eigi er skylt að flytja í einu til Svalbarðs- eyrar, Hjalteyrar Hríseyjar, Flateyjar og Víkur minna en 50 tonn. Að því er snertir Ólafsvík, Flatey og Vík, ber hlutaðeigandi sveitarstjórn að tilkynna á aðalskrifstofu leyfishafa í Reykjavik ekki síðar en 1. júlí ár hvert, hversu miklar birgðir þurfi. Birgðir og söluverð kola á öllum öðrum höfnum, en þeim, sem þegar eru nefndar, skal vera samningamál. Á aðalhöfnum lands- ins — Reykjavik, ísafiroi, Seyðisfirði, Akureyri og Hafnarfirði — gildir þetta verð fyrir kolin heimflutt til kaupanda, innan takmarka bæjarins, ef eitt tonn eða meira er keypt í einu, og til innlendra skipa við hliðina á skipi leyfishafa, úr geymsluskipi hans eða geymsluhúsi, frítt flutt að skipshlið, en annars á öll- um stöðum frá geymslustað hans í landi, sbr. þó það sem hjer á undan er sagt nm Bolungarvík, Hnifsdal, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Ólafsvík, Flatey og Vík. Verði, meðan leyfistíminn stendur, hafnir gerðar eða hafnarbryggjur af öðr- um en leyfishafa, er flutningaskip geta losað við, á einhverjum þeim stað hjer á landi, sem ekki er nefndur í fyrsta flokki, þá skal sú höfu njóta sama verð- lags, eins og hafnir í fyrsta eða öðrum flokki, eplir því hvorum flokki hin nýja höfn telst líkari að verzlunarmagni og öðru, og skal það útkljáð, ef ágreining- ur verður, á þann hátt sem segir í 14. grein. Ef leyfishafi sjálfur byggir bryggju eða hafnir eða bætir losunartækin á einhverri höfn á sinn kostnað, færist söluverðið ekkert niður þess vegna, með því að ágóðinn á að renna til hans, sem tekjur af þeim höfuðstól, er liann hefur varið til fyrirtækisins. Honum er og heimilt að heimta bryggjugjöld, samkvæmt núgildandi lögum, af öllum öðrum skipum, sem nota þessar hryggj-_ ur eða hafnir, er hann hefur gera látið. Ef falast er eptir kolaflutningi á útstöðvar við einhvern af þeim fjörðum, sem áðurnefnd kauptún liggja við, skal kolaverðið vera lrjálst samningsatriði. Ef »almenn kok hækka í verði úr því, sem þau voru í miðjum júlí 1911, eða flutningsgjald þeirra, miðað við sama tíma, og hækkunin stendur að minsta kosti einn almanaksmánuð, og hvorttveggja samanlagt nemur að minsta kosti 1 sh. (91 eyri), þá má hækka söluverðið að sama skapi, en á sama hátt skal það lækka aptur eins fljótt niður í það grundvallar verð, sem ákveðið er í fyrsta hluta þessarar greinar. Söluverð á öðrum kolum má vera að því skapi hærra, sem innkaups- verðið er hærra á þeim, en almennum kolum á hverjum tíma. Innkaupsverð á almennum kolum í miðjum júlí 1911 telst 7 shilling 9 pence tonnið, og flutn- ingsgjald á kolum á sama tíma milli Skotlands og Reykjavíkur 8 sh. tonnið. Hækkun eða lækkun á kolaverði vegna hækkunar eða lækkunar á flutnings- gjaldi til annara hafna en Reykjavikur, miðast Við flutningsgjaldið til Reykja- víkur, þannig að til grundvallar eru lagðir 8 sh. fyrir tonnið. Leyfishafi skal, þegar um nokkra breyting á framangreindu kolaverðí er að ræða, sanna fyrir Stjórnarráðinu innkaupsverð »almennra kola« og hækk- un eða lækkun á flutningsgjöldum. 6. gr. Verðlagi á kolum, sem leyfishafi selur til útlendra skipa, ræður hann, en það skal vera jafnt til allra slíkra skipa, er kol laka á sömu höfn og á sama verðlagstímabili, nema þar sem sjerstakir samningar um hirgingu af kolum um ákveðið tímabil hafa verið gerðir, enda hafi allir jafnan aðgang að slíkum samningum, án tillits til þjóðernis. Á þeim stöðum, þar sem leyfishafl hefur ekki útsölu, nje samning við innlenda kaupmenn um sölu til útlendinga, er landsmönnum heimilt að selja útlendum skipum kol, sem þeir hafa keypt al leyfishafa, en greiða skulu þeir útflutningsgjald í landssjóð, 4 krónur af hverju tonni. Þegar umboðsmaður leyfishafa annast söluna, skal gjaldið vera svo sem ákveðið er í 12. gr., en

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.