Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.05.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.05.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: arinbj. sveinbjarnarson. 1 ,aui;aveií 41. Talsími 74 Rits tjóri: ÞORSTEINN QÍSLASON Pinglioltsstræti 17. Talsími 178 M 33. Reykjavík 1. maí 1012 vn. I. o. O. F. 93539- Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—-2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—I. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjókravitj. IO1/. —12 og 4— 5. Islands banki opinn 10—21/. og 51/.—7. Landsbankinn 10*/.—21/.. Bnkstj. við 12—1. Lagadeild háskólans ók. leiðbeining 1. og 3. Id. I mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldetod, Y flrrJettarmálafaersIumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—7. Suniargjaíir til Heilsuhælisins. I. Álieit frá unguni kaupnianni (88 kr. 31 e.). Á sumardaginn fyrsta kom ungur maður með sumargjöf handa Heilsu- hælinu. Fyrst tíndi hann upp ór vasa sínum allmarga krónupeninga, svo kom hann með talsvert af smá- silfri og því næst fjölda af kopar- skildingum; síðan breiddi hann nokkra seðia ofan á hrúguna. Þetta fje varð samtals 88 kr. 31 e. „Jeg er nýfar- inn að versla", sagði maðurinn, „og hjet á Heilsuhælið, að jeg skyldi gefa því alt, sem kæmi í skúffuna hjá injer á sumardaginn fyrsta, ef mjer gengi vel þangað til". Hann lokaði, eins og aðrir, um miðjan dag og kom svo með alt úr skúff- unni. Búðin hans er í 44 við Lauga- veg; þar geta menn sjeð hvað hann heitir og fengið að vita, að það er gott að heita á Heilsuhælið. II. Sumarósk og sumargjöf (100 kr.) til sjúklinganna. Á laugardaginn fyrstan í sumri barst mjer nafnlaust brjef frá ein- hverjum Reykvíking. Hann fer mjög hlýjum orðum um Heilsuhælið, óskar sjúklingunum gleðilegs sumars og sendir IOO kr. í sumargjöf; biður mig að ráða því, hvernig þessu fje verði varið sjúklingunum til ánægju. G. Björnsson. Crjafir til Heilsuhælisins, afhentar fjehirði þess, Sighvati Bjarnasyni: Gjöf frá ónefndri konu í Kjós 2 kr.; áheit frá S. Þ. 3 kr.; áheit frá Hólmavík 10 kr.; gjöf frá skipshöfninni á „Snorra goða" 190 kr.; gjöf frá Ólafi Jónssyni frá Skál- holti 10 kr.; gjöf frá Katrínu Árna- dóttur á Steinum 30 kr.; gjöf frá Rannveigu Oddsdóttur 20 kr.; frá íslands banka (fyrir seld, notuð frí- merki) 31 kr. 50 a. Frá Titanic-slysinu. Hr. ritstj. — Jeg var að lesa í Times nafnaskrá þeirra sem komust af, er Titanic fórst. Meðal þeirra er eitt nafn, sem líklegt er að íslenskt sje: „H. B. Steffansson". Upp á fyrirspum um stjett nokkurra manna, svaraði fregnbúr Reuters, að því er þennan mann snerti: „líkl. þjónn ein- hvers heldra manns („valet"). Jón Ól. Stjórnleysingar í Búlgaríu. Nýlega vai;ð uppvíst um stjórnleys- ingjasamsæri í Búlgaríu; átti að ráða Ferdinand konung af dögum og var maður keyptur til þess að vinna verk- ið fyrir 20 þús. franka. En alt varð uppvíst áður til þess kæmi að nokk- uð yrði framkvæmt. Foringi sam- særismanna heitir Sandansky. „Titanic“-slysiö. „Titanic" var eign White-Star-línunnar ensku, stærsta skip, sem alt til þessa hafði á hafinu flotið, og var nýbygt. Það átti að fara milli Southampton á Englandi og New York, og þetta var fyrsta för þess. Það lagði á stað frá Southampton miðvikudagskvöldið 10. apríl. 2340 manns var á skipinu alls, farþegar og skipsmenn. Næsta sunnudagskvöld var skipið um 70 danskar mílur suður afCap Race á New Foundlandi og fór með 20 enskra mílna hraða á kl st. Veður var svalt, en heiðskírt og stjörnu- »Titanic«. bert og sjór sljettur. ísjakar miklir eru stöðugt um þetta leyti árs á reki norðan úr höfum og suður eftir meðfram austurströnd Ameríku. Hafði „Titanic" fengið loftskeyta-aðvörun frá öðrum skipum um, að ísrek væri þarna. Ágæt lýsing á skipaferðum um þetta svæði er í sögunni „Sjó- mannalíf" eftir R. Kipling, sem Lögr. flutti fyrir nokkrum árum. Kl. var 11,40 á sunnudagskvöldið, 14. f. m., er skipið rakst á. Míklu minna varð vart við áreksturinn í farþegarúmum skipsins en ætla mætti. Sú fregn flaug þó þegar um, að það hefði rekist á ísjaka og að sjór fjelli inn í það að framan. En yfirmönnum skipsins tókst fljótlega að sefa hræðslu farþeganna, með því að þeir vísuðu til þess, hvernig skipið væri bygt; það ætti að fljóta margar klukkust., hve mikið, sem það hefði laskast við áreksturinn. hessi mynd sýnir, hvar slysið vildi til. Á henni eru og sýnd þau skip, sem næst voru. Lengst til vinstri handar er »0lympic«, þá »Ólafur helgicc (er þó fjekk engin loftskeyti frá »Titanic«), þá »Baltic«, þá »Virginía«, þá »United States« og loks »Carpathia«. í horninu efst er mynd Philips loftskeytamanns á »Titanic«. Svo voru send út loftskeyti og kallað á hjálp. Frjettir eru nú komnar af því, að um 50 skip hafa fengið þau skeyti. Mörg af þeim stefndu þegar þangað, sem slysið varð. En það kom brátt í ljós, að „Titanic" var mjög mikið brotin. Hafði jakinn rist sundur aðra hlið skipsins neðan sjávar við áreksturinn. Órói og hræðsla tók aftur að aukast meðal farþega. Nú voru björgunarbátarnir settir út og fyrst og fremst konum og börnum bjargað þangað. Skipið hjelt svo áfram með brotinn kjöl og hálfri ferð. Skipstjórinn bjóst fyrst hálft í hvoru við að ná Halifax, en sá þó »Charpathia«, er fyrst kom »Titanic« til hfálpar. brátt, að svo mundi ekki verða. Þá ætlaði hann að koma skipinu upp hjá Cap Race. En það tókst ekki heldur. Kl. 20 mín. yfir 2 á mánudags- nóttina sökk „Titanic", 2 kl.st. og 40 mfn. eftir áreksturinn. Það er talað um, að björgunartæki hafi verið ófullnægjandi á „Tita- nic“, enda kvað vera svo á öllum þessum stóru fólksflutningaskipum, að þau hafi ekki björgunartæki, er nægi handa öllum þeim fjölda, sem þau flytja, er svona slys ber að höndum. Aftur á móti eiga að vera svo mörg vatnsheld rúm í þessum skipum, að þau fljóti lengi, þótt þau verði fyrir miklum skemdum. Sennilegustu skýrslur segja, að „Titanic" hafi verið betur útbúin að björgunartækjum en ensk lög heimta. Fyrstu fregnir af slysinu, sem út bárust, sögðu öllum mönnum bjargað yfir á önnur skip. Hefur útgerðarfjelaginu „White Star" verið brugðið um, að það hafi sent þær fregnir út, og hefur það orðið fyrir ámæli í blöðum út af slysinu, hvort sem sanngjarnt er eða ekki. Það var eigi fyr en á öðrum degi eftir slysið, að sannar fregnir fengust af því. Um Skeytasendingar frá „Titanic" er þetta sagt frá Markonífrjetta- stöðinni á Cap Race: Fyrst eru send út skeyti um að skipið sje í neyð. Mörg skip svara. Þar næst er sagt, að „Titanic" sje farin að sökkva að framan. Þá er sagt, að skipið „Virginia" hafi skilið og svarað og sje á leið til þess að hjálpa. Nokkru síðar er sagt, að „Titanic" tali við „Olym- pic"; „Olympic" komi og þaðan sje beðið um, að björgunarbátarnir sjeu til taks. Síðustu skeyti frá „Titanic" eru ólæsileg. Þá er haldið, að skipið hafi verið farið að hallast svo, að siglutrjeð með loftskeytatækjunum hafi verið sigið of nærri hafi. Þeir, sem af komust, segja, að ýmsir af björgunarbátunum hafi verið of nærri „Titanic", er hún sökk, og því sogast niður í svelginn, sem þá varð í hafinu, með skipinu. Mennirnir, sem á eftir komu upp á yfir- borð hafsins, höfðu togast á um flekabrotin, sem á floti voru. Skipstjórinn hjet Smith, gamall og reyndur sjómaður, sem verið hafði í förum 38 ár. Hann og allir yfirmenn skipsins sukku með því. Sömuleiðis Markoní-frjetta maðurinn, er Philips hjet, og hrósað er mjög fyrir frammistöðu hans. Allri stjórn á skipinu, meðan á hættunni stóð, er og mjög hrósað. Eftir áreksturinn tók hljóðfæra- flokkur skipsins að leika, til þess að Ieiða athygli farþega frá hættunni, og ljek fyrst ýms fjörug lög, og hjelt svo lengi áfram. En er skipið var mjög farið að sökkva og hallast, breytti hann til og ljek viðkvæmt sálmalag. Þegar skipið var að því komið að sökkva, framstafninn kominn í sjó en aftutstafn- inn reis upp og menn þyrftust þangað í ofboði, ómaði rödd skipstjóra yfir alla háreystina : „Verið þið Bretarl", hróp- aði hann. Þetta hróp hafði mjög sef- andi áhrif á mannfjöldann, og ensk blöð segja, að þess muni lengi verða minst. A mynd, sem hjer fylgir, eru sýnd nokkur af þeim skipum, sem næst Ismay, forstjóri »White-Star«-linunnar. voru „Titanic", þegar slysið vildi til. „Charpatia" var 70 enskar mílur frá "Titanic", „Olympic" 250, „Baltic" 140, „Virginia" 170. Eitt skip, „Par- isien", sem ekki er sýnt á myndinni, var þó nær en öll þessi, 60 enskar mílur frá „Titanic". „Charpatia" kom fyrst til, og var hún komin þangað, sem „Titanic" sökk, um það bil sem lýsa fór af degi. Hún bjargaði mönn- um þeim, sem af komust, og flutti þá til New-York. „Carpatia" er eign Cunardlínunnar, ensks stórskipafjelags, sem á aðalheimili í Liverpool, og er Charpatia í förum mili Triest og New-York. Það er stórt skip, 13,555 tonn. Áður hefur verið sagt frá því hjer í blaðinu, að 705 manns hafi bjargast. Af þeim voru 210 af skipshöfninni, en hitt farþegar, flest konur og börn, því með þeim voru björgunarbátarnir fyltir, en af karlmönnum, sem farþegar voru, björguðust fáir. Skipshafnarmönnunum mun flestum hafa verið bjargað af flökum. Meðal þeirra, sem björguðust, var forstjóri White-Starh'nunnar, I. B. Ismay. Símskeyti hingað hafa áður nefnt Vand- erbilt miljónamann meðal þeirra, sem verið hafi á skipinu, en það mun ekki rjett, því í nýjustu enskum blöðum, er telja upp nafnkunna menn, er þar voru, er nafn hans ekki. Aftur á móti er það nú víst, að bæði W. T. Stead og Astor miljónamaður, sem skeytin hingað nefndu, hafa druknað. Þess er getið um báða þá, að þeir hafi sjest á flaki eftir að skipið sökk, en hafi mist þar tökin og druknað. Um Astor er þess getið, að hann flutti konu sína veika niður í björgun- arbát. Þar var þá autt rúm og konan bað hann að skilja ekki við sig. Þar var þá engin kona sjáanleg eftir, og Astor spyr yfirmanninn, sem stjórnina hafði, hvort hann megi fara með til að sjá um hana, og bendir til konu sinnar. Yfirmaðurinn játaði því, og Astor sett- ist þá við hlið konu sinnar í bátnum. En rjett á eftir kemur kona í augsýn uppi á skipinu. Astor stóð þá þegar upp, bauð kvenmanninum rúm sitt í Tyrkneskt baðherbergi á »Titanic«. bátnum, hjálpaði henni niður í hann og gekk sjálfur upp á skipið. Kona hans vildi þá fara með honum, en hann bað hana vera kyrra. „Við sjá- umst aftur í New-York", sagði hann, en kallaði til kvenmannsins, sem í stað hans kom, og bað hana að gæta konu sinnar. Ymsar sögur líkar þessari eru sagðar af því, hve drengilega mörgum hafi farist þarna meðan hættan var mest. Annar gamall miljónamaður, sem Isidore Strauss hjet, var þarna einnig með konu sína. Þeim var bent á að frelsa sig og fara í bát. „Jeg fer ekki meðan nokkur kona er uppi á skipinu", svaraði Strauss. Þá átti að láta konu hans fara f bátinri. En hún hjelt sjer fast við mann sinn og kvaðst vilja vera þar sem hann væri. „Við höfum lifað saman í 40 ár“, sagði hún, „og förum ekki að skilja nú". Þau fórust bæði með skipinu. Annars má t. d. um regluna, sem haldið var á öllu meðan á þessu stóð, geta þess, að skipstjórinn skaut mann, sem ætlaði að ryðjast ofan í bát, sem fullskipað var í. Maður þessi var ítalskur þjónn af skipinu og fjell hann dauður niður í bátinn. Fjártjónið af þessu slysi er gífurlegt. „Titanic" var með öllum farmi vátrygð fyrir rúml. 40 milj. kr. Skipið var vátrygt hjá ensku fjelagi, er aftur hafði keypt baktryggingu hjá þýskum og frönskum ábyrgðarfjelögum. Það er sagt, að auðmenn þeir, sem með skipinu fórust, muni hafa átt að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.