Lögrétta - 19.06.1912, Blaðsíða 1
Afgreiöslu- og innheimfum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
Laugaveu 41.
Talsiml 74.
Ritstjorl:
ÞORSTEINN 6ÍSLAS0N
Pingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M
I. O. O. F. 932169.
Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og
fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. I læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (( Pólthósstr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—*-I.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/i
—12 og 4—5.
tslands banki opinn 10—2T/s og 5y»—7.
Landsbankinn io'/a—2*/»• Bnkstj. við 12 1.
Lagadeild háskólans ók. leiðbeining 1
og 3. ld. ( mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1.
Lárus Fjeldsted'
YflrrJottarmAlafærslumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 11 — 12 og 4-7.
Bækur,
Innlendar og erlendar, pappír og allskyns
ritföng kaupa allir í
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
Nr. 25. A tveimur tölubl. Lögr.
þ. á. (miklu af upplaginu) stendur
tbl. 26 í stað þess, að á öðru átti
að standa tbl. 25. Tbl. þessi komu
bæði út sama dag, 15. maí.
Þetta hefur valdið því, að sumir
af kaupendunum halda að þá vanti
tbl. 25, þótt þeir hafi fengið það.
Kola-cinkasalan.
Mótmæli erlendis.
Símað er frá Khöfn 14. þ. m.:
„Sjö sendiherrar, þar á meðal
sendiherrar Þýskalands, Englands og
Frakklands, hafa hjá utanríkisráð-
herranum gert alvarlegar athuga-
semdir um kolaeinkasöluna.
Að því er blöðin segja, ætlar ráð-
herra ekki að Ieggja frumvarpið
fram".
Þessi mótmæli höfðu verið flutt
fram mjög hátíðlega. Sendiherrarnir
mættu hjá utanríkisráðherranum og
hafði Hagerup, sendiherra Norðmanna,
haft orð fyrir þeim. Hinir þrír, sem
ekki eru sjerstaklega nefndir í skeyt-
inu, voru sendiherrar Svía, Belgja
og Spánverja.
Ráðherra mun hafa ætlað að leggja
frumvarpið fram sem stjórnarfrum-
varp, en hætt við það vegna þessara
mótmæla.
MenDiop, sem er að hverfa.
Gömlú íslenzku torfbæirnir eru að
hverfa.
Þeim fækkar með ári hverju og
öðru vísi byggingar rísa upp í stað-
inn, oftast timburhús eða steinhús.
Svo koma fyrir atburðir, sem fækka
torfbæjunum unnvörpum, eins og til
dæmis tveir jarðskjálftarnir síðustu
(1896 og 1912).
Jeg sje ekki eftir torfbæjunum nema
að sumu leyti. Þeir hafa aldrei verið
góð híbýli, oftast rakir, dimmir og
óhreinir, og það, sem verra er, ó-
hentugir og óvaranlegir.
Samt hef jeg mætur á þeim, og
ætíð kann jeg þar vel við mig.
En þeir mega ekki hverfa og gleym-
ast, hvað sem öðru líður. Þeir eru
mikilsvert atriði í sögu vorri.
Hvað eftir annað hefur bygginga-
lag bæja breytst hjer á landi. Enginn
veit hve mörgum og miklum breyt-
ingum það er búið að taka síðan í
fornöld.
Það er þreytandi verk að lesa
úttektir jarða. En það er þó eini
vegurinn til þess að komast að því,
hvernig bæir hafa vetið bygðir á
þeim og þeim tínia.
Og þessar úttektir ná ekki langt
Reykjavík 19. jiiuí 1913.
VII. árg.
hefur sýnt, að Regnkápur karla & kveuna
eru bestar og ódýrastar í ^.ustursti*»eti 1.
Ásg-. G. Gunnlaug-sson & Co.
aftur í tímann. Líklega eru fáar til
eldri en frá 17. öld.
Um bústaði manna á öllum öld-
unum þar á undan eru hugmyndir
núlifandi manna á reiki, og enginn
kostur að komast að því sanna.
Það er vanræksla þeirra manna,
sem þá lifðu, sem nú kemur okkur
í koll. Við skulum ekki ámæla þeim,
en varast að láta fara eins fyrir okkur.
Þessir gömlu torfbæjir eru þó með
öllum göllum sínum umgjörð um
það líf, sem lifað heíur verið hjer á
landi öldum saman.
Og þeir hafa sett ómáanleg ein-
kenni á þjóðina. Þeir voru afbragðs
gróðrarstía þeirrar hjátrúar, sem er
svo atar-áberandi atriði í sögu vorri.
Þessi mörgu bæjarhús, með kol-
dimmum skotum, göngum, og rang-
hölum — hvar átti draugatrúin betra
hælif
Flestir íslendingar, sem nú eru
komnir á þroska-aldur og dvelja
beggja megin hafsins, hafa lifað
bernsku sína í þessum bæjum. Flest-
um mun þeim hafa fundist — og
finst jafnvel enn, — sem bæirnir
þeirra byggi yfir einhverju dularfullu
og geigvænlegu.
Og hvernig förum vjer að því, að
gera eftirkomandi kynslóðum full-
komlega skiljanlegt, hvernig bæirnir
hafi verið? Þeir hafa aldrei allir verið
eins. Þeir hafa aldrei verið eins í
öllum landsfjórðungum.
En hvernig voru þeir þá ? Hvernig
voru stórbýli og hvernig voru kot-
bæir — yfirleitt?
Hvernig voru þessi stóru höfuðból
með 60 hurðir á járnum? Hvernig
var þar um að litast í búrinu innan
um skyrsáina miklu, eða í eldhúsinu,
með húðir og hangið kjöt uppi í
rótinni? Hvernig voru svefnskálarnir ?
Hvernig voru baðstofurnar, gesta-
stofurnar, húsbændaherbergin, dyra-
loftin, skemmurnar, smiðjurnar, fjósin
— o. s. frv. ?
Allar þjóðir gera sjer far um að
vernda bygginga-menjar sínar, leggja
oft í það stór-fje. Þær láta gera
sýnishorn af öllum mannahíbýlum
sem tfðkast hafa, sum í fullri stærð.
Það er ein deild af þjóðmenjasafni
þeirra.
Hjer á landi er ilt við það að fást.
Sýnishorn af torfbæjum gætu ekki
geymst til lengdar, og þau þyrftu að
veru mörg, ef þau ættu að nægja.
En annað gætum við gert, sem er
ofur einfalt.
Við gætum látið taka Ijósmyndir
af bæjunum, — skýrar rúmsjármynd-
ir (tvíeygismyndir, stereoskop-myndn)
og geymt þær ásamt tilheyrandi sjón-
aukum hjer í söfnunum. Við getum
tekið heila flokka af myndum frá
hverjum bæ, sem eitthvað er ein-
kennilegur að gerð, eða hefur flest
einkenni sinnar sveitar eða síns lands-
fjórðungs. Við getum tekið þar
myndir af öllum húsum, með öllu,
smáu og stóru, sem þar er vant að
vera, og þessar myndir gætu komið
þekkingu komandi kynslóða að miklu
liði, þegar bæirnir eru horfnir.
Auk þess mundu margir einstakir
menn vilja eiga safn af slíkum mynd-
um, ef þær væru fáanlegar1).
Nú vill svo til, að hjer er í Reykja-
vík maður, sem tekur rúmsjár mynd-
ir eins vel og annarstaðar gerist.
Hann hefur ferðast víða um landið
og selur fjölda af góðum landslags-
myndum. Hann mundi baeði vera
fær um og fáanlegur til að taka slík-
ar myndir af bæjum, ef hann fengi
fyrirhöfn sína borgaða.
Auðvitað eru íleiri færir um það.
Vilja ekki einstakir menn gera með
1) Englendingar hafa mikið af slíkum
myndum 1 söfnum sínum. Jeg sá t. d.
í einu safni þar heilan flokk mynda af
rústum frá Forum Romanum, og annan
frá hinum uppgröfnu bæjum Herkulanum
og Pompeji.
sjer fjelag til að koma þessu í fram-
kvæmd? Vilja ekki söfnin hjer
kaupa flokka af þeim myndum, sem
hjer ræðir um, handa gestum sínum
til fróðleiks og skemtunar? Og
mundu ekki landar vestan hafs vilja
eignast þessar sögulegu menjar frá
gamla landinu?
G. M.
Hafnargerðin.
Sem svar upp á nafnlausa grein í
„Ingólfi" í gær um afstöðu mína til
bæjarstjórnar Reykjavíkur í Hafnar-
málinu, bið jeg um rúm fyrir eftir-
farandi upplýsingar:
Það er rangt, að bæjarstjórnin hafi
snúið sjer til mín um að fá mig til
að útbúa teikningar, lýsingar og út-
boðsskilmála fyrir hafnargerðina. Það
var hafnarnefndin, sem rjeði mig til
þess, með samþykki stjórnarráðsins,
móti borgun úr Hafnarsjóði, en ekki
úr bæjarsjóði. Borgun fyrir þetta
skyldi ákveðin eftir á, eftir samkomu-
lagi. Það var því ákveðið fyrirfram,
að jeg ætti að hafa borgun fyrir
þetta verk, aðeins skyldi eigi upp-
hæð borgunarinnar ákveðin fyr en
mönnum væri fullkomlega ljóst, hve
mikið verkið væri. Um afstöðu mína
til þeirra verka, sem snerta Reykja-
víkurbæ, skaljeg geta þess, að undir
eins og jeg tók við stöðu minni, fyrir
6 árum, var það fastákveðið af stjórn-
arráðinu, að ekki skyldi hvíla á mjer
að framkvæma verkfræðingastörf fyrir
Reykjavík, því eigi var til ætlast, að
landsjóður skyldi Iauna bæjarverk-
fræðing hjer, þar sem sífeld verk-
fræðisstörf Iiggja fyrir, svo að einn,
eða jafnvel fleiri fastir verkfræðingar
eru nauðsynlegir.
Tilætlunin með fjárveitingu þeirri,
sem »Ingólfur" gerir að umtalsefni,
er sú, að stjórnin, auk þess sem hún
hefur sjálf verkfræðisráðanaut, á að
geta hjálpað hjeraðastjórnum til þess
að fá nauðsynlegar upplýsingar og
ráð í verkfræðilegum efnum, án þess
að leita í hvert skifti til útlanda, sem
va;ri mjög dýrt. Þessari reglu hefur
verið fylgt; jeg hef ætíð, er beiðni
hefur komið til stjórnarráðsins frá
hjeraðastjórnum utan Reykjavíkur um
verkfræðislega aðstoð, framkvæmt
þau verk, sem um hefur verið að
ræða, og þau eru þegar orðin eigi
svo fá, án þess að jeg nokkru sinni
hafi gert kröfu til eins eyris þókn-
unar fyrir starfið. Aðeins í einu til-
felli hef jeg tekið á móti 65 kr. frá
sýslufjelagi, sem fanst ástæða til að
borga mjer, án þess að jeg gerði
nokkra kröfu til þess. Þegar því
„Ingólfur" gefur í skyn, að jeg, auk
launa minna úr landsjóði, taki sjer-
staka borgun fyrir hvert verk, sem
jeg framkvæmi, þá eru þetta helber
ósannindi og baknag.
Um stærð reikningsupphæðarinnar
sje jeg enga ástæðu til að ræða hjer,
með því að jeg efast ekki um, að
þeir menn, sem bæjarstjórnin hefur
kosið til þessa að athuga málið, muni
hæglega sannfærast um, að hún sje
mjög sanngjörn í samanburði við
stærð verksins, dýrleika þess og þýð-
ingu málsins.
Rvík, 19. júní 1912.
Th. Krabbe.
Járubrautarislys i Sviþjóð.
Símað er frá Khöfn í gærkvöld:
„Síðastl. sunnudag varð stórt járn-
brautarslys hjá Linköbing í Svíþjóð.
20 fórust; þar á meðal elsta dóttir
Aug. Strindbergs".
Reykjavík.
Landlæknir leggur á stað í eftir-
litsferð um Norðurland 30. þ. m.,
ætlar að fara um Borgarfjarðar-, Dala-,
Barðastrandar-, Stranda-, Húnavatns-,
Skagafj,- og Eyjafjarðar-sýslur, og
gerir ráð fyrir að verða burtu nálægt
mánaðar tíma.
Pýsk skeintiskip koma hingað
þrisvar í sumar. Fyrst „Victoría
Louise", frá Hamborg-Ameríku-lín-
unni, 9. júlí. Þá „Grosser Kurfúrst",
sem hingað hefur áður komið, frá
Norddeutsche-Loyd, nál. 25. júlí. Og
loks „Victoria Louise" aftur 6. ágúst.
»Flóra« kom á mánud. norðan um
land. Meðal farþega frú Hólmfríður
Knudsen og dætur hennar tvær, frá
Akureyri; Stefán Björnsson kennari,
frá Akureyri; Carl Wathne og frú
hans, frá Noregi. „Flóra" fer aftur
í dag. Með henni fer til ísafjarðar
B. M. Olsen prófessor (kemur aftur
með „Vestu" 27. þ. m.); Vald. Thor-
arensen málaflm. og frú hans fara
heimleiðis til Akureyrar.
Prófessor E. Mogk frá Leipzig er
væntanlegur hingað með „Vestu" 27.
þ. m. og ætlar að dvelja hjer eitt-
hvað í sumar.
Dönsku iuælingamennirnir komu
hingað með „Sterling" 11. þ. m., 8
undirforingjar og 18 dátar. Fyrirliði
þeirra heitir Jakobsen. Þeir fara
norður í Húnavatnssýslu og verða
þar nyrðra við mælingar í sumar.
Jón í Mvíla alþni. fór til Skot-
lands með „Botníu" 13. þ.m.. Skurð-
lækning var gerð á honum hjer á
spítalanum, við meinsemd undir hægri
handlegg, og var hann kominn á
flakk eftir það, en ætlaði að leita
sjer frekari lækninga í Edinborg.
Til Ólympíuleikanna fóru hjeðan
6 menn með „Botníu" 13. þ. m.:
Axel Kristjánsson, frá Sauðárkróki;
Guðm. Kr. Guðmundsson, Halldór
Hansen, Hallgr. Benediktsson, Magn-
ús Tómasson, allir úr Reykjavík; og
Kári Arngrímsson, úr Eyjafirði. Aður
hafði lagt á stað hjeðan Jón Hall-
dórsson bankaritari. Sigurjón Pjet-
ursson, sem verið hefur í Khöfn um
hríð, verður áttundi maðurinn hjeðan
af landi, sem þátt tekur í leikjunum.
Fr. Boesen, og leikflokkur hans,
hefur sýnt hjerþrjá leiki. Fyrst „Förste
Violin", eftir G. Wied ogjens Peter-
sen, fjörugan og skemtilegan gaman-
Ieik, sem frú Boesen ljek aðaihlut-
verkið í og fór mjög vel með, en
það er ung stúlka, sem leikur sjer
að því að gera þrjá gamla kvenhat-
ara ástfangna í sjer og voru þeir
leiknir af Fr. Boesen, C. J. Lund-
qvist ogj.jensen.—Þar næst „Jeppa
á Bjargi" eftir Holberg, og ljek
Lundqvist Jeppa. Hann er kými-
leikari flokksins og skemti mönnum
vel í báðum þessum leikjum. — Þriðji
leikurinn er „Þjóðníðingurinn", eftir
H. Ibsen. og leikur Fr. Boesen þar
aðalhlutverkið, Stockmann lækni, en
J. Jensen bæjarfógetann, bróður hans.
Arni Eiríksson ljek þar með, Aslak-
sen prentara, sem hann hefur leikið
hjer áður. A þessum leik var byrj-
að í gærkvöld; var fulthús og menn
skemtu sjer hið besta. Verður hann
sýndur aftur í kvöld.
Ráöhevra kvað vera á heimleið
með „Ceres", er kemur hingað norð-
an um land 26. þ. m.
Háskólinn. Þar var kosinn rektor
næsta háskólaár Guðm. Magnússon
prófessor. B. M. Ólsen próf. vildi
ekki endurkosningu.
Th. Krabbe verkfræðingur fer
með „Flóru" í dag til Húsavíkur og
þaðan landveg austur og suður um
land til þess að líta eftir eldri vitum
og undirbúa bygging nýrra. Vatt-
arnesvitinn verður bygður í sumar,
ef til vill líka viti á Hafnarnesi í Fá-
skrúðsfirði. Einnig á hann að mæla
fyrir -skipabryggju í Vopnafirði, líta
eftir bátabryggjugerð á Húsavík,
sömuleiðis undirbúa byggingu enska
skipbrotsmannahælisins í Mávabót í
Meðallandi o. fl. Kemur væntan-
lega heirn í miðjum ágúst.
Baðhús Ryíkur hefur nú verið
selt bæjarfjelaginu, eins og áður
hefur verið skýrt frá. Söluverðið
var um 14. þús. kr. 25. f. m. hjeit
fjelagið, sem seldi, fund og batt
enda á reikninga sína.
Baðhúsið var fullgert í febrúar
1907 (sbr. Lögr. Ií. 7) og fer hjer
á eftir tafla, sem sýnir notkun þess:
Ár 1907: 1908: 1909: 1910: 1911:
Kerböð . 2910, 2840, 2661, 2215, 4504.
Steypiböð 12835, 12880, 10885, 11285, 11887.
Gufuböð 380, 273, 337, 344, 535.
10125, 15993, 13883, 13844, 16926.
Ilafnarverkfallid í Lund.
iinuin. Sfðustu útlend blöð segja,
að sættir sjeu að komast á og verk-
fallinu lokið.
Ensk blaðainenska. Meðal út-
lendra blaðamanna við jarðarför Frið-
riks konungs VIII. í Khöfn var ljós-
myndari frá enska blaðinu „Daily
Mirror", D. Mc. Lellan að nafni, og
hafði 18 manns með sjer, í þjónustu
sinni. Sendi svo einn og einn frá
sjer smátt og smátt heimleiðis með
myndaplöturnar, jafnótt og þær voru
teknar, því á þann hátt náðu þær
fyr blaði hans heldur en ef hann
hefði sett þærípóstinn. Hann kvað
það venju blaðs síns að hafa þetta
svo, og með þessu lagi gæti það
flutt myndirnar 24 kl.st. á undan
öðrum blöðum f Lundúnum.
Odiuu er það blað, sem kaupend-
ur beinKnis græða peninga á að kaupa,
því eftir nokkur missiri gengur hann
kaupum og sölum fyrir hærra verð en
hann kostar upprunalega.
f marsblaðinu 1912 er mynd af Bjarna
Sæmundssyni fiskifraeðing og grein um
hann eftir dr. Helga Jónsson; mynd af
Kr. Jónssyni skáldi og getið um nýja út-
gáfu af kvæðabók hans; mynd af Jóni
Halldórssyni snikkara, forstöðuman»i iðn-
sýningarinnar (sl. 1911; mynd af Sveini
Ólafssyni í Firði í Mjóafirði; kvæði eftir
Lárus Thorarensen; tvö æfintýri eftir V.
Stuckenberg, þýdd af G. G.; þrjú kvæði
eftir G. Fröding, þýdd af Kormáki; Frá
Indlandi eftir dr. H. Pjeturs; tvö kvæði
eftir Kormák; útdrátlur úr ummælum
danskra blaða um kvæði J. Gunnlaugssonar.
I aprílblaðinu er ný mynd af Jóhanni
Sigurjónssyni leikskáldi; myndir af R.
Amundsen og R. Scott, P. Jónssyni söng-
vara og frk. E. Schultz söngkonu; mynd
af Ól. Ólafssyni fyrv. bæjarfulltrúa; mynd
af frú Herdýsi Benediktssen; 5 kvæði eftir
Sigurj. Friðjónsson; Fljettubandavísa eftir
B. B.; um 50 ára afmæli Skuggasveins
Matth. Joch.; Textar: tvö smákvæði;
Myrkur eftir Kormák; kvæði eftir G.
Gunnarsson.