Lögrétta - 10.07.1912, Blaðsíða 3
LOGRJETTA
137
Til
Matthíasar Jochumssonar.
SkemtiförSkau tafj e 1 ags i n s.
Sungið í samsæti í Reykjavík 6. júli 1912.
Vort aldraða þjóðskáld, þín ágætu ljóð
vjer elskutn. Þau jafnan til vor hljóma.
Þau bera’ í sjer glampann af íslands ís og glóð,
og íslands sögu bestu helgidóma.
Og harpan þín tónar svo hátignarfull,
með hreiminn forna’ í bylgjum strengja sinna,
því aldrei skein bjartar vort íslensku-gull,
og aldrei var þar skærri hljóm að finna.
Þau hefja sem örn yfir hátinda flug
að himinsins geislaríku lindum.
Þau kalla’ oss til fylgis með hetjuhug og dug
og heima opna, fylta glæsimyndum.
Þau hringja’ yfir sorgina huggun og frið;
þar himin-senda gleðikveðjan streymir,
sem hjalar hvert smábarn svo hlýlega við
um hjarta það, sem engu lífi gleymir.
Það virðist sem ellin ei vinni þjer bug,
þjer vængi þína’ er ennþá ljett að spenna.
Og augun, þótt hátt sjertu’ á áttunda tug,
af eldi þinna fyrri daga brenna.
Þú sskáldið af guðs náð«, með gneistann í sál,
sem glæðir oss æsku-hugarmóðinn,
vjer heilsum þjer, Matthías, hringjum við þig — skál,
með hjartanlegum þökkum fyrir ljóðin I
C. M.
mundi tapa þeim; og ekki meiri ástæða
fyrir kolakaupmenn að fara í þau mál,
en fyrir áfengissala út af banninu. Og
ekki hefur heyrst, að neinn áfengissal-
inn ætli í slík málaferli. Auk þess
mundi ekki geta orðið að tefla um mál
frá fleirum en tveimur kolaverslunum.
Aðrir kolakaupmenn mundu fá atvinnu
hjá einkaleyfishafa. Og þó að til mála-
reksturs kæmi, og landsjóður tapaði, þá
virðist það koma öðrum ríkjum nokkuð
lítið við, að íslendingar ætli sjer að taka
upp á sig þá ábyrgð.
Loks er hótunin frá Noregi um það,
að hestatollurinn verði ekki færður nið-
ur. Oss er ekki kunnugt um, að Norð-
menn sjeu, hvað sem kola-málinu líður,
& neinni leið til þess að sinna þeirri
málaleitan vorri. Því máli hefur jafnan
verið illa tekið af norskum stjórnmála-
mönnum, og það liggur við að vera
broslegt, að vera nú að hóta oss því, að
þeir muni ekki gera það, sem þeir hafa
að undanförnu verið að neita oss ura.
Fái önnur ríki afstýrt því, gegn vilja
íslenskrar þjóðar, að vjer getum komið
fjármálum vorum 1 hentugt horf, þá er
það auðvitað ekkert annað en yfirgang-
ur, sem hafa má í frammi við lítilmagn-
ann, en ekki mundi vera boðið neinum,
sem meiri háttar er. Tilgangurinn er sá,
að láta ekki ganga úr greipum sjer þann
gróða, sem útlendingar hafa nú á íslandi,
og að geta heldur fært út kvfarnar í því
efni, en að þurfa að þrengja þær.
Það kann að vera skiljanlegt frá
sjónarmiði útlendrar eigingirni og út-
lendrar valdfíkni.
Þingmeuska viösliifta*
ráðanautsins. Lögr. benti
á það fyrir kosningarnar síðastliðið
haust, þegar það varð kunnugt að
Bjarni viðskiftaráðanautur ætlaði að
bjóða sig fram í Dalasýslu, að fjár-
veitingin til hans á síðasta þingi
hefði verið samþykt með beinu fyrir-
mæli um, að hann dveldi erlendis og
gæfi sig ekki við þingmensku. Þetta
fyrirmæli var gefið af þáverandi for-
manni meirihlutaflokksins á þingi, er
fjárveitingunni rjeði, síra Sig. Stef-
ánssyni í Vigur, og geta menn sjeð
það í þingtíðindunum.
Ráðherra ljet sig þá málið engu
skifta, og gat það rjett verið, ef
hann hefði hugsað sem svo, að úr
því að viðskiftaráðanauturinn biði
sig fram til þings, þratt fyrir þau
íyrirmæli, sem um er getið hjer á
undan, þá væri það sjálfsagt, að
hann kastaði frá sjer viðskiftaráða-
nautsembættinu undir eins og til
þingsetunnar kæmi. En nú mun það
alls ekki vera ætlun viðskiftaráða-
nautsins. Hann hefur nú setið hjer
heima langan tíma undanfarandi og
ætlar svo að sitja á þingi, en helja
jafnframt úr landssjóði alt að 30 kr.
laun á dag fyrir viðskiftaráðanauts-
starf erlendis, auk þingpeninganna.
Þetta getur stjórnin ekki leyft. Það
væri brot á fyrirmælum þingsins og
óleyfileg fjárbrúkun. Þegar viðskifta-
ráðanauturinn tekur sæti á þingi,
hlýtur stjórnin að svifta hann við-
skiftaráðanautsembættinu. Lögrjetta
hyggur, að honum sjálfum sje þetta
ekki ljóst. En stjórnin hefði átt að
láta hann vita þetta fyrirfram.
Leiðrjetting. í bæklingi þeim
um kolamálið, sem gefinn er út að til-
hlutun milliþinganefndarinnar 1911, seg-
ir neðst á bls. 52, að 2, þm. Reykvík-
inga hafi tekið það fram á þingmála-
fundinum hjer í bænum f vor, að hann
mundi hafa getað aðhylst einkasöluhug-
myndina, ef um það væri að ræða, að
landið tæki kola-einkasöluna að sjer.
Þetta er ekki rjett hermt. Jeg lýsti því
skýit yfir, að jeg væri principielt
mótfallinn einkasöluhugmyndinni, en þó
væri lítill vegur að jeg hefði getað að-
hylst þá stefnu, ef um munaðar-
vöru væri að ræða og landið tæki
sjálft að sjer einkasöluna. Annars er
röksemdaleiðsla bæklingsins í þessu sem
öðrum atriðum mjög svo fráleit að mín-
um dómi, og þarf ekki nema meðal-
greindan mann til að sjá það, að einka-
sala í höndum landsjóðs með sífeldu
eftirliti þings og þjóðar, og einkasala 1
höndum erlends manns, sem hefur fastan
samningum ákveðið árabil, er sitt hvað.
Rvík 10. júlí 1912.
JÖn Jónssoil 2. þm. Reykvíkinga.
Synódus stóð hjer yfir dag-
ana 28.—30. júní. Voru þar saman
komnir yfir 30 prestar. Helstu ræð-
ur, er þar voru fluttar, eru þessar:
Um náttúruvísindi og kristindóm af
J. Helgasyniprófessot; Umkirkjubygg-
ingar af R. Ólafssyni byggingameist-
ara; Um kirkjurækni af S. Sivertsen
dócent; Um það, hvernig prestar ættu
að taka skilnaðarkröfunum, af síra
Kjartani í Hruna; Um starfsemi K.
F. U. M. af síra Fr. Friðrikssyni;
Um fermingarathöfnina afsíraBjarna
Jónssyni.
Á eftir ræðu Sig. Sív. urðu heitar
umræður um nýju og gömlu guð-
fræðisstefnuna og hafði verið lfkt um
fylgi beggja. En engin ályktun var
samþykt. Á eftir ræðu síra Kjart-
ans í Hruna urðu einnig alllangar
umræður og var samþykt með litlum
atkvæðamun svohlj. till.:
„Prestastefnan lýsir yfir því, að
hún er ekki mótfallin aðskilnaði ríkis
og kirkju, þegar það er komiðíljós,
að hann sje alvarlegur vilji meiri
hluta þjóðarinnar".
Prestaekknasjóðurinn var um síð-
astl. árslok 29,934 kr.
»ísafol<l«. Lögr. hefur verið beðin fyr-
ir svohljóðandi leiðrjetting:
„Hr. ritstjóri! í síðasta tbl. Lögr. segir
svo, eftir að skýrt hetur verið frá því, að
hr. Sig. Hjörleifsson sje ásamt mjer orð-
inn ritstjóri Isafoldar: „Það er fjelag
manna hjer í Reykjavík, sem launar S.
Hj. við blaðið, með 3500 kr. árslaunum
að sögn og leggja þeir þetta fram sem
styrk til Isafoldar". Þetta er alveg rangt
og gripið úr lausu loíti. Það er ekkert
fjelag, sem launar hr. S. H. við ritstjórn
ísafoldar, heldur að sjálfsögðu jeg sem
útgefandi og eigandi jísaf, Ritstjóralaun
hr. S. H. eru ekki heldur þau, sem Lögr.
segir, en hver þau eru, kemur auðvitað
engum óviðkomandi við. — Umnokkurn
fjárstyrk til ísafoldar er því alls eigi að
tefla í þessu sambandi. Skal jeg út af
þessu misherini í Lögr. láta þess getið,
að ísafold hefur, mjer vitanlega, aldrei
þegið eins eyris styrk at neinum flokki
eða fjelagi, síður en svo, og gerir það
eigi og mun eigi gera, að jeg vona, með-
an jeg er við útgáfu hennar riðinn.
Þessar athugasemdir vildi jeg mælast
til, að þjer, hr. ritstjóri, takið í næsta
blað Lögrjettu.
Reykjavík 4. júlí 1912.
Olafur Björnsson".
Lögr. skal ekkert um þetta þrátta,
því algerlega stendur henni á sama
um hver það er, sem borgar hr.
Sig. Hj. ritstjóralaun. En svo má
heita, að það væri á almennings vit-
orði hjer í bænum um það leyti sem
hann fór norður í vor, að fyrirkomu-
lagið ætti að vera þetta, sem frá
var sagt í Lögr., og væri það föst-
um samningum bundið. Yfirlýsingu
hr. Ó. B hjer á undan munu menn
því skilja svo, sem þetta hafi alt
breytst aftur eftir að Sig. Hj. kom
suður nú fyrir skömmu. En þótt
svo sje, þá er það engan veginn
rjett að kalla frásögn Lögr. um þetta
„gripna úr lausu lofti".
Feröasaga af Snæfellsnesi
eftir
Guðmiuid Mcignússon.
III. (frh.).
Af Helgafelli blasir við Vigrafjörð-
ur, þar sem Eyrbyggjar börðust við
Þorbrandssyni á jólaföstu 997. Þeir
börðust á ísnum. Hafði ísinn sigið
niður um fjöruna og hallaði út af
skerjunum, og varð það Þorbrands-
sonum að vígi. Nesið milli fjarð-
anna, Álftafjarðar og Vigrafjarðar,
heitir Orustunes. — Inn við Álfta-
fjarðarbotninn sjest Ulfarsfell, sem
svo mjög er tengt sögnum Eyrbyggju
um Þórólf bægifót, þessa mögnuðu
afturgöngu, sem loks varð að apal
gráu nautil — Hinumegin Álftatjarð-
arins blasir við Narfeyri, sem nefnd
er Geirröðareyri í Eyrbyggju. Þar bjó
Oddur lögmaður Sigurðsson á valda-
og velgengnisdögum sínum, og mátti
þá heita að alt ísland lyti Narfeyri.
— Hinumegin á nesinu er Hofsvog-
ur og í honum Dritsker. Þar eru
stöðvar gamla Þórsnesþings. Þar
var völlurinn, þar sem ekki mátti
„álfrek" ganga, og varð sú helgi or-
sök til bardaga og mannvíga, sem
kunnugt er. Eri eftir bardagann var
þingið flutt framar í nesið að aust-
anverðu, því að völlurinn helgi hafði
saurgast af heiftarblóði. Þar heita
enn Þingvellir.
Inn eftir að líta eru eintómar eyj-
ar, svo þjettar, að hver ber í aðra.
Eyjaklasinn lokar Hvammsfirði, svo
að skip, sem þangað ætla, sýnast
stefna á þurt land. í miðri eyja-
þrönginni liggur Brokey, höfuðból
Guðmundar ríka, sem gaf Fuhrmann
stiftamtmanni allar eigur sínar til
málafylgis gegn Oddi lögmanni, en
gerði erfingja sína snauða. Um það
var svo kveðið:
Sínum örfum sinti ei par
sálugi Gvendur ríki.
Auður í Brokey eftir var,
þá öndin skrapp úr líki.
Norðar og utar liggur Hrappsey, sem
auk annarar sæmdar hefur orðið til
þess, að fóstra hina fyrstu óháðu
prentsmiðju á íslandi, sem prenta
mátti alt, bæði andlegt og veraldlegt,
án verulegs eftirlits. Það var prent-
smiðja sú, sem Ólafur Ólafsson sek-
ríteri (Olavius) flutti hingað 1772.
Nafn Hrappseyjar geymist ómáan-
legt á mörgum ágætum bókum frá
síðari hluta 18. aldar.
Við Hrappsey standa Klakkeyjar
eða Dímunarklakkar, þar sem Eirík-
ur rauði leyndi skipi sínu, þegar
Snorri goði gerði hann sekan á Þórs-
nesþingi. Þaðan fylgdi Arnkell goði
og menn hans Eiríki út fyrir Elliða-
ey. í þeirri ferð, sem þá var hafin,
fann Eiríkur Grænland (982).
Á landi, fyrir innan eyjarnar, sjer
heim að Staðarfelli Boga hins fróða,
og einnig að Dagverðarnesi og Kambs-
nesi, sem kunn eru úr sögu Auðar
djúpúðgu.
I vestri rís Bjarnarhafnarfjall, og
Hin árlega sumar-skemtiíör Skautafjelagsins er fyrirhuguð á
sunnudag 14. júlí. Lagt ú stað frá gatnamótum Hverfisgötu og
Laugavegs kl. 10 úrdegis og haldið upp fyrir Lækjarbotna. Lúðra-
sveit Reykjavíkur verður með í förinni. Sjeð um að drykkjarföng
verði til á staðnum, eins og venja er til.
Vegna lúðrahljómleikanna verður lagt á 50 aura gjald fyrir
þátttöku í íörinni.
sjest þar höfuðból Bjarnar austræna
undir fjallinu. Innan við Bjarnarhöfn
sjest dökk-blá rák frá fjöllum í sjó
fram. Það er Berserkjahraun. Rjett
austan við það er bær samnefndur.
Það er bær Víga-Styrs. —
Sögulegar minningar, hvert sem
litið er.
IV.
Frá Helgafelli lagði jeg suður á
Kerlingarskarð.
Vegurinn er landsjóðsvegur ogmjög
fjölfarinn, svo að ekki þarf um hann
að kvarta um þetta leyti ársins. Og
nú standa ritsímastaurar með honum
alla leið yfir fjallið. St'minn lá með
veginum hingað og þangað, vafinn
upp í stóra hringi, en króka og
klukkur vantaði ennþá.
Vegurinn liggur skamt fyrir neðan
bæinn og fjallið í Drápuhlíð. Þetta
fjall er dálítið einkennilegt, því að
norðan í því eru ljósgular líparít-
skriður og hafa þar fundist gyltir
steinar. Einu sinni gaus upp sú trú,
að gull væri í fjallinu og það svo
mikið, að aldrei mundi þrjóta. Þá
flaug nafn Drápuhlíðarfjalls um land
alt og jafnvel víðar. Nú er sú trú
farin að láta sig. Fjallið er mynd-
að af eldgömlu brennisteins-umróti
og gyltu steinarnir eru brennisteins-
kís. Þó kvað finnast í þeim ofur-
lítill vottur málma, þar á meðal gulis,
en engum hefur það orðið að notum
enn. Jeg reið fram hjá Drápuhlíð að
þessu sinni, en kom þar nokkrum
dögum seinna. Þá hafði jeg með
mjer þaðan nokkra „gullsteina", og
tel mig ekki mikið ríkari.
Fram hjá Drápuhlíð rennur ofur-
lítil á ofan úr fjöllunum, og á henni
er brú. Þessi brú á sína sögu, eins
og nærri því allar brýr á íslandi.
Fyrir nokkrum árum var Stykkis-
hólmspósturinn á ferð norður yfir fjall-
ið, og maður með honum. Það var
að vetri til og blind-hríð með miklu
frosti. Mennirnir hjeldu þó rjettri
leið, en þegar þeir komu að ánni, var
hún uppbólgin og ófær. En hinu-
megin árinnar voru bæirnir. Þeir
gengu nú upp og ofan með ánni og
komust ekki yfir hana. Urðu þeir
því að hafast þar við á bersvæði um
nóttina, og urðu báðir úti. Eftir
þetta slys skildist mönnum loksins,
að betra væri að brúa ána.
Nú slepti bygðinni og vegurinn lá
á fjall upp.
Neðan undir fjallgarðinum stendur
afarmikill steinn, sem nefndur er
Grettistak. Ekki skil jeg hvernig
nokkur maður hefur getað trúað því,
að Grettir hafi valdið því bjargi, því
að þó 60 manns röðuðu sjer á hann,
eða svo margir, sem að honum gætu
komist, mundu þeir hvergi bifa hon-
um. Steinninn er ekki heldur Grettis-
tak í nýrri merkingunni, þ. e. steinn,
sem skriðjöklar hafa flutt. Hann
hefur blátt áfram oltið ofan úr hömr-
unum fyrir ofan og numið þarna stað-
ar. Hann er af því bergi brotinn =:
þursabergi, og ekkert ísnúinn. En
utan á hann hefur fjöldi ferðamanna
reynt að krassa fangamörk sín. Vel
sje þeim, sem nennir að lesa það alt
saman. (Frh.).
ísland erlendis.
Jón alþm. í Múla. Síðustu
frjettir af honum eru þær, að honum
líði vel, en að hann verði að vera
undir læknishendi í Englandi út júlí-
mánuð. Hann kemur því ekki til
þings fyr en ef til vill síðari hluta
þess.
Embættispróf í lögum hefur ný-
lega tekið við háskólann í Khöfn
Magnús Gíslason með 2. betri eink.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
4 íslandi, erlendis 5 kr. Gjaiddagi 1. júli.
Reykjavík.
„Geirs^-samskotin. Lögr. hefur
tekið á móti til þeirra: Frá N. N.
kr. 5 00; I. H kr. 1,00; J. S. kr. 1,00;
E G. kr. 1 00; B. M. kr. 2,00; K.
M. kr. 0,50; V. 0,25; I. 0,25; N.
0,25; B. 0,25; F. 0,25.
Þingnicnn eru nú komnir hingað
þessir: Halldór Steinsen læknir,
Matth Ólafsson, Sigurður Eggerz
sýslumaður og Þorleifur Jónsson í
Hólum. Margir koma með „Botníu"
í kvöld norðan um land. Jóh. Jó-
hannesson sýslumaður kvað koma
iandveg alla leið.
Finnur Jónsson prófcssor frá
K höfn er væntanlegur hingað með
„Botníu" í kvöld.
Hjálpi’æðisherinn heldur 17. árs-
þing sitt hjer í bænum frá II.—17.
júlí og stjórnar því Major Th. West-
ergaard, sem hjer er staddur. Verða
samkomurnar í Herkastalanum, í
Bárubúð og á Austurvelli. 15. þ.m.
verður fyrirlestur í dómkirkjunni og
fer ágóði af honum til „Geirs“-sam-
skotanna.
Mattli. Jocliuinsson skálú. Hon-
um var haldið heiðurssamsæti á
„Hótel Reykjavlk" síðastl. laugar-
dagskvöld og tóku þátt í því 80—90
manns. Fyrir minni heiðursgestsins
talaði Hannes Hafstein bankastjóri,
en sungið var kvæði það, sem prent-
að er á öðrum stað hjer í blaðinu,
eftir Guðm. Magnússon skáld. Ýmsir
fleiri hjeldu og ræður. Sr. M. J. er
enn kátur og fjörugur, eins og fyrri,
Fljeðan ráðgerir hann að fara vestur
á æskustöðvar sínar við Breiðafjörð.
»Yictoría Louise«, þýska skemti-
skipið fyrsta á þessu ári, var hjer í
gær með nær 500 manns. Skemt-
anir bæði í landi og úti á skipinu
líkar og hjer hefur áður tíðkast við
sömu tækitæri, meðal annars veðreið-
ar inni á íþróttavelli.
Skautafjelagið fer hina árlegu
skemtiför sína 14 þ. m.; í þetta sinn
ferðinni heitið upp fyrir Lækjarbotna,
sbr. augl. hjer í blaðinu.
Til Miðjarðarhafsins. Athygli
skal vakin á auglýsingu hjer í blað-
inu frá Björgvinargufuskipafjelaginu,
um fisksendingar til Miðjarðarhafsins.
»Kolamálið«. Svo heitir bækl-
ingur, sem nýkominn er út, gefinn
út að tilhlutun milliþinganefndarinn-
ar frá 1911, og eru þar svör gegn
ýmsu, sem ritað hefir verið móti
kolaeinkasölunni. — Þó hyggur Lögr.
að það sje ekki ætlun nefndarinnar
að einkasölufrumvarpið komi fram á
alþingi.
Prcstastefna á Ilólnnt stóð yfir
30. f. m. og 1. þ. m. Þar komu
saman 10 prestar, þar á meðal Geir
vígslubiskup á Akureyri. Síra Björn
á Miklabæ flutti erindi um skilnað
ríkis og kirkju og lagði móti hon-
um. En ályktun um málið var ekki
gerð. Geir vígslubiskup talaði um
líknarstarfsemi og stofnun hljúkrunar-
fjelaga.
Pingiuálafnndii’ hafa verið óvenju-
daufir nú í vor. í Árnessýslu komu
menn alls ekki á suma fundina, sem
boðaðir voru, en á aðra komu fáir.
í Dalasýslu hafði verið líkt, fundir
mjög fásóttir og daufir, á einum 8
manns, og sama hefur frjetst víðar að.