Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.07.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.07.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. l.ausaTee 41. Talsimi 74. R11 s t j o r i: ÞORSTEINN BÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. Reylcjavílí 37. jiilí 1913. Hannes Hafstein, ráöherra islands. M 38. 1. O. O. F. 93289. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) r. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjókravitj. io'/. —12 og 4—5. tslands banki opinn 10—21/. og 51/.—7. Landsbankinn io1/.—21/.. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted. Y flrrj ettarmilafœrslumaOur. Lækjargata 2. Hoima kl. 11 — 12 Ofif 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Ráðherraskiftin, Ræða Hannesar Hafsteins, er liann tók við ráðlierrraenibætt- inu á alþingi 25. júlí 1912. Jeg hef í gærkveldi móttekið svohljóðandi símskeyti frá h. h. konunginum, sem svar upp á þegnsamlega tillögu hjeðan: »Jeg Udnœvner Dem til Islands Minister fra imorgen at regne. Christian R«. Þegar jeg, samkvæmt þessari skipan, tek aftur sæti í þessum stól, geri jeg það í fullu trausti þess, að sá hugur hafi fylgt svari meiri hluta þingsins við eftir- grenslan fráfarandi ráðherra fyrir skemstu, að hann að sjálfsögðu vilji styðja hið sama, sem hann veit og vissi, að er aðaláhugamál mitt nú, þ. e.: reyna eftir megni að vinna að því, er miðar til að efla frið í landinu, ekki aðgerða- leysisins og kyrstöðunnar frið, heldur frið til þróunar og starfa. Það eru ekki aðeins skóglendurn- ar okkar, sem þurfa frið til þess að gróðurinn verði ekki tómar kræklur. Þjóðlífið þarfnast hans vissulega ekki síður. Þjóðin hef- ur ekki efni á þvi, að önnur hönd- in rifi niður það, sem hin byggir. Horfurnar eru að ýmsu leyti ískyggilegar, ef ekki breytist von bráðar til batnaðar. Fjárhags- ástandið er því miður alt annað en gott. Jeg á þar eigi aðeins við fjárþörf og fjárþröng landsjóðsins, þó að hún sje mjög brýn og þarfnist bráðra bóta, heldur og sjerstaklega við peninga- og láns- trausts-ástand landsins yfirleitt. Úr fjárþröng landsjóðs má bæta, að minsta kosti í bráðina, með nýjum lögum um auknar tekjur honum til handa, og jeg treysti því, að þó að skiftar hafi verið skoðanir um, hverjar leiðir til þess sjeu heppilegastar, þá muni takast að ná samlcomulagi á þessu þingi um eitthvað það, er bæti úr bráðustu þörf, enda sjest það þegar á framkomnum frumvörp- um, að ýmsir háttvirtir þingmenn hafa hug á því, að ráða fram úr vandkvæðunum, og get jeg þess með þakklæti. En því að eins þolir þjóðin auknar álögur, að hún geti neytt krafta sinna og notað auðsupp- sprettur sínar. Hvervetna blasa við nýir möguleikar, arðvænar leiðir til sjós og lands. En aflið til að hagnýta þær er langt frá því að vera nægilegt, þó að síst sje fyrir það að synja, að tals- verðu hefur verið á orkað síðari árin. Peninga vantar, lánstraust vantar, íslensk verðbrjef eru orð- in óseljanleg á útlendum mark- aði, og samhygð með menningar- og framfara-viðleitni þjóðarinnar sýnist þverrandi. Hvers vegna? Jeg er sannfærður um, að þaðer ekki ofsagt, að ein af aðalástæð- unum til þess sje stöðug sundr- ung, deilur og flokkadrættir í landinu inn á við, samfara ólokn- um deilumálum út á við, sem veikjaöryggistilfinningunaogvekja óhug, auk þess sem slíkt alveg ómótmælanlega dregur úr menn- ingarstarfi þjóðarinnar og þar með heftir eitt aðalsljilyrðið fyrir því, að geta fengið nægt veltufje, sem sje: menninguna, sem til þess þarf, að kunna að hagnýta sjer lánstraust rjettilega. Það er sannfæring mín, að eitt af þvi allra fyrsta, sem gera þarf til þess að ráða bót á þessum meinföngum, sje það, að fá sem fyrst viðunanlegan endi á deilu- máli voru við bræðraþjóð vora, Dani, um samband landanna, sem svo lengi hefur dregið hugann frá öðrum opinberum málum, og á siðustu árum þvi miður orðið að eldsneyti í innanlandssundrung og baráttu; þess vegna virðist mjer þetta þing ekki mega líða svo, að ekki sje eitthvað að hafst í þá átt- ina, að taka aftur upp samninga um sambansmálið. En skilyrðið fyrir því, að þeir samningar geti orðið upp teknir með von um góðan árangur, er það, að vjer sameinum kraftana allir, er ekki viljum skilnað eða skilnaðarígildi, svo að vjer getum haft nýja trygg- ing fyrir því, að málið fari ekki i mola i höndum vorum. Slíka trygging þarf eigi aðeins gagnvart meðsemjendum vorum, Dönum, sem ella mundu ófúsir til nýrra tilboða, heldur sjerstaklega vegna sjálfra vor, svo að vjer eigum það ekki á hættu, að sigla mál- inu til nýs skipbrots eftir á, er viðunanlegu samkomulagi væri náð; þvi þá væri ver farið en heima setið. — Þess vegna gleð- ur það mig mjög, að svo margir háttvirtir þingmenn af báðum aðalstjórnmálaflokkum landsins og utan flokka hafa lýst því yfir fyrir skemstu, að þeir, í þeim til- gangi að tryggja framgang nýrra samninga milli íslands og Dan- merkur um samband landanna, vilji ganga í föst samtök um að vinna að því, að leiða sambands- málið sem fyrst lil sæmilegra lykta, eftir atvikum með þeim breytingum á frumvarpinu 1908, sem ætla megi að verði til þess, að sameina sem mestan þorra þjóðarinnar um málið, og jafn- framt megi vænta samkomulags um við Danmörk. Jeg treysti því, að þessi sam- tök komist á og nái tilgangi sín- um, að tryggja framgang þess máls, sem er eitt höfuðskilyi'ðið fyrir því, að tryggja friðinn inn á við, sem aftur er skilyi'ði fyrir heilbrigðum vexti, hagsæld og sjálfstæðri menniúg þessa lands. Rousseftiis-hátíðahöldin í Frakk- landi urðu nokkuð á annan veg en búast hefði mátt við. Fyrst hafði rif- rildi orðið um það í þinginu, hvort heiðra skyldi minningu Rousseausmeð hátíðarviðhöfn eða ekki. Það varð þó ofan á, að svo yrði gert. Aðal- hátíðin var svo haldin í sal Sorbonne- háskólans og var hann troðfullur. En lengi gekk svo, að enginn ræðumað- ur fjekk að tala í næði fyrir ópum og ólátum. Svo tóku áheyrendurnir sig sjálfir fram um, að þagga niður í þeim, sem óspektirnar gerðu, og voru þeir barðir þar inni í salnum, en um 40 kastað út og þeir þar afhentir lög- reglumönnum. Nóttina eftir var minn- ismerki af Rousseau skemt á þann hátt, að helt var yfir það sýrum. — En þótt tilætlunin hafi verið að óvirða minningu Rousseaus með þessum lát- um, þá sýna þau einmitt best, hve vel nafn hans er enn lifandi í hug- um manna, þar sem það enn hefur getað valdið slíkum æsingi á 200 ára afmæli hans. Yíirráðherra Serbíu, dr. Miio- vanovitch, dó 1. þ. m., merkur mað- ur, sem átt hefur mikinn þátt f stjórn- málum lands síns, bæði út á við og heima fyrir, á síðari árum. Graham White, mesti flugmaður Englands, kvæntist nýlega. Bæði brúðhjónin og brúðkaupsgestirnir flest- ir kom fljúgandi til kirkjunnar. Störtjón á sji enn. 11 menn drnkna vestanlands. Það má nú telja víst, að fiskiskip- ið „Síldin", eign verslunar Ásg. Ás- geirssons á ísafirði, hafa farist með 8 mönnum. Hún lagði út frá ísa- firði 2. þ. m. og átti að fara til Dýrafjarðar, en hefur ekki komið fram enn. Þessir menn voru á skip- inu, allir Vestfirðingar sagðir: Kristj án J óhannesson skipstj., Guðm. Matthfasson stýrimaður, Guðm. Guð- mundsson, Jóhann Magnússon, Jón Friðriksson, Jón Guðmundsson, Skarp- hjeðinn Gestsson, Þórarinn Matthías- son. Þrír af þessum mönnum voru kvænt- ir, Kr. J., G. M. og G. G., er deyr frá 12 börnum. Um Aðalvíkurslysið, sem frá var sagt í síðasta tbl., hefur nú það frjetst, að þeir voru þrfr, sem þar fórust 16. þ. m.: Finnbogi Magnússon, sonur sjera Magnúsar á Stað, Þórarinn Þórarins- son, stjúpsonur hans, og Kristján Kristjánsson vinnumaður á Stað. VII. Ársr. fii jriða lanðið. Ræfla haldin á ipróttamótinu að Þjórsártúni 29. júni 1912 af Björgvin Vigfússyni sýslum. Háttvirta samkoma I I dag er mjer falið að mæla nokkur orð fyrir minni hjeraðsins. Og þegar orðið hjerað er nefnt á þess- um stað, þá vitum vjer allir hvað við er átt. Vjer eigum þá við landið, sem blasir við oss fyrir vestan og landið fyrir austan, eða það, sem vjer köllum Ár- nes- og Rangárvallasýslur. Frá þjóðskipulegu sjónarmiði, og llka frá náttúrunnar hendi, er þó þetta hjer- að tvískift. — Áin, sem endur fyrir löngu var nafn gefið og kölluð Þjórsá, skilur á milli. Frá ómunatíð hefur hún verið sem trúr vörður á landamærum sýslnanna og staðið á rnóti öllum ná- grannakrit. Áin er beggja eign. En sýslurnar eiga fleira sameiginlegt. Hvar sem vjer stöndum 1 þessu hjeraði, sjáum vjer víðan fjallahring, þann víðasta á þessu landi, opinn breiðan fjallafaðm, sem vefur oss að sjer. Fjöllin, í allri sinni tign, mynda eins og boga utan um landið fyrir neðan og innan í hringnum, en fram undan er hafið með strönd án vika og voga, þar sem brimgarðurinn heldur vörð, öflugur og ósigrandi — það er bogastrengurinn. Þetta hvorttveggja, fjöllin og brim- garðurinn, er sameiginleg eign vor allra; er hjeraðsins eign, er eigi verður frá því tekin. Náttúran hefur í þessu hjeruði svo um hnútana búið, að fbúar landsins hafi sem minst mök við hafið. Hún hefur hjer, öðrum stöðum frem- ur, eins og bent fólkinu til þess að lifa af landinu, og þá líka lifa fyrir landið og rækta landið. Og vissulega hafa feður vorir og afar og langa-langafar lifað mest af landinu, á brjósrum þessa hjeraðs, alt frá þeim tíma, að þrællinn Karli mælti: »Til ils fórum vjer um góð hjeruð at vjer skulum byggja útnes þetta«. Þá var hjerað víða skógi vaxið og lítið um sandauðnir. En svo lítið hafa feðurvorir lifað fyrir þettaland, að nú eru skógarnir horfnir, »landið víða upp- blásið, foldarsár í hverri sveit«. »En hver er sökin? Hvar er svarið ?« Sökin er hjá fólkinu, sökin er hjá hinni eldri kynslóð, og við sökina bætist hjá hinni núlifandi, ef hún lætur sjer eigi skiljast, hvað náttúran heimtar. Alt lifandi á sín ákveðnu lífsskilyrði, og hjá oss, er byggjum þetta hjerað, er tröppugangurinn sá, að við mennirnir lifum af dýrunum, húsdýrunum, húsdýr- in af grasinu og grasið af jörðinni. Landinu okkar, með jurtagróðrinum, má í raun og sannleik líkja við lifandi hold. Farsæld vor og vellíðan er þvf að nokkru leyti eða öllu leyti undir því komin, hvernig með foldina er farið; þar á 1. stig lífsins upptök sín. I gamla daga, þegar Ingólfur land- námsmaður hóf sína 1. yfirreið um þetta hjerað, þá hafði landið um ómunatíð lifað í friði, þá höfðu grösin fengið að vaxa í næði og auka kyn sitt óáreitt, og þeim hafði tekist að klæða landið með grænu skrúði og fögrum skógi. — En þ á komu menn og dýr til sög- unnar, og mennirnir leyfðu dýrunum að vaða sjálfaia og fyrirstöðulaust eða fyrir- stöðulítið yfir hjeruðin og herja á jurta- gróður landsins, þar sem dýrunum þótti bragðið best, og þá var þurlendinu hætt- ast. Og í skógunum lögðust mennirnir á eitt með fjenaðinum og sýndu þeim litla hlítð. Ástin til landsins var í hæsta máta eigingjörn. Menn gleymdu því, eða hugkvæmdist ekki, að móður- foldin okkar er ekki aðeins fóstra einn- ar kynslóðar, heldur allra þeirra, er koma áttu og koma eiga um ókomnar aldir. Til sanns vegar má því færa, að það sjeu dýrin, sem ráðið hafa yfir jurta- gróðri þessa lands, alt frá byggingu þess og fram á vora daga. í óvitans höndum hefur landið verið, og þákann eigi vel að fara. Jeg tel ekki þessa litlu bletti, sem vjer nefnum tún — það eru einu blett- irnir, sem rækt hefur verið sýnd, einu j blettirnir, sem notið hafa friðar, og þó

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.