Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.07.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.07.1912, Blaðsíða 2
148 LÖGRJETTA Miklar birgðir af allskouar TIMBRI hefur h|f Timhur- og kolaversl. „Reykjavík“. Lögrjetta kemur út i hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als i iri. Verð: 4 kr. irg. i íslandi, erlendis S kr. Gjalddagi 1. júli. í mjög misjöfnum mæli. £n hjer þurfa að verða bráð landsdrotna skifti. Menn- irnir þurfa að komast til valda, eins og skaparinn hafði í upphafi boðið. Vjer þurfum, í einu orði sagt, að friða land- ið, vjer þurfum að geta ráðið þvl, hvar grasið má gróa grænt í næði. Og jeg beini þessum orðum mínum til yðar, háttvirtu, kæru tilheyrendur, af því, að í mínum augum er það svo, að í þessu hjeraði sje meiri þörf á friðun lands en víða annarstaðar; því veldur þjettbýlið, og þar aí leiðandi tiltölulega lítið land- rými. Og í tímanum erum vjer þar staddir, að tækifærið sýnist oss gefið til að hefj- ast handa. Menning nútímans og hyggju- vit annara þjóða hafa lagt efnið til friðunar í hendur vorar, — en til okkar kasta kemur að færa oss þetta efni í nyt. Veit jeg vel, að friðun lands kostar fje, útheimtir peninga, en hitt er líka eins víst, að nytsöm fyrirtæki gefa pen- ingana aftur, — ella væri allur búskap- ur á landi voru ómögulegur. Aðalatriðið er, að vjer eigum í fórum vorum þann fjelagsanda, sem eigi sefur svo fast, að hann verði eigi vakinn. Hann kostar oss ekkert, en kraftur hans er ótrúlega mikill, kraftur hans er þús- unda króna virði. — Hver sveit þarf að friða sitt land, og síðan hver bóndi sína jörð. Það er leiðin. Það er svarið. Friðun og girðingar er fyrsta skilyrði fyrir ræktun lands. Það játa allir. Og trúa vor er, að þetta verði drjúg- asta sporið til þess að auka búsæld þessa hjeraðs, drjúgasta sporið til þess að auka verðmæti landsins langt fram yfir tilkostnaðinn. w Og trúa vor er, að friðun ltmasins leiði einnig af sjer annan frið, innbyrðis frið milli manna, innbyrðis frið milli granna — því garður er granna sættir. Það er enn fremur trúa vor, að f skjóli þessa friðar muni niðjum vorum takast að klæða hjerað í sinn forna skrúða, svo aftur megi rætast orð þjóns- ins, að hjer verði í sannleika og reynd gott hjerað, þar sem hver »unir glaður við sitt«, þar til dagsverkinu er lokið og hvíldin kemur. Með þeirri trú biðjum vjer guð almáttugan og algóðan, að vernda vort víða og fríða hjerað!---- Alþingi. iii. Ráðherraskifti. Kr. Jónsson ráðherra tilkynti 25. þ. m. í báðum deildum þingsins, að hann hefði með símskeyti frá kon- ungi kvöldinu áður fengið lausn frá ráðherraembættinu og samkvæmt því viki hann þá sæti. Hannes Hafstein gekk síðan til ráðherrasætis og las símskeyti, er hann einnig hafði fengið kvöldinu áður frá konungi, þar sem hann var útnefndur ráðherra. Ávarpaði hann jafnframt þingið með ræðu, sem prentuð er á öðrum stað hjer í blað- inu. Pingmannafrumvörp. 25. Um breyting á lögum um vá- trygging fyrir sjómenn. Flm.: Sig. Sig., H. St., Sk. Th. — Skylt að vátryggja líf hjerlendra sjómanna, er stunda fiskiveiðar viku eða lengur á vjelarbátum eða róðrabátum tvírón- um eða stærri. 26. Um kosningar til sýslunefnda. Flm.: St. St. Eyf„ Ól. Br. — Kosn- ingar til sýslunefnda skulu vera leyni- legar. 27. Um árgjald af verslun og við- skiftum við útlönd. Flm.: JensPáls- son, Sig. Stef. og St. St. — Hver, sem flytur vörur til íslands eða frá, skai tilkynna innan 2 mánaða frá árslokum, hvaða vörur hann hefur flutt til landsins eða frá, sfðastl. ár. — Gjaldið skal greitt sem hjer segir: 1. af verði útlendrar vöru þannig: a. af verði salts, steinolíu og alls konar vjelaolíu, segldúks, netagarns, færa, kaðla og strengja til skipa, at- kerisfesta, atkera, allskonar fiskibáta- og fiskiskipa-áhalda og vjela, kalks, sements, þakhellna og þakjárns, hvers konar saums, svo og girðingaefnis úr járni */*%. b. af verði allskonar kornvöru og timburs 1%. c. af verði kola I '/2%. d. af verði allrar ann- arar vöru 2%. Undanþegið gjaldi þessu eru kaffibaunir og hvers konar sykur. 2. af verði innlendrar, útfluttrar vöru : a. af verði lifandi penings og allra afurða af hcnum 2%. b. af verði sjávarafurða og allra annara ótaldra afurða I l/2°/o. Unninn inn- lendur ullarvarningur og hjerlendis niðursoðin matvæli skal vera undan- þegið gjaldinu. 28. Um sölu á eggjum eftir þyngd. Flm.: Jón Ól. — Verðið skal miða við þyngdina, nema kaupandi sjálf- krafa æski sölu eftir tölu. 29. Um skipun læknishjeraða. Flm.: Einar Jónsson N.-M. Borgar- fjarðarhreppur í N.-Múlasasýslu skal vera sjerstakt læknishjerað. 30. Um stofnun peninga-lotteríis fyrir ísland. Flm.: L. H. B., P. J„ Valtýr og J. Ól. — Ráðherra íslands veitist heimild til að gefa Magnúsi Stephensen fyrv. landsh., Sighv.Bjarna- syni bankastj. og Knud Filipsen í Khöfn einkaleyfi til stofnunar íslensks peningalotteríis. Lotterí hvers árs skiftistí 2 flokka, hvorn öðrum óháðan, og má hlutasalan ekki vera meiri en 50,000 í hvorum flokki. Iðgjald til hvors flokks skal vera 150 frankar. Vinningar hvors flokks eiga að vera minst 70°/o af iðgjöldunum.— Einka- leyfishafarnir greiða landsjóði íslands minst 2% af iðgjöldunum, þó ekki minna en 138,000 fr. á misseri. — Leyfið veitist til 40 ára frá 1. des. 1912; þó getur ráðherra tekið leyfið aftur eftir 15 ár, ef alþingi þykir ástæða til þess. Pingnefndir. Kjötmarkanefnd: St. St., P. J. og Sig. Sig. Hafnarfjarðarnefnd: B. Kr. (skr.), Valtýr (form.), JónJ. Rvfk, Matth. Ól. og Tr. Bj. Læknaskipunarnefnd (n. d.): H. St., Ben. Sv., Jón Ól„ Jón J. Rvík, E. J. Stjórnarskrárnefnd: L. H. B„ Guðl. Guðm. (skr.), Jón Ó!„ Sk. Th„ J. J. Rvík, Kr. J. (form.), og Valtýr. Styrktarsjóður barnakennara: L. H. B„ Jón Magn. og Valtýr. »Ciros»ep K.urfikrst«, þýska skemtiskipið mikla, fór hjeðan kl. 2 aðfaranótt föstudagsins. Kvöldið áður hafði stjórn skipsins boðið mörgum bæjarmönnum til borðhalds úti á skip- inu, og var þeim um leið sýnt um það alt. Skipið er mjög skrautlegt og allur útbúnaður þar hinn veglegasti. Það er 13243 tonn, lengdin 560 fet og vjelin hefur 9000 h. a. — Skip- stjórinn heitir M. Dietrich, en for- stjóri fararinnar A. Niemierski, og hefur hann verið hjer nokkrum sinn- um áður. D. Thomsen konsúil ann- aðist hjer um viðtökurnar. Farþegar eru 330, flestir Þjóðverjar. Dagana, sem skipið var hjer um kyrt, fóru nokkrir þeirra til Þingvalla, aðrir upp að Tröllafossi eða þá skemri ferðir hjer um nágrennið. Ljetu þeir vel yfir ferðalaginu, því veður var gott. Kl. 9 á miðvikudagskvöldið Ijek hljóðfærasveit skipsins á Austurvelli. En kl. 9 á fimtudagskvöldið söng söngflokkur hjeðan, sem Sigf. Ein- arsson stýrði, ýms íslensk lög úti á skipinu. Þessi stóru þýsku skemtiferðaskip sem komið hafa hingað á síðari árum, eru hjer kærkomnir gestir. Það færist nýtt Iíf í bæinn meðan þau eru hjer stödd. íslendingar ættu líka að láta sjer vera umhugað um, að ferðafólk- inu yrði dvölin hjer sem skemtileg- ust. — Ósanngjarnt er, að þessi skemti- ferðaskip borgi hjer eins hátt vita- gjald og þau nú verða að borga, enda mun ekki venja að taka það gjald af slíkum skipum erlendis. Þeg- ar það gjald er miðað við tonnatölu, verður það svo hátt af þessum stóru skipum. Lögr. er sagt, að þessi tvö þýsku skemtiferðaskip, sem verið hafa lijer í sumar, hafi orðið að borga, annað um 2000 kr., en hitt töluvert þar yfir. Ferðasaga af Snæfellsnesi eftir Guðmund Magnússon. VI. Hofgarðar hafa heitið Suðurgarð- ar nú um nokkur ár — eða kannske nokkur hundruð ár — en í Fornöld hjet bærinn Hofgarður og var þá allmerkilegt höfuðból. Þá bjuggu þar menn, sem munu hafa haft goð- orð og mannaforáð; meðal annara Skáld-Refur (Hofgarða-Refur), sem víða er nefndur, og forfeður hans. Þar kvað sjást votta fyrir stórri hof- tóft í túninu, sem ekki er ransökuð. Jón Sigurðsson hefur nú breytt nafn- inu í gamla horfið. Jón Sigurðsson var eitt sinn skrif- ari hjá bæjarfógetanum í Reykjavík (H. D.). Hann er ágætur skrifari og hefði fyrir langa-löngu getað verið orðinn bleik og blóðlaus skrifstofu- hræða einhversstaðar í Reykjavík. Nú er hann bóndi, brúnn á hörund og veðurbitinn með eldfjör í augun- um. Jörðina er hann búinn að kaupa, stærðar-torfu með heimalandi og tveim hjáleigum, bæta hana mikið og byggja á henni laglegt timburhús með steinsteyptum kjallara. Þar býr hann með konu sína og sex börn — sem öll heita nöfnum gamalla goða. Hofgarðar eru ein af betri jörðun- um í Staðarsveit og eru þær þó margar góðar. Túnið er mikið, dá- lítið hólótt, en hvergi þýft, og skamt fyrir ofan það taka við engjarnar og ná upp að fjallarótum. Útbeitin er fremur lítil á vetrum og langsótt, en heyskapur er mikill og gæti sjálfsagt verið miklu meiri. Það þarf mannafla mikinn til að vinna upp slíkar jarðir. Skamt er frá bænum til sjávar og er þar útræði. Ofurlítil tjörn er milli bæjarins og sjávarins, gamalt lón. Hún skýlir túninu fyrir sandfoki frá sjónum. Annars sagði Jón, að sand- fokið skemdi túnið ekki mikið og bætti það að sumu leyti, því að sandurinn er skeljasandur og heíur í sjer mikið af kalki. En sandfokið verður aldrei gífurlegt, því að þegar vindur stendur á land og er hvass- astur, feykir hann sædrifinu upp á sandinu og bleytir hann. Við Jón vorum ofurlítið kunnugir frá fyrri dögum og erindi mitt til hans var meðfram það, að fala föru- neyti hans út í Breiðuvík. Jón varð vel við bón minni og ljet þegar fara að leita að hestum sínum. Þeir fundust ekki fyr en góðri stundu eftir að hann fór sjálfur á stað. Jeg varð þvf að bíða hjá honum þar til kl. 9 um kvöldið. Og jeg sje ekki eftir þeirri bið. Út nleð sjónum er að vísu alt sljett, en ógreiðfært fyrir ókunnuga. Smá-ár seitla þar til sjávar ofan úr mýrlendinu. Þegar flóð eru, flæðir upp í þessa árósa, og getur þá farið svo, að þessar smá ár verði að ófær- um kílum langt upp í mýrar. Svo var nú. Við urðum víða að krækja upp fyrir flæðilónin, og fengum þá keldur og mýrarskurði, sem töfðu illa ferð okkar. Og það var ekki fyr en eftir háttatíma, að við kom- um inn að Búðaós. Betri og skemtilegri fylgdarmann en Jón gat jeg engan fengið á þess- ari leið. Hvarvetna var krökt af ör- nefnum úr Landnámu og ýmsum sög- um. Jón kunni þetta alt á fingrum sjer. Og við höfðum um svo margt að spjalla að mjer fanst ekki leiðin löng og ljet það ekki á mig fá, þó að komið væri fram á nótt. Meðal annars, sem þá bar á góma, var það, að Jón sagði mjer, að sjald- an eða aldrei væru nú boðnar bæk- ur til sölu í þessum sveitum sunnan á Snæfellsnesinu. Bókasölustaður er þar enginn. Bókasala er að vísu bæði í Ólafsvík og Stykkishólmi, en nú er allur þorri Suðursveitar-manna hættur að sækja þangað verslun, síðan verslunarstaðir risu upp á Búð- um og Skógarnesi. Meðan Sveinn heitinn Jónsson í Stykkishólmi hafði bókasölu ? hendi, sendi hann oft um- ferðabóksala suður yfir fjallgarðinn. Sfðan hann dó kvað ekki hafa orðið af því. Og þessar sveitir ráfa í egyftsku myrkri, að því er bókvísi snertir. Jeg heyrði það á fleirum en Jóni, að þeim þætti þörf á, að koma upp bókasölu þar í sveitunum á hent- ugum stað, og Jón vildi gjarnan takast hana á hendur. Hann er vel settur, býr í miðri sveit við þjóð- braut, hefur góð húsakynni til bóka- geymslu, er sjálfur bókamaður allmikill og kvaðst mundi geta tekist bóksölu- ferðir á hendur um nærsveitirnar, þegar annir minkuðu, eða látið á- reiðanlegan mann gera það. Þetta hef jeg fært í tal við helstu menn Bóksalafjelagsins hjer, og vona, að það verði tekið til greina. Búðir hjetu Hraunhafnarós til forna. Sá staður er víða nefndur í fornum sög- um. Þangað skrapp Snorri goði frá Helgafelli, yfir þverar heiðar, og brendi upp skip það, er Arnkell goði hafði keypt til að koma sakamönn- um hans utan. Arnkell ljet sjer ekki bylt við verða, heldur keypti jafnskjótt annað skip inni í eyjum og kom sínu fram móti vilja Snorra. — Á, sem rennur til sjávar hjá Búð- um, heitir enn þá Hraunhafnará. Nú er Finnbogi Lárusson, sem eitt sinn var á Gerðum í Garði, kominn að Búðum fyrir nokkrum árum og stundar þar bæði verslun og land- búnað. Hann hefur mikið orð á sjer fyrir dugnað og framtakssemi, enda ber Búðaland þess menjar. Ekki er ósennilegt, að hann hafi vekjandi á- hrif á búnaðinn þar vestra með eftirdæmi sínu. Þegar við komum að Búðaós, var gínandi flóð, svo að engin tiltök voru að ríða ósinn. Maður, sem mætti okkur, hafði sundriðið hann, og hafði nærri legið, að honum hlektist á. Við urðum þá að krækja um mýrar og vegleysur upp með Hraunhafnará, alla leið þangað, sem gatan liggur ofan af Fróðárheiði. Þar hefur Finn- bogi tekið ána upp og leitt hana á engjar sínar. Er þar einhver mesta og myndarlegasta vatnsveita, sem jeg hef sjeð. Við fórum götusneiðing, sem ligg- ur nokkuð hátt uppi í Qxlinni. Það- an fjekk jeg fagra útsýn yfir Búða- land og hið mikla sljettlendi inn á Mýrar. Það er fagurt land yfir að líta, og ótrúlegt, að ekki megi græða það og bæta, svo að þar rísi upp með tímanum blómleg bygð. Mjer hefur verid bent á, að Hjörl. á Hofstöðum sje skakt aettfaerður hjer að framan. Hann kvað vera dóttursonur Hjörleifs prests. (Frh.). Athugasemd. Viðgreinina: „Kosningin í Vestur ísafjarðarsýslu" í Lögr. í gær, vildi jeg mega fá tekna upp í blaðið svo- felda athugagrein. Þar stendur: „Var svo fundið upp á þvf eftir á, að kæra kosninguna, þótt samþykt hefði verið af báðum fyrirfram, að ógilda rangbrotna seðla". Þetta er ekki rjett hermt. — Umboðs- maður síra Kristins Daníelssonar mót- mælti þessu, þegar er það kom til orða. Það var því ekki „samþykt af báðum fyrirfram". Seðlarnir voru oftar samanbrotnir en einu sinni. Hvort rjett sje þar fyrir að nefna þá „rangbrotna", er vafasamt; um það er ágreiningur. Þingmenn greindi og mjög á um það, hvort sá úrskurður kjörstjórnar, að seðlarnir skyldu ógildast, hafi verið „að lögum" eða „lögleysa". Það má þvf telja vafasamt, og ekkert um það fullyrðandi. En það er sannað og óyggjandi, að Matthías kaupm. Ólafsson vissi mesta kjörfylgishrepp sinn, Þingeyrar- hrepp, með nær þriðjungi allra kjör- dæmiskjósenda á kjörskrá, alhreinan af fleirbrotnum seðlum, og jafnvel líka annan mikinn kjörfylgishrepp sinn, Auðkúluhrepp, og gat þess vegna getið því nærri —, er hann sem keppinautur kærði seðlana til ógildingar og sem kjörstjórnarmaður ógilti þá —, „hvorum^keppinautnum það yrði til happs". Þessi ástæða ein nægði okkur, eigi fáum þing- mönnum, til þess, að vilja ógilda kosninguna og láta kjósa um aftur í kjördæminu. Alþingi, 25. júlí 1912. Jens Pálsson. * * # Lögr. skal ekki lengja þrætur um þetta mál frekara en orðið er, þar sem þingið hefur lagt á það fullnað- ar-úrskurð. Frásögn sína um málið hefur hún bygt á því einu, sem fram kom um það á alþingi, í skjölum og umræðum. Hún man ekki betur en Matth. Ól. skýrði svo sjálfur frá á þingi, þegar fyrst var þar um málið talað, að samkomulag hefði verið um það fyrirfram, að ógilda þá seðla, sem ekki væru rjett brotnir, en ann- ars skiftir það Iitlu í málinu. Ritstj. imjörsalan í Englaiidl. L. Zöllner konsúll símar frá Newcastle 25. þ. m„ að Hróarslækjarsmjörið hafi selst á 117. sh., Kálfárbús á 115 sh. og Torfastaða á 113 sh. 100 pd. Bæjarbrunar. 8. þ. m. brann bærinn Bót í Hróarstungu, og varð litlu sem engu bjargað, en húsakynni í Bót voru mikil og góð. Haldið er að kviknað hafi í út frá eldavjelar- pípu. Um líkt leyti kviknaði í stofuhúss- þaki í Húsey í Hróarstungu og brann alt loftið og þar barnslík, er uppi stóð. Dr. Sven Hedin. Hjer í blaðinu hefur áður verið sagt frá riti hans um hervarnarmál, sem út kom síðastl. vetur, þar sem hann varaði landa sína svo mjög við Rússum og taldi Svíþjóð hættu búna úr þeirri átt. Ritið hvatti mjög til samskotanna til herskipsbyggingarinnar. Nú hefur keisaral. rússneska landfræðingafje- lagið svarað með því, að reka Hedin úr fjelaginu, gerir það með hvössum orðum og tekur beint fram, að það sje svar gegn pjesanum, er þýddur hafði verið á þýsku, kallar þar farið með vísvitandi mtð lygar o. s. frv. Úðinn er það blað, sem kaup- endur beinlínis græða peninga á að kaupa, því eftir nokkur missiri geng- ur hann kaupum og sölum fyrir hærra verð en hann kostar upprunalega. Júlíblaðið flytur framhald af greinun- um: Vestur-íslenskir framamenn, með myndum af Sveini Brynjólfssyni konsúl og Árna Eggertssyni kaupmanni. Ritar Stefán Björnsson ritstjóri um Sv. B., en Þorst. Björnsson guðfræðiskandidat um Á. E. Þá eru nokkur kvæði eftir Theód. Jakobsson og Jakob Jóh. Smára. Mynd af Sig. Jósúa Björnssyni og grein um hann. Þýðing á kvæði eftir v. Stuchen- berg (G. G.). Framhald af brjefum síra P- Sig. Kvæði eftir Jakob Thorarensen. Um Ignatius Loyola, eftir G. Gunnars- son. Kvæði eftir Sigurj. Friðjónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.