Lögrétta

Issue

Lögrétta - 07.08.1912, Page 1

Lögrétta - 07.08.1912, Page 1
Afgreiðslu- og innhelmtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Laugaves 41. Talsimi 74. Ritstjori: Þorsteinn gíslason Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 40. Heykjnvfk 7. fígúst 191S. VII. úrg. 1. O. O. F. 93289. KB 13. 9. 8. 31. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. 1 mán. 11—I. Landakotsspítali opinn f. sjákravitj. io1/* —12 og 4-5. Islands banki opinn 10—27« og 5y«—7. Landsbankinn 107.—21/*- Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, Y flrrjettarmálaf® rslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. I 1 — 12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Sambanðsjlokkur myndaður i þinginu. í fyrrakvöld gerðust þau tíðindi, sem áður hafa verið í undirbúningi, að nýr þingflokkur var myndaður um sambandsmálið, og nefnir hann sig Sambandsflokk, en í hann hafa gengið bæði Heimastjórnarmenn, milliflokkamenn og Sjálfstæðismenn. Voru 29 þingmenn á fundinum, sem þetta gerðist á, og gengu þeir allir í hinn nýja þingflokk, og auk þess má telja til hans 2, er eigi gátu sótt fundinn: Jón í Múla, sem þá var enn ókominn, og Björn Jónsson, sem er veikur. Til Sambandsflokksins má því þeg- ar telja 31 þingmann, en það er meira en 3/4 hlutar alls þingsins. Auk þess er víst um suma af þeim 9 þingmönnum, sem enn eru utan við þessa flokksmyndun, að þeir eru ein- dregnir sambandsmenn. Á stofnfundinum voru 18 Heima- stjórnarmenn, 7 milliflokkamenn og 4 Sjálfstæðismenn. Af Pleimastjórnarmönnum komu ekki á fundinn Eiríkur Briem og Júlíus Havsteen. Af milliflokkamönnum voru þar ekki Kr. Jónsson og Sigurður Eggerz. Af Sjálfstæðismönnum komu ekki Björn Kristjánsson og Þorleifur Jóns- son. Hinir 3, sem utan við þessa flokks- myndun standa, eru þeir Ben. Sveins- son, Bjarni Jónsson og Sk. Thorodd- sen, fsem klofnuðu frá Sjálfstæðis- flokknum þegar í byrjun þingsins. Nú er það öllum vitanlegt, að þeir ITeimastjórnarmennirnir Eiríkur Briem og Júlíus Havsteen eru eindregnir sambandsmenn, þótt ekki tækju þeir þátt í flokksstofnuninni. Um Björn Kristjánsson er það einnig vitan- legt, að hann var einn þeirra þing- manna, sem höfðu bundist samtök- um um það síðastl. vor, að vinna að framgangi sambandsmálsins, og skrif- að undir skuldbindingar þar að lút- andi, svo að afstaða hans verður harla undarleg og óskiljanleg, ef hann gengur nú, þegar til kemur, móti móti þeirri skuldbindingu. í sambandsflokknum eru þá þessir þingmenn Heimastj.m.: Aug. Flygen- ring, sr. Eggert Pálsson, Einar Jóns- son (Geldingalæk), sr. Einar Jónsson, Guðj. Guðlaugsson, Guðl. Guðmunds- son, Halld. Steinsson, Hannes Haf- stein, Jón Jónsson docent, Jón frá Múla, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, L. H. Bjarnason, Matth. Ólafsson, Pjetur Jónsson, Stefán Stefánsson (Fagraskógi), Sfgr. Jónsson, Tryggvi Bjarnason, Þórarinn Jónsson. En af milliflokkarnönnum: Jóh. Jóhannes- son, Jón Jónatansson, Magnús And- rjesson, Sig. Sigurðsson, sr. Sig. Stefánsson, Stefán Stefánsson, Valtýr i Jón Magnússon bæjarfógeti. Forseti sameinaðs alþingis. Guðmundsson. Óg af Sjálfstæðis- mönnum: Björn Jónsson, Björn Þor- láksson, sr. Jens Pálsson, Jósef Björns- son, Ólafur Briem. Samþyktin, sem gerð var á stofn- fundinum, er svohljóðandi: „að þeir þingmenn úr báðum hin- um gömlu flokkum og flokksleysingj- ar, sem vinna vilja að framgangi nýrra sambandslaga milli tslands og Danmerkur, gangi saman í nyjan þingflokk, með þeim skilyrðum: 1. að flokkurinn skuldbindi sig til þess að vinna í sameiningu að því, að sambandsmálið verði sem fyrst til lykta leitt, og fylgi því fram, eftir atvikum með þeim breytingum á frumvarpi millilandanefndarinnar 1908, sem ætla má að verði til þess að sameina sem mestan þorra þjóðar- innar um málið, og jafnframt eru lfklegar til þess, að um þær náist samkomulag við Danmörk. 2, að flokksmenn sjeu ekki öðrum flokkasamtökum bundnir á þessu þingi". Lögr. er sagt, að þeir Eiríkur Briem og Júl. Havsteen gangi báðir í Sambandsflokkinn, svo að í honum eru þá orðnir 33 þingmenn af 40. frá Jyrklanði. AJt í uppnárni. Símað er frá Khöfn í morgun: „Fulltrúadeild tyrkneska þingsins er rofin gegn vilja fulltrúanna. Konstantínópel f hervörslu. Albanauppreisnin útbreiðist". ÓHanniiMli eru það, sem Ing- ólfur er enn að flytja um það, að klofningur sje orðinn innan Heima- stjórnarflokksins. En „svo mæla börn sem vilja", segir máltækið. í fremstu greininni hjer í blaðinu er nákvæm- lega skýrt frá, hvernig afstaðan er nú innan þingsins, og sjest það þar, að Heimastj.menn fylgjast óskiftir að. Þó ágreiningur komi upp um auka- atriði, þá er það ekki svo mjög til- tökumál. Um aðalatriðin halda þeir fast saman. Alþingi. IV. Þinginnimaframyörp. 35. Um þingfararkaup alþingis- manna. Flm.: Sig. Stef. og Stgr. J. Alþingismenn utan Reykjavíkur fá 9 kr. fæðispeninga á dag, en þing- menn búsettir í Reykjavík 6 kr. Ferða- kostnaður þingmanna utan Reykja- víkur: 370 kr. úr A.-Skaftaf., 195 kr. úr N.-Múl., 190 kr. úr V.-Skaftaf. og Danmörku, 185 kr. úr S. Múl., 175 kr. úr N.-Þing., 165 kr. úr S.-Þing , 125 kr. úr Eyjaf., 120 kr. úr Skagaf., 115 kr. úr Húnav., 110 kr. frá Seyðisf., 105 kr. úr Strand., 95 kr. úr N.-ísaf. og Rang., 85 kr. frá Ak., 75 kr. úr Barðastr. og Árn., 70 kr. úr V.-ísaf. og Dal., 60 kr. úr Snæf., 55 kr. úr ísaf., Mýr. og Borgarfj., 20 kr. úr Gullbr., Kjós. og Vestm. Verði farar- tálmi af ís, slysum eða öðrum óvið- ráðanlegum atvikum, á þingm. rjett til endurgjalds á þeim kostnaði, er þar af leiðir. 36. Um vatnsveitu á löggiltum verslunarstöðum. Flm.: St. St. Eyf., H. Hafst. Hreppsnefndum er heim- ilt með samþykki sýslunefndar og stjórnarráðsins að koma á vatnsveitu til almenningsnota f löggiltum versl- unarstöðum, 37. Um viðauka við lög um út- flutningsgjald af fiski, lýsi o. fl flytur nefndin í e. d. um árgjald af verslun og viðskiftum. Af hverri tunnu af sfldarlýsi (105 kg.) 50 aura, af fóður- mjöli 40 au., af fóðurkökum 30 au. og af áburðarefnum 20 au. fyrir hver 100 kgr. 38. Breyting á læknaskipuninni. Flm : Sk. Th. ísafjarðarlæknishjeraði skal skift í tvö hjeruð: ísafjarðar- hjerað og Hólshjerað, er nái yfir Hólshrepp með Bolungarvík. 39. Breyting á lögum 20. okt. 1905 um sölu þjóðjarða. Flm. St. St. Eyf. Þjóðjörð, sem gengur úr sjálfsábúð og hvorki viðtakandi eða hluteigandi sveitarfjelag notar kaupa- rjett sinn, skal landsjóður hafa for- kaupsrjett á. — Geti seljandi fengið hærra boð annarstaðar, má hann sæta þvf. Landsjóður getur látið rifta sölu þjóðjarða, ef selter óviðkomandi manni og keypt jörðina með sama verði. 40. Breyting á fátækralögunum 10 nóv. 1905. Flm. Matth. Ó)., Sig. Sig., H. St. 77 gr. laganna orðist svo: Ef þurfalingur fer eftir læknisráði á sjúkrahús, annað en holdsveikraspítala, þá kostar fram- færslusveit hans dvöl hans þar, lyf og læknishjálp alt að 200 kr. á ári, það sem fram yfir er 200 kr., greið- ist úr landsjóði. 41. Um nýnefni. Flm.: Guðl. Guðm. og Stef. Stef. (Eyf). — Eng- inn má taka upp nje nota ný nöfn á býlum, er jarðabók telur, eða á afbýlum, grasbýlum eða húsmensku- býlum, er bygð eru í landi lögbýla, nema leyfi stjórnarráðsins komi til. — Enginn má breyta skírnarnafni sínu nje taka upp nýtt nafn, nema með leyfi stjórnarráðsins. — Fyrir leyfisbrjefið greiðist 10 kr., er renn- ur í landsjóð. — Skrá yfir nýnefni, er upp hafa verið tekin eða leyfis- brjef gefið fyrir, skal við hver árs- lok birta í lögbirtingablaðinu. Fjiirkláðinn. Fjárkláðanefndinni í Ed. (St. St., Jós. Bj., Þór. J., Guðj. Guðl. og Sig. Lgg) þykir frv. stjórnarinnar um út- rýming fjárkláðans ekki vel undir- búið og vill því ekki leggja til að það verði samþykt á þessu þingi. Telur hún að skýrslur þær, er fyrir liggi um útbreiðslu kláðans, sjeu ó- fullnægjandi, og óumflýjanleg nauð- syn sje ekki á því, að fyrirskipa tvískoðun alls sauðfjár í landinu. En f stað þess flytur hún þiningsálykt- un, að alþingi skori á stjórnina að beita ákvæðum laga 8. nóv. 1901 á næstkomandi hausti, og láta tvíböð- un fara fram, þar sem kláði kemur upp og mikill kláðagrunur er. Að sýslumenn láti fram fara vandlega kláðaskoðun á öllu sauðfje í næstk. aprílmán, og heimtar nákvæmlegar skýrslur um þessar skoðanir og um fjárkláða, sem fyrir kann að koma. Skýrslurnar ættu að koma svo fljótt í hendur stjórnarinnar, að hún geti lagt rökstuddar tillögur um útrým- ingu fjárkláðans fyrir þing 1913. Ennfremur er skorað á stjórnina, að hún leiti álits fjáreigenda í landinu um það, hvort þeir óski heimildar- laga fyrir samþyktum um árleg þrifaböð á sauðfje. Pingnefndir. (E. d.): Mósamþyktarnefnd : Eir. Br. (form.), Sig. St., Jón Jónat. (skr.). Kjötmarkanefnd: Þór.J. (skr ), Guðj. Guðl., St. St. (form.). Þingfararnefnd: Sig. Egg. (form.), Sig. Stef. (skr.), Guðj. Guðl., Ein. J., Jens P. Fnllin frumvörp. Neðri deild hefur felt frumvarp um hagfræðisskýrslur um tóbaksinnflutn- ing og frv. um prestsmötu Grundar- kirkju. Efri deild feldi í gær stjórnarfrv. um útrýmingu fjárkláðans. Lög afgreidd frá þinginu. 1. Um færslu þingtímans, að þing komi saman fyrsta virkan dag í júlí- mánuði. Efri deild afgreiddi frv. 5. þ. m. með 7 atkv. gegn 6 að við- höfðu nafnakalli. Já sögðu: Stgr. J,, Ág. Fl., Ein. J. (N.-M.), Jens P., Jós. Bj., Sig. Egg. og St. St. Nei sögðu : Bj. Þorl., E. Br., Guðj. Guðl., Jón Jónat., Sig. Stef. og Þór. J. — Þetta frv. hefur mætt allmikilli mótspyrnu í þinginu, sjerstaklega af bændastjett- inni, og hafa töluvert heitar umræð- ur orðið um það, einkum í efri deild. Pingsályktunftrtillögur. Matth. 01. flytur þingsályktun um, að neðri deild alþingis skori á land- stjórnina, að láta rannsaka og gera áætlun um mótorbátahöfn á Suður- eyri í Súgandafirði. Sam. alþingi. Fundur í sam. alþ. var haldinn 1 dag kl. 11‘/2 Varaforseti prófessor E Briem stýrði fundi. Prófað kjör- brjef Jóns í Múla 1. þm. Sunnmýl- inga og reyndist ekkert við það að at’nuga. Síðan fór fram forsetakosning, með því að núv. ráðherra var áður for- seti, og var Jón Magnússon bæjar- fógeti kosinn með 22 atkv. Jóh. Jó- hannessonbæjarfógeti og L. H. Bjarna- son prófessor fengu sitt atkvæðið hvor, en 14 seðlar voru auðir. Lausn frá embætti hefur Sigurð- ur Sigurðsson læknir í Dalasýslu sótt um vegna heilsubilunar, en gegnir þó emba;ttinu til næsta vors. Smjörsftlan í Fnglandi. L. Zöll- ner konsúll símaði síðastl. föstudag, að smjör frá Hróarslækjarbúi hafi verið selt fyrir 119 sh. 100 pd. Kuldahret. Öll var síðastl. vika köld, en þó einkum síðari hlutinn, og verst var á föstudaginn; þá urðu fjöll hvít niður í miðjar hlíðar hjer syðra, og á Norðurlandi snjóaði í sveitum, svo að sumstaðar varð að hættaslætti. Á heiðum, svo sem Vaðlaheiði og Fjarðarheiði, kom ófærð af snjó, og menn eru hræddir um fjártjón á af- rjettum nyrðra. — Nú er aftur skift um og hefur verið gott veður síðan um helgi, en þó fremur kalt. Einar Mikkelsen. Myndin hjer er tekin af honum áður en hann fór í glæfraförina, sem hann er nú nýkominn heim úr. Hann kom við hjer í Reykjavík, er hann lagði á stað í förina. Mikkelsen er vel þrítugur maður, fæddur i88o,tók stýrimannspróf 1899, og var með í Amdrupsleiðangrinum til Austur-Grænlands árið 1900, í leiðangri til Franz Jósefs lands var hann slðan 1901 —2, og 1906—7 var hann í ransóknarleiðangri, er hann sjálfur stýrði, f höfunum norðan og vestan við Ameríku. Nánari fregnir af Grænlandsför hans koma nú innan skams. Reykj avík. Jóll alþni. í Múlft kom heim í gærmorgun, með skipi frá Englandi til Hafnarfjarðar. Hann er vel hress. En fullkomna bót á meinsemd sinni hefur hann, því miður, ekki fengið enn. Hftfnarmálið. Hafnarfræðingur hefur verið hjerfráfjel.Saaby& Lercke, og er sagt, að það muni ætla að gera tilboð í hafnargerðina. Fálkinn er nú kominn frá Græn- landi og tekinn hjer við strandgæslu aftur, en Heimdallur farinn. Síra Halldór í Presthólum er hjer um tíma. Hann er að semja um kaup á Presthólum af landsjóði. Leiðrjettingar. Prentvilla var í ræðu Jóns bókavarðar Jakobssonar í síðasta tbl. 43. línu frá byrjun: „enn betur en þeir" fyrir: enn betur þeir. Sömul. er þar prentvilla í þing- fregnunum, þar sem sagt er frá frv. M. Ól. um líftrygging sjómanna: að iðgjaldið skuli fyrst um sinn vera „I0%" fyrir io°/oo, eða 10 af þúsundi. Victoria Louise, þýska skemti- ferðaskipið frá Hamborgarlínunni, sem komið hefur hjer áður í sumar, kom aftur í fyrra dag og var hjer í gær. Farþegar um 500.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.