Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.08.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 24.08.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. 8VEINBJARNARS0N. Laugares 41. Talsimi 7f. Ri ts tj o ri: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. I. O. O. F. 933089. KB 13. 9. 8. 31. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—I. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io‘/a —12 og 4—5. lslands banki opinn 10—2'/a og 57a—7. Landsbankinn io^/a—21/". Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I. Lárus Fjeldsted. Y flppj e t ta pm ilaf ærslumafl ur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappfr og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bokaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Alþingi. VIII. Lðg frá alþingi. 11. Um stofnun peningalotterís fyrir ísland. I. gr. Ráðherra íslands veitist heimild til að gefa fyrv. landshöfð- ingja Magnúsi Stephensen, Stkr. af af Dbg. Dbm. p. p., Sighvati banka- stjóra Bjarnasyni R. af Dbg., báðum til heimilis í Reykjavík, og herra Knud Skjold Philipsen í Kaupmanna- höfn einkaleyfi til stofnunar íslensks peningalotterís með skilyrðum þeim, sem nú skal greina: a. Lotterí hvers árs skiftist í 2 flokka, sem eru hvor öðrum óháðir, og eru jafnmargir drættir í hvorutn. Hlutatalan má ekki vera meiri en 50,000 í hvorum flokki. í hvorum flokki mega ekki vera nema 6 drættir. b. Iðgjaldið til hvors flokks fyrir heilan hlut skal vera 150 frankar. Auk þess skal leyfishöfum heimilað að heimta alt að 2°/o af iðgjaldinu. Hlutina má selja bæði í heilu lagi og sundurskifta, þó má eigi skifta í smærri hluti en áttundir. c. í hvorum flokki Iotterísins eiga vinningarnir að nema að minsta kosti 70%> af iðgjöldunum samantöldum fyrir alla hlutina í flokknum. Fjárhæð vinninganna skal skifta niður eftir áætlun, sem er samþykt af ráðherra íslands, og skal þar einn- ig ákveðin hlutatalan, hvenær dregið skuli, og reglur um auglýsingu um úrslit dráttanna, hvenær vinningarnir verði greiddir af hendi, og um missi vinninga, sem ekki er vitjað í tæka tíð. Vinningarnir eru greiddir af hendi afifallalaust í þeirri mynt, sem ákveðin er í áætluninni. Vinningar, sem ekki er krafist borg- unar á í tæka tíð, renna að hálfu til einkaleyfishafanna og að hálfu til landsjóðs íslands. d. Drættirnir fara opinberlega fram í Kaupmannahöfn, og skal lotteríinu stjórnað þaðan undir eftirliti nefndar, sem konungur skipar til þess; skulu i henni sitja 6 menn, eigi færri ís- lendingar en 3, og skulu að minsta kosti 2 af nefndarmönnum vera lög- lærðir menn, sem gengir eru í æðri dómstóla. Nefndin leggur fullnaðar- úrskurð á allan ágreining um lög- mæti eða gildi dráttanna, hvort sem er meðan dráttur fer fram, eða eftir að honum er lokið, enda hefur hún eftirlit með lotteríinu; kostnaðinn af þessu ber lotteríið. e. Einkaleyfið til að reka lotteríið má veita um alt að því 30 ár frá I. desember 1912 að telja; þó getur ráðherra íslands tekið leyfið aftur með eins árs fyrirvara, þegar lotteríið hefur verið rekið í 15 ár frá I. des. 1912 og löggjafarvaldi íslands þá þykir ástæða til. Nú verður leyfið ekki notað innan 1. okt. 1913, og má ráðherra þá veita leyfið öðrum mönnum en þeim, sem nefndir eru í upphafi greinarinnar. Einkaleyfishafarnir geta notað leyfið sjálfir og, að fengnu samþykki ráð- herra, selt það á leigu eða fengið það í hendur hlutafjeiagi. Leyfis- hafar fyrirgefa rjetti sínum, ef þeir gegna ekki skyldu sinni til greiðslu gjalda þeirra, er þeir eiga að inna af hendi til landsjóðs samkvæmt leyfisbrjefinu, eða ef tryggingarsjóðn- um verður ekki við haldið, eða ef reglugerð sú er brotin af þeirra hendi, sem sett verður fyrir lotteríið. f. Einkaleyfishafarnir skulu greiða landsjóði Islands gjald, er nemi 4% af iðgjöldunum fyrir hluti þá, sem seljast í hvorum flokki, þó ekki minna en 138,000 franka á missiri. g. Til tryggingar fyrir fullnæg- ingu skuldbindingu þeirra, sem á einkaleyfishöfum liggja, skal, áður en lotteríið megi taka til starfa, mynda tryggingarsjóð, er hafi að geyma ör- ugg verðbrjef, sem nemi helmingn- um af samantaldri fjárhæð vinning- anna í hvorum flokki. Tryggingar- sjóðurinn skal geymdur í þjóðbank- anum í Kaupmannahöfn eða í Lands- banka íslands, kjósi ráðherra það heldur. Skerðist tryggingarsjóðurinn fyrir sakir áfallandi íjártjóns, eru leyfis- hafarnir skyldir, áður en næsti drátt- ur fer fram, annaðhvort að fylla upp í skarðið, svo að sjóðurinn nemi áskildri fjárhæð, eða setja banka- tryggingu, er ráðherra íslands tekur gilda fyrir þvf, sem á vantar. Ráðherra íslands hefur hefur eftir- lit með og ábyrgist fyrir landsjóðs hönd, að trygging sú, sem hjer ræðir um, sje til. Þá skulu leyfishafar og, áður en lotteríið tekur til starfa, setja land- sjóði íslandi tryggingu, sem ráðherra tekur gilda, fyrir því, að þeir greiði landsjóði skilvíslega áskilið gjald sam- kvæmt f-Iið greinar þessarar, en ekki þarf trygging sú að fara fram úr lágmarki missirisgjaldsins. h. Ráðherra íslands setur nánari ákvæði um fyrirkomulag lotterísins. 2. gr. Ráðherra íslands veitist heimild til að leyfa, að selja megi á íslandi alt að 1000 heila hluti í lotteríinu, á þann þátt, sem hann kveður nánar á um. Hluti í lotterí- inu má ekki selja í Danmörku, nje í nýlendum Danmerkur. 3. gr. Meðan einkaleyfi það til lotterís, sem veitt er samkvæmt lög- um þessum, er í gildi, má ekki setja á stofn neitt peningalotterí fyrir ís- land, nje leggja þar á það stimpil- gjald. Um sama tímabil skal það og, að við lögðum 200 til 2000 kr. sektum til landsjóðs, vera bannað að versla með eða selja á íslandi hluti fyrir lotterí utan Danmerkur og nýlenda hennar, eða hafa þar á hendi nokkur störf þar að lútandi. Með brot gegn lögum þessum skal farið sem almenn lögreglumái. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi þann dag, er staðfesting þeirra er birt í B-deiId stjórnartíðindanna. 12. Um viðauka við lög frá 11. okt. 1899, nr. 26, um verslun og veitingar áfengra drykkja á íslandi. — Ekkert fjelag manna má hafa um hönd í fjelagsskap neinar áfengis- veitingar.nje nokkur áfengisnautn fara fram í fjelagsherbergjum, nema fje- lagið fái til þess sjerstakt leyfi lög- reglustjóra. Brot gegn þessu varða fjelagsstjórn eða þjónustumenn eða jafnvel neytendur sjálfa 20 —1000 kr. sekt. Auk þess er upptækt áfengi það, er finst í vörslum fjelagsins. Ennfremur má Iögreglustjóri banna fjelaginu samkomur, enda sje þá þeg- ar höfðað mál gegn fjelaginu samkv. 55 gr. stj.skr. Afengisnautu má ekki eiga sjer stað í veitingahúsum, sem hafa ekki áfengisveitingaleyfi, nje heldur í veitingatjöldum eða á öðr- um stöðum, þar sem almennar veit- ingar fara fram. Lögreglustjóri má þó leyfa áfengisnautn í samsætum einstakra manna, sem haldin eru á slíkum stöðum. Brot gegn þessu varða 10—500 kr. sekt. 13. Ummerkingákjöti. i.gr. Merki það, er lögskipaðir dýralæknar, eða aðrir dýralæknar, nota til þess að merkja kjöt, sem þeir hafa gertheil- brigðisskoðun á, og hæft er til út- flutnings, skal vera blár jafnarma þrí- hyrningur með tölunni 1 innan í. Rjett til að nota þetta merki hafa og þeir lögskipaðir læknar, er stjórn- arráðið hefur skipað til kjötskoðunar, og tekið hafa próf í þeirri grein hjá lærðum, Iögskipuðum dýralækni hjer á landi.samkvæmt reglugerð, er stjórn- arráðið semur. Merkið skal setja á hæfilega marga staði á hvern kropp. Stjórnarráðiðinu er heimilt að á- kveða gjald fyrir skoðun og stimpl- un kjötsins, sem þó fari eigi yfir 5 aura fyrir hvern kindarkropp. 14. Um sölu á eign Garðakirkju af kaupstaðarstæði Hafnarfjarðar og nokkrum hluta af öðru landi hennar. 15. Yfirsetukvennalög. — Eugin getur orðið yfirsetukona nema hún hafi staðist próf í yfirsetukvennaskól- anum í Reykjavík, eða fæðingarstofn- uninni í Khöfn eða öðrum erlendum yfirsetukvennaskóla, sem landlæknir tekur gildan. í sveitum skipar sýslu- maður yfirsetukonur eftir tillögum sýslunefndar, en í kaupstöðum bæj- arfógeti eftir tillögum bæjarstjórnar. — Laun yfirsetukvenna skulu vera: 70 kr., þar sem fólkstala er 300 eða minna; en þar sem fólkstala er yfir 300, skulu árslaunin vera 70 kr., að viðbættum 5 kr. fyrir hverja 50, sem fram yfir er 300, þó svö, að launin fari aldrei fram úr 500 kr. 16. Um ritsíma og talsímakerfi íslands. 1. gr. Allir ritsímar og talsímar, er landið á, leggur hjer á eftir eða eignast á annan hátt, skiftastí flokka samkvæmt því, sem á eftir fer. 2. gr. Til fyrsta flokks teljast: 1. Ritsímalínan : Reykjavík -r- Borð- eyri — Akureyri — Seyðisfjörður. 2. Borðeyri — Isafjörður. 3. Talsíma- línan: Reykjavík — Olfusárbrú — Vestmannaeyjar. 4. Reykjavík — Hafnarfjörður. 5. Innanbæjartalsíma- kerfi: Reykjavíkur, Akureyrar, Isa- fjarðar, Hafnarfjarðar og Seyðis- fjarðar. 6. Talsímalínan frá Húsa- vík um Kelduhverfi, Oxarfjörð og Þistilfjörð til Vopnafjarðar. 7. Tengi- lína á milli Norðfjarðar og Fjarðar í Mjóafirði. — Með ofantöldum línum teljast og aukaþræðir, sem vegna auk- inna starfa á línum þessum eru lagð- ir eða hjer eftir verður nauðsynlegt, að lagðir sjeu á hinar eldri staura- raðir þessara lína. 3. gr. Til annars flokks teljast: 1. Talsímalínurnar: Egilsstaðir — Reyðarfjörður—Eskifjörður. 2. Eski- fjörður — Fáskrúðsfjörður. 3. Seyð- isfjörður — Fjörður í Mjóafirði. 4 Hof í Vopnafirði — Vopnafjörður. 5. Breiðamýri — Húsavík. 6. Fagri- skógur — Hjalteyri. 7. Vellir—Dal- vík— Ólafsfjörður. 8. Sauðárkrókur — Siglufjörður. 9. ísafjörður — Bol- ungarvík. 10. ísafjörður — Patreks- fjörður. II. Grund — Borgarnes. 12. Kalastaðakot — Akranes. 13. Hafnartjörður — Gerðar. 14. Ölfus- árbrú — Eyrarbakki — Stokkseyri. 15. Borðeyri — Búðardalur — Stykk- ishólmur. 16. Stykkishólmur — Hjarð- arfell. 17. Reykjavík — Þingvellir. 18. Hjarðarfell — Ölafsvfk — Hellis- sandur. 19. Miðey—Vík í Mýrdal. 20. Eskitjörður — Norðfjörður. 21. Fáskrúðsfjörður — Djúpivogur. 22. Djúpivogur—Hornafjörður. 23. Hlið- artalsímar til Hafnar í Bakkafirði, Þórshafnar og Kópaskers. 24. Hlið- arsími til Hríseyjar. 4. gr. Til þriðja flokks teljast þau talsímabönd, sem fyrirhuguð eru, en ótalin í 1. og 2. flokki, svo sem: Til Grenivíkur, Hvammstanga, Skaga- strandar og Kálfshamarsvíkur, Kirkju- bæjar á Síðu, Grundarfjarðar, Unaóss, og Borgarfjarðar í Norður-Múlasýslu, Raufarhafnar, Súgandafjarðar, Reykja- fjarðar í Strandasýslu til Snæfjalla og þaðan að Höfða í Grunnavík, til Staðar í Aðalvík um Hesteyri, frá Hesteyri að Höfn á Hornströndum, um Barðastrandasýslu, frá Hafn- arfirði um Garðahverfi til Sviðholts- hverfis á Álftanesi, frá Gerðum um Hafnir til Grindavíkur, frá Hraun- gerði að Torfastöðum í Biskupstung- um og upp í Hreppa, upp á Land og niður í Þykkvabæ í Rangárvalla- sýslu, svo og frá Eystri-Garðsauka að Hlíðarenda. Enn fremur síma- kerfi í kauptúnum og þorpum, sem landssjóður eignast. 6. gr. Enn fremur er landstjórn- inni heimilt að láta reisa loftskeyta- stöð í Reykjavík, er hafi nægan kraft til sambands við útlönd, eftir nánari ákvörðun landstjórnarinnar, og í sam- ræmi við gildandi samninga. 17. Um vatnsveitu í löggiltum verslunarstöðum. — Hreppsnefndum er heimilt, með samþykki sýslunefnd- ar og stjórnarráðs íslands, að koma á vatnsveitu til almennings-nota í lög- giltum verslunarstöðum. 18. Um breytingar á lögum nr. 53, 10. nóv. 1905 um viðauka við lög 14. des. 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum. — Lendingarsjóðsgjald það, sem heim- ilað er með lögum nr. 53, 10. nóv. 1905, má með samþykki ákveða alt að 2 kr. af hverjum hlut eða 2%af hlutarupphæðinni. Hundraðsgjaldið greiðist af slíkum afla, og skal for- maðurinn annast greiðslu þess. 19. Um viðauka við lög um út- flutningsgjald af fiski, lýsi o. fl. nr. l6, 4. nóv. 1881. 1. gr. Af síld, er flutt er út um- búðalaus í farmrúmi skips, skal greiða útflutningsgjald, 25 aura af hverri tunnu (108—120 litr.). 2. gr. Af eftirtöldum fiskiafurðum, sem fluttar eru hjeðan af landi, skal greiða úlflutningsgjald: Af hverri tunnu síldarlýsis (=105 kg ) 30 aura; af hverjum 100 kg. af fóðurmjöli 30 au.; af hverjum 100 kg. af fóðurkök- um 25 au.; af hverjum 100 kg. af áburðarefnum 15 au. 3. gr. Um gjald þetta og greiðslu þess fer eftir fyrirmælum laga nr. 16 frá 4. nóv. 1881 um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg- ar í stað. 20. Um vörutoll. 1. gr. Af vörum, sem fluttar eru til íslands og ekki eru sendar í pósti, skal greiða gjald í landsjóð eftir þyngd vörunnar með umbúðum eða rúmmáli, svo sem hjer segir: 1. Af kornvörum, jarðeplum, steinolíu, se- menti, kalki og tjöru, 10 aura af hverjum 50. kflógr. 2. Af heyi, gluggagleri, tómum tunnum, gadda- vír, girðingastólpum úr jární, þak- járni, smíðajárni og stáli 25 aura af hverjum 50 kílógr. 3. Af allskonar vefnaðarvöru, fatnaði og tvinna 3 kr. af hverjum 50 kílógr. 4. Af salti og kolum, hvers konar sem eru, og hvort sem varan er flutt í land eða lögð til geymsiu í skipum úti eða öðrum geymslurúmum á floti í land- helgi, eða flutt á höfnum inni eða vogum yfir í önnur skip þeim til notkunar: a. af salti 50 aura af hverri smálest, b. af kolum 1 kr. af hverri smálest. 5. Af trjávið, hurðum, glugg- um, húsalistum og tunnustöfum 3 aura af hverju teningsfeti. 6. Af öllum öðrum gjaldskyldum vörum 1 kr. af hverjum 50 k/Iógr. Undanþegnar gjaldi þessu eru vör- ur, sem sjerstaklega er lagður tollur á, prentaðar bækur og blöð, skip og bátar, tígulsteinar, óhreinsað járn í klumpum, heimilismunir manna, er flytja vistferlum til landsins, og vana- legur farangur ferðamanna. Brot úr tolleiningu, sem nemur helmingi eða meira, skal talið sem heil tolleining, en minna broti slept. 2. gr. Greiða skal og í landsjóð 15 aura af hverjum póstbögli, sem kemur til landsins. Gjald þetta greiðir viðtakandi í frímerkjum um leið og hann tekur við böglinum, og skal pósthúsið, sem afhendir viðtakanda böggul, líma þau á böggulinn sjálfan og stimpla þau á venjulegan hátt. Af póstbögl- um, sem eru endursendir til útlanda, skal ekkert gjald greiða, nje af prent- uðum blöðum og bókum. 21. Um breyting á lögum 18. sept. 1885 um stofnun Landsbank- ans. — Að í 9. gr. falli niður orðið (um stofnun útibús) „SeyðisfirðR, en í staðinn komi „á Austfjörðum". — Svo er og bankanum heimilt, með samþykki ráðherra, að setja upp af- greiðslustofu erlendis, á þeim stað, er bankastjórninni þykir til þess hag- kvæmur. 22. Um breyting á lögum 27. apríl 1901 um bólusetningar. — Kostn- aður við opinberar bólusetningar greiðist úr landsjóði. — í kaupstöðum og kauptúnum, sem hafa yfir 100 íbúa, ber bólusetjara 20 aurar, en í minni kaupstöðum og sveitum 35 aurar fyrir hvern, er hann bólusetur. 23. Um breyting á lögum 20. okt. 1905 um rithöfundarjett og prent- rjett. Síðasta málsgrein skal vera svo: Sama rétt hefur og höfundur að allskonar myndum og uppdráttum. Stjórnarskráin var til umr. í n. d. 21. þ. m. og var svo- hljóðandi rökstudd dagskrá samþykt: „Með því að til stendur að leita sam- komulags við Dani um sambands- málið á grundvelli frumv. millilanda- nefndarinnar 1908, með þeim breyt- ingum, er samkomulag fæst um, bæði inn á við og út á við, en það mundi að sjálfsögðu leiða til stjórnarskrár- breytingar, þá telur deildin ekki rjett, að gera samþykt um stjórnarskrár- málið að þessu sinni, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá". Ávarp til konnngs. Tillaga til þingsál. um ávarp til kon- ungs, frá Guðl. Guðmundssyni, Jóni Jónssyni frá Múla, Valtý Guðmunds- syni og Jóni Magnússyni: „Neðri deild alþingis ályktar að senda konungi svohljóðandi ávarp : „Mildasti herra konugur! Allra- hæstur boðskapur yðar hátignar, er ráðherra íslands flutti alþingi, hefur verið þinginu og þjóð vorri hið mesta gleðiefni. Vjer minnust föður yðar hátignar, hins lofsæla konungs vors, Friðriks hins áttunda, með einlægum söknuði. Nafn hans mun ætíð geymast í þakk- látri minning hinnar íslensku þjóðar. Konungleg orð yðar hátignartil al- þingis, eru oss vottur þess, að yðar hátign beri hinn sama hlýja velvild- arhug til lands vors og þjóðar, sem vjer svo oft og víða höfðum orðið varir við af hendi hins lofsæla kon- ungs vors, föður yðar hátignar, og fær það oss mikillar gleði, að mega bráðlega eiga þess von, að geta fagn- að yðar hátign hjer heima, og vott- að yður þegnlega lotning vora. Á alþingi því, sem nú er að ljúka störfum sínum, höfum vjer falið ráð- herra íslands, að bera það fram við yðar hátign, að gerðar verði tilraunir- til þess, að leiða til farsælla lykta nýja samninga um sambandið milli Danmerkur og íslands. Það er ein- læg von vor, að konungleg samhygð og stoð yðar hátignar í þessu mikla velferðar- og áhugamáli íslands, verði til þess, að þeir samningar mættu svo vel takast, að þeir geti orðið báðum þjóðum ánægjuefni, og leitt til góðs samlyndis og samvinnu milli þjóð- anna. Að þessu viljum vjer vinna af fremsta megni. Mildasti herra konungur! Vjer biðj- um guð að blessa yðar konunglegu ætt, ríkisstjórn, lönd og þegna“. í efri deild flytja Jens Pálsson, Sig- urður Stefánsson og Stefán Stefáns- son samhljóða tillögu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.