Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.08.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 24.08.1912, Blaðsíða 2
168 LÖGRJETTA Miklar birgðir af allskonar TIMBRI hefnr h|f Timbur- og kolaversl. „Reykjavík“. Sanibandsmálið. Guðl. Guðm., Stef. Stef. kgr., Jón frá Múla, Sig. Stef., Jens Pálsson, og Valtýr Guðm. fluttu svolátandi til- lögu um sambandsmálið, sem sam- þykt var í sameinuðu þingi í gær með 31 atkv. gegn 5 : „Alþingi ályktar að fela ráðherra, að bera það fram við hans hátign konunginn, að leitað verði nýrra samninga um sambandið milli Dan- merkur og íslands". Með tillögunni greiddi 29 atkv. og tveir (Björn Þorl. og Kr. J.), er töldust til meiri hlutans. Þeir, sem greiddu atkv. á móti, voru : Ben, Sv., Bj. J. frá Vogi, Sig. Egg., Sk. Th. og Þorleifur. — Björn J., Björn Kr. og Jón frá Múla voru ekki viðstaddir. Pingsályktunartillögur Um ábyrgðarfjelög. Fim.: Bjarni, Skúli og Benedikt, að neðri deild skori á landsstjórnina að leggja fyrir næsta þing frv. er banni öllum á- byrgðarfjelögum að starfa hjer á landi, öðrum en þeim, er hjer hafa umboðsmenn, er stjórnarráðið sam- þykkir, hafa varnarþing hjer og hafa sett tryggingarfje fyrir ábyrgðum þeim, er það tekst á hendur hjer á landi. Sig. Sig., Ól. Br. og Pjetur flytja þingsályktunartill.: að neðri deild skori á stjórnina að halda áfram undirbún- ingi þeim, sem þegar er byrjað á viðvíkjandi betri verkun á ull og sölu hennar. Um breyting á kosningarlögum til alþingis, frá Matth. Ól., að stjórnin leggi fyrir næsta þing breytingar á þeim. Um endurgreiðslu á tillagi Árnes- sýslu til hliðarsímalínu frá Selfossi niður á Eyrarbakka og Stokkseyri, að taka það upp í útgjaldadálk vænt- anlegra fjáraukalaga fyrir 19x2—T3. Flm.: Sig. Sig. Sami flytur og þingsályktunartillögu um gæslu fiski- veiða fyrir Suðurlandi. Einkasala á steinolíu. Tollmálanefndin í neðri deild lagði til að frv. milliþinganefndarinnar um einkasölu á steinolíu yrði felt, og sam- þykti neðri deild 21. þ. m. svohljóð- andi rökstudda dagskrá með 12 atkv. gegn 11: „Deildin treystir því, að landstjórn- in finni, ef á kynni að þurfa að halda, útvegi til þess, að birgja landið með steinolíu gegn viðunanlegu verði, svo sem með því, fyrir milligöngu bank- anna, að stuðla að stofnun innlends fjelags til steinolíukaupa, eftir atvik- um með þátttöku af hendi landsjóðs eftir föngum, og tekur deildin því fyrir næsta mál á dagskrá". í fyrra dag kom frv. frá Jóni Ól„ Egg- P. og Bj. J. frá Vogi, um einka- söluheimild til landsstjórnarinnar á steinolíu, og var nefnd kosin, Jón Ól„ Jón Magn. og Valtýr og var frv. til umræðu í neðri deild og urðu um það heitar umræður. Bj. Kr. kom með þær breytingar, að Lands- bankanum yrði falin einkasalan, en þær voru feldar með öllum atkvæð- um gegn I (hans sjálfs). Frv. var samþykt til 3 umræðu með 14 atkv. gegn 8. Jásögðu: Ben. Sv„ Bjarni, Egg. P„ Ein. J„ H. St„ Jóh. Jóh„ Jón Magn., Jón Ól„ Matth. Ól„ Ól. Br„ Sk. Th„ St. St„ Tr. Bj„ Jón þm. Rv. taldist til meiri hluta: Nei sögðu: Bj. Kr„ H. Hafst., Kr. J„ L. H. B„ P. J„ Sig. Sig„ Valtýr og Þorleifur. — Þriðja umræðan var aftur í gærkvöld og stóð fundur til kl. hálf tólf, og var frv. afgreitt til efri deildar með II atkv. gegn 5. Margir þingmenn voru þá farnir af fundi. Frv. hljóðar svo eftir 3. umr. í nd.: 1. gr. Landstjórninni veitist heim- ild til að kaupa svo mikla steinolíu, sem henni þurfa þykir til að birgja landið, og selja hana kaupmönnum og öðrum (kaupfjelögum, sveitarfje- Iögum o. s. frv.), fyrir það verð, er liðlega svari kostnaði og vöxtum. í þessu skyni veitist stjórninni heimild til að taka það lán, sem á þarf að halda. 2. gr. Meðan stjórnin notar þessa heimild, er engum öðrum leyfilegt að flytja hingað til lands steinolíu, en stjórninni. 3. gr. Stjórnin getur ráðið hent- ugan mann gegn kaupi, er um sem- ur, til að standa fyrir kaupum, sölu og afhending á olíunni. Skal hann bera undir stjórnarráðið til samþykkis pantanirnar, verð og stærð o. s. frv , og gera henni skil fyrir andvirði, svo oft sem stjórnin ákveður. Að öðru leyti setur stjórnin honum reglur og skilyrði. 4. gr. Brot gegn 2. gr. laga þess- ara varða sektum alt að 100,000 kr„ og skal ólöglega innflutt olía upptæk, og andvirðið renna í land- sjóð. Með brot gegn lögum þessum skal farið sem almenn lögreglumál. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og gildi til 1913. Ætlunin er, að málið sje tekið fyr- ir í dag með þingskapa-afbrigðum í efri deild. En þar bera þeir sr. Jens Pálsson og sr. Sig. Stefánsson fram svohlj. þingsályktunartillögu: „Efri deild alþingis ályktar, að skora á landstjórnina, að unðirbúa og leggja fyrir næsta alþing frum- varp til laga um einkasölu, helst lands- einkasölu, á steinolíu, ásamt svo full- komnum skýrslum, sem fáanlegar eru, um alt, er að því lýtur". Samhljóða till. flytja í neðri deild þeir Pj. Jónss., J. Magn. og Jóh. Jóh. Þessar tillögur verða á dagskrá í báðum deildum í eftirmiðdag, og lík- legast talið, að tillagan verði samþ. í efri deild. fingslit. Alþingi verður slitið kl. 12 á mánu- daginn kemur. Frá Svíþjóð lil Hajnarfjarðar á fiskibdt. Á fimtudaginn var símað frá Vest- mannaeyjum, að Carl Trollekapt. væri kominn þangað á litlum vjelarfiski- báti frá Gautaborg í Svíþjóð og hefði verið IO daga á leiðinni. Hafði hann fengið norðanveðrið, sem hjer gekk framan af vikunni, í hafi, og ferðin þó gengið slysalaust. Þykir þetta rösklega gert. Bátinn hafa þeir Aug. Flygenring kaupmaður og Trolle kapteinn látið byggja í Gautaborg. Hann heitir „Hexa“ og er 32 fet á lengd. í honum er hexamótor, sú tegund- mótora, sem Aug. Flygenring aug- lýsir hjer í blaðinu. Trollekapt. ernú 56ára gamalloger frá æsku vanur sjóferðum, fyrst foringi á eftirlitsskipi og sfðan kapteinn á fiski- skipi hjer við land, rjett eftir 1880, og svo við Jótland. Þessa í milli hefur hann svo fengist við ýmislegt annað. Hann var austur í Síam um eitt skeið, og um tíma var hann þingmaður í Danmörku. Nú síðastl. missiri hefur hann verið hjer við fiskiskipasamá- byrgðina, og var hann einnig með- starfandi í því, að koma henni á. í morgun var Trolle kapteinn kom- inn til Hafnarfjárðar á „Hexa" og talaði þaðan við Aug. Flygenring alþm. Hann hafði verið um kyrt í Vestmannaeyjum til að sýna þar bát- inn, og nú er báturinn sýndur í Hafnarfirði. Svo kemur hann hingað. Það kvað vera minsti báturinn, sem farið hefur svo langa leið yfir Atlants- hafið. Farmg'Jaldsfrumvarpid. Fyrir því áhugamáli sínu barðist bankastjóri Björn Kristjánsson á síð- asta þingi. Þá var, eins og allir muna, sjálfstæðisflokkurinn með fullu fjöri og Björn einn af hans fremstu mönnum. En þá vildi þingið ekki líta við þessu frumv. hans, og taldi á því öll tormerki. En hvað skeður? Nú gleipir þingið nær einróma við frumvarpi hans — einmitt þegar nefnd- ur þingmaður er einn í flokki. Hvern- ig ætli standi á þessu? Margt er skrítið millí himins og jarðar. Jóli. Jóhannesson. Aths. Frumvarpið er ekki sama frv. nú og á síðasta þingi, og það hefur verið tekið fram af þingmönn- um, að það sje aðeins lögleitt til bráðabyrgða og sem neyðarúrræði. Rilstj. Ferðasaga af Snæfellsnesi eftir Guðmund Magnússon. XI. (Frh.). Af Eyrarsveitinni hef jeg lítið að segja. Hún er marg-sundurskorin af fjörðum og fjöllum og því ekki eins fljótlegt að fá yfirlit yfir hana og hinar sveitirnar. Jeg fór þar aðeins þjóðleið, og mjer fanst ekki nærri því eins mikið til um hana eins og t. d. Staðarsveit, þó að vel geti verið, að hún sje betri að reyna. Fjöll eru þar há í suðrinu og slúta nærri því fram yfir bygðina sumstaðar, en allir dalir eru opnir fyrir norðannæðingn- um. Grundarfjörður er fríðasti hluti sveitarinnar. Þar standa tvö einkenni- leg fjöll upp úr sjónum, Stöðin og Kirkjufell. Þau eru gamlar eyjar, en eru nú áföst landi. Kirkjufeli er 360 m. (nær 1100 fet) á hæð, hraukmynd- að og mjög þverhnýpt, svo að það líkist kirkju, eða þó öllu heldur ind- versku musteri. Jeg gisti í Gröf í Grundarfirði og reið þaðan morguninn eftir inn að Setbergi, og þaðan sem leið lá inn fyrir Kolgrafarfjörð og á Tröllaháls. Frá Setbergi er einkp.r fögur útsýn yfir innri hluta Grundarfjarðar og út með öllum firðinum að vestan. Kirkju- fel) og Helgrindur eru þar beint á móti, en utar með firðinum er Stöðin, Kvíabryggja og varpeyja í fjarðar- mynninu, sem heyrir undir Setberg. Helgrindur eru og gríðar-háir og brattir fjallakambar, þaktir fönnum, þar sem snjór gatur tollað. — Botn- inn á Kolgrafarfirði gengur langt inn á milli fjallanna. Instu bæirnir við fjörðinn eru nú í eyði og landið gert að afrjett. Tröllaháls er brattur að vestan og gatan óbætt að mestu og illa sneidd. Af hálsinum kemur maður ofan að botni Hraunsfjarðar og er þá kom- inn í Helgafellssveit. Þessir fjarða- botnar eru hver öðrum fegurri. En skuggalegir hljóta þeir að vera á vetrum, því að ekki kemst sól yfir fjallgarðinn fyr en hún er farin að ganga hátt. I botninum upp af Hraunsfirði heitir Árnabotn og bær samnefndur. Líklega er hún þaðan, vísan alkunna: Árni á Botni allur rotni, ekki er dygðin fín, þjófabæli, það er hans hæli, þar sem aldrei sólin skín. Að minsta kosti minnirvísan og ör- nefnið hvað á annað. Maður nokkur innan af Skógar- stönd hafði verið mjer samferða utan frá Setbergi og skildum við á bæj- unum fyrir innan Hraunsfjörð. Þá reið jeg út með fjallinu til Bjarnar- hafnar. Þar býr nú Konráð Stefáns- son, sem fyrir skömmu var ritstjóri „Ingólfs" og sannfært hefur margan mann um það, að bannlögin mundu verða okkur til lítils sóma og enn minna gagns — þó að taka þurfi á betur, ef sannfæra skal alla um það. Konráð var ekki heima, en Ólafur bróðir hans tók mjer vel, fylgdi mjer austur yfir Berserkjahraun og sýndi mjer mannvirki berserkjanna í hrauninu og dys þeirra. Á tveim stöðum, sem jeg kom á þennan dag, hafði danska einokunar- verslunin — óheillasællar minningar — bæli sín. Aðalbælið var í Grundar- firði, sem á amböguíslensku Dana hjet „Grönnefjörd". Stóðu þar versl- unarhús úr timbri og voru lokuð á vetrum, eins og venja var í þann tíð. Þar var það sem Arni Grímsson, sem síðan nefndi sig Einar sterka, braut upp hús til stuldar. — Hitt bælið var Kumbaravogur hjá Bjarn- arhöfn — sem þeir kölluðu „Kum- mervaag" 1 — og var það útibú úr Grundarfirði. Frá Bjarnarhöfn reið jeg inn í Stykkishólm og landferðinni var lokið. (Niðurl.). Leiðrjelt hvalsaga. í 24. tbl. Lögr. þ. á , var sagt frá því að bíirhval 18 álna langan hefði rekið f Grindavík í vor og að menn hefðu ekki litið við honum, heldur látið hann grotna niður í fjörunni. Þessi saga hefði ekki verið Grindvíkingum til neins sóma, hefði hún verið sönn, því að flestum mun hafa fundist það bera vott um mikinn amlóðahátt og ódugnað að hagnýta sjer ekki svona mikið happ, og jeg, sem þekki Grindvíkinga að því að hagnýta sjer einmitt svo vel alt sjófang, að mörg fiskiver vor gætu lært mikið af þeim í þessu tilliti, skildi ekki í því hvern- ig í þessu lá. Nokkru síðar hafði jeg tal af skilríkum sjónarvotti, sem auk þess hafði dregið upp lauslega mynd af hvalnum, og sá jeg þegar, að þetta hlaut að vera andarnefja. Jeg var nýlega á ferð þar syðra og sá höfuðkúpuna af hvalnum, og er enginn vafi á því að það, hefur verið andarnefja. Hún hafði aðeins verið 123/4 alin á lengd (getur orðið c. 15 áln.) og þar að auki úldin, þegar hana rak, svo að hún var í raun og veru lítils virði, úr því að lýsið næst ekki nýtt. Þegar hval þennan rak, var ágætis- afli í Víkinni, og þegar við það bætt- ist, að hvalurinn, sem var lítils virði í sjálfu sjer, átti að skiftast milli allra grasbýlismanna, og jafnvel fleiri áttu hlut í honum, þá er skiljanlegt að menn hlypu ekki upp til handa og fóta að skera hann, því að hlut- ur hvers einstaks í honum var víst miklu minna virði en hluturinn var þá í daglegum fiskafla. Þó var hval- urinn skorinn síðar. 2 menn á staðnum, sem verið höfðu á hvalveiðastöð á Austfjörðum, og sjeð þar búrhval, þóttust þess fullvissir, að þetta væri búrhvalur, og af því kom búrhvalssagan. Annars er búrhvalur allólfkur andarnefju; hann hefur ekkert „nef" eins og hún, en er alveg „þver hníptur" að fram- an, hefur ekkert horn á baki og 40—50 stórar tennur í neðra skolti, en andarnefjan aðeins 2 litlar, sem detta úr gömlum hvölum. Bjarni Sœmundsson. Ritðimarnir. Jeg hef sjeð 4 ritdóma um bækl- ing minn, „Nokkur orð um siðferðis- ástandið á íslandi". — „Lögrjetta", „Bjarmi" og „Heimilisblaðið" fara vingjarnlegum orðum um hann, og skilja hvað vakti fyrir mjer, eða rjett- ara sagt, hvað knúði mig til þess að skrifa þetta rit, þótt jeg vissi vel, að það myndi baka mjer mikilla óvin- sælda og vekja ilt umtal um sjálfa mig; því við íslendingar erum ennþá svo óþroskaðir, að það er leitun á mönnum á meðal okkar, sem geta rætt nokkurt mál með gætni og still- ingu, án þess að fara ekki út í per- sónulegar skammir. Svo ganga get- sakirnar og lýgin fjöllunum hærra. Jeg verð að viðurkenna, að jeg varð alveg hissa, þegar jeg las rit- dóm „ísafoldar" um kverið.-— Greinin er mögnuð skammagrein, auðsjáan- lega skrifuð í reiði, og erþess vegna alls ekki svara verð. Aðeins vil jeg láta fólk vita, að mjer hefur aldrei dottið í hug, að þýða bæklinginn á á útlend tungumál, því jeg álít, að innihald hans komi ekki öðrum við en okkur íslendingum. Jeg furða mig á því, að ritstjóri „ísaf.“ skuli ekki álíta sjálfan sig of góðan til þess, að hlaupa með þessa lýgi um land alt; en jeg fyrirgef hon- um lýgina vegna þess, að hann er auðsjáanlega svo reiður, að hann veit ekkert hvað hann skrifar. Jeg gat ekki annað en hlegið, þegar ritstjór- inn kemur með þá miður góðgjörnu staðhæfingu — til þess að leiða fólki fyrir sjónir, hvaða voða-manneskja jeg sje — að jeg hafi skrifað bækling- inn í því skyni, „að vekja hneyksli og hafa saman peninga". Þetta er í fyrsta skifti á æfinni, sem mjer hetur verið brugðið um gróðafýkn. Jæja, „margur heldur mig sig". Jeg legg mig ekki niður við að svara hártogunum ritstjórans á efni bæklingsins, en það get jeg sagt honum, og fólki yfirleitt, að jeg tek ekkert aftur af því, sem stendur í bæklingnum; jeg get staðið við það altsaman, og jeg hefði getað sagt mikið meira, ef jeg hefði viljað. Mjer hefur verið skrifað, að „Kvenna- blaðið" ausi yfir mig „allra mestu foræðisskömmum". Það kemur mjer ekki að óvörum. — Litlu áður en jeg fór að heiman, mætti jeg frú Bríetu á götunni: „Sælar", segir frú Bríet, brosleit og elskuleg, eins og hún á vanda til. „Jeg heyri sagt, að þjer sjeuð að gefa út bók; þjer megið til með að senda mjer hana strax, þeg- ar hún kemur út; jeg skal skamma yður duglega fyrir hana í „Kvenna- blaðinu"". Jeg sendi frú Bríeti bókina, en hún hefur gleymt að senda mjer blaðið með skömmunum; en það gerir ekk- ert til, því jeg ætla mjer ekki að svara þeim. Það er hægt að hafa mismunandi skoðanir á siðferðismálum sem öðrum málum, og er það eðlilegt, því sumir eru frá náttúrunnar hendi bjartsýnni en aðrir, og sannast þar hið forna máltæki, að „sínum augum lítur hver á silfrið". En að fara út í persónu- legar skammir út af því máli, álít jeg blátt áfram ósæmilegt. Það er mjer mikið gleðiefni, að jeg hef heyrt, að Reykvíkingar sjeu farnir að sjá, hve afar-hættulegir drykkju- klúbbarnir eru fyrir bæinn, og er það gleðilegur vottur þess, að fólkið er að vakna. Við íslendingar megum ekki við því, að missa nokkurn ungan mann eða unga stúlku ofan í sorpið; því „við erum svo fáir, fátækir og smáir" og „Sje nokkur hlutur sorgar-sár, sje nokkuð biturt til, þá eru það horfin œsku-dr ónýt í tímans hyl". Hin rjetta föðurlandsást lýsir sjer ekki í því, að halda hlífiskildi yfir þjóðarlöstunum; að fletta ofan af þeim og vekja almenna óbeit á þeim, er eina ráðið til þess að gera þá landræka. p. t. K. F. U. M. í Vejle 2. ág. 1912. Ingibj'órg Ólafsson. í morgun snemma er sagt að kveðið hafi verið með dimmri rödd á glugg- anum hjá Skúla: „Stígðu, Skúli, stokknum frá, stírur úr augum núðu. í dag vill þingið fregnir fá um förina til Rúðu". Skúli vaknaði. Hann kvað: „Þeir vita nú, að úr mjer er allur dreginn kraftur, því trúi’ jeg ei, þeir taki af mjer tólfhundruðin aftur". En frá glugganum var svarað: „Mundi þar þó miskunnin minst í vændum, trúðu; þú hefur brotið þingsköpin og þú varst kljenn í Rúðu". Skúli kvað: „Það dæmir aldrei þingdeildin, þykist. jeg örugt vita, þó jeg bryti þingsköpin, þegar mjer lá á bita". Að svo mæltu hallaði hann sjer út af aftur og sofnaði. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.