Lögrétta - 28.08.1912, Blaðsíða 3
LOGRJETTA
171
Lögrjetta kemur át á hverjun mifl
vikudegi æinst 60 á íslandi, og auk þess aukablöö viö og viö, blóö als á ári. Verö: 4 kr. árg. erlendis 5 kr. Gjaldda^i 1. júlí.
6. Eyjafjarðarsýslu 130,00.
7-. — Akureyri .... 80,00.
8. — Skagafjarðarsýslu . — 120,00.
9- — Húnavatnssýslu — 120,00.
IO. — Strandasjslu . . — 120,00.
I I. — N.-Isafjarðarsýslu . — 80,00.
12. — ísafirði .... — 50,00.
13- - V.-ísafjarðarsýslu . — 60,00.
14. — Barðastrandarsýslu — 70,00.
•5- — Snæfellsnessýslu — 60,00.
l6. — Dalasýslu . . . • — 60,00.
17- — Mýrasýslu.... — 50,00.
18. — Borgarfjarðarsýslu . — 50,00.
19- — Gullbr.- og Kjósars. — 20,00.
20. — Árnessýslu . . . — 70,00.
21. — Rangárvallasýslu . — 90,00.
22. — V.-Skaftafellssýslu . — 190,00.
23- A.-Skaftaíellssýsla . — 340,00.
24. — Vestmannaeyjum . — 20,00.
25- — Danmörku . . . — 190,00.
3- gr. Nú verður tálmi á þingför
alþingismanns af ís, slysum eða öðr-
um óviðráðanlegum atvikum, og á
hann rjett til endurgjalds á þeim kostn-
aði, er þar af leiðir.
25. Um yfirsetukvennaskóla í
Reykjavík. Yfirsetukvennaskóla skal
setja á stofn í Reykjavík. Námstím-
inn skal vera 6 mánuðir og byrja 1.
október ár hvert Landlæknir skal
vera kennari skólans, og hafa IOOO
kr. á ári fyrir þann starfa. bar að
auki skal ráða 3 yfirsetukonur í
Reykjavík, til að veita námskonuttt
verklega tilsögn; skulu þær fá IOO
kr. þóknun á ári, hver þeirra. Rað-
herra veitir yfirsetukonum þennan
starfa eftir að hafa fengið tillögur
landlæknis Námskonur skulu fá
styrk, sem stjórnarráðið ákveður, alt
að 45 kr. urn mánuðinn, meðan þær
eru við námið. Stjórnarráðið hefur
á hendi yfirumsjón skólans og sem-
ur reglugerð fyrir hann. Allur kostn-
aður við rekstur skólans greiðist úr
landssjóði. Landlæknir ákveður, hver
skuli vera áhöld yfirsetukvenna.
Landssjóður leggur til áhöld í yfir-
setukvennaumdæmin. Lög þessi öðl-
ast gildi 1. október 1912.
26. Um eftirlit með skipum og
öryggi þeirra. (Löng lög í V. köflum).
27. Um einkasölu-heimild lands-
stjórnarinnar á steinolíu.
1. gr. Landsstjórninni veitist heim-
ild til að kaupa svo mikla steinolíu,
sem henni þurfa þykir til að birgja
landið, og selja hana kaupmönnum
og öðrum (kaupfjelögum, sveitarfje-
lögum o. s. frv.), fyrir það verð, er
liðlega svari kostnaði og vöxtum.
í þessu skyni veitist stjórninni
heimild til að taka það lán, sem á
þarf að halda.
2. gr. Meðan stjórnin notar þessa
heimild, er engum öðrum leyfilegt að
flytja hingað til lands steinolíu en
stjórninni.
3. gr. Stjórninni er heimilt að
fela einstökum mönnum eða hluta-
fjelögum innlendum að standa fyrir
kaupum og sölu á olíunni, og hún
má einnig framselja í þeirra hendur
heimild sfna og einkarjett til olíuinn-
flutnings eftir lögum þessum, með
þeim skilyrðum, er hún telur hyggi-
leg og nauðsynleg, þó ekki lengur
en 5 ár.
4. gr. Brot gegn 2. gr. laga þess-
ara varða sektum alt að 100,000 kr.,
og skal ólöglega innflutt olía upp-
tæk, og andvirði renna í landssjóð.
Með brot gegn lögunum skal farið
sem með alment lögreglumál.
5. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg-
ar í stað.
Einkasala á steinolíu.
A laugardaginn kom frv. frá neðri
deild, eins og getið var um í slðasta
blaði, til umræðu í efri deild, og var
vísað til 2. umr, og ákvað forseti,
að sá fundur yrði haldinn kl. 103/4
árdegis á mánudaginn, en það þótti
öllum ljóst, að með því yrði frv.
aldurtili skapaður, þar sem slíta skyldi
alþingi kl. 11 >/2 sama dag. Varþetta
mjög að óvilja deildarinnar, og þótti
henni forseti ganga full-langt í ein-
veldi sínu. Skrifuðu því flestir efri
deildar þingmenn forseta brjef á sunnu-
daginn, og óskuðu þeir að hann flytti
fundinn til kl. 9 um morguninn, og
varð hann við þeirri áskorun, og voru
tveir fundir haldnir í deildinni með
5 mínútna millibili. Breytti efri deild
frv. og kom það því til neðri deildar
til einnar umræðu og var sá fundur
haldinn kl. 10V2. Urðu enn allmikl-
ar umræður um frv. og flutti Bjarni
frá Vogi breytingartillögur í þá átt,
að breyta því í sama horf og neðri
deild skildi við það, en þær voru
feldar með 14 atkv. gegn 8. Lauk
svo málinu, að frumv. var samþykt
sem lög frá alþingi með 13 atkv.
gegn 9. Já sögðu: Egg. P., Ein.J,
Guðl Guðm., Jóh. Jóh., Jón M , Matth.
Ól, Ól. Br, P. J , Sig. S'g., Stef.
Stef., Tr. Bj„ — II Hafst. og J. Ól.
töldust til meiri hlutans. Neisögðu:
Ben. Sv , Bjarni, Bj. Kr , H. St„ J J.
(þm. Rvk ). Kr. J„ L. H. B„ Sk. Th.
og Valtýr. — Þorleifur var ekki á
fundi, var farinn heim til sín.
Yflrlit yflr störf þingsins.
Stjórnarfrv. voru alls 15, og þar
af voru 7 afgr. sem lög, 4 feld og
4 ekki útrædd.
Þingmannafrv. voru 20 samþykt
og afgreidd sem lög, 15 voru feld
og 19 ekki útrædd.
Þingsályktanir voru alls 31, þar at
voru 18 samþyktar, 7 feldar, 2 tekn-
ar aítur og 4 ekki útræddar. — 11
rökstuddar dagskrár voru samþyktar.
Þingslit.
Þlnginu var slitið um hádegi á
mánudag, og hafði það þá staðið yfir
rjettar 6 vikur. Forseti sam. alþ
gaf yfirlit yfir störf þingsins og mælti
að lokum :
„ Að vísu hefur þetta aukaþing
verið haldið vegna þess, að stjórnar-
skrárfiv. var samþykt á síðasta þingi.
En aðalstarf þess hefur verið að finna
leið til að útvega landsjóði tekjur í
skarð þeirra, sem hann missir vegna
aðflutningsbannsins á áfengi, enda
eru þau lög, er að þessu marki stefna,
ein helstu lögin, sem afgreidd eru
frá þinginu að þessu sinni, sjerstak-
lega vörutollslögin. Þá eru og lögin
um lotterí, sem telja má einskonar
happadrátt, ef á land kemur. Það
verða samt eflaust misjafnir dómar
um bæði þessi lög, en einum þýð-
ingarmiklum lögum frá þinginu hygg
jeg að muni verða yfirleitt vel tekið;
á jeg þar við ritsíma- og talsíma-
lögin.
Þá nefni jeg síðast, en ekki síst,
þá ályktun þessa þings, að fela hæst-
virtum ráðherra að leita nýrra samn-
inga um sambandsmálið. Það hafa
orðið þau tíðindi á þessu þingi, að
mikill þorri þingmanna hefur gert
samtök um að reyna að leiða þetta
mál til lykta. í sambandi þar við
hefur það orðið ofan á, að láta stjórn-
arskrármálið bíða þangað til sjest,
hvort líkindi eru til að samningar
takist um samband milli landanna.
Þess óska jeg, og undir þá ósk
vona jeg að allir taki, hvern veg
sem þeir vilja fara í sambandsmál-
inu og hvernig sem þeir líta á það,
að þessu máli Ijúki þannig, að far-
sælt verði fyrir land og lýð“.
Ráðherra stóð þá upp og sagði
þinginu slitið. Þingmaður Isfirðinga
hrópaði: „Lengi lifi konungur vor,
Kristján hinn tíundi!" og tóku þing-
menn undir það með níföldu „húrra".
Sambandsífokliuriiiu.
í stjórn hans voru kosnir á fundi
sfðastl. sunnudag alþingismennirnir:
Aug. Flygenring, sr. Jens Pálsson,
Jón Magnússon og Jón Ólafsson, en
utan alþingis: Guðm. Björnsson land-
læknir, Sig. Iljörleifsson ritstjóri og
Þorsteinn Gíslason ritstjóri.
Ilriuiasf jóriiarflokkuriiiii.
I stjórn hans voru kosnir nú í þing-
lokin: Aug. Flygenring, Eggert
Claessen, Guðm. Björnsson, Jón Magn-
ússon, Jón Ólafsson, Jón Þorláksson,
Þorsteinn Gíslason.
Mámuilys í Þýnkalamli.
Hroðalegt námuslys varð við Boc-
hum í Þýskalandi 8. þ. m. Það kvikn
í námunni, en 150 verkamenn
voru þar inni. Flestir af þeim fórust.
Ferðasaga ef Soæfellsiiesi
cftir
Guðmund Magnússon.
(Niðurl.). XII.
Nú skal jeg að lokum reyna að
gera stuttlega grein fyrir því, hvers
vegna jeg hef verið að skrifa alt
þetta rugl um Snæfellsnes — rugl
get jeg kallað það án þess að blikna
eða blána, því engum er Ijósara en
mjer sjalfum, hve ófullkomið og óná-
kvæmt það er. Jeg hef hripað þetta
upp á hlaupum, gripið í það, þar
sem jeg hef verið staddur í þann
og þann svipinn, og lítinn tíma gefið
mjer til að fletta upp heimildum, þó
til væru. Tilgangurinn hefur ekki
verið að rita ítarlega um þennan
landshluta; til þess þarf miklu meiri
vinnu en jeg hef lagt í þetta; held-
ur var tilgangurinn aðeins sá, að gefa
blaðlesendum litilsháttar hugmynd um
þennaneinkennilega útskaga.sem fæst-
ir þeirra þekkja. Jeg hef aidrei fyrri
sagt frá ferðum mínum hjer á landi
í blöðum, og jeg skal vera gott birn
— og ekki gera það oftar.
En orsökin til þess, að jeg fór að
skrifa þetta, er sú, að Snæfellsnes hef-
ur haft meiri ahrif á mig en flest
önnur hjeruð landsins. Mjer finst jeg
hafa lifad meira á þessum 5 dögum,
sem jeg ferðaðist þar, en á 5 mán-
uðum annars, — sjeð og heyrt meira
og orðið fleira vísari. Ferðin hefur
skilið eftir hjá mjer margt til um-
hugsunar, sem jeg bý lengi að.
Snæfellsnesið er einskonar minkuð
mynd (miniature) af íslandi. Það er
land út af fyrir sig, tengt aðalland-
inu og þó sjálfstætt, gengur fram
milli tveggja höfuðflóa, með ræturn-
ar uppi í öræfum og tærnar úti á
dýpstu miðum. Alt, sem einkennir
ísland, er þar til; nesið er ekki af-
skift í neinu. Þar eru allar þær teg-
undir fjalla, sem til eru á aðal-land-
inu, stuðlabergsfjöll, móbergsfjöll,
líparítfjöll og eldfjöll yngstu tegund-
ar. Hraun eru þar bæði gömul og
ný, og svo er þar einn af mestu og
fegurstu jöklum landsins. Nesið á sín
eigin undirlendi, sína eigin fjallgarða,
firði, eyjar, hafnir, heiðarvegi og fjalla-
skörð. Og það sem mest er um vert,
það á sína eigin sögu, og hana skýr-
ari og viðburðaríkari en flest önnur
hjeruð landsins. Það er land út af
fyrir sig með sama rjetti og ísland í
heild sinni, sjálfu sjer líkt og sjálíu
sjer nægjandi.
En það hetur orðið sorglega út
undan í framförum síðustu áratugi.
Það hefur goldið þess, að það er af-
skekt og út úr þjóðbraut, eins og
aðrir útskagar. Lífæðar landsins
liggja ýmist fyrir ofan það eða fram-
an. Áhugaöldur þær, sem risið hafa
í þeim hjeruðum, þar sem samgöng-
urnar eru orðnar greiðar, hafa lítið
náð þangað. Sveitirnar búa enn að
endurminningum og afleiðingum gam-
allar kúgunar og verslunar-einokunar.
Verslun er enn þá óhagstæð, sam-
göngur óbættar og kyrstaða í öllu —
alt í kaldakoli, og sumstaðar bein-
línis afturför frá því, sem verið hefur
fyrir skömmu. Fjöldi býla er í eyði
og sumar jarðirnar lítið betur setnar
en þó að þær væru í eyði. Veiði-
stöðvarnar góðu undir jökli standa
auðar, þó að ekki sje þaðan nema
fáein áratog fram á fiskimiðin, og
húsin, sem hrófað hefur verið upp í
kauptúnunum, standa verðlaus. Um
það leyti, sem jeg var þar á ferð,
var haldið nauðungaruppboð á þremur
húsum í Ólafsvík. í eitt þeirra voru
boðnar IOOO kr„ sem var langt und-
ir veðdeildarskuld. I hin var alls
ekkert boðið.
Og þó er Snæfellsnesið eitt af
allra-álitlegustu hjeruðum landsins.
Þar hefur aldrei hafts komið. Þar er
veðrátta yfirleitt mild og landgæði
af náttúrunnar hendi betri en í meðal-
lagi. Að vísu er sá annmarki á nes-
inu að norðan, að samgöngubæt-
ur á landi eru þar örðugar vegna
fjalla og fjarða, en þar eru ágætar
hafnir. Sunnan á nesinu er landið
þar á móti skapað fyrir akbrautir.
Allar syðri sveitirnar sýnast prýði-
lega fallnar til kúaræktar, en útsveit-
irnar betur til sauðfjárræktunar við
hlið sjávarútvegsins. En fje og fram-
takssemi vantar og samgöngurnar,
lífæðir landbúnaðarins, vantar. Snæ-
fellsnes þarf að nema af nýju. Þar
þarf að sýna mönnum, hvílíkur feikna
múnur er á ræktuðu landi og órækt-
uðu. Þar þarf, eins og víðar, að rísa
upp samkepni og metnaður, sem gagn-
tekur menn.
Jeg mintist einhverstaðar hjer að
framan á Ræktunarsjóð Islands. Mj'óg
kunnugur maður hefur tjáð mjer, að
tvö síðustu árin hafi hann íullnægt
öllum, sem til hans hefðu leitað, og
ekki óhugsandi, að hann hefði getað
sint fleirum. Það eru hagkvæmustu
lánin til jarðabóta, sem hjer er kost-
ur á, og bændur nota þau ekki til
fulls. Er hægt að hugsa sjer öllu
meiri dauða-svefn? Auðvitað er þessi
sjóður of-lítill, til að fullnægja öllum
þörfum, en vanvirða er það, að láta
hann ekki gera hvað hann getur.
Jeg er þess fullviss, að Snæfells-
nesið, einkum suðursveitir þess, á
mikla framtíð fyrir sjer. Það er svo
fagurt hjerað og byggilegt, að óhugs-
andi er annað en flestum, sem sjá
það, lítist vel á það. Óvíða er fjöl-
breyttari náttúrufegurð hjer á landi.
Eitt af því, sem við íslendingar
| eigum ógert ennþá, er það, að skrifa
i sögulega landafræði landsins (His.-
I Topogr.). Danir sendu hingað mann
fyrir nokkrum árum (Kálund) til þess
að gera það, en verk hans er ófull-
komið og við eigum að vinna það,
en ekki Danir. Okkur stendur það
næst. Snœfellsnes á þar efni í langa
bók.
Byltiiig' á llaifi. í uppreisn,
sem þar er nýafstaðin, var stjórnar-
höllin sprengd í loft upp og í henni
lýðveldisforsetinn, Leconte hershöfð-
ingi. Eltirmaður hans heitir Tranc-
rade Auguste.
Soldáuaskifti í Haroklió.
Mulai Hafid hefur nú lagt niður
völd, en bróðir hans, Mulai Juissef,
er orðinn soldán í hans stað. Völd
hefur hann þó aðeins að nafni, því
Frakkar ráða nú öllu í landinu.
Reykj avík.
Þingmenn, flestallir, eru nú farn-
ir heimleiðis. Dr. Valtýr fór í gær
með skipi til Englands.
Kl. Jónsson landritavi varð fim-
tugur í gær.
líjarni Pórkelsson skipasmiðnr
er nýkominn heim úr ferð til Dan-
merkur, var á Norðurlandafiskisýn-
ingunni í Khöfn, og mun segja frá
einhverju þaðan hjer í blaðinu. Einnig
fór hann til Jótlands, og þar heim-
sótti hann Kristján konung X. á sloti
hans hjá Árósum.
Síra Rögnvaldur rjetursson prje-
dikaði hjer í fríkirkjunni síðastl. sunnu-
dag kl. 5. Þar var húsfyllir og mun
enginn hafa farið þaðan vonsvikinn,
því ræðan var ágæt, enda líka mjög
vel yfir henni látið. Guðsþjónustan
fór öll fram samkvæmt venjum Uní-
tara.
Frá (játiÉm til (iskimik
Mannalát. Dáiner8.júlísl.Margrjet
Pálsdóttir ekkja á Austara-Landi í Öxar-
firði. Hún var fædd 5. okt. 1822,
dóttir Páls Jónssonar bónda í Enni
og í Viðvík f Skagafirði og hálfsyst
ir samfeðra Sigmundar Pálssonar, er
fór úr skóla pereatsárið 1850 og bjó
síðan á Ljótsstöðum í Skagafirði. —
Margrjet giftist norður í Kelduhverfi
Jóhannesi Pálssyni, Vigfússonar, Guð-
mundssonar, Pálssonar. Kona Guð-
mundar og móðir Vigfúsar var Vig-
dís Pálsdóttir á Víkingavatni, Arn-
grímssonar sýslumanns Hrólfssonar.
— Þau Jóhannes og Margrjet áttu 2
börn, er komust upp: Jóhönnu, fyrri
konu Þórðar Flóventssonar bónda í
Svartárkoti í Bárðardal, og Pál óðals-
bónda og hreppstjóra á Austara-Landi
í Öxarfirði, kvæntur Guðrúnu Krist-
jánsdóttur bónda í Leirhöfn, Þorgríms-
Vel þurkaða þðngla kaupir
háu verði Jakob Havsteen; hittist á skrif-
stofu D. D P. A.
Verslimarstörf. Greind og
dugleg stúlka, sem er vön verslunar-
störfum, getur fengið atvinnu. Eigin-
handarbeiðni sendist Lögr. merkt:
Verslunarstörf.
sonar, og hjá þeim hjónum dvaldi
Margrjet alla tíð eftir að hún varð
ekkja. — Margrjet var góð kona og
vel gefin. *
II. júlí síðastl. andaðist á sjúkra-
húsinu á Akureyri húsfrú Helga Stef-
ánsdóttir frá Geirastöðum við Mývatn.
Var hún flutt þangað kvöldinu áður,
og síðan heim aftur á hinum sömu
kviktrjám — af manni sínum, elsta
syni og tveimur vinum. — Banamein
hennar var botnlanga- óg lífhimnu-
bólga. Hún var fædd2i.júní 1866;
gift 27. sept. 1891 Sigurði Sigurjóns-
syni bónda á Geirastöðum. Bjuggu
þau þar síðan. Börn þeirra eru: Stéfán,
20 ára, Jón, 19, Hermann, 15, Björg,
9, og Ólafur Hallgrímur, 4 ára. —
Kona þessi var góð og mikilhæf, og
stóð vel í stöðu sinni. Hennar er
því að verðleikum sárt saknað af öll-
um vandamönnum Á.
Sjálfsniorð. Sigfús Guðmundsson
bóndi frá Austurgörðum í Keldu-
hverfi fyrirfór sjer 25. júlí, með
þeim hætti að hann skar skurð þvert
1 gegnum kálfann, og ljet sjer blæða
út, og var örendur, er hann fanst.
Hann var um áttrætt og vita menn
enga ástæðu til þessa óyndisúrræðis,
segir f brjefi úr Kelduhverfi
RitJregnir Jrá Danmörku.
Georges Rodenbach: Det döde
Brúgge. V. Pio. Verð kr. 3,75.
Bók þessi er svo fallega gefin út
— með vinjettum eftir danska mál-
arann Jens Lund og þýdd á dönsku
af honum og konu hans, og prentuð
á ljómandi pappír — að eingöngu
útlitið mun vera nóg til þess að
margur bókavinur kaupi hana — ef
hún ber honum fyrir augu. Jeg hef
ekki lesið hana á frummálinu, en
danskan á henni er svo vönduð, að
jeg tel víst, að hún sje vel þýdd.
Bókin er auk þessa merkileg — frá
höfundarins hendi. Einkennileg, eins
og bærinn í Flandern, sem hún er
kölluð upp eftir. Hún lýsir sorg
ekkjumanns nokkurs, einmana lífi hans
og ógleymanlegum söknuði, endur-
minningatilbeiðslu hans og hvernig
hann varðveitti alt andlegt og líkam-
legt, sem hann hefur átt saman með
konunni sinni sálugu. Þá mætir hann
alt í einu konu, sem líklist henni ger-
samlega í útliti. Hann kynnist henni
og hún verður ástkona hans — án
þess að hafa hugmynd um að í sál
hans er hún bara einskonar ímynd
eða endurganga dánu konunnar, sem
hann dýrkar og elskar í henni. En
þetta fer átakanlega út um þúfur.
Gula hárið hennar var litað, sál henn-
ar saurug og hún Ijattúðug. Hún
dregur hann á tálar, hann kemst að
því — en fyrirgefur henni þó, í veik-
leik sínum. Hann er auðugur mjög;
hún kemst að því og breytir nú
framkomu sinni gagnvart honum, því
hún ásetur sjer að fá hann til að
eiga sig. Fyrsta sporið í þá. áttina,
er, að hún loksins fær að koma á
heimili hans. Þar standa herbergi
konunnar hans sálugu enn óhreyfð.
Og eftir að liún hefur reitt hann til
reiði, með því að vanhelga helgi-
dóma hans, kyrkir hann hana í öl-
æði, í gulri fljettu af konunni sinni,
sem hann hefur geymt sem dýrgrip,
en hún haft hendur á. Bókin endar
svo, að hann situr yfir líki hennar
og tautar fyrir munni sjer í takt við
klukknahljóðið, er berst inn um glugg-
ann frá kirkjum bæjarins. Bókin er
skrifuð af mikilli mannást og sálar-
þekkingu og eru í henni margar
snildarlýsingar; í raun rjettri er hún
fremur ljóð í óbundnu máli en skáld-
saga.
Gunnar Gnnnarsson.