Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 25.09.1912, Side 1

Lögrétta - 25.09.1912, Side 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SYEINBJARNARSON. Laugaves -311. Talnimi 74. Ri ts tj o ri: fORSTEINN GÍSLASON Þingholtsstræti 17. Talsimi 178. M ^O. ltoykjnvík 35. september 1913. VII. ár^. I. O. O. F. 932099. KB 13. 9. 9. 28. 9. G. Þjóðmenjasaínið opið virka daga kl. 12—2. Laekning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—I. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. ( mán. II—1. Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. 10'/> — 12 og 4-5. tslands banki opinn 10—2V» og 51/.—7- Landsbankinn io1/*—21/.. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, Yflrpjottapmálafærslumaöur. Lækjargata 2. Heima kl. 11—12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappfr og allskyDs ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. fyrir 100 árum. Napóleon mikli i Rússlandi. Septembermánuður 1812 var stór- viðburðamánuður. Þá var Napóleon mikli kominn inn á Rússland með her sinn og hafði þá náð hámarki frægðar og valda, en eftir það fór hamingja hans að hallast. Orusta hafði staðið hjá Smolensk í ágúst og hinn mikli og sigursæli franski her hjelt áfram ferðinni aust- ur eftir og áleiðis til Moskvu undir yfirstjórn keisarans sjálfs, sem var svo frægur hershöfðingi, að honum varð eigi jafnað við aðra en mestu herkonunga fornaldarinnar. Rússar voru einráðnir í að duga vel. Fjandskapar’nugur gegn Frökk- um og keisara þeirra fylti bæði æðri menn og lægri. Alexander keisari hafði sagt í Vilna 26. júní um sum- arið, þegar herftrð þessi var að byrja, að hann semdi ekki frið fyr en síð- asti franski dátinn væri rekinn til baka yfir Njemen. Þessi ummæli voru höfð eftir honum í öllum ber- sveitum Rússa og bæði þar og hjá þjóðinni allri var látið vel yfir þeim. Kutusof hershöfðingi Rússa ljet undan sfga þar sem Frakkar hjeldu fram, en sífeldar skærur voru þó milli herflokkanna. Rússar höfðu nægar vistir og næg flutningatæki, því landsbúar vildu heldur selja þetta í hendur löndum sfnum en láta það verða herfang Frakka. Napóleon hitti því hvervetna fyrir á leið sinni rúin landsvæði og vistaskorturinn varð með hverjum degi tilfinnanlegri í her hans. Murat kvartaði um, að hestarnir væru orðnir lasburða, en Napóleon svaraði því svo, að það hlyti að vera af þvf að þá vantaði íöðurlandsást, Úr þvf að dátarnir berðust vel, þótt þá vantaði fæði, en hestarnir yrðu undir eins ónýtir, ef þeir fengju ekki hafra. Altaf fækkaði Iið Frakka, bæði við mannfallið f smáorustunum, en þó mtira vegna ills viðbúnaðar og vistaskorts. Sá flokkurinn, sem sfð- astur var í franska hernum, hafði 19. ág. verið að tölu 13,500 menn, en 2. sept. var talan þar komin nið- ur í 9000. Þriðji hver maður var fallinn, þótt engin hefði verið orust- an, svo að teljandi væri. En Kutusof fjekk stöðugt nýjar og nýjar hersveitir, óþreyttar. Ijjks kom svo að hann hugði sjer óhætt að ráða á Frakka og reyna að hefta til fulls ferð þeirra áður þeir kæm- ust til Moskvu. Hann skipaði því hersveitum sínum í veg fyrir Frakka hjá Boródínó, sem var dálítið sveita- þorp við aðalveginn frá Smolensk til Moskvu. Þetta var 5. september, og Rússar voru þar 120 þúsundir. Hægra fylkingararmi stjórnaði Mile- radovitsj hershöfðingi, Dochturof mið- hernum og Bagration fursti, hinn hraustasti maður, vinstra fylkingar- armi. Höfðu þeir látið eftir allmik- inn her nær Frökkum, við Schevar- dínó, og ætluðu Napóleoni að fylkja þar her sínum, svo að þeir sæu þar skipun hans áður en til aðalorustunn- ar kæmi. Napóleon ljet her sinn halda fram í 3 deildum. Miðhernum stýrði hann sjálfur, vinstri arminum Eugen prins, en hægri arminum Pólverjinn Ponia- towsky. Þegar um kvöldið 5. sept. hófst viðureignin, og hrukku Rússar þegar fyrir frá Schevardfnó og til aðalstöðvanna hjá Boródínó. Næsta dag var undirbúningur undir hina miklu orustu við Borodínó. Báðir hershöfðingjarnir sendu út ávörp, hvor tilsínshers. Kutusof ljetberaumMaríu- líkneski ogtalaði til trúartilfinninga liðs- manna sinna. Hann kallaði Napóleon „harðstjóra, sem eigi ljeti sjer nægja að eyðileggja sköpunarverk drottins, held- ur og brytist inn í sjálfan helgidóm- inn og blettaði hann blóði, ryddi um koll ölturum og svífðist jafnvel eigi að saurga hina helgustu dóma". Napóleon skrifaði aftur á móti stutt og gagnort ávarp til hetmanna sinna, svohljóðandi: „Þarna fáið þið bardagann, sem þið hafið svo lengi æskt eftir. Sigurinn er undir ykkur kominn. Okkur er hann nauðsynlegur. Komið þið nú fram eins og þið gerðuð við Austerlitz, Friedland, Vitebsk og Smólensk og látið eftirkom- andi kynslóðir benda með stolti á fram- göngu ykkar og segja: Hann var einn af þeim, sem börðust ( hinni miklu orustu undir múrum Moskvuborgar". Franski herinn tók hrifinn við þessu ávarpi. Það var eins og talað út úr huga hvers manns. Nóttina milli 5 og 6. sept. fylktu báðir liði sínu. Napóleon var á hest- baki kl. 5V2 um morguninn. „Þetta er Austerlitz-sólin", sagði hann, reið upp á Schevardínóhæðina og stýrði þaðan bardaganum. Kl. 6 hófu Frakkar skothríð á óvinaliðið. Ein fylkingin gekk fram eftir aðra undir stjórn hinna frægu, frönsku hershöfð- ingja, og eftir fyrirsögn Napóleons sjálfs. En mótstaðan var hörð. Þó var komið svo um hádegi, að Napó- leon taldi sjer sigurinn vtsan. Að orustunni lokinni lágu 45 þúsundir Rússa fallnar á vígvellinum °& 2S þúsundir Frakka. Og ekki höfðu fyrirliðarnir hlíft sjer. Frakk- ar mistu 10 hershöfðingja og 39 voru særðir. Eftir þessa orustu hjelt Napóleon viðstöðulaust her sínum inn í Moskvu, því Rússar rýmdu þaðan eftir ósig- urinn, en eyddu landið alt um kring svo að Frakkar gátu ekki haft vetr- arsetu í borginni, eins og ætlun Napóleons hafði verið, vegna vista- skorts. Hjelt hann svo vestur á leið aftur um veturinn, en misti á þeirri för meginhlutann af her sínum. Veturinn var harður og sultur, kuldi °g þreyta eyddi hernum, auk þess sem rússneskir herflokkar sóttu að honum viðjhvert tækifæri á allar hliðar. Var þetta byrjunin til ófara Napó- leons á næstu árum. Ásgeir G. Ásgeirsson etatsráð frá ísafirði andaðist, eins og áður er getið, úr hjartaslagi í Khöfn 14. f. m. Eru hjer tekin upp helstu æfiatriði hans jeftir „Vestra" frá 31. ágúst: Hann var fæddur á ísafirði 8. sept- ember 1856. Foreldrar hans voru Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður og Sig- ríður Jensdóttir kaupm. Sandholts. Ásgeir kaupm., faðir Ásg. heit. etats- ráðs, var fyrst lengi hákarlaskipstjóri og var oftast nefndur Ásgeir skip- herra, og byrjaði verslun á ísafirði árið 1852 og reisti skömmu síðar verslunarbúð þá, sem verslunin er rekin í ennþá. — Ásgeir kaupmaður var hygginn fjáraflamaður og heppinn í verslunarefnum og varð brátt vel fjáður. Hann ljetst skyndilega í Khöfn í september 1877, tæplega sextugur að aldri, en ekkja hans, frú Sigríður, er enn á lifi, háöldruð. Börn þeirra, auk Asgeirs Ásgeirssonar, voru: Lovísa, fyrri kona Árna versl- unarstjóra Jónssonar (d. 1882), Guð- rún, kona Jóns heit. kaupm. Magnús- sonar (d. 1911), María, kona J. M. Riis verslunarfulltrúa, og Anika, er dó ung. Ásgeir ólst upp hjá foreldrum sín- um og var við verslun föður síns á sumrum, en á skrifstofu hans ytra á vetrum, og verslunarfræði mun hann hafa numið í Khöfn á þeim árum. Úm það bil er Ásgeir eldri ljetst tók Árni Jónsson kand. theol. við forstöðu verslunarinnar hjer innan lands, en Ásgeir heit. etatsráð hafði stjórnina á hendij.ytra, og hefur það verið svo lengst um síðan. Fyrir ýmsum nýbreytingum gekst verslunin á fyrri árum. Einna fyrst- ur mun Ásgeir hafa látið leggja spor- braut um verslunarlóðina til fisks og vöruaksturs; hafskipabryggja, mynd- arlegri en þá tíðkaðist, var bygð og þilskipaútgerð rekin í stórum stíl, eftir því sem þá gerðist. Gufubátinn „Ásgeir litla" keypti Ásgeir í kring- um 1890 og hóf hann fyrst póst- ferðir um Djúpið 1891. Sfðar keypti hann stórt gufuskip, á stærð við milliferðaskip Samein. fjelagsins, og nefndi það „Á. Ásgeirsson" og hef- ur það verið í förum fyrir verslunina síðan. Brauðgerðarhús hefur versl- unin rekið lengi á ísafirði og íshús ljet hún reisa með hinum fyrstu þar. Hvalveiðastöð reisti Á. Asgeirsson á Uppsalaeyri við Seyðisfjörð vestra, en flutti hana síðar austur á Eski- fjörð og rekur þar hvalveiðar síðan. Byggingar verslunarinnar eru, eins og kunnugt er, afarmiklar, og lóðir, sem þeim fylgja, en ekki hefur þó verið aukið neitt við þetta síðustu árin. Útibú hefur verslunin nú á fimm stöðum vestanlands: Flateyri, Súg- andafirði, Bolungarvfk, Arngerðar- eyri og Hesteyri, auk aðalverslunar- innar á ísafirði. Auðvitað er það ekki Ásgeiri Ásgeirssyni einum að þakka, hve verslunin hefur eflst, en við nafn hans er það tengt eigi að síður. Ásgeir Ásgeirsson var gildur meðal- maður á hæð, þrekvaxinn og vel á sig kominn. Hann var bráðlyndur nokkuð en þó hreinskilinn, og sagði afdráttarlaust það, sem honum bjó í brjósti. Og þó mönnum fyndist hann nokkuð hranalegur stundum, þá mun hann þó hafa verið einlægur við þá sem hann gaf sig að og hafði mök við, og tryggur og vinfastur mun hann hafa verið. Dómum almenn- ings skeytti hann víst lítið og ljet sig líka aðra litlu skifta. Gleðimað- ur var hann hins vegar þegar því var að skifta og risnumaður, og hafði gaman af að sitja að sumbli. Dug- legur var hann og ósjerhlifinn við störf sín, þegar hann gekk að þeim, og vildi að aðrir ynnu af kappi. —- Ásgeir Ásgeirsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Laura, dóttir Hólms verslunarstjóra á ísafirði; þau giftust 10. ágúst 1880. Hún Ijetst 12. febr. 1904. Síðari kona hans var María, dóttir Bahnsons yfirhers- höfðingja og fyrv. hermálaráðherra, en hún ljetst rúmu ári eftir að þau giftust, á öndverðu ári 1908. Bæði hjónaböndin voru barnlaus, en hann ól upp að miklu leyti Ólaf, son Þor- valdar læknis Jónssonar á ísaf., nú verslunarm í Hamborg, og Margrjeti, sem dvalið hefur hjer á landi með honum á sumrin. Hann var riddari af Dannebrog, og etatsráðsnafnbót fjekk hann árið 1907. Stærsta lierskip heimsins á nú að byrja að byggja í haust í Eng- landi. Stærðin 30 þús. tonn, lengdin 700 fet. Lestrarfjelag kvenna í Reykjavik. Fjelagsskapur þessi er nú bráðum ársgamall Starfsemi hans hófst síð- astl. haust. Hafði hann þá bækistöð sína í húsi K. F. U. M , en flytst nú þaðan í gamla kvennaskólann og fær þar betra og rýmra húsnæði en hann áður hafði. Fjelagið á um 300 bindi bóka, ýmsar góðar bækur og tímarit, og leggur stund á það, að bækur þær, er það á, sjeu bæði til fróðleiks og skemtunar. Nú er í ráði, að færðar verði út kvíarnar, því ákveðið er að stofna barnalesstofu í sambandi við lesstofu kvenna. Hefur fjelagið von um lftils háttar styrk úr bæjarsjóði; enda munu allir viðurkenna, að nauðsyn sje á slíkri batnalesstofu. Barnalesstofan er eink- urn ætluð þeim börnum, er erfitt eiga með að læra skólalærdóm sinn heima; mega þau koma þangað með skóla- bækurnar sínar, og þegar þau hafa lært það; er þeim er sett fyrir, fá þau að lesa í bókum þeim, er fje- lagið á og við barnahæfi eru. Með þessari barnalesstofu vinsttvent: börn- in geta þar lært lærdóm sinn í næði, og fá góðar bækur að skemta sjer við. Er hið síðara engu síður mikils vert en hið fyrra, því full þörf er þess, að eftirlit sje haft með því, hvaða bækur börn lesa. Því miður eru til á íslensku margar þær bækur, er eigi eru hollar börnum til lesturs. En fjelagsskapur þessi er trygging fyrir því, að slíkar bækur verða eigi hafðar á boðstólnm. Eins og að líkum lætur, er fjelags- skapur þessi, sem enn er rjett í byrj- un, heldur illa efnum búinn, en þarf- irnar margar. Árgjald fjelagskvenna er 3 kr. og þær eru nú orðnar um 100 að tölu. En góðar bækur eru dýrar, og því ærið nóg við þetta fje að gera. Þær konur, er styrkja vilja gott málefni, og um leið eiga að- gang að góðum bókum, ættu því að ganga í Lestrarfjelag kvenna. Ósk- andi væri, að bóksalar og bókaútgef- endur sýndu fjelaginu þá velvild, að senda þvf bækur. Ýmsar góðar ís- lenskar sögubækur mundu sjerstak- lega með þökkum þegnar. Nú hefur fjelagið mikla þörf fyrir þess háttar bækur, því gaman væri að barna- lesstofan yrði sem fjölskrúðugust, þ«g- ar hún tekur til starfa, sem væntan- Iega verður áður langt um líður. 11. sept. 1912. Inga Lára Lárusdóltir. llovdenak rádherra. Verknaðarmálaráðherra Norðmanna, Brænne, sagði nýlega af sjer, og í hans stað tók við því ráðherraem- bætti í Bratliesráðaneytinu Hovdenak verkfræðingur, sá er fyrst kom vega- gerðinni hjer á landi í það horf, sem sfðan hefur verið fylgt. Hann var hjer sumurin 1884 og 1886 til þess að kynna sjer skilyrði fyrir vega- gerð hjer á landi, og hafði alþingi beðið vegamálastjórn Noregs að út- vega mann til þess starfa. Verk Hov- denaks hjer reyndist vel. Hann var þá ungur, þrítugur, eða v»l það, fædd- ur 1854. Við stjórnmál hefur hann ekki fengist fyr en þetta, en hefur þ® jafnan verið hægrimaður. Málfærslukona. Nýlega tók ung stúlka í Róm lögfræðispróf, Teresa Labricola að nafni, og hefur síðan fengið aðgang að málfærslustörfum þar við dómstólana. Hún er fyrsta konan þar í landi, sem þetta tekur fyrir.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.