Lögrétta - 25.09.1912, Qupperneq 3
L0GRJETTA
189
re©*
41
41
Spánnýjar vorur
fyrir haust og vetur 1912.
Nýkomnar til landsins
og1 nýiippteiíiiai*.
Karlinannafatnadir, ljómandi fallegir,
frá London og Berlín; nýjasta snið og
litir. Verð frá 12,50—45,00.
Fatacfni, «nsk, viðurkend best í lieimi.
Frábært úrval. Nýjasta tíska.
Vetrarfrakkar frá þeim allra ódju'ustu
(kr. 11,00) alt að þeim allra prýðilegustu
ensku úlstruin (kr. 65,00).
Enskar Waterproof kápur, ósköpin
öll á boðstólum. Nj'jar gerðir, snið og
litir. Verð frá 12,50—36,00.
Þad borgar sig áreiðanlega, að
skoóa nýju vörurnar, áður en
keypt er annarstaðar!
Skoðið sýniii<*ai,i*lug,!»-
ana þessa dagana!
Föt frá 12,50—45,00 ’ Vetrarfrakkar 11,00
c2rauns varsíun &Cam6org, Jléalsírccti 9.
a>(b
a)(s
sbr.
ársatidi í febrúar síðastl. vetur,
14. ;(tbl. Lögr. þ. á.
Heyskapur austanfjalls hefur í
sumár verið í besta lagi og nýting
ágæt, nema eitthvað hrakið af töðu
hjá þeim, sem fyrstir byrjuðu, segir
„Suðurl". frá 14. þ. m. og bætir við,
að víða muni sláttuvjelarnar eiga
drjúgan þátt í þessum heyafla.
íorláksliöfn. Svo er að heyra á
„Suðurl." frá 14. þ. m. sem það ætli
að ekkert muni verða úr stórvirkjum
þeim, sem sagt hefur verið að til
stæðu frá Frökkum í Þorlákshöfn.
Kveðja. Sölvi Sölvason frá Langa-
mýri í Húnavatnssýslu kvað, er hann
fór frá íslandi til Ameríku fyrir 30
-—40 árum ; .
»Er á fallinn bráður byr,
bíða hljóðir vinir.
Verið allir alsælir
íslands góðu synir«.
Þessa vísu bað kona, er vestur fór
í sumar, Lögr. að flytja sem kveðju
frá sjer til kunningjanna, en það hef-
ur gleymst til þessa.
V onbrigði.
Það urðu vonbrygði mikil hjá and-
banningunum nú í sumar, er þeir
sáu hvernig fór með atkvæðagreiðslu-
tillöguna. Þeir toldu sjer vissan
meiri hluta í þinginu nýkosna á móti
banninu og fóru ekki dult með þá
skoðun sína.
1 Eins og mönnum er kunnugt, fór
þetta á alt annan veg en þeir höfðu
ætlað og því veður G(unnar) E(gils-
son), síðasti andbanningaritstjóri „Ing-
ólfs" fram á yígvöllinn 17. þ. m. í
blaðinu og ætlar alt um koll að
keyra.
Hann harmar það sáran, að skoð-
anabræður hans á þingi skuli ekki
hafa lagt meira „kapp á að gefa
þjóðinni kost á að hrinda af sjer
þrælalögunum, en raun varð á".
Það var engin furða, því þeir munu
sennilega hafa sjeð þar mörg ljón
á veginum þegar þeir fóru að at-
huga málið með stillingu; en það
er engin von að G. E.. skilji það,
enda bætir hann við í barnslegri
einfeldni: „Þeir hafa vafalaust haft
sínar ástæður til þess".
Hann telur ástæðurnar á móti til-
lögunni hinar auðvirðilegustu, og bend-
ir á þá ástæðuna, að lögin eigi að
sýna sig og reynsla eigi að fást um
þau. Þessu mótmælir hann ekki,
sem ekki er von, með neinum rök-
um, en segir tillögunni til stuðnings,
að „af þeim h. u. b. 13000 manns,
sem kusu til alþingis* 1) 1908, greiddu
1) Auðkent af mjer. J. Á.
1) Þessa villu hefur hr. G. E. leiðrjett
í „Ingólfi" í gser. Ristj.
aðeins rúm 8000 atkvæði um bann-
ið. ... Þá voru með öðrum orðum
um 5000 manns af þeim, sem at-
kvæði greiddu við kosningarnar, sem
ljeta bannið afskiftalaust. Öll ástæða
er nú til að ætla að flestir þessara
manna hafi verið banninu mótfallnir".
Hann fer þar vísvitandi með ósann-
indi, að 13000 hafa kosið við kosn*
ingarnar 1908; það voru 8155, sem
kusu, en það mun láta nærri að kjós-
endur allir á landinu hafi verið um
13000. Þessi 5000 mættu því aldrei
á kjörfundum og getur G. E. því
ekki sagt, að þeir hafi fremur látið
bannið afskiftaiaust en stjórnmálin,
því þeir sintu hvorugu. Við, bann-
menn, höfum fylsta rjett til að reikna
okkur hlutfallslega jafnmarga af þeim
og við vorum við atkvæðagreiðsluna,
eða 60% En til þess að þóknast
G. E., þá gætum við náttúrlega lát-
ið þessi 5000 falla sínum herra og
talið þau hvergi; þeir hafa hvort sem
er afsalað sjer öllum afskiftum að því
sinni bæði af banninu og stjórnmál-
unum.
Við höfum aldrei haft á móti at-
kvæðagreiðslu í sjálfu sjer og höfum
alls eigi verið hræddir við hana; en
við höfum haldið því fram, að það
væri nwdgun við þjóðina, að spyrja
hana áður en reynsla væri fengin um
lögin. Til þess að slá niður þessa
rjettmætu staðhæfing, tekur hann
þetta meistaralega dæmi;
„Rjett til fróðleiks, til að sýna sam-
ræmið, mætti geta þess, að allflestir
af þeim þingm., sem þannig þykjast
hugsa, munu vera „bræðings-menn",
og telja það ekki móðgun við þjóð-
ina að spyrjast nú á ný fyrir um
vilja hennar um „grundvöllinn frá
1908", og er þó nákvæmlega jafn-
langt síðan þessi tvö mál voru lögð
undir atkvæði þjóðarinnar".
Sá er munurinn á þessum tveim
málum, að annað er komið að nokkru
leyti í framkvæmd og orðid að lög-
um (bannlögin), en hitt er ekki orðið
að lögum ennþá og því síður komið
í framkvæmd, og þess vegna er opinn
vegur til þess að spyrja þjóðina um
vilja hennar í því máli. Það mundi
líklega mörgum þykja kynlegt atferli,
ef sambandslögin hefðu verið ný-
komin í gildi og tæplega eða alls
ekki búin að fá neina reynslu, að þá
hefði strax átt að fara að spyrja
þjóðina, hvort hún vildi nú ekki hafna
öllu saman, ganga á bak orða sinna
og heimta aftur numið úr gildi það,
sem hún var nýbúin að samþykkja
og enga ástæðu búin að fá til að
byggja á slíka kröfu. Það verður
ekki annað sjeð, en að þeir þing-
menn, sem G. E. er að álasa fyrir
ósamkvæmni, hafi einmitt verið í
þessum atriðum samkvæmir sjálfum
sjer. — Þegar jeg las þessa klausu,
þá datt mjer strax í hug þessi spurnj
ing: Hvað hefur aumingja maðurinn
í höfðinu?
Hann segir, að t>allur fjárhags-
vodinn, sem tvö sidustu þing haji
verið að rembast við að bœta úr,
staji af bannlögunum'í. Og hann
segir ennfremur, að »milliþinganefnd-
inni frá 1911 teljist svo til, að að-
Jiutningsbannið skerði tekjur land-
sjóðs um V2—3/4 miljón króna á
fjárhagstímabili«.
Nefndin viðurkennir þó, að tollurinn
hafi ekki numið meiru en um 360
þúsund krónum á fjárhagstímabili, en
setur þær tölur, sem G. E. vitnar í,
í neðanmálsklausu sem ágiskun, til
þess líklega að siga fíflunum út á
foræðið og láta þau ota fram ósann-
indunum.
Hann segir líka, að milliþinganefnd-
in hafi verið sett vegna bannlaganna.
Hún var sett til þess að finna nýjar
tekjur handa landsjóði, og það þurfti
að gera, hvort sem bannið var sam-
þykt eða ekki.
Alt, sem hann segir þessu viðvíkj-
andi, er því hrein og bein ósannindi
og endileysa tóm. Það getur hver
og einn sannfærst um, sem athugar
þessi atriði með skynsemi og still-
ingu.
En jeg skil það ofboð vel, að þeim
sje gramt í geði núna, andbanning-
unum, eftir öll þessi vonbrigði, því
þeir voru búnir að hugsa sjer gott
til glóðarinnar. Svo reka þeir aum-
ingja Gunnar út á galeiðuna með
þessi dásamlegu gögn í höndunum,
sem hjer hafa verið sýnd að framan,
og láta hann svo verða sjer til mink-
unar frammi fyrir lýðnum og beran
að ósannindum og skilningsleysi á
því, sem hann er að tala um.
Það er ill meðferð og ómannúðleg
á manntetrinu.
Jón Árnason.
Tíl Hjalta skipstjóra,
er hann fjekk drægilinn »April«.
Halt uppteknum, Hjalti,
hætti’, er ferð að drætti1),
drægill1) hafsins hrifsi
hjörð, og farsæll verði;
apríl aldrei hlaupi
„Apríl" þinn nje tapi.
Vitum, eftir vetur2)
vor3) er næsta sporið.
-------- B. B.
1, 1) Dráttur (sbr. ádráttur, fiskidrátt-
ur, happdrætti o. s. frv.) eæti komið 1
stað enska orðsins: trawl. Trawler verð-
ur þá drægill. — Tog, togari bendir
fremur til gaigleysis.
2) Mars og apríl. 3) Maí.
Haustútsalan
hjá Árna Eiríkssyni
heldur enn áfram.
Reykjavík.
Lögfræðislegar leiðbeiningar
ætla lagakennar háskólans að veita
almenningi ókeypis, það háskólaár
sem nú fer í hönd, á hverju laugar-
dagskvöldi kl. 7—8. Þetta er boð,
sem margir geta haft gagn af og ættu
því að nota sjer sem mest og best.
Tíminn er tekinn upp í minnislistann
hjer fremst í blaðinu.
Bæjarfógetaskrifstofan er nú
flutt í hið nýja hús Jóns Magnússon-
ar bæjarfógeta við Hverfisgötu. Inn-
gangur til skrifstofunnar er í vestur-
gafli hússins, en aðalinngangur til
þess í suðurhlið. Alt er þetta hús
sjerlega vel vandað, og skrifstofurn-
ar rúmgóðar og bjartar. Húsið er
steinhús, með steyptu lofti, en alt
þiljað innan.
Giftingar. Síðastl. föstudag voru
gefin saman í hjónaband Lárus Fjeld-
steð yfirrjettarmálaflm. og Lovísa
Ágústsdóttir Thorsteinsens kaup-
manns.
Nýlega giftust og hjer í bænum
Bjarni Jónsson ritstjóri Bjarma og
Valgerður Einarsdóttir frá Tannstaða-
bakka í Húnavatnssýslu.
Botnyörpuskipin. Síðasta sala
þeirra á afla í Englandi er þessi:
„Bragi" seldi fyrir 606 pd. sterl.,
„Baldur" fyrir 500, „Mars" fyrir 631
og „Skúli fógeti" fyrir 769 pd. sterl.
„Apríl" er ytra og selur á morgun.
„Bragi" fór aftur út í fyrradag.
Landstjórninni stefnt. Þorvald-
ur Pálsson læknir, sem nú er sestur
að hjer í bænum, hefur stefnt ráð-
herra fyrir hönd landstjórnarinnar til
þess að greiða sjer eftirlaun. Þ. P.
sótti um lausn frá embætti með eftir-
launum síðastl. vetur, en stjórnin vildi
eigi veita eftirlaunin. Kröfu sína
byggir hann á vottorðum frá ýmsum
s læknum, bæði hjer og erlendis.
Silfurbróðkaup hjeldu þau Þór-
j hallur biskup Bjarnarson og frú hans,
Valgerður Jónsdóttir, 16. þ. m. Frú-
in hefur nú lengi verið þungt haldin
af veikindum og gat eigi haft fóta-
ferð silfurbrúðkaupsdaginn.
Horniann Stoli, svissneski ferða-
maðurinn, sem fyrir hrakningunum
varð í ágústhretinu í sumar, fór heim-
leiðis hjeðan í síðastl. viku, og var
þá orðinn lieill heilsu.
Brynjólfur Porláksson organisti
við dómkirkjuna hjer hefur sagt starf-
inu lausu frá næsta nýári.
Dáinn er nýlega hjer á Landa-
kotsspítalanum úr taugaveiki Elliði
Nordal Guðmundsson búfræðingur,
dugnaðarmaður á besta skeiði, sonur
Guðmundar Magnússonar á Geithálsi.
Nýr botnvörpungur er væntan-
legur hingað von bráðar, sem heitir
„Ingólfur Arnarson", og er Pjetur
Thorsteinsson eigandinn og einhverjir
fleiri í fjelagi með honum. Skipið
er smíðað í Englandi og Landsbank-
inn kvað hafa lánað fje til þess.
Aftur á móti kvað það ekki vera
rjett, sem nýlega var sagt hjer í blað-
inu, að Vestmanneyingar væru að
láta byggja botnvörpuskip í Eng-
landi.
Sekt fyrir ólöglegar TÍnveiting-
ar fjekk brytinn á „Austra" nýlega,
250 kr. Var kærður fyrir veitingar
í síðustu för suður hingað frá Aust-
fjörðum.
tír ferðalagi um öræfi og óbygðir
komu í gær hingað þýsk hjón, Trautz
prófessor frá Heidelberg og frú hans.
Fylgdarmaður þeirra hefur Ögmund-
ur Sigurðsson verið. Þau voru á leið
til Norðurlands um Kjalveg er ágúst-
hretið skall yfir, og fengu þar snjó-
veður og ófærð. Síðan ferðuðust þau
um Norðurland, og svo aftur þaðan
um fjöll og óbygðir suður.
Altaf nýtt og nýtt í Edinborgar-
1 auglýsingunni hjer í blaðinu.
Tæklfeeriskaup fæst nú þegar
á stórum og góðum stofulampa, (hengi-
lampa) 20 1. Ijósmagn. Ritstj. ávísar.
€*ott og; ódýrt fæði og þjónusta
fæst í Vesturbænum. Ritstj. ávfsar.
Umkvörtun hefur Lögr. fengið frá
manni (S. K. P.), sem heima á í
húsinu nr. 8 við Bergstaðastræti, um
það, að ekki sjeu lagðar skolprennur
frá húsinu, þótt ræsi sje komið í
strætið. Segir hann, að fólkið sje neytt
til að hella skólpi í kálgarðinn, enda
sje taugaveiki komin upp í nálægu
húsi.
Skolpræsi var lagt í nokkurn hluta
Bergstaðastrætis í sumar, en þar sem
ræsi eru komin í götur eru húseig-
endur skyldir til að leggja til þeirra
rennur frá húsunum, og á heilbrigð-
isnefnd að sjá um, að svo sje gert.
Taugayeiki gengur nú á nokkrum
stöðum í bænum. Páll Zóphónías-
son kennari á Hvanneyri veiktist hjer
fyrir nokkru og var þá til húsa hjá
Pjetri bróður sínum. Sfðan hafa þau
fengið veikina bæði, Pjetur og kona
hans, og liggja nú á spítala, en Páli
er að batna.
BjörgunarbAtur. Hreyfing er nú
einhver komin á það mál hjer í bæn-
um, að koma upp björgunarbát, eins
og oft hefur áður verið um talað að
þörf bæri til, einkum þó eftir slysið
hjá Viðeyjarskerjum fyrir nokkrum
árum.
Bæjarstjórnin. Aukafundur 14.
sept. um hafnargerðina, sem áður er
frá skýrt.
Fundur 19. sept. Samþ. við 2.
umr. að verja alt að 400 kr. til við-
gerðar Bröttugötu frá Aðalstræti upp
fyrir Bíó gegn því, að Jóh. Jóhannes-
sori leggi fram alt að helmingi kostn-
aðarins.
Hafnað tilboði J. Zimsens um sölu
á brunnhúsinu á Lækjartorgi með lóð ‘
fyrir 300 kr.
Samþykt að breikka Lækjargötu
upp á túnblettina austan megin, svo
að hún verði 20 álna breið, og stækka
i einnig Lækjartorg upp á Stjórnar-
ráðsblettinn, — en lækurinn er nú
gerður að holræsi og yfir hann þakið.
Er svo um búið, að hægt verður að
veita vatni úr tjörninni, og upp í hana
aftur hreinum sjó, svo að úr þessu
á hún að verða slýlaus og hrein, og
sparast svo með lækjarviðgerðinni
það verk, að moka upp tjörnina, sem
ella hefði verið óhjákvæmilegt.
Kosnir virðingamenn til brunabóta
fyrir tímabil frá 1. okt. 1912 til. 1.
okt. 1913 trjesmiðirnir Hjörtur Hjart-
arson og Sigv. Bjarnason (báðir endur-
kosnir). ,
Þessar brunab.v. samþ.: Hús Guðm.
Egilssonar við Laugav. 101,064 kr.,
viðbygging við nr. 3 í Baldursg.
3510 kr., nr. 10 B við Vesturg.
12,472 kr., nr. 14 við Tjarnarg.
16,186 kr.
Tóm látalæti. „Ingólfur" læt-
ur í gær sem sjer renni til rifja það,’
sem sagt var í smágrein í síðasta
tbl. Lögr. um B.J. fyrv. ráðherra, en
samsinnir því þó reyndar með því
að prenta það upp án mótmæla.
Hve hugheilan vin og verjanda B. J.-
muni annars eiga þar sem'„Ingólfur*
er, geta menn farið nærri um, er þejr
minnast þess, að ritstjóri blaðsins fer
sami maðurinn, sem var framáögu-
maður að vantraustsyfirlýsingu þings-
ins til hans í fyrra.
Nýlega fáraðist blaðið mikið um,
að stjórnarskrárfrumv. frá 1911 skyldi
ekki vera samþykt á þingi í .sumar,
en þó hafði ritstjóri blaðsins greitt
atkvæði móti þvf 1911. Sömul. er
það nú hrifið af ágæti stöðulaganna,
þótt ritstj. blaðsins og allir flokks-
bræður hans samþyktu 1911 kröftug
mótmæli gegn þeim.
Svo dásamlega hugheilir menn eru
þeir föðurlandsberserkirnir í »Ingólfi*.
Albert Bonniers bókaverslun f
Stokkhólmi átti nýlega 75 ára af-
mæli og gaf þá eigandinn til minn-
ingar um afmælið: 1. starfsmönnum
bókaverslunarinnar 75 þús. kr., 2. í
eftirlaunasjóð bóksala 75 þús. kr,
3. íAlb. Bonniers styrktarsjóð handa
sænskum rithöfundum 75 þús. kr. og
4. til prófessorsembættisins í bók-
mentum við Stokkhólms háskóla 75
þús. kr.; alls 300 þús. kr.
\
/