Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.10.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 30.10.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum,: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Liaugaveg 41. Tnlsimi 74. Rits Ij o ri: Þorsteinn gíslason Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 55. Reykjarik 30. október 1913 VH. árg. V. O. O. F. 931189. KB 13. 9. 9. 28. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—I. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. I01/* —12 og 4—5. islands banki opinn 10—21/* 51/*—7. Landsbankinn io1/.—21/*. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. t2—3 og 5—8 Ókeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, Yflrrjettarmilafi®pslum»flur. Læbjargata 2. Helma kl. 1 1 —12 og 4—7. Rækur, Innlendar og erlendar, pappfr og allskyos ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. J&a útvegsbónði j&nsson i Meishúsum. Hann andaðist á heimili sínu, Mels- húsum á Seltjarnarnesi, 24. þ. m., 54 ára gamall, og hafði hann verið heilsulítill síðasta árið, en fjekk heila- blóðfall síðastl. sumar og dró það hann til bana. Jón var fæddur 8. ágúst 1858, sonur Jóns Sigurðssonar bónda í Mýr- arhúsum á Seltjarnarnesi, og var 11 ára, er faðir hans dó. Ólst eftir það upp hjá Ólafi heitnum í Mýrarhús- um, móðurbróður sínum. Jón var einn af þeim fyrstu hjer, sem lögðu stund á sjómannafræði, lærði hjá Mar- kúsi skipstjóra Bjarnasyni og var með honum bæði háseti og stýrimað- ur. Upp úr því fóru Seltirningar sjálfir að fá sjer þilskip og varð Jón þar fyrstur formaður á þilskipi. Dugn- aðarmaður var hann mjög mikill til sjósóknar á yngri árum og aflamað- ur með afbrigðum. Hann kvæntist veturinn 1889—90 Guðrúnu Brynjólfsdóttur frá Meðal- fellskoti í Kjós, mestu myndar- og sóma-konu, sem dáin er fyrir fáum árum. Þau reistu bú í Melshúsum á Seltjarnarnesi og varð þar eitt hið mesta myndarheimili hjer í grend. Eitt barn áttu þau, sem dó í æsku, en ólu upp börn, bæði skyld og ó- skyld. Á seinni árum lagði Jón af sjó- mensku sjálfur, en hafði lengst um talsverða skipaútgerð. Hreppstjórn- aroddviti var hann árum saman og fram til hins síðasta, einnig sýslu- nefndarmaður. Var og mjög við rið- inn stjórn ýmsra fjelaga, t. d. Út- gerðarm.fjelagsins, Þilskipaábyrgðar- fjelags Faxaflóa 0. m. fl. En eink- um ljet hann sjer mjög umhugað ,um alt, sem snerti framfarir bygðarlags- ins, hvatti mjög unga menn til fram- takssemi og áhuga og var lengst af mikill hvatamaður og styrktarmaður Framfarafjelags Seltirninga. Líka var hann mjög áhugamikil um ment- un æskulýðsins og átti mikinn þátt í því, að hinn nýi barnaskóli var reistur á Seltjarnarnesi. Hann átti og mikinn þátt í stofnun gosdrykkja- verksmiðjunnar „Sanítas". Fágæt- lega vel var um alt búið í Melshús- um, bæði snyrtilega og líka miklu til kostað. Fiskiþvottahús og fisk- geymsluhús mikil voru niðri við sjó- inn með mjög hentugum útbúnaði, og blómgarðar fallegir heima við íbúðarhúsið. Það, sem ef til einkendi Jón mest, var, að hann var mikill vitmaður, enda sóttu og margir ráð til hans. Heldur var hann dulur maður í skapi, en mjög tryggur í lund. Seltjarnarnesið hefur mist mikils við fráfall Jóns í Melshúsum. Myndin hjer er frá ströndum Montenegrós, eða Svartfja'.lalands. Nafnið ber landið með rjettu, því það er hrjóstugt fjallaland. Eru fjöllin þar alt að 8000 fetum á hæð, nakin og ill yfirferðar í suðurhlutanum, en skógi vaxin norðar. Fjöllin eru vígi landsbúa og hefur Tyrkjum oft orðið hált á að hætta sjer með herflokka þar inn í landið. Stríðið Nýjustu freg-nir*. Símað frá Khofn 25. þ. m.: „Daglegar orustur á Balkanskaga. Stórkostlegt mannfall á báða bóga. í gær tóku Búlgarir borgina Kirk Kilissa í áhlaupi. Tyrkir teknir hönd- um svo þúsundum skiftir. Adríanó- pel umsetin". Nánari fregnir hafa komið með enskum blöðum fram til 22. þ. m. Þetta er hið helsta, sem þar segir: Norður undir landamærum Búlgaríu er borgin Mustapha Pasha, við járn- brautina, sem liggur vestur eftir Bal- kanskaganum frá Konstantínópel. Þá borg tóku Búlgarir 18. þ. m. Tyrk- ir flýðu og ljetu Búlgurum eftir bæði vopn og vistir. Ferdinand konung- ur var þar sjálfur við. Stórt land- svæði þar umhverfis var þegar alt á valdi Búlgara. íbúarnir höfðu flúið bæina og sumstaðar hittu Búlgarir aðeins smábörn fyrir, sem foreldr- arnir höfðu flúið frá. Sagt er, að Búlgarir hafi komið vel fram þar, sem svo stóð á, og eins við þá her- fanga tyrkneskra, sem þeir hafa tekið. Nokkru austar og sunnar við járn- brautina en Mustapha Pasha er Adria- nópel. Það var nú talið aðalatriðið í stríðinu, hvort Tyrkir fengju varið þá borg fyrir Búlgurum. Þar voru vígi og allmikið lið fyrir. Adríanó- pel er talin vera lykillinn að Konstan- tínópel. En útvígi þaðan vorú við Kirk Kilisse, sem skeytið segir að Búlgarir hafi tekið 24. þ. m. Sú borg er hjer um bil .9 danskar míl- ur í austur frá Adríanópel, smáborg með 20 þús. íbúa. Vígi höfðu verið gerð þar 1909, er settu þá borg í varnarsamband við Adrianópel. Her Búlgara var þá kominn í kring um Adrianópel og sótti þar að af öllum krafti. Sigurvinningarnar höfðu mjög glætt vonir Búlgarahersins og örvað hann til framgöngu.. Her Serba var einnig kominn suð- ur á Tyrkland 22. þ. m., sótti fram í 2 herdeildum og hafði unnið vígi frá Tyrkjum við Podujevo og fleiri staði þar nálægt. Yfirforingjar þess- ara herdeilda Serba heita Jankovics og Stephanovitch. Stefna Serbahers- ins er suður eftir miðju landi. Þar Iiggur járnbraut í norður frá Salonikí. Einni af herdeildum Serba stýrir krónprins þeirra. Montenegrómenn hafa einnig sótt framm og sigrað. Er síðast talað um sigra, sem þeir hafi unnið við Pleva og Gusinje. Við Pleva höfðu þeir átt við 2000 manna herflokk tyrkneskan, er þeir hríðdrápu svo, að ekki stóðu eftir nema 280, og urðu þeir herfangar. Fregn hefur komið um, að krón- prinsinn af Montenegró hafi lent í höndum Tyrkja, en óvíst, hvort það er áreiðanlegt. Tyrkir höfðu boðið Grikkjum áð- ur ófriður hófst að viðurkenna sam- eining Krfteyjar og Grikklands, ef Grikkir vildu ganga úr bandaiaginu við hin smáríkin, en þessu hafði stjórn Grikkja hiklaust svarað neit- andi. Gríski flotinn hafði gert strand- bönn við Adriahafsströndina milli Prevesa og Korfu. En landher Grikkja sótti fram norður eftir undir stjórn krónprinsins og hafði hann átt orustu við Tyrki hjá Elassona og Tyrkir hrokkið fyrir. 22. þ. m. er sagt að Georg Grikkjakonungur sje að búast til farar frá Aþenu og norð- ur til hersins. Fjelag, sem Grikkir hafa myndað í Ameríku til styrktar ættjörð sinni, hefur lagt fram stórfje, er verja skal til þess að kosta sjálfboðaliða þaðan að vestan, er fara vilja heim og berjast með löndum sínum. Margar þúsundir manna kvað þegar komnar á stað heimleiðis í þessum erindum. Af öllum frjettum er svo að heyra, eins og fram er tekið f skeytinu hjer á undan, setn Tyrkir vinni hvergi neitt á, nema með herskipum sínum í Svarta hafinu. Þau hafa ráðist þar á strönd Búlgaríu, skotið á hafnar- borgina Kavarna og eyðilagt þar bæði tollbúðina, ýmsar verslunarbúð- ir og einstakra manna hús, en vígi eru þar engin fyrir. Búlgarir telja þetta mestu óhæfu, þar sem borg þessi sje aðeins verslunarborg, en engin herstöð. Tyrkir hafa snúið sjer til Englend- inga og beðið þá um aðstoð við lækning og hjúkrun sjúkra manna í stríðinu. Síðasta símskeyti. Frá Khöfn er símað í gærkvöld: „Serbar hafa tekið Yskyb. Um- sátin um Adrianópel varir enn. Höf- uðorusta væntanleg bráðlega". Yskyb er Borg með 30 þús. íbú- um og er nokkru sunnar en svæði það, sem um er getið hjer á undan, að Serbar hafi tekið, og er Yskyb við járnbrautina, sem liggur norður frá Salóníkí. Her Serba hefur því miðað vel áfram síðustu dagana. Annars er nú höfuðathyglin á stríð- inu bundin við Adríanópel, eins og áður segir, og þaðan mun merkustu fregnanna að vænta næst. Grænland. Nýr formaður hefur nýlega verið settur fyrir Grænlensku verslunina, C. S. Ryder grósseri. Fyrir nokkrum árum var verslunar- formenskan skilin frá aðalstjórn hinna grænlensku mála, eða sjerstakur mað- ur settur til þess að hafa hana á hendi, Wesche, er nú fór frá. En Daugaard-Jensen heitir sá, sem nú veitir grænlensku málunum forstöðu, og hefur hann í sumar verið þar nyrðra. Signý og sæbúinn. (xVisc om Agnete og Havmanden« eftir H. C. Andersen. Lag eftir N. W. Gade}. Hún Sigm'j var ástrík og saklaus og góð og svipljett og brosmild og fögar og rjóð og blið eins og engill og björt eins og sól og barst pó ekk’ á meir en fjólan á hól. Æ, hjarta mitt titrar af harmi. Ein lóa sal hnípin og kvakað' í hvamm, en kát gekkhún Signg aðslröndinnifram, pvi undarleg bárust af hafinu hljóð, hún hlustað’ á sœbúans töfrandi óð. Æ, hjarta mitt tilrar af harmi. Og sæbúinn fjekk loks á hjartanu hald, hún hafnaði Kristi og gekk á hans vald, en lóan sat eflir, svo hnípin og hljóð, og hún hefur, vitið pið, orkt petta Ijóð. Æ, hjarta mitl titrar af harmi. Gestur. III meðferð á skepnum. Það er ótrúlega illa farið með sauð- fjeð hjer í Reykjavík, furða, að slíkt skuli eiga sjer stað á þessum menn- ingartímum. Það má segja að fult sje af fje í útjöðrum bæjarins, og flest eða alt er það eign bæjarbúa. Hvort það er alt tíundað, ætla jeg öðrum að dæma um. Kindagreyin hafa verið að snapa hjer um holtin í haust, og það hafa þær gert á hverju hausti. En holtin hjer í kringum Reykjavík eru hrjóst- ug, eins og alkunnugt er, og lítið ann- að er óútmailt af landi bæjarins fyrir utan nokkra rófnagarða og mýrarskika. En þarna er nú fjenu ætlað að bjarga sjer. Það ber ekki á því að eigend- urnir hirði neitt um það fyr en kom- ið er fram á vetur og ekki er um annað að gera en að gefa því hey. Aumingja kindurnar reyna að bjarga sjer eins og best gengur og gera það helst með því að leita inn á tún og í sáðgarða. Þessir ræktuðu blettir eru að vísu allir girtir, en misjafn- lega vel er það gert. Það er víst óhætt að segja, að engin tún, og sár- fáir garðar, sjeu svo vel girt, að fjár- helt sje. En sú girðing þarf líka að vera meira en nafnið, sem aftrar fjenu frá að fara úr gróðurlitlu og rótnög- uðu landi þangað, sem gnægð er af ljúffengum gróðri fyrir munninn á því. Það er svo sem ekki áð sökum að spyrja um það, hvert girðingarefnið sje, nú á þessari gaddavírsöld. Girð- ingarnar eru nær því eingöngu úr gaddavír. Fjeð treður sjer inn á milli strengjanna og rffur af sjer ullina. Má nærri geta, hvílíkur sársauki það er fyrir skepnurnar, enda eru þær oft illa útleiknar eftir gaddana. En svo er nú ekki alt búið með því, þótt fjeð sje komið inn fyrir girðinguna. Venju- legast fær það þó sæmilega upp í sig og situr að krásinni þangað til landeigandinn rekur það burt. Gott var nú fyrir fjeð að komast inn, hjá því sem er fyrir það að komast út aítur, þegar það, eins og oftast vill verða, er rekið með harðri hendi eða hundi út fyrir girðinguna. En fjeð er sauðþrátt, ekki síður hjer en ann- arstaðar. Hvernig sem það meiðir sig á vírnum, kemur það aftur. En dálftil athugun kemur í ljós hjá því, þar sem það sækir mest á að fara til skemda á nóttunni. Það hefur komist að því, að þá hefur það helst frið. — Það er sárleiðinlegt að sjá fjeð troða sjer gegn um gaddavírsgirðing- ar. Ullin, sem eftir verður, ber vott um, hvernig það fer með skepnurnar. En hvernig á að koma í veg fyrir þetta? Fjáreigendurnir telja sjer hagn- að af þvf að eiga fjeð, einkum ef þeir geta sloppið við verulegan kostnað af því, og á hina hliðina þykjast þeir menn, sem fengið hafa land hjá bæn- um sem lóðir eða á erfðafestu, hafa rjett til að verja það fyrir ágangi frá öðrum, hvort sem þeir nú nota landið eingöngu sjer til hagsmuna, eða að þeir eru að leitast við að prýða það með einhverjum gróðri. Hvorugt sam- rýmist sauðfjárbeitinni, og allra síst ungi trjágróðurinn, sem verið er að reyna að koma á legg í sumum görðum, og þessa gjalda svo saklausar sauð- kindurnar og verða fyrir þeirri með- ferð, sem hjer hefur verið lýst. Þetta máiefni er þess vert, að dýra* verndunarfjelagið taki það til alvar- legrar íhugunar. Fjeð má ekki lengur sœta þeirri meðferð, sem það verður fyrir nú á hverju hausti í höfuðstað landsins. X. Helen Keller. Svo heitir stúlka í Ameríku, sem bæði hefur verið blind og mállaus frá því að hún var barn. Hún er nú 30 ára. En nýlega kom sú saga frá Boston, að á læknafundi, sem þar var haldinn, hefði hún bæði sungið nokkra söngva og líka haldið ræðu á þremur tungumálum. Helen Keller var alheilbrigð, er hún fæddist og svo fyrstu tvö árin. En þá fjekk hún veiki, sem svifti hana bæði sjón og heyrn. Svo misti hún líka málið. 7 ára gömul kom hún í kenslu til konu, sem áður hafði verið blind, frk. Sullivan, og lærði hjá henni þangað til hún var tvítug. Þá tók hún fyrir skólanám og vakti undrun á því á háskólanum, hvé vel hún var að sjer. Tilfinningin í höndum henn* ar er svo næm að furðu gegnir. Hún hefur æft sig í líkamsíþróttum jafn- framt náminu. Yfir höfuð hafa gáfur hennar vakið mikla undrun og að- dáun og sögurnar, sem af þeim eru sagðar, eru margar næsta ótrúlegar, Hjer á myndinni er hún sýnd í ein- kennisbúningi amerfskra stúdenta. Bætur á bátaletidirigum. Engum getur dulist það, að hin síðustu 20 ár hafa verið mikil fram- faraár hjá hinni íslensku þjóð, sjer- staklega hin síðari árin, og á þetta heima jafntí mentun sem verklegum fyrirtækjum, og er slíkt gleðilegur vottur þess, að þjóðin sje á fram- farabraut, og væri óskandi, að þetta væri aðeins byrjun og að framhaldið yrði stöðugt með enn meira fjöri og krafti. — En því meira sem lagað er og bætt um alt það, er þjóðinni má að gagni og sóma verða, því meir ber á öllu hinu, sem ógert er látið eða. gengið er framhjá og látið eiga sig afskiftalaust, en er þó máske eitt hið allra nauðsynlegasta, og skal jeg taka aðeins eitt dæmi, er kemur ekki allfáum við; það eru lendingarnar hjer við sunnanverðan Faxaflóa; undir þeim hefur margur átt líf sitt og eigur sínar; en þó má stórfurða heita, hve sárfáar undantekningar eru frá því að þær sjeu látnar afskiftalausar, látið duga það, sem fotfeður vorir unnu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.