Lögrétta - 07.12.1912, Qupperneq 1
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ARINBi. SVEINBJARNARSON.
Lnusaveu 4.1.
Talsími 74.
Rits tj o r i:
f’ORSTEINN 6ÍSLAS0N
Pinglioltsstræti 17.
Talsími 178.
62.
Reykjavík 7. Desember 1913.
VII. íirgr.
1. O. O. F. 9312129.
KB 13. 9. 12. 7. 2. Gi.
Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. n—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/*
—12 og 4-5.
isiands banki opinn 10—2x/a og 5x/a—7.
Landsbankinn iox/3—2x/a. Bnkstj. við 12—1.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
, 12—3 5—8
Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á
hverjum laugard. kl. 7—8 síðd.
Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1.
Lárus Fjeldsted,
Y flrrj eUarmálaf»rslumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1 1 —12 og 4—7.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappir og allskyns
ritföng kaupa allir í
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
Stríöiö.
Símað er frá Khöfn í gærkvöld,
að nú sje vopnahlje komið á og
friðarsamningar eigi að byrja í Lund-
unum að viku liðinni.
Einnig segir í símskeytinu, að
Balkanríkin sjeu orðin sundurþykk
innbyrðis.
Sundurþykkjan auðvitað út af því,
hvernig skifta skuli þeim löndum,
sem Tyrkir hljóta nú að missa.
í útlendum blöðum, sem ná fram
um mánaðamótin, eru helstu nýung-
arnar frá stríðinu um viðureign Aust-
urríkismanna, Serba og Rússa út af
banni Austurríkismanna gegn því,
að Serbar tækju land við Adríahaf,
en Rússar studdu Serba í því máli,
eins og áður segir. Svo Iangt var
þeirri deilu komið, að Austurríkis-
menn höfðu vígbúið nokkurn hluta af
varaher sínum og drógu her saman
við Kraukau gegn Rússum og við
Tamesvar gegn Serbum. Ferdínand
erkihertogi, ríkiserfingi Austurríkis,
hafði farið til Berlínar til viðtals við
Vilhjálm keisara um þessi mál, eins
og áður segir. Það er sagt, að Þjóð-
verjar hafi ekki óskað eftir ófriði og
þeim ekki þótt ástæða til að fara svo
langt að svo komnu, en hins vegar
hafi þeir fullvissað Aussurríkismenn
um, að þeir hjeldu við þá alla samn-
inga um bandalag, ef tveimur ríkj-
um væri að mæta, í þessu tilfelli
Rússlandi og Serbíu
Austurríki krafðist að Serbar vikju
burt úr Albaníu, viðurkendu sjálfstæði
hennar og fjellu frá öllum kröfum
um að ná til sjávar við Adría-
haf. Serbar höfðu þá svarað svo,
að fullkomið svar upp á þetta gæfu
þeir ekki fyr en stríðið væri um
garð gengið. . En kröfur þeirra
voru, að þeir fengju strandlengjuna
milli Alessio og Durassó, og svo
landsvæði þar uppfrá, er sameinaði
strandlengjuna við það land austar
á skaganum, sem nú Ienti undiryfir-
ráð Serbíu. Fregnirnar segja, að
Serbar hafi þegar tekið Durassó.
Hins vegar er einnig sagt, að víða
f bæjum Albaníu hafi verið lýst yfir,
að hún væri sjálfstætt ríki og að
bráðabirgðastjórn sje mynduð þar í
landinu.
Valdir menn af Búlgurum og Tyrkj-
um höfðu komið saman til þess að
talá um frfðarskilyrði. Kröfur Búl-
gara voru þær, að Tyrkir gæfu upp
Adrianópel og Scutarí, drægju her
sinn burt frá Chataljavígjunum og
hjeldu yfir höfuð ekki öðru eftir af
eignum sínum í Norðurálfu en Kon-
stantínópel, og svo umráðum yfir
Dardanellasundinu. Þessu höfðu
Tyrkir neitað, eins og áður er sagt
í símskeytafregnum, enda höfðu þeir
stöðugt aukið lið sitt við Chatalja-
vígin.
3orgar|jarðarsýsla og
framtíð hennar.
Á þeim árum, er jeg var að alast
upp í Borgarfjarðarsýslu, hafði jeg
þegar ýmsar hugsjónir um framtíð
hennar. Hefur fátt af þeim rætst
enn, og vel má svo fara, að þær
geri það aldrei í þeirri mynd, sem
þær þá höfðu fengið í huga mínum.
En þó hef jeg löngun til að láta þær,
eins og þær eru nú, einu sinni sjást.
Hvalfjörður, sem takmarkar sýsl-
una að sunnan, er einhver lengsti,
fegursti og hreinasti til innsiglingar
af fjörðum landsins. Hann er þó
enn fremur lítið notaður sem sam-
gangnaleið, svo nærri sem hann þó
liggur verulegasta kaupstað landsins,
Reykjavík. Hann er sjálfgerð þjóð-
braut, sem Borgarfjarðarsýsla á að
hálfu, og finst mjer eins og þar liggi
„ónotaðir kraftar", meðan hann fær
ekki meira að flytja en enn er. Hann
er að vísu nokkuð fjöllum luktur; en
að honum liggur þó, fyrir innan
brimsvið, hin myndarlegasta sveit,
Kjós, að sunnan, en að norðanverðu
Hvalfjarðarstrandarhreppur og nokk-
ur hluti Skilmannahrepps. Og í hann
fossa þessar ár í þeim sveitum: Kiðá,
Skorá, Laxá, Fossá og Brynjudalsá
í Kjósarhreppi, Botnsá, Brunná, Blá-
skeggsá, Sandsá, Álftaskarðsá og
Leirdalsá í Strandarhreppi (Kalmannsá
liggur lágt) og Grafará í Skilm.hr.,
sem allar bjóða fram vinnukraft sinn,
og er hann mikill og áreiðanlegur í
sumum þeirra, svo sem 6—8 hinum
fyrst töldu. Við Hvalfjörð er hinn
besti tígulsteinsleir, sem jeg veit til
að hafi verið reyndur hjer af landi.
Hvenær verða þessi gæði notuð?
En er til þess kemur, eykst notkun
sjóleiðarinnar um Hvalfjörð.
Botnsdalur (í Strandarhr.) er syðsti
hluti Borgarfj.s. Hann er birkikjarri
vaxinn beggja megin. Þar er, eins
og í öllum Borgarfjarðardölum, mjög
heilnæmt fjallaloft. Botnsá fellur
eftir dalnum, og í hana nokkrar minni
þver-ár ofan af Botnsheiði. Hefur
hún upptök sín í Hvalvatni, sem er
allmikið stöðuvatn fyrir austan Hval-
fell en norðan Súlur, þessi afar-
einkennilegu, háu tindafjöll. Fyrir
austan Hvalvatn er Skinnhúfuhöfði,
einstakur, ekki mikill klettahöfði, um-
girtur starungssljettu á 3 vegu. Fram-
an í honum, við vatnið, er Skinnhúfu-
hellir. En ekki er hann nú neitt
tröllslegur, varla manngengur, og að-
eins skjól fyrir nokkrar kindur.
Norðaustan í Hvalfelli er dálítill
klettahöfði, er vatnið fellur upp að.
Framan í honum er hellir, ekki stór,
en torsóttur, einkum er hátt er í
vatninu. Þar hefur einhvern tíma
verið mannbygð. Sjest þar bæli
manns og beinakös, og hefur meðal
annars fundist þar kambur, gerður
úr beini, Ifklega úr herðarblaði. Var
hann vís fyrir fám árum.
Botnsá fellur ofan af heiðinni fyrir
vestan Hvalfell, og myndast þar foss
°g gljúfur mikið. Um hæð fossins
að máli er mjer ekki kunnugt, en
þykir líklegt að hann sje hæsti foss
á landinu, svo vatnsmikill; því áin
steypist þar af heiðarbrúninni ofan
á jafnsljettu. Gljúfrið er hrikalegt
mjög. Er haft eftir Englendingi,
sem skreið fram á eina nípuna
að austanverðu, til að sjá það og
fossinn sem gerst, að hann hefði
hvergi sjeð jafn stórfelt gljúfur, og
hefði hann þó klifrað fjöll bæði hjer
í álfu og vfðar. Fyrir almenningi er
foss þessi mjög falinn. Hann heitir
-<4 á Hótel Island
hefur nú opnað sína nýju búð.
Stærstu birg-ðir og- ódýrustu
af j'íærjatnaði og jKarlmannajatnaði
eru 1
V0RUHCSINU,
Lögtak.
Samkvæmt því, sem birt hefur verið frá bæjarfógeta
með götu-auglýsingum, verður byrjað í næstu viku að
taka lögtaki öll ógoldin :
Aukaútsvör, lóðargjöld, sótaragjöld, tiund, vatns-
skatta, innlagningarkoslnad d vatni, holrœsagjöld,
barnaskólagjöld, erfðafestugjöld og salernahreins-
unargjöld.
Pað er því hjer með alvarlega skorað á alla, jafnt
hjú sem húsbændur, sem eiga ógoldin einhver af ofan-
greindum gjöldum, að borga þau tafarlaust.
cRœjargjaléfiorinn.
Glymur, og hefur þetta verið um
hann kveðið:
»Botns í háu brún er gjá,
sem breytið ymur;
vatni bláu fleytir fimur
fossinn sá, er heitir Glymur«.
Og þetta:
»Á þann himinháa Glym
hver sem skimar lengi,
fær í limu sundl og svim
sem á rimum hengi (eða: gengi«.
(Vísurnar, önnur eða báðar, minnir mig
að sjeu eftir Sigvalda Jónsson varðmann,
Skagfirðing. Sje svo, er líklegt að þær
sjeu í ljóðakveri hans, en það hefjegekki
fyrir hendij.
„Sem breytið ymur" mun lúta til
þess, að hljóð fossins er oft „kveð-
andi" (melodiskt), eins og á sjer stað
um háa fossa, er falla í gljúfraþröng,
og mun það koma til af loftsúg í
gljúfrinu.
Skemtilegri fjallgöngu er varla að
fá hjer á landi en upp á Súlur í
björtu veðri (sbr. kvæði Stgr. Th.:
„Uppi á súlum"), og sje gengið upp
frá Hvalfirði, er lítið úr vegi að
heimsækja Glym og heyra kvæði
hans. Þá er tíðari og reglubundnari
skipaferðir verða um Hvalfjörð, munu
kaupstaðabúar heimsækja þessa staði
meira en nú á sjer stað. Ög Glymur
gæti verið jötunn til vinnu.
í Botnsdal eru aðeins 2 bæir, Efri
og Neðri Botn, þar sem þeir bjuggu
Hörður og Geir. Þyrill er næsti bær,
þar sem Þorsteinn gullhnappur bjó.
Skömmu utar er Insti Sandur. Aust-
an við túnið þar er leikvöllur þeirra
Strandarmanna (sbr. Harðarsögu),
sljett harðvellisgrund og brött brekka
ofan við, með setpöllum fyrir áhorf-
endur. Það skorti hvorki rúm
nje gott loft í „leikhúsum" for-
feðra vorra. Hví nota vorir ungu
menn ekki leiksvið þessi?
Víða á fjörum Hvalfjarðar, eink-
um innan til, er mikil kræklingstekja.
Var hún allmikið notuð til beitu
meðan fiski var mest stundað með
opnum skipum og haldfærum. En
síðan það lagðist af, veit jeg eigi
til að skelfiskstekjan sje þar að neinu
notuð. Er þó varla annað sjófang
næringargildismeira enskelfiskur þessi.
Lfklegt er, að flyttist hann hingað
frá útlöndum niðursoðinn í dósum,
þá væri hann keyptur dýru verði og
þætti góð fæða. Frá fyrri tíð fylgdi
það orð Hvalfjarðarströndinni, að
hún væri einhver farsælasta sveit
landsins, þar þyrfti aldrei að verða
mannfellir fyrir bjargarskort, því með
hverri fjöru mætti afla nægrar soðn-
ingar. Líklega verður þessi tekju-
grein einhvern tíma betur notuð, þó
hungursneyð ekki knýi menn til þess.
í sambandi við Hvalfjörð, sem
flutningabraut suður-Borgfirðinga, hef
jeg hugsað mjer landveginn af Strönd-
inni þannig: Yfir Móadal, sem er
skarð í Ferstikluháls, þá skáhalt inn
Vatnaskóg og sunnan vatna inn á
móts við Þórisstaði. Þar yfir ána
og eftir Kornahlíð, yfir Geldinga-
draga að Skorradalsvatni. Brú yfir
Andakílsá við vatnsósinn. Vegur er
þegar gerður yfir Hestháls (og að
nokkru yfir Dragann). Brú þarf á
Grímsá nálægt Fossatúni, og veg
alt að Kláffossbrú. Þangað má bú-
ast við að innan skams komist vegur
sá (hin svonefnda Borgarfjarðarbraut),
sem verið er að leggja eftir Mýra-
sýslu austur á leið frá Borgarnesi.
Suðurendi þessarar rjett nefndu
Borgfirðingabrautar ætti að liggja að
Hvalfirði á svæðinu milli Saurbæjar
og Kalmansár, þar sem hentust er
skipalega á firðinum. Hrafneyri þykir
mjer of innarlega, enda þótt milli
hennar og Móadals megi heita vagn-
fær vegur eins og nú er, af náttúr-
unni, með lítilli viðgerð.
Þar, við brautarendann, eiga bænd-
ur að koma sjer upp vörugeymslu-
húsi og bryggju, en "nilli þess og
gangnaleið fyrir keyptar og seldar
vörur þeirra. Einnig er sjórinn flutn-
ingsvegur fyrir þá, er við fjörðinn
búa, en landbrautin fyrir dalabúana.
Þar, eins og annarstaðar, mundu
bændur fljótt ryðja sjer heimabrautir
á aðalveginn, er hann væri fenginn.
Skorradalsvatn er sjálfgerð heima-
braut margra Skorrdælinga; þeir þurfa
aðeins að eignast góðan flutningabát
á vatnið. Um Reykjadal hinn syðra
(Lundar-Reykjadal) er auðvegað, t.d.
að sunnanverðu, frá Mannamótsflöt.
Og líkt er um Flókadal, Nyrðri
Reykjadal og Hálsasveit. Efri sveit-
irnar gætu þá sótt hvort sem hent-
ugra þætti til Hvalfjarðar eða Borg-
arness.
Seleyri tek jeg ekki með í þennan
reikning, af þeirri ástæðu, að akfær
vegur þangað af aðalbrautinni yrði
nokkuð kostnaðarsamur. Auk þess
er Eyrin fjarri bygð og því óhent-
ugur vörugeymslustaður, og flutning-
ur þangað og þaðan ógreiðari og
dýrari en til og frá Hvalf., ef miðað
er við Reykjavík. Enn er það að
minstu munar fyrir þá, er eigi geta
sjóleið notað, hvort þeir sækja til
Seleyrar (eða til Borgarness), eða
Hvalfjarðar, úr því greið flutninga-
braut lægi þangað. Frá Mannamóts-
flöt t. d. er maður kominn nokkuð
suður í Svínadal eins fljótt og út á
Seleyri. (Nl.).
B. B.
Ofsavednr. Áður hefur stutt-
lega verið sagt hjer í blaðinu frá
tjóni af stórviðri fyrir norðan og
austan fyrir miðjannóv. „Austri" frá
16. nóv. skýrir nánar frá þessu.
A Seyðisfirði urðu nokkrar skemdir
á húsum. Ljósmyndaskúr á Búðar-
eyri, eign Brynjólfs Sigurðssonar,
fauk af grunui og brotnaði f spón,
hannssonar ökumanns. Á Læknisstöð-
um á Langanesi gekk brim á land
og braut íshús, smiðju, hlöðu og fjós.
3 kýr voru í fjósinu og náðist 1
lifandi. í Þórshöfn brotnuðu 4 bát-
ar. í Gunnólfsvík, á Lindarbrekku
í Bakkafirði og víðar, lenti fje í sjó
og fórst.
Reykjavík.
Jarðarför Björns Jónssonar fyrv.
ráðherra fór fram í gær frá dóm-
kirkjunni. Húskveðju heima hjá hon-
um flutti síra Magnús Helgason
kennaraskólastjóri, en í kirkjunni fluttu
þeir ræður Haraldur Níelsson pró-
fessor og síra Bjarni Jónsson. Lfk-
fylgdin var mjög fjölmenn. Templ-
arar fylgdu í skrúðgöngu með fánum.
Við gröfina flutti síra Ólafur Ólafs-
son frfkirkjuprestur ræðu og lagði
sveig á kistuna fyrir þeirra hönd.
Leiðrjetting. í nokkrum hluta af
upplagi síðasta tbl. hafði ruglast síð-
asta setningin í smágrein neðan við
mynd af Soffiukirkjunni; átti að vera
svona: . .. fari svo, að her Búlgara
taki borgina, skuli konungur þeirra
koma að kirkjunni f rústum.
Frk. Guðrún Indriðadóttir segir
það ekki rjett, sem sagt er í síðasta
tbl. Lögr. um kaup hennar fyrir för-
ina til Winnipeg til þess að leika
Höllu í „Fjalla Eyvindi. — Hún fer
á stað með „Botníu" 10. þ. m. og
gerir ráð fyrir að verða burtu þriggja
mánaða tfma.
Kvöldskemtun heldur „Lestrar-
fjelag kvenna annað kvöld f Báru-
búð til ágóða fyrir Barnalesstof-
una. Aðgöngumiðar kosta 1 kr.,
bestu sæti. Skemtiskrá ef fjölbreytt:
1. Söngflokkur barna (50 börn undir
stjórn Br. Þorl). 2. Nokkur orð um
barnalesstofur (Laufey Vihljálmsd.). 3.
Reykjavíkur er sjórinn greið sam- j en þak fauk af íbúðarhúsi Karls Jó-
/