Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.12.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.12.1912, Blaðsíða 2
234 L0GRJETTA 50 strangar af svuntu.- og kjólataui verða seldir með og- undir innkaupsverði til Jóla. Sturla Jónsson. Þessi mynd er frá Konstantínópel og tekin eftir að kóleran kom þar upp nú í stríðinu. Hún var Tyrkjum auðvitað hin versta sending of- an á aðrar raunir þeirra nú. í Konstantínópel er líka fremur en víðast annarstaðar jarðvegir fyrir slíkar sóttir, heilbrigðismálastjórn mjög bágbor- in og borgin sögð óhreinlegri en nokkur önnur stórborg í Norðurálfu. Ung- tyrkir reyndu að kippa þessu að sumu leyti í lag þann tíma, sem þeir höfðu þar yfiráðin. Þeir útrýmdu að miklu leyti villihundunum, sem áður fóru í stórhóp- um þar um göturnar og gerðu umferð þar hættulega eftir að dimma tók á kvöldin. En hundahóparnir fóru um göturnar til þess að tína upp alt ætilegt, sem út var fleygt úr húsunum, og sú hreingerning, sem þeir og hrægammarnir gerðu á nóttunum kring um húsin, var látin nægja. Gamm- arnir róta á hverri nótt í götusorpinu, og þeir hafa verið kallaðir heilbrigðis- verðir borgarinnar. En nú, þegar kóleran kom, var farið að hreinsa göturnar með vatni og er sagt, að það sje nýlunda, sem aldrei hafi áður sjest í Konstantínópel. Vefnaðarvara, bæjarins stærstu birgðir. Hvergi ódýrari nje betri. Gefið þessu gaum fyrir Jólin. Sturla Jónsson. Lögrjett a kemur át á hverjutn mið- vikudegi og auk aukablöð viö og við, minst 60 blöð als a ári. Verð: 4 kr. árg. Islandí. eriendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. Þá er vagnfær vegur er kominn alla leið milli Hvalfjarðar og Borgar- ness og endastöð brautarinnar við Hvalfjörð orðin jafntíður viðkomu- staður eymskips eins og Borgarnes, breytist margt til bóta í Borgarfjarð- arsýslu. Mýrasýsla hefði einnig hag af því. Og bæði þessi hjeruð eru þess verð, að þeim sje sómi sýndur. En jeg ræði nú einkum um Brgfj. Eins og áður er sagt, leiðir af því myndun sveitabrauta ogheimilabrauta, notkun vagna, framför í jarðrækt og öllum búnaði, verslunin lagast, og þar af leiðandi eykst velmegun hjer- aðsbúa. Vera má einnig, að farið yrði að nota önnur gæði, sem nú eru lítt eða ekki notuð, t. d. vatns- öfl, fegurð og heilnaimi hjeraðsins. Fyrir utan vatnsöfl þau, er jef hef áður nefnt við Hvalfjörð, má nefna 2 ^fossa í Laxá í Brgfjs., nærri fyr- nefndum brautum og stutt frá Hval- firði. Berjadalsá gæti lfklega lýst upp Akranes (Skagann m. m.). Hana mun einnig mega nota sem drykkjar- vatn fyrir Skagann og til áveitu á flóann beggja megin hennar, Garða- flóa og Ásflóa. Annars er lítið um nýtilegt áveitu- vatn á löndin kringum Akrafjall, en víða er þar mjög vel fallið til garð- yrkju og túnræktar, með nokkurri uppþurkun. Sumstaðar eru þar mjög grasgefnir vellismóar, t. d. hjá Arkar- læk o. v., sem bíða eftir plógnum. Akranes má heita umflotið. Á eiðinu, sem tengir það við megin- land, eru tvö vötn, með mjóum rima á milli, og falla ár sín í hvora átt úr þeim: Kalmansá í Hvalfjörð úr Hólmavatni, en Aurriðaá (rjett nefnd á landmynd G. S) úr Eiðisvatni í Grunnuvoga. Vötn þessi o. fl. tjarnir á eiðinu eru vel fallin til æðarvarps- ræktar, í hólmum (mætti búa til fleiri) og töngum (afgirtum) við vötnin. í Leirársveit og Mela er graslendi mikið. Þar mætti nota smáárnar, Geldingaá og einkum Leirá, til áveitu beggja megin meira en enn er gert. Þar eru einnig vfða túnaefni stór. Þar eru tveir skógarblettir: Fiski- lækjaskógur og Hafnar. Lfklegt er að Laxá megi nota til áveitu með því að taka hana upp hjá Svarfhóli í Svínadal og leiða með hálsinum. Gæti hún þá flætt ýfir engi Svarfhóls, Hurðarbaks og hin miklu mýrarflæmi 6—7 jarða Vestart og sunnan Miðfellsmúla. Það væri talsvert verk, en mikið land að bæta. í Svínadal eru 3 vötn í röð, með stuttum ási á milli. Hlíðar dalsins eru víða skógi vaxnar á báða vegu við vötnin, og er Vatnaskógur veru- legastur. Hann er í Saurbæjarlandi. Mundi hann fljótt vaxa, ef friðaður væri. Er sagt, að núverandi prestur í Saurbæ hafi mikinn hug á því, og sje fús að gefa eftir skóginn endur- gjaldslaust, ef einhver þjóðleg stofn- un vildi kosta til girðingar um hann. Jðrðin á talsvert skóglendi annað, bæði um Saurbæjarhlíð og um hinn lága háls, enda líklegt að Vatna- skógur yrði ekki girtur allur í einu. Kæmi þar vegur, væri hentugast að friða skóginn milli hans og vatnsins, því vegurinn yrði nokkuð ofarlega í hifðinni. A Draghálsi, efsta bæ í dalnum, líggja engjar vel við áveitu úr Graf- ardalsá. Mestur hluti Skorradals er undir- lendislaus. Hið langa og fagra Skorra- dalsvatn liggur þar að hlíðum, sem á báða vegu eru skógi vaxnar, lag- legum vfða, eftir því sem gerist á landi hjer. Fyrir ofan vatnið er all- mikið engi, er tilheyrir jörðinni Fitj- um, og liggur það vel til áveitu úr Fitjaá. Skorradalur og Svínadalur eru hinir fegurstu og í alla staði ákjós- anlegustu sumarbústaðir fyrir kaup- staðabúa, er efni hafa á slíku — þeg- ar samgöngurnar eru komnar í gott lag. Þar eru skógarnir, með hinni unaðslegu og heilnæmu angan og öllu íslensku jurtaskrauti. Þar eru vötnin til skemtisiglinga og silungs- veiða. Og Skorradalsvatn er svo stórt, að við það gætu margir sumar- skálar eða tjöld staðið, og þá borg- aði sig að hafa þar bifbát til flutn- inga á sumrum. Sumarbústaðirnir veittu bændum auðsóttan markað fyrir afurðir sfnar. Með gufubát og vagnflutningi er dagleið frá Reykjavík til Skorradals- vatns; nokkru styttra í Svínadal. Mestur hluti Andakílshrepps á greiða sjóleið og vatna til Borgar- ness. En heimabrautir vagnfærar vantar þar, eins og víðar. Það hefur lengi vakað fyrir mjer, að ef samgöngurnar yrðu greiðari, væri líklegt að farið yrði að nota að einhverju Ieyti hið mikla afl, hita- magn og heilsumeðal (gufuböð), sem felst í hinum mörgu og miklu hver- um og Iaugum í Nyrðra-Reykjadal (Reykholtsdal). Sumir af hverunum þar eru „metfje", ef menn aðeins kynnu rjett að meta þá og hagnýta til fulls. Nútíðarmenn vorir hafa í því efni enn naumast náð Snorra Sturlu- syni. Sumstaðar eru ágætis túnefni og sáðreita, er liggja lægra en hver- irnir, er gera mætti að óbrigðulum vermireitum, með því að veita heita vatninu í holræsum eða pípum neðan- jarðar um landið. Lfklegt er að nota mætti suma hverina til hitunar og jafnvel suðu og lýsingar í húsum, er stæðu hentuglega við þá. Miklu er kostað til gufubaðstaða hjá öðrum þjóðum. En hjer býður náttúran fram meðalið. Ekki er þessar athugasemdir svo að skilja, að Borgfirðingar sjeu eftir- bátar annara landsmanna í búskap og framkvæmdum yfir höfuð. En mjer þykir þó helst til seint sækjast umbætur á samgöngunum þar. Ef engin leið er til að fá styrk af al- mannafje, eða tregða á því, dugar ekki að bíða eftir því, Þá verður sýslan og sveitirnar að vinna að þvf, lítið eitt á ári, þar til verkinu er svo í horf komið, að notast megi við vagna á sumrin og sleða á vetrum. Ef slíkur áhugi sýnir sig, er síður synjað þjóðfjárstyrks, þar sem um þjóðveg er að ræða. Vagnanotkun er enn ekki almenn í Borgarfirði, vegna þess að þar vant- ar veg til sjávar eða kauptúna. En vagnanotkun til aðdrátta og heima fyrir eykur stórum framkvæmdir bænda og bætir búskapinn. Mönnum er nauðsynlegt að setja sjer hátt takmark og leggja alla krafta fram til að ná því. B. B.‘ Smávegis frá StoMólmi. Eftir A. II. Á ferli um Stokkhólm. Jeg er ekkert sjerlega hrifinn af orðinu „stórborg". Það eru smáblett- ir hjer og hvar á hnettinum, þar sem mennirnir hafa hrúgast saman hverir öðrum til armæðu og þrengsla. Hvervetna fyrir auganu er steinn, stein- lagðar götur og meðfram þeim sam- feldur steinveggur húsaraðanna, skor- inn sundur hjer og hvar af þvergöt- um og alsettur ofursmáum götum, sem við nefnum dyr og glugga. Veggir sumra húsanna hafa ef til vill einhverja sjerstaka gerð, sem kostað hefur eigandann mikið að fá gerða og sumir menn dást að en all- flestir sjá aldrei. Og innan um þess- ar steinborgir iðar mannamergðin og alt það, sem henni er fylgjandi, við- bjóðslegt og unaðslegt, ljótt og fag- urt, ílt og gott. Þessir manngrúablettir hafa flestir það sameiginlegt að vera að ytra út- liti ekkert annað en götur og hús, eilíflega hjúpað reyk og svælu, sem mennirnir eru orðnir svo vanir, að þeir eru löngu hættir að sjá að það sje nokkur óþverri. Höfuðeinkenni stórborganna yfirleitt er sem sje til- breytingarleysið að ytra útliti. Stokkhólmur getur kallast stórborg, að minsta kosti á okkar máli: íbú- ar kvað vera eitthvað á fjórða hundrað þúsund, eða um ferfalt fleiri en íbúar íslands. En þetta fyrnefnda einkenni á hann ekki sameinilegt með öðrum stórborgum. Legu hans er svo háttað, að hvervetna verður nýtt fyrir auganu. Við verðum því að reyna að sjá Stokkhólm dálítið betur. Frá Skipahólmanum er auð- vitað ekki auðið að sjá nema lítinn hluta hans. Ó, að okkur væri nú leyft að berast f loftinu ofurlitla stund, á þægilegri flugvjel eða fuglavængjuml Þá þætti okkur lfklega tilkomuminst að sjá húsaþökin og reykkáfana upp úr þeim. En við myndum sjá hvern- ig Lögurinn goðhelgi faðmar klett- óttu hólmana nærri því frammi við Eystrasalt. Og goðhelg vernd fylg- ir armlögum hans, því hólmarnir eru hvervetna þaktir ýmist húsum og mannvirkjum eða skógi, nema þar sem berri klöppinni skýtur fram. Og hólmana, legu þeirra og lögun, mundum við þá sjá, fljótlega og ljóslega. Og jeg mundi telja upp fyrir þjer nöfn þeirra: þarna er Kóngshólmurinn með húsaþyrping- una á annari hliðinni á sjer — mesta furða að hann skuli ekki hallast —, þarna er Straumsborg og þarna Heil- agsandahólmurinn, bæði óskabörn Norðurstraums, þarna er Riddarahólm- urinn og þarna, „Stokkhólmur". Á aðra hlið okkar er Södermalm hinn klettótti og á hina Norr- og Öster- malm. Ef við komumst dálftið hátt upp, sjáum við að „málmarnin" eru einnig hólmar. Og við líðum áfram yfir Norður- straumi og með honum. Og nú sjáum við betur Skipahólmann og fyrir framan hann og utan Kastell- hólmann. Þá verður Nýbrúvíkin fyr- ir okkur, en hinumegin við hana kemur „Djurgárden". Örmjótt sund skilur hann frá Östermalm og er nann því einnig hólmur. Og ef við vildum, gætum við liðið áfram og sjeð hvern hólmann eftir annan. Þeir eru fagrir, jafnvel æfintýralegir, ekki síst þegar út í skerjaklasann kemur. Nei, við megum ekki hugsa til þess arna. Við verðum að halda okkur við jörðina. Við skulum þá rölta dálítið um göturnar og sjá það, sem fyrir okkur verður þar. Við hefjum göngu okkar þar sem borgin nær lengst í norðvestur, við endann á Karlbergsveginum. Hjer eru áreiðanlega takmörk borgarinnar á þessa hlið, og þau dálítið einkenni- leg. Þessi borgarhluti er yngstur allra; hún hefur vaxið hingaðeftir þangað til við tók bakki, sem segir: hingað og ekki Iengral Hann er nokkrar mannhæðir þar sem hann er hæstur, nú orðinn ofurlítið hallur steinveggur, vel hlaðinn. Fyrir utan hann tekur við skógur, Karlbergsparken. Við göngum svo áfram á bakk- anum, sjáum Klöruvík og Kongs- hólmann hinumegin við hana, til þess er við komum á vegamót í nánd við Vasagarðinn. Hjer er heljarmikil járnbrú yfir Klöruvík á eina hönd, á aðra er Þórsgata, og á þriðju hönd (ef hún væri til) Óðinsgata. Eftir henni skulum við ganga I hún er breið og mikil og dálítið klykkj- ótt, þ. e. a. s. upp og niður, vegna mishæðanna. Við göngum lengi, lengi, eins og í æfintýrunum, hirðum ekkert um allar þvergöturnar, þangað til við komum — nei, jeg verð að benda þjer á hæð eina, er við sjáum hjer á vinstri hönd; hún ber nafnið „Vana díslunden"; hver veit nema við get- um litið þangað síðar — þangað til við komum á endann á Birgis jarls götu. Hún er einnig breið og tígu- leg eins og Óðinsgata, liggur eftir dálítilli lægð, sem skilur að Öster- malm og Norrmalm. Á hægri hönd, þ. e. á Norrmalmen, getum við sjeð allmarga Bakarastíga. Þar er sem sje dálítill hryggur, sem veldur þess- um þægilegu óþægindum. Á einum stað hafa menn gert göng í gegnum hann til þess að þurfa ekki að klifa yfir; 2 aura kostar að nota þau í hvert skifti. Við verðum að staðnæmast dálft- ið í Humligarðinum, sem kemur brátt á vinstri hönd okkar. Þar stendur konunglega bókasafnið, reisu- Iegt hús og viðfeldið, hefur eins og dregið sig út úr glaumnum inn á fagran grasvöll með háreistum trjám alt 1 kring. Þar unir það þugult, eins og þrungið af mannaviti. Humlagarðurinn er allstór, vel ræktaður að trjám og skemtilega hólóttur. Af myndum, sem þar eru, má nefna fræðimanninn Linné, blóma- konunginn, enda eru unaðslegir blómabeðir ræktaðir í kring um hann. Þegar við komum upp úr Humli- garðinum, getum við sjeð annan turn- inn á Stadion, sem er kippkorn frá, úti við Valhallavágen. Svo komumst við niður að Nýbrú- víkinni. Konunglega sjónleikahúsið starir þar fram á víkina; það er yngst og veglegast leikhúsanna. Þar verð- ur Fjalla-Eyvindur leikinn í vetur einhvern tíma. Meðfram víkinni liggur viðhafnar- mesta gata borgarinnar, Strandveg- urinn, með skrauthýsin á aðra hönd og einkennilega röð af hásigldum viðarflutningaskútum á hina. Lengra í burtu sjáum við Djurgárden; við skulum skoða hann betur síðar. Og á aðra hönd sjáum við aftur Skipa- hólmann og Kastellhólmann. Ef við göngum nú kippkorn til hægri, komum við inn í „Kungs- trádgárden" sem svo er nefndur. Hann hefur sjerstaklega fagra blóma- beði, sem jeg vildi dvelja ofurlítið við til þess að sýna þjer sfðar. í þetta sinn staðnæmumst við ekki, heldur höldum áfram um hann, yfir Gústafs Adolfs borg, inn á Norðurbrú. Auðvitað er það ávalt hressandi að koma á hana og líta í kring um sig þar. En við höldum áfram inn í „Vesterlángsgatan". Hjer er ekk- ert að sjá nema örmjóar þvergötur og þó hreinar. Við komumst þá von bráðar að Stokksundi (slussen) og yfir á Södermalm. En nú erum við farin eða farnir að þreytast; jeg held við orkum ekki svo miklu sem að ganga upp bröttu göturnar eða stigana á öðrum stað. Þá förum við að lyftivjelinni, Katha- rínahissen, og fyrir 5 au. látum við lyfta okkur upp á Mósesarbakka, hæsta bakkann, og þaðan er ekkert upp f móti. Á Mósesarbakka staðnæmumst við og lítum yfir. Við þurftum varla að óska þess að berast í loftinu, við höfum nær því sama útsýnið hjeðanl Við fórum æði fljótt yfir sögu og sjáum því minst af Stokkhólmi á þessari leið. Jeg benti þjer ekki á götunöfnin sum, sem koma okkur einkennilega íslenskulega fyrir, svo sem Víkingagata, Vestmannagatan, Dalagatan, Upplandsgatan o. s. frv. Eða þá skrítilega skyld, svo sem Drotninggatan, Kungsgatan (Kungs- einnig kongs samandregið konungs-), Klara Vestra Kyrkogata, Skomakare- gatan o. s. frv. Jeg sýndi þjer ekki þær götur, sem eru beinlínis höggnar eða öllu held- ur sprengdar gegn um klettaójöfnur. Svo er t. d. Kungsgatan; mennirnir hafa leyft sjer að „hryggbrjóta" Norðurmalm og lagt svo götuna þá, breiða og sljetta, skamt fyrir neðan göngin, sem jeg gat um áður. Yfir henni liggja tvær traustar og fagrar steinbrýr, sem tengja saman göturn- ar þar uppi, er slitnar vóru í sund-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.