Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.12.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 12.12.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SYEINBJARNARSON. Laugaveg 4L1. Talsími 74. Ritstjori: ÞORSTEINN GÍSLASON Piugholtsstræti 17. Talsimi 178. *J m. os. Reykjavík 13. Desember 1913. vn. árg. JÓLAGJAFIR “iwt í MBSTU og BESTIJ tTEVALI Ljá. PJETRI HJALTESTEÐ. Góð kaup í boði. Hjer eru sýndir tveir serbneskir dátar. Ungi, skegglausi dátinn, vinstra megin á myndinni, er kvenmaður. Sú stúlka er orðin fræg nú í stríðinu milli Serba og Tyrkja. Hún heitir Soífía Jóvanovitch, en Serbar kalla hana „Jóhönnu d’ Ark", eftir meynni frá Orleans. Hún íjekk leyfi til að fara í sríðið, Ijet klippa hár sitt, bjóst dátabúningi, og hefur gengið mjög vel fram. Hinn dátinn, sem með henni er á myndinni, er unnusti hennar. Þau eru f sömu herdeildinni. S. O. O. F. 9312139. KB 13. 9. 12. 11. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—I. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspltali opinn f. sjúkravitj. io'/i —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—2T/a og 5y*—7. Landsbankinn io1/^—2T/a. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. . 12—3 Og 5—8 Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I. Lápus Fjoldsted, 7 flrrj ettam&lafsi’glumaður. Læbjargata 2. Heima ki. 1 1 — 12 og 4-7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. -= Kafíitín.=- Altaf nægar birgðir hjá Sveini Jónssyni, Templarsundi 3. Reykjavík. Kostar aðeins 80 aura pundið. 1 pd. af Kaffitíni jafngildir 1 pd. af brendu og möluðu kaffi á 1,20—1,30 pd. og V2 pd. af export á 0,25. Það er því um 70 aura sparnaður á pundinu. Og það sem mestu varðar: Kafitínið er holl- ur og nærandi drykkur og alveg skaðlaus fyrir alla — unga og gamla. Einka-umboðsmaður á íslandi: Sveinn M. Sveinsson, Hafnegade 471. Kaupmh. Húfur. Stírt úrval Sfurla <36nsson. t Hjer með tilkynnist vinum og ættingjum, að okkar ástkæra dóttir, Emilía, andaðist að heim- ili okkar þ. 7. þ. m. Jarðarförin er ákveðin fimtu- daginn þ. 12. þ. m. kl. 12 f. m. frá dómkirkjunni. Kr. Thorsteinsson. Th. Thorsteinsson. Dömuklæði Og Alklæði, miklar og fjölbreyttar birgðir. Hvergi eins ódýrt Stnrta jónsson. Utan/ör ráíherra. Eins og getið var um í sfðasta tbl., kom ráðherra heim frá Khöfn morguninn 7. þ. m. Hjer skal stutt- lega skýrt frá úrslitum helstu mála, sem hann hafði að flytja fyrir íslands hönd. Samgöngumálið. Eins og áður er skýrt frá, er samn- ingur gerður um strandfeiðirnar næsta ár við Sam. gufuskipafjelagið. Gömlu strandferðaskipin Hólar og Skálholt eiga að annast þær. Svo verða 6 hringferðir. Gjaldið fyrir ferðirnar 60 þús. kr. Flutningsgjöld að mestu leyti hin sömu og áður. Ur samningsuppsögn þeirri, sem áður hefur verið um talað frá hálfu Sam. gufuskipafjelagsins, á millilanda- ferðunum, varð ekkert. En fjelagið fær endurgoldna þá fjárupphæð, sem það verður að gjalda hjer í kolatoll samkvæmt lögum síðasta þings. Sú fjárupphæð er talin um 5000 kr. Fyrst um sinn verður hún greidd fjelaginu af innanríkisráðaneytinu danska. Síðan ákveður alþingi, hvort það vilji borga, eða málinu skuli skotið til dómstólanna. Lántökurnar. Frá þeim hefur ekki verið rjett skýrt í blöðum hjer áður. Fyrst og fremst er tekið lánið til hafnargerðarinnar, hjá bönkum í Khöfn, y2 milj. kr. í öðru lagi er tekin V4 miljón hjá Lífsábyrgðarstofnun ríkisins. Það fje er ætlað Landsbankanum. í þriðja lagi er vilyrði fengið fyrir láni hjá Stóra norræna ritsímafjelag- inu, sem fara á til hinna ákveðnu símalagninga, lh milj. kr., en það Ián verður ekki tekið fyr en á næsta ári. Lánskjörin mega heita mjög góð, eftir því, sem nú er um að gera, lánin borguð út án afifalla og rent- an 41/20/0. Ferð til Noregs. Ráðherra fór til Kristjaníu til þess að tala við norsku stjórnina um mála- umleitanir þær, sem áður höfðu farið milli hennar og alþingis um ívilnanir við norska fiskimenn hjer gegn toll- ívilnunum í Noregi íslandi til handa. En af því að svo stóð þá á, að norska ráðaneytið bjóst við að fara frá völdum mjög bráðlega vegna ósigurs við nýafstaðnar kosningar, var frestað úrslitum þess máls þang- að til ráðherra fer utan aftur í maí í vor. Sambandsmálið. Eins og kunnugt er, var ráðherra falið af þinginu í sumar, að leita fyrir sjer í Danmörku um horfur til þess að fá sambandsmálið tekið upp að nýju og leitt til lykta. Menn bjuggust ekki við, að þetta mál yrði auðsótt, eftir aðfarirnar í því hjer und- anfarin ár og dóma þá, sem upp höfðu verið kveðnir um þær í dönskum blöðum af ýmsum málsmetandi mönn- um þar. Hingað höfðu og borist fregnir um, að engu mundi ágengt verða í því máli. En nú, er ráð- herra kom heim, kom það fram, að svo hafði ekki verið. Frá því, er farið hafði milli hans og danskra stjórnmálamanna um þetta mál, er aðeins skýrt lauslega í dönskum blöðum. Berlingatíðindi frá 27. f. m. skýra svo frá því: „t dvöl ráðherra íslands hjer hefur farið fram milli hans og danska ráða- neytisins umtal um það, hvort ger- legt væri að endurtaka tilraunirnar til þess að koma á samningi um samband íslands og Danmerkur. Frá Dana hálfu hefur verið haldið fast við það, að þar sem nefndar- frumvarpið frá 1908 hljóti að teljast úr sögunni með því að það var felt af alþingi, þá geti því aðeins verið um að ræða upptök málsins á ný frá hálfu hins danska löggjafarvalds, er fyrir liggi nýtt frumvarp, samþykt af alþingi, um rjettarstöðu íslands. Um efni slíks frumvarps hefur þess verið æskt frá Dana hálfu, að einkum ákvæðin um fæðingjarjett og um fiskiveiðar í landhelgi íslands yrðu gerð aðgengilegri en þau voru í nefndarfrumvarpinu frá 1908, en frá íslands hálfu hefur aðaláherslan verið lögð á þær breytingar, er skýrar taki fram hina sjálfstæðu stöðu innan veldis Danakonungs, sem tilgangurinn var að veita íslandi með nefndarfrumvarpinu". Ráðherra kvaddi til viðtals við sig um meðferð þessa máls alla þá þing- menn, sem til varð náð og ekki höfðu áður lýst yfir að þeir væru öllum málaumleitum í þessa átt andvígir, og svo ýmsa fleiri. Þau fundahöld hafa staðið hjer yfir undanfarna daga. Ráðherra hefur skýrt þar frá undir- tektum í Danmörku við málaleitanir alþingis og hver afstaða til málsins sje þar nú hjá ráðandi mönnum. En til margra af þingmönnum er ekki hægt að ná í flýti og mun því ekki verða af fullnaðarúrslitum um afstöðu þeirra yfirleitt til málsins fyr en þeir hafa borið sig saman betur en þeir eiga nú kost á, og ef til vill ekki fyr en þeir koma saman til alþingis næsta sumar. En mikils er vert um árangurinn, sem orðið hefur af málaleitunum Sambandsflokksins. Það, vita allir, að málið var í óefni komið. En það er að þakka forgöngu núverandi ráðherra, að útlit er nú fyrir að úr því geti rætst aftur. Urn jarðarfarir og bálfarir og trúna á annað líf ætlar Guðmund- ur landlæknir að halda alþýðufyrir- lestur á sunnudaginn kemur. Hann segir að þessi fyrirlestur komi ekki á prent fyrst um sinn. jjorgarjjarðarsýsla og Jramtið hennar. (NIO- Þó að sjóleið sje greið til vöru- flutninga milli endastöðvar Borgfirð- ingabrautarinnar við Hvalfjörð og Akranes (Skipaskaga), geri jeg ráð fyrir að braut yrði lögð þar á milli norðan Akrafjalls; en hennar er ekki eins þráð þörf, að mjer virðist. Versl- unarleið Borgarfjarðarsýslu, einkum syðri hlutans, ætti að stefna sem mest að Hvalfirði, því jeg byggi alla framtíð bænda í verslunarsökum á sameignarfjelagsskap í þeim efnum. Þeir eiga að vera kaupmenn sjálfir, og byggja samgangnafærinn við sitt hæfi, en ekki miða þau við þá staði í hjeraðinu, þar sem kaupmenn nú kunna að hafa sett sig niður, ef það ekki fer saman við hagsmuni fjöld- ans. Með tímanum væri þörf brautar- spotta af Akranesbrautinni innan- verðri út í Leirársveit, en þar er Laxá í leið. En meiri torfæra er Eystri-Rangá og Þverá Rangæingum (og Ytri-Rangá hefur verið það þang- að til í haust), en þótt Borgfirðingar yrðu nokkur ár að slarka sumt af sínum smá-ám brúarlaust, ef akfært er yfir þær á vöðum og svo beggja megin. Brýrnar koma svo smám, saman, þegar efnin leyfa. Sveitabrautirnar koma fljótt í lag, ef það, sem gert er að vegum, er gert skipulega og eftir fyrirfram gerðri áætlun um, hvar vagnbrautin eigi að liggja. Víða má til bráðabirgða nota sljetta mela eða eyrar, með ruðningi, þar sem þetta er í leiðinni. Á aðalbrautinni má t. d„ með lít- illi viðgerð, fara með vagn, án upp- hleypts vegar, milli Dragans og Vatnsóssins í Skorradal, um Varma- lækjarmela, Kálfanesmel o. fl smærri kafla. Þeir gætu a. m. k. beðið. Brúin, sem nú er á Flókadalsá, er á óhentugum stað, of ofarlega. Væri hún á rjettum stað, neðst á gljúfrinu, mætti nú að sumarlagi, með lítilli viðgerð á köflum, fara með fullhlað- inn vagn ofan úr Hálsasveit suður að Draga. Veginn yfir Dragann þarf að fullgera, ryðja Kornahlið og út fyrir Þórisstaði, og gera veg þaðan suður í Saurbæjarhlíð. Hún er vagn- fær; en svo þarf spotta ofan að firð- inum, þar sem lent yrði. Þá má komast alla leiðina með vagnfarm, ekki síður en nú er farið heim á flesta bæi í Hreppum í Árnessýslu og víðar. Hreppamenn eiga yfir Stóru Laxá að fara, sem er meira vatn en árnar í Brgfs. hver um sig, og svo Litla-Laxá, á rek við Flöku, báðar óbrúaðar. Svo er landslag í Hreppunum ásótt mjög og ósljett; þó hafa þeir rutt sjer brautir heim. Árnar, þar sem góð vöð eru á þeim, eru sjaldnast nein veruleg torfæra að sumrinu. Árnesingar og Rangæingar fara þær á vöðum með hlaðna vagna, þó þær sjeu á miðjar síður á hest- unum eða meira. En brýr eru betri, og þær koma því fyr, sem þörfin er meira sýnd. Það er mest um að gera, að koma sem fyrst á vagna- notkuninni heima og að heiman. Það sparar hestahald og við það eykst annar búfjenaður.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.