Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 21.12.1912, Síða 1

Lögrétta - 21.12.1912, Síða 1
Afgreiöslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. ijaugaves 41. Talsími 74. LOGRJETTA Ritstjori: PORSTEINN SÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 65. Reykjavík 31. Desember 1913. VII. ár?. I. O. O. F. 9312279. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—I. Landakotsspltali opinn f. sjókravitj. io'/« —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—21/. og 51/.—7. Landsbankinn io1/.—a1/*- Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opiö hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Ókeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted* YflrrjettarmAlafaBrslumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 1 — 12 og 4—7. Bsekur, innlendar og erlendar, pappír og allskyDs ritföng kaupa allir f Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. til Vöruhássins, þar er Jólagjöf,sem kostar 25 kr, Hver sá, er kaupir fyrir einar 3 kr., fær ókeypis 1 seðil í Lotteríi, þar sem dregið er um 6 ágæta mum. Reynið nú hamingjuna. V öruhásið. Hvítkál, Rauðkál, Grulrætur, Selleri, Piparrót, I íödbede r. Gróöar vörur meö g’óöu. veröi hjá Jes Zimsen. S. C. Xraul8 Forsendelseshus (útsendingahús) ..í( IIoi' sens 3 sendir ókeypls öllum skrautverðskrá sína. — Talsími 801.— verður opin á aðfangadag jóla og gamlársdag til kl. 7 síðd. og á jóladag og nýj- ársdag frá kl. 10—11 árd. og 4—6 siðd. Gísli i. Olafsson. Bæjarsiminn verður opinn á sama tima. dlgœlur JisPdGátur, 10—11 Reg. Tonn brúttó, — með aldckki og nýjum 12 hesta afls Bolinders-mótor, fæst hjá Timbur- og kolaversl. Rvík. Heit rúm í köldum herbergjum geta menn ætíð haft með því að kaupa sjer hina nauðsynlegu og ó- dýru fótbrusa hjá Jes Zimsen. Sambanðsmálið. í síðasta tbl. er það sýnt, hverj- ir kostir nú muni fáanlegir hjá Dönum i sambandsmálinu. í yfir- lýsingu frá ráðherra, sem þar er einnig birt, segir, að hjer sje þó alls ekki um að ræða tilboð frá Dönum, og eigi heldur tillögu frá honum. En Danir mundu ganga að sambandslögum samhljóða uppkasti því, sem prentað er i síðasta tbl., ef þau kæmu þannig fyrir ríkisþingið samþykt af al- þingi. Þessa niðurstöðu af eftir- grenslunum sínum í Danmörku hefur ráðherra tilkynt þingmönn- um. Og nú er hún einnig birt almenningi í blöðunum. Málið liggur nú fyrir til athug- unar, þangað til alþing kemur saman næsta sumar. Þá fyrst verður áveðið, hvort leggja skuli frumvarpið fyrir þjóðina til úr- skurðar, með spnrningu um, hvort hún vilji taka því, eða hafna því. Þetta ákveður þingið. Og tíminn er nú nægur til at- hugana. Engin ástæða til þess að fella nokkra dóma um málið í flýti og athugalítið, eða að hraða þeim svo mjög, á hvora hliðina sem er. Best, að taka því með hægð og gætni. Engin ástæða til þess, að fara að hárífast um það hjer heima fyrir að svo stöddu. Það geta menn geymt sjer þang- að til að því kemur, að málið verði lagt fyrir þjóðina til úr- skurðar, og verði það alls ekki gert, — þá geta menn líka spar- að sjer alt rifrildi um málið. En annað mál er hitt, að sjálf- sagt er það, að blöðin ræði málið og skýri það. í síðasta tbl. eru prentaðar breytingatillögur þær við sam- bandslágafrumvarpið 1908, sem Sambandsflokkur alþingis kom sjer saman um síðastl. sumar, að reyna að fá framgengt, og gerði hann sambandslagafrumvarpið írá 1908 með þeim breytingum að stefnuskrá sinni, skuldbatt sig til að halda því þannig fram til sam- þykta hjer heima og fól ráðherra, að grenslast eftir því í Danmörku, hvort þetta mundi ekki geta geng- ið fram þar. Gæti menn nú að breytingar- tillögum Sambandsflokksins í síð- asta tbl. og svo frumvárpsupp- kastinu, þá kemur það fram, að allar breytingartillögurnar eru komnar þar inn og aðeins í smá- vægilegum atriðum öðruvísi orð- aðar þar en af þingflokknum. Þetta hefur alt gengið að óskum. En svo er annað komið í veg- inn. Danir vilja lika breyta til frá frumvarpinu 1908. Þeir vilja ekki standa við alt, sem þeir buðu þá. Þeir vilja ganga að öllum breyt- ingum, sem farið er fram á af okkar hálfu. En svo óska þeir að fá aðrar og fleiri breytingar. Það eru einkum tvær breyt- ingar, sem Danir vilja fá fram- gengt, önnur um fæðingjarjettinn, hin um landhelgina. Báðar þess- ar breytingar hljóta að draga úr kostum frumvarpsins frá okkar sjónarmiði. Það er augljóst. En þar með er alls ekki sagt, að frumvarpið sje fyrir þessa sök orðið með öllu óaðgengilegt fyrir okkur. Sambandslagafrumvarpið bauð svo stórmikið fram yfir það, sem við nú eigum við að búa, að það þolir vissulega nokkurn frá- drátt, áður en það verður með öllu óaðgengilegt. Nú liggur fyrir að meta það, hve mikið við eigum að leggja upp úr þessum breytingum, sem hinn málsiðilinn óskar að fá gerð- ar á frumvarpinu. Að þessu sinni skal hjer ekki út í það far- ið. Það yrði of langt mál. Og sjálfsagt eru lika nokkuð deildar skoðanir um það. En Lögr. mun síðar gera sjer far um, að skoða þetta ítarlega og frá öllum hlið- um. Svo er að líta á þær breyting- ar, sem fengist hefur framgengt i Danmörku eftir óskum hjeðan. Þær breytingar geta ekki verið lítils virði, þvi síður einskis virði, i augum þeirra manna, sem bor- ið hafa þær fram, gert þær að skilyrði fyrir fylgi við frumvarp- ið og skuldbundið sig til að fylgja því fram til sigurs, berjast fyrir lögleiðingu þess, ef þeim breyt- ingum fengist framgengt í Dan- mörku. En svo er um alla þing- menn Sjálfstæðisflokksins, sem í Sambandsflokkinn gengu á sið- asta þingi, og svo forsprakka Sjálfstæðisflokksins utan þings, sem einnig unnu að þessu máli. Hvernig þeir hins vegar líta nú á þá kosti, sem við sjeum sviftir með þeim breytingum, sem Dan- ir vilja nú fá framgengt á frum- varpinu frá 1908, skal Lögr. ekki um segja. En víst er um það, að harla lítið gerðu þeir úr þeim kostum 1908. Fyrir þá hina sömu menn virðist ekki mjög að- gengilegt nje aðstöðugott að ráð- ast harðlega á breytingartilmælin frá Danmerkur hálfu, af þvi að þeir hafa sjálfir áður talið ekk- ert unnið við þau atriði, sem breytingarnar snerta. En um Heimastjórnarmenn er hjer alt öðru máli að gegna. Þeir hafa áður haldið fram þeim atriðum, sem Danir nú vilja breyta, og nú er það þeirra athugunarefni, hvort þessi atriði, sem frá Danmerkur hálfu er haldið fram breytingum á, sjeu svo mikils verð eða ekki, að frumvarpið frá 1908 verði ó- aðgengilegt þeirra vegna. Það er auðvitað ekki gott, að missa af nokkrum kostum og rjettindum, sem í boði voru fyrir fjórum árum. Én hverjum er um að kenna öðrum en okkur sjálfum, að við tókum þetta ekki þegar það stóð til boða? Og þó við teljum það bæði rangt og smásálarlegt af Dönum eins og það líka er, að standa ekki að öllu leyti við boð sitt 1908, þá getum við ekki neytt þá til þess. Þeim er engin þægð neinum breytingum. Við verð um að sækja á, ef þær eiga nokkr- ar að fást. Þeir bjóða þær ekki fram. Ensjeþaðhart,að missa afnokkr- um þeim rjettindum, sem buðust 1908, þá er þó hitt enn verra, að sá góði árangur, sem þá náðist í samningunum við Dani, verði með öllu að engu fyrir van- hyggju okkar, klaufaskap og inn- byrðis sundurlyndi. Tekjur Landsímans 3. á.rsf jór-öviixg- 1913. Símskeyti innanlands: Almenn skeyti 7232 (6635). Veðurskeyti 1200 (1200). 8432 (7835). Símskeyti til útlanda: Almenn skeyti Veðurskeyti 5971 (5400). 259 ( 279). 6230 (5679). Símskeyti frá útlöndum....................3*29 (2073), 17791 (15537) Stmsamtöl........................................................ 24264 (19838) Talsímanotendagjald.............................................. 1994 ( 2026) Viðtengingargjöld . 214 ( 127) Aðrar tekjur....................................................... 104 ( 153) liuitpold prins af Bajern dáinn. Andlát hans er sagt í sím- skeyti frá Khöfn 13. þ. m. Hann var fjörgamall maður, fæddur 12. mars 1821, og hefur lengi haft öll stjórnarstörf á hendi fyrir frænda sinn Ottó Bajerns konung, sem verið hefur veikur á geði. Luitpold prins hefur jafnan verið talinn mjög merkur maður. Þetta tbl. kemur í stað miðviku- dagsblaðsins í næstu viku, sem ekki getur komið út á rjettum tíma vegna jólahátíðarinnar. Kr. 44367 (37731). Tölurnar í svigum tákna tekjur símans á tilsvarandi tíma árið 1911., Kristján barnakennari. Loks voru töluð nokkur þakkar- og viðurkenn- ingarorð til söngstjórans og söng- flokksins. í haustannríkinu hafði fólk þetta varið miklum tíma til að koma sam- an til æfinga, enda var eindregnu lofsorði lokið á söngskemtun þessa. Söngstjórinn, Þorsteinn Konráðsson, sem er dugnaðarmaður í hvívetna, hefur sýnt mikinn áhuga í því, að glæða söngskemtun þar í dalnum, og fæst árlega meira og minna við söng- kenslu. Þegar úr kirkju var komið, voru góðar viðtökur og veitingar inni í bænum, að sögn á kostnað söng- flokksins, og var það rausnarlega af sjer vikið. Meiri gleði og fjör væri í sveitalífinu, ef menn þannig vildu eitthvað í sölur leggja til að hefja það upp. Aheyrandi. að stranda? Símað er frá Khöfn í gærköld, að friðarsamningafundinum í Lundún- um sje frestað sökum þess, að Tyrk- ir færist undan að semja nokkuð við Grikki (meðan ekki sje samið vopna- hlje þeirra á milli). Sendiherrar stórveldanna í Lund- únum halda aftur á móti fundi, segir í skeytinu, og ræða þar ýmis- legt, sem ófriðinn snertir. Þessir eru fulltrúarnir á friðarfund- inum, segja nýkomin ensk blöð: Frá Tyrklandi: Reshid pasja sam- göngumálaráðherra, Osman Nizami bey, sendiherra í Berlín, og Salih pasja, flotamálaráðherra. FráBúlgaríu: Dr. Daneff, þingfor- seti, Madjaroff, sendiherra í Lund- únum, Paprikoff hershöfðingi, fyrv. utanríkismálaráðherra, og Jostoff ó- berst. Frá Serbíu: Stoyan Novakowitch, áður ráðherra, Andra Nikolitch, þing- forseti, Vesnitch, sendiherra í París, Bogovitch hershöfðingi og Pavlovitch óberst. Frá Grikklandi: Venizelos yfirráð herra, Skolondis, fyrv. utanríkisráð herra, Gemadius, sendiherra í Lund únum, dr. Streit, sendiherra í Vínar borg, Politis, prófessor í alþjóðarjetti við háskólann í París, Danglis ó berst og Metaxas óberst. Frá Montenegró: Mijuskovitch, fyrv. yfirráðherra, Popovitch, áður sendiherra í Konstantínópel, og Voynovitch, trúnaðarritari Nicita konungs. liirkjusamsöng/ur. Vatns- dælingar mintust aldarafmælis Pjeturs sál. Guðjohnsens organleikara 29. nóv. síðastl. á mjög hátíðlegan hátt. Þann dag var frostgrimd mikil. Engu að sfður kom margt manna saman í Undirfellskirkju. Ofn er í kirkjunni. Var þar nægur hiti og kirkjan vel lýst. Guðsþjónusta var haldin, með prje- dikun og sálmasöng. Valin hin feg- urstu lög, og eftir því vel sungin. Að lokinni guðsþjónustu hófst sam- söngurinn. Óðalsbóndi Þorsteinn Konráðsson á Eyjólfsstöðum er organleikari í kirkjunni; hafði hann æft söngflokk- inn og stýrði söngnum. 1 söngflokknum voru, auk organ- leikarans, Kristján barnakennari Sig- urðsson og Pall bróðir hans á Brúsa- stöðum, Kristján Blöndal bóndi á Gilsstöðum, Runólfur Björnsson á Kornsá, ennfremur 4 stúlkur: Engil- ráð Hallgrímsdóttir á Hnjúki, Rann- veig Stefánsdóttir á Flögu, Sigríður Björnsdóttir á Kornsá og Sigríður Jónasdóttir á Hnjúki. Mörg lög voru sungin, og stóð söngskemtunin alllengi yfir. Björn Sigfússon skýrði ítarlega og vel frá æfiferli og lífsstarfi Pjeturs sál. Þegar samsöngurinn var á enda, urðu nokkrar umræður um þýðingu söngs og söngfræðslu, og tóku sjer- stakan þátt í þeim sóknarpresturinn, Jón Hannesson bóndi á Undirfelli og f Sigurdur Egjölfsson í Hólum. Hulin voru fjörspor í foldar mekki, og horfin hreyfing hreystimannsins forna — þá er aö leiði liðins ættbróður sáum hann síðast silfuiháran standa.1) Nú er hann látinn, en lifir orð — endurhljómur æfi hjá aldarniðjum; munu þeir og muna mæring framkvæmda tryggari tröllum, trúan hvervetna. Greiða þóttu götu gengis og þrifa hollráð ’ins hygna. Hreint var fyrir brjósti. Fengsæl var ferðin, þó í fyrstu reisti hús sitt á hrjóstrum sá hinn hugumstóri. Heyrið bændur og búaliðar! Skoðið ból bjarnar! Brestur bjer á nokkuð ? Kenduð þið annan, sem unni heitar ástvinum, ættjörð og æskustöðvum? Finnur sig snortinn fjölmennur skari, sá, er ( löndum tveim leitar að gæfu. Vígir hann um aldur ættföður horfnum þakklæti og elsku. Það er fórn, sem hæfir. Mikið var þitt lffstarf metið og undrað öldungur aldar, íturmennið snjalla. Vjer getum ei hugsað, að svo gagnsamt líf hverfi í eilíft aldamyrkur. ■ Jón Hinriksson. (Aths. Eftirmæli eftir Sigurð sál. voru birt ( 7. tbl. »Lögr.« 1912, og verður hjer vtsað til þess, sem þar er getið um æfi- atriði hans. 1) Fáum vikum áður en hanndó, stóð hann yfit moldum systursonar síns, Sig- urðar Jónssonar ( Baldu-sheimi.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.