Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.12.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 21.12.1912, Blaðsíða 2
242 LOGRJETTA Jjárhagur Reykjavikur. Undir þessari yfirskrift hefur Lögr í tveimur næstsíðustu blöðum sínum birt ræðu, sem verkfræðingur Jón Þorláksson hefur flutt í fjelagi einu hjer í bænum. Af því að í ræðu þessari er mjög hallað rjettu máli og bæjarstjórn Reykjavíkur ásökuð um óforsvaranlega fjárstjórn árin 1909— 1912, bið jeg yður, herra ritstjóri, að ljá eftirfarandi grein rúm í blaði yðar. — Jón Þorláksson byrjar ræðu sína með því, að telja það vítavert, að byggingarreikningum vatnsveitunnar og gasstöðvarinnar hafi verið haldið sjer, þeir ekki teknir upp í bæjar- sjóðsreikninginn, sem er reikningur yfir hinar árlegu tekjur og útgjöld bæjarsjóðsins. Þar til er að svara, að þeirri reglu mun víst ætíð hafa verið fylgt hjer í Reykjavík, að þeg- ar eitthvert meiriháttar verk hefur verið unnið og sjerstakt lán tekið til þess, þá hefur lánsfjeð verið látið standa í bönkum þeim, sem lánið hafa veitt eða það verið borgað til, og því ávísað beint til þeirra, er verkið vinna, smátt og smátt, eftir því sem verkinu miðar áfram. Bæjar- stjórnin ræður sjerstakan mann til að standa fyrir verkinu eða hafa eftirlit með því. Hann ransakar hvern reikning, ritar á hann sam- þykki sitt til útborgunar, og að því fengnu ávísar formaður fjárhags- neíndar reikningnum til útborgunar hjá banka þeim, sem lánsupphæðin stendur inni hjá. Þegar svo verk- inu er lokið, kýs bæjarstjórnin ein- hvern af fulltrúum sínum til þess að búa til byggingarreikninginn. Síðan er reikningurinn með öllum fylgi- skjölum afhentur endurskoðendum bæjarreikninganna, og hann loks með athugasemdum þeirra lagður fyrir bæjarstjórnina til úrskurðar. Þessari reglu er einnig fylgt hvað snertir byggingarreikninga vatnsveitunnar og gasstöðvarinnar. Þetta þykir gefast vel, en það geta verið skiftar skoð- anir um, hvort þessi aðferð sje rjett- ari en hin, að innborga lánsfjeð alt til bæjargjaldkerans og láta hann svo hafa allar útborganir á hendi. En þegar nú Jóni Þorlákssyni þykir það vítavert, að byggingarreikning- ingum vatnsveitu og gasstöðvar var haldið fyrir utan hina árlegu reikn- inga bæjarsjóðsins, þá má það þykja því undarlegra, að þegar hann sjálf- ur fer að gera upp reikningana, þá vill hann taka út úr bæjarsjóðsreikn- íngunum árin 1909—1912 allar tekj- ur bæjarins af þessum stofnunum. Þetta kemur sjer einkar vel fyrir hann hvað vatnsveituna snertir. Hún hefur á þessum 4 árum eftir hans reikningi gefið af sjer um 60 þús. kr. umfram greiðslu vaxta og rekst- urskostnaðar. Og þessar 60 þús. kr. vill hann svo, þvert ofan í lánssamn- ingana, áætlanir og reikninga, telja vera afborganir af vatnsveituláninu. En þetta er fjarri öllum sanni. Það rjetta er, að tekjurnar af vatns- veitunni hafa árin 1909—1912 verið rúmum 40 þús. kr, meiri en áskildar vaxta- og afborgana-greiðslur af lán- inu, ásamt því sem varið hefur verið tii aukningar vatnsveitunni síðan býggingarreikningur var gerður upp. Þessar C. 40 þús. kr. segir Jón Þor- láksson að hafi verið „jetnar uPP"i en það er ranghermi. Þessar 40 þús. kr. eru — eins og reyndar aðrar árstekjur vatnsveitunnar — lögmætar árstekjur bæjarsjóðsins, sem bæjar- stjórnir hefur ákveðið að verja til greiðslu hinna árlegu útgjalda ba.*jar- ins — ef vill til greiðslu á vöxtum og afborgunar af öðrum lánum bæj- arins en vatnsveituláninu. Ef bæjar- sjóður hefði ekki haft þessar tekjur af eign sinni, hefði bæjarstjórnin að sjálfsögðu ákveðið aukaútsvörin þeim mun hærri. Ef kveða á upp dóm um það, hvernig fjárhagsstjórn Reykjavfkur hafi verið árið 1909—1912, má ekki fara að eins og Jón Þorláksson gerir. Mjer finst eðlilegast, ef það á að gera, að svara fyrst þessum spurn- ingum: Hve mikið hafa skuldirnar aukist þessi ár? Hvað hefur bæjarsjóður fengið fyrir skuldareikningana? Má ætla að þær eignir, sem bæjar- sjóður hefur fengið fyrir lánin, gefi tekjur af sjer nægilegar til greiðslu vaxta og afborgana af lánunum? — Og byggja svo dóminn á úrlausn þessara spurninga. Fyrstu spurningunni svarar Jón Þorláksson. Skuldirnar voru í árs- lok 1908 .... 370 þús. kr. Skuldirnar verða f árs- lok 1912 .... 1464 --------------- Skuldirnar hafa þá aukist um .... 1094 þús. kr. Hvað hefur þá bærinn fengið fyrir þessa upphæð? Þegar dregið er frá stofnkostnaði það, sem búið er að borga af vatns- veitu- og gasstöðvar-lánunum og enn- fremur holræsagjald, þá hefur bær- inn eignast: Vatnsveitu fyrir . . c. 516 þús. kr. Gasstöð — . . - 427--------------- Baðhús — . . - 14 Slökkvistöð og slökkviáhöld . . - 41 Holræsi .... - 70 Varanlegar götur (Austurstræti og Póst- hússtræti) ásamt götugerðaráhaldi . • 25 Samtals 1093 þús. kr. Hjer eru þá komin full skil fyrir, hvernig varið hefur verið lánum þeim, sem bæjarsjóður hefur fengið árin 1909—1912, einu þúsundi þó áfátt. En á sama tíma hefur eftirstöðva- eign bæjarsjóðsins aukist um 20 þús. kr. eða meira. Af þessu má sjá, að ekkert af lánum þeim, sem teljast tekin árin 1909—1912, hefur verið „jetið upp“. Hverjum eyri hefur verið varið sum- part til þess að koma á fót arðber- andi fyrirtækjum og sumpart til að gera verk, sem teljast verða bráð- nauðsynleg fyrir bæjarfjelagið (hol- ræsi, götugerð). Jeg bið þess enn fremur gætt, að jeg hef hjer aðeins talið til eignar hin meiri háttar verk, sem unnin hafa verið og verulegt og varanlegt gildi hafa. Öllu öðru hef jeg slept, tel það hafa verið kostað af hinum venju- legu árstekjum bæjarsjóðs. í sam- bandi við þetta get jeg þess, að það — ásamt mörgu öðru, er mjer ekki þykir máli skifta að leiðrjetta — er rangt hjá Jóni Þorlákssyni, að tekjur þær, er bæjarsjóður hefur haft af lóðasölu og af sölu erfðafestulanda árin 1909—’ 12, hafi orðið að eyðslu- eyri. Þessi árin hefur meiru verið varið til aukninga og endurbóta á fasteign kaupstaðarins en nemur tekj- unum af þessum tekjuliðum. Og þótt svo væri, gæti það tæplega tal- ist óforsvaranleg eyðsla, því venju- lega hefur afhending lóða og sala erfðafestulanda það f för með sjer, að eign verður bæjarsjóðnum arð- berandi, sem áður var honum óarð- bær. Þá kem jeg að þriðju spurning- unni, sem í þessu sambandi varðar lang-mestu, hve miklar tekjur hefur bæjarsjóðurinn af eignum þeim, sem láninu hefur verið variðtil? Oghve miklar má álíta, að þær tekjur verði framvegis? Undir úrlausn þessara spurninga er það langmest komið, hvort segja má, að bæjarstjórn Rtykjavíkur 1909— 1912 hafi farið vel eða illa með fjár- forráð sín. Það mun hvervetna vera talinn sæmilegur fjárhagur bæjarfjelags sem Reykjavfkur, ef hreinar tekjur — þ. e. að frádregnum reksturs- og við- haldskostnaði — af eignum þessnægja til greiðslu vaxta af öllum skuldum þess, og góður fjárhagur, ef tekjurn- ar nægja einnig til greiðslu sæmi- legra afborgana. Hvernig er þessu nú varið með Reykjavíkurbæ? Jeg legg hjer til grundvallar áætlunina fyrir árið 1913. Henni fylgir sund- urliðuð skýrsla yfir vaxta- og afborg- anagreiðslu hvers láns, og get jeg þess um leið, að dylgjur Jóns Þor- lákssonar um, að bæjarsjóðsreikning- arnir sjeu óglöggir, að því ersnertir sundurgreiningu vaxta- og afborgana- greiðslu, eru ekki á neinum rökum bygðar, Með þeim gjaldlið bæjar- sjóðsreikningsins fylgir nú árlega <fteinfí. Jhtóersson. Allar vörur, sem karlmenn þurfa lil klœdnadar og skrauts d jólunum, eru ávalt ódýrastar eftir gœdum á Horninu á Hótel Island. f ^SO afsláttur gefinn til jóla af minst tveim kr., A q 0g er þó verdid mjög sanngjarnt ádur. W sundurliðuð skýrsla, er sýnir, hve mikið er greitt í vexti og hve mikið sem afborgun af hverju láni fyrir sig. Reykningsfærsla hins núverandi bæj- argjaldkera er að þessu leyti sem í öllu öðru góð og greinileg. Árið 1913 á bæjarsjóður að greiða samkvæmt lánssamningunum samtals af öllum lánum sfnum : Vexti . . 71.400 kr. Afborgun . 20,900 — = 92,300 kr. En tekjur af eignum bæjarins, að frádregnum kostnaði, eru áætlaðar það ár 90,400 kr. — Er það 19000 kr. meira en öll vaxtagreiðsla bæjar- sjóðsins verður. En aðeins 1900 kr. vantar til þess að arðurinn af eign- um bæjarins nægi til að greiða alla vexti og allar afborganir, sem bæjar- sjóður á að greiða árið 1913. — Sje nú þetta borið saman við reikninga bæjarsjóðs árið 1908, kemur það í ljós, að það ár hefur þurft að taka meira af hinum almennu tekjum bæj- arsjóðsins til greiðslu afborgana og vaxta en þarf árið 1913. Að þessu leyti er því framför. Mun þó eng- inn segja annað, en að fjárhagur bæj- arsjóðs í árslok 1908 hafi verið sæmi- lega góður. En við þetta er þó að athuga, að hinar áskildu afborganir árið 1913 eru lægri en þær eðlilega ættu að vera. Kemur það af því, að tæpur þriðjungur af seinni ára lánum eru bráðabirgðalán, sem ekki þarf að borga neitt af á því ári. Hefur af sjerstökum ástæðum verið svo tilætl- ast, að breyta þeim lánum í föst afborgunarlán ekki fyr en árið 1916. — Hins vegar ber þess að gæta, að frá þeim tíma má telja víst að bæjar- sjóður hafi miklum mun meiri tekjur af eignum sfnum, sem að framan eru taldar, en nú(sjerstakleggasstöðinni). Ef ekki eitthvað óvænt og ófyrirsjáanlegt ó- happ ber að höndum, má nú með nokkurn veginn vissu segja það fyrir, að tekjur bæjarins af eignum þeim, sem hann nú hefur eignast, muni frá árinu 1916 gefa af sjer ekki minna en 110 þús. kr. á ári. Það er meira en 70/o af öllum þeim skuldum, sem á bæjarsjóði koma til að hvíla í árslok 1913. En y°/o verða að teljast fullsæmileg upphæð til af borgunar — og vaxtagreiðslu. — Ef bæjarstjórnin frá þeim tíma lætur allar tekjurnar af eignum sfn- um ganga til lúkningar vöxtum og afborgunum af lánunum, þá er búið með þeim tekjum einum, að liðnum 30—40 árum, að borga að fullu allar skuldir, sem nú hvíla á bænum, og bærinn á þá skuldlausar allar þær eignir, sem hann nú á — að jeg vona lítið fyrndar. Að þessu tak- marki hefur verið stefnt. Jeg segi ekki, að því takmarki verði náð, en ef svo verður ekki, þá má ekki kenna það þeirri bæjar- stjórn, sem fjárhagstjórnina hefur haft á hendi árin 1909—1912. — Jeg vona, að framanritað nægi til að færa lesendum Lögrjettu heim sanninn um það, að það ætti ekki að þurfa verkfræðing, og því síður hagfræðing, heldur aðeins meðalglögg- an reikningsmann, sem vill lesa tölur bæjarsjóðsreikninganna rjett, til þess að sjá, að fjárhagstjórn bæjarstjórn- arinnar 1909—1912 hefur verið full- komlega forsvaranleg. — Reykjavík 16. des. 1912. Páll Einarsson. Frí íjallÉÉn tl fistiraik Kafmagnsstöð byggja Seyðfirð- ingar hjá sjer í sumar, er kemur. Aflið er tekið úr Fjarðará, á móts við Fjarðarsel, rúma 2 km. frá kaup- staðnum, og þar upp frá verður afl- stöðin sett. Fyrst um sinn framleið- j ir hún 75 hestöfl, en þegar þörf ger- ist má stækka hana upp í 150 hest- öfl. Þaðan er leitt háspent rafmagn (spenna 3000 volt) niður til kaup- staðarins, og settar þar upp 5 breyti- stöðvar víðs vegar um bæinn. Þær breyta spennunni úr 3000 volt niður í 120 volt fyrir lampa, en fyrir mó- tora má fá 208 volt. Frá breyti- stöðvunum liggja svo rafmagnsleiðsl- ur um allan bæinn, og er búist við, að það verði þegar í byrjun notað til ljósa í flestöllum íbúðarhúsum kaupstaðarins. Þó mun það ekki verða leitt út á Vestdalseyrina í fyrstu, en það má gera hvenær sem það þykir borga sig. Kostnaðurinn er áætlaður 55 þús. kr. Firmað Siemens Schuckert í Khöfn fram- kvæmir verkið, að undanskilinni stöðvarhússbyggingu, staurasetningu, pfpugrefti, stýflugarði í ána m. m., sem bæjarstjórnin lætur framkvæma sjálf. Jón landsverkfræðingur Þor- láksson er ráðanautur bæjarstjórnar- innar í þessu máli. Þetta er fyrsta háspenta rafmagns- stöðin, sem bygð er hjer á landi, en sams konar fyrirkomulag verður að nota alstaðar þar, sem vatnsafl er notað til rafmagnsframleiðslu, ef vatns- aflið fæst ekki alveg á þeim stað, sem rafmagnið á að notast á. fýskur botnvörpungur strand- aði nýlega norður í Jökulfjörðum við ísafjarðardjúp, heitir „Geeste", frá Norderhavn. Björgunarskipið „Geir" er þar nú, en á ísafirði vissu menn ekki í gærkvöld, hvernig því hefði gengið. Enska botnvörpunga vantar. Það er nú talið víst, að tveir enskir botn- vörpungar muni hafa farist nýlega í hafi hjer einhverstaðar nálægt. Ann- ar þeirra hjet„ Romeo", frá Grimsby, hinn „Stork", frá Hull. Af öðrum hafa menn síðast spurnir 6. nóv., hinum 15. nóv. Líklegt er talið, að annarhvor þeirra hafi farist nálægt Látrabjargi. Þar hefur rekið upp rifrildi af skipsflaggi, trje úr skipi, eitthvað af fötum o. s. frv. Úr Húnavatnssýslu er skrifað 9. des.: «... „Ceres" kom á Blöndu- ós eins og til stóð, þótti eitthvað að veðri, skilaði engu og hljóp frá öllu. Kaupmenn stóðu eftir með sárt enni, og allmiklar vörur urðu eftir, sem sendast áttu. „Mjölnir" reyndi að berja í þessa bresti og sótti vörurn- ar, en, að sögn, kom hann með ekk- ert af þeim Blönduóssvörum, sem „Ceres" lagði upp á Sauðarkrók; þar situr það til vors, og þar á meðal allar póstsendingar. Örðugt að hugsa sjer ófullkomnari skipagöngur en Húnvetningar hafa ..." Reykjafoss, með húsi og tóvinnu- vjelum, hefur Arnessýsla nú keypt af hlutafjelagi því, er átt hefur og starf- rækt tóvinnuvjelarnar. Kuldar í Miðevrópu. í byrjun þessa mánaðar voru óvenjulegir kuld- ar og snjóveður í Þýskalandi og Sviss. Bæjarstjórnin. Fundur 5. des. Bæjarstjórn vildi ekki veita Pjetri Hjaltesteð land á erfðafestu andspæn- is Sunnuhvoli, norðan við Vatns- veituveginn. Samþ. að fela hreinsun reykháfa í bænum einum manni, er hafi ábyrgð á starfinu. Borgarstjóra falið að semja og Ieggja fyrir bæjarstjórnina uppkast að Iagafrumvarpi um skrásetning lóða í Rvlk, er leggja megi fyrir næsta alþingi. Samþ. svohlj. till. frá K. Zimsen: „Bæjarstj. ályktar að kjósa 3ja manna nefnd til að íhuga skólamál bæjarins, sjerstakl. hina fjárhagslegu hlið, og koma fram með tillögu til breytinga á fyrirkomulagi barnaskól- ans. Kosnir í nefnd: K. Z., Sv. B., J. Þorl. — í stað K. Z , sem nú er erlendis, var síðar kosin frú G. Lár- usdóttir. Tilkynt uppsögn bæjarverkfræð- ings á starfi hans frá 1. júní 1913 að telja. G. Zoega kaupm. synjað um fram- lengingu á leyfi til lýsisbræðslu í Effersey. Fundur 19. des. Samþ. að kaupa 2 slönguvagna með tilheyrandi slöng- um, sem áætlað er að kosti um 1550 kr., og skuli andvirði þeirra greitt af brunabótasjóði Rvíkur. Tilk. uppsögn frá læknadeild há- skólans á leigu á húsinu nr. 25 við Þingholtsstræti. Fjárhagsnefnd falið að koma með till. um ráðstöfun á húsinu framvegis. Samþ. tillaga frá Sv. B. svohlj.: „Bæjarstj. ályktar að kjósa 3ja manna nefnd til þess að íhuga, hverjar breyt- ingar megi gera á fyrirkomulagi því, sem nú er um skattgjöld í bæjar- sjóð. Sjerstaklega er nefndinni ætl- að að athuga, hvort eigi væri til- tækilegt að breyta lóðargjöldum, þannig, að þau verði ákveðin í hlut- falli við verðmæti lóðanna. Enn- fremur, hvort eigi muni tiltækilegt, að leggja á lóðir sjerstakt verðhækk- unargjald. Loks að semja frumvarp til laga um breytingar þær í þessa átt, er tiltækilegar verða álitnar, sem 'eggja megi fyrir næsta alþing". Kosnir í nefnd: Sv. B., J. Þorl., Kl. J. Kosinn sótari Magnús Magnússon. Oskar Prochaska konsúll. Hann var konsúll Austurríkis í borginni Prizrend, er Serbar tóku hana. Her Serba gekk fram með grimdaræði í borginni, eins og víðar gegn Albönum. Margir leituðu þá hælis í húsi sendiherra Austurríkis og garði þar umhverfis. Flagg Aust- urríkis og Ungarns blakti yfir hús- inu og konsúllinn benti hermönnum Serba á þetta, er þeir ætluðu að vaða inn þangað á eftir óvinum sínum, er leitað höfðu þar hælis. En Serbar skeyttu því engu, ráku Albana út þaðan og drápu suma, þar á meðal jafnvel konur og börn, að því er fregnirnar segja. Þeir tóku konsúls- húsið á sitt vald og kölluðu konsúl- inn hafa brotið hlutleysisreglurnar og beitt sjer móti Serbum. Ut úr þessu varð áköf rimma milli stjórnanna í Austurríki og Belgrad. StjórnAust- urríkis heimtaði, að hún fengi að rannsaka málið og yfirheyra konsúl- inn, en því neitaði stjórn Serba lengi og hafði konsúlinn í haldi. Sá varð þó endirinn, að hún ljet hann lausan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.