Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 21.12.1912, Síða 3

Lögrétta - 21.12.1912, Síða 3
L0GRJETTA 243 í O í ^jQrslunin CóinSorg. Vfer viljurn ekki taka eins kuldalega á móti viðskiftamönnum vorum fyrir jólin eins og sumir, sem i stað annars betra fylla gluggana sina með snjó og frosti, sem þó ekki einu sinni er egta. Söludeildir vorar eru ekki skreyttar með öðru en Bestu vörum fíl Jóíanna fyrir Besta verð. Vjer þurfum ekki d neinu tildri eða skrumi að halda til þess að hœna fólk að, af þvi menn hafa 17 dra reynslu fyrir sjer i þvi, að góðar vörur með góðu verði selur œtið ^Uerslmin CóinBora. i u Carlsberg- brugghúsin mæla með GarlsberÉ lyZZ skattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Garl$ber2 skattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Oarlsberg sódayatn XJppsátur fyrir mótorbáta og aðra fiskibáta, einnig húspláss til íbúðar fyrir sjómenn og fisk- söltun, fæst hvergi eins ákjósanlegt og ódýrt eins og ( Narfakoti í Njarðvíkum. Út- gerðarmenn ættu því að semja sem allra fyrst við bóndann þar, Ágúst Pálmason, eða Sigurð Björnsson kaupm. í Reykjavík. Cocolith, sem er best innanhúss i stað panels verður, cins og að unðanförnu, 6cstur og óðýrasfur Rjá JC. cTfí. Jl. &fíom~ er áreiðanlega besta sódavatn. og þolir vatn og eld, útvegar með verksmiðjuverði að scn, JCafnarsfrœti 20. cTalsími nr. 2. Undirritaður tekur að sjer mál- færslu- og innheimtu-störf. Til við- tals kl. 6—7lh e. m. á Grettisgötn 20 B. Talsími 322. Marinó Hafstein. Brúknð íslensk Frímerki kaupir háu verði Sigurður Jónsson, Lindargötu i B, Reykjavík. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlng8maður. PÓ8thd88trœti 17. Vonjulega heima kl. 10—11 eg 4—5. Talsfmi 16. brúkuð íslcnsk, alls- konar borgar enginn betur en Helgi Helgason (hjá Zimsen) Reykjavík. viðbættu flutningsgjaldi G. E. J. Guðmundsson bryggiusm. í Reykjavík. Aðalumboðsmaður fyrir sölu á Cocolith til íslands JSanðsins mcstu Birgðir af (31 i og ^Cínif Jjölörcyftasfa urvaíf lœgsta vcró i Bœnum. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. ii—12 og 4—5- Gunnar Gunnarsson: Sporður. 36 sínum mæta vel. — Hann fjekk mán* aðarlega fje að heiman. Ef faðir hans spurðist fyrir um, hvort hann færi nú ekki bráðum að snúa heim, kom hann með einlæga útúrdúra. Honum duttu stöðugt í hug nýir kostir við jörðina heima, sem vafalaust mætti færa sjer í nyt, ef hann aflaði sjer nægrar þekkingar. — Þetta voru enda engar skýja- borgir, sem hann bygði. Hann var hagsýnn og duglegur, þegar hann vildi það við hafa. Hann þekti jörðina vel, og vissi hvað gjöra mátti á henni. En hann ljet farast fyrir að afla þeirrar þekkingar, sem hann í brjefum sínum kvað nauðsynlega. Faðir hans tók rök þau, er hann færði fyrir dvöl sinni, góð og gild. En tvívegis hafði hann komist þannig að orði um efnahag sinn, að Stein- ar í bæði skiftin samstundis skrifaði heim og bað hann um skýringu á brjefinu. En karl hafði eytt því máli hvorttveggja sinnið, — svarað, að hann rólegur skyldi ljúka námi sínu, þess heillavænlegri yrði heimkomar 37 — og að alt gengi vel. Steinari þótti skiljanlegt, að föður sínum þætti hann vera lengi og brúka mikið tje, — hjelt því, að faðir sinn ein- einungis hefði ætlað að hræða sig og flýta heimför sinni. Auðvitað ætlaði hann líka heim — einhvern tíma. En honum sýnd- ist ógjörningur að koma heim eftir svo langa burtveru, án þess að hafa lært nokkurn skapaðan hlut. Hann gat ekki fengið af sjer að byrja á námi. Hann hafði dregið það von úr viti nú í fjögur ár. Það var svo þægilegt að ganga þannig iðjulaus — engar áhyggjur að hafa fyrir öðru en vellíðan sinni, og aldrei þurfa að reyna neitt á sig. Bárður hafði nokkrum sinnum int að því, að hann yrði þó að læra eitthvað. En ef Steinar á annað borð gaf sjer tíma til að hlusta á hann, sneri hann orðum hans ætíð í spaug. Enda fanst Bárði hann vera sjer svo miklu fremri um flesta hluti, að hann þagði. 38 Bárður og Steinar borðuðu fyrst góðan kvöldverð. Svo fóru þeir á loddarasýningu og þaðan á veitingahús. Nú sátu þeir og dreyptu við og við á whiskyglös- unum, sugu letilega reykinn úr vind- lingunum og bljesu honum út f loft- ið í þokuljettum mökkum. Steinar var f einkargóðu skapi. Bárður gleymdi áhyggjum sínum í fjelagsskap hans, og þeir ræddu fjör- ugt um forna daga og gamlar endur- minningar. Svo strjáluðust orðin smám saman. Að endingu sátu þeir þögulir, og hver um sig rifjaði upp fyrir sjer atvik úr lífi sínu, sem á einn eða annan hátt höfðu fest dýpri rætur f hjarta þeirra og voru þeim hugþekk- ari en þeim ef til vill sjálfum var ljóst. -----Ryðguð, drafandi rödd rauf þögnina: „Þjónn! Hvaða mánaðardagur er í dagf" „Sá átjándi", var svarað, Steinar hrekkur við. 39 Bárður lítur forviða á hann. Andlitssvipurinn á honum er eins og á barni, sem fær refsingu óvænt fyrir gleymda yfirsjón — smeikur og undrandi. „Hvað erum að vera?" spyr Bárður. „Ekki neitt í rauninni. Jú — jeg fjekk óvænt að vita, að það er af- mælisdagurinn minn í dag — sá át- jándi. Jeg hafði gersamlega gleymt því. „Einmitt það? —Jeg óska þjer til hamingju". „Þakka þjer fyrir. En sjáðu nú til; — jeg sat á þessari stundu og hugsaði um atburð, sem skeði fyrir mörgum árum — einmitt á afmælis- daginn minn. —Jeg var að reyna að koma því fyrir mig, hvaða mánaðar- dagur væri í dag, þegar hann þarna alt í einu spyr þjóninn um það. — Geturðu nú ekki skilið, að mjer varð hálf... hverft við áðan — —*. „Jú, það skil jeg. Hver var þessi atburður?" „Mig gildir einu, þó jeg segi þjer frá honum. Reyndar er það nú svo 40 að segja daglegur atburður heima. En þó er dálítið óvenjulegt við hann. Því það kemur ekki fyrir á hverjum degi, að manni sje gefið lífið í afmælis- gjöf. En það var mjer —þá— gefið. Bíðum við? — Jú, það var víst síð- asti afmælisdagurinn, sem jeg var heima. Það hafði viðrað illa uppi á ijöll- unum — geysað ofsastormur og hlaðið niður bleytusnjó. Niðri í sveitinni komu aðeins stöku rigningar- og hagl-skúrir, eins og hálf-ringlaðir lið- hlaupar. Inni í landinu hafði veðrið verið einstakt að ofsa og hörku. Það hafði farið heldur óþyrmilega með símann. Snjónum hlóð utan að þræðinum. Hann myndaði skel um hann, sem varð þykkri og þykkri, — að endingu þriggja, fjögra þuml- unga þykk. En þá fanst víst þræð- inum sjer vera ofboðið. Hann hrökk sundur á mörgum stöðum. Eða skeytti skapi sínu á postulínskúlun- um og járnkrókunum, sem báru þær.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.