Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.02.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 26.02.1913, Blaðsíða 2
34 L0GRJETTA Lógrjetta kemur út á hverju n mið- vikudegi og auk þess aukablóð við og við, minst 60 blóó als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi. erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júll. Afgreiðslustofa Lögrjettu er i Veltusundi nr. 1. Talsími 359. f&~ Þeir kaupendur Lögrjettu, sem ekki fá blaðið með skilum, eru beðnir að gera afgreiðslumanni við- vart sem fyrst svo úr þvf verði bætt. Talsfmi 359. Lögr. flutti í síðasta tbl. dóminn í gjaldkeramálinu, er sýknaði ákærða, en lagði á hann málskostnað. Siðan hafa forsendur dómsins í heilu iagi verið birtar í ísaf. og er það gott vegna þeirra missagna og ósanninda, sem dreift hafði verið út um málið bæði í ýmsum blöðum og líka með munnmælasögum. Lögr. hefur áður gert sjer nokkurt far um að leiðrjetta þau ósannindi, og geta menn nú sjeð af frásögninni um máls- ástæðurnar í forsendum dómsins, þeir sem bæði blöðin hafa, Lögr. og ísaf., að alt, sem Lögr. hefur áður um þær sagt, er rjett. Vegna lengdar dóms- forsendanna, er taka yflr 3 síður í ísaf., verða þær ekki teknar hjer upp í heilu lagi, en aðeins skýrt frá helstu atriðunum. Víxlabækur bankans, sem ekki eru haldnar af gjaldkera, heldur öðrum starfsmönnum bankans, og allar ákær- urnar um rangan forvaxtareikning hafa verið bygðar á, — þær eru dæmdar ógilt vitni með því að sann- ast hefur í einstökum tilfellum, þar sem þeim hefur ekki borið saman við sjóðdagbók gjaldkera, að sjóð- dagbókin hefur verið rjett, en víxil- bókin skökk. í forsendum dómsins eru tekin fram nokkur dæmi um þetta, og nemur munurinn í sumum þeim tilfellum töluverðum upphæð- um. BAð sjálfsögðu hefur það getað komið fyrir oftar en uppgötvast hefur, að gjalddagar hafl verið skakt bók- aðir í víxlabókunum", segir dómar- inn. Um bókunarskekkjurnar, sem fund- ist hafa og kært hefur verið yfir, segir dómarinn, að „það sje sýnt og sannað, að ákærður hefur haft á hendi svo mörg og margbrotin störf í bankanum, að það má teljast of- ætlun einum manni að leysa þau öll vel af hendi...... Marga daga, er annríki hefur verið mest í bankan- um, hafa afgreiðslur gjaldkeranskom- ist upp í 3—4 hundruð á dag. í svo miklu annríki er eðlilegi, eða jafnvel óhjákvæmilegt, að villur komi fyrir víð reikning vaxta og bókun .... “ o. s. frv. Um það, er íundist hefur að gleymst hefur bókun á nokkrum upphæðum, segir dómarinn, að taka verði gilda skýrslu ákærða um, að hann hafi í ösinni og annríkinu í bankanum gleymt að bóka þær, „með því að það er eðlilegt, að þetta hafl getað komið fyrir, en allsendis ósannað, að slept hafi verið að bóka af ásettu ráði í sviksamlegum tilgangi". Um samlagningarvillur þær, sem fundist hafa, segir dómarinn: „ . ... er með öllu ósannað, að skekkjur þessar hafl verið gerðar af ásettu ráði í þeim tilgangi að hafa ranglega fje af bankanum ... því að vitaskuld er það, að samlagningarvillur geta orðið af vangá, ekki síst hjá manni, er leggur saman þreyttur eftir erfitt afgreiðslustarf “. Um bókfærslu-aðferðina segir dóm- arinn: „Gjaldkerinn varð því að haga bókun sinni eftir því, sem banka- stjórnin eða bókarinn fyrir hennar hönd sagði fyrir um“. Mál þetta er í eðli sínu þannig, að alls ómögulegt er fyrir ákærða að sanna sýknu sina. Alt byggist þess vegna á því, hvort sökin verði á hann sönnuð eða ekki. Alls er upphæðin, sem um getur verið að ræða, 8874 kr. 37 au. Frá henni dragast nú að sjálfsögðu þær upphæðir, sem bygðar eru á víxla- bókunum og nema milli 3 og 4 þús. kr., og svo er ýmislegt fleira, sem lækkar upphæðina, svo sem þær skekkjur, er lagfærðar voru með borgun gjaldkera síðastl. vor. Dóm- arinn fer ekki út í það að meta, hve mikið gjaldkerinn ætti að borga til leiðrjettingar á öllu saman. Loks skal hjer tilfært niðurlag dómsforsendanna orðrjett: „Þótt svo virðist, sem allmiklar líkur hafl komið fram í máli þessu fyrir því, að margar af bókunar- skekkjum þeim, semi ákærður er sakaður um, hafi verið gerðar af á- settu ráði í fjárdráttarskyni, þá hefur þó eigi þótt fært, að meta þær likur sem fullgilda sönnun fyrir sekt hans og byggja á þeim hegningardóm, og það með fram af því, að sjerstakar ástæður eru hjer fyrir hendi, sem valda því, að fara verður mjög gæti- ilega í því efni. Fyrst er það, að hin óeðlilega bókunaraðferð á endur- greiðslum, er ákærður heldur fram, og eigi verður rengt, að hann hafl notað í bankanum síðari árin, án eftirlits að hálfu stjórnar og endur- skoðunarmanna bankans, hlaut að auka mjög hættuna á reiknings- og bókunarviJlum. Annað það, að eigi hefur erðið að notið vitnisburðar Alberts heitins Þórðarssonar banka- bókara, þess manns, sem mestar og bestar upplýsingar hefði getað gefið í málinu, með því að hann vann með gjaldkera mestan hluta þess tímabils, sem ransóknin nær yflr, og átti sam- kvæmt stöðu sinni að hafa sjerstakt eftirlit með störfum hans. Þá verður eigi hjá því komist, að taka sjerstakt tillit til þess, hve margvísleg og erflð störf ákærður hafði á hendi í bank- anum. Lr eðlilegt, að margar villur hafi getað orsakast af því, að hann varð að vinna að störfum sínum í flýti og flaustri. Enn er þess að geta, að ákærður er haldinn af sjúk- dómi, sem full ástæða er til að ætla, að átt hafi mikinn þátt í misferlum þeim, sem fundist hafa í bókum hans. Samkvæmt framlögðum vottorðum Guðmundar prófessors Magnússonar hefur ákærður eina tegund hjarta- sjúkdóma, er hefur í för með sjer höfuðsvima, sorta fyrir augum og hjartslátt, og sljóvgar sjúklinginn við öll andleg og líkamleg störf. Kveðst prófessorinn ekki hafa getað fundið aðra orsök til sjúkdómsins en lang- varandi ofþreytu. Brjef ákærðs til Ásgeirs læknis Blöndals, dags 5. janúar 1911, sem talsmaður ákærðs hefur lagt fram, sýnir, að sjúkdómur hans er ekki nýr. í brjefi þessu segir ákærður frá því, að hann sje ekki vel hraustur orðinn í höfðinu, sje farinn að finna til þreytu og fái stundum aðkenning að svíma, og telur hann þetta orsakast af sliti og ofmikilli og stöðugri áreynslu á höf- uðið. Talsmaður ákærðs hefur lagt fram 2 vottorð, annað frá landsfje- hirði, dags 12. september f. á., um að ákærður hafi eitt sinn á árina 1911 eða 1910 ofborgað honum 4000 kr., og hitt frá ÞorJeifi Jónssyni póst- afgreiðslumanni, dags. 11. s. m., sem sýnir, að eitt sinn fyrir mörg- um árum hefur ákærður greitt hon- um 80 kr. í stað 80 aur., og í annað sinn, fyrir 2—3 árum, 2000 kr. í stað 1000 kr.. Þótt vottorð þessi hafi eigi verið staðfest fyrir rjetti, virðist þó mega taka tillit til þeirra. En þau sýna, að ákærnum hafa orðið á stórfeldar villur, sem augljóst er, að eigi eru af ásettu ráði gerðar, og líklegt er, að glappaskot hans af þessu tægi sjeu miklu fleiri en þessi dæmi sýna. Að þessar villur sjeu afleiðing- ar af heilsubilun ákærða, er mjög sennilegt og svo getur verið um margar af misfellum þeim.er fundist hafa hjá honum. Af ástæðum þeim, sem greindar hafa verið, virðast eigi nægilegar sannanir vera fram komnar til þess, að ákærður verði feldur til hegningar íyrir framannefnd kæruatriði og ber því að sýkna hann af ákærum rjett- vísinnar í máli þessu, en eftir mála- vöxtum þykir þó rjett, að hann greiði allan kostnað sakarinnar. Eftir þessum úrslitum verða Lands- bankanum eigi í þessu máli dæmdar skaðabætur fyrir tjón það, er ákærð- ur kann að hafa bakað honum. Hinum mikla drætti, sem orðið hefur á dómsuppsögninni, valda ýms- ar ástæður. Dómarinn, sem hefur umsvifa- miklu embætti að gegna, var skyld- aður til að taka við máli þessu á þeim tíma árs, er hann á einna annríkast og kom að því al-ókunnug- ur málavöxtum, og með því að mál- ið er óvenjulega umfangsmikið og flókið, hefur hanu þurft að verja æði-löngum tíma til að kynna sjer það. Á þeim tíma, sem málið hefur verið undir dómi, hafa og, auk venju- legra embættisanna, hlaðist á dóm- arann ýms aukastörf, svo sem með- ferð á 11 og dómsuppsagnir á 10 einkamálum, aukafundir sýslilnefndar, sjóferðapróf og 4 daga uppboðshald út af skipstrandi o. fl., og hefur mikill tími eyðst til þessara starfa að meðtöldum ferðalögum, sem þeim hafa verið samfara, og loks er þess að geta, að dómarinn var á þessu tímabili veikur og ófær til vinnu í fullar 3 vikur. Það vottast, að málsvörnin hefur verið lögmæt". Nú hefur verið vakið máls á því, hvort dómnum verði áfrýjað eða ekki. Fyrst spyrja menn: Áfrýjar gjald- kerinn dómnum vegna málskostnað- arins? Lögr. veit ekki, hvort hann ætlar að gera það eða ekki. En líklegra þykir henni það, að hann á- frýi honum ekki. Hann hefur nú setið undir ákærum, sem hann er nú sýknaður af, í heilt ár. Hann hefur í lieilt ár orðið að standa með bundnar hendur fyrir svívirðilegu og ódrengilegu auikasti úr ýmsum átt- um. Mundi honum ekki þykja sá tími orðiun fulllangur? Mundi hann enn vilja lengja hann svo eða svo mikið, þótt hann gæti gert sjer von um að losna við málskostnaðinn ? Það er ólíklegra en hitt, einkum af því að gjaldkerinn mun vera svo efnum búinn, að hann þurfi ekki að taka nærri sjer greiðslu málskostn] aðarins. Enn síðar virðíst Lögr. það líklegt að stjórnin áfrýi dómnum. Þó veit hún ekkert um það frá stjórninni sjálfri. Hún spurðist fyrir um mál- ið í stjórnarráðinu í gær, og þá voru málsskjölin enn eigi komin þangað og dómurinn enn eigi birtur. En áfrýi stjórnin, þá virðist svo sem sjálfsagt, að gjaldkerinn áfrýi einnig með þeirri kröfu, að verða losaður við málskostnaðinn. Það er þá eitt af þrennu um að ræða : 1. að undirrjettardómurinn verði stað- festur af yfirdómi, og þá hefur á- frýunin að eins leitt af sjer aukinn kostnað; 2. að undirrjet1,ardómur- inn verði staðfestur að öðru en því, að málskostnaðurinn leggist á land- sjóð; 3. að yfirrjettur sakfelli á- kærða, eða felli að einhverju leyti harðari dóm yflr honum, og þá er það auðvitað, að hann mundi skjóta málinu til hæstarjettar. En er það æskilegt fyrir nokkurn, sem að málinu stendur, landsstjórn, bankastjórn eða nokkurn annan, að fá þetta mál fyrir hæstarjett? Eru ekki hneykslismálin út af Lanksbank- anum þegar orðin nógu mörg? Og er hann ekki þegar orðinn nógu kunnur útlendum blaðlesendum í sambandi við slík mál, þótt ekki sje enn bætt við? Bændanámskeið. Dagana 9—15 febrúar var haldið bamdanámskeiðað Hvanneyri. Marg- ir höfðu sótt og 15 varð að neita um inntöku vegna rúmleysis. En veðrir var ekki gott »sæluvikuna*, Loftur var í slæmu skapi og gerði bæði Ioft og lög ófært. Þess vegna komu ekki nærri allir, er inntöku höfðu fengið. Þó voru 69 næturgestir á Hvann- eyri um námskeiðið. 17 af þeim voru bændur. En auk þessara »bændanámsskeiðsnemenda< hlýddu allir skólapiltar og heimafólk á fyrir- lestrana; fæstir voru áheyrendur 112, flestir um 200. Nokkrir bændur úr nágrenninu gengu að heiman og hlýddu á fyrirlestrana, en það mun sanni næst, að stöðugt hafl 24 bændur verið á Hv. þennan tíma og um 8$ aðkomu-áheyrendur. Hinir voru flestir bændasynir, nokkrir lausingjar og ein stúlka, frú Ragnhildur Pjet- ursdóttir úr Reykjavík. Þessir hjeldu fyrirlestra: Halldór skólastjóri Vilhjálmson, 1. um gras- rækt; 2. um forarlög. í grasræktarfyrirlestri sínum sagði skólastjórinn frá nýrri ræktunaraferð, sem hann hefur reynt við útgræðslu túns á Hvanneyri og reynst best. Er hún í því frábrugðin flagsljettun- araðferðinni að jörðin er ekki plægð upp, heldur aðeins herfuð og jöfnuð. Aðalkosturinn við hana er sá, að með því verndast íslenski gróðurinn betur og flagið kemur fyr til. Páll Zóphóníasson kennari talaði um: 1. jarðeign; 2. samanburð á búnaði í hreppum Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu; 3. smjörgerð. Páll Jónsson kennari talaði um: 1. Garðrækt (2 fyrirl.); 2. áburðar- málið. Magnús Einarsson talaði um: 1. hófinn; 2. járning; 3. hófsjúkdóma; 4. lungnaormasýki; 5. bráðafár; 6. berklaveiki. Sigurður Sigurðsson ráðanautur talaðium: 1. uppeldi kálfa; 2. fóðrun búpenings; 3. vinnan; 4. fóðurbætir; 5. hrossarækt. Gísli Guðmundsson gerlafræðingur talaði um: Smáverurnar í mjólk og mjólkurafurðum. Guðm. dr. Fimbogason talaði um: I. lestur bóka; 2. svipir lifandi manna; 3. púkinn og fjósamaðurinn; 4. hafa plönturnar sálf 5. framfarir og afturfarir; 6. bjartsýni og svart- sýni. fyrirlestrarnir voru haldnir frá kl. 11—3 og 4—6. — Eftir 6lji voru haldnir fundir. Margt var rætt á þeim, en af einna mestu kappi var þó rætt um jarðeign, 3 kvöld var það mál til umræðu og var ýmist ráðist á fyrirlestur P. Z. um það efni eða hann varinn. Én í honum sýndi P. Z. fram á það, að heppilegast væri að landið ætti allar jarðir í landinu. Þetta þoldu sumir óðalsbændurnir illa og urðu heitar, fjörugar umræður um málið. Þá var og rætt um þegnskyldu- vinnu, tóbaksbindindi, Iestrarfjelög o. fl. Ut af umræðunum um lestrarfje- lög voru samþyktar tillögur til sýslu- nefndar og mælst til þess að sam- eiginlegu bókasafni yrði komið á fót fyrir báðar sýslurnar. Annars er óhætt að fullyrða það, að óvíða eða aldrei hafi verið betri kenslukraftar við bændanámskeið hjer á landi en einmitt nú á Hvann- eyri, og það er víst að allir fóru á- nægðir og glaðir heim til sín og óskuðu þess helst, að þeim mætti enn auðnast að lifa »sæluvikuc. Einn af þeim, er nú hefur verið öll þrjú námskeiðin á Hvanneyri, endar svo þessar línur og segir að síðustu: »Þetta var þeirra best. Guð gefi að við Borgfirðingar megum ár- lega fá okkur »sæluviku«. x 5 Ín, sem drápu yfir 9 þúsund manns úr hungri, og allar áminningar bestu manna gátu engu viti komið fyrir þjóð- ina. Rjett eftir aldamótin, 1801—3, kom aftur hallæri; aftur fjell fólkið úrhungri; og þó hafði árað vel fyrir aldamótin. En viðbúnaðurinn var enginn, fremur en áður. Hann hefur aldrei verið neinn og er enginn enn í dag. Hvernig fer nú, þegar isinn kemur aftur, eða öskufallf III. Aldarafmæli Oft hafa menn soltið hjer 8ultarin8. á landi á undanförnum 100 árum, en hvergi hef jeg fundið þess vott, að menn hafi soltið í hel, svo að teljandi sje, síðan r8i3. Á þessu ári, 1913, mætti þvi vel halda aldarafmæli sultarins. Eftir að Danir lentu í ófriði við Eng- lendinga 1807, fór hagur manna versnandi hjerálandiárfrá ári og verst var árið 1813. Á þeim árum, 1811—13, var árferðið all- gott og þá gengu engar farsóttir. Þá amaði ekkert að þjóðinni annað en 6 stiltur* sem stafaði af því) að nauðafá kaupskip komu til Jandsins og verðið geipihátt á allri útlendri vöru. 1813 varð að gefa 2 skippund af fiski fyrir 1 tunnu af kornmat, en */» skippund haíði áður verið vanaverð; eftir þessu var verð á annari vöru. í „íslenskum sagna- blöðum",nr. 2,bls.2, segirsvo: „Til dæmis upp á matvælaskort í Reykjavík árið 1813 má nægja að geta þess, að eftir yfiivaldsins ráðstöfun var tugthúslimum öllum slept, og hverjum vísað til sinn- ar sveitar, til hvers ei mundi hafa grip- ið verið, ef nokkur bjargarráð hefðu til verið". Þar segir á öðrum stað (bls.5): „Um stríðstímann lögðust drykkjur svo niður, að ekki gekk út helmingur af þvíbrenni- víni, sem fiuttist næsta ár eftir stríðið1) til suðurkaupstaðanna". Sagnaritarar gera nú að vísu lítið úr hungurdauða í þetta sinn, en hann var þó eflaust eigi lítill, því að læknar tala þá mest um »hungursóttir« (blóðsótt og kreppusótt). Víst er um það, að haustið 1812 „var 1) Friður var saminn 14. jan. 1814. ; mikill tjöldi manna bjargarlaus á vetun nóttum", og þá um veturinn t,gerðist hin mesta umferð og varð ei hamin, því að bjargleysi var hvervetna" (J. Espólfn! ísl. Árb., X, bls. 60 og 63). Og fleira hef jeg fyrir mjer í þessu. Hún móðuramma mín var fædd árið 1800, fylgdi öldinni, og mundi hungrið 1811—13; hún sagðimjer frá því, að aumingjarnir hefðu ráfað hópum saman banhungraðir bæja í milli; sumstaðar á bæjunum hefði engin mat- björg verið til að vorinu nema dropinn úr kúnum; þegar auminginn barði að dyr- um, fór brjóstgóða konan með ofurlitla ausu út í fjósið, mjólkaði f hana, bar gestinum og bað hann svo að fara leið- ar sinnar og guð að vera með honum; en stundum var þá auminginn svo ve- sæll, að hann komst ekki úr sporunum og bað um að raega liggja inni með- an hann væri að deyja. Þetta sagði hún mjer hún amma mín, þegar jeg var lítill drengur, og hún var skýr kona og minnug. Árið 1813 voru landsbúar um 48,000; á því ári fæddust ekki nema 980 börn 8 (áo,a°/o»), en 1472 (30,3°/«)) dóu. Svofáar hafa fæðingar aldrei verið hjer á landi síðan 1735 að farið var að telja þær, nema 1785, versta árið f Móðuharðind- unum; þá komst fæðingatalan niður í I3.50/°o- Soltið fólk á ekki börn. Nú má jeg ekki eyða fleiri orðum að aldarafmæli sultarins. En hugsum okkur, að ísinn hefði kom- ið núna 1913 í Þorrabyrjun, hafþök að öllu Norður- og Austurlandi, og núna á útmánuðum væru sffeldar stórhríðar með hörkufrosti og hjeldust langt fram á vor, og ísinn lægi og bannaði allar skipa- göngur fram yfir Jónsmessu. Hvernig mundi þá hafa farið fyrir Múlsýslingum, sem eru að verða bjarg- arlausir, og hvernig mundi þá hafa far- ið um allan þann sæg manna á Norð- urlandi, sem nú orðið lifir á sjónum ein- göngu? ísinn er ókominn og kemur vonandi ekki í vetur. Það er eina líknin. En bráðum hlýtur hann að koma; enginn veit nær það verður; það 9 getur vel orðið að ári. Og hvernig fer þá? IV. Hrópandi Prófessor Þorvaldur Thor- raddir. 0ddsen, sem er allra manna sannfróðastur um æfikjör þjóðarinnar á umliðnum öldum, heldur, að árferðið hafi yfirleitt verið betra á 19. öldinni, en á öðrum þeim öldum, sem sögur fara af. En ekki hefur hann, mjer vitanlega, látið uppi neinar getur um það, að 20. öldin verði eins góð, eða betri. „Fár veit hverju fagna skal". Mesti maðurinn á öndverðri 19. öld, Magnús konferensráð, skrifaði eftirmæli 18. aldar, ágæta bók. En enginn hefur skrifað eftirmæli 19. aldar, og er það bæði skömm og skaði fyrir þjóðina. Jeg held næstum því, að margir ungir menn lifi í þeirri trú, að þjóðin hafi engan baga beðið af illu árferði á umliðinni öld og að henni muni engin hætta búin framvegis, hvorki af ís nje eldi. Og það er engu líkara, en að roskna menn rámi ekki lengur í illu árin milli 1880 og 1890: hafís, gras- brest, fjárfelli, bjargarskort, hallærisgjafir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.