Lögrétta - 09.04.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON.
Veltasundi 1.
Talilml 359.
LÖGRJETTA
Ritstjori:
ÞORSTEINN GÍSLASON
Pinghollsstræti 17.
Talsimi 178.
M 16.
Reykjavík 9. apríl 1913.
VHI. árg.
drekka allir peir, er vilja fá góðan, óskaölegan
og ódýran kaffidrykk. — Jamgildir 1 pundi af
brendu og möluðu kaffl og «/a pundi af' export.
Vf~ Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini
Jónssynl, Templarasundi 1, er einnig
.. hefur tii sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið
"—"" úrval af Betrekki.
Kaupmcnn snúi sjer til Sveíns M. Sveinssonar. p. t. Havnegade 47. Köbenhavn.
))
Kaffitin"
I. O. O. F. 9441IQ.
Lárus Fjeldsted,
rflrFJettarmilafœralumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. I 1 12 og 4—7.
JE$selii*r,
innlendar og erlendar, pappir og allskyns
ritföng kaupa allir 1
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
Konijaáifiin í Grikklandi.
Nánari fregnir en áður eru nú
komnar af konungsmorðinu í Saló-
níkí. Georg konungur var á gangi
úti þriðjudaginn 18. mars og með
honum Frangúlí adjútant; þeir komu
frá bústað Nikulásar konungssonar,
er bjó nú í Salóníkí, eins og faðir
hans. Þegar þeir voru skamt komn-
ir þaðan, mættu þeir manni, er nam
staðar og skaut á eftir konungi, þeg-
ar hann var kominn fram hjá. Kon-
ungur stóð fyrst kyr, en Frangúlí
hljóp til og tók manninn, sem skaut.
En eftir örstutta stund hnje konung-
ur niður. Hermenn, sem fylgdu þeim
álengdar, komu þá að og reistu kon-
ung á fætur. Var hann þá með lífs-
marki, en sagði ekkert. Sjúkrahús
var þar nálægt, og þangað hjeldu
þeir með konung, en á leiðinni and-
aðist hann. Kúlan hafði farið inn í
bakið við herðablaðið og út um
brjóstið.
Morðinginn heitir Alexander Skí-
nas, aldraður kennari, sem átt hafði
f bágindum siðustu árin og er talinn
vitskertur. Hann hafði leitað viðtals
við konung tveimur dögum áður, en
verið vísað frá. Hann kvaðst hafa
framið morðið í óráði, ekkert af sjer
vitað meðan á því stóð og segir, að
það hafi alls ekki verið ráðið fyrir
fram.
Georg konungur er alment harm-
aður af Grikkjum. Vinsældir hans
þar í landinu hafa stórum vaxið
meðan hinir síðustu atburðir þar hafa
verið að gerast, segja allar fregnir
þaðan, og eins er um hinn nýja
konung, Konstantín XII., er verið
hefur yfirforingi Grikkjahers. Eftir
stríðið, sem nú er að enda, eru þeir
báðir orðnir þjóðkærir menn í Grikk-
landi. Georg konungur fær hver-
vetna hin bestu eftirmæli.
Stríöið.
Símað er frá Khöfn 4. þ. m.t
„Stjórnin í Montenegró daufheyr-
ist við kröfu stórveldanna um að
hætta umsátinni um Skútarf. Floti
stórveldanna saman kominn í Adría-
hafi í ógnunarskyni".
Nýustu útlend blöð, sem ná
fram um mánaðamótin, segja, að
stórveldin hafi fastsett, hver vera
skyldu takmörk hins nýja Albaníu-
ríkis, og samkvæmt því eigi bæði
Skútarí og Dúrazzó að lenda þar.
En eftir skeytinu að dæma vill stjórn-
in í Montengró ekki láta sjer þetta
lynda. Það er sagt, að í Montenegró
sje megn óánægja gegn konungsætt-
inni og jafnvel talað um, að Nikfta
konungur muni verða að afsala sjer
konungdómi, Kvað það vera álit
m-trgra þar í Lndinu, að b st væri
nú að renna saman við Serbtu
Við Tchatalja var enn barist nú
um siðastl. mánaðamót og mannfall
þar töluvert. Búlgarar höfðu unnið
2 vígi við Derkosvatnið, sem er norð-
arlega á tanganum, og að sunnan
höfðu þeir umkringt 10 þúsundir
Tyrkja og tekið þá fasta Á öðrum
stað hölðu Tykir haft betur og rekið
hina á flótta. Svo er sagt, ad hinn
mikli her, sem verið hefur f umsát-
inni um Adríanópel, eigi að fara til
Tchatalja og ha.it eftir Búlgurum, að
þeir ætli að taka Konstantínópel,
þótt þeir búist ekki við að fa að
halda henni nema svo sem 3—4
vikur.
Ferdínand konungur hjelt innreið
sína í Adríanópel 28. mars og var
þá mikill fögnuður þar á meðal Búlg-
ara og sambandsþjóðanna. Sukri
pasja rjetti konunginum sverð sitt,
en Ferdínand bað hann halda því
og hrósaði hreysti hans. Sukri pasja
og foringjar Tyrkja aðrir frá Adría-
nópel voru sfðan fluttir til Soffíu.
Slysin i ganSaríkjunum,
sem frá var sagt í sfðasta tbl., hafa
verið svo gífurleg, að sagt er að
tjónið af þeim sje meira en af jarð-
skjálftanum mikla í San Franciskó.
í Omaha í Nebraska fórast 200
manns. 150 fbúðarhús eyðilögðust
þar gersamlega, 11 kirkjur og 8 skól-
ar, en 250 hús önnur skemdust meira
og minna. Eldur kom upp víða í
bænum, er hvirfilbylurinn fór þar
um. Bylurinn reif þök af húsum og
klauf alveg sum. Á einum stað tók
hann 3 smádrengi, köstuðust tveir f
trje þar skamt frá og meiddust ekki
mikið, en sá þriðji hvarf alveg.
Verksmiðjubærinn Dayton í Ohió
er sagður nær alveg eyðilagður af
flóðum. Fólkið flýði upp á húsþök-
in, en svo kviknaði sumstaðar f hús-
unum og þau stóðu í báli í vatninu.
Straumurinn var svo mikill, að ilt
var að koma bátum við og gekk því
björgunin seint. Sumstaðar reif
straumurinn húsin alveg af grunni.
I bænum Wheeling var vatnið sagt
10 feta djúpt í þeim hluta bæjarins,
þar sem verksmiðjurnar eru.
Yfirborð Missisippí-fljótsins hafði
hækkað um S7lh feti segir * dIö°-
um frá 30. f. m., og er þá enn að
hækka. Líkur vöxtur er þá í Hud-
sonsfljótinu og öðrum ám á þessu
svæði.
í Dayton er tjónið metið 20 milj.
dollara.
Frá MLeXÍkó. Það gerðist þar
nýlega, að Zapata hershöfðingi kom
um nótt að dyrum eins af fangels-
unum í Mexikó með hermannasveit
og heimtaði af fangaverði, að hann
framseldi 3 fyrverandi herforingja,
sem fylgt höfðu Maderó og geymdir
voru f fangelsinu. Og er fangavörð-
urinn neitaði, ljet Zapasta handtaka
hann, brjóta upp fangelsið, leiða út
mennina, sem hann vildi ná í, og
skjóta þá þar í garðinum við húsið.
— Fyrir þetta ljet Huerta forseti
setja Zapata fastan, þótt vinur hans
og hjálparmaður væri, og er sagt,
að hann hafi verið dæmdur til dauða
fyrir tiltækið.
Oeorg I. Orikkjakonungur.
Konstantín XII. Orikkjakonungur.
Olga ekkjudrotning.
Merkilegt rit nm ræktun 1 slands.
Hinn þýski vísindamaður, yfirkennari
dr. phil. Max Gruner i Berlín, hefur nýlega
gefið út mikið rit um jarðrækt á fslandi,
er hann nefnir „Die Bodenkultur Is-
lands". Dr. Gruner ferðaðist víða á ís-
landi 1907. Hann hefur og kynt sjer
rækilega eldri og yngri rit og ritgerðir
um jarðrækt á íslandi. Rit hans ber
það með sjer, að hann er vel heima í
efninu; er það hið rækilegasta rit, sem
enn hefur birtst um þetta mikilvæga
efni, og mjög mikill fengur í því.
Riti sínu skiftir Gruner í tvo aðal-
kafla; er fyrri kaflinn um mýrarnar á
íslandi og ræktun þeirra. Ritar hann
rækilega um jarðveginn 1 þeim og allar
þær nytjar, sem menn hafa af mýrum
og mýrlendi á íslandi. Slðari kaflinn er
um garðyrkju á íslandi, einnig mjög
fróðlegur og ítarlegur.
Hjer skal ekki farið fleiri orðum um
þessa merkisbók, enda á jeg von á því,
að annar maður muni gera það bráð-
lega. Tilgangur minn með þessum lín-
um er aðeins sá, að vekja athygliábók-
inni. Hún er 27 arkir að stærð í 4ra
blaða broti. í henni eru nokkrar mynd-
ir og 2 kort, og allur hinn ytri frágang-
ur hennar er hinn piýðilegasti.
Hún fæst hjá R. Friedlander & Sohn
í Berlín.
Bogi Th. Melsteð,
Stj órnarskr arforey tingar
Dana. Frumvarpið, sem þær hefur
inni að halda, kom úr nefnd í Lands-
þinginu 29. t. m. Nefndin er klofin, 8
(hægri og fríkonservatívir) í meiri
hluta, en 7 {stjórnarflokksmenn og
sinn af hvorum: radíkala fiokknum
og sósíalistum) í minni hluta. Meiri
hlutinn heldur fram breytingum við
stjórnarfrumvarpið, vill ekki færa
kosningarrjettar-aldurstakmarkið nið-
ur í 25 ár (úr 30 nú), en hefur hins-
vegar ekkert á móti að veita konum
kosningarrjett til jafns við karlmenn.
Oeorg krónprins Orikkja.
Aðalmótbárurnar eru þó gegn hinni
fyrirhuguðu skipun Landsþingsins og
gegn því, að tekið verði upp
sameinað þing til þess að skera úr,
ef Fólksþingi og Landsþingi semur
ekki. Til Landsþingsins vill meiri
hlutinn binda kosnigarrjett við 40 ára
aldur og þar að auki, á helmingi
Landsþingsmannanna, við ýmislegt
fleira.
Sambanismálið nýja.
11.
Jeg ætla mjer ekki þá dul, að fara
að taka frumvarpið frá 1908 fyrir frá
rótum, enda er svó margbúið að
sýna fram á það, að það frumvarp
fer ekki í neinu samningsatriði aftur
á bak frá núverandi fyrirkomulagi
og að í því felast svo stórmiklar
umbætur, samanborið við núverandi
ástand, að jafnvel mestu frumvarps-
andstæðingar geta ekki neitað því.
Jeg vildi því aðeins minnast á þær
aðalbreytingar, sem fram hafa komið
f hinu nýja frumvarpi, sem komið
geta til álita f því efni, hvort neita
beri frumvarpinu eða ekki.
Þessar breytingar get jeg ekki
fundið nema fjórar, sem nokkru
máli skifta, en þær eru: á fæðingarjett-
inum, á fiskiveiðum í landhelgi,
Kaupmannahafnarráðherrann og rík-
isráðsákvæðið, og er rjett að taka
hvert atriðið út af fyrir sig.
Fæðingjarjetturinn á nú að vera
óuppsegjanlegt mál, jafnframt því og
við ekki fáum rjett til að veita fæð-
ingjarjett í Danmörku. Þrátt fyrir
þetta er þó hjer dálítið gengið áfram
frá því, sem er, þar sem Danir ekki
geta veitt fæðingjarjett hjer án sam-
þykkis íslensku stjórnarinnar. Hjer
vilja þó Danir sennilega reyna til að
skerða ríkxseitikenni okkar samkv. 1.
greininni, sem þó tæplega nokkra gagn-
lega þýðingu gæti haft fyrir þá. En
Soffía Orikkjadrotning.
þar sem þetta tæpilega undir neinum
kringumstæðum gæti haft hagfræð-
islega þýðingu fyrir íslensku þjóðina,
þá væri það rangt að láta slíkt
hafa þau áhrif, að neita beri frum-
varpinu þess vegna.
Fiskiveiðar í landhelgi. í raun
og veru eiga Danir og Færeyingar
að hafa óskertan rjett til fiskiveiða í
landhelgi svo lengi sem samningur-
inn er í gildi, því jeg geri ekki ráð
fyrir, að Danir fari að segja upp
strandgæslunni meðan líkur eru til,
að þessi rjettur hafi nokkra þýðingu
fyrir þá. Hjer er því samningsbund-
ið atriði á núverandi fyrirkomulagi
um 25 ár. En annars vegar er þess
að gæta, að það er ekki nema rjett
og sanngjarnt að Danir fái nokkur
rjettindi fyrir það að verja landhelg-
ina, og ekki síður, þegar þessi rjett-
indi eru f höndum þeirra hvort sem
er með rjettu eða röngu; því að
sjálfsögðu fjellu allar botnvörpusekt-
irnar eftir það í landssjóð.
í öðru lagi eru Danir svo lítil
sjómannaþjóð, að 1/til líkindi eru til
að þeir noti sjer í nokkru verulegu
þennan rjett; eins eru lika botnvörpu-
veiðarnar sjáanlega framtíðar veiði-
aðferðin, en þær eru engum leyfðar
í landhelgi.
í þriðja lagi: Hvað Færeyinga
snertir, þá eru þeir svo fáir og smáir,
að um þá getur ekki munað neitt
verulega, og tæplega nema meinsemi,
að leyfa þeim ekki slíkt, eins og
verið hefur. Fiskiveiðar í landhelgi
eru líka að hverfa úr sögunni, eftir
því sem flestum sjómönnum kemur
saman um; fiskurinn fjarlægist land-
ið árlega, og stafi þetta af botnvörp-
ungaveiðunum, eru engin líkindi til
að það muni lagast aftur.
í þessu atriði felst því engin ástæða
til að hafna frumvarpinu.
Kaupmannahafnarráðherrann er
settur inn í frumvarpið af bræðings-
mönnum til samkomulags, og var nú
ekki mikið út á hann að setja þá,—