Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.04.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 30.04.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 73 Uppboð. g. mai næstk., kl. 11f. m., verður upp- boð haldið á Laugalandi og þar seldar kýr, vagnhestar, liev, ýmisleg' búsáliöld, svo sem aktýgi, vagnar, reipi og margt fleira. r Olafnr Jónsson. C. A. Hemmert (Thomsens Magasín) vekur meðal annars athygli á hvítum borðdúkum og servíettum af fallegri gerð. Handklæða-efnum, tvíbreiðum hörljereftum, Iakaljereftum, hvítum ljereftum, Pique, viskustykkja-efnum tilbúnum og í álnatali. Austurstræti 1 hefur nú fengið feikniu öll af allskonar VefnaðarvöllUIIl9 sem of langt verður að telja hjer. T. d. 16 teg. af morgunkjólatauum. io — — do. sirsum Dömuklæðin alkunnu al. 1,40—2,50. Alklæðin velþektu 2,50—4,50. Ljereftin, sem aldrei er nóg af. Tvisttau, einbr. og tvíbr. do. í milliskyrtur, fl. teg. Slitfatatnaður, hvergi meira úrval. Markmið okkar er, að selja vandaðar vörur með sanngjörnu verði. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. um mannlífsmyndum í því ólukku- tra-la-la-la-la, og geta tæplega hugs- að sjer leiklistina öðruvfsi en hunds- hausbúinn æringjaskap. Við eigum ýmsa góða leikendur, menn og konur, sem oftsinnis hafa sýnt liprar og fjölhæfar leikgáfur. Enginn getur með vissu sagt, hvort við stöndum mikið aftar á því svæði en gengur og gerist annarstaðar, þeg- ar metin er hin örðuga aðstaða, sem hjerlendir leikendur eiga við að búa. Leikendurnir hjerna hafa tíðum leyst hlutverk sín af hendi með glöggum skilningi á þeim og tryggu valdi yfir orðum og athöfnum. Og hjer hafa oft verið sýndir snildar-leikir, eftir valinkunna höfunda, sem skrikar ekki fótur í listinni. Þá hefur listhneigð- um mönnum liðið vel í leikhúsinu, þrátt fyrir alla annmarka á því, — og fundið sterkar og heilbrigðar hugsanir anda frá leiksviðinu. Jeg efast um, að þeir menn, sem eru hneigðari fyrir efni (innihald) sjónleika, heldur en leiktjöld (umbúð- ir) þeirra, sjeu í minni hluta hjer í Reykjavík. En sje svo, og því fjár- hagsleg nauðsyn fyrir Leikfjelagið að eltast fremur við leikgirndir hunds- hausasinna, þá vandast málið. En þá er víst óhætt að segja, að ennþá er ekki jarðvegur fyrir leiklistina hjer í bæ, og merkisberum hennar því óhætt að leggjast til hvíldar enn um áraskeið. En jeg vil ekki trúa þvf, sem svo margir fullyrða, að hugsanaþroski almennings sje ekki betur úr grasi vaxinn en það, að Leiktjelagið stand- ist ekki kostnað af öðrum leikum en „Álfhól", „Æfintýri á gönguför" og öðru ámóta leikgutli. Skiftið þá aldrei um tjöldin, leik- endur góðir, en látið „Æfintýrið" duga um aldur og æfi! Borgi það sig viðunanlega, er nýjum atvinnu- vegi bætt við, með því að reka slík- an leikaraskap. 7. Th. Gosin við ijeklu. Austasti eldurinn í Sátum á Land- raannaafrjett. Rangá ber raeð sjer vikur. Eins og frá var skýrt í síðasta tbl., hófust jarðskjálftarnir eystra að- faranótt föstudagsins 25. þ. m. Morg- unin eftir sáust reykir úr eystri eld- stöðvunum. KI. 4 á föstudaginn sá- ust fyrst reykir úr Valafelli, og nótt- ina eftir sáust eldar á 3 stöðum. Á laugardaginn var hægur vindur á norðaustan og lagði þá reykinn í fallegum slæðum vestur eftir og út yfir Reykjanesfjallgarðinn, var sagt af Eyrarbakka. Aðfaranótt sunnudagsins voru eld- amir líkir og fyrri nóttina, öllu meiri í Valafelli, öllu minni á hinum stöðv- unum. A sunnudaginn var hvass vindur á hánorðan og lagði þá reyk- inn suður yfir Rangárvelli og bland- aðist hann saman við mistur, er þar var 1 lofti. Lftil eða engin aska fylgdi reyknum. Á sunnudaginn var sagt frá Eyr- arbakka, að á ansturhimni væru ský- in með margbreytilegum og fallleg- um litum. Eftir þvf, sem næst yrði komist, væri eldröndin við Valafell nokkuð yfir einn kílíóm. á lengd. Austasti eldurinn mundi vera í Sát- um. Sátur eru lítil fjöll, grasi vaxin, á Landmannaafrjett, áningarstaður af- rjettarsmala og fjárrekstrarmanna á Fjallabaksvegi. Þær eru skamt frá Landmannahelli, sem er gamall gist- ingastaður fjallskilamanna, en nú er þar sæluhús. Helliskvísl vindur sig fram milli sátanna og rennur í Tungná, en Tungná fellur í Þjórsá. Skamt norður af Sátum er Loðmundur, hátt fjall og einkennilegt. Á þessu svæði falla öll vötn norður f Tungná, enda hefur enginn vöxtur komið í Rangá, en Þjórsá er svo mikil, að lítils viðauka í hana gætir ekki. Á mánudaginn var vindur á sunnan þar eystra. Ekkert var þá nýtt að heyra þaðan af gosinu. í gær var sagt, að Rangá væri að vaxa og bæri með sjer vikur. Ann- ars ekkert nýtt. í morgun var sagt af Eyrarbakka að dimt væri til fjalla og hefði ekk- ert sjest til eldanna síðastl. nótt. Aðfaranótt sunnudagsins sást bjarmi frá eldinum hjeðan frá Reykjavík upp yfir fjallabrúnirnar. Síðan hefur hann ekki sjest hjeðan. Á laugardagskvöldið fóru nokkrir menn hjeðan austur á leið; ætluðu þeir að sjá eldinn af Kömbum á Hellisheiði um nóttina, en Ingólsfjall skyggir á þá þaðan, og sáu þeir að- eins bjarma frá þeim upp yfir fjallið. Hjeldu svo áfram og sáu fyrst til eldanna, er þeir komu suður fyrir Ingólfsijall. Eldurinn sjest af Grímansfelli. Næsti staður við Reykjavík, er sjá má frá til eldanna, er án efa Grímansfell. Þangað fóru 5 menn á mánudagskvöldið, og var ritstjóri Lögr. einn í þeirri för. Hinir voru Guðm. Magnússon skáld, Hallbjörn Halldórsson prentari, Valdimar Jóns- son umsjónamaður hjá D. D. P. A. og Helgi í Tungu. Grímansfell er norðanvert á Mos- fellsheiði, á vinstri hönd við veginn hjeðan til Þingvalla. Best leið upp á fellið er austur eftir veginum að Borgarhólamelum, en þaðan er stutt leið upp á fellshnúkinn. Af fells- hnúknum sjest Hekla öll, og til eld- stöðvanna sjest því eins vel þaðan og hægt er að sjá úr svo miklum fjarska. A áttunda tímanum um kvöldið fóru þeir á stað hjeðan, og voru komnir upp að fellinu kl. 113/4. Milli þess og vegarins er lægð, sem nú er að miklu leyti hulin fönnum. Þar niðri bundu þeir saman hestana á auðum rinda. Meðan á því stóð sást fyrst bjarmi frá eldinum, bjart- ur, rauðleitur glampi á fönnunum austan við Iægðina. Hefur þá án efa komið gos úr gígnum, því á leiðinni austur höfðu þeir engan eld- bjarma sjeð á loftinu. Þegar upp á fellið kom, sást undir eins til elds- ins, og því betur sem ofar dró. Upp á hæsta fjallshnúkinn komu þeir kl. 12V2. Þaðan var að sjá bjarta eld- súlu neðst með skærum lit, en sterk- an roða í kring og uppi yfir. Ekki bar glampann hátt við loft, enda er fjarlægðin mikil, og ekki sást nema einn eldurinn. Mun það hafa verið eldurinn úr Valafelli. En vera má, að frá þessari sjónarhæð beri saman Ný bók. Islensk smárit handa alþýðu, I.—II.: Eysteinn Ásgrírasson: Lilja. B. Th. Melsteð: Rjettur íslend- inga í Noregi og Norðraanna á íslandi á dögnra þjóðveldisins. Aðalútsala í bókaverslun Arinbj. SYeinbjarnarsonar. Oliii- og Yatnslita-kassarnir eru komnir aftur í Pappírsverslun Pór. B. Porlákssonar, Veltusundi 1. Copíublýantar, ágætir, á að- eins 20 aura, nýkomnir í Pappírs- verslnn Pór. B. Porlákssonar, Veltusundi 1. Piltur, sem skrifar og reiknar vel, getur feng- ið starf nú þegar. Komi sjálfur með eiginhandarum- sókn á skrifstofu Tirabur og kolaverslunarinnar »Reykjavík«. eldana frá Valafelli og Sátum. Kraka- tindur er austan við Heklu og sjest því ekki frá Grímansfelli. En eld- roðinn tók yfir nokkurt svæði. Var hann altaf hærri að norðan. Breyt- ingar á honum voru ekki miklar. Þó brá fyrir eins og blossum við og við í eldinum neðst, og varð hann þá skærari. Niður eftir fellinu gekk ferðin fljótt, og var komið til hestanna aftur kl. 1VÁ Höfðu þeir beðið rólegir í lægð- inni í 1V2 kl.tíma. Veðrið var hið besta. Uppi á fellinu nokkuð hvass austanvindur, en logn niðri í dæld- inni. Snjór er enn mikill uppi á heiðinni. Þó eru auðir melar og holt á milli, og þar sungu lóur og hrossagaukar. Færðin er ekki góð; aurar f veg- um er upp undir Miðdal kemur, og þung færð þar sem yfir snjó er að fara á heiðinni. Vegurinn er líka holóttur víða og þyrfti að gera við það sem fyrst. Kl. 3V2 var komið niður að Geit- hálsi og þar staðið við á 2. kl.tíma. Heim kl. 6 um morguninn. gunaðarnámskelð var haldið að Grund í Eyjafirði daganá 31. mars til 5. apríl. »Fundarfjelag Ey- firðinga« hafði forgönguna og veitti til þess af sjóði sínum 25 kr. Auk þess veitti Ræktunarfjelag Norðurlands og Búnaðarfjel. íslands 100 kr. hvort. Jakob H. Líndal framkvæmdarstj. Ræktunarfjel. setti námskeiðið og skýrði frá tildrögum þess og tilhögun. Fyrirlestra fluttu þessir menn: Jakob H. Lfndal 6 (Jarðrækt 5, Fæðu- tegundir 1). Sigurður Jónsson á Ystafelli 6 (Sam- vinnumál). Hallgr. Þorbergsson fjárræktarfræð- ingur 3 (Stefna sauðfjárræktarinnar 1, Ullarframleiðsla 1, Aukið 'landnám 1). Kristján E. Kristjánsson búfr. á Hellu 2 (Nautgriparækt, Fóðrun búpenings). Kristján Jónsson búfr. á Nesi 1 (Afurðir búpenings). Jón Guðlaugsson búfr. f Hvammi 1 (Fóðurfræði). Baldvin Friðlaugsson búfr. á Reykjum 1 (Vatnsveitingar). Jón Sigurðsson á Ystafelli 1 (Forn- íslenskar bókmentir). Sigurður Einarsson dýralæknir 1 (Berklar í húsdýrum). Steingr. Matthíasson hjeraðslæknir 1 (Heilbrigðismál). Stefán Stefánsson skólameistari 1 (Fóðurgrös). Matthías Jochumsson skáld 1 (Góðar horfur). Síðdegis voru haldnir umræðufundir. Var það þá jafnan fyrsta málið á dag- skránni, að bera upp spurningar til fyrir- lesaranna, og spunnust oft út af því töluverðar umræður. Auk þess voru eptirfylgjandi mál rædd: Búnaðarnáms- skeið, Sauðfjármörk, Kynbætur búpen- | ings, Heyverkun og fóðurbætir, Hey- ásetningur, Unglingaskólar. í því máli var samþ. svohljóðandi tillaga: »Fundurinn telur það vel við eiga, eftir því sem alþýðufræðslufyrirkomu- laginu er nú háttað hjer á landi, að unglingaskólar með lýðskólafyrirkomu- lagi sjeu settir á stofn á hentugum stöð- um til sveita, miklu víðar en ennþá á sjer stað, og að skólar þessir sjeu styrktir af opinberu fje, eftir föstum reglum, sem þing og stjórn verða ásátt um«. Baðlyf og baðanir. Samþ. þessi til- laga: »Fundurinn telur hina mestu nauð- syn á því, að almenn þrifaböð á sauð- fje fari fram árlega í landinu, og í sam- bandi við það álítur hann mikla þörf á því, að Búnaðarfjelag Islands gangist fyrir tilraunum með þau baðlyf, sem hingað|tflytjast, og gefi síðan fjáreigend- um bendingar um það, hverjar baðlyfja- tegundir sjeu bestar«. Löggjöf og landbúnaður. í því var meðal annars samþ,: sFundurinn lítur svo á, að landsjóðs- styrkurinn til búnaðarfjelaganna hafi átt svo veigamikinn þátt í aukinni ræktun að óhyggilegt sje að láta hann fara minkandi, og skorar því á þingið að ætla svo ríflega fjárhæð til búnaðarfje- laganna, að eigi komi minna en 25 au. á hvert dagsverk sem unnið er«. Vinnuvjelar. I þvl var samþ.: »Fundurinn telur mjög æskilegt, að Ræktunarfjel. Norðurlands gangist fyrir því, að reynt verði að slá með sláttu- vjel f sumar á nokkrum stöðum hjer í Eyjafirði, hjá þeim bændum, er kynnu sjerstaklega að óska þess, og fái vel æfðan mann til þess starfa«. Húsabyggingar: Samþ. svohljóðandi: »Fundurinn lítur svo á, að góð lbúðar- hús sjeu eitt undirstöðuskilyrði fyrir lífi og heilsu manna. En þar menn vantar næga þekkingu í þessum efnum, hvernig fyrirkomulag sveitabæja á að vera sem haganlegast, og úr hvaða efni byggja skal, með sem minstum kostnaði, en þó sem varanlegast, — þá álitur fundurinn rjett, að alþingi taki þetta mál til al- varlegrar athugunar og láti gera ábyggi- legar tilraunir á nokkrum landsjóðs- jörðum«. Berklaveiki í nautgripuui: I því máli voru samþ. þessar tillögur: I. »Fundurinn telur brýna nauðsyn bera til þess, að í öllum fjórðungum landsins sjeu bráðlega framkvæmdar nákvæmar rannsóknir um berklaveiki í nautgripum í nokkuð stórum stíl, og sje árangurinn birtur hið allra fyrsta. Treystir fundurinn því, að málefni þetta fái góðan framgang á næsta alþingi«. Til vara samþ. fundurinn ennfremur: II. »Eftir framkomnum upplýsingum dýralæknisins um berklaveiki í naut- gripum telur fundurinn brýna nauðsyn bera til þess, að berklaveikisrannsókn fari fram á nautgripun í hjeraðinu, innan Ákureyrar, og skorar því á sýslunefnd- ina að beita sjer fyrir málinu í samráði við dýralækninn«. Námsskeiðinu var slitið á laugardags- kvöld með ræðuhöldum, söng, dansi og alskyns glaumi og gleði. Að morgni næsta dags kl. io'/j hjelt sóknarprestur- inn, sr. Þorsteinn Briem, guðsþjónustu, og flutti þá eina af sínum snjöllu og Austur tll eldstödvauua hafa farið hjeðan Ásgr. Jónsson mál- ari, Magnús Ólafsson ljósmyndari o fl. Þorfinnur í Tryggvaskála o. fl. þar fyrir austan eru og sagðir á leið þangað. alvöruþrungnu ræðum fyrir fjölda fólks. Fullir 30 Þingeyingar sóttu námskeið- ið; og nærfelt 40 gestir höfðu heimili á Grund alla vikuna. Fyrstu dagana sóttu námskeiðið 128 menn. En dagvaxandi fór sú tala, og síðasta daginn, sem það stóð, voru full 300 manna í fundarsalnum, svo senni- lega er þetta fjölmennasta búnaðarnám- skeiðið, sem haldið hefur verið á íslandi. “ Vetur þessi hafði verið harðlyndur um skeið. Þorrinn þeysinn en Góan grimmlynd; ljet hún ýmist hrynja hagl- skúri af yglibrún sinni eða hún bljes köldum klakagusti yfir láð og lög. Fer þá eins og vant er: hugur búandans þyngist, það verður óyndislegt innan veggja og fátt til hugljettis. Þess vegna var eins og birti yfir hug- um manna hjer á norðurhjara, þegar Góa vjek úr veldi, og Einmánuður sett- ist í auða sætið, því hann bar vorið í fangi. Síðan hefur verið hjer sól og sumar. Snærinn að hverfa af fjöllunum, ísinn af vötnunum, og litlu frjóangarnir að vakna í moldinni. Þessir fögru og óvæntu vordagar, sem | lægnastir eru á að vekja alt hið besta 1 mönnunum — vekja starfsþrána og gleðina, þeir urpu ljóma sínum yfir nám- skeiðið á Grund, og stuðluðu best að þvf að það næði tilgangi sínum: að vekja menn til nytsamra hugsana og framkvæmda, og leiða fólkið til aukinn- ar samvinnu. En þó við, gestirnir á námskeiðinu, eigum guði mikið að þakka fyrir allar hlýju sólskinsstundirnar, sem við dvöld- um á Grund, megum við ekki gleyma Magnúsi. Öll æfi hans hefur verið hvíldarlaus starfsemi; og hann hefur starfað fyrir hugsjón, sem ef til vill fáir hafa skilið eða viljað skilja. Meðal stórvirkja Magnúsar eru bygg- ingarnar áhrifamestar. Þar eru tvær byggingar, sem einar myndu nægja til að halda uppi nafni hans. Það er hin al- kunna Grundarkirkja, fegursta kirkja landsins. Og nýja steinhúsið, með stærsta fundarsalnum, sem bygður hefur verið í sveit á Islandi. Mun það eins- dæmi f sögu þessa lands, að einstakur maður verji svo mörgum tugum þúsunda í almennings þarfir, án þess að geta bú- ist við að fá einn eyri endurgoldinn. Meðal annara bygginga á Grund, auk fbúðar- og verslunarhússins, má nefna fjósið og hesthúsið, áburðarhúsið, verkfærahúsið og hlöðuna. Öll þessi hús eru samföst undir þremur risúm, bygð úr steinsteypu og járni, og vönd- uð sem verða má. Þessi stórhýsi valda því að »staðar- legra« er nú á Grund en á nokkru Öðru íslensku höfuðbóli fyr eða síðar. Kom þú, lesari góður, með mjer heim að Grund einhvern þennan bjarta sól- skinsdag. Lltum yfir hjeraðið árla Við erum nú vel byrgir af Xarlm,- og unglinga-Jöium, skinnjðkkum og vestum. Slitíötum alls konar, og TVeerfötnm. Lang-stærsta úrval í bænum af Peysunum alþektu. Einnig „3ersey“-alíötin á börn, o. m. fleira af fatnaði i Austurstrœti I. Ásg. G. Gunnlaiujsson S> Co.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.