Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 07.05.1913, Side 2

Lögrétta - 07.05.1913, Side 2
78 L0GRJETTA KAUPIÐ allar VEFNAÐARAÖRUR hja TTh. Th. Ing-ólfslivoli. KAUPIÐ alla M Ji. T V ö R, XT LIVERPOOL. brúnarmenn allir, bljóta að hafa hug- leitt þetta sjálfsagða og rjettiáta at- riði, svo svarið er sjálfsagt á reið- um höndum. Þegar þeir kaupa ein- hvern hlut, þá vilja þeir sjá, hvort hann er þess virði, sem þeir gefa fyrir hann. 11. Jeg veit að mjer verður svar- að því, að „nú sje alt orðið svo dýrt,, sem verkamenn þurfa sjer til viður- væris, að þeir geti ekki unnið fyrir minna en 35 a. um kl.t.“. í kaup- um og sölum alment er ekki farið eftir því, hvort seljandinn er þurf- andi, eða hvað hann þarf að fá íyrir hlutinn, heldur hvers virði hluturinner, og hvað kaupandinn álítur sjer fært að gefa fyrir hann. Það er satt, að til þarfa þeirra, er hafa stóra fjölskyldu, er 35 a. kaup- ið auk heldur oflágt, en yflr það er hlaupið, að mikill meiri hluti verka- manna eru einhleypir menn, og þeir, sem litla ómegð hafa, og við þá má segja gamla máltækið: „Sníddu þjer stakk eftir vexti“. Þeir, sem ekki ætla að flýja landið, og reka aðra úr því, verða að sníða sjer stakkinn eftir atvinnuvegum landsins og afurðum þeim, sem þeir gefa. Sje stakkurinn stærri og kröfurnar hærri en svo, þá er ekki hægt að lifa í landinu, og þá verða menn að flýja úr því. Þótt hart sje aðgöngu að gera það, á sama tíma sem ungmennafjelögin og skáldin syngja um ættjarðarást og framför landsins, og þegar stórpóli- tisku stórmennin eru að heimta, að ísland sje ríki, sjálfstœtt ríki, með frjálsbornum mönnum og þjótandi, brunandi póstgufuskipum kringum alt landið og kringum alla Evrópu — með bláa flaggið. Árið 1903 áttu Færeyingar 68 þil- skip. Nú í ár ganga til flskiveiða hjer 19 þilskip, en hjá Færeyingum 142; þannig hafa þeir aukið eign sína og atvinnu um helming á sama tíma, og að miklu leyti á sömu fiski- miðum, sem hjerlendir sjómenn hafa eyðilagt sína atvinnu á þilskipum um meira en */3. Þegar þilskipin komu hingað fyrir aldamótin, þaut upp Reykjavíkurbær og efnahagur bæjar- búa. Nú geta þilskipin ekki blómg- að bæinn lengur, þegar búið er að eyðileggja útveginn og um leið hálfs árs atvinnu 8—900 sjó- manna. En hver er ástæðan? Hún er sú, að Bárumenn og aðrir sjó- menn sniðu sjer stakkinn of stóran. Enginn skilji orð mín svo, að jeg líti ofsjónum á 35 a. gjaldið til dug- legra verkamanna, en jeg þykist hafa sýnt, að atvinnuvegir landsins þola ekki, að allir fái það kaup á hvaða tíma sem er, og hversu miklir lið- ljettingar sem þeir eru. Jeg vil nú mælast til þess, að leið- togar og höfðingjar „Dagsbrúnar" svari mjer hreint og beint vífllengju- laust upp á allar þessar spurningar mínar, en svari ekki einstaka spurn- ingu, sem þeim þykir þægilegast að svara, eða snúa út úr, heldur öllum spurningunum. Þeim hlýtur að vera það Ijett verk. Þeir hljóta að hafa rannsakað þetta nákvæmlega áður en þeir lögðu út í það stóra mál, hvort föðurland þeirra ætti að vera bygt eða óbygt land. En til þess að svara þessu, þyrftu þeir nákvæmlega að at- huga, hvernig atvinnuvegir landsins eru nii til sjós og lands, og hve mikið þeir geta borið af gjöldum til verka- manna og þarfa landsins og land- sjóðs. Geti þeir svarað fyrri helmingi spurninga minna játandi, þá hafa þeir reiknað rjett, og eiga þakkir skilið af verkalýð og verkveitendum. En geti þeir ekki sýnt með ljósum rök- um, að jeg hafl rangt fyrir mjer í flestu eða öllu, þá hafa þeir reiknað rangt, og anað áfram, án þess að hugsa um upphaf og endir, eða undir- stöðu og afleiðingar, og þá ættu þeir að biðja bæði verkamenn og verk- veitendur fyrirgefningar á glópskunni. Tryggvi Gimnarsson. Urn hirðing sauðjjár. Svo nefnist ritlingur, sem hr. Jón H. Þorbergsson fjárræktarmaður hef ur gefið út árið sem leið, 66 bis. að stærð í 8 bl. broti, og er nú kominn í bókaverslanir. Þessi bók hefur ýmsar þarfar leið- beiningar að geyma fyrir fjármenn og yfirleitt alla, sem hafa fjenað und- ir höndum, hvort sem er vetur eða sumar. Tilgangur höfundarins er lofsverð- ur. Hann sýnir bæði í orði og verki, að hann hefur allan hug á að vinna sauðfjárræktinni sem mest gagn. Þannig ferðast hann leiðbeinandi um þvert og endilangt ísland, skrifar hverja grcinina eftir aðra í „Frey“ og fleiri blöð, og nú hefur hann samið og látið prenta áðurnefndan bækling. Efni bókar þessarar er flokkað niður í 5 aðalkafla, og vil jeg leyfa mjer að fara nokkrum orðum um hvern þeirra fyrir sig. „Fjármannsstaðan" er nafn fyrsta kafla. Um hana fer höf. nokkrum orðum; getur hann þess t. d„ að bændur segist ekki fá menn til gripa- hirðingar, „þeir fari allir til að menta sig“. Mikið er sjálfsagt hæftíþessu. Nú er svo mikið los á öllum gerð- um unga fólksins, að jeg efast um, að það viti margt af því sjálft, hvað það vill. Flestir vilja læra eitthvað, og er það síst lastandi, ef til nyt- semdar horfir, en verra er hitt, að margir ungir menn virðast vilja kom- ast hjá allri erfiðisvinnu, svo sem fjárhirðingu, heyskap, jarðabótum o. fl. Þeim þykir t. d. „fínna" og erfið- isminna að slæpast í sölubúðum og stika ljereft, vigta rúsínur o. s. frv. „Fjármaðurinn" er fyrirsögn ann- ars kafla. Höf. ber þar saman góð- an fjármann og ljelegan. Sýnir, hvaða þýðingu það hefur, að vanda tjárhirðingu sem best, og aftur á móti, hversu mikið tjón getur stafað af því, ef á því verður misbrestur. Enda ætti öllum að vera Ijóst, hversu afar- mikla þýðingu það hefur fyrir fóður- afkomu bænda, að vel sje fariðmeð fje og hey. Mjer virðist það ekki efnilegt atriði í landbúnaði okkar, hversu margir ungir menn stunda fjármensku með hangandi hendi. „Hlutverk bændanna" er nafn þriðja kaflans. Þessi þáttur er langur og skiftist í marga undirliði. Rúms vegna er ekki hægt að fara mörgum orð- um um hvern þeirra. Höf. bendir þar á margt, sem bændur þurfa að hafa hugfast við sauðfjárræktina, svo sem fóðrun, f járhús (fyrirkomulag og rúm- mál þeirra). Ennfremur baðstöðvar, áhrif bænda á fjármennina o. fl. Það yrði oflangt mál, að fara mörgum orðum um þennan kafla, en samt vil jeg leyfa mjer að fara nokkrum orð- um einn lið hans, en það eru: „Sund- baðstöðvar fyrir sauðfje". Á bls. 16 í áðurnefndri bók vitn- ar höf. til mín sem manns, er reynt hafi þessar baðstöðvar. Ástæðan til þess er sú, að í fyrra vetur skrifaði jeg Einari Helgasyni garðyrkjufræð- ing í Reykjavík og lýsi þar baðstöð, sem jeg steypti upp í fyrra, eftir fyrirsögn Jóns H. Þorbergssonar. Jeg leyfði Einari að prenta part úr brjefi þessu og gerði hann það í „Frey" sl. ár. Jeg hef leitast við að gera ýmsar umbætur á búskap mínum siðan jeg fór að búa, sem jeg hef haldið að gagni mættu koma, en jeg verð að álíta, að sundbaðstöðin sje ein með þeim betri umbótum, sem jeg hef gert. Við böðunina fer ágætlega um fjeð og hún verður mjög ljett verk fyrir menn. Jeg tel Jón vinna mjög þarft verk með þvi að útbreiða þetta fyrirkomu- lag fjárböðunar og vil hvetja menn fastlega enn á ný til að koma sem flest- um slíkum stöðvum á fót. Álít líka alla búendur geta notað þær, þar sem tnjög er auðvelt fyrir nágranna að mynda fjelag um ein?. baðstöð, og verður það því mjög lítill kostn- aður. En sjálfsagt tel jeg fyrir fjár- marga bændur að steypa hjá sjer baðstöð; það borgar sig. Jeg gat þess i brjefinu til Einars Helgasonar, hvað mig hefði kostað mín baðstöð, og var það um 40 kr. En jeg álít hægt að steypa baðstöð fyrir minna verð, því að jeg þurfti að steypa baðkerið talsvert upp úr jörð, vegna klappar undir, og þurfti því að hafa sterkari steypu en ann- ars, ef jeg hefði komið því alveg í jörðu, eins og jeg ætlaði; en auð- vitað munar það ekki mjög miklu. Jón bendir á, að hægt sje að koma þessum baðstöðvum fyrir á ýmsan hátt, t. d. í sjerstökum kofa, úti, í fjárhúskró og svo í garðaenda, og hafa þá garðann allan steyptan fyrir sigpall. Eflaust væri mjög gott að hafa alla fjárhúsagarða steypta; væri það ólíkt betra aðstöðu fyrir fjeð við jötuna. Brýn nauðsyn og búmannsbragð að baða alt fje árlega. Fjeð fóðr- ast betur og mjer þykir líklegt, að fjárkláðunum verði með því móti haldið að mestu í skefjum, ef það væri gert um land alt. „Hirðing sauðfjár" er nafn fjórða kaflans. Þessi kafli er lengstur og fer höf. mörgum þarflegum og leið- beinandi orðum um fjárhirðinguna, fóðrun og hirðingu hverrar fjárteg- undar á hinum ýmsu tímum ársins. „Munið eftirl" Þannig er fyrir- sögn niðurlagsorða höf. Þar dregur hann saman í stuttar málsgreinar það helsta, sem hann vill leggja fjármönn unum sjerstaklega á minni. Þessar bendingar eru þess verðar, að þær væru festar upp á hverju heimili, sem sauðfje er á, til þess að minna á meðferð þess og þýðingu. Að sjálfsögðu fallast ekki allir á ýmsar af kenningum höf, því að enginn gerir eða skrifar svo öllum líki, en þær geta haft sama gildi fyrir því, þar eð ekki er þar með sagt, að þeir hafi rjettara fyrir sjer, sem mótmæla. Þeim aurum tel jeg vel varið, sem ganga fyrir kver þetta, og ættu sem flestir fjármenn að kaupa það. Björn Hallsson. Fró Pankhurst látin lans. Hún hafði verið dæmd, eins og áður er sagt, 1 þriggja ára fangelsisvist fyrir hluttöku f sprengingu á húsi. En fang- elsisvistin varð stutt. Frú Pankhurst neitaði, eins og fyrri, að taka við nokk- urri fæðu í fangelsinu, neytti einskis annars en vatns. Og svo var hún látin laus eftir stuttan tíma. „Daily Mall“. Enska blaðið, sem svo heitir, eða vikuútgáfa af því, hefur fengið nokkra útbreiðslu hjer í bænum. Það byrjaði að koma út í Lundúnum 4. maí 1896 og átti því 17 ára afmæli síðastl. sunnudag. Afgreiðslumaður þess hjer, Þórður Sveinsson á Pósthúsinu, gaf þá út pjesa með lýsingu á blaðinu. Segir hann það nú vfðlesnast blað heimsins. Vikuútgáfan kostar hjer á landi um árið aðeins kr. 4,75. Verkjallið i jjelgiu. Verkföll af sömu tegund og þetta, sem nú stendur yfir, hafa fyrri átt sjer stað í Belgíu. 1893 var þar verkfall út af kosningarrjettinum, og fjekst þá framgengt því fyrirkomu- lagi, sem menn nú eru orðnir svo óánægðir með, að nýtt verkfall er gert til þess að fá þvf hrundið. 1899 var aftur verkfall, er beindist gegn fhaldsflokknum, sem að völd- um sat, og enn átti að byrja alment verkfall 1902 út af sömu ástæðu og nú, en það var bælt niður af stjórn- inni með hervaldi. Kosningafyrirkomulagið er nú þann- ig f Belgíu, að hver maður 25 ára gamall hefur atkvæðisrjett, en al- mennir kjósendur hafa aðeins l at- kvæði yfir að ráða. Tvö atkvæði hafa allir eiginmenn og ekkjumenn, sem börn eiga, ef þeir eru 35 ára gamlir og borga að minsta kosti 5 franka í skatt til ríkisins. Einnig hafa tvö atkvæði allir þeir, sem eiga eignir, virtar minst á 2000 franka, eða hafa að rninsta kosti í 2 ár átt IOO franka á rentu í sparisjóði, — þótt ekki sjeu þeir eldri en 25 ára. Fullnægi sami maður báðum þessum skilyrðum, fær hann 3 atkvæði. Einn- ig hafa 3 atkv. allir þeir, sem tekið hafa miðskólapróf eða hærra próf, eða gegna stöðu, sem útheimtir ámóta þekkingu. Eftir skýrslum frá 1908 höfðu þá 971 þús. kjósendur 1 atkv., 370 þús. kjósendur 2 atkv. hver, til samans 740 þús„ og 284 þús. kjós- endur 3 atkv. hver, til samans 852 þús. atkv. Flokkastríð hefur verið ákaft f Belgíu. Hægri flokkurinn, sem að völdum situr, hefur mikla stoð í klerkastjettinni og er kendur við hana. í bandalagi móti þeim flokki við síð- ustu kosningar voru vinstrimenn og jafnaðarmenn, en hinir unnu og fengu 16 atkv. meiri hluta í þinginu. Stjórn- arandstöðuflokkarnir heimtuðu f þing- inu, að kosningalögin væru tekin þar fyrir til umbóta og hótuðu almennu verkfalli, ef svo væri ekki gert. Stjórn- in tók því ekki fjarri, að leggja fyrir breytingar á kosningalögunum, en málið dróst þó á langinn. Margir helstu mennirnir í stjórnarandstöðu- flokkunum reyndu að miðla málum og koma í veg fyrir að verkfall yrði, þar á meðal sá foringi þeirra, sem talinn er hafa mesta tiltrú og Vander- velde heitir. En þeir ákafari rjeðu, og svo hófst verkfallið. Ekki var þó hluttakan f byrjuninni eins mikil og búist hafði verið við. En mjög mikið far gerðu leiðandi mennirnir sjer um, að alt gæti gengið sem friðsamlegast. Vínsala til verkfalls- manna átti að heftast sem allra mest að orðið gæti, og ný matsöluhús voru sett upp, þar sem fæði var selt mjög ódýrt. Auðmenn ýmsir og verksmiðjueigendur tóku að sjer að fæða börn verkamanna svo þúsund- um eða tugum þúsunda skifti, meðan á verkfallinu stæði, en aðrir gáfu stórfje í sjóð verkamanna. Sýnir þetta best, hvers eðlis verkfallið er, að það er ekki verkalýðurinn, sem þar stendur gegn vinnuveitendum, heldur er þetta stríð milli andstæðra stjórnmálaflokka. Lítið hafði kveðið að óeirðum, er síðast komu frjettir af verkfallinu. Þó hafði herlið verið kvatt til lögreglugæslu á nokkrum stöðum. Stjórnin hafði tekið öllu með ró. Brocqueville yfirráðherra var suður f Sviss, er verkfallið hófst, og fleiri af ráðherrunum voru á ferðalagi til hvfldar sjer áður þing- störfin byrjuðu, en þinghaldinu var frestað eitthvað vegna verkfallsins. Reykjavík. »Alt í grænum sjó« heitir gam- anleikur Stúdentafjelagsins, sem get- ið var um í sfðasta tbl. A Iaugar- dagskvöldið var hann Ieikinn fyrir fullu húsi, og á sunnudaginn var aftur útselt. En þá bannaði bæjar- fógeti að sýna leikinn áfram, eftir kröfu frá Einari skáldi Hjörleifssyni, sem sagt er að hafi verið leikinn þar, eins og reyndar fleiri menn í bæn- um. Ritstj. Lögr. sá ekki Ieikinn og getur ekki um það dæmt, hvort ástæða hafi verið til þess að taka sjer svo nærri það, sem þar var far- ið með. En yfirleitt er frjálslyndi og kæringarleysi í þeim sökum heppi- Iegra og affarasælla en ofmikill strangleiki. Austur að eldi fóru þeir á sunnu- daginn Guðmundur Björnsson land- læknir og Guðmundur Magnússon skáld. Slys við járnbrautina. Á sunnu- daginn, síðari hluta dags, var bæjar- fólki boðið að fara sjer til skemtun- ar upp að Öskjuhlíð með járnbraut hafnargerðarfjelagsins, og flutti hún fólk margar ferðir fram og aftur. Stúlka ein hafði stokkið út af vagni og niður á brautarsporið, varð undir lestinni, fótbrotnaði og meiddist eitt- hvað meira. »Vietoria Louise«, þýska skemti- ferðaskipið, sem áður hefur komið hingað á ferðum norður til Spits- bergen, kemur í sumar tvær ferðir, 8. júlí og 3. ágúst.segir „Vísir" í fyrradag. Aflabrögð. Botnvörpungarnir ís- lensku er nú flestir farnir austur að Hvalbak. Þeir hafa aflað flestir mjög vel. Sagt er, að skúturnar muni hafa fengið meðalvertíð, eða vel það. Af ísafirði er sagt, að afli sje nú þar útundan á djúpmiðum, en eng- inn nær landi. Frönsk fiskiskip kvað hafa aflað vel nú um tíma í Jökuldjúpinu, út frá Snæfellsnesi. Þar segja sjómenn, að Frakkar afli oft, en íslensku skip- in fái þar aldrei neitt. Sporbrautamálið. Það er nú sagt, að hjá sumum nefndarmanna, sem kosnir voru af bæjarstjórninni til þess að semja um það við hr. Indr. Reinholt, fái málið verri undir- tektir en við var búist. En illa væri farið, ef ekkert yrði úr því, og mundi verða óvinsælt. Flestum mun skiljast svo sem hr. Indr. Reinholt mundi geta unnið hjer mikið gagn með þekkingu sinni og verknaðar- kunnáttu. KAUFIÐ allan Karhn- & Drengja-FATNAÐ hjá Th t H. & CO. Austurstr. 14. KAUPIí) < »1 „g Vín hjá rPT. Kjallaranum J-H. JL H. ing-óifsiivoii. Símað frá Khöfn í gærkvöld: Svartfellingar hafa afsalað sjer Skútarí.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.