Lögrétta - 14.05.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON.
"Veltiisu.ndi 1.
Talsiml 359.
LÖGRJETTÁ
Rílstjori:
fORSTEINN GÍSLASON
Pingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M 23.
JFfceyWjirWÍlí 14. iiiííí 1913.
VIII. Arg".
I. O. O. F. 9451Ö9.
Lárus Fjoldstod,
yflrrJettarmilnfœrslumiOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1 1 —12 og 4—7.
BseJkxtr,
innlendar og erlendar, pappír og allskyns
ritföng kaupa allir í
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
XaupenDur íögrjettu,
sem hafa hiistaöasKifti 14. maí,
eru ámintir um að tilkynna það af-
greiðslumanni, í Yeltusimcli 1.
Talsími 359.
Oddur Gíslason
yfirrjettarmálaflutnlngsmaður,
Laufásveg 22.
Venjul. heima kl. II—12 og 4—5.
Próf
fyrir börn á skólaskyldum
aldri, sem lesið hafa utan-
skóla í vetur, verður haldið
í barnaskólanum laugardag-
inn 17. þ. m., og byrjar kl.
8 f. h.
Foreldrar, eða aðstandend-
ur barnanna, verða, að við-
lagðri sekt, að sjá um, að
börnin komi á rjettum tíma
til prófsins.
Borgarstjóri Reykjavíkur,
14. maí 1913.
Páll Einarsson.
Það segja þeir landiæknir, að
skýrsla sú, sem ísaf. flutti síðastl.
miðvikudag um förina, eftir mönnum,
sem farið höfðu upp að eldsvæðinu,
sje mjög villandi, rangt farið með
örnefni, áttir og stefnur ekki rjett
greindar, o. s. frv.
yiustan |rá elOL
Syðri eldarnir kannaðir. Ágrips-
skýrslafrá G. Björnssyni land-
lækni til stjórnarráðsins.
Þeir G. Björnsson landlæknir og
G. Magnússon skáld komu frá eld-
stöðvunum niður að Þjórsárbrú síð-
astl. laugard, 10. þ. m., síðdegis.
Landlæknir sendi þá stjórnarráðinu
eftirfarandi símskeyti um förina:
Jeg var við eldana 8. og 9. maí.
Veður var heiðskírt. Um nyrðri eid-
ana er þetta að segja: Stærsti gíg-
urinn gýs látlaust allmikið. Hinir
hættir. Hraunið er komið norður á
móts við Melfell, sígandi hægt áfram,
en rennur líka vestur á við. Frá
Melfelli er skömm leið að Tungná.
Nú ekkert öskufall.
Jeg gekk með Guðmundi hrepp-
stjóra Landmanna suður öræfi. Var
Ji kl.t. fram og aftur. Fann syðri
eldana. Stóra eldsprungu við út-
norðurhorn á háu felli, 4 rastir út-
suður af Krakatindi, beint austur af
Heklu. Þar er long eldsprunga, yfir
20 gígar. Tvö hraun allstór hafa
runnið þar, en gígarnir eru nú hætt-
ir að gjósa.
Nafnvilla er á uppdrætti landmæl-
ingamannanna: Krakatindur, þar sem
heitir Hestalda, og Rauðfossafjall,
þar sem heitir Krakatindur.
Hreppamanna- og Holtamanna-af-
rJettir alsendis óskemdar, en Land-
manna-afrjettir stórskemdar af hraun-
flóði og vikurfalli.
Tel líklegast, að ekki verði meiri
skemdir á afrjettum og að allar hætt-
ur sjeu úti fyrir sveitir".
Herkostnaðaraukning
Þjóðverja.
Stórveldin auka nú herbúnað sinn
svo mikið, að undrun sætir. Eng-
lendingar og nýlendur þeirra byggja
fyrir stórfje herskip, sem verða úr-
elt eftir nokkur ár. Auk þess eru í
Englandi ný og mikil lofthernaðar-
tæki í undirbúningi. Frakkar eru að
lengja hjá sjer herþjónustuskylduna
í 3 ár. Rússar eru í óða önn að
koma upp nýjum flota í stað þess,
sem Japansmenn eyðilögðu fyrir
nokkrum árum. Þjóðverjar eru að
auka herkostnað sinn gífurlega. Eftir
Liebknecht.
frumvarpinu, sem nú liggur fyrir þýska
þinginu, er talið að 136 þús. manna
verði teknir frá nytsamri vinnu til
hermenskustarfanna fram yfir þa!\
sem nú er. Til lofthertækja við
landherinn er gert ráð fyrir 79 milj.
marka og til lofthertækja við flotann
eru ætlaðar 50 milj. 210 milj. eru
ætlaðar til nýrra víggirðinga á hnda-
mærum Þýskalands og Rússlands.
Frá 1915 er talið að árlegur kostn-
aðarauki til hermenskunnar, fram yfir
það. sem nú er, verði 186 milj.
þótt einhverjir af starfsmönnum henn-
ar hefðu reynst sannir að þessu.
Hann bar lof á verksmiðjuna og
kallaði hana þjóðlegt fyrirtæki, sem
Þýskaland ætti mikið upp að unna.
Frú Bertha Krupp.
En þá var einnig sú ásökun borin
fram gegn verksmiðjunni, að hún
seldi stjórn Þýskalands vopn sín
hærra verði en útlendingum, og virð-
ist sú ásökun einnig vera á rökum
bygð.
Aðaleigandi Kruppsverksmiðjunnar
er nú kona, frú Bertha Krupp. Faðir
hennar, F. A. Krupp, dó 1902.
Hann var auðugasti maður Þýska-
lands. Son átti hann engan, og
skiftist auðurinn milli dætra hans.
1903 var vopnaverksmiðjan gerð að
hlutafjelagi erfingjanna. Aðaleigand-
inn er frú Bertha Krupp. Auður
hennar er talinn 300 milj. marka og
er hún rikust allra manna í þýska-
landi. iVlaður hannar, dr. von Bohlen
u. Halbach, er nú yfirforstjóri verk-
smiðjunnar.
von Heeringen.
Umræðurttar i þýska þittginu um
þetta nýja herlagafrumvarp hafa
vakið mikla athygli. Þótt það mæti
ekki lítilli mótstoðu, er talið víst að
það verði í aðalatriðunum samþykt.
Ekki minsta athygli hafa vakið á-
sakanir, sem jafnaðarmannaforinginn
Liebknecht kom fram með gegn
Krupps-vopnaverksmiðjunni miklu.
Hann sakaði forráðamenn hennar um,
að þeir hefðu menn í Frakklandi,
sem störfuðu leynilega að því að ala
þar á ófriðarótta og æsingi, er hefði
þau áhrif, að vekja samskonar æsing
f þýskalandi, og þetta væri gert til
þess að auka vopnakaup frá verksmiðj-
unni. Hermálaráðherrann, von Hee-
ringen, gat ekki neitað, að nokkuð
væri hæftí þessu, en sagði að yfirstjórn
verksmiðjunnar ætti enga sök á því,
mmm
Dr. von Bohlen u. Halbach.
Á landamærum Þýskalands og
Frakklands eru nú sífeldar viðsjár og
óeirðir milli þjóðanna. Snemma í
apríl lenti þýskt loftherskip í þoku
inni á frönskum vígstöðvum. Vissu
Þjóðverjar ekki, hvar þeir komu nið-
ur, fyr en þeir voru umkringdir af
frönskum hermönnum. Skip þeirra
var tekið þar fast, en þó látið laust
eftir nokkra daga. Áður höfðu þó
franskir verkfræðingar nákvæmlega
kynt sjer byggingu þess, en Þjóð-
verjar höfðu áður haldið leyndri
ýmsri gerð á loftherskipum sínum.
Nýlega varð uppþot í frönskum
bæ þar við landamærin út af þýsk-
um umferðasölum, er lentu í rysk-
ingum við franska stúdenta á veit-
ingastað einum, og urðu stjórnir ríkj*
anna að skerast í málið.
Myndin hjer sýnir gamlan kastala í Hollandi, sem Vlissingen heitir,
við ósa Scheldefljótsins. Hollenska stjórnin hefur nú lagt fyrir þingið frum-
varp um auknar víggirðingar þar, sem hún áætlar að kosti 5V2 milj. gyllina.
En frumvarpið hefur mætt skarpri mótstöðu í þinginu, auknar víggirðingar
taldar óþarfar til hlutleysisvarnar, en hins vegar mundu þær verða skoðaðar
eins og gerðar Þjóðverjum í hag, og þá jafnframt óvináttumerki við England.
Island erlendis.
Ólafur Gíslason, búfræðingur frá
Sigluvík í Rangárvallasýslu, sem
fluttist til Grimsby á Englandi fyrir
nokkrum árum, hefur unnið þar að
erfiðisvinnu, en í tómstundum lagt
stund á gríska málfræði, og hefur
nú tekið próf í henni með lofsverð-
um vitnisburði; má af því ráða, hve
vel hann er orðinn að sjer í enskri
tungu.
Jóhann Sigurjónsson. „Bóndinn
á Hrauni" hefur nú verið leikinn á
Kngl. leikhúsinu f Khöfn og fengið
góðar viðtökur. Berlingatíðindi frá
13. apríl flytja vandaða mynd af Jó
hanni og mjög lofsamlega grein um
ritstörf hans.
Jónas Ouðlaugsson. í Khafnar-
blaðinu „Hovedstaden" frá [9. apríl
er grein eftir J. G. um samband ís-
lands og Danmerkur, byrjun á flokki
greina, sem hann ætlar að skrifa í
blaðið um sama efni. Greinin er vel
skrifuð, og yfir höfuð á J. G. þakkir
skilið fyrir það, sem hann hefur um
íslensk mál skrifað í útlend blóð, en
það er orðið ekki lítið.
Gunnar Gunnarsson. Nýja skáld-
sagan hans, „Den danske Frue paa
Hof" fær mikið hrós. „Akademisk
Ugeblad" ritar um hana 11. aprfl og
segir meðal annars, að þótt G. G.
sje „ekki nema htið yfir tvítugt. skrifi
hann þegar eins og meistan". Blaðið
lýsir svo sögunni nokkru nánar og
segir að hún auki enn þær vonir,
sem menn hafi þegar áður gert sjer
um höfundinn.
inu og enga megi heldur flytja inn
þangað. Ekkert 10 ára gamaít barn
sje þar, sem ekki kunni að lesa. Svo
er sá, sem skrifar, hugsandi um, hvað
þessum eina lögreglumanni muni vera
ætlað að gera, og biður hann, ef
hann fái greinina í hendur, að láta
sig vita það.
Pingmenskuafsal. Guðl. Guð-
mundsson bæjarfógeti á Akureyri
hefur sagt af sjer þingmensku sökum
heilsulasleika. Kosning á nýjum
þingmanni á að fara fram á Akur-
eyri 7. júnf og framboðsfrestur er til
2. júni.
Magnús Knstjánsson kaupmaður á
Akureyri, þingmaður kaupstaðarins
1905—1907, hefur gefið kost á sjer
og er tahnn eiga kosningu vísa.
Þingkosningarnar fóru fram í gær
í þeim þremur kjördæmum, sem mist
höfðu þingmenn sína. í Suðu-Múla-
sýslu verða atkvæðin talin saman á
laugardaginn kemur, en í Gullbr. og
Kjósarsýslu Hklega fyrri. í Barða-
strandasýslu verður að líkindum ekki
talið saman fyr en um miðja næstu
viku.
í Hafnarfirði kusu aðeins 44 af
um 250 kjósendum kaupstaðarins.
Prófessor fyrirfer sjer.
28. f. m. framdi L A. Grundtvig,
lagaprófessor við háskólann í Khöfn
sjálfsmorð á þann hátt, að hann kast-
aði sjer fyrir járnbrautarlest rjett ut-
an við borgina. Hann hafði verið
þunglyndur á síðkastið, en annars
vita menn ekki orsökina til sjálfs-
morðsins. L. A. G. var miðaldra
maður, eða vart það, og talinn skarp-
ur lögfræðingur.
IJr ensltu blaöl. í enska
kvennabindindisblaðinu „Wings" frá
apríl þ. á. stendur smágrein, er tel-
ur upp ýmislegt, sem ekki sje til á
íslandi, t. d. sje þar engin hirð,
ekkert fangelsi, ekkert betrunarhús
og aðeins einn lögreglumaður. Engir
áfengir drykkir sjeu búnir til í land-
h fjalláulii til iiik
íslandsglíman verður í ár háð
á ísafirði og fer þar fram 21.
júní. Það er belti Grettisfjelags-
ins á Akureyri, sem um er glímt.
Nú hefur Sigurjón Pjetursson það
og hefur unnið það þrisvar í röð.
Áður hefur verið glímt um það
fjórum sinnum á Akureyri og
þrisvar i Reykjavík.
Bruni. Aðfaranótt 12. f. m.
brann timburskemma á Mýrum í
Dýrafirði og þar inni matvæli,
föt o. fl. Engu bjargað og alt
óvátrygt.
Frá bátaslysunum vestanlands
á sumard. fyrsta segir »Vestri«,
að Bolungarvíkurbátana tvö, sem
brotnuðu, áttu þeir Bjarni Bárðar-
son í Bolungarvík og Guðm. Gísla-
son frá Tröð. En þeir fjórir bát-
ar, sem í Hnífsdal brotnuðu, voru
eign Vald. Þorvarðssonar 2, Hall-
dórs Pálssonar 1, en 1 áttu bræð-
ur tveir, Kristján og Sveinbjörn
Rögnvaldssynir frá Uppsölum.
Bátar Vald. Þorv. voru vátrygðir,
en hinir ekki. Mótorbáturinn
»Hekla« frá Akureyri, sem strand-
aði í sama veðri í Bolungarvík,
er talinn ósjófær. »Hekla« var
vátrygð.
Reykjavík.
Boesens leikflokkurinn, sem hjer
hefur áður verið, er nú kominn aftur
og hefur sýnt hjer „Rosmerholm"
eftir H. Ibsen, og „Aladdin", eftir A.
Ohlenschláger. Þftta eru ágætir leikar
og hafa verið allvel sýndir. Leik-
tjöldin í „Aladdin" erueftir C. Lund
leiktjaldamálara. „Rosmerholm" hefur
verið sýndur einu sinni, en „Aladdin"
tvisvar.
Ráðherra fór áleiðis til Khafnar
síðastl. föstudag, með stjórnarfrum-
vörpin. Ætlar að koma aftur um
miðjan júní norðan um land. Rað-
gerði, að koma til Akureyrar 9. júnf
og halda þingmálafundi f kjördæmi
sínu.
Til útlanda fóru með „Botníu"
síðastl. föstudag, auk ráðherra, Björn
Kristjánsson bankastj. og frú Bríet
Bjarnhjeðinsdóttir, áleiðis til kvenna-
þingsins í Búdapest.
Austan frá eldum. Þeir land-
læknir, Guðmundur Magnússon skáld
og Sigfús, sonur Guðmundar land-
læknis, eru nýkomnir að austan. Voru
á Kolviðarhóli síðastl. nótt. Land-
læknir fór ferðina fyrir stjórnina, til
þess að rannsaka eldstöðvarnar. Frá
ferðinni verður nánar sagt í næsta
blaði Lögr.
I
!