Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.08.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 09.08.1913, Blaðsíða 2
134 L0GRJETTA Myndin er af járnbrautarslysinu í Danmörku 26. júlí, og sjer þar yfir vagnarústirnar eftir að slysið vildi til. Lestin var á leið frá Khöfn og lenti út af sporinu, er hún átti eftir 15 mínútna ferð til Esbjerg. Hún fór með 80 kílóm. hraða á kl.st. og var dregin af tveimur gufuvögnum. Fremri gufuvagninn fór út af sporinu, en hinn valt niður af brautinni og dró með sjer 9 vagna, sem á eftir fóru. 279 farþegar voru með lestinni, og fórust 15 af þeim, en 17 særðust. því öll ábyrgð takmarkur stórum verksvið þess, er ábyrgðina tekur, eða þessi hefur orðið raunin fyrir okkur einstaklingana, og mundi þá ekki sama eiga sjer stað um lands- sjóðinnf Einar M. Jónasson, cand. jur. Um tannsjúkðóma. Jón læknir Jónsson á Blönduósi flutti fyrir alþýðufræðslu Stúdenta- fjelagsins fyrirlestur síðastl. sunnu- dag í Iðnaðarmannahúsinum um tarm• sjúkdóma sem þjódarmein og hvaða ráð væru tiltækilegust gegn þeim. Fyrst skýrði læknirinn fyrir mönn- um þýðing tannanna fyrir meltinguna og þar með fyrir líf og heilsu manna, og hvaða voði væri í vændum, ef þær eyðilegðust. Þá skýrði hann frá því, hvernig ástandið hefði verið í öðrum löndum fyrir 10—20 árum, áður en menn vöknuðu til meðvit- undar um hættuna og hófu baráttuna til varnar. — Til dæmis sýndu skýrsl- urnar frá Danmörku, að af börnum á ista ári væru 10 af hundraði með skemdar tennur, og 8—9 ára 95 af hundraði, og í börnum 12—13 ára væri 3ja hver tönn skemd. Engu betra hefði ástandið verið í Þýska- landi og Englandi. Hjer á landi væri ilt um þetta að dæma, því allar skýrslur vantaði; en þá reynslu hefði hann frá kvennaskól- anum á Blönduósi, að af nemendum þar á 15—20 ára aldrinum væri að- eins 1 af 20 með heilar og óskemd- ar tennur. Alt benti á, að vjer ís- lendingar værum komnir á sama stig eyðileggingarinnar og aðrar þjóðir hefðu verið á áður en þær hófu varnarbaráttuna. Þá mintist hann á orsakir sjúkdómsins. Aðallega væri sjúkdómurinn gerla- sjúkdómur — næmur sjúkdómur — sem ætti að teljast með farsóttum. Evrópumenn flyttu sjúkdóminn með sjer til villiþjóðanna, sem ekki hefðu haft hann áður, og þá breiddist hann út óðfluga eftir því sem samgöngur yxu og menning festi rætur. Jafnframt þessari höfuðorsök sjúk- dómsins væri hin: óholl fæða og ónóg blöndun fæðunnar, sjerstaklega á barns- og æsku-árunum, meðan tenn- urnar væru að vaxa. Allir heilsu- fræðingar væru á einu máli uro það, að börn, sem ekki væru á brjósti, hefðu að jafnaði ónýtari tennur en brjóstbörnin. í brjóstamjólkinni væru efnahlutföllin hæfileg, en í kúamjólk- inni ekki; því væri það heilög skylda hverrar móður, að hafa börnin sín á brjósti. Sykrið — hvíta sykrið — sje auðvitað hrein og góð vara, en ekki flytji það líkamanum fosfórsúrt og kolasúrt kalk og járn, eins og rauði kandísinn eða brúna sýrópið, hvað þá heldur sætir ávextir og ber, sem hollast sje talið allrar fæðu. — Áfengisnautnin væri ennfremur talin eiga drjúgan þátt í eyðileggingu tannanna óbeinlínis, en hvernig því væri varið, kvaðst læknirinn ekki sjá ástæðu til að útskýra, þar eð vjer værum í þann veginn að losna við áfengið til fulls. Auðvitað yrðu tenn- urnar þar samferða öðrum pörtum líkamans í þeirri afturför, sem af áfengiseitraninni leiddi. Læknirinn hjelt því fram, að tannsjúkdómarnir væru lang-algengustu sjúkdómarnir og undirrót fjölda annara sjúkdóma, og væru því sannarlegt þjóðarmein; þeir ættu því fyllilega skilið, að þeim væri veitt meiri athygli en verið hefði hingað til. Fengju þessir sjúk- dómar að hertaka þjóðina, þá væri illa farið. Það mætti því ekki leng- ur dragast að hefja varnarbaráttuna, og aðferðina gætum vjer lært af öðr- um þjóðum, en hún væri í fám orð- um þessi: 1. Að safna skýrslum um ástandið. Það ættu læknarnir að gera. Rjett- ast væri að láta læknana heimsækja alla skóla, sem njóta opinbers styrks eða kostaðir eru af opinberu fje, hvort heldur væru barnaskólar, ung- lingaskólar, kvennaskólar, bænda- skólar, kennaraskólar, gagnfræðaskól- ar eða mentaskóli, hverju nafni sem nefndust, og taka nákvæma skýrslu um allar skemdar tennur. 2. Að allir þessir skólar stæðu undir heilbrigðiseftirliti læknis, sjer- staklega barnaskólarnir, og þetta yrði gert að föstu skilyrði fyrir lands- sjóðs styrk. Takmarkið, sem að væri kept, ætti að vera að unglingarnir, sem koma út af barnaskólunum um 14 ára ald- urinn, hafi óskemdar tennur. — 3. Að það væri lögð sjerstök á- hersla á að innræta börnunum þýð- ing þess, að hafa óskemdar tennur, og kenna þeim verklega að þrífa þær og munninn. — Þetta ættu kennararnir að gera, og því þyrfti að kenna þeim þetta vel og rækilega á kennaraskólanum og öðrum þeim skólum, sem veittu að- gang að kennarastarflnu. Þannig þyrftu læknarnir og kenn- ararnir að taka höndum saman til að vinna þetta umfangsmikla og af- ar þýðingarmikla starf, en auðvitað gætu þeir það ekki nema með ríku- legum styrk og aðstoð annara manna. Venjan væri að hrópa til þingsins og biðja um lög og fyrirskipanir og tje; hjer ætti það eitt að þurfa til, að landssjóðsstyrkurinn væri bund- inn áður greindu skilyrði. Kostnað- inn við eftirlitið ættu skólarnir að sjálfsögðu að greiða og hitt annað aðstandendur barnanna. Það þyrfti aftur á móti að kom- ast öflug hreyfing á þetta mál — þjóðarvakning — þjóðin þyrfti að líta rjettum augum á málið og þýð- ing þess. Menn þyrftu að sjá og sannfærast um, að svo þýðingarmik- ið er þetta mál að alt gaspur um þjóðlegar framfarir er út í hött, ef unga kynslóðin — menn og konur um tvítugs og þrítugs aldurinn geta ekki tuggið í sig matinn og eru veiklaðir aumingjar með ónýta og eyðilagða meltingu, blóðleysi og þróttleysi, fyrir þá sök að vjer, sem eldri erum, höfum ekki haft mann- dáð í oss til þess að berjast á móti þessum sameiginlega óvini: tann- sjúkdómunum. Friðir saminn á Balkanskaga. Símað er frá Khöfn í gærkvöld, að friðarsamningar sjeu nú undirskrif- aðir af Balkanþjóðunum og að Búl- garar hafi samþykt allar kröfur hinna. Slys á Mjóafirði. Norska gufuskipið „Eros", sem oft hefur verið í förum hjer við land, var í fyrra dag á Mjóafirði, og þar vildi það slys til, að sprenging varð í vjelarrúminu, er eyðilagðl skipið og deyddi 3 af skipverjum, en hinir gátu bjargast í burtu á bátum. í skipinu var mikið af fiski og var það ferðbúið til Ítalíu. Björgunarskipið „Geir„ fór hjeðan austur í gærkvöld. Reykjavík. Frá Cichagó kom hingað nýl. Stein- unn Bjarnadóttir, ættuð úr Húna- vatnssýslu. Hún hefur verið vestra 15 ár, kom hingað nú skemtiferð og ráðgerir að dvelja hjer heima til næsta vors. Fór hjeðan Iandveg norður með mági sínum, Jóni Hann- essyni á Undirfelli í Vatnsdal. (ijaldkeramálið. Dómarar í því eru nú skipaðir Jón Kristjánsson pró- fessor, Magnús Jónsson sýslumaður í Hafnarfirði og Páll Einarsson borg- arstjóri. Það átti að skipa þá Lárus H. Bjarnasón prófessor, Magnús Jónsson og Pál Bjarnason sýslumenn, eins og áður hafði heyrst, en Lárus neitaði og Páll bar við veikindum. Hjónaband. Nýlega giftust hjer í bænum Sigurður Magnússon læknir á Vífilsstöðum og frk. Sigríður Jóns- dóttir frá Otrardal. Þau fóru til út- landa með „Ceres" 2. þ. m. Gunnar (íunnarsson skáld kom hingað heim með „Botníu" f morgun ásamt frú sinni og dveija þau hjer um tíma í sumar. Hann hefur ekki komið til Reykjavíkur áður. Sögur hans, sem verið hafa í Lögr., verða innan skams til sölu í bókaverslunum. Jóh. Jóhannesson kaupm. skrif- ar frá New-York, að hann leggi á stað þaðan til Lundúna 23. júlf. Til Lundúna er hann kominn 30. júlí, en ætlar þá þaðan til Hollands, Þýskalands og víðar. Ráðgerir að koma heim seint í ágúst. Pýska skemtiskipið „Victoria Louise" er væntanlegt hingað, í aðra norðurferðina á þessu sumri, í kvöld eða á morgun. Danskir skátar komu hingað með „Botniu" í morgun, 22 talsins, og ætla að fara austur að Héklu og Geysi á mánudag. ferS til Staðarsveitar. Eftir Guðm. Hjaltason. Jeg fór farð þessa seinustu dagana í apríl og fyrstu dagana f maí. Bar fátt til tíðinda fyrir mjer í Borgar- firði og á Mýrum. En í Staðar- sveitina kom jeg nú í fyrsta sinni á æfinni, Þótti mjer mikilsvert að fá að sjá, þótt ekki væri nema dálítið af henni, því um hana hafði jeg heyrt og lesið lofræður miklar; ligg- ur við að sumir hafi lýst henni eins og einhverri Paradís, en fólkinu lfkt og skrælingjum. En hvorugt. held jeg að sje satt. Sveitin er að vísu mjög falleg, undirlendi allmikið, mýr- ar, grundir, móar og holt, smá-ár og vötn og allsnotur hamra- og tinda- tjöll bakvið mót norðri. Ög í norð- austri blasa við háir og fallegir fjalla- veggir, sem skaga fram á Mýra- undirlendið hver at öðrum, svo sem Hafursfell, Kolbeinsstaðafjall, Fagra- skógarfjall og Svarfhóls- og Gríms- staða-múlar. Og lengst í austri, bak við fjöll þessi, taka jöklarnir við. En jeg gat ekki sjeð þá vel fyrir þoku. En Skarðsheiði blasti við í suðaustri. Ög hvergi sýnist mjer hún eins hátignarleg og úr Hnappa- dalssýslu og úr Staðarsveit. Er hún líka eitthvert langfallegasta og stór- kostlegasta fjall á landinu, að mestu jökulfjöllum undanskildum. Svo er og Akrafjall allmyndarlegt að sjá þaðan. Ekki skal jeg trúa því, fyr en jeg má til, að Skarðsheiði og Akrafjall sjeu ekki talsvert hærri en hingað til hefur mælt verið. Suður af fjöllum þessum blasa svo við Reykjanesskagafjöllin. En þótt útsýni þetta gleðji fjalla- vininn, skáldið og málarann, þá er það ónóg til að gera sveitina að sælustað. Engjar sýndust mjer að sönnu miklar víðáttu, en kvistur virt- ist mjer lítill í mýrunum, og fjöllin hrjóstrug og gróðurlftil að sjá. Of- viðri koma þar oft ofan af fjöllun- um og feykja heyjum á sumrin. Og fyrri daginn, sem jeg var í sveitinni, var svo hvast, að jeg varla gat setið á hestinum. Komu því fáir til fyrir- lestranna á Staðastað. En myndar- legt og áhugasamt virtist mjer fólkið þar, rjett eins og í hinum vestur- sveitunum þarna. Vel hefur sjera Vilhjálmur gengið frá Staðastað, og prestur sá, sem er þar nú, sjera Jón Jóhannesson, er einhver tilkomumesti maðurinn meðal presta þeirra, sem jeg þekki nokkuð á Vesturlandi. Sýndi mikinn dugn- að við að bjarga og hlynna að út- lendum skipbrotsmönnum í Skafta- fellssýslu og fjekk tvö heiðursmerki fyrir, og rær nú á sjó til fiskjar, er formaður og aflar vel, og jeg held að hann sje að öðru leyti með betri prestum. Duglegir munu þar fleiri vera, þó minna beri á. „Sveitin hef- ur verið of lofuð, en fólkið oflast- að", sagði merkur maður, sem var nokkur ár f sveitinni nýlega. Eru framfarir ýmsar að byrja þar, og með þeim má telja efnilegt ung- mennafjelag. Á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi er og dugnaðarbóndi, og annars, þar sem jeg hef komið þarna vestra, hef- ur mjer þótt fólk ekki síðra en ann- arstaðar, og víða er framfarahugur og framfaravottur. Byggingar eru víða gamaldags, en samt altaf að lagast og stækka. 3 fyrirlestra hjelt jeg að Hofi, alla sama daginn; kom fátt, en áhugi var þar mikill. Það er svipað með fyrirlestrana og ungmennafjelögin. Þegar mannfátt er þar, þá hefur maður optast úr- valsfólk. En þegar mjög margt kemur, slæðast margir með, til þess að fylgja tískunni. Ætli það sje nú ekki svipað með kirkjugestina? í fámenninu held jeg að sje meira að tiltölu af góðu andlegu sáðjörð- inni, en í margmenninu. Sjálfsagt eru samt margar undantekningar í þessu eins og öðru. Kenning Únítara. Fundarræða eftir séra Rögnvald Pétursson. (Frh.). ----- Réttlæting mannsins er öll innifalin í fullkomnun hans og þroska. Þess full- komnari maður, — þess réttlátari maður. Sem maður er hann fæddur — til þess að verða að m a n n i, ekki einhverju öðru, engli eða því, sem hann á hvorki eðli eða lfkingu við. Efsta takmark mannsins er maður, og hans fullkomn- asta hjálp hér, til þess að ná því tak- marki, er að þekkja sjálfan sig, ekki eingöngu hver hann er, heldur hvað hann var og hvað hann getur orðið, hvað í því innifelst að vera maður og guðs barn. Réttlæting mannsins er inni- falin f fullkomnun hans, en til full- komnunar er honum nauðsynlegast af öllu þekkingin. Þekkingin er það, sem þroskar persónuleik hans og aldrei verður frá honum tekið. Hún full- komnar manninn í þessu lífi og býr hann bezt undir hið næsta. Æfi manns- ins hér á að ganga út á þetta líf. Vegna þess, að því að eins hefir hann fæðst hingað í heim, að hér er honum ætlað að lifa, og þessi heimur hér er eins mjög ríki guðs eins og nokkur annar hluti alheimsins mikla og eilífa. í sekt við guð standa menn ekki, því frá hon- um og fyrir hann er alt og honum verð- ur með engu launað. Sekt mannanna er hvers við annan, en þeir hafa þ ö r f fyrir guð, því þeir fá ekki lifað sitt full- komnasta og bezta án hans, Ekki nema þeir geti fundið löngunum sínum og hugarhræringum stað innan lífsstraums- ins eilífa. Fagnaðarboðskapurinn til mannanna er boðskapur sannleikans, og frelsisboð- ið er lögmál réttlætis og þroska. Að verða sannur maður, er að verða hólp- inn bæði þessa heims og annars. Innblásturskenningunni fornu hafnar únítariska kirkjan alveg. Öll þekking og opinberun er sama eðlis. Hún er að einhverju leyti mannsins viðkynning við sannleikann. Og þá viðkynning hafa ekki fáeinir menn einnar þjóðar veitt mannkyninu, heldur allir þeir, er eitthvað hafa í orði eða verki hafið skilning manna yfir það, sem hann áður var, en þó sérstaklega mannanna göf- ugustu synir og dætur. Og í öllum löndum, á öllum tímum hafa þeir verið. í Austurlöndum, á Norðurlöndum, f Suð- urlöndum. Sú opinberun er mest, er stærstan sannleika leiðir í ljós, sú minst, er þann þýðingarminsta flytur. En aliar opinberanir sannleikans eru manna verk. Öll þekking, enn sem komið er, í verk- legum efnum, í fögrum listum, í vís- indum, í trú, er ávöxtur mannlegrar iðju. í þessu efni er því ekki undanþegin Biblían nje önnur helgirit. Hún er rit- uð og samin af mönnum og er Gamla- Testam. saga Gyðingaþjóðarinnar, um leið og það er líka saga trúarhugsjón- anna, er lifnað hafa í meðvitund þjóð- arinnar. En sú saga er merkilegust í menningarsögu mannkynsins, vegna þess að þar er trúarleitin fullkomnari en hjá nokkurri annari þjóð, og sannleiksgildi trúarinnar, sambandið milli guðs og manna og hin duldu afskifti guðs af högum mannanna, betur skýrð og víða færð í fegurri búning en hjá nokkurri annari þjóð á þeim tíma. Fyrir þessar ástæður náði llka G.-T. þeim áhrifum er það hefir haft á siðmenningu Vest- rænu þjóðanna. Það skýrir fyrir mönn- um þá hugsjón, er gerir vart við sig í hugum allra manna, trúarhugsjónina, og það hefur hana hátt yfir það, sem hún áður var, hjá allflestum. Og sannleik- anum ber öllum að veita viðtöku, hvað- an sem hann kemur, og eins þótt hann sé í forneskju umbúðum fávísrar tíðar. Siðamenningin er félagsbú mannkyns- ins, og á því búi hefir hver sinn af-. mældan starfa, en allir til samans njóta arðsins af verkinu. Lögmálið frá Gyð- ingum, listin frá Grikkjum, stjórnspekin frá Rómverjum, ljóðin frá Norðurlönd- um, eru hornsteinar þess Babelsturnar, sem mannkynið heldur áfram að hlaða meðan dagarnir verða til, og sem munu lyfta því ávalt nær himninum, guði og því háa. (Frh.). Dáinn er 5. þ. m. Óiafur Arin- bjarnarson verslunarstjóri í Vestm,- eyjum. Borgfirðingar og Mýramenn halda hjeraðssamkomu á morgun á Hvítárbökkum. „Ingólfur" fer vegna þess upp f Borgarnes kl. 6 á morg- un árd. og kemur aftur annað kvöld. Ntúlku vantar 1. október, til hjálpar í eldhúsi á Vífilsstöðum. Upplýsingar gefur frk. Steinsen. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.