Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 17.09.1913, Side 1

Lögrétta - 17.09.1913, Side 1
i Aigreiðslu- og inaheimtum,: t»0RARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltusimcli 1. Talsimi 359. Ritstjori: RORSTEINN fitSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 44. Reykjavík 17. september 19X3. vm. árg. 1. O. O. F. 949199. Lárus Fjeldsted, YflrrJ ettarmilafterslumaður. Læbjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Alþingi. XIV. (Niðurl.). Lög frá alþingi. 33. Um að landsjóður leggi Lands- bankanum til 100 þúsund kr. á ári í næstu 20 ár. 1. gr. Landssjóður leggur Lands- bankanum til árlega næstu 20 ár 100 þús. kr. til þess að greiða með lán Landsbankans, 2 miljónir, sem tekið var samkvæmt Iánsheimild í lögum nr. 82, 22. nóv. 1907. Landssjóður skal vera innskotseigandi (interessent) að þessu fje. Skal hann af því fá sömu hlutdeild, sem hann mundi fá af jafnhárri hlutafjárupphæð af hrein- um tekjuágóða bankans, í hlutfalli við annað eignarfje hans. í þessu efni skal skoða seðla landssjóðs sem eign bankans. Uns lánið, sem nú er, er að fullu greitt, greiðir bank- inn vöxtu af því (þeim hluta þess, sem á hverjum tíma er ógreiddur). 2. gr. Heimilt er stjórninni að taka í þessu skyni alt að 200,000 kr. lán handa landssjóði. 34. Um vatnsveitingar. 35. Um strandferðir. X. gr. Landsstjórninni veitist heim- ild til að kaupa hluti í „Eimskipa- fjelagi íslands" fyrir alt að 400,000 kr, gegn því, að fjelagið taki að sjer að halda uppi strandferðum um- hverfis landið með tveimur eða fleiri strandferðaskipum. Ferðir þessar skal fjelagið hefja svo fljótt sem því verður við komið, og eigi síðar en í apríl 1916. Um hluttöku fyrir landssjóðs hönd í stjórn fjelagsins, stærð strandferðaskipanna, gerð þeirra og hraða, fyrirkomulag ferðanna, ferðaáætlanir og taxta fer eftir samn- ingi milli fjelagsins og stjórnarráðs- ins. 2. gr. Náist ekki samningar við „Eimskipafjelag íslands“, samkvæmt 1. gr., veitist landsstjórninni heimild til að kaupa tvö strandferðaskip, hafi annað þeirra að minsta kosti jafn- mikið farþega- og lesta-rúm og sje að minsta kosti jafnörskreitt og strandferðaskip þau, sem hjer voru í förum árin 1910—1912, og enn- fremur heimild til að halda þeim út á kostnað landssjóðs, bæði til strand- ferða og annara ferða, eftir því sem haganlegast þykir, þegar s'trandferð- um lýkur hvert ár. 3- gr. Stjórnarráðið semur áætlun fyrir strandferðaskip landssjóðs og ákveður fargjöld og farmgjöld þeirra. Það ræður og afgreiðslumann skip- anna, sem jafnframt er reiknings- haldari, og ákveður þóknun hans, og stjórnar hann útgerðinni að öllu leyti undir yfirumsjón þess, sam- kvæmt erindisbrjefi, er það setur. 4. gr. Útgerð landssjóðs skal, ef til kemur, hefjast eigi síðar en í apríl 1916, og skal stjórninni heim* ilt að leigja skip til strandferðanna til bráðabirgða, hafi ekki tekist að ná hentugum skipakaupum fyrir þann tíma, og fer þá um rekstur leigu- skipanna samkvæmt 3. gr. 5. gr. Landsstjórninni veitist heim- ild til að taka lán alt að 450,000 kr. til að fullnægja ákvæðum 1. og 2. greinar. Stjórninni veitist og heimild til að setja strandskipin að veði til tryggingar þeim hluta láns- upphæðarinnar, sem út á þau kann að fást. 36. Um hvalveiðamenn. 1. gr. Enginn hvalveiðamaður má hafa bækistöðvar hjer á landi fyrir útveg sinn. 2. gr. Enginn má flytja á land hval nje neinar óunnar afurðir hvala, nema þeirra, er dauðir finnast, hlaupið hafa á grunn eða kvíast í ísum. Heimilt skal þó að drepa andarnefjur, hnísur, höfrunga og önnur smáhveli, þau er almenningur hefur hingað til veitt og hagnýtt sjer. 3. gr. Enginn maður má leigja, selja nje ljá nokkrum manni land til hagnýtingar við nokkra þá athöfn, er bönnuð er f lögum þessum. 4. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum, 1000—4000 kr., er renna í landssjóð. Svo skulu og öll veiðarfæri og aflr upptæk og and- virði þeirra renna f landssjóð. 5. gr. Mál, sein rísa út af brotum á lögum þessum, skal fara með sem opinber lögreglumál. 6. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. okt. 1915 og gilda til I. jan. 1925. 37. Um heimild til að selja prest- inum á Kolfreyjustað, landspildu í Innri-Skálavík. 38. Landskiftalög. — Eftir Iögum þessum geta komið til skifta öll heimalönd sveitajarða, tún, engi og útihagi, sem fleiri býli hafa til sam- nota, og ekki hefur áður verið skift til eignar og afnota, svo sannað verði, eða viðurkend merki eru til um. 39. Um breyting á Iögum 3. okt. 1903 um kosningar til alþingis. 40. Um bjargráðasjóð íslands. Stofna skal allsherjarsjóð fyrir alla landsmenn til hjálpar í hallæri eða til að afstýra því. En það er hall- æri, ef sýslufjelag og bæjarfjelag megnar ekki af eigin ramleik að forða mönnum og skepnum við harð- rjetti eða felli. Hvert sveitarfjelag og bæjarfjelag skal á ári hverju greiða úr sveitarsjóði eða bæjarsjóði 25 aura fyrir hvern heimilisfastan mann, og landssjóður skal styrkja sjóðinn með 25 aura gjaldi fyrir hvern mann. — Samþyktir skulu sýslunefndir og bæjarstjórnir gera um hagnýting sjereigna sinna í sjóðn- um. Stjórnarráðið staðfestir sam- þyktirnar. 41. Um forðagæslu. í hverjum hreppi skulu vera kosnir forðagæslu- menn, einn eða fleiri, til þess að hafa gát á heybirgðum, kornvörubirgðum og öðrum fóðurbirgðum hreppsbúa og meðferð þeirra á búpeningi. Ef búandi kemst í fóðurþröng og finnur forðagæslumaður, að búpening- ur hans er í slæmu standi, eða líkur til, að skepnurnar kunni að kveljast eða falla af fóðurskorti, þá skal hann hvetja búandann til þess að afia sjer fóðurs, ef unt er, eða ráða honum, hverju hann skuli farga af búpeningi sínum, ef hvergi er hjálpar von. Ef búandi er í fóðurþröng og vill ekki fara að ráðum forðagæslumanns, hvorki afla sjer fóðurs nje farga nokkru af skepnum sínum, þá skal forðagæslumaður tafarlaust skýra hreppstjóra frá öllum málavöxtum. Getur hreppstjóri þá eftir tillögum forðagæslumanns skipað búandanum að afla sjer tiltekinna, nægilegra fóðurbirgða, ef þess er kostur, en kjósi búandinn heldur að farga svo miklu af búpeningi sínum, að því sje borgið, sem eftir lifir, að dómi forðagæslumanns, þá er honum ekki skylt að afla sjer fóðurs. Nú verður fjenaður horaður eða fellur úr hor, og er að áliti forða- gæslumanns um að kenna fóðurskorti, hirðuleysi eða harðýðgi þess, er fjen- aðinn hefur undir hendi, og skal þá I forðagæslumaður tafarlaust tilkynna Sumar á Síöu. Nei, hvergi veit jeg land með slíkum Ijóma, þar laugast fjöll í tignarinnar skini, sem eiga sól og vorið fyrir vini, sem vaka yfir sveitarinnar blóma. Og einmitt þar minn guð jeg glöggvast leit. Svo rísið, rísið orð mín öll úr dróma af inri þörf að hylla þessa sveit. Hið efra liggur geimur grænna heiða; í gróðursæld þar una hjarðir lengi. En neðra sljett og umfangsmikil engi um allar jarðir loðinn faðminn breiða. Þar vappar spói; hann veit ei nokkurn reit, þar tímanum sje yndislegra að eyða i eintómt vell, — en þessa glæstu sveit. Og beint i norðri, gnípum liöfði hærri, við himinn gnæíir Kaldbakur og lítur, livar sveitin fagra sólarásta nýtur; hann sjer að hún er öllum bygðum stærri i tign og fegurð, — fóstui’dóttir hans. Og honum varð hún altaf kærri’ og kærri með hverjum aldarmorgni þessa lands. En lengst og dýpst í öræfunum inni er eilíf glóðin, — jarðar kyngi-reiði; hann heyrir, veit hvað altaf er á seiði í iðrun þeirra, — í myrku foldar kynni. Það voíir yfir fjarlægð faldri öld. En Síðan!— Honum skilst, að fylst hann finni hve fríð hún verður þá, — sitt hinsta kvöld. Sem silfurfestar bugðast bjartar lindir um bratta hlíð með strauma ærslum möí'gum, en fossar titra’ í tíginleitum björgum og taka’ á úðann röðulskrúða-myndir; þeir syngja snjalt hið sama lag og brag. En önd á hyl í hægum straumi syndir, og hlakkar til að vaka næsta dag. Já, glæsta sveit í skini og gróðurskrúða, með skart og fegurð greypt í ásýnd fjalla og tignar-björg, þar bjartir fossar gjalla, og bratta hlíð með strauma-festi prúða. Mjer gleymist ekki gullið, sem þú átt; því hjá mjer ljetstu klökkva strengi knúða, sem kvökuðu við ljóss þins helgi-mátt. Jakob Thorarensen. það hreppstjóra, ásamt öllum mála- vöxtum, en hann aftur sýslumanni. Sá, er sekur verður um horfelli, skal sæta sektum frá 10 til 200 kr., eða einföldu fangelsi alt að 6 mán- uðum. Með lögum þessum eru horfellis- Iögin 9. febr. 1900 úr gildi numin. 42. Hafnarlög fyrir Vestmanna- eyjar. — Til hafnargerðar þar veit- ast úr landssjóði alt að 62,500 kr. gegn þreföldu fjárframlagi úr hafn- arsjóði Vestmannaeyja. Ráðherra veitist heimild til að ábyrgjast fyrir landssjóðs hönd alt að 187,500 kr., er sýslunefnd Vestmannaeyja kann að fá til hafnargerðar. 43. Um breyting á 16. gr. laga nr. 29. 15. nóv. 1907. Frestur til að stofna lánsdeild við Fiskiveiða- sjóð íslands er lengdur 1917. 44. Um breyting á lögum 22. okt. 1912 um risíma- og talsimaskeyti íslands. 45. Um rafmagnsveitu í kaupstöð- um og kauptúnum. 46. Um sauðfjárbaðanir. Þrifa- böðun skal árlega fara fram á öllu sauðfje á landinu á tímabilinu frá 1. nóv. til 15. jan. — Skyldur er hver fjáreigandi að framkvæma böðun á öllu sauðfje, sem hann hefur undir höndum. — Stjórnarráðið annast um pöntun baðlyfja, og ákveður hvaða baðlyf skuli nota; hreppsnefndir og bæjarstjórnir skulu hafa eftirlit með böðunum og panta baðlyfin hjá stjórnarráðinu, en fjáreigendur borga þau. 47. Um breyting á og viðauka við lög 22. nóv. 1907 um bæjarstjórn í Hafnarfirði. 48. Um eignarnámsheimild ísa- fjarðar á lóð og mannvirkjum undir hafnarbryggju. 49. Um breytingu á fátækralögum 10. nóv. 1905. 63. gr. orðist þannig: Nú þarfn- ast maður sveitarstyrks, og skal hann veittur honum áf dvalarsveit, jafnt fyrir það, þótt hann sje eigi sveit- lægur þar í hreppi, gegn endurgjaldi, og á hún jafnan aðgang að fram- færslusveit hans fyrir veittan sveitar- styrk, þótt þurfamaður eigi lögskyld- an framfærslumann, jafnvel innsveitis. Þó á dvalarsveitin aldrei heimtingu á endurgjaldi af hálfu framfærslusveit* arinnar á meira en tveim þriðju hlutum af styrk þeim, er hin fyr- nefnda hefur veitt þurfalingnum, nema svo standi á, sem segir í 68. gr., eða þurfalingur verður, eftir úr- skurði læknis, eigi fluttur á fram- færslusveit sína sakir sjúkleika, þá er dvalarsveit hefur öðlast rjett til þess að flytja hann, samkvæmt 69. gr.; skal framfærslusveit endurgreiða allan kostnað af honum upp frá því, meðan hann var eigi fluttur. En skyld er framfærslusveit, ef þurfa- lingurinn er eða verður þess megn- ugur, að endurgjalda sveitarstyrk þann, er honum hefur verið veittur af framfærslusveitinni, að annast um, að sá hluti styrksins, er dvalarsveit- in eigi fjekk endurborgaðan, verði að rjettri tiltölu endurgreiddur. Ekki á dvalarsveitin rjett á, að fá að neinu leyti endurgoldinn af fram- færslusveit skyrk þann, er um ræðir í 3. málsgrein 53. greinar. 50. Um heimild fyrir veðdeild Landsbankans til að gefa út 4. flokk (seríu) bankavaxtabrjefa. — Veitt heimild til að gefa út bankavaxta- brjef, alt að 5 miljónum któna. Fyrstu 4 árin, eftir að veðdeildar- flokkur þessi er settur á stofn, veit- ist tillag til hans úr landssjóði 5000 kr. á ári. 51. Um viðauka og breyting á lögum um aðflutningsbann á áfengi 30. júlí 1909. — Enginn má taka við nokkurskonar áfengi úr skipi, er hefst hjer við land, nje heldur taka á móti áfengi á floti, hvort heldur gegn endurgjaldi nje endurgjaldslaust. — Sendiræðismönnum framandi ríkja er heimilt að flytja frá útlöndum einu sinni á ári hæfilegan áfengis- forða til heimilisþarfa sinna um eitt ár í senn, þó ekki yfir 800 lítra á ári hverjum þeirra. Öðrum en þeim, er hjer hafa verið taldir (í 2. gr. laganna) má ekki leyfa innflutning áfengis, flutning úr skipi í annað skip eða úr skipi í land. 52. Fjárlög fyrir árin 1914 og 1915, (sjá sfðasta blað). 53. Frv. til stjórnarskipunarlaga (prentað f síðasta tbl.). Þingstörfin. Alls hafði þingið til meðferðar 100 frv., þar af um 34 frá stjórninni og 66 frá þingmönnum. Afgreidd voru frá þinginu 53 lög, 20 stjórnarfrv. og 33 þingmannafrv. og hefur þeirra allra verið getið hjer í blaðinu. 9 stj.frv. voru feld, 4 tekin aftur og 1 ekki útrætt. 11 þingm.frv. voru feld, 18 ekki útrædd og 4 tekin aftur. 8 þingsályktunartillögur samþ. og afgr. til ráðherra. 6 samþyktar en ekki afgreiddar til ráðherra, 3 feldar og 2 ekki útræddar. Ein fyrirspurn var borin upp (um lotterífrv.) og 5 rökstuddar dagskrár samþyktar. Hjá mannætum. Steinafræðingur einn, John. Warner að nafni, var nýlega drepinn af Papúum í Nýu Guineu í Ástralíu og jetinn. Tveir fjelagar hans komust undan. Balkanmálin. Það lítur út fyrir að Tyrkir ætli að halda Adríanópel og yfir höfuð Þrakíuhjeraðinu að miklu leyti vest- ur að Maritzafljóti. Þó eru samning- ar ekki komnir á um það enn. En Búlgarar eru að semja við Tyrki, segja síðustu útl. blöð, á þeim grundvelli, að gengið er framhjá gerðum Lundúnafundarins um tak- % markalínuna. Tyrkir höfðu dregið mikinn her saman í Adríanópel og þar um kring, og sífelt voru þeir að auka þann her með nýju liði austan úr Asíu. Þótt stórveldin segðu þeim, að þeir yrðu að halda friðargerðina í Lundúnum, skeyttu þeir því engu, en svöruðu rólega og sögðust í engu fara Iengra en ítrasta nauðsyn krefði. Svo sendu þeir allmilcinn her vestur fyrir Maritzafljótið og var Enver bey fyrir honum. Kváðust þeir gera það til verndar Tyrkjum, er þar byggju, en ekki til frekari landvinninga, og svo vegna aðstöðunnar ef til ófriðar kæmi frá Búlgara hálfu. En Búlg- arir töldu landið fyrir vestan línuna frá Enos til Midía vera í umsjá stór- veldanna og þeirra, að sjá um að Tyrkir rýmdu aftur burt þaðan. Um tíma var líka mikil breyting í þá átt, að skorist væri í málið af stór- veldunum, einkum, að Rússum væri falið að skakka leikinn. En sam- komulag hefur ekki náðst um það. Og nú eru Búlgarar, eins og áður seg- ir, farnir að semja við Tyrki á eigin hönd, Þeir hafa 3 fulltrúa við þá samninga í Konstantínópel, segja síðustu útl. blöð, og gera þeir þar þau tilboð, að Tyrkir haldi Adría- nópel nær allri, aðeins er þar und- anskilið úthverfi eitt, sem eingöngu er bygt af Búlgurum. Aftur á móti vilja Búlgarar halda Kirk-Kilisse og nokkru landi austan Maritzafljótsins. Ur þeim löndum Makedóníu, sem Búlgarir hafa fengið, hefur fjöldi fólks flúið suður yfir takmarkalínuna, til grísku hjeraðanna. Er það eink- um grískt og tyrkneskt fólk, er ótt- ast sambúðina við Búlgari. Það eru hroðasögur, sem ganga af grimdar- verkum þeirra. Fpprcisnin í Kína. Siðustu útlend blöð segja, að stjórnarherinn hafi tekið Nanking og hrakið upp- reisnarmenn burtu þaðan. í Nanking voru nú að síðustu ðalstöðvar upp- reisnarmanna. Þó er uppreisnin ekki að fullu bæld niður enn. Sunyatsen er í Japan eftir flóttann að heiman.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.