Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.09.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 17.09.1913, Blaðsíða 2
160 L0GRJETTA C. Á. HEMMERT. Nýkomið: Hvítar veínaðarvörur: Kvenskyrtur á 1,75, 1,90, 2,25, 2,40, 2,80. Háttkjólar á 2,60—4,00. Náttreyjur á 1,75, 240. Kvenbuxur á 2,15, 2,25. Hvítir vasaklútar með stöfum. Sirius" Consum Chocolade JJ er áreiðanlega nr. 1. Gætið þess að vörumerki okkar sje á pakkanum. Hitfregn. Guðrún Lárusdóttir: Á heimleið. Skáldsaga úr sveitinni. (266 bls. Verð: 1,60). Áður hafa birst á prenti nokkrar smásögur eftir sama höf.; en þetta er lengsta og veigamesta skáldsagan. Að mestu leyti gerist saga þessi í íslenskum fjalladal, í einni sjerstakri sókn, ekki þó langt frá kauptúni. Hún er viðburðarík, og allmargar persónur koma fram á sjónarsviðið. Höf. gerir sjer mjög far um, að láta. viðburði sögunnar sýna lunderni og hugsunarhátt persónanna, sjerstaklega aðstöðu þeirra til eilífðarmálanna. Og enda þótt talsvert mikið komi fyrir í sögunni af harðúð og hrottaskap. dýrslegri eígingirni, Iausung og Ijett- úð, kvölum, slysum og dauða, þá skín þó jafnan í gegn bjartsýni höf.; hið rjetta og góða vinnur sigur að lokum; meinin gróa, sárin læknast. Aðalpersónan er ung bóndadóttir, Margrjet í Hlíð. Hún siglir til Nor- egs, verður þar fyrir allmiklum áhrif- um, nemur þar sjúkrahjúkrun og kemur svo heim í sveitina sína aftur að fáum árum liðnum,' sterk og stað- föst og einbeitt. Vekur hún brátt eftirtekt manna við húskveðju gamla Bárðar, er hún hafði hjúkrað á bana- sænginni, með því að taka þar til máls yfir kistu hans á eftir prestin* um og ávarpa líkfylgdina. Onnur aðalpersóna sögunnar er síra Björn, Ungur prestur ókvæntur, sem býr með móður sinni. Hann er upp- fræddur í nýmóðins guðfræðinni og hallast allmjög að skoðunum Unítara. Af þeim orsökum fær hann hrygg- brot, þá er hann mjög ástfanginn biður Margrjetar, enda þótt hún finni það, að hún unni honum. Ýmis- konar lífsreynsla og hugarstríð verð- ur þó þess valdandi, að klerkur sigr- ast á efasemdum sínum eftir nokk- urn tíma, og þar með er brúuð sú kelda, sem skildi þau, Margrjeti og hann. Það, sem hjer hefur sagt verið, tnun nægja til að sýna, að skáld- saga þessi er ekki tómt gárungahjal. Mörg alvöruspursmál lífsins eru dreg- in fram á sjónarsviðið. Að því leyti á sagan sammerkt við „Borgir" og fleiri sögur Guðm. Magnússonar; og vel hefur höf. tekist að gera skýra ýmsa viðburðina. Aðalpersónan, Mar- grjet í Hlíð, er einnig teiknuð með skýrum dráttum. Málið gott og ein- falt, setningarnar jafnan stuttar og ljósar. Það er mikill kostur á sög- unni. Sagan verðskuldar, að henni sje gaumur gefinn. Lestur hennar á að gata vakið íhugun og ábyrgðartil* finningu. Nafn sögunnar gefur í skyn, að síra Björn sje aðalpersóna sögunnar. En mynd hans hefur ekki orðið svo skýr og skiljanleg, að hann verði aðalpersónan. Nei, Margrjet í Hlíð er aðalpersónan. Allir helstu þræðir sögunnar ganga út frá henni og til hennar. Og þar sem hún auk þess er að ýmsu leyti alveg ný og sjer- stæð í skáldsögum íslenskum, hefði farið betur á því, að sagan hcfði borið hennar nafn, eða verið kend við hennarsterka „karakter". Grimur. JConsúIabr ennl víni 9. Vænta mætti þess, að þingmenn- irnir hefðu afkastað miklu í þjóðar- innar þarfir á þessu langa og kostn- aðarsama þingi, sem nýlega er slitið, og víst er það, að rösklega hafa þeir gengið fram í því, að fækka þessum fáu aurum, sem landssjóður hefur stöku sinnum ráð á; — fjárausturinn hefur aldrei lengra gengið: Til bók- menta og vísinda, sem þeir kalla, hafa þeir varið 187,770 kr.; en til verklegra fyrirtækja 372,920 kr. — Miklu á að troða af bókviti í þessar fáu hræður; og hver er svo eftir- tekjan af þessari mentafólks-útungun? Nú er tekjuhallinn kominn upp í 316,713 kr. Þetta væri ekkert ægi- legt, ef því væri skynsamlega varið, en það er öðru nær. — Mörg van- hugsuð lög, sem þingið hefur hroð- að af, er hrein þörf að skýra fyrir fólkinu; en í þetta sinn ætla jeg að minnast á aðeins eitt mál, sem vel má vera að álitið sje eitt af þeim smærri; — en mjór er þar mikils vísir. Þeir herrar frá frönsku og norsku stjórninni, sem hingað hafa verið sendir til að vernda rjett sinnar eig- in þjóðar, álíta sig hafa til þess fulla kröfu — að minsta kosti siðferðis- lega — að panta vínföng sín, án þess að greiða landssjóði einn eyri í toll, og auðvitað þvert ofan f bann- lögin. Skoðun og kröfu(?) þessara borðalögðu manna var auðvitað kast- að inn á þingið, þótt reyndar ætla mætti að enginn fengist til að halda þeim þar á lofti aðrir en svæsnustu bindindisfjendur. En þetta fór á aðra leið, því Lárus H. Bjarnason tók þetta smávik fúslega að sjer, og barðist fyrir því af alefli, þar til þetta hans áhugamál komst í góða höfn, og þar er sagt að þeir væru á einu máli ráðherra og L. H. B., enda er landstjórnin fús til að alls þess, er miður má fara, þegar fslenska bindindisstarfsemin á í hlut. Ekki vantar L. H. B. hygnina — og undirbúningslaust vildi hann ekki bera þetta brennivínsmál fram; hon- um datt sú dæmalausa dirfska í hug, að fá framkvæmdarnefnd Stórstúk- unnar á sitt mál. Hann taldi henni að sögn trú um, að ef þetta mál yrði samþykt, væri það ávinningur(!!I) fyrir bannlögin undir núverandi kring- umstæðum. — Nokkrir af þessum nýkosnu vörðum Reglunnar gleyptu þetta góðgæti(II), og þar á meðal sjálfur stórtemplar, Indriði Einarsson, og aðrir í hans hóp, sem greiðviknir vildu vera á sannfæringarskiftin; og sagt er, að þessi stóri og óvænti happadráttur L. H. B. hafi orðið til þess, að konsúlarnir fá nú að halda víni sinu í friði — og allir eftirkom- endur þeirra. Þeir mega hvor um sig fá þannig rúma 800 þotta af spiri- tus árlega. Ætli þessi gífurlega und- anþága hefði fengist, ef almúgamenn hefðu átt í hlut? Jeg held ekki. L. H. B. sýndi það nú sem fyr, að hann hafði vilja til að þóknast kjósendum sínum, jafnhliða konsúl- unum. Én hræddur er jeg um, að bæði í þessu máli og sumum öðrum hafi hann „feil"-reiknað; og færi betur að svo reyndist. Fyrir afskifti sín og meðhald af þessu brennivínsmáli skulu allir hlut- aðeigendur hafa vanþökk. Flutnings- maður og þeir úr framkvæmdarnefnd stórstúkunnar, sem hann veiddi í net sitt — þeir hafa þar unnið bannlög- unum óbætanlegt tjón, og að lifa undir slíkri yfirstjórn má heita frá- gangssök, ef nokkurt lið ætti að vera í G -T.-Reglunni, því eins og á stóð, reið mjög á, að standa með djörf- ung óg fullri alvöru kringum bann- lögin, því nógir eru til að kroppa í þau. En nú hefur yfirstjórnin í Reglunni unnið fyrir hlátri mótstöðu- mannanna, sem hafa vafið þeim um fingur sjer eins og snærisspota. Hve stórt gat ætlar framkvæmdarnefndin næst að rífa á bannlögin? Jóh. Jóhannesson. Aths. Lögr. er hinum háttv. greinarhöf. ósamdóma um þetta mál. Hjer var um beiðni frá annari þjóð að ræða, sem ekki var vel hægt að neita. Enda voru líka mestu bann- lagavinir þingsins með því, að gera þessa undanþágu. Ritstj. Reykjavík. Hjónabnnd. í gær voru gefin saman í dómkirkjunni síra Tryggvi Þórhallsson biskups og frk. Anna Klemensdóttir landritara. Pingmenn eru nú allir farnir hjeð- an heimleiðis, þeir sem utan Rvíkur búa, margir með „Hólum" í fyrra dag suður og austur um land, en aðrir með „Flóru" í morgun norður um land. Austanfjalls-þingmennirnir 4 fóru á bíl austur í fyrra dag. Með »Hólnm« fóru, auk þing- manna, Stefán Jóhannsson á Mið- skeri í Nesjum í Hornafirði, áður í Jórvfk í Breiðdal, er dvalið hefur hjer syðra um hríð, Vigfús Einarson lögfræðingur o. fl. Dr. Valt. Guðm. fór með „Hólum" til Seyðisfjarðar. Með »Flóru« fór fjöldi farþega, þar á meðal Björn Stefánsson versl- unarstjóri frá Reyðarfirði. Friðrik Beykdal kaupm. fór með „Flóru" kynnisför til Húsavíkur í í morgun, kemur aftur með næstu ferð. Kvæðaupplestur Jóns Runólfs- sonar sfðastl laugardag, sem um var getið í síðasta tbl., var allvel sóttur og honum vel tekið af áheyrendum. Gerir Jón ráð fyrir að halda hjer oftar slíkar skemtanir. »Svanhvít«, ljóðmæli eftir ýmsa fræga höf. í þýðingum eftir Matth. Jochumsson og Stgr. Thorsteinsson, er nú gefin út á ný af Jóh. Jóhann- essyni kaupm. Þetta er, eins og mörgum er kunnugt, ágæt bók. Stúdentspróf tók nýlega við mentaskólann Björn Oddson, prent- smiðjueiganda á Akureyri, og hlaut 72 st. Hann var veikur, er próf fór fram í vor. Jarðarför frú Sigríðar Blöndal fer fram á morgun. Frl fjallatÍDduiii i Miioiða. Skemdafargan. Maður, sem kom frá Kolviðarhóli síðastl. sunnudag, segir, að öllum kílómetrasteinunum á leiðinni þaðan og hingað til bæjar- ins, að einum undanteknum, sje rutt um, og meir að segja sumstaðar einnig fótstallasteinunum velt við. Sá eini, sem stendur óhaggaður, er við sandskeiðið, eða þar skamt fyrir ofan. Þetta skemdarverk er unnið nú ekki fyrir löngu. Maðurinn, sem þetta er haft eftir, er Sigurður Hall- dórsson snikkari. Hann fór um veg- inn næst áður nálægt 20. ág. og voru þá steinarnir uppistandandi. Þetta er ljótt skemdarverk og ætti að varða strangri hegningu, ef upp kæmist, hver, eða hverjir, sjeu að því valdir. Prófastar eru skipaðir sr. Kristinn Daníelsson á Utskálum og sr. Skúli Skúlason í Odda. Heyfok. Síra Jón á Staðastað var hjer nýlega á ferð. Hann Ijet illa af heyfeng manna í sínu bygð- arlagi. Ofan á óþurkana hefur það bætst, að hey hafa víða fokið. Hann hefur sjálfur á þann hátt tvívegis mist mikið hey í sumar, í síðara skiftið, nú nýlega, um 100 hesta. Kenning Unítara. Fundarræða eftir séra Rögnvald Petursson. (Frh.). ---- Jesú sjálfan skoðar kirkjan sem mann, en á meðan dæmi hans er hið full- komnasta, er menn fá miðað við, bera kenningar hans um guð og skylduna við náungann með ser meira vald en nokk- urra annara, og á siðalærdómi hans bygg- ir kirkjan sína siðfræði. Enn fremur kenning hans um guðs föður skyldleika til allra manna, og bræðralag mann- anna, er eitt af hennar höfuð-trúarat- riðum. Að öðru leyti kennir hún, að hver og einn hafi fult frelsi til að mynda sér þær hugmyndir um guð, er honum sjálfum finnast sannastar vera, Kenningu kirkjunnar um Jesús var að- allega mótmælt framan af öldum. Var henni þá gefið nafnið Unitariska kirkj- an, til aðgreiningar við Trinítarisku kirkj- una. Sem sérstök kirkjudeild hefir hún verið til sfðan á dögum siðabótarinnar og undir þessu sama nafni gengið. Voru helstu stofnendur hennar Lælius og Faustus Socínus, Bruno og Franciskus David. En nú á sfðari tímum hafa ótal- margar hreyfingar innan MótmælendaJ kirkjunnar hneigst í áttina til hennar þessum etnum. Á seinni hluta eða 1 lok 18. aldar, á dögum skynsemisstefn- unnar, mynduðust á Englandi og í Ame- ríku únftariskar kyrkjur, er ekkert skylt áttu við hinar únftarisku hreyfingar siða- bótarinnar, en beinlínis stöfuðu frá kenn- ingum forgöngumanna skynsemisstefn- unnar. Þessar kyrkjur mótmæltu aðal- lega hinum rfkjandi skoðunum um eðli mannsins og samband hans við guð, og þrenningarlærdóminum. Eftir árið 1870 hafa flestar hinar merkari deildir Mótmælendakirkjunnar samþykt skoðanir þessar, nema helzt þá, er að þrenningarlærdómnum lýtur. Þó, eftir þennan tíma, vaknar innan Orþo- doxu kyrknanna, bæði í Ameríku og á Englandi og enda víðar, sú skoðun, að þrenningarlærdómurinn sé fremur heim- spekileg kenning en trúaratriði. tnar þrjár persónur guðdómsins eru þrfr eig- inleikar guðdómsins, mönnum birtir og sýnilegir. Inn skapandi kraftur (guð faðir), inn viðhaldandi kraftur (frelsandi — guðs sonur), og inn stjórnandi (helg- andi — guð heilagur andi). Eru þessir 3 eiginleikar eiginleikar einnar og sömu persónu. Hreyfing þessi var nefnd neo-orþo- doxía, og voru helstu flytjendur hennar þeir Washington Glodden, Dr. Bowan Bowal, Deou Stanley við Westminster- kirkjuna á Englandi og fleiri. En nú síðan um aldamót hefir hreyfing þessi tekið ýmsum stakkaskiftum, aðallega undir forsögu Dr. Reginalds Campbells f Lundúnum og færst feti fjær þrenn- ingarkenningunni. Eru kenningar Camp- bells og fylgjenda hans eins og kunn- ugternefndar »Ný-guðfræði« eða »New Theology*. Raunar er nú sú guðfræði gömul í sjálfu sér, en hún er ný á sviði rétttrúnaðarins. Kenning Campbells er, þegar hún er sett f rétt hugsanasam- band og eðlilega útfærð, algerlega úní- tarisk. Raunar vill hann gera grein- armun skoðana sinna og Únítara við- komandi persónu Jesú, og segir hann í bók sinni »New Theology« eitthvað á þessa leið: sÚnftarar kenna, að Jesús sé bara maður, en það geri ég alls ekki. Jesús er sannur maður, en um leið líka sannur guðs son«. En hér gleymir hann, að Únítarar telja alla menn guðs syni og því Jesús einnig, Munurinn verður því alls enginn. Enda hefir Campbell f ræðu, er hann hélt við guðfræðishá-skóla í Bandaríkjunum f fyrra, að skoðun sfn væri sú, að sagan um yfirnáttúrlegan getnað Jesú væri ekki sannsöguleg, og að hann hefði verið sonur Jóseps og Maríu. Getur kenningin um manndóm Jesú þá tæplega komið skýrara í ljós. Eftir því sem ég fæ skilið best, mun- ar naumast hársbreidd á guðfræðis- kenningum Campbells og Dr. Wm. Ellery Channings. Lfklega má með sanni segja, að tæp- lega sé til sá guðfræðisháskóli nú, er ekki hafi að einhverju leyti hallast til hinna únftarisku skoðana, og eru margir þeir hinna frægustu, er játa þá stefnu afdráttarlaust í flestum efnum. Vil jeg sérstaklega benda á Harward-háskólann, og Leland Stanford 1 Bandaríkjunum. Við Oxford á Englandi hefir staðið Úní- tara-guðfræðiskóli nú um langan tfma. Frh. BantlaríKiii og Mexihó. Deilan þar í milli er enn óútkljáð. Bandarfkjamenn, setn í Mexikó hafa búið, flýja stöðugt burtu þaðan. Fulltrúi Bandaríkjanni, J. Lind, er þar syðra enn og í samningum við stjórnina í Mexikó. Því er spáð í útl. blöðum, að samningar verði þeir, að Huerta verði ekki í kjöri við for- setavalið í haust. Annars hefur hann verið harður í horn að taka f viður- eigninni við Bandarfkjastjórnina og virðist hafa til þess mikið þjóðfylgi. Friðarþingið í Haag kom saman f byrjun þessa mánaðar. Það er 20. almenna friðarþingið. Var nú höllin, sem A. Carnegie hefur gefið til þinghaldanna, vfgð. Pensionat Amtmannstfg 4 Stuen, kan fra I. Oktober faas gode Værelser med Centralvarme og ist Klasses Pension. Anbefalinger fra adellige Huse og större Selskabs-Lokaler i Köbenhavn. Nærmere ved Henvendelse til Bók- hlöðustfg 10 Stuen Kl. 3—5. H. Thorlacius. þ yimtmaimsstig 4 niðrl geta fengist frá 1. okt. ágæt her- bergi með miðstöðvarhitun, einnig vel til búið, gott fæði. — Upplýs- ingar á Bókhlöðustíg 10 niðri kl. 3—5. H. Thorlacius. 1 fjarveru mirnii, rúman vikutfma, gegnir próf. Sæm. Bjarnhjeðinsson læknisstörfum mín* um. >5/9 — 1913. G. Björnsson. Oddur Gislason ynrrjettarmálaflutnlngsmaOur, Lanfásreg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. 8CST Augltjsinyum í „Lög- rjettu“ tekur algreiðslan við eða prentsmiðjan. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.