Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.09.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 24.09.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 163 Hlutaveltu heldur »Hið ísl. prentarafjelag« til ágóða fyrir sjúkrasjóð sinn, 11. og 12. okt. næstkomandi. Því eru það vinsamleg tilmæli vor til allra þeirra, er vilja styrkja sjóðinn með gjöfuin til hlutaveltunnar, að þeir geri einhverjum af okkur undirrituðum viðvart innan 10. okt. — Það skal tekið fram, að sjúkrasjóður vor hefur ekki við annað að styðjast en bein tillög Qelagsmanna og nýtur ekki landssjóðsstyrks. Virðingarfylst. Reykjavík 23. ágúst 1913. Gnðm. Þórsteinsson. Emanuel Cortcs. Sigrurður Grímsson. Yillielm Stefánsson. Jón Signrjónsson. Jón E. Jónsson. Herbert Sigmunilsson. Allir kaupstaðir landsins, sem ekki hafa rafmagnsstöðvar, og fara þannig á mis við hin miklu og margvíslegu þægindi, er slíkar stofnanir veita, ættu sem fyrst að snúa sjer til rafraagnsíræðings Halldórs Guðmundssonar í Reykjavík, sem gerir áætlanir um stofn- og reksturs-kostnað ratmagns- stöðva, í stórum og smáum stýl, og með því rekstursafli (vatni, vindi og ýmsum mótorum), sem hentugast er á hverjum stað, þar á meðal „sjálf- gæslustöðva", sem þurfa mjög litið eftirlit og eru því mjög hentugar í skóla, sjúkrahús, verslanir og nokkur hús í sameiningu. in öll Á-deildin (skjala-partur), i. hefti af B-deild (umr. e. d.) og 2. hefti af C-deild (umr. n. d.) og verða send með fyrstu póstum (á sjó eða Iandi). M (jáUii i flskimiða. Prestsembættið Hestþing í Borg- arfirði var veitt síra Tryggva Þór- hallssyni 16. þ. m., á brúðkaupsdegi hans. í sumar hefur hann verið þar settur prestur. Fríkirkjan í Hafnarflrði. Þar eru nú fríkirkjumenn að reisa guðs- þjónustuhús, uppi í hrauninu, rjett í miðjum bænum. Það er timburkirkja og á að kosta 8ooo kr. „Rvík" segir að J. Reykdal bóndi á Setbergi gefi kirkjunni iooo kr. til orgelkaupa. Smjörsalan til Englands segir „Suðurl." frá 6. þ. m. að gengið hafi ver í sumar en tvö undanfarin ár, en sje nú að batna. „Verðið hefur oft- ast verið neðan við 90 au., en held- ur yfir það nú síðast", segir blaðið. Eftirmæli. Hinn 10. þ. m. andaðist hjer íbæn- um ekkjufrú Sigríður Blöndal, ekkja Gunnlaugs B. Blöndal, sem lengi var sýslumaður í Barðastrandarsýslu, og andaðist 1. maí 1884. Frú Sigríður sál. var fædd 1. des. 1835 á Eyvind- arstöðum á Álftanesi, og voru for- eldrar hennar skáldið og vísindamað- urinn Sveinbjörn Egilsson, sem síð- ast var rektor lærða skólans, og Helga Benediktsdóttir Gröndal. — Fjögra ára gömul var hún tekin í fóstur að Innra-Hólmi á Akranesi; þar bjuggu þá þjóðkunn sæmdarhjón, Hannes prófastur Stephensen og Þór- unn Magnúsdóttir Stephensen, systir hins mæta höfðingja Ólafs jústisráðs Stephensen 1 Viðey. Á þessu heimili ólst frú Sigríður upp og giftist það- an 3. okt. 1859 stucl- jur- Gunnl. B. Blöndal. Þau hjón dvöldu fyrstu 4 hjúskaparárin í Khöfn, meðan Blön- dal var að ljúka námi. En einu ári eftir að þau komu út hingað fjekk hann Barðastrandarsýslu og hjelt hana fram um 1880. Meginið af þeim tima bjuggu þau hjón á Auðshaugi á Hjarðarnesi. Eftir lát manns síns dvaldi frú Sigríður lengst af á ísafirði hjá frú Þórunni Nielsen dóttur sinni, og hjá henni andaðist hún hjer í Reykjavík. Af 7 börnum þeirra hjónalifa4: Þórunn, semþeg- ar er nefnd, Magnús Blöndal verslun- arm. í Rvík, Hannes Blöndal skáld og bankaritari í Rvík, og Björn Blöndal læknir á Hvammstanga. Af hinum mörgu börnum Sveinbjarnar sál. Egilsen lifir nú eftir lát frú Sigríðar einungis 1 dóttir, Guðrún, komin á níræðisaldur og búsett í Stykkis- hólmi. Frú Sigriður sál. var sæmdar- kona hin mesta, gáfuð og vel gefin eins og hún átti kyn til, tápmikil og staðföst í lund, glaðlynd og skemti- leg í umgengni, vinavönd, en manna tryggust vinum sínum. Á síðustu árum var heilsa hennar mjög að þrotum komin, enda átti hún undir æfilokin yfir langt og starfsauðugt lff að líta. Allir fornir vinir hennar minnast hennar, og þeirra hjóna, með elsku og virðingu. Hún var jarðsett að viðstöddum fjölda manna hinn 18. þ. m., við hliðina á bróð- ur sínum, þjóðskáldinu Benedikt Gröndal. ,Lof(t ]líel9on»‘-ináliö dæmf. ísl. botnvörpungurinn „Lord Nel- son" varð fyrir árekstri af enskum botnvörpung, sem „Northam" hjet, við Skotland í nóvember I911! og sökk „Lórd Nelson", eins og menn muna. Skipstjóri var Hjalti Jónsson. Skaðabótamálið gegn enska botn- vörpungnum er nýlega dæmt, og var hann dæmdur eingöngu valdur að slys- inu, en „Lord Nelsson" laus við alla sök. Viðurkend skaðabótakrafa frá á- byrgðarfjelagi og útgerðarmönnum var 138,406 kr. En skaðabæturnar miðast í enskum lögum við verð skips þess, sem skaðanum veldur, og samkvæmt því urðu þær þarna rúm- lega 25000 kr. eða 18—19°/o. Af þeim falla til ábyrgðarfjelagsins 21700 kr., til útgerðarmanna tæpar 2600 kr. og ti) skipshafnar 735 kr. Síýtt reyliliús. Th. Thor- steinsson kaupmaður hefur nú komið upp hjer í bænum uýju reykhúsi eftir enskri fyrirmynd. Hefur Sig- urjón Pjetursson íþróttamaður, sem lengi hefur verið við verslun hjá honum, dvalið í Englandi til þess að kynna sjer þar nýjustu aðferðir við reykingu matvæla. Er nú farið að selja vörur frá reykhúsinu, ýsu, heilag- fiski, lax 0. fl., og látið vel yfir þeim. Ferð um Barðastrandarsýslu. Eftir Guðm. Hjaltason. III. Skáldasveitin. Svo kom jeg að Stað á Reykja- nesi. Þar er síra Jón Þorvaldsson, gáfumaður mikill. Fyrir ofan túnið er hátt hamrafjall með snotrum fossi í árgili. Fyrir neðan túnið eru holt og mýrar og svo ótal eyjar og víkur. Jeg fór svo austur með fjalli þessu og að Reykhólum. Stendur staður- inn á breiðum stórhól og hallar f allar áttir frá bænum. Nær túnið yfir hólinn eða hólabreiðuna, er nú alt girt með vfr og fást af þvf 300 hestar. Hverar og laugar eru bæði vestan og sunnan til í röndum hólabreiðunnar. Fögur hamrahlíð, lík Staðarfjöllunum, blasir við frá bænum í norðri. Er þar og fallegt fossagil. En milli hlíðar og túns eru grundir og mýrar. En hinu- megin við Reykhóla, bæði í suðri og vestri, eru aftur þessar ljómandi skemtilegu eyjar, hver við aðra, en oft líka með breiðum sundum á milli; og svo sami fjallahringurinn, heiðblár og hvítskjöldóttur, bak við þær. Bjart og vítt útsýni, samboðið bjartsýna skáldinu, er kvað: „Ó, fögur er vor fósturjörð". Skamt fyrir innan Reykhóla er Barmahlíð, sem skáld þetta elskaði svo mjög, að hann f bernsku kvað um hana fegurstu vísuna, sem jeg veit nokkurt fslenskt skáld í bernsku kveðið hafa: „Brekkufríð er BarmahKð, blómum víða sprottin, fræðir lýði fyr og sfð: fallega smíðar drottinn". En lítið sá jeg nú samt af fegurð hlíðar þessarar, tímann vantaði til þess að skoða hana. Svo fór jeg yfir í Geiradal og að Króksfjarðarnesi. Þar er ungmenna- fjelag, og er bóndinn þar, Ólafur Egg- ertsson, einhver mesti og besti fram- faramaður í sýslunni, lífið og sálin í fjelaginu. Bygði það sjer fyrst funda- hús, en ljet það svo af hendi við skólanefndina til skólahalds, þó með því skilyrði, að fjelagið megi þar framvegis halda fundi sína. Fjelagið hefur girt dagsláttu til ræktunar, komið upp heyforðabúri, og voru í því 40 hestar heys. Meðlimir fáir (15), en góðir. í fámennum ung- mennafjelögum er líka oft úrvals fólk. Svo fór jeg aftur yfir Reykhólasveit. Þar kom jeg að bæ, og býr þar Ingimundur Magnússon, er hann einn framfarabóndinn. Fjekk af túni sínu 1903 140 hesta, en 1912 fjekk hann 240 h.; af engjum 700—800 hesta. í sveit þessari er efnilegt ung- mennafjelag, með 40—50 meðlimum. Svo fór jeg yfir að Þorskafirði og framhjá Mýrartungu. Þaðan er Gest- ur Pálsson skáld kominn. Er þar líka fallegt útsýni, þó ekki nærri því eins og á Reykhólum. Fór jeg frá bænum Berufirði og að Kinnastöð- ura, yfir fallegt flagalaust viðarland, Var þar smáskógur af birki, gulvíði og fjalldrapa. Svo fór jeg loksins fram hjá Skógum, bernskustöðvum Matth. Jochumssonar. Stendur bær- inn vestan í stöllóttri hlíð, er grös- ugt tyrir neðan bæinn, en hrjóstrugt fyrir ofan hann, lítill er nú skógur- inn þar, en aftur er fallegur smá- skógur í Múlakotshlíð á móti Skóg- um hinumeginn við fjörðinn. Ekki þótti mjer víðsýnt þaðan, bara fjöll- in báðumegin Þorskatjarðar og lítið annnað. Ekki vel samboðið hinum víðsýna og víðfeðma anda skáldsins. Sannast þar ekki ætlun sumra, að náttúran móti mest anda skáldsins.— Æðra og meira þarf til þess að skapa og manna skáldandann. Upp úr Skógafjöllum standa hin tignarlegu Vaðalfjöll, eins og risa- hallir hæðst uppi á fjalli. Þaðan er víðsýni mesta. Þau eru endar á storknuðum grjótstraum neðan úr iðium jarðar. Þau minna á skáldið, sem flestum skáldum fremur er runn- ið frá þjóðarhjartanu. Frh. Kenning Únítara. Fundarræfla eftir séra Rögnvald Pétursson. (Frh.). ----- Fram til þessa hafa Unítarar talist helst úr hópi lærðra manna. Bæði er það, að skoðunin er þannig, að hún út- heimtir bæði þekking og djúpa hugsun, og svo hefir mjög lítið kapp verið lagt á, að útbreiða hana meðal almennings. Skoðun Unítara er sú, að trúin sé hvers manns sérskilin eign oglífsskoðun hans, er honum beri að efla, og það sé frem- ur mannsins að leita sér fullkomnunar 1 trú en annara að boða. Þó er skoð- unin komin svo út á meðal almenn- ings, að f þeim hópi munu flestir hugs- andi menn geta talist, ef nákvæmlega væri rannsakað. Og eitt er vfst, að in svokallaða öld safturhvarfs og umvend- unar-prédikara« er nú farin, og kemur aldrei aftur. Fólk er hætt að veita þess háttar kenningu móttöku, og er það sök- um vaxand’ víðsýnis í trúarefnum. Meðal þeirra, er fylt hafa flokk Uní- tara í Bandaríkjunum á liðnum tímum opinberlega, eru flestir leiðandi menn þjóðarinnar, í vísindum, bókmentum og stjórnfræði. Set ég hér aðeins fáein nöfn þeirra, er fólk hér kannast bezt við. Meðal vísinda- og fræðimanna eru þessir: Dr. Franklín Louis Aggasiz, nátt- úrufræðingurinn mikli; John Fishe, sagnfræðingur; Wm. James; Dr. Joshua Royce Emerton; Dr. Charls Eliot kenslu- málafræðingur; Stanley Hall; David St. Jordan; Wm. Forster; Crawford Ioy; Geo F. Morrz; Channing; Parker; Trot- tingham; Hall; Everett. — Meðal bók- mentamanna: Longfellow; Bryant; Whit- tier Lowell; Hawthorne; Emerson; O. W. Holmes; Whitman; Goldwin Smith; Greelyse; Mrs Howe. — Meðal stjórn- málamanna þessir forsetar Bandarfkj- anna: Washington; Jefferson; Monroe; J. Q. Adams; Lincoln og Taft. Web- ster Hoar; Colhouse; Aldrich; Wm. L. Garrison o. s. frv. Höfundur sálms- ins fræga, »Hærra, minn guð, til þín«, Mrs. Adams, var únitarisk prestsdóttir. Og Unítarar voru Martineon-systkinin ensku. Þá er að geta kirkjunnar sjálfrar með nokkrum orðum. Skoðun Únítará er sú, að kirkjan sé stofnun frá mönnum og fyrir menn. Hún á að vera menningar- og mentunar-stofnun þjóðfélagsins um leið og hún er trúarbragðalegur félags- skapur. Aðalhlutverk hennar er að greiða fyrir mönnum úr gátum lffsins, eftir þvf sem hægt er, og hjálpa mönn- um til þess að lifa skynsamlega og heið- arlega. Fái mönnum auðnast það, þá er velferð þeirra borgið. Daglega lífið er níu tíundu allrar mannsæfinnar og er þvl mest um vert, að það geti verið satt og rétt. Alt það, sem snertir það á einhvern hátt, er hennar verkefni. Kirkjan er hvorki samfélag heilagra eða vanheilagra. Hún er sanjfélag manna og kvenna, eins og fólk gerist, með kostum þess og ókostum, mætti og veik- leika, löngunum og tilhneigingum, illum og góðum. En hugsjónin, sem kirkjunni ber að halda vakandi meðal manna og stefna að, er guðsríkið, sælufélag mannkynsins, Það ástand, að jöfnuður og réttindi fái alstaðar komið í stað ójafnaðar og órétt- inda. Að hinn illi andi sjálfselsku hverfi, og í þess stað fái bróðurkærleikurinn komið 1 ljós. En þetta verður alt að gerast hér í heimi, því orð Jesú um guðs ríki ber að skilja bókstaflega, guðsríki er hið inra hjá yður; það er hvorki hér eða þar, heldur inra hjá manninum. Þroskun mannfélagsins er áfram og upp á við að eilífu, og það er vöxtur upp á við, til hærri hugsjóna, meira víðsýnis, sanngjarnari breytni, kærleiksríkara hug- arfars. Það er vegurinn til guðsríkis, vegurinn, sannleikurinn og lffið. Innganga í kirkjuna á að vera öllum heimil, er vilja, og hefir enginn rétt til þess að setja öðrum þá kosti, er hann fær ekki gengið að. Hugsjón guðsríkis- ins útilokar engan og henni verður ekki náð nema allir fái fylgst að. Ef helm- ingur mannkynsins er eftir skilinn, lifir í eymd, spilling eða kvölum, er langt til þess lands, þar sem ssannleikur rfkir ogjöfnuður býr«. Trúarskilyrði um inn- töku f kirkjuna er ekki hægt að setja svo bindandi sé. Vilji maðurinn starfa að þvf takmarki, er kirkjunni er sett, beita áhrifum sfnum til nota fyrir fram- för, mannúð og réttlæti, á hann full- kominn inntökurétt, hversu sem hann hefir gert sér grein fyrir gangi tilver- unnar. Fyrirkomulag kirkjunnar er það, sem nefnist á útlendu máli »congregational«. Það er safnaðarstjórn. Hvert safnaðar- félag út af fyrir sig ræður öllum sínum högum og hefir enginn rétt til að hlut- ast til með ráðstöfunum þess. Allur söfnuðurinn kýs sóknarnefndina og prest- inn, og eru þau þjónar safnaðar- ins. Þegar þjónustan er ekki af hendi leyst samkvæmt samningi, á söfnuður- inn rétt til þess að segj8 presti sínum upp og velja sér annan. Safnaðarnefnd- in er kosin árlega. Enginn hefir rétt til að ráðstafa á nokkurn hátt eigum safnaðarins nema söfnuðurinn sjálfur, eigi heldur að ákveða gjöld eða tillög. Öll fjármál, sem önnur framkvæmda- mál, eru f höndum safnaðarins. En til frekara styrks og eflingar út á við bindast hinir ýmsu frjálsu söfnuðir saman í kirkjufélag. Vanalegast taka kirkjufélögin yfir einhver viss, ákveðin svæði. Halda svo þessi kirkjufélög þing einu sinni á ári, til þess að bera sig saman um málefni kitkjunnar, og hversu hjálpa megi þeim söfnuðum, sem veikir eru og vanmáttugir. Á þingunum eru lfka tekin til meðferðar flest þau mál, er almenning varða, snertandi siðferði, hjúkrun, fátækrastyrk og annað þess háttar. Tillögur þingsins eru vanalega skoðaðar sem bending til safnaðanna, er svo hafa rétt til að samþykkja þær eða hafna þeim hvor fyrir sig. Til þingsins er kosið að hlutföllum við mannfjölda, og milli þinga skipar það framkvæmdarnefnd í þau mál, er öðlast hafa safnaðarsamþykki og þurfa að gerast. Samkvæmt öllum þessum kenningum kirkjunnar, er jeg hefi þegar lauslega drepið á, eru flestöll atriðin dregin sam- an í 5 smágreinar, er nefnast »trúar- atriðin«; fylgja þær flestum safnaðar- lögum og eru þá nefndar trúarsáttmál- inn. Það er sáttmáli sá, er menn gera milli sín og ákveður skoðun þeirra sam- eiginlega, um trúargrundvöll félagsskap- arins. Þessi 5 trúaratriði eru þessi: The fatherhood of God = Guð er alfaðir. Brotherhood of man = mennirnir eru bræður. Leadership of Jesus = Jesús er leið- toginn. Salvation by character = Rjettlæt- ingin er manndóms-fullkomnun. Progress of humanity onward & up- ward for ever = Framför mannkynsins er áfram og upp á við að eilífu. Samkvæmt þessum sáttmála er svo tilgangsgrein allra kirknanna sniðin. Undir hana skrifa þeir, eða hana sam- þykkja þeir, er í söfnuðinn ganga. Hún er þessi: Tilgangur kirkju vorrar er í anda Jesú frá Nazareth, að vekja og viðhalda 1 hjörtum mannanna lifandi og göfgandi trúarhugmyndum í elsku til guðs og þjónustu manna. (Niðurl.). Bebel var orðinn auðmaður, er hann andaðist, segja útl. blöð, átti nær eina miljón franka, að því er fram hefur komið við skiftarjettinn. Þessum auði hefur hann safnað með sparsemi og af gjöfum, sem honum hafa borist frá skoðanabræðrum hans, svo sem sumarbústaðurinn í Sviss. Jarðarför Bebels fór fram með mjög mikilli viðhöfn. Alfons Spánarkonungnr hefur náðað S. Allegre stjórnleysingja, sem skaut á hann sfðastliðið vor og var dæmdur til dauða. Hæstirjettur neit- aði að fara fram á náðun, en kon- ungur veitti hana samt. heldur Thorvaldsensfjelagið laug- ardag 27. þ. m. kl. 872—11 e. h. og sunnudag 28. þ. m. kl. 6—8 og 9—11 e. h. í Iðnaðarmannahúsinu. Ágóðinn rennur í barnaupp- cldissjóð fjelagsins. Pensionat Amtmannstíg 4 Stuen, kan fra 1. Oktober faas gode Værelser med Centralvarme og ist Klasses Pension. Anbefalinger fra adellige Huse og större Selskabs-Lokaler i Köbenhavn. Nærmere ved Henvendelse til Bók- hlöðustíg 10 Stuen Kl. 3—5. II. Tliorlaciu9. f jffmttttannsstíg 4 niðri geta fengist frá 1. okt. ágæt her- bergi með miðstöðvarhitun, einnig vel til búið, gott fæði. — Upplýs- ingar á Bókhlöðustíg 10 niðri kl. 3—5. II. Tliorlaciu9. Kennarar. pappít* bækur blýanta lióliii- strokleðut^ og alt sem að teiknkenslu lýtur er best að kaupa í pappírsverslun Þór. B. Þorltíkswnar. V eltusund 1. Talsími 350. Iðnskölinn. Skólinn verður settur miðvikudag 1. okt. kl. 8 síðdegis. Þeir, sem ætla að sækja skólann, gefi sig fram við undirritaðan 27., 29. eða 30. okt. kl. 7—8 síðdegis í kennarastofu Iðnskólans. Sjerstök kensla verður í fríhendis- teikningu (kennari Þ. B. Þorlaksson) og í húsgagnateikningu (kennari Jón Halldórsson), ef nógu margir gefa sig fram. Á. Torfason.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.