Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.11.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.11.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 185 FrjeMrjef ór Borgarfirði. -----28. okt. 1913. Hjeðan ofan að er lítið að frjetta, sem þess er vert að í blöð sje fært. Þó gerist nú hjer margt merkilegt, eins og annarstaðar. Menn fæðast og menn deyja, það er skfrt og gift, það rignir og snjóar, frís og þiðnar o. s. frv., alveg eins og allir segja, þegar um frjettir er spurt. En svo gerist nú margt fleira. T. d. gerðust þau tíðindi hjer 22. eða 23. þ. m., að sláturhúsið í Borg- arnesi ljet þau boð út ganga, að allri slátrun yrði hætt vegna tunnuleysis. 100 tunnur komu svo með Ingólfi 26, og var þá ögn slátrað næstu daga, en nú er aftur hætt öll slátr- un og er sagt, að ekki verði slátrað á ný fyr en eftir 10. nóvbr. Menn eru hissa á þessu, skilja ekki almenni- lega, að stjórn fjelagsins sje svo framúrskarandi hugsunar- og útsjón- ar-laus, að sjá ekki um nægar tunnu- birgðir, en vita á hinn bóginn ekki um, hver ástæðan er. Alveg eins er ástatt fyrir kaupmönnum. Þeir eru lfka í tunnuhraki, Mönnum, sem skifta við sláturhús- ið, er því nauðugur einn kostur og hann er biðin. Þeir verða að sætta sig við að bíða og láta fjeð horast. Nú eru hjer frost og snjóar, menn hafa ekki hús fyrir fje sitt og fje leggur af, og væri sá skaði reiknað- ur, sem af þessu leiðir, yrðu það há- ar tölur. Góð tíðindi þóttu það Reykdæl- um í sumar, þegar þeir frjettu að þingið veitti 2000 kr. í veginn frá Kláfossi að Reykholti. En nú þykir sumum það miður gott. Nýlega var fundur haldinn á Sturlu-Reykjum til að ræða um, hvernig ætti að jafna þeim 2000 kr., sem hrepþurinn á að leggja til á móti, niður á hreppsbúa. Urðu um það miklar umræður og heitar. Flókdælir vildu lítinn þátt taka í greiðslunni, því þeir hafa vegarins engin not. Þó buðust þeir til að helmingurinn yrði borgaður af hreppssjóði, en helmingurinn af Reyk- dælum þeim, er gætu notað veginn. En Reykdælir vildu láta hrepp- inn óskiftan borga alla upphæðina og mörðu það í gegn með eins at- kvæðis mun. Mun það atkvæði hafa verið atkvæði ólöglegrar lausakonu, eftir því sem Flókdælir segja. En hvað sem því líður þá eru Flókdæl- ir úrslitunum reiðir mjög og er efst í þeim að fá hrepnum skift. Enda mælir margt með þeirri skift- ingu. Nýbúið er að ljúka við símalagn- ingu að Hvanneyri; var það þarft, og er vel að sá mæti skóli er nú kominn í samband við umheiminn. Á honum eru nú sagðir 50 nemend- ur, en 40 sagði mjer kennari þaðan, að hefði orðið að neita um upptöku á skólann; svo mikil var aðsóknin. Sagt er að Vigfús Guðmundsson frá Engey muni verða hjer í kjöri af hendi Sjálfstæðismanna, en ekkert heyrist um Heimastjórnarmenn. Sum- ir nefna skólastjórann á Hvanneyri, en aðrir telja ótrúlegt, að hann muni gefa kost á sjer, en líklegastan telja hann allir, til að ná kosningu. En sannleikurinn er víst sá, að enginn veit um, hverjir verða í kjöri, en allir óska að það verði innanhjer- aðsmenn. Set jeg svo botninn í frjettabrjef þetta, og lifðu heil Lögrjetta. X. Svar til dr. Jóns Porkelssonar og pró- fessors Einars Arnórssonar. Það hefur glatt mig að lesa svör þeirra dr. Jóns Þorkelssonar og pró- fessors Einars Arnórssonar, og sjá að sannleikurinn í grein minni hefur slegið þá, svo að þeir hafa orðið að gjalti, horfið frá efninu og velt sjer út í skammir. Jeg lofa þeim að botnveltast þar. Dr. Jón Þorkelsson reynir að ldóra yfir, hvernig hann heldur sjálfur kenningar sínar og landvarnarmanna. Hann talar um samning milli sín og kenslumálastjórnarinnar. Það væri gaman að sjá þann samning! Sjálfur hefur hann sýnt áður, hve mikið hann metur þann samning, ef nokk- ur væri, þá er hann hjerna um árið var að reyna að selja Bókmentafje- laginu eða landinu afskriftir sínar af fornbrjefasafninu. Sem alþingismaður hefur hann líka sýnt, hve mikils hann metur slíka samninga, og ekki er þess þó getið, að dragsúgur hafi þjáð hann þá. Ársskýrslur hans til kenslumála- ráðaneytisins eru einnig bænarskrár; að minsta kosti eru þær skoðaðar svo í kenslumálaráðaneytinu. Eða þvf tilkynnir doktorinn eigi kenslu- málaráðaneytinu að ástæður þær, sem voru 1886, er hann fjekk styrk- inn, sjeu fallnar burtu og alt orðið breytt, og að hann þurfi nú eigi lengur á styrknum að halda? Svo gera aðrir samviskusamir menn við slík tækifæri. Landvarnarinenn, doktorinn og margir fleiri, segja að það sje „inn- limunarskírteini" að íslenskt fjelag fái styrk úr ríkissjóði eða dönskum sjóði. Nú birtir doktorinn þó aug- lýsingu frá sjer og allri stjórn Sögu- fjelagsins um innlimunar-tilraunir sínar. Eru þær því neyðarlegri, sem styrkinn átti að nota „til þess að gefa út alpingisbœkurnar gömlu, til viðbótar við það fje, sem alþingi veitir til þess“, eins og jeg segi í grein minni í Lögr., þó eigi sje það rjett hermt í yfirlýsingunni, og al- þingi sjálft átti sjerstaklega hlut að máli, þar sem um gj'órðabœkur pess er að ráeða. Doktorinn fær einn stjórnarmanninn, sem var forseti í neðri deild, til þess að rita „Al- thingspræsident" við nafn sitt undir umsókninni, rjett eins og þetta væri gert með samþykki alþingis, og eigi er ritað „p. t.“ eða „f. T.“ fyrir framan „Althingspræsident", heldur látið líta svo út sem hlutaðeigandi sje „Althingspræsident" (þ. e. for- Bíó-kaffihúsið (inngangur frá Bröttugötu) mælir með sínum a la carte rjettum, smurðu brauði og miðdegismat. Nokkrir menn geta fengið hús- næði og fæði. Sími 349. Virðingarfylst. Hartvig Nielsen. Jeg skal gera grein fyrir því, hvers vegna jeg vil sjá hana hverfa. Á- stæðan er einmitt sú, að mjer þykir of vænt um hana til þess að óska henni langra lífdaga eins veikburða og hún er og eins ólæknandi og hún er. Jeg hef sjeð menn svo veika, að jeg gat óskað þess af heilum hug að þeir fengju að hvfl- ast sem fyrst. Ef jeg hefði átt reið- hest, sem mjer hefði þótt vænt um, og sæi hann í höndum þess manns, er illa færi með hann; hárið væri slitið úr taglinu af aftanfhnýtingum, sfðutök beggja megin, hanki í brjósti, hnýtt- ir og bæklaðir fætur, graftarkýli í herðakampinum af meiðsli, hvert rif sæist langar leiðir, augnaráð- ið dapurt, höfuðið hangandi og svipurinn þreytulegur og fætur járnalausir og sárir, þá væri það mín fyrsta einlæg ósk, að sjá ein- hvern taka byssu og skjóta vesalings skepnuna, og jeg vildi gera það sjálf- ur, ef jeg aðeins hefði kjark til þess. Svona er íslenska málið okkar vestra, og svona eru tilfinningar mínar gagn- vart því; jeg get ekki að því gert, og jeg bið engan afsökunar á því. En þið heima megið ekki kasta þungum steini á okkur fyrir það, þótt við glötum málinu; við getum ekki annað; kringumstæðurnar neyða okkur til þess; stefna Canadastjórnar er sú, að bræða eina stóra þjóð með enskum siðum og ensku máli upp úr öllum þeim þjóðabrotum, sem þangað flytjast; og því fyr sem ein- hver sjerstök þjóð samlagast Canada- þjóðinni og leggur niður sjerkenni sín, því meira álits nýtur hún hjá hinni Canadisk-ensku þjóð og pví betra tœkiýœris nýtur hún í lífsbar- áttunni. Þetta atriði get jeg skýrt betur sfðar, ef á móti verður mælt. Sumir helstu málsvarar íslensks þjóð- ernis láta börn sín ganga á enska sunnudagaskóla af pví pau skilja ekki íslenskuna; aðrir fara fram á, að enska sje flutt af prjedikunar- stólnum, af pvi unga fólkið liafi ekki full not af íslenskum rœðum. Sannleikurinn er sá, að núverandi kynslóð heldur málinu við nokkurn veginn, næsta kynslóð kemur þvf f kör og sú þriðja grefur það — það er að segja sem lifandi mál. En íslensk þjóðareinkenni, dugnað og kjark, þrek og staðfestu, trygð og drenglyndi, gáfur og námfýsi — öllu þessu halda Vestur-íslendingar, og að því Ieyti halda þeir uppi heiðri lands síns og þjóðar sinnar, og nöfnum sínum geta þeir haldið óbreyttum; það hefur mikla þýðingu, það geta þeir, en það gera þeir ekki — því miður. (Nl.) Jón Þorldksson: Rafmagn úr vatnsaflf. (Frh.) vatnsins hefur breytst að Iitlum hluta í hljóð (fossniðurinn), en að mestum hluta í hita. Vjer þekkjum mörg dæmi þess úr daglegu lífi, að orka afls vors breyt- ist í hita. Ef kvörn er snúið rösk- lega, hitnar möndullinn og kvarnar- steinarnir. Þegar kveykt er á eld- spýtu, hitnar haus hennar, og af hitanum kviknar á honum. En það er erfitt að handsama hitann, hann rýkur óðar burtu, og þess vegna var svo erfitt að koma auga á það lög- mál, að af jafnmikilli orku ýram- leiðist ávalt jaýnmikið af hita, ef þess er gætt að láta alla orkuna verða að hita. Hitaeining (kalóría) er nú á tím- um nefndur sá hiti, sem þarf til þess að hita eitt kg. (eða einn lítra) af vatni um 1 stig á Celsíusmæli. Með fjölda rannsókna hefur það sann- ast, að til þess að framleiða eina hitaeiningu útheimtist 427 kílógram- metra erfiði, eða ein slík hitaeining geymir í sjer 427 kgm. orku. Foss- inn áðurnefndi, sem hefur í sjer 4500 kgm. orku á hverri mínútu, mundi því, ef allri orkunni væri breytt í hita, geta framleitt milli 10 og 11 hitaeiningar á mínútunni, eða hitað einn lítra af vatni um 10—11 stig, og það þó því að eins, að umbún- aður væri svo fullkominn, að ekkert af hitanum slippi burt. Meiri hita en þetta er ekki með neinum ráðum hægt að fá á hverri mínútu úr einu hestafli, hann er blátt áfram ekki til meiri í því. Það var áður sagt, að ef fossinn er ekki notaður, þá breytist mestur hluti orku hans í hita. Ef gert er ráð fyrir, að þessi hiti sje kyr í vatninu, þá hlýtur það að vera heit- ara fyrir neðan fossinn en uppi á brúninni. En hve mikið hitnar það? Það er einfalt reikningsdæmi. Á hverri mínútu framleiðast rúmar 10 hitaeiningar; þær skiftast á 450 lítra af vatni, sem falla niður fossinn á sama tíma, og við það hitnarvatnið um íV úr stigi — en í rauninni ekki nærri svo mikið, því hitinn rýkur fljótt burtu. Orkan getur breytst í fleiri myndir en hita. Áður var getið um, að hún getur breytst í hljóð. Einnig getur hún breytst. í ljós. Loks getur hún breytst í raýmagn. Og fleiri myndir getur hún brugðið sjer í. Ög þó hún hafi tekið á sig eitthvert þess- ara gerva, þá er ekki svo sem hún sitji þar föst og óbreytanleg. Hita- orkan getur áður -en varir verið orð- in að ljósi, rafmagnsorkan að hita eða að Ijósi, o. s. frv. En þó ork- an þannig sje fús á að hafa fata- skifti, ef laglega er til leitað við hana, þá má þó yfirleitt segja, að hitinn er það gervið, sem henni er ljúfast að taka á sig, og þegar hún er komin í það gervi, þá er afar- örðugt að halda henni, því hitinn leitar ávalt burt til kaldari staða, út f geiminn. Orka hans verður ekki að engu fyrir það, en vjer missum tökin á henni. Allar þessar myndir getur orkan, sem bjó í vatninu uppi á fossbrúninni í dæminu að framan, tekið á sig. En hvaðan kom vatninu þessi orka? Varð hún til af engu? seti hins sameinaða alþingis) æfi- langt. Eigi bætir það úr, að styrkveiting- arnar eiga að vera í 18 ár, því að því lengur sem þær vara, verða inn- limunarskírteinin fleiri og innlimunin minnisstæðari. Það yrði komin nærri hefð á þessa innlimun á alþingi 1930, er það heldur 1000 ára af- mæli sitt. Alt er þetta mjög einkennilegt frá doktorsins hálfu. Dr. Jón Þorkelsson getur ekkert um, af hverju hann breytti algerlega skoðunum sínum á gamla sáttmála, þá er landvarnarflokkurinn reis upp. Óg ekki minnist hann heldur á rík- isráðið norska; er auðsætt, að hann heldur nú trygð við skoðanir sínar í Sunnanfara og samþykkir þær með þögninni. Einar prófessor Arnórsson er orð- inn þjóðkunnur fyrir rithátt sinn. Hann stendur eigi á svo háu menn- ingarstígi sem dr. Jón Þorkelsson! Þótt grein hans sje öll ósannindi frá upphafi til enda, vil jeg samt biðja menn að lesa hana vel og rækilega, því að hún er svo fróðleg um innræti prófessorsins, eins og annars margt af því, sem hann skrif- ar. Hún sýnir hve vandaður maður hann er í orðum og verkum og hvernig dugnaði hans er varið. Hann hefur sannarlega sýnt þar sinn innra mann og lagt fram sitt besta! Hann á tæplega sinn jafningja á meðal háskólaprófessora. Nógu margir þekkja það mál, sem hann talar um, og skal jeg engu svara upp á það, en láta hann eiga þá sæmd, sem hann hefur af því að ráðast á saklausa konu, sem dáin er, og ekkert var við þetta eða op- inber mál riðin. Aftur á móti skal jeg minnast dálítið á fáein atriði í grein Einars Arnórssonar í Ingólfi um smárit mín, því að jeg gat það eigi í grein minni í Lögr. 20. ágúst, þvf að þá hefði hún orðið of löng. Þessi atriði snerta fæðingarrjettinn og útgefanda Lilju. Próf. Einar Arnórsson skilur eigi í grein sinni í Ingólfi muninn á rjetti og náðargjöf. Er það slæmt af pró- fessor í lögfræði að vita það eigi, eða að blanda slíku saman, eins og hann gerir í Ingólfi, ef hann veit betur. Rjettur er alt annað en náðargjöf. Á meðan fæðingarrjettur Dana og íslendinga er sameiginlegur, hafa ís- lendingar rjett til þess að njóta þeirra hlunninda eða rjettinda, sem honum fylgja, meðal annars njóta styrks úr ríkissjóði og fleiri opinber- um sjóðum. Það, sem þeir kunna þá að fá af opinberu fje í Danmörku, eru því eigi náðargjafir, heldur hlunn- indi eða rjettindi, sem fæðingarrjett- inum fylgja. En ef hinn sameigin- legi fæðingarrjettur væri afnuminn, þá fjellu burt öll þau rjettindi, sem honum fylgja, og pá — en ekki fyr — verða allar styrkveitingar af d'ónsku fje náðargjafir. Ollum skynsömum mönnum mun verða ljóst mál þetta, ef þeir hugsa Alt vatn í ám og lækjum stafar frá sjónum og frá yfirborði jarðar. Aflið, sem lyftir því upp á fjöll, er sólin. Þegar sólarhitinn — sem kem- ur með orku úr sólinni — mætir vatni á yfirborði hafs eða jarðar, eyðir hann nokkru af þeirri orku, sem hann hefur meðferðis, til þess að breyta vatninu í gufu. Gufan er svo ljett, að hún syndir í loftinu eins og jökulleir í vatni, berst því upp á við og út um alt með vind- inum. En þegar vindurinn ber hana að köldum fjöllum, þá verður hún að vatni aftur, og úr því leitar hún stanslaust niður á við; orkan í vatn- inu á fossbrúninni er ekki annað en síðustu leifarnar af þeirri orku, sem sólarhitinn lagði í vatnsgufuna er rauk upp af vatnsfletinum fyrir löngu síðan. Orka vatnsins er til vor kom- in úr sólinni gegnum geiminn, og því í rauninni ekkt furða þó hún leyti burt aftur, út í geiminn. Þegar orkan er í rafmagns-Iíki, þá verður hún hvorki mæld í kílógram- metrum nje hitaeiningum, heldur í rafmagnseiningum. Rafmagnið hugsa Forfulg't, eller en spændende Kamp paa Liv og Död, 226 Sider, 50 Öre. Sola: Som man saar — Kr. 1,25 ib. i Pragt- bind; en af den berömte Forfatters mest læste Böger. Begge Böger sen- des portofrit mod Indsendelse af 2 Kr. pr. Postanvisning. Samtidig med- fölger ny udkommen Bogfortegnelse over ca 200 nye Böger. Önskes Kata- log over Hygiene, Sygepleje og Bar- beiartikler, medsendes den gratis. A. Brandi, rrinsessegade, Kbhvn C. um það eins og það verðskuldar. Skaði væri það fyrir íslendinga að afsala sjer svo miklum rjettindum, og vera svo upp á náð komnir. Próf. Einar Arnórsson ræðst með sínum vanalega ruddaskap á prófess- or Finn Jónsson, sem gaf út Lilju fyrir mig. Eins og stendur á titil- blaðinu er útgáfan handa alpýðu, og útgefandanum var því eðlilega mark- að rúm. Hann stytti því að ósk minni hina fróðlegu ritgerð sína um Eystein Ásgrímsson, og slepti úr henni t. a. m. ferskeytlu þeirri, er þeir Gyrður og Eysteinn ortu, enda er hún í BókmentasÖgu íslendinga eftir Finn Jónsson (bls, 411). En það þori jeg að fullyrða, að þótt rúmið hefði verið meira, þá hefði prófess- or Finnur Jónsson eigi farið að tfna til marklausar þjóðsögur í æfisöguna. Einar Arnórsson finnur að því, að handritin að Lilju sjeu eigi nefnd í þessari útgáfu, en bráðum kemur út vfsindaleg útgáfa af Lilju eftir Finn Jónsson í „Skjaldedigtningen", og þar eru handritin talin og allur orða- tnunur. Þar getur Einar Arnórsson sjeð, að allar aðfinningar hans við téxtann eru rangar og vitlausar, og lýsir það samviskusemi hans, að fella dóm um það, án þess að gá í handritin eða vita hvað hann fer með. Hann veit eigi einu sinni að „föðurinn fæddi" (f 55. v.) stendur í handritunum, og þótt það þyki nú óviðkunnanlegt, má eigi yrkja það um, sem f öllum handritum stendur. En hann veit eigi heldur, að skáldin fornu greindu ekki skarplega milli persóna guðdómsins. Kristur er því t. a. m. kallaður „skapari" í 62. v. Lilju, en þó er það að rjettu lagi nafn „guðs föður". Svona eru allar að- finningar hans. Ennfremur gefur Einar AmórSsön í skyn að við Finnur Jónsson vilj- um villa sjónir fyrir mönnum og láta halda að við höfum fyrstir riðið á vaðið og gefið þetta fræga kvæði út“. Þetta segir hann þrátt fyrir það, þótt aftan á-titilblaðinu á Lilju standi: „Lilja hefur nokkrum sinnum verið gefin út áður handa lærðum mönn- um og erlendum þjóðum". Prófessor Einar Arnórsson ætti að gæta þess að verða ofurlítið sann- orðari, þó ekki væri nema um það, þar sem hver maður getur gripið hann í ósannindum. En jafn sonn þessu eru brígsl Einars Arnórssonar um íslenskukunnáttu Finns Jóns- sonar. Khöfn, 25. sept. 1913. Bogi Th. Melsteð. menn sjer venjulega í því sambandi sem einskonar straum, sem rennur eftir leiðsluþráðum. Þegar mæla á hve mikið rafmagn fer eftir slfkri leiðslu á hverri sekúndu, kemur tvent til greina, stœrð straumsins og spenna hans. Straumstærðin er mæld í amperum, straumspennan í voltum, og eru heiti þessi dregin af nöfnum tveggja vísindamanna, sem gert hafa mikilvægar uppgötvanir um rafmagnið. > Orka rafmagnsstraumsins á hverri klukkustund finst með því að marg- falda saman amperatölu hans óg voltatölu hans; sje t. d. rafmagns- straumur einn að stærð 6 amper og spenna hans 110 volt, flytur hann á hverri klukkustund 6x110=660 orkueiningar, en hver þessara ein- inga er kölluð einn watt-tími. Jöfn- um höndum við watt-tímann ei iíka notuð stærri eining, sem heitir kfló- watt-tími, og er sama sem 1000 watt-tímar; (myndað á sama hátt og kflógramm af grammi). Einn watt-tími samsvarar nú 367 kflógrammetra erfiði eða orku, og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.