Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.11.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 22.11.1913, Blaðsíða 2
198 L0GRJETTA Nýprentaöar bækur. Org'antónar II. íslensk smárU I—II. G. Björnss,on:, JVæstu harðindin. Þ. Erlingsson: Eiðurlnn I. G. Gunnarsson: Sögur. .larðabók Árna Magnússojnar og Páls Vídalíns. Fyrsta bindi. 1. hefti. Píslarsag-a sira J. Magnússonar 2. hefti. Ferðabók eftir Þorvald Thoroddsen. Fyrsta bindi. 1. hefti. lírjef Páls Melsteðs til Jóns Sigurðssouar. Bækur þessar fást í Bóka- og pappírsverslun Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar. Landsfrægu Peysurnar -og N-ZERF’ÖTllV eru-nú komin i afar fjölbreyttu Úto-VATJ í AUSTURSTRÆTi 1. Ásg. G. Gunnlaugsson 8z Co. Brauns verslun, Rvík Á þessari mynd eru sýndir yfirmennirnir á »Volturno« og er skipstjórinn í miðju, merktur með -j— niður áhuga þeirra lögreglustjóra og lækna, sem hafa haft vilja á því, að skerpa eftirlitið.« III. 869 voveifleg mannslát á einum áratug (1901—1910), og meira pó. »Árin 1901—1910 erutaldarG64 druknanir, 120 aðrar slysfarir, 83 sjáfsmorð og 2 manndráp, samtals 869 voveiíleg mavnslát, eða að meðaltali 87 á ári. Það er nú vist að þessi tala er of lág, því að prestum hefir sjest yfir all- margar druknanir. Er því rjett að gera ráð fyrir 100 voveifleg- um mannslátum á ári að meðal- tali«. »Hingað til hafa prestar átt að skrásetja og senda skýrslur um alla þá, er deyja voveiflega, og hafa þessar skýrslur verið prent- aðar í landshagsskýrslum. Jeg hef nú fundið fullar sann- anir fyrir því, að þessar skýrslur presta eru skakkar og stundum svo mjög miklu nemur ög ávalt á þá leið, að slysfaratalið verður of lágt. Þetta kemur til af því, að mjög margir drukna og finn- ast ekki líkin, eru ekki jörðuð; er eðlilegt að prestum sjáist iðu- lega yfir þau mannslát. Jeg hef af handahófi rannsakað 3 ár, leit- að uppi mannskaða í frjettarit- um og árbókum, og fundið að skekkan í skýrslum presta er mjög mikil. Frjettaritarar segja að 1887 hafi um hálft annað hundrað manns farið í sjóinn, en prestar telja ekki druknaða það ár nema 124. í frjettum frá ís- landi 1897 er gerð grein fyrir þvi, að 137 hafi druknað það ár, en prestar telja þá ekki druknaða nema 125. Eftir skýrslum presta eiga 67 karlmenn að hafa drukn- að árið 1910, en í Almanaki Þjóð- vinafjelagsins um árið 1912 er talið, að 83 innlendir karlmenn hafi druknað 1910, og slysin öll dagsett; þar er líka sagt að 3 börn hafi druknað, en ekki nefnt hvort það voru drengir. Jeg hef skrifað hiskupi lands- ins um þetta mál, og hefur hann tjáð mjer, að erfitt muni að kippa þessu í lag, og kveðst hafa ritað stjórnarráðinu um málið. Það er nú augljós og brýn nauðsyn, að fá nákvæma vitneskju um alla þá mannskaða, sem verða á ári hverju, og orsakir þeirra. En þá er líka auðsætt, að prest- um er ekki ætlandi að hata þetta eftirlit á hendi, heldur verður að fela það lögreglustjórum og und- irlögreglustjórum (hreppstjórum), eins og alstaðar viðgengst í öðr- um löndum«. IV. Sjálfsmorð og manndráp. »Alstaðar í öðrum löndum eru hafðar mjög strangar gætur á mannsköðum og ítarlega rann- sakaður dauðdagi allra þeirra, er deyja voveiflega; það er gert til þess, að komast fyrir glæpi, og ennfremur til þess, að afla sjer *em Ijósastrar vitneskju um or- sakir slysfara, svo að ráða megi leita til að koma í veg fyrir þær. Hjer á landi hefur þessi lög- gæsla verið herfilega vanrækt, og er þó hvergi eins mikil þörf á henni að þvi er slysförum við- víkur. Manndráp eru ótrúlega fátíð hjer á landi. Samkvæmt dómasafni fyrir ár- in 1875—1907 og landshagsskýrsl- um fyrir árin 1908—1909, hafa á þessum 35 árum, 1875—1909, orð- ið uppvis 4 barnsmorð, 1 morð á fullorðinni manneskju og 2 manndráp, sem voru óviljaverk (voðaskot), samtals 7. En eflir því, sem gerst hefur í öðrum löndum, hefði mátt búast við tG —20 mannslátum af þessum á- stæðum á jafnlöngum tíma. Sjálfsmorð eru allalgeng og stór- um að færast í vöxt, sem sjá má af þessum tölum: Sjálfsbanar á ári: Ár 1881—1890..... 5.2 1891-1900.... 6.6 1901—1905.... 5.0 1906 ... 11 1907 ... 12 1908 ... 14 1909 .... 6 1910 ... 15 Fyrir árin 1906—1910 cr út- koman á ári að meðaltali 11.6 og er það mjög mikil aukning. Þó eru sjálfsmorð fult eins tið í mörgum öðrum löndum, og sumstaðar miklu tíðari, og virð- ast alstaðar fara í vöxt«. (Framh.). ■Vesturflutning-ap frá Aust- urríki. í Austurriki hefur risið upp mál, sem mikla athygli vek- ur, út af fólksflutningi þaðan lil Ameriku. Ameriskt fjelag: »Can- adia Pacific járnbrautarfjelag«, hafði þar skrifstofu og starfsmenn, er unnu að vesturflutningum. Þótti fara að bera mjög á þvi, að þeir, sem lögum samkvæmt áttu að kallast til herþjónustu, færu þá til Ameiiku til þess að losna. Stjórnin fyrirskipaði rann- sókn út af þessu gegn fjelaginu, og sannaðist þá, að það hafði síðastliðna 10 mánuði hjálpað 120 þús. herþjónustuskyldum mönn- um til þess að flytjast vestur um haf. Skrifstofu fjelagsins var þá lokað og starfsemi þess bönnuð. Fyrir þetta hefur fjelagsstjórnin hótað skaðabótamálshöfðun gegn ríkisstjórninni, hvað sem úr því verður. En mesta athygli hefur málið vakið vegna þess, að það er talið sannað, að ameríska fje- lagið hafi haft styrk frá Rússlandi til þess að flytja vestur hermanna- efni Austurríkis. Flestir voru vest- urfararnir frá Galizíu ogBúkovinu, og hafði Ameríska fjelagið keypt eignir þeirra, en af því keyptu aftur Rússar. Hjer þykir því sýnt, að áformið frá Rússa hálfu hafi verið bæði að veikja herstyrk Austurríkis með þessu og líka að ná sem mestum eignatökum á landinu þar á ríkjatakmörkunum. Járnbrautarslys í Frakk- laudi. 5. þ. m. varð voðalegt járnbrautarslys við Melun, milli Parísar og Fontainebleau. Hrað- lest rakst þar á póstflutningalest rjett utan við brautarstöðina. Margir vagnar eyðilögðust i báð- um lestunum. Og brátt kom þar eldur upp. Gekk illa að slökkva hann og var ástandið hræðilegt meðan fólkið, sem var limlest og flfir taijeiiir að næsta árg. fá ókeypis það, sem eftir er af |>es;s;nrri tírg-a.ngl. Afgreiðsla í Veltusundi I. Talsírai 359. fast í rústunum, ijet þar lífið í logunum. 40 manns fórst þar, en margir meiddust. Eimreiðar- stjóra hraðlestai’innar er kent um slysið, og hefur liann verið fang- elsaður. Reykjavík. Alþýðufyrirlestur hjelt Árni Pálsson sagnfræðingur síðastl. sunnu- dag og talaði um verndun íslensk- unnar, sjerstaklega í skólunum. Var það skörulegt erindi og margt í því vel sagt, enda líka þarft verk að hreyfa við því efni. Krafan var, að meira yrði gert til þess framvegis en gert hefur verið hingað til, að fá íslenskar kenslubækur í skólana. Árni endurtekur erindi sitt, eftir á- skorun, næstk. sunnudag. Fálkinn fór hjeðan í fyrrakvöld alfarinn til Khafnar á þessu ári. Gildi var yfirmönnum skipsins haldið hjer að skilnaði og aftur höfðu þeir boð úti á skipinu áður en þeir fóru. Er þetta ekki óvenjulegt, og hefur aðeins vakið athygli nú af því, að annar af þingmönnum bæjarins, Kristján Ingjaldur Lárus Haagensen Bjarnason, ber sig illa undan því, að sjer skyldi ekki vera boðið með út í skipið og hefur látið þetta í ljósi opinberlega. í umkvörtuninni kemur það fram, að honum er hugg- un í því, að ritstj. Lögr. hafi ekki verið þar heldur, og er ritstj. Lögr. það sönn ánægja að geta verið gömlum kunningja til huggunar og raunaljettis í þessum hörmum hans og leggur eindregið til við hann, að báðir reynir að bera þetta mótlæti saman með sem mestri stillingu og karl- mensku. Staka. L. H. B. á eigin spil unnið fráleitt getur; á hendi á hann ekkert til utan Svartapjetur. * Póst- og Síraa-handbók heitir kver, sem tveir starfsmenn á póst- húsinu hjer, Þ. Jónsson og Þ. Sveins- son, hafa gefið út og kostar io au. — Handhægar upplýsingar, sem allir þurfa á að halda. Lætin um »Frara«-fundinn i. þ. m. í blöðunum eru orðin til þess, að menn fá um hann alt annað en rjetta hugmynd. Á fjöldamörgum stjórnmálafundum hjer, einkum hjá Sjálfstæðismönnum og Landvarnar- mönnum, hafa læti verið svo miklu meiri en á þessum „Fram“-fundi, að ekki er saman berandi. Þeir, sem á fundinum voru, þekkja ekki sög- urnar þaðan, sem ganga manna á milli, svo eru þær ýktar. En það eru einsdæmi í „Fram“, að fundar- spell hafi orðið. Þar sem ritari fund- arins, P. Z., hefur sagt, að þrír menn, þar á meðal ritstj. Lögr., hafi sagt, að „hleypa yrði upp fundin- um“, þá eru þetta tilhæfulaus ósann- indi. Hitt er rjett, að lagt var til að fundarstjórnin væri tekin af L. H. B., og var það yfirsjón, að svo var ekki gert. Veðrið. í dag er bleytuhríð á austan með alltniklu hvassviðri. Áður var klakað yfir alt og sagt jarðlaust hjer í nærsveitunum. Leikfjelag Reykjayíkur byrjar að leika í kvöld og er það „Trú og heimili" eftir Karl Schönherr, þýsk- an rithöfund. Leikurjnn hefur oft verið sýndur í Þýskalandi. 0. P. Bernburg hjelt í gær skemtisamkomu í Bárubúð. Þar skemti hljóðfæraflokkur hans og einnig þeir O. P. B. sjálfur og Br. Þorláksson, Guðm. skáld Guðmunds- son, með kvæðalestri, og Bjarni Björnsson með gamanvísnasöng. Kvikrayndaleikhús Reykjavíkur sýnir nú leik, sem mikið þykir í varið og heitir „Hinn", eftir þýska skáldið Paul Lindau. Aðalhlutverkið er leikið af frægasta leikara Þýska- lands núlifandi, Albert Bassermann. Fundur í Frara er í kvöld, og hefur formaður nú að eins auglýst hann með götumiðum, og það fyrst í gær. Fundarefni segir hann vera: Fjelagsmál. Geta sumir þess til, að hann ætli nú að biðja afsökunar á framkomu sinni við fjelagið og leggja frá sjer formenskuna. Fimskipaiiöfnln. Verði úr með eimskipafjelag ís- lendinga, er það sjálfstæðisaukning flestu framar. Ætti þá ekki vel við að minnast þess manns, er sagan getur um að fyrstur manna varaði íslendinga við erlendum yfirráðum, og láta annað skipið heita Einar Þveræing? Arnakoti á Alftanesi, 18. nóv. 1913. Klemens Jónsson. Frk. Nulle Finsen, dóttir Hilm- ars Finsens áður landshöfðingja, hefur ritað bók umBjörnstjerne Björnson, lýsingu á síðustu æfidögum hans, er hann átti í hinum þungu veikind- um, sem urðu honum að bana. Bók- in er nýkomin út hjá Gyldendals bókaverslun í Khöfn og fær mikið hrós í dönskum blöðum. Frk. Fin- sen dvaldi oft á heimili Björnsons og var gömul vinátta milli foreldra hennar og Björnsons-fólksins, frá þeim tíma, gr H. F. var borgmeist- ari í Sönderborg á Als, áður en hann varð hjer landshöfðingi, og hjeltst sú vinátta jafnan síðan. Ludvig Arntzen hæstarjettarmála- flm. í Khöfn er nýlega dáinn, 69 ára gamall. Hann er einn af aðal- mönnunum við stofnun íslandsbanka og hefur síðan átt sæti í barikaráð- inu. Spilabanki við Búdapest. Fje- lag ungverska og frakkneskra auð- manna hafði í fyrra leigt Margeten- eyna við Búdapest til þess að koma þar upp spilabanka af sama tægi og í Monte Carlo. Stjórn fjelagsins ber það fram, að hún hafi borgað þáverandi yfirráðherra í Ungverjalandi, Lukacs, 1V2 milj. kr. fyrir það, að hann skuldbatt sig til að veita leyfi til bankastofnunarinnar, eða sjá um að leyfið fengist hjá eftirmanni sín- um, ef hann færi frá völdum. En nú neitar eftirmaðurinn, sem er Stefan Tisza greifi, að veita leyfið. Hefur fjelagsstjórnin hótað málaferl- um út af þessu. En fjeð, Ilji milj., er sagt að Lukacs hafi látið ganga í kosningasjóð verkmannaflokksins. Bryan ráðhei’ra utanríkismála Bandamanna hefur verið mjög um- talaður í blöðum síðastl. haust fyrir það, að hann hefur, eftir að hann tók við ráðherraembættinu, haldið ræður fyrir borgun á samkomum hinna svonefndu Chautauqua-fjelaga, sem kvað eiga að vera undir eins bæði skemtandi og fræðandi, og er seldur þar aðgangur, en auk ræð- anna, sem þar eru haldnar, fara þar fram ýmsar skemtanir, dansar á leik- sviðum o. s. frv. Umtalið um þetta kom af því, að ýmsum þótti ekki vel sæmandi, að utanríkisráðherrann væri þarna stöðugur verkmaður. Hann fjekk 250 dl. fyrir hverja ræðu. En sjálfur kveðst hann vCrða að hafa einhverja aukaatvinnu, því að ráðherralaunin nægðu sjer ekki til að lifa af. Þau eru 12000 dl. á ári. En 4000 dl. kvað hann borga í húsaleigu og bústaðurinn þó ekki nema rjett sæmilegur. Annars er hann efnaður maður og kvað vera laus við eyðslusemi fram yfir þarfir. Árstekjur hans af fyrirlestrahaldinu kvað vera 6500 dl., og þegar hann leggur þær við ráðherralaunin, telur hann tekjurnar viðunandi, en fyr ekki. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.