Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.02.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.02.1914, Blaðsíða 1
Afgreiöslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltuiundi 1. Talilml Sö9* Riti tjori: fORSTEINN BÍSLASON PingholUitrwti iT. Talilmi 171. M r. Lárus Fjeldsted, YllrrJ ettarmálafser.lumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, fnnlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. €igum við að semja? Ritstjórnargrein i Isafold 25. mai 1912. (Örfáar línur feldar úr). Ekkert er algengara viðkvæði hjá þeim, sem mótfallnir eru samninga- tilraunum um sambandsmál vort, sem nú er til stofnað, en að við eigum alls ekkert að vera að reyna að semja við Dani um það mál — að við eigum að fara okkar leiðir, gera það sem okkur sýnist og okkur þyk- ir þörf á, án þess að vera nokkuð að hugsa um Dani eða samninga við þá. Það er svo sem auðvitað, að þegar fullreynt er, að við getum ekki kom- ist að neinum þeim samningum við Dani, sem íslenskri þjóð þykja sæmi- legir, þá erum við til neyddir að reyna að bjargast einhvern veginn án þeirra samninga. Ekki kemur oss til hugnr, að við eigum að ganga að neinu, sem ís- lensk þjóð telur sjer óboðlegt. Ekki kemur oss tii hugar, að við eigum að ganga að neinum afarkostum, til þess eins, að fá samið. En því höldum vjer fram, að því fari fjarri, að full reynd sje komin á samninga-viðleitnina við Dani. Og því höldum vjer líka fram, að það verði oss afar-örðugt að halda sjálfstæðismáli voru til streitu í óvin- gan við Dani. Vjer segjum ekki, að það sje ókleift. En vjer fullyrðum, að það sje svo miklum örðugieikum bundið, að til góðs árangurs verði að koma fram hjá okkur miklu meira af sjálfsafneitun, staðfestu og sam- heldni, en við höfum hingað til látið ættjörð okkar í tje. Við verðum þá að vera við þvf búnir að taka, þeg- ar svo viil verkast, mjög óþægileg- um afleiðingum af deilunum við Dani .... Vjer segjum ekki, að það sje óhugsandi, að við högum oss svo eftirleiðis. En vjer höldum því fram, að undanfarin reynsla bendi ekki f þá áttina......... Og hættulaus er sú leiðin alls ekki, að við reynum að knýja fram sjálfstæðismál þjóðarinnar smátt og smátt, gegn ákveðinni mótspyrnu frá Dönum og í óvingan við þá. Hætturnar, sem öllum athugulum mönnum hljóta að liggja í augum uppi, eru að minsta kosti tvær. Önnur er sú, að vjer fyrir sakir þroskaleysis og ógætni leggjum út í deilur um þau atriði, sem vjer hljót- um að verða undir í — sumpart af þvf, að kröfurnar sjeu ósanngjarnar af vorri hálfu, sumpart af þvf, að af- leiðingarnar af mótspyrnunni verði okkur of magnaðar og lami þjóðlíf okkar. Hin hættan stafar af sundurlynd- inu. Með því að fara þá leið, sem andstæðingar okkar vísa okkur á, megum við alt af búast við megnu sundurlyndi með þjóðinni sjálfri. Því fylgir þreyta og leiðindi. Það er ekki til neins að segja okkur, að við eigunt ekki að þreytast. Við þreytumst samt. Og við gerum meira. Við fyllumst andstygð út af taumlausum og samviskulausum deil- um, sem eru okkur til óvirðingar í augum sjálfra okkar og erlendra manna. Og þá er hættan sú, að til- viljunar-meirihluti gangi einn góðan Reykjayík 4. febrúar 1014 IX. árg. Det islandske Folk. Flyv, Ravne, höjt fra Valhals Væg og sig, hvad I fandt og saa, I Hugin og Munin, der husker vort Land, da i Havet det ukendt laa, og fulgte hvert Sagn, som Saga skrev her mellem de Bjerge blaa. Har Islands Folk ej sin Frihed köbt for Handling og Hjerteblod, og fandt I en mere trofast Vagt om Sproget og Stammens Rod hos andre Folk, og i Stridens Stund et större, fastere Mod? Man haaner vor Ret og haaner vor Tro og Haab, da vi regnes for smaa, man hundser vor Kamp for den gamle Arv, vore Börn skal udelt faa, saa længe vort Sprog har Klang og Kraft, saa længe vort Hjerte kan slaa. Men kendte man blot, hvad vi kæmped mod, og hvad vi i Löndom led, og kunde de Stene faa Röst til Sang, hvorover vor Vandring skred, det blev en Hymne til Herren om den tapreste Trofasthed! De store, der Sidder höjt til Hest paa Herskerens stolte Vis, kan höre fra Trommer og Pauker og Tusinde Stemmer sin Pris, men tavs er den Kamp, som et fattigt Folk har kæmpet mod Ild og Is. Men kæmpe med Armod en ensom Kamp og eje dog Raad og Trang til et Evighedsværk, som fast vil staa under Tidernes vekslende Gang, er det ikke Adel og Adelsmod, saa spot kun min simple Sang! At værne, hvad en Gang Stammens var, men andre har ödt og glemt, og öge det til en Skat af Guld, de mönter saa tidt og nemt, fortjener det maaske ej anden Tak end Narreklokkens Klemt? Skal Broderen tvinges og haanes, som den ædleste Arv til os bar. I Sveer og Daner og Nordmænd, I skylder mig alle Svarl Dog spörger I maaske, hvad vi e r — I ved jo godt, hvad vi v a r. Flyv, Ravne, höjt fra Valhals Væg og sig, hvad I fandt og saa: End ligger Island i Havet saa höjt og stolt som det laa, og Slægten er endnu den samme imellem de Bjerge hlaa! End lever i Slægtens Hjerte en ung og en ædel Trang, og endnu er Sprogets Kilde saa ren som da först den sprang, og kan sig löfte mod Himlen höjt i Sagn og i Daad og Sang. Det gror trods Mörke og Kulde, vort golde, hærgede Land, der glimter en Dröm i Öjet hos hver en Kvinde og Mand, og faar vi en Plads i Solen, da se hvad vi endnu kan! JÓNAS GUÐLAUGSSON. Þetta fallega kvæði eftir J. G. kom út í »Hovedstaden« 7. f. m. veðurdag, en á óheillastund, að því, sem i raun og veru er ættjörð okk- ar og komandi kynslóðuui alls ekki boðlegt — til þess að komast út úr illdeilunum og óvirðingunni; eða til þess að vinna áþreifanlegan sigur á andstæðingum sínum; eða þá af enn ógöfugri hvötum, sem vjer ætlum ekki að nefna. Um báðar þessar hættur mætti rita langt mál. Vjer látum oss nægja að þessu sinni, að benda á þær í fáum og almennum orðum. Og vjer erum þess fullvísir, að gætnir og athugulir menn hafa gert sjer grein þeirra. Og ekki megum við gleyma þvl í þessu sambandi, hvernig rjettarstöðu okkar er háttað. Þeir íslendingar eru til, sem telja hana örugga, á- gæta. Þeir bera skjöl og skilríki fyrir ríkisrjettindum okkar, og telja þau fullgild. Vjer skulum ekkert á þá deila. En það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Það væri barnaskapur og fásinna að loka augunum og þykjast ekki sjá það, að um þetta atriði eru ekki einu sinni íslendingar sammála. Og ó- hætt er að segja það, að þó að til sjeu í öðrum löndum þeir góðgjarnir menn, sem taka í strenginn með okkur, þá er ekki utan íslands yfir- leitt gert mikið úr þeim skilríkjum. Enda þarf ekki djúpsetta þekkingu á stjórnmálasögu landanna til þess að hafa fengið vitneskju um það, að það eru ekki 600—700 ára göm- ul skrif, sem ekkert hefur verið eftir farið um margar aldir, heldur alt annað, sem ræður úrslitum þjóðmál- anna. Og þau einu sambandslög, sem Danir viðurkenna, teljum við sjalfir ólög, og erum hvað eftir annað að neita gildi þeirra, Svo að alt er þetta nokkuð hæpið. Ágætið og ör- uggleikann komum vjer, sannast að segja, ekki auga á. Að öllu þessu athuguðu, teljum vjer beina skyldu við ættjörð vora og þjóð að leita að samningaleiðum. Engum blöðum þarf um það að fletta, hve miklu greiðari framsókn- arbrautin yrði oss, ef oss auðnaðist að vera í fullr i sátt og góðri sam- vinnu við Dani, en ef vjer ættum í stöðugum erjum við þá út af sam- bandi landanna. Jafnvel stórþjóðirnar finna til þarf- arinnar á því að leggja stund á vin- áttu annara. Þeir menn þykja vinna mesta þarfaverkið, sem bera gæfu til þess að tengja saman hugi þjóðanna, og afstýra deilunum. Hvað ætti þá þessari þjóð að finnast, sem er allra þjóða mestur smæhnginnl Og í of- analag er það, að saman við þá þjóð, sem um er teflt, hvort við lif- um í samlyndi við eða sundurlyndi, höfum við miklu meira að sælda en annars er títt með þjóðunum. Sá maður væri beint blindur af ofstæki, sem ekki sæi það, að oss skiftir það miklu, hvort vjer lifum í sátt eða stöðugum erjum við Dani. Og tæplega skiftir oss það minna máli, að deilunum um sambands- málið linni hjer innanlands. Sú skoðun er áreiðanlega orðin algeng um landið, að þjóðfjelag vort sje of veikt til þess að standast slíkar orra- hrfðir, án þess að það bíði mikinn halla af, og að nú sje kominn tími til þess, að farið sje með nokkurri gætni með þjóðina í þessu efni. Vitanlega má segja, og er það sagt, að deilunum linni ekki, þó að samið sje, því að nokkur hluti þjóð- arinnar yrði areiðanlega óánægður með þau kjör, sem nokkur kostur sje að komast að hja Dönum. En þá er eftir að vita, hve stór sá þjóðarhluti verður. Vjer trúum því, að hann verði örlitill, ef því fengist framgengt, sem nú hefur verið talað um að reyna. Það verða þá ekki aðrir en skilnaðarmenn, a0 því er vjer hyggjum, og enn eru þeir fáir hjer f landi. Og þessir skilnaðarmenn eru ekki á móti þeim samningum af því að þeim komi til hugar, að staða vor verði að neinu leyti lakari, þó að samningar takist. Þeir eru alls ekki svo skyni skropnir, að þeir sjái ekki, að hún getur ekki versnað við það, að ísland verði viðurkent frjálst og sjálfstætt ríki, nje heldur við það, að við fáum hlutdeild í umráðum allra okkar mála, þeirra er vjer fjöll- um ekki einir um. Þeir eru engir skynskiftingar, hvað undarlega sem þeir kunna að tala og rita. Þeir eru á móti, af því að þeir óttast, að íslendingar muni una vel hag sfnum í sambandi við Dani, ef sú tilhögun kemst á, sem nú er hugsað að reyna að stofna til. En það vilja þeir ekki. Þeir vilja halda sundurþykkinu við — sjálfsagt með það fyrir augum, að einhverntíma kunnum við að sjá okkur leik á borði og geta skilið við Dani. En við, sem viljum gott sam- komulag við Dani, við viljum semja, ef kostur er þess, sem ættjörð okk- ar er fullsæmd af. Við viljum semja — einmitt í trausti þess, að þegar sambandsmálinu hefur verið ráðið til ykta sanngjarnlega og skynsamlega, Dá verði öll efni til deilna við Dani jurt numin, og að við getum í full- um friði og samlyndi við Dani, eins og við allar aðrar þjóðir, unnið að jví að byggja þetta land og mann- ast sem best. Athugascmd. Svona talaði ísafold sjálf fyrir 20 mánuðum. Þá færði hún betri rök að því en Skalla-Grímur eða nokkur annar hefur gert, hver nauðsyn oss sje á því að reyna að semja við Dani. Nú brigslar hún þeim mönnum um hringlandahatt, sem voru henni sammala þa, og standa enn f dag við þær skoðanir, sem hún hjelt fram þál Nú óvirðir hún þær skoðanir svo napurt, sem hún hefur framast tök á, nefnir þær „samninga-sarg“, „und- anhald* o. s. frv. Undanhaldll Ætli þeir mennirnir, sem vilja brjótast áfram með dýrmætasta mál- efni ættjarðar sinnar, tryggja rjettar- stöðu hennar sem sjalfstæðs ríkis, sjeu fremur á undanhaldi en hinir, sem svíkjast úr þeirri baráttu og setja á sig stórmenskusvip andspænis Dönum, til þess að reyna að dylja það, að þeir eru að bregðast þjóð sinni, — og þeirri sannfæringu, sem þeir töldu sig sjálfir hafa fyrir örfáum mánuðum f Vjer gerum ráð fyrir, að ísafold muni bera það í vænginn, að breyt- ingar hafi orðið síðan fyrra hluta árs 1912. Það er lfka satt. Annað mál er það, hvort þær breytingar rjettlæta atferli tsafoldar. Sú breyting hefur þá fyrst orðið, að mönnum tókst sumarið 1912 að koma meó tiliögur til sambandslaga, sem nær því alt alþingi fjelst á, Heimastjórnarmenn og Sjálfstæðis- menn (að örfáum undanteknum). Ekki varð annað sjeð, en að allur þorri þjóðarinnar væri alþingi sam- mala. Sú breyting hefir orðið ’ónnur, að dönsk stjórn hefur, með samþykki allra danskra stjórnmálaflokka. talið sig fáanlega til þess að viðurkenna ísland sem „frjalst og sjálfstætt ríki". Hún vildi, með öðrum orðum, fallast á þann grundvöll, sem fram var haldið í „Frjalsu sambandslandi", sem ísafold var nýlega að hampa. Og hún vildi láta ísland fá hlutdeild i stjóru allra sinna mála. Nú hefði átt að mega ætla, þar sem tvær svo stórmerkilegar og mikilsverðar breytingar höfðu orðið — jafnvel þótt yfirlýsing dönsku stjórnarinnar væri nokkurum ann- mörkum bundin — að þessar breyt- ingar hefðu orðið mönnum hjer á landi hvöt og tilefni til þess að reyna nú að halda f horflð og halda saman. En það fór öðruvísi. Þegar reynd fæst á það, að ís- lendingar geta komið sjer saman um kröfurnar, og þegar vitneskja fæst um það, að ísland getur fengið meiri rjettindaviðurkenning en því hafði nokkuru sinni áður hlotnast, siðan er það komst í samband við útlent rfki — þá verður þetta tilefni til þriðju breytingarinnar. Breytingin var sú, að íslendingar þutu, með harðfengilegu atfylgi ísa- foldar, sinn í hverja áttina, eins og höfuðsóttarkindur. Af þessu frægðaverki er ísafold nú að stæra sig. Fyrir það skammar hún nú Skalla-Grím, að hann er að reyna að ná íslendingum saman aftur úr tvístringunni. • Skalla-Grimur. Leiðbeining-. Blásið að logum listabálsins, ljóðasmiðir, sem yrkið skakt: Að grafa með orðum „meiningmálsins* er „móðins*, og þykir einkar spakt. Að habinda rím og hugsun hverja, er hafleyg kvæði að saman berja. Þá játar þjóðin sig yfirunna, en alvitra þá, sem skilja kunna. 7. Oskar Siesby, kennari í forn- málunum við háskólann i Khqfn, andaðist 16. des. síðastl., 81 árs gamall. ?úsbruni á Ijósavík. 2 menn farast, aðrir skaðbrennast. Aðfaranótt sfðastl. föstúdags kvikn- aði í húsi, sem Sunnuhvoll hjet, á Húsavfk nyrðra, og áttu það bræður tveir, Friðgeir og Hjálmar Magnús- synir, og bjuggu þeir uppi í húsinu, en þriðja fjölskyldan niðri. Varð fólkið niðri fyrst vart við eldinn, en hann var þá orðinn magnaður. Bjargaðist fólkið út um gluggana, alt nema Hjálmar og sonur hans á 3ja ári. Hafði stigi verið settur upp að giuggunum og farið inn að leita þeirra, en þeir fundust ekki. En daginn eftir fundust lík þeirra í rúst- unum og hjelt Hjálmar drengnum i fanginu. Kona Hjálmars og 2 eldri börn þeirra komust úr brunanum. En 6 af þeim, sem björguðust, eru sögð skaðbrend á höndum og andliti. Því sem næst engu varð bjargað úr húsinu. Það hafði verið vátrygt, en innanstokksmunir ekki. Eldgos mikil voru 6. og 7. des. síðastl. á Ný-Hebridaeyjunum og gerðu stórtjón. Aðaleldtjallið, sem gaus, heitir Minnie. Ný-Hebrida- eyjarnar eru 26 að tölu, með 50 þús. íbúum, i Ástralíuhafinu. Noregur og Svíþjóð. Michelsen fyrv. yfirráðherra Noregs hafði verið spurður, hvað gera ætti til þess að bæta samkomulag milli Svia og Norðmanna, og þá svarað, að sitt álit væri, að beiskjan í hugum Svía út af skilnaðinum mundi með tímanum hverfa af sjálfu sjer. »Við Norðmenn eig- um að koma kurteislega og sæmilega tram við þá, en ekki, eins og oft vill verða, annaðhvort með áleitni eða daðri. Hvoru- tveggja er misskilið i Sviþjóð, og hefur gagnstæð áhrif þvi, sem til er ætlast«, sagði hann.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.