Lögrétta - 06.05.1914, Qupperneq 2
88
L0GRJETTA
Verslun
Jlsg. &. Sunnlaugssonar é <3o.,
A ustu rstræti 1,
er nú sjerlega vel af alls konar FATNAÐI fyrir karlm. og miglinga.
Nœrfötum, Begnkápum, Ferðajökkuni fl. teg., Eríiðisíötum, Peysum,
og yfir höfuð öllu, er karlmenn þurfa að klæðast í.
Einnig alls konar 'F' F' IV JL. +) I í JL.9 t. d. ^llfleeOi og X>önauUl»eOi,
iieiöfiitat nu, Ceviot, 10 teg., frá 0,85—2,35, — Tvist o. m. m. fleira.
Pantanir utan af landi afgreiddar strax, og sendar burðargjalds-frítt á alla
viðkomustaði strandbátanna, nemi pöntun 10 krónum.
j'lýkosna þingið.
Eftir kosningarnar, sem nú hafa
farið fram, er samsetning þingsins
þannig, að mjög örðugt er að átta
sig á því, hvernig það muni skipa
sjer í flokka, þegar til kemur. Lögr.
fmyndar sjer, að þingmenn kunni
ekki sem best við það, að þeir sjeu
i biöðunum dregnir eins og sauðir í
dilka með yfirlýsingum um það frá
blaðanna hálfu, að á mönnunum sje
þetta eða hitt flokksmark, einkum
þegar sú skifting blaðanna kemur í
beina mótsögn við opinberar yfirlýs-
ingar þingmannanna sjálfra. En
þetta á sjer stað í dilkadrætti þeim,
sem farið hefur fram á þingmönnum
í ísaf.
Lögr. ímyndar sjer, að þingmenn-
irnir flestir muni vilja fá að ráða
því sjálfir, hvar þeir skipa sjer í
flokka, Hún telur því rjettast að
eiga ekkert við það. En til fróð-
leiks fyrir lésendur sína vill hún
skýra þeim frá, hver afstaða hinna
nýkosnu þingmanna hefur að undan-
förnu verið til þeirra mála, sem
flokkum hafa skift. Af því mega
þeir best sjá samsetnig þingsins nú,
og getur þá hver um sig sett fram sínar
getgátur uro, hvernig þingið muni
skiftast í flokka, þegar til kemur.
TiJ þess að menn fái sem glöggast
ýfirlit yfir skipun þingsins, eru kon-
ungkjörnu þingmennirnir taldir hjer
nieð. A nýkosna þinginu eiga þá
sæti:
1. Gamlir Heimastj.menn eða frum-
.varpsmenn: Eggert Pálsson, Einar
.Arnórsson, Einar Jónsson, Eiríkur
Briem, Guðmundur Björnsson, Guð-
mundur Eggerz, H. Hafstein, Jóh.
Eyjólfsson, Jón Magnússon, Júl.
Havsteen, Matth. Ólafsson, Magnús
Kristjánsson, Pjetur Jónsson, Stefán
Stefánsson f Fagraskógi, Stefán Ste-
fánsson skólam., Stgr. Jónsson, Þór-
arinn Benediktsson.
Þetta eru alls 17 þingmenn, 12
þjóðkjörnir og 5 konungkjörnir.
2. í Sambandsflokknum frá 1912
voru 11 at þeim, sem hjer eru taldir
á undan: E. P., E. J., G B , H. H.,
J. M„ M. Ól„ M. Kr., P. J, St. St.
Fagr., St. St. skólam., Stgr. J., og
auk þeirra: Björn Þorláksson, Jósef
Björnsson, ÓI. Briem, Sig. Sigurðs-
son, Sig. Stefánsson.
Þeir eru þá 16 á þingi nú, sem
þann flokk mynduðu. Auk þeirra
eru nú kosnir af mönnum, sem þá
voru utan þings, en vissa er um,
að þann flokk fyltu þá: Guðm.
Hannesson, Jóh. Eyjólfsson, Sig.
-.Gunnarsson og Sveinn Björnsson.
Auk þess höfðu tveir þingmenn talið
sig stefnu flokksins samþykka 1912,
þótt ekki gengju þeir í hann: E.
Briem og Júl. Havsteen. Þeir eru
því 22 í þinginu nú, sem þátt hafa
ást í sambandssamtökunum frá 1912,
16 þjóðkjörhir og 6 konungkjörnir.
Af þessum 22 mönnum töldust þó
aðeins 8 í Sambandsflokknum á
þingi 1913, og einn af þeim, síra
Björn Þorláksson, sagði sig úr hon-
um meðan á þingi stóð. í Bænda-
flokknum voru á síðasta þingi € af
þeim og 3 í Jleimstj.-flokksbrotinu.
Einn af þeim 4 nýkosnu telst nú til
Sjálfst -flokksins.
3. „Sjálrstæðis"-menn og Land-
varnarmenn: Ben. Sveinsson, Bjarni
Jónsson, Björn Kristjánsson, Guðm.
Ólafsson, Hákon Kristófersson, Hjört-
ur Snorrason, Jón Jónsson, Karl Ein-
arsson, Kristinn Daníelsson, Magnús
Pjetursson, Skúli Thoroddsen, Þorl.
ónsson.
Þeir eru 12. En þar við má bæta
Sv. Björnssyni, sem áður var f Sam-
bandsflokknum, svo að þeir verða
þá 13
4. Utanflokkamenn og nýkosnir
þingmenn, sem Lögr. er ókunnugt
um, hvar teljast eiga í þeim hópum,
sem hjer eru nefndir á undan, eru:
Björn Hallsson, Karl Finnbogason
og Sigurður Eggerz.
5. Bændaflokkurinn frá síðasta þingi.
í honum eru: Björn Hallsson, Einar
Jónsson, Jóh. Eyjólfsson, P. Jónsson,
St. Stefánsson Fagr., Þór Benedikts-
son, Jósef Björnsson, Ól. Briem, Sig.
Sigurðsson, Guðm. Ólafsson, Hjörtur
Snorrason, Þorl. Jónsson.
Þeir eru 12. Auk þeirra eru 2
bændur kosnir, sem Lögr. veit ekki,
hvort teljast eiga til þess flokks:
Hákon í Haga og Jón á Hvanná.
Við þetta þarf nú að gera ýmsar
athugasemdir um einstaka þingmenn.
í 2 fyrstu hópunum eru 6 nýir
þingmenn: E. Arn., Jóh. Eyj„ Þór.
Ben., G. Hann., Sig. Gunn. og Sv. B.
Einar Arnórsson telur sig nú utan
flokka og hefur sjerstöðu vegna skoð-
ana sinna á stjórnarskrármálinu.
Jóh. Eyjólfsson er gamall Heima-
stj.-maður og eindreginn stuðnings-
maður núv. stjórnar.
Um Þórarinn Benediktsson veit
Lögr. það, að hann hefur áður ver-
ið stuðningsmaður þeirra Jóns f Múla
og Jóns Ólafssonar við kosningarnar f
Suðu-Múlasýslu, og telur hann þvf til
gamalla Heimastj -manna. Nú rjett
l fyrir kosningarnar hefur hann f
„Austra" lýst afstöðu sinni og telur
sig þar Bændaflokksmann, óháðan
hinum eldri flokkum, en kveðst ekki
vilja skifta um stjórn.
Guðm. Hannesson prófessor telur
sig nú utan flokka, og lýsti yfir
því fyrir kosningarnar, að hann
gerði það, og jafnframt, að hann
æskti ekki stjórnarskifta.
Sig. Gunnarsson prófastur hefur
áður verið þingmaður í flokki Sjálf-
stæðismanna, en þótt hann væri ekki
á þingi 1912, þá er það kunnugt,
að hann var mjög hlyntur þing-
mannasamtökum, sem þá fóru fram.
Nú fyrir kosningarnar lýsti hann yfir
þvf, að hann stæði utan flokka en
vildi ekki stjórnarskifti.
Sveinn Björnsson hefur boðið sig
fram í nafni Sjálfst.-flokksins.
í þriðja hópnum eru 5 nýir þing-
menn: G. ÓI„ H. Sn„ J. J„ K. Ein.
og M. P„ en Lögr. hyggur að þeir
hafi allir boðið sig fram í nafni
Sjálfst.fl., og allir þeir, sem í þess-
um hópi eru taldir, þótt þeir G. Ól„
IJjörtur og Þorleifur muni teljast til
Bændaflokksins og Hákon teldist á
sfðasta þingi utan flokka. Um
Guðm ólafsson hefur Lögr. reyndar
ekki hcyrt annað en það, að hann
sje Bændaflokksmaður, sem lítið hafi
komið við flokkadeilur að undan-
förnu, en þó hallast þar að Sjáflst.-
mönnum.
Um fjórða hópinn er það að
segja, að Björn Hallsson er Bænda-
flokksmaður og mun lítið hafa átt við
flokkadeilur að undanförnu, en verið
þó stuðningsmaður Jóh. Jóhannes-
sonar sýslum. og Einars prófasts
Jónssonar áður, að því er Lögr. hef-
ur heyrt, svo að hann mun hafa
hallast fremur að Heimastj.flokknum.
Nú hefur hann þó boðið sig fram
með þingmannsefni frá Sjalfst.mönn-
um, svo að vel má vera, að þeir
geti með rjettu eignað sjer hann.
Karl Finnbogason hefur verið talinn
með Landvarnarmönnum áður fyr.
En kunnugur maður hefur sagt Lögr.,
að hann mundi nú telja sig óhaðan
eldri flokkunum. Yfirlýsing frá hans
hálfu hefur Lögr. ekki sjeð aðra
en þá, í „Austra", að hann telji sig
f öllum aðalatriðum samdóma ávarpi
því, sem flokksstjórn „Sjálfst."-manna
gaf út síðastl. haust, en með því
er reyndar ósköp lítið sagt. Um
Sig Eggerz sýslumann vita menn
það, að hann var utan flokka á síð-
asta þingi.
Nánar en þetta mun í stuttu máli
ekki vera hægt að gera grein fyrir
afstöðu hinna nýkosnu þingmanna til
þeirra mála, sem áður hafa skift
flokkum
Um Heimastj -flokksbrotið frá sfð-
asta þingi mun ekki þurfa að gera
rað fyrir, að það komi fram á næsta
þingi sem sjerstakur þingflokkur. Úr
því eru aðeins 2 þingmenn endur-
Kosnir, síra Eggert Pálsson og Guðm.
Eggerz sýslum. Þriðji maður þaðan
er Júl. Havsteen amtm. Eirikur
Briem prófessor sagði sig úr því á
sfðasta þingi.
Um afstöðu þingmanna til skoð-
ana Einars prófessors Arnórssonar á
rfkisráðsákvæðinu og stjórnarskrár-
málinu veit Lögr. lítið. Enginn þing-
maður mun hafa gert þann skilning
að ágreiningsetni við kosningarnar
annar en hann sjálfur. Þó var eitt-
hvað samþykt í þá átt á fundi, sem
þingmenn Gullbr.- og Kjósarsýslu
hjeldu f Hafnarfirði. Sveinn Björns-
son virtist hvorki vera hrár nje
soðinn, er um þetta var rætt hjer fyrir
kosningarnar. Og ekki hefur það
heyrst, að sjerstök áhersla hafi nokk-
urstaðar verið lögð á það atriði fyrir
kosningarnar úti um landið.
Ef menn spyrja um afstöðu hins
nýkosna þings til núverandi stjórnar,
þá er því að svara, að hún er óljós.
Allir hinir þjóðkjörnu þingmenn,
sem hjer eru taldið f fyrsta og öðr-
um hópnum, munu fyrir kosningarn-
ar hafa gefið meira eða minna
ákveðnar yfirlýsingar um, að þeir
vildu styðja núv. stjórn, eða eigi
ganga í móti henni, að Einari pró-
fessor Arnórssyni undanskildum. En
þetta eru eigi nema 17 þingmenn
alls, eða rjettur helmingur þjóðkjör-
inna þingmanna. Óg ákveðnir stuðn-
ingsmenn núv. stjórnar eru þeir ekki
allir. — Um þá, sem kosnir eru f
nafni Sjálfst.flokksins, verða menn að
ætla, að þeir vilji skifta um stjórn,
en þeir eru 13. Um hina 3, sem
þá eru ótaldir, veit Lögr. f þessu
efni ekkert ákveðið. En vel má
vera, að þeir hafi gefið kjósendum
sínum einhverjar yfirlýsingar um
þetta, þótt ekki hafi það heyrtst
hingað.
ýHþmgiskosningarnar.
Úr Austur-Skaftafellssýslu eru nú
loks komnar fregnir af kosningaúr-
slitunum, og er Porleifar Jónsson
kosinn þar með 87 atkv.
Sigurður Sigurðsson kand. fjekk 69.
Þegar atkv. voru talin í Eyjafj.-
sýslu var ekki kominn atkv.-kassi
úr Grímsey, en þar fjekk H. Haf-
stein 4 atkv., St. Stefánsson 4, J.
Stefánsson 4 og Kr. Benjamfnsson
2. H. H. hefur því fengið 386 atkv.,
St. St. 282, J. St.i92ogKr. B 113.
f Frú Forbjörg Sighvatsdóttir.
Aðfaranótt 30. f. m. andaðist á
Heilsuhælinu á Vífilstöðum frú Þor-
björg Sighvatsdóttir, kona Magnús-
ar Pjeturssonar hjeraðslækinis í
Strandasýslu, en dóttir Sighvats
Bjarnasonar bankastjóra. Var hún
elst barna þeirra hjóna, 25 ára göm-
ul, fædd 14. nóv. 1888 En Magn-
úsi lækni giftist hún árið 1910 og
eignuðust þau dreng einan barna.
Hefur frú Þorbjörg lengi legið veik
á Heilsuhælinu. Magnús læknir var
á leið suður hingað, er hún andað-
ist, og er hjer nú staddur. En faðir
hennar var erlendis, og er nú á heim-
leið frá Danmörk.
Frú Þorbjörg var vel gefin kona,
greind og fríð sýnum.
Jarðarför hennar fer fram næstk.
laugardag.
Alþing Rvatt saman. Með
konungsbrjefi frá 20. apríl, sem
birt er í Lögb.bl. 30. s. m„ er al-
þingi stefnt saman til aukafundar
miðvikud. 1. júlf næstk.
Knud Berlín leggur út á íslensku.
Þess láðist að geta í síðasta tbl.
Lögrjettu, þar sem minst var á pró-
fessor Berlín og biskup vorn, að
prófessorinn hefur þýtt ummæli bisk-
ups í meira lagi ónákvæmt.
Niðurlagið á grein biskups í N,-
Kbl. var þetta:
„Hvorttveggja virðist vera fremur
einfalt mál. En bresta mun töluvert
á skilninginn — báðu megin*.
Þetta leggur prófessorinn svo út:
„Saa synes ogsaa begge Dele let
at kunne ordnes. Men meget vilde
gaa í Stykker ved en Adskillelse —
for begge Parter".
Auðsjáanlega heldur prófessorinn,
að skilningur merki: skilnaður. Og
samkvæmt þeim skilningi hefur hann
svo sett hitt samanl
Við þetta rifjast upp fyrir oss
dönsk þýðing á annari íslenskri setn-
ingu.
Danskar maður, sem ætlaði að
sækja um embætti á íslandi, var að
taka próf í íslensku í Kaupmanna-
hafnar háskóla. Hann kom upp f
sögunni í Þjóðsögum Jóns Árnason-
ar: „Nú skyldi jeg hlæja, væri jeg
ekki dauður*. Þar er setningin;
„Maðurinn er að smávitja um hana*.
Þetta lagði maðurinnsvo út: „Manden
tvivlcde saa smaat om hendes For-
stand".
Það var auðsjáanlega samstafan:
vit í orðinu smávitja. sem ruglaði
manninn. Og hitt setti hann svo
saman af eigin hyggjuviti, til þess að
fá vit í alt saman — alveg eins og
prófessorinn.
Ulster-dellan og heima-
stjórnarmálid írika. Síðustu
útlend blöð segja, að bráðum muni
nú sjá fyrir endann á Ulster-deilunni.
íhaldsmenn sjeu hættir að halda
fram kröfunni um nýjar kosningar
út af henni og í Ulster sjeu menn
farnir að æskja eftir friðsamlegum
endalyktum. Hafði nefnd af iðn-
rekendum og verslunarmönnum snú-
ið sjer með það erindi til Carsons
og þar á meðal menn, sem áður
höfðu drjúgum lagt í herkostnaðar-
sjóð hans.
Seely hermálaráðherra hafði kom-
ið fram með svo lftilli festu f viður-
ureigninni við herforingjana, sem
lausn vildu fá fremur en að beita
sjer gegn Ulsterbúum, að hann varð
að leggja niður embættið. Stjórnin
virtist þá um tfma standa höllum
fæti í viðureigninni við mótstöðu-
flokkinn. A>=quit tók þá sjálfur.að
sjer hermálaraðherra-embættið og
skaut máli sínu jafnframt til kjós-
enda sinna á þann hátt, að hann
ljet lausa þingmenskuna og boðaði
nýjar kosningar f kjördæmi sínu,
East Fife á Skotlandi. Var mikið
talað um, hvernig sú kosning mundi
fara, en það varð úr, að enginn
kepti þar við hann. Þetta var fyrri
hluta aprflmánaðar. En 7. aprfl var
heimastj.frumv. samþykt í neðri mál-
stofunni við 2. umr. með 357 atkv.
gegn 276.
Meðan Asquit var fjarverandi frá
þinginu í kosningaerindutn hafði ut-
anrfkisráðherrann, Edw. Grey, for-
svarið þar á hendi fyrir stjórnarinn-
ar hönd í heimastjórnarmálinu. Hann
hjelt því fast fram að heimastj.frum-
varpið yrði lögleitt af því þingi, sem
nú er saman komið, en að Ulster gæti
fengið þann 6 ára frest, sem stjórn-
in hafði áður boðið. Á þeim 6 ár-
um vildi hann svo undirbúa þá
breytingu, að England, Skotland og
Wales fengju sjerstök þing, og þá,
ef svo vildi verkast, einnig Ulster,
en Lundúna-parlamentið yrði þá
sambandsþing, sem aðeins hefði til
meðferðar sameiginleg mál allra
rfkishlutanna. Hann sagði, að margt
mælti með þeirri breytingu; það
mætti kallast nauðsyn fyrir Lund-
únaþingið, að Ijetta af sjer einhverju
af þeim störfum, sem á því hvíldu,
og fyrir hina einstöku ríkishluta væri
það æskilegt, að fá sjermál sfn til
sjálfstæðrar meðferðar.
Hugmyndin um þetta er ekki ný.
En þó vakti það mikla athygli, er
hún kom fram frá stjórnarinnar hálfu
í beinu sambandi við Ulster-deiluna.
Paul Heysc. Þýska skáldið
P. Heyse andaðist í Berlín 2. f. m„
84 ára gamall. Hann var einn af
frægustu skáldsagttahöfundum á sinni
tíð, og fjekk Nóbelsverðlaunin fyrir
nokkrum árum. Á yngri árum lagði
hann stund á málfræði, einkum forn-
málin, og fjekk 1852 doktorsnafnbót
fyrir ritgerð um þau efni. Hann
hefur skrifað fjöldan allan af skáld-
sögum og þykja ýmsar af þeim meist-
araverk. Einnig þýddi hann á þýsku
spönsk og ítölsk skáldverk af mikilli
list. Leikrit hefur hann einnig sam-
ið, en til þeirra þótti minna koma.
Skíp brennur. Nýlega brann
enskt vöruflutningaskip skamt frá
Esbjerg í Danmörku. Það hafði
meðal annars til flutnings mikið áf
eldspýtum og kviknaði f þeim og
varð ekki slökt. Skipsmönnum var
bjargað af botnvörpuskipi.
Álbanía. Vilhjámur fursti vill
taka sjer konungstitil, og hefur feng-
ið til þess samþykki ráðaneytis síns.
— Albauar eru að kúga Epiríus-
menn til hlýðni með vopnum. Þó
er sagt að þeir bjóði þeim sjálfstjóm
að nokkru leyti, svo sem i skóla-
málum og kirkjumálum.