Lögrétta - 20.05.1914, Síða 1
Afgreiðalu- og lnnheimtum.:
fORARINN B. ÞORLÁKSSON.
'VeltuBU.ndi 1«
TftliÍmX 359»
LOGRJETTA
Rltstjori
PORSTEINN 6ÍSLAS0N
Pingholtsstraeti II.
Talslmi 178.
M 36.
Reykjavík 30. maí 1014.
XX. árg.
Lárus Fjeldated«
TflrrJ sttarmálafnralumaOur.
Lækjargata 2.
Hetma kl. 11 — 12 0» 4—7.
Bœkur,
Innlendar ng erlendar, papplr og allskyns
ritföng kaupa allir 1
Bókaversl. Slgfúsar Eymundssonar.
Gerlarannsóknarstofa
Gísla Guðmundssonar
verður framvegis í Búnaðarfjelags
húsinu Lækjargötu 14 B (uppi á
lofti) og tekur til starfa í byrjun næsta
mánaðar.
Dtrýming berklaveikinnar.
i.
Hóflaus berklaveikishræðsla.
Fyrir nokkrum dögum ætluðu hjón
ein í Reykjavík og sonur þeirra að
flytja sig í annað hús. Sonuriun var
berklaveikur og hafði áður dvalið
hjer á Heilsuhælinu í nokkra mán-
uði. Þau höfðu leigt sjer alveg sjer-
staka íbúð uppi á lofti í húsi einu.
En nú varð fjölskylda, sem bjó í
sama húsi, en á hæðinni fyrir neðan,
óð og uppvæg, og krafðist þess, að
þessum skaðræðismanni yrði ekki
hleypt inn í húsið.
Jeg talaði við þennan berklaveika
mann meðan á þessu stóð. Honum
fjell þetta mjög þungt. »En þetta
er engin ný bóla“, sagði hann.
Síðan hann kom heim af Heilsu-
hælinu, þá hefði hann orðið var við,
að margir væru hræddir við sig, eða
— eins og hann kemst að orði —
hefðu andstygð á sjer.
Hann hefði þó gætt allrar varúð-
ar. Hann hefði aldrei hrækt ann-
arstaðar en í hrákaglasið sitt eða
hrákakönnuna, og hrákanum svo verið
brent o. s. frv. En jeg mætti ekki
halda, að fólkið tæki nokkurt tillit
til þess. Nei, hann hefði tekið eftir
að það hræddist mest þá, sem hrein-
legir væru og samviskusamir, og sjer-
staklega mætti fólk ekki sjá, að not-
uð væri hrákaglös. Sá, sem það
gerði, væri brennimerktur. Hann
væri orðinn leiður á þessu lífí. Það
væri rjettast, að hann tæki upp á
því, að hegða sjer eins og aðrir —
hrækja á gólflð og á götuna, eða þá
í vasaklútinn sinn, — þá tækju menn
ekki eftir, að hann hefði verið á
heilsuhæli 1
Þessi saga er því miður ekki ein
í sinni röð.
Það er miklu fremur algild regia,
að sjúklingar, sem verið hafa á Heilsu-
hælinu, verði fyrir einhverju slíku.
Undir eins og sumir heiðursmenn og
sumar heiðurskonur verða þess vís-
ari, að leigjandinn hefur verið á
Heilsuhælinu, þá er viðkvæðið:
Burt með þig! Ut með þig úr mín-
um húsum, eða út með þig úr sama
húsi og jeg bý f.
En einhver móðir og einhver faðir
*nun máske segja: Þessi hræðsla
mIn er ekki mín vegna, heldur vegna
barnanna minna. Jeg vil gæta þeirra
og vernda þau fyrir þeirri hættu,
sem yfir þeim vofir — berklaveikis-
hættunni.
Jeg vil segja við þessa móður og
þennan föður:
Það er í alla staði gott, og enda
sjálfsagt, að þú vakir yfir börnunum
þínum. En þessi framkoma þín við
berklaveika menn, eða þá, sem verið
bafa berklaveikir, er ekki aðeins
ómannlúðleg, heldur einnig heimsku-
leB og stórhættuleg. Með þessari
framkomu þinni, styður þú einmitt
að útbreiðslu berklaveikinnar, og að
því, að börnin þín verði berklaveik.
Líttu á! Langflestir af sjúkling-
um þeim, sem koma á Heilsuhælið,
hafa tekið veikina löngu áður. Sumir
hafa verið sjúkir mánuðum saman,
sumir árum saman. Margir af þess-
um mönnum vita ekki af þvf, að
þeir eru berklaveikir, og gæta því
ekki sjerstakrar varúðar.
En verið getur, að einhverjir hafi
haft grun um það; en það er meðal
annars þjer að kenna og þfnum lfk-
um, ef þeir hafa ekki gætt þeirrar
varúðar, sem var þeirra sjálfsagða
skylda. Þeir hafa ekki þorað að
nota hrákaglös, svo þú sæir, eða
gera aðrar ráðstafanir, sem gerá
börnin þín óhult fyrir þeitn. Það er
vitaskuld ekki rjett af þeim, að leyna
veikinni, en framkoma þeirra er bein
afleiðing af hinni óskynsamlegu fram-
komu þinni.
Sama er að segja, þegar sjúkling-
arnir koma heim aftur af hælinu, þá
er ekki skynsamlegt af þjer, að láta
þá verða vara við of mikla hræðslu
— einmitt vegna barnanna þinna.
Þú getur gert þjer f hugarlund,
hvernig afleiðingarnar geta orðið, ef
margir eru þínir Hkar.
Það getur komið fyrir, að þeir
hætti að nota hrákaglasið sitt, til
þess að það hneyksli þig þó ekki.
Auðvitað getur það verið rjett af
þjer að banna börnum þínum að
dvelja í herbergjum berklaveikra
manna og sporna við því, að þeir
umgangist um of ungbarnið þitt.
En hóflaus hræðsla styður að út-
breiðslu veikinnar.
Jeg vil endurtaka það, sem oft
hefur verið sagt áður:
Láttu ekki baráttuna við berkla-
veiki verða baráttu við berklaveika
sjúklinga.
II
Verkefnið.
En baráttunni við berklaveikina
má ekki linna. En það er auvitað
ekki til neins að ætla sjer að ein-
angra alla berklaveika sjúkiinga á
sama hátt og gert er t. d. við bólu-
veika. Það skilja allir.
Berklaveiki er nærri því f öðru
hverju húsi, sumstaðar í hverju
húsi í einhverri mynd, og fjöida
margir af þessum mönnum eru vinnu-
færir og hinir nýtustu menn.
Heilsuhælið er einn liðurinn f þess-
ari berklaveikisbaráttu, en til þess
að Heiisuhælið komi að tilætluðum
notum og baráttan við sjúkdóminn
verði sigursæl, þarf enn fremur:
/ fgrsta lagi, að sjúkiingurinn
komi á hælið f byrjun sjúkdómsins,
bæði vegna hans sjálfs og annara.
Vegna hans sjálfs, af því, að það eru
svo margfaldiega meiri líkindi til að
honum batni, ef hann kemur á hæl-
ið f byrjun sjúkdómsins, heldur en
ef hann kemur seinna; og vegna
annara af þeim ástæðum, sem jeg
hef áður tekið fram.
Árið 1913 fóru burtu af hælinu,
eða dóu þar, 123 sjúklingar, sem
haft höfðu berklaveiki f lungum.
Hver þeirra hafði til uppjafnaðar
verið sjúkur f h. u. b. 2 ár og 7
mánuði áður en hann kom á hælið.
t öðru lagi er það nauðsynlegt,
að sjúklingar, er þeir koma heim til
sín af hælinu, geti átt við viðunan-
leg kjör að búa. Þetta er nú auð-
vitað hægra sagt en gert, en mikið
má gera f þessu efni, og þá ekki
síst það, að hjálpa þeim til að fá hent-
ugt húsaskjól, og þeim, sem hraustir
eru orðnir og vinnufærir, að ná sjer
í atvinnu.
Þetta er verkefni fyrir sveita- og
bæjarstjórnir, fyrir fjelög og hvern
góðan borgara.
Þessi aðferðin verður areiðanlega
heillavænlegri fyrir þjóðljelagið, og
styður fremur að útrýmingu berkla-
veikinnar en hin aðferðin — að
forðast þá og láta þá finna til þess,
að þeir sjeu útskúfaðir öllum frá.
Fyrir skömmu var hjer á Heilsu-
hælinu 10 ára gömul stúlka brjóst-
veik. Hún virtist hraust við burtlör.
En hvernig verða kjör hennar þegar
heim er komiðí Heimilið er aðeins
eitt lítið þakherbergi, h. u. b. 4
áinir a brtidd og 5V2 alin á lengd,
og þar búa, auk hennar, foreldrarnir
og tvö systkini Þetta gefut tilefni
til umhugsunsr — og til hjalpar.
Annað dæmi: Unglingspiltur 17 ára
gamall kemur inn á hælið. Hann
er við inntöku taisvert sjúkur. Hann
er hjer rúmlega ár og batnar mjög
vel og er við burtför nærri alheill.
Þetta er um vor. Það er brjínt fyrir
honum að hann megi ekki vinna
erfiðisvinnu um sumarið, og með því
pilturinn er umkomulaus og á að
fara heim á sveit sína, er honum
fengið í hendur iæknisvottorð þess
efnis, að hann sje ekki vinnufær fyrst
um sinn.
Eftir 3 mánuði kemur pilturinn aftur
inn á hælið og er nú enn sjúkari en
við fyrri inntökuna. Hann segir þessa
sögu: Hreppsnefndin setur hann
niður á bæ einn í sveitinni, og það
fyrsta verk, sem hann er látinn gera,
er — að standa í mógröf 1 Eitthvert
hið örðugasta verk sem fyrir kemur.
Þetta verður piltinum um megn.
Eftir að hafa stundað mógröftinn í
nokkra daga, legst hann veikur og
— hefur ekki náð sjer sfðan.
Hætt er við, að Heilsuhælisveran
komi ekki að miklu gagni, þegar
svona er farið að. Hjer hefur verið
sýnt of mikið skilningsleysi og kæru-
leysu, hvort sem á að kenna það
hri ppsnefndinni, húsbóndanum eða
ef til vili að einhverju leyti drengn-
um sjalfum.
t þriðja lagi verður oft nauðsyn-
legt að hjalpa þeim sjúklingum, sem
af einhverjum ástæðum ekki geta
komist á Heilsuhælið. eða meðan
þeir eru að bíða eftir inntöku. Sjer-
staklega verður að hjalpa þeim
til þess, að koma ár sinni þaunig
fyrir borð, að þeir verði hættulausir
öðrum, sem búa á sama heimili.
Nóg er verkefnið.
En hvernig getum við leyst verkið
af hendi? (Nl.).
Sigurður Magnússon.
Út af ummælum
í „Breiðablikum" nr. 9 og io(fcbrú-
ar og mars) þ. á., þar sem minst er
á prjedikanir Haraids prótessors Ní-
elssonar og þess getið, að hann h*fi
gefið kost á að prjedika tvisvar í
mánuði gegn 1500 kr. á ári, verð jeg,
sem formaður nefndar þeirrar, er
gengist hefur fyrir fjelagsskap í því
skyni, að iýsa yfir því, að þetta er
með öllu ósatt. Hr. prófessor Har-
aldur Níelsson hefur ekkert sett upp
og beint tekið það fram, að við sig
þyrfti engan samning að gera, enda
hefur enginn samningur verið við
hann gerður og ekki hefur slík upp-
hæð nokkurn tima komið til tals í
nefndinni. Hann hefur algerlega lagt
það á vald nefndarinnar, hver laun
hún sæi sjer fært að greiða fyrir.
Ritstjórinn hefur þvi hlotið að fara
eftir einhverri rangri flugufregn.
Rvík 14. mai 1914.
Ásgeir Sigurðsson.
Ulsterdeilan. Fyrir nokkrum
vikum var i útl. blöðum mikið talað
um það, að skamt frá Langalandi i
Danmörku hittust tvö skip, annað
norskt, og hjet „Fanny", hitt þýskt,
og kom frá Hamborg. Þýska skipið
flutti nnkið af skotvopnum yfir 1
„Fanny", og hjelt hún til hais og
Brynjúlfur Jónsson dáinn.
Morguninn 16. þ. m. var símað frá Eyrarbakka að Brynjúlfur Jónsson
skáld og fræðimaður frá Minna-Núpi væri nýdáinn úr lungnabólgu.
Hann var liðlega hálfáttræður, fæddar að Minna-Núpi í Gnúpverja-
hreppi í Árnessýslu 26. sept. 1838. Bjuggu foreldrar hans þar, og voru
fremur fátæk. En Brynjúlfur var
kominn í beinan karlegg frá Þorláki
Skúlasyni biskupi, en móðir afa
hans var dóttir Halldórs biskups
Brynjúlfssonar. Tæplega þritugur
veiktist Brynjúlfur svo, að hann varð
aldrei upp fra því fær til líkamleg-
rar vinnu og fjekst eftir það ein-
göngu við kenslu og ritstörf, og auk
þess var hann ott í rannsóknarferð-
um um landið fyrir Fornleifafjelagið.
Eftir Brynjúlf liggur fjöldi rita,
bæði kveðskapur, sagnarit og forn-
menjalýsingar, og svo heimspekisrit-
ið „Saga hugsunar minnar*, sem út
kom síðastliðið ár. Hann var mjög
gáfaður maður og athuguli og ritaði
ljóst og vel, en að sumum sagnarit-
um hans, einkum Bolu-Hjálmarssögu
og Natanssögu, hefur verið fundið,
Brynjólfur Jónsson. að hann hafi látið þar ofmikið leið-
ast af óáreiðanlegum munnmælum. En yfir höfuð er bókmentastarf Brynj-
úlfs merkilegt og þakkar vert.
Aldrei kvæntist Brynjúlfur, en son á hann, sem Dagur heitir og er
búfræðingur og býr á Gerðiskoti f Flóa. Þar taldi Brynjúlfur heimili sitt
hin sfðari ár, en var þó oftast á vetrum á Eyrarbakka við kenslu, og til
skams tíma á ferðalögura á sumrin. Lengi hefur hann haft á fjárlögunum
300 kr. styrk árl. til fornleifarannsókna. — Nánari lýsing á Brynjúlfi og
starfsemi hans er í októberblaði „Óðins“ 1908, eftir Valdimar Briem biskup.
skyldi eftir sUipskjölin. Sumir gátu
til, að þessi vopnasending ætti að
fara til Ulster, en aðrir, að hún ætti
að fara til Mexikó. Spurðist nú um
hríð ekkert til norska skipsins, er sum-
ar fregnir sögðu, að nýselt hefði
verið til Þýskalands, og voru get-
gatur um það fram og aftur, hvern-
ig á ferðum þess stæði, En seint f
aprfl kom það upp úr kafinu, að
skotvopnin voru komin á land f
Ulster Þetta vakti mikla hreyfingu
f Englandi. Menn sáu á þessu, að
þvf fór fjarri að í Ulster væru menn
að gela upp mótstöðuna gegn heima-
stjórnarfrumvarpinu. Nú þótti, þvert
á móti, sýnt, að til skarar ætti að
skríða með uppreisn og borgarastyrj-
öld. Áður höfðu íhaldsblöðin brigsl-
að stjórninni um, að herútbúnaður
hennar út af Ulstermálinu væri ógn-
anir gegn friðsömum borgurum. En
nú virtist fremur ástæðu tii að lá
stjórninni, að hún hefði ekki verið
þar eins vel á verði og æskilegt var,
til þess að hindra innflutning vopn-
anna Um þetta var rætt f þinginu,
og tók stjórnin svo í málið, að
mönnum þótti auðskilið að meiri
strangleik yrði beitt gegn Ulster hjer
eftir en hingað til, en um fyrirætl-
anir hennar vildi Asquit halda öllu
sem mest leyndu. 5 herskip voru
send til Ulster, til að vera á verði
þar við strendurnar, og á landhern
um var einhver hreyfing lika Carson
var á þinginu, er Asquit talaði þar
um málið, og hafði verið órólegur,
en þingmenn stjórnarflokksins sendu
„Ulsterkonginum“ ýms haðskeyti, en
svo var hann kallaður þar meðal
þingmannanna.
Ymsum sögum fer um það, hve
stór vopnasendingin hafi verið, sem
„Fanny* flutti. Fyrst var talað um
70 þús. nfflt og skothylki svo
miijónum skifti, en síðan sagt, að
rifflarnir hafi verið um 40 þús., eða
færri, og skothylkin eftir því. Vopn-
unum var skipað upp f þremur stöð-
um, í Lame, Banger og Bonaghadee,
Og var farið þannig að þvf, að lög-
regluliðið var vjelað burtu fra þess
um stöðum á meðan á þann hátt,
að óspektir voru gerðar annarstaðar.
Frakkland. Nýafstaðnar kosn-
ingar þar breyta ekki miklu til um
skipun þingsins. Alhr helstu foringj-
arnir voru endurkosnir. Stjórnin ef
til vill heldur veikari en aður var.
Mest stríð stóð um kosningu Cail-
leaux fyrv. fjármalaráðherra En
hann var kosmn með miklum at-
kvæðamun. Mótstöðumenn hans í
Parfs voru svo æstir að á einum
stað, þar sem auglýst voru úrsíit
kosninganna og menn biðu þeirra
fram á nótt, rjeðst múgurinn á mann
og misþyrmdi honum af því mönn-
um í fijótu bragði hafði sýnst hann
vera Cailleaux.
Starf rannsóknarnefndar franska
þingsins, sem áður hefur verið um
getið, varð lítið, og duttu þau mál
niður. Þó er nú verið að lýsa eftir
Rochette fjárglæframanni um alt.
Hann hafði lent í æfintýrum í Mexi-
kó, verið svo í Lundúnum, og jafii-
vel f Paris um tíma, en farið þar
huldu höfði. Svo þykjast menn vita,
að hann sje nú í Ásfu. Frú Caij-
leaux situr enn f fangelsi og er mál
hennar ódæmt
Lýðveldi gjaldþrota. Sú fregn
hefur nýlega staðid í bloðum, að
Negralýðveldið Haiti væri gjaldþrota.
Þar hafa, eins og kunnugt er, verið
sífeldar innanlandsóeirðir og valda-
baratta.
ísland erlendis.
Gunnar Gnnnarsson. Nú eiga
skáldsögur hans; „Úr ættarsögu
Borgarfólksins* að koma út á
sænsku, allar þrjár, „Ormar Örlygs-
son", „Danska frúin á Hofi“ og
„Gestur eineygði". Bókaútgáfan
„Ljós* f Stokkhólmi hefur keypt út-
gáfurjettinn.
Einar Jónsson niyndhöggvari,
í Lögb. frá 9. apríl er stungið upp
á því, að Vestur-íslendingar fái hann
til að flytjast til Winnipeg og skjóti
fje saman til þess að flytja þangað
myndasafn hans og fá því þar hús-
rúm.
„Lögberg“. Sig. Júl. Jóhannes-
son læknir hefur tekið við ritstjórn
þess 9. apríl og ritar þar um fyrir-
rennara sinn, Stefán Björnsson, með-
al annars: „Enginn maður hefur
stjórnað blaðinu (Lögb) eins lengi
og hann; aldrei hefur það verið út-
breiddara, aldrei meira lesið, aldre’i
vinsælla og áhrifameira en einmitt f
hans höndum".