Lögrétta - 20.05.1914, Side 3
L*3GftJETTA
97
= BETRI O JAFIR =
verða börnum ekki gefnar en bækur þær, sem hjer eru taldar:
Dýramyndir, kr. 1,50; Hans og Grjeta, 1,50; Öskubuska, 1,50;
För Gullivers til putalands, 0,75; Ferðir Miinchhausens baróns,
0,75; Sagan af Tuma þumli, 0,75; Þrautir Heraklesar, 0,75.
(Hver þeirra fjögra síðasttöldu með um 40 myndum). Hrói
höttur, 0,85; Engilbörnin, 0,25. — Bækur þessar fást hjá öllum
bóksölum á íslandi. Spyrjið eftir þessum bókum og fáið að sjá þær.
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík.
Glervaran "ipi
í Edinborg'arverslun
segja allir að sje ágæt, úr miklu að velja, en samt ódýr.
Bollapör margar tegundir, Kaffikönnur, Mjólkurkönnur,
Tepottar, Þottastell, Matarstell, Diskar, Skálar,
Vatnsglös, Vatnsflöskur, Glerskálar o. fl.
Emaleraðar vörur
fyrirtaks góðar, margar tegundir með lægsta verði.
ívottapottar, Emal. Járnpottar, Steinolíuvjelar,
Tauvindur og Rullur, Bollaparabakkar,
Ferðakistur og Töskur, Albúm,
Myndrammar, Leikföng.
Hvergi meira úrval af allskonar smábúshlutum en í
Gler- og Járnvöpu-deild
Edinbor garversl unar.
Ennfremur læst í þessari deild
Margarínið gólkunna, Frys Cocoa,
Melrose Te-ið (sem öllum þykir gott, Eldspýturnar þægilegu
o. fl. o. fl. o. fl.
Verslunin Edinborg.
Hafnarstræti 12.
Hússtj órnarnámsskeið,
frá 1. júlí til 15. ágúst, verður haldið í Kvennaskólanum, ef nógu
margir nemendur gefa sig fram. Borgun: 35 kr. fyrir allan tímann.
Umsóknir sendist sem fyrst forstöðukonu skólans.
Rvík 20. maí 1914. Ingibjörg H. Bjarnason.
De forenede Bryggeriers
Central Maltextrakt
er ágætt, styrkjandi og gagnlegt meðal i veikindum og óstyrkleika.
Kjarngott - næringarmikið - bragðgott.
Fæst nú hjá öllum kaupmönnum.
aðarfjelagsins að láta gera tilraunir
með fóðrun sauðfjár á kraftfóðri á
næstu árum. Tilraunir þessar svari:
I. Hvað þarf kindin mikið kraft-
fóður, er svari til fullrar heygjafar
dag hvernf 2. Hvaða fóður svarar
best kostnaði? 3. Verður ekki auðið
að nota betur útbeit, sje fóðrað á
kraftfóðri? 4. Hver áhrif hefur kraft-
fóðrið á kindina og afurðir hennar?
Sjerstaklega skal Ieggja áherslu á
að gera tilraunir með þessar fóður-
tegundir: 1. Rúg. 2. Innlendar fóður-
tegundir, svo sem lýsi, síldarmjöl
eða síldarkökur og þá í sambandi
við það maísmjöl eða annað kol-
vetnisríkt fóður". — Umræður urðu
nokkrar um tillöguna og voru allir
meðmæltir henni að efni til; einn
stjórnarnefndarmanna benti á, að
rjettara mundi að forminu til, að
áskorunin væri stíluð til bún-
aðarþings, en mundi þó bera að
sama brunni. Var svo tillagan borin
undir atkvæði og samþykt í einu
hljóði.
1814 — 17. maí — 1914.
Síðastl. sunnudag, 17. þ. m., hafa
verið mikil hátíðahöld um allan
Noreg, til minningar um það, að
þá var stjórnarskrá Norðmanna 100
ára gömul.
Hjer mintust Norðmenn dagsins
með samsæti á „Hótel Reykjavík".
Th. Klingenberg konsúll hjelt þar
aðalræðuna, Forberg sfmastjóri talaði
fyrir konunginum og Aall-Hansen
umboðssali fyrir flagginu. Síðan rak
hver ræðan aðra og stóð samsætið
fram á nótt. Heillaóskaskeyti koin
til samkomunnar frá borgarstjóra
Reykjavíkur.
í Iðnaðarmannahúsinu hjelt Árni
Pálsson sagnfræðingur fyrirlestur um
það, sem gerðist í Noregi 1814 og
tildrögin til þess. Mun sá fyrirlestur
koma út, að líkindum í Skírni.
Eins og áður hefur verið getið
um hjer í blaðinu, hófst 15. þ. m.
sýningin í Kristjaníu, sem stendur f
sambandi við þessi hátíðahöld.
Heillaóskaskeyti voru send hjeðan
frá forsetum Alþingis, Jóni Ólafssyni
og Júl. Havsteen, til Sórþingsins,
frá háskólanum til háskólans í Krist-
janíu, frá stjórn Stúdentafjelagsins til
hátíðarnefndarinnar á Eiðsvelli og
frá Norðmönnum í Reykjavík til
Hákonar konungs. Skeyti Alþingis-
forsetanna er svohljóðandi: „Dóttur-
landið sendir móðurlandinu og bróð-
urþjóðinni hugheilustu kveðju og
heillaósk af tilefni dagsins. Farsæld
og heiður Noregs er gleði og stolt
íslands". Forsetar Stórþingsins svör-
uðu 18. þ. m.: „Hið fagra skeyti
var Iagt fram á fundi Stórþingsins f
gær í ríkissalnum á Eiðsvelli og því
fagnað með mikilli gleði. Forsetarnir
fengu umboð til að flytja hjartanlega
þökk frá móðurlandinu til bræðranna
á sögueynni Við óskum Islandi
mikillar framtíðar með vexti og
blómgun í atvinnulífi, mentalífi og
hverskonar menningu til heiðurs og
heilla fyrir hinar norrænu þjóðir".
M pádi td fistitía.
Úr Hovnaiirði. Sigurður Sigurðs-
son kennari fra Kalafelli, nú á Hof-
felli f Hornafirði, ritar Lögr.: „Mjer
hefur verið eignuð grein, sem stend-
ur f 10. tbl. Lögr. með yfirskriftinni
„Úr Hornafirði*. Neita jeg því, að
jeg eigi þá grein, eða hún sje runn-
in frá mjer", — Það er rjett, sem
hr. Sig. Sig. segir, að brjefið, sem
hjer er átt við, er ekki frá honum,
Skaðabætur fyrir gæsluvarð*
liald. Nýlega er fallinn dómur f
yfirrjetti, sem dæmir Ólafi Jónssyni
myndasmið f Vík í mýrdal 200 kr.
skaðabætur fyrir gæsluvarðhald, sem
Sig. Eggerz sýslum. hafði haldið
honum í út af þjófnaðargrun, og
skipuðum málaflm., G. Sveinss., 25
kr. þóknun.
Dýrt fecypt. „Vísir" sagði frá
því 13. þ. m„ að á uppboði á Víg-
holtsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu
hefðu um 70 ær verið seldar og
farið á 42—44 kr. hver, og aðrar
kindur að sama skapi. — Þótti
mönnum þetta ótrúlega hátt verð
og ræddu um, að ekki gæti verið
rjett farið með frjettina. Varð þá
einum að orði: „Jeg get vel trúað
þessu. Þeim, sem kjósa Bjarna frá
Vogi á þing, er trúandi til allrar
vitleysu".
Prestskosning fór fram nýlega á
Kolfreyjustað f Fáskrúðsfirði og var
kosinn sfra Haraldur Jónasson, áður
aðstoðarprestur þar, með 216 atkv.
— Stefán Björnsson fjekk 60, og
sfra Haraldur Þórarinsson II.
Prestskosning við Jttývatn fór
einnig fram nýlega. Þar sótti síra
Jónmundur Halldórsson á Barði í
Fljótum einn, en var hafnað með 80
atkv. móti 40.
Slys af skoti varð 12. þ. m. á
báti frá Syðritungu á Tjörnesi.
Ungur maður, Jóhannes að nafni,
sonur Þorsteins bónda þar, var að
skjóta, en fjell útbyrðis, um leið og
hann eitt sinn hleypti af byssunni,
og druknaði.
Tíðin. Enn er kalt og harðinda-
frjettir berast utan úr hjeruðunum,
úr öllum áttum.
f
Frú Katrín Einarsdóttir.
Síðastliðinn sunnudag andaðist hjer
á Landakotsspítalanum frú Katrín
Einarsdóttir, ekkja Benedikts Sveins-
sonar sýslumanns, úr afleiðingum
heilablóðfalls, eftir sjö mánaða þunga
legu. Hún var 71 árs gömul, fædd á
Reynistað f Skagafirði 23. ág. 1843,
dóttir Einars umboðsmanns Stefáns-
souar. Þau Benedikt og Katrín
giftust 1859 og bjuggu þau um hríð
á Elliðavatni, en hann var þá 2.
dómari við landsyfirdóminn. Af
börnum þeirra er 3 á lífi: Ragn-
heiður, gift Júl. Sigurðssyni banka-
stjóra á Akureyri, Einar, skáld og
fyrv. sýslum., og Kristín, sem búið
hefur með móður sinni hjer f Reykja-
vík. Annar sonur þeirra, Ólafur
Sveinar Haukur, bóndi á Elliðavatni,
er dainn fyrir allmörgum árum, og
þriðji sonurinn, Sveinn að nafni, dó
ungur.
Þau Benedikt og Katrín skildu
samvistir og bjó hún eftir það ýmist
á Akureyri, hjer í Reykjavík, eða f
Khöfn.
Hún var mikilhæf kona, afbragðs vel
gáfuð og fróð, og mjög vel skáldmælt,
að sögn þeirra, sem hana þektu best.
Jarðarförin fer fram næstkomandi
laugardag.
Reykjavík.
Silfurbrúðkaup áttu þau 11. þ.
m. Th. Thorsteinsson kaupm. og
frú hans.
Sjúkdómar og kvillar eru hjer
allmiklir í bænum um þetta leyti,
meðal annars kíghósti.
Hjónabönd. Sfðastliðinn fimtudag
giftust hjer í bænum Jóhann Krist-
jánsson ættfræðingur og frk. Sig-
ríður Petrea Jónsdóttir, ættuð úr
Eyjafirði.
Laugard. 16.: Halldór Kr. Vil-
hjálmsson prentari og frk. Guðfinna
Einarsdóttir.
Leiðrjetting. í síðasta tbl. var
prentvilla, þar sem sagt var frá
kosningu síra L. Knudsens. Hann
er nú prestur á Bergsstöðum, en
var kosinn á Breiðabólsstað. í grein
neðan við myndina á 1. bls. stóð
1915 fyrir 1815.
Dularfnll fyrirbrigði. Á sunnu-
daginn kemur flytur prófessor Ágúst
Bjarnason fyrir alþýðufræðslu stúd.»
fjel. erindi um nýjustu rannsóknir
dularfullra fyrirbrigða, þar á meðal
hið nýútkomna rit dr. Schrekk-
Notzing’s um svonefnd „holdgunar-
fyrirbrigði".
Dáin er hjer í bænum 13. þ. m.
frú Kristín Þorsteinsdóttir, kona
Aðalbjörns Stefánssonar prentara.
Jarðarförin fór fram í dag.
Af Reykjanesi. í 23. tbl.
Lögr., 29. apr. þ. á., er grein með
yfirskriftinni; „Athuganir á Reykja-
nesinu*; eru í greininni hroðaleg-
ar frásagnir um illa meðferð á
skepnum, er væri hin mesta óhæfa,
ef sönn væri, og að sjálfsögðu þess
verð, að hún væri látin sæta verð-
ugri refsingu. Jeg tel sjálfsagt, að
hvert hreppsfjelag, sem veit sig laust
við að önnur eins harðýðgi eigi sjer
stað, ýti af sjer slíkum áburði.
Hvað Keflavíkurhrepp snertir(Kefla-
vík og Njarðvíkur), gefst lesendum
blaðsins til kynna, að fjenaður hefur
venjulega gengið vel undan vetri, og
meðferð fjár verið góð, enda gild-
andi regla, að hýsa hverja kind og
gefa henni fóður. í vetur hafa fjár-
eigendur hjer í hreppi eytt allmiklu
korni í fjenað sinn; kann þó vera,
að eitthvað af fjenaði gangi illa und-
an sakir vorharðindanna. Yfir höfuð
er mjer ekki annað kunnugt en fjár-
eigendur f hrepnum láti sjer um-
hugað að fara vel með skepnur sínar.
Að höfuðlausar kindur hafi átt að
reka í Njarðvíkum í fyrra, er mjer
ekki kunnugt, og skal jeg ekkert
um það segja, meðan jeg ekki hef
leitað upplýsinga um það; en eitt
veit jeg, sem sje, að úr mínum hreppi
hefðu þær kindur exki verið. Jeg
mundi, undir eins og jeg hefði lesið
greinina, hafa snúið mjer til höfund-
ar tjeðrar greinar til þess að fá sögu-
rök, ef ekki hefði svo óheppilega til
tekist, að hann skyldi velja sjer þessa,
að mínu áliti, óþörfu varúð, að leyna
marki sínu, nafninu, því nafnið er þó
höfuðeinkennið, sem menn venjuleg-
ast nota til þess, að vita, t. d. hvaðan
greinarkorn sje komið, sem rekur af
hafl mannshjartans upp á lestrar-
borðið.
Ekki skil jeg hvernig greinarhöf-
undurinn getur fundið, með þessum
mjer óþektu harðýðgislýsingum,
ástæðu til að tengja þær við sjálf-
stæðisstefnu sýslubúa, enda virðist,
þó hann kynni að geta bent á ein-
stöku dæmi einhverstaðar, um harð-
ýðgismeðferð á skepnum, að siíkt sje
þó ekki gildandi ásökun á megin-
heild hjeraðsbúa, og síst til þess, að
nota slíkt sem ófrægðarörfar á skoð-
un þeirra á stjórnmáium, enda munu
þær örvar hafa litla þýðingu, því um
órökstuddar ófrægðarsögur, með huld-
um höfundi, má segja: að boginn
sje aflsmár og örin sljó; kemur fram
varúðin í skjóli máltækisins gamla:
„Ekki hæfir rögum manni langt
vopn*.
Keflavík 11. maí 1914.
Ágúst Jónsson.
Símskeyti.
Frá Khöfn er símað í gær:
„Rússneska þingið snýst gegn
stjórninni.
Huerta Mexikóforseti er sjúkur.
Albanar og Epírusmenn semja frið.
Símskeyti alþingis vekur eftirtekt*.
Símskeyti alþingis, sem hjer er
talað um, er skeytið til norska þings-
ins, sem prentað er á íslensku á öðr-
um stað í blaðinu. Það var sent á
dönsku og hljóðar þar svo: „Datter-
landet sender Moderlandet og Bro-
derfolket inderlig Hilsen og Lyk-
önskning i Anledning af Dagen.
Norges Lykke og Hæder er Islands
Glæde og Stolthed*. Það munu
vera byrjunarorðin, „Datterlandet"
og „Moderlandet", sem cinhver af
dönsku blöðunum vilja tengja við
skilnaðarhugsun hjer, og ef til vill
er með nokkrum rjetti hægt að
leggja í það dálítið öðruvísi skilning
en vakað mun hafa fyrir höfundun-
um. „Datterland" mun vera mjög
fátítt orð, en „Moderland* er altítt,
og mun merkingin í því nokkuð
teygjanleg. En smávægilegt mál er
þetta og ekki mikillar eftirtektar vert.
Rilstjóra-einvígi. Ritstjórar 2gja
danskra blaða í Bandaríkjunum, ann-
ars í Chicagó, hins þar í nágrenn-
inu, Bötker og Petersen, háðu ein-
vígi með skammbyssum á páskadag-
inn í vor út af blaðadeilum, í skógi
við Chicagó, og skutust á nokkrum
skotum án þess að skaði yrði að.
— En er þetta varð uppvfst, var
mál höfðað gegn þeim og er sagt,
að þeir fái hegningu fyrir, annað-
hvort fangelsi eða háar sektir, alt
að 3000 dollara.
Vátryggið fyrir eldsvoða í
General.
Stofnsett 1885. — Varnarþing i Reykjavik.
Sig. Thoroddsen. Sími 227.
Umboð8menn óskast á Akranesi, Keflavik,
Vik, Stykkishólmi, Ólafsvik.
Cirifiur Cinarsson,
Yfirdómslógmaður,
Laugaveg 18 A, (uppi). Talsimi 433.
Flytur mál fyrir undirrjetti og yfir-
dómi. Annast kaup og sölu fasteigna.
Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 e. h.
Klæði
og
Dömuklæði,
fjölbreytt og ódýrt.
Stnrla Jónsson.
Eggert Claessen
yflrrjettarméilaflutnlngsmaður.
PésthdMtrætl 17. Venjnlega helma kl. 10—11
og 4—5. Talsfnl 16.
t&ianoer
frá Sören Jensen, Kaupm.höfn.
Einkasala fyrir tsland í Vöru-
húsinu í Reybjavík.
Móðir mín, frú Katrin Einarsdóttir, andað-
ist á Landakotsspitala p. 17. p. m., eftir langa
legu. Jarðarfdrin fer fram frá spítalanum
laugardaginn p. 23. þ. m. og hefst kl. I e. h.
Kristin Benediktsdóttir.
ÞjóðYinafjelagið.
Hjer með auglýsist, að eftir þennan
dag eru allir beðnir að snúa sjer til
meðundirritaðs Tryggva Gunnars-
sonar um öll viðskifti, er snerta
Þjóðvinafjelagið, bæði fjárgreiðsjur
og annað.
Rvík 22. apríl 1914.
Tryggvi Gunnarssorh • •
Jón Þorkelsson.