Lögrétta - 08.07.1914, Blaðsíða 2
L0GRJETTA
EejÉápir, karla og kveana, FerJajallar m SlitíSt
og allskonar Sraávörar eru í miklu úrvali
í Austurstr. 1. Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co.
Káðherra-ábenðing.
tffivenfijólar,
tJiápur, *£reyjur með 40% afslætti. dívQnfíatfar,
Síómsfur, cF/aðrir °^r'ísl“,a
cTSjotaofnif cflíusselín, t&tauQÍ maefsiJ«L°
JÍQggingar með 50% afslætti. Sjöl með 33j/3% afslætti.
cTLýfíomnir cZómullaróúfíar og t&tónQÍ
sqÍsÍ óóýrf.
J. P. T. Brydes verslun.
svæði er Sljettan líka, þó að ekki
hafi orðið þar eldsumbrot síðan áísöld.
Sljettan er talin mesta bjargræðis-
pláss, og furðanlega snjóljett þar og
frostvægt, þótt hún sje nyrsta sveit
landsins, og veldur láglendið því.
Hins vegar er sumarhitinn fremur lítill
(8,2° C í júlí) og veðrið oft hráslaga-
legt, einkum austan (p: norðaustan)
sveljandinn á vorin (meðalhiti í maí
aðeins 1,9° C). Hann var einmitt
fyrstu dagana eftir að jeg kom, en
svo kom blíðviðri með vestanátt.
Auk landbúnaðar, æðarvarps og sil-
ungsveiða, hafa menn og töluverðan
arð af hrognkelsaveiði á sumum bæj-
um og af farselum á vetrum. Útræði
er lítið og fiskur gengur að jafnaði
seint; þó kvað stundum koma hlaup
á útmánuðum. Áður fyr var Sljett-
an og mikið trjárekapláss, en „vand-
sjeðir voru rekadrumbarnir á Sljettu".
Nú hafa menn töluverðan rnarkað
fyrir búsafurðir við Norðmenn á
Raufarhöfn, og töluvert lífga þeir upp
meðan þeir eru, en vonandi dregur
það ekki hug Sljettunga of mjög frá
aðalbjargræðisveginum, landbúnaöin-
um.
Á Ásmundarstöðum er reisulegt
býli og prýðilega um gengið. Þar
er lítil kirkja, sem bændur ljetu reisa
þar nál. miðri síðustu öld, og er það
nyrsta kirkja landsins, önnur en kirkj-
an í Grímsey. Þeim þótti langt til
kirkju áður — að Svalbarði. Nú verð-
ur Svalbarðspresturinn að koma til
þeirra. Bærinn og túnið er á mjóu
eiði milli sjávar og vatns. Jegkann-
aði vatnið; það er mjög grunt, 1—
I,S m., með miklu af vatnabobbum
og vorflugnalirfum, en sviflíf var lítið
sem ekkert í því. Gróður var
nokkur í botni. Þess má geta, að
vindmylna er á Ásmundarstöðum og
önnur á Raufarhöfn. Eru nú þessi
þörfu tæki alt of fásjeð hjer á landi,
þar sem vindurinn er annars vegar
nógur, og hættan hins vegar svo
mikil á því, að útlent mjöl geti verið
svikið, að jeg ekki minnist á vinnu-
launin, sem vjer verðum að borga
út úr landinu fyrir mölunina. Nú —
vatnsmylnur eru allvíða og bætir það
nokkuð úr.
Að æðarfuglinum frátöldum er
fuglalífið ekki fjölskrúðugt. Á milli
Raufarhafnar og Ásmundarstaðar sá
jeg mest af sendling, nokkrar heið-
lóur, 1 spóa og ef til vill allmargar
sanderlur (calidris arenaria), fuglar,
sem líkjast allmjög lóþræl, og eru
taldir heldur fásjeðir hjer. Valir
kvað vera alltíðir, en fátt um
hrafna, og arnir sjást þar aldrei nú.
Rotta slapp einu sinni í land á R.-
höfn, en var drepin. Saga hefur
gengið um það, að hvítar mýs væru
á Sljettunni (víst helst í kringum Ás-
mundarstaði), en annaðhvort hefur þá
verið að ræða um tamdar mýs, sem
hafa sloppið á land frá skipi, eða
það hefur verið tómur hugarburður
(mýs, sem hafi komið nálægt mjöli?).
Á Ásmundarstöðum vissu menn ekk-
ert um þær. — Gaman þótti mjer
að sjá gamlan kunningja minn að
sunnan rjett við húsin á R-höfn; það
var týsfjóla (viola canina); það var
mikið af henni þar.
Mikið kvörtuðu Sljettungar undan
læknisleysinu, sem von er; enginn
læknir á öllu svæðinu milli Þórshafn-
ar á Langanesi og Húsavíkur. Frá
Raufarhöfn er álíka langt til læknis
(á Húsavík) og úr Reykjavík og aust-
ur í Fijótshlíð.
23 þingmenn komu sjer saman
um það síðastl. sunnudagskvöld, að
benda á Sigurð Eggerz sýslumann
til þess að taka við ráðherraembætt-
inu, og heitir það svo í tilkynning
þeirra um það til fráfarandi ráðherra,
að þetta sje „Sjálfstæðisflokkurinn
og samverkamenn hans“ á þingi.
Höfðu 9 atkv.greiðslur farið fram
áður þessi árangur náðist. Geta má
nærri, að ekki hafi þeim fallið ljett
að skrifa undir ábendinguna sumum,
' sem miklar vonir höfðu gert sjer
um, að hljóta happið sjálfir. Um þá
Sk. Th. og Bj. Kr. er það sagt, að
þeir hafi ekki fengið nema 3 atkv.
hæst hvor um sig, eða 2 fyrir utan
sjalfa sig, og munu ýmsir undrast
það fylgisleysi, einkum hjá Skúla.
En svona er nú ástatt um þá, sem
taldir hafa verið höfðingjar flokksins,
að fram yfir þá er tekinn alveg ó-
reyndur maður.
Hinn væntanlegi nýi ráðherra er
maður á besta aldri, um fertugt,
fæddur 28. febr. 1875, stúdent 1895
og Iauk lögfræðisprófi 1903. Var
um tíma settur sýslumaður í Barða-
strandarsýslu, Rangárvallasýslu og
Gullbr.- og Kjósarsýslu. Síðan um
hríð aðstoðarmaður í stjórnarráðinu,
en hefur verið sýslum. í Skaftafells-
sýslu frá því vorið 1908. Hann er
kvæntur Solveigu dóttur Kristjáns
Jónssonar dómstjóra.
Á þing var hann kosinn í V.-
Skaftafellssýslu haustið 1911 og hef-
ur verið þar utan flokka. Um stjórn-
málaframkomu hans alt til þessa er
hvorki hægt að segja lof nje last,
því hennar hefur svo lítið gætt, og
utan sýslu sinnar má hann heita
óþektur maður. En hann er lipur-
menni og vinsæll af þeim, sem kynn-
ast honum.
Rjettast er, að spá engu um það
að svo stöddu, hvernig hann muni
reynast í ráðherrastöðunni. En þar
sem Sjálfst.flokkurinn átti mestan
hlut að máli við ábendinguna, þá
má um hana segja, að hún gat tek-
ist miklu ver en þetta.
Alþing'i.
1.
iMngsetning.
Alþingi var sett 1. þ. m. Á und-
an var guðsþjónusta í dómkirkjunni,
og hjelt Sigurður prestur Stefánsson
skörulega ræðu. 4 þingmenn voru
ókomnir (Hákon Kristófersson, Jósef
Björnsson, Magnús Pjetursson og Þor-
leifur Jónsson), en þeir komu næsta
dag.
Ekkert fanst athugavert við kjör-
brjefin, og voru þau öll samþykt í
einu hljóði.
Forseti sameinaðs þings var kos-
inn Kristinn Daníelsson með 18 atkv.,
(Jón Magnússon fjekk 17 og einn
(J. M. sjálfur?) skilaði auðum seðli);
varaforseti: Sigurður Gunnarsson með
19 atkv. (Sigurður Stefánsson fjekk
12). Skrifarar: Sigurður Stefánsson
og Einar Arnórsson með hlutfalls-
kosningu.
í kjörbrjefanefnd voru kosnir:
Einar Arn., Sig. Stef., Sig. Egg.,
Pjetur og Karl Finnb..
Til að taka sæti í efri deild: Guð-
mundur Ólafsson, Hákon Kristófers-
son, Jósef Björnsson og Sigurður
Stefánsson með 35 atkv., Magnús
Pjetursson með 33, Karl Einarsson
og Karl Finnbogason með 32 og
Kristinn Daníelsson með 24; næstur
Magnús Kristjánsson með 14 atkv.
Forseti efri deildar var kosinn Ste-
fán Stefánsson skólameistari með 10
atkv., 1, varaforseti: Júlíus Havsteen
með S atkv., 2. varaforseti Jósef
Björnsson með 7 atkv. — Skrifarar:
Björn Þorláksson og Steingrímur
Jónsson með 10 atkv.
Forseti neðri deildar var kosinn
Ólafur Briem með 17 atk., 1. vara-
forseti: Pjetur Jónsson með 19 atkv.,
2. varaforseti: Benedikt Sveinsson
með 13 atkv. — Skrifarar: Eggert
Pálsson með 19 atk. og Guðm.
Hannesson með 14 atkv.
Stjórnarf r um vörp.
Eins og áður hefur verið getið um
hjer í blaðinu, lagði stjórnin 14 frv.
auk stjórnarskrárfrv. fyrir þingið.
Þau hafa nú öll verið til umræðu f
þinginu, og hafa þessar nefndir verið
skipaðar í þau:
1. Stjórnarskrárfrv. (n. d.): Einar
Arnórsson, Pjetur Jónsson. Sk. Thor-
oddsen, Jón Magnússon, Bjarni Jóns-
son, St. Stefánsson og Guðm. Hann-
esson.
2. Kosningar til alþingis (n. d.):
Ben. Sveinsson, Þór. Benediktsson,
Sig. Eggerz, M. Kristjánsson, Sk.
Thoroddsen, Jóh. Eyjólfsson og
Matth. Ólafsson.
3. Fjáraukalög 1914—1915 (n. d.):
Hjörtur Snorrason, Sig. Sigurðsson,
Jón Jónsson, Björn Hallsson, G.
Eggerz, Egg. Pálsson og Pjetur
Jónsson.
4. Sparisjóðir (n. d.): Sv. Björns-
son, St. Stefánsson, Sig. Gunnars-
son, Matth. Ólafsson, Guðm. Hann-
esson, Magnús Kristjánsson og G.
Eggerz.
5. Sandgræðsla (n. d,): Sig. Egg.,
Sig. Sig., Hj. Sn., Þorl. J. og Jón
Jónsson.
6. Atvinna við vjelgæslu (n. d.):
Sv. Bj., Matth. Ó1, Ben. Sv., Bj.
Hallss. og Guðm. Hannesson.
7. Friðun hjera (n.d.): Guðm.Hann-
esson, Sk. Thoroddsen, Hj. Snorra-
son, Einar Jónsson og Þór. Bene-
diktsson.
8 Um skipströnd (n. d.): Sv. Bj.,
Þorl. J., G Egg., Ein. J. og Egg. P.
9. Skrásetning skipa (e. d.). Vísað
til 2. umræðu. Engin nefnd.
10. Breyting siglingalaga (e. d.):
Eir. Briem, Hák. Kristófersson, Karl
Einarsson, Kr. Daníelsson og Sig.
Stefánsson.
11. Sjóvátrygging (e. d.): Eir.
Briem, Guðm. Björnsson og Karl
Einarsson.
12. Varnarþing í einkamálum (e.
d.): Björn Þorláksson, Jósef Björns-
son og Stgr. Jónsson.
13. Notkun bifreiða (e. d.): Júl.
Havsteen, Guðm. Björnsson, Guðm.
Ólafsson, Karl Finnbogason og Magn-
ús Pjetursson.
14. Breyting póstlaga (e. d.): Júl.
Havsteen, Karl Finnbogason og
Magnús Pjetursson.
15. Aukning hlutafjár íslands-
banka (e. d.): Eir. Briem, Bj. Þor-
láksson, Júl. Havsteen, Kr. Daníels-
son og Stgr. Jónsson.
Pingmannafrumvörp.
1. Breyting á lögum um sauðfjár-
baðanir. Flm. St. St. Eyf. Nefnd:
St. St., Hj. Sn., Ein. J., Jón Jónss.,
Egg. P.
2. Um undanþágu frá ákvæðum
1 gr. í siglingarlögum frá 22. nóv.
1913. Flm. Sv. Bj., Ein. Arn., Sig.
Egg., Matth. ÓI., Bj. Kr. og J.
Magn., að í sjórn Eimskipafjel.
megi tveir af sjö vera Islendingar
búsettir í Vesturheimi. Nefnd: Matth.
Ól., Sv. Bj., Þorl. J., Eiri. Arn,
M. J Kr.
3. Um mælingu og skrásetningu
lóða og landa í lögsagnarurndæmi
Reykjavíkur. Flm. Sv. B. og J.
Magn. — Bæjarstjórn Reykjavíkur
lætur mæla allar lóðir og lönd inn-
an takmarka kaupstaðalóða Reykja-
víkur og gera nákvæman uppdrátt
af þeim. Nefnd: Sig. Sig., Sv. Bj,
Bj. Hallss., Einar Arn., Jón M.
4. Um breyting á 6. gr. í lögum
22. nóv. 1907, um breyting á til-
skipun 20. apríl 1872 um bæjar-
stjórn í Reykjavík. Flm. Sv. B. og
J M Um áætlun um tekjur og gjöld
kaupstaðarins, meðal annars að hana
skuli Ieggja til sýnis eigi skemur en
15 daga. Vísað til nefndarinnar í
næsta máli á undan.
5. Um líftrygging sjómanna. Flm.
Matth. ÓI„, Sv. Bj„ M. J. Kr„
Ben. Sv.
6. Um beitutekju. Flm. Matth. Ól.
Nefnd: Matth. Öl„ G. Egg., St. St„
Sk. Th , M. J. Kr.
7. Um breytingu á lögum 22. nóv.
1913 um girðingar. Flm. Ein. Arn.
og Sig. Sig.
8. Um stofnun grasbýla. Flm. Jóh.
Eyj. Landstjórninni veitist heimild
til að lána úr landsjóði til að stofn-
setja alt að 10 grasbýli á ári, sem
eigi eru minni en 10 hcktarar að
stærð, gegn því að landið sje, eftir
áliti virðingamanna, sæmilega vel
fallið til túnræktar og garðyrkju, að
grasbýlisstofnendi eigi ekki minna en
2000 kr. skuldlaus, og að sýslunefnd
taki ábyrgð á láni því, er veitt er til
grasbýla, alt að Vs á móti landsjóði.
9. Markalög. Flm. Jóh. Eyj.
10. Um afnám fátækratíundar.
Flm. Jóh. Eyj. Fátækratíund af
fasteign og lausafje er úr lögum
numin, en í þess stað skuli því, er
sveitarsjóður þannig missir í, vera
jafnað niður eftir efnum og ástæð-
um. Nefnd: Jóh. Eyj„ Jón Jónsson,
Þór. Ben„ Hj. Sn„ Egg. P.
11. Um eignarnámsheimild fyrir
hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps á lóð
og mannvirkjum undir hafnarbryggju.
Flm. St. Stef.
12. Um lögregrlusamþykt og bygg-
ingarsamþykt fyrir Hvanneyrarhrepp.
Flm. St. Stef.
13. Um breyting á lögum bjarg-
ráðasjóð íslands, frá 10. nóv. 1913.
P'lm. Sig. Sig og Ein. Arn. 9. gr.
laganna orðist þannig: Alt það fje,
sem rennur úr landsjóði í Bjargráða-
sjóðinn samkvæmt 3. gr„ að vöxt-
um meðtöldum, skal vera sameign
allra landsmanna. — Hins vegar skal
það alt vera sjereign hvers hrepps
og kaupstaðar, sem þaðan rennur í
sjóðinn, að vöxtum meðtöldum. —
Skrifstofukostnað bjargráðastjórnar
skal gjalda af sameigninni.
14. Um viðauka við lög 22. okt.
1912 um vörutoll. P'lrn.: P. J„ M.
J. Kr. og Matth. Ól. Allar íslenskar
vörur, sem endursendar eru til lands-
ins, eru undanþegnar vörutolli, þó
því að eins, að þær sjeu endursend-
ar í binum sömu umbúðum sem þær
voru sendar í frá iandinu.
15. Um breyting á sveitarstjórn-
arlögum. Flm. Magnús Pjetursson.
Sýslunefnd getur enga ályktun gert,
nema meira en helmingur allra nefnd-
armanna (að oddvita meðtöldum) sje
viðstaddur. Á nefndarfundum ræður
afl atkvæða.
16. Um bann útflutnings á lifandi
refum. Flm. Sig. Stefánsson. Öllum
bannað að flytja lifandi refi hjeðan
af landi til útlanda.
17. Um breyting á lögum 16.
nóv. 1907 um skipun prestakalla.
Flm. Sig. Gunnarsson. 1. gr. 49
orðist þannig: Nesþing: Ólafsvíkur-,
Brimilsvalla-, Ingjaldshóls- og Hellna-
sóknir.
18. Um breyting á lögum 16.
nóv. 1907, um skipun læknishjeraða
o. fl Flm. Sig. Gunn. Hnappa-
dalssýsla og syðsti hreppur Snæfells-
nessýslu skal vera eitt læknishjerað
og heita Hnappdælahjerað.
19. Um mat á lóðum og lönd-
um f Reykjavík. Flm. Sv. Bj. og
Jón Magn. Sjerstök matsnefnd, er
3 menn skipa, kosnir til 6 áraísenn,
2 af bæjarstjórn og 1 af stjórnar-
ráðinu, skulu meta verðmæti lóða og
landa Reykjavfkurkaupstaðar, er bæj-
arstjórnin selur öðrum, lætur á leigu
eða erfðafestu.
20. Um breyting á lögum 27. nóv.
1907 og 11. júlí 1911 um vegi.
Flm. þm. Árn. og Rang. — Lands-
sjóður kostar, frá 1. jan. 1915, við-
hald flutningabrautar frá Reykjavík
austur um Arnessýslu, austur yfir
Ytri-Rangá í Rangárvallasýslu, svo
og viðhald brúnna á þeirri leið.
21. Viðaukalög við tollög 11. júlí
1911. Flm. Sig. Stef. — Auk sekt-
ar, skal hver kaupmaður, sem upp-
vís verður að hafa sagt rangt til um
gjaldskyldar vörur, eða gefið ranga
yfirlýsing þar að lútandi, eða eigi
skýrt frá tollskyldum vörum, hafa
fyrirgert verslunarleyfi sínu.
22. Um breyting á lögum 6. apr.
um bann gegn botnvörpuveiðum.
Flm. Kr. Dan. — Sektir hækkaðar
úr 1000—4000 kr. uppí 2000—6000
kr. og úr 200—2000 kr. uppí 400—
3000 kr.
23. Um heimild fyrir stjórnarráð-
ið til þess að veita mönnum rjett til
þess að vera dómtúlkar og sjalþýð-
endur. Flm. Bjarni Jónsson.
24. Um löggilta endurskoðendur.
Flm. Bjarni Jónsson. — Stjórnarráð-
inu veitist heimild til þess að lög-
gilda endurskoðendur.
25. Um breytingar á og viðauka
við lög frá 10. nóv. 1913 um forða-
gæslu. Flm. Sig. Sig. og Ein. Arn,
— Ef vanrækt er að kjósa forða-
gæslumenn, skal lögreglustjórn skipa
þá.
26. Um breytingu á lögum nr. 86,
22. nóv. 1907. Flm. Sv. Bj„ Ein.
Arn. og Ben. Sv. — Bæjarstjóm
kýs forseta úr flokki bæjarfulltrúa,
en borgarstjóri skal vera kosinn af
atkvæðisbærum borgurum til 6 ára
í senn, enda hafi að minsta kosti
50 kjósendur mælt með kosningu
hans.
Fánanefnd.
Þingsályktunartill. frá Sk. Th„ Bj.
Jóns., Ben. Sv„ J. Jóns., Bj. Kr. og
Sig. Egg. um að skipa 7 manna
nefnd til að fhuga fánamálið, og