Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 30.09.1914, Síða 3

Lögrétta - 30.09.1914, Síða 3
LÖGRJETTA 175 herjarorusta mjög áköf sje byrjuð viö vinstra arm bandahersins og flytji fjandmenn þangað lið frá miðjunni og austurarmi hersins. Frá Bordeaux er símað, að Þjóðverjar hafi í gær byrjað aftur að skjóta á dómkirkj- u.na í Rheims. London 26. sept.: Lyderitzbucht í landeignum Þjóð- verja i Suðvestur-Afríku hefur verið tekin af liði frá Suður-Afríku. Franskur fallbyssubátur hefur tekið Cocobaach( ?) í þýsku landeigninni Kamerun. Fregn frá Pjetursborg seg- ir, að varnarliðið í Przemysl hafi hörfað inn að innri virkjalínunni, því að Rússar hafi tekið ytri virkin og stórskotalðið. Opinber fregn frá Pa- rís segir: 1 virístra armi hafa her- sveitir vorar haft nokkurn framgang, þvi að fjandmenn hafa ekki reynt að gera neitt áhlaup. Fjórtánda hersveit Þjóðverja hefur verið hrakin aftur með miklu tjóni. London 27. sept.: Opinber fregn frá París segir, að bandaherinn hafi unnið sig áfram vinstra megin (að vestanverðu) og á mörgum stöðum hafi verið að eins fá hundruð metrar á milli vígisgrafa Frakka og Þjóð- verja. Varðlið Prússa reyndi að gera ákaft áhlaup í miðju herlínunnar, en það var árangurslaust, það var að eins hrakið lengra aftur á bak. Þjóð- verjar unnu nokkuð á í gærkvöldi, en áður en deginum lauk náði lið Frakka aftur þeirri aðstöðu, er það hafði tapað. London 28. sept.: Frá Róm er sím- að: í skeyti sem hingað hefur kom- ið frá Pjetursborg er sú fregn, að hægri armur Austurríkishersins hafi verið rekinn yfir Karpatafjöllin og veiti rússneskar herdeildir honum eftirför. Ófarir Austurríkismanna eru gagngervar; þeir hafa mist alt stór- skotalið sitt. Vinstri armur Austur- ríkismanna hefur hörfað aftur til Kraká. í London er opinberlega til- kynt, að fjandmenn hafi í gærkvöldi ráðist á fylkingar vorar með auknu afli, en engu meiri árangri. Þjóðverj- ar hafa ekkert áunnið, en Frökkum miðað áfram hjer og þar. Höfuð- borgin í Kamerún, Dúala, hefur gef- ið sig skilmálalaust á vald herliðs Breta og Frakka. Jón Þórðarson skipstjóri druknar. Það slys varð á Hjalteyri við Eyja- fjörð kvöldið 22. þ. m., að Jón Þórðarson skipstjóri frá Ráðagerði á Seltjarnarnesi druknaði þar við bryggju. Hann var fyrir botnvörpu- skipinu „Skallagrimi“, en var á leið út i botnvörpuskipið „Snorra goða“, er þar lá við bryggjuna, er honum skrikaði fótur í hálku á bryggjunni og steyptist hann út. Bát var undir Þrátt fyrir stríðið hefur okkur hepnast að fá hin viðurkendu hollensku s»s ir aftur, yfir 300 klœðnuðum ur að velja. Einnig’ nokkuð af kveiiregfnkápum með e.s. Poiiux. Komið í tima! Asg’. Gr. Gminlaug'ssoii & Go. Austurstrœti 1. UMBOÐSVERSLUN CrUÐMUNDAE BÖÐVARSSONAR ER FLUTT Á GRUNDARSTÍG 9. Frá 1. október þ. á. (um óákveðinn tíma) tekur hf. „Klæðaverksmiðjan Iðunn“ AÐ EINS 25 AURA FYRIR AÐ KEMBA OG LYPPA ULLARPUNDIÐ. Jafn- framt minnir hún á sína alþektu og haldgóðu dúka. veturinn 1914. Eftir G. Hjaltason. XII. Heyforðabúr U. M. F. nyrðra. Eitt þeirra sá jeg í Barðastrandar- sýslu 1913. I því voru 40 hestar. En í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu eru þau ekki fá, víst ein 5 eða fleiri. Jeg fór frá Árskógsströnd inn á Hjalteyri. Hjelt 2 fyrirlestra og vel sótt. Svo inn Kræklingahlíð, 2 fyrirl. þar, vel sótt, þó versta færi væri og margir Skíðalausir. En þar hefur U. M. F. komið upp heyforðabúri. Voru nú í því 75 hestar heys. En svo ætlar fjelagið að stækka forðabúrið, svo þar verði 100 heyhesta rúm. Eru þó bara 22 meðlimir í fjelaginu. Svo fór jeg fram að Þverá í Öxna- dal, 2 fyrirl. þar; 30 m. í fjelagi, hafa komið upp forðabúri með 20 hestum heys, og U. M. F. garði, 80 ferfðm.; mátulega stór handa litlu fjelagi. Þá kom jeg að Bægisá. Þar var jeg 8 haust og 8 vor á yngri árum hjá sr. Arnljóti við jarðabætur; var því nú næsta margs góðs að minnast þaðan frá þeim tima. Sjera Teódór er lipur- menni, var þar gott að koma, enda fornum vinum og þeirn góðum að mæta. Frú Valgerður er þar hjá dóttur sinni, er nær áttræð, en furðu ern og ung í anda. Eiga margar kon- ur landsins rnikið henni að þakka. Hún var einhver besti leiðtoginn ungra kvenna á landi hjer nær 20 ár. Svo kom jeg að Möðruvöllum; þar er sjera Jón bróðir Valgerðar, skemti- legur maður og vel að sjer, en lætur lítið á sjer bera. Þar býr Eggert Davíðsson, góður, gamall vinur minn, greindur og dug- legur myndarbóndi, hjelt skóla, sem jeg kendi á heilan vetur, 1882—83, og lærði þar sjálfur líka. Davið sonur hans var þar þá nýkominn úr langri sjóferð. Fór með Norskum sem sjó- maður suður að Spáni og ítalíu, og hafði frá mörgu að segja. XIII. Á Akureyri; frægir feðgar. Þar var jeg um bænadagana og há- tíðina og hjelt i U. M. F. þar 4 fyrir- lestra. Voru jafnan um 150 áheyrend- ur þrjú fyrstu lcvöldin og athygli gott. En seinasta kvöldið voru fáir, enda kom þá skip, versta færð á götum, jeg vesæll og efnið ljelegt. Jeg bjó til skiftis hjá Jakob Líndal og Þórhalli prentara, voru heimili þeirra hin alúðlegustu. Þeir eru helstu menn í U. M. F. Akureyrar ásamt Er- lingi bróður Guðmundar skálds Frið- jónssonar; alt myndarmenn, vel gefn- ir og góðir drengir. Hina stóru og fögru gróðrarreiti gat jeg ekki skoð- að fyrir fönn. Jeg hafði ánægju af að sjá Akureyri eftir 14 ár, orðin stærri og fallegri miklu. Margir buðu mjer heim, bæði góðir fornkunningjar og sumir ókendir. Nefni jeg þar helst Kristján kaupmann Árnason, gamlan, ágætan nemanda minn, kaupmann E. Laxdal, Odd Bjönsson prentara, og ekki að gleyma feðgunum frægu sjera Matthíasi og Steingrími lækni. Er sr. eins skotið á flot, en það dugði ekki. Fanst lík hans eftir iýú kl.st. og hef- ur það verið flutt suður hingað til greftrunar. — Jón var dugnaðarmað- ur, á besta aldri. Hann lætur eftir sig ekkju, Önnu Sigmundsdóttur, og eina dóttur. Dáinn er hjer aðfaranótt 28. þ. m. Leifur, sonur sjera Jóhanns Þor- steinssonar frá Stafholti. Dáinn er nýlega i Hafnarfirði Eg- ill Gunnlaugsson áður Sunnanlands- póstur. Sigurður Þórðarson sýslum. lá um hríð hjer á Landakotsspitalanum síð- ari hluta sumarsins, en er nú fyrir nokkru kominn á flakk og farinn heim til sín. Afmæli konungs. Kristján konung- ur X. varð 44 ára 26. þ. m. Afmæl- isins var minst með því, að flaggað var i bænum, og með ljósaskrauti og flugeldum á Fálkanum, sem hjer lá á höfninni, um kvöldið. Ráðherra og borgarstjóri sendu konungi heilla- óskaskeyti, og svaraði hann með þakkarskeytum og kveðjusendingum til beggja. Eaaaöoo Rcgnkápur fyrir kvenfólk, karlmenn, telpur og’ drengi í stóru úrvali. ~ I Sjerstakleg’a skal mælt med vorum alþektu ullar-waterpr oof-kápum sem ábyrgst er að sjeu vatnsheldar, og heit- ar sem haust- og vetrar-yfirhafnir, 1 BRAUNS VERSLUN, REYKJAVÍK, Aðalstrœti 9, 76 73 til Chatam, án þess að finna sig. Og það var meining hennar, að þjónustustúlkan hefði lesið brjefið, er það lá á borðinu og síðan hlaupið með það, til þess að sýna vinkonum sínum það, en einhver þeirra haldið því til þess að hafa hald á móður minni, ef á lægi. — Jeg hygg að móðir min hafi á endanum fallist á þetta sjálf og fjell henni það þungt. Ekki þorði hún að geta þessa við kaftein Delmar, en daglega bjóst hún við því, að henni yrði gefinn kostur á að kaupa út brjefið fyrir vissa peningaupphæð. En ekki varð af því, þar sem jeg hafði það um hálsinn saumað inn í selskinnsbuddu eftir Bob Kross og varð- veitti þa8 eins trúlega, eins og katólsk nunna mundi hafa varðveitt litinn trje- bút, er hún hefði ætlað að væri úr hinum sanna krossi. En löngu áður en hætt var að þinga um þetta, hafði hið konunglega skip Kalliópe verið boðað út til siglingar og stýrði ofan sundið fyrir snörpum vindi 18. kapítuli. Þótt jeg hafi frá svo mörgu að segja, að jeg neyðist til að hlaupa yfir þorra fje- laga miuna, án þess að geta þeirra, held jeg að jeg ætti þó að verja einum kapítula til þess að lýsa þeim nokkuð gerr, er jeg hafði mest afskifti af á skipinu Kallíópe. Jeg hef þegar talað mikið um hinn vii’ðu- lega kaftein Delmar, en jeg verð þó að lýsa honum nokkuð innvirðulegar. Á unga aldri hlýtur hann að hafa verið fríð- ur sýnum, því að jafnvel nú á fimtugs- aldri, er skegg og hár hans var farið að grána, var hann mjög fallegur maður; hann var blómlegur i andliti, bláeygur, munnfríður og vel nefjaður; hann var fullar 3 álnir á hæð og svo beinvaxinn, aðhann virtist jafnvel hærri þar sem hann gekk. Það lýsti sjer nákvæmni og jeg vil segja tign í öllum hans hreyfingum; sneri hann sjer að einum, þá var það ekki með fumi, heldur mestu gætni; það var ekkert líkt fljótræði í hreyfingum hans. Við sjerhvert minsta tækifæri gætti hann hinna ströng- ustu hirðsiða og vildi láta sem mest á sjer bera, eins og spánskur aðalsmaður; hann sýndi þvi nær í hverju orði og atviki, að hann gleymdi aldrei ættgöfgi sinni. Enginn hafði látið sjer detta í hug að glettast til við hann, nema máske jeg, því að þótt hjegómadýrðin skini utan á hon- um, var það höfðingjabragur stórmennis þess, er matti mikils sjálfan sig og vænti þess, að aðrir gerðu slíkt hið sama. Víst er um það, að menn við og við hentu gaman að hinni dæmafáu nákvæmni hans i öllu, en jafnan var hvíslast á um þetta og eigi voru mikil brögð að því. Jeg skal að eins geta þess, að kostir hans, sem offísera og sjómanns, voru haldnir meir en virðingarverðir. Hann hafði af löngum stjórnarvana fengið Ijósa þekkingu um skyldur sínar í fylsta mæli og gerði aldrei svo lítið úr sjer — það hefði verið gagnstætt skapi hans — að láta offíserana eða skipverja vita, að hann hefði af nokkru öðru að segja. Hvað hina siðferðislegu skapsmuni hans snerti, verð jeg að eins að geta þess, að það var næsta torvelt að dærna um þá með vissu, en svo mikið má segja, að hann gerði aldrei nokkuð það, er í minsta máta væri vansæmandi göfugmenni, en hann hafði vafið sig inn í þvílíkan dularham, að ekki var unt að dæma tilfinningar hans; þó bar það til, en mjög sjaldan, að hann ljeti þær í ljósi, og þegar svo stóð á, var það að eins um augnablik, en svo varð hann jafn alvörugefinn og áður. Ekki verður því neitað, að hann hafði mætur á sjálfum sjer, en hver er það, er ekki sje með því marki brendur? Stór- menni hafa það fremur öðrum ekki svo jeg ljet honum þetta í ljósi og fjelst hann á að eiga tal við mig á afskektum stað á þilfarinu kl. io, þar eð offíserarnir yrðu þá allir háttaðir og þess minni líkur til að við yrðum þá ónáðaðir. Nóttin var björt og fögur, og er við vor- um orðnir einir, sagði jeg honum frá öllu, er við hafði borið og einnig frá innihaldi brjefsins, er jeg hafði náð. Jeg spurði hann því næst, hvað hann áliti að jeg ætti að gera, þar sem jeg væri nú viss um, að jeg væri sonur kafteinsins. „Þjer hafið sannarlega verið snjall, herra Keene, þvi verður ekki neitað, og brjef þetta, sem er svo gott sem sönnun frá kafteini Delmar sjálfum, verðið þjer að geyma vel; jeg veit varla, hvað á að gera við það, en best held jeg verði, að jeg saumi það inn í selskinnsbuddu, sem jeg á, og þá getið þjer haft það um hálsinn, næst yður, því að þjer og það megið ekki skilja, en þjer verðið að þegja yfir þvi eins og steinn. Þjer hafið sagt mjer frá þessu, en jeg vona, að yður sje óhætt að trúa mjer, en trúið engum öðrum. Þjer megið ekkert láta á þessu bera við kafteininn, ekki með einu orði, heldur láta sem þjer vitið ekkert fremur en áður, þvi að hefði hann minsta grun um að brjefið væri hjá yður, mundi hann gleyma því, að þjer eruð sonur hans og máske hata yður. Hann hefði aldrei látið tilleiðast, að játa með eig- in hendi, að þjer væruð sonur hans, hefði hann ekki, eins og allir, ætlað yður dauð- an. Sýnið honum því hina sömu virðingu og haldið yður frá honum, eins og áður. Það er ekki nema i ýtrustu nauðsyn, að þetta brjef geti komið yður að haldi, og þjer verðið að geyma það til þess tima. Sje nokkur grunsemi hjá móður yðar, verðið þjer að villa sjónir fyrir henni. Arnma yð- ar mun sárt við leggja, að hún hafi sjeð svip yðar, en inóðir yðar kann að hugsa á annan veg, en getur ekki sannað það; hún diríist ekki að segja kafteininum frá því, að hún hafi grun um, að þjer hafið brjefið, og það mun jafnast yfir þetta eftir eina eða tvær sjóferðir." Jeg fjelst á að fylgja ráði Bob Kross, þvi að jeg sá, að það var gott, og skild- um við síðan. Morguninn eftir fór jeg á fund kafteins- ins, er ávarpaði mig næstum þurlega. „Herra Keene,“ mælti hann, „nærri lá að þjer nrístuð lífið; hvernig komust þjer hingað aftur?“ Jeg sagði að skipið, sem hefði bjargað mjer, hefði átt að fara til Lundúna og síð- an hefði jeg farið í vagni ofan hingað. „Það er svo, en jeg hafði enga hugmynd um, að vjer mundum sjá yður aftur, og þess vegna hef jeg skrifað móöur yðar um fráfall yðar.“ — „Hafið þjer gert það, herra minn?“ mælti jeg; „það hryggir hana mjög.“ — „Það er sem von er" á, en jeg ætla að skrifa henni með þessum pósti og skýra henni frá því, að þjer haf- ið komist af svo gæfusamlega." — „Þakka yður fyrir, herra minn, en hafið þjer nokk- uð frekar að bjóða?“ — „Nei, herra Keene, þjer getið farið aftur út í skip og gegnt stöðu yðar.“ Jeg hneigði mig og fór burtu, en Bob Kross beið mín niðri. „Hvernig fór?“ sagði hann, er við geng- um burtu. — „Reigingslegur, eins og vant er,“ sagði jeg; „hann bauð mjer aö fara út á skip og gegna stöðu minni.“ — „Já, jeg vissi, að svo mundi fara,“ mælti Bob Kross; „það er ekki gott að vita úr hvaöa efni þeir eru gerðir þessir milclu menn. En kærið yður livergi; þjer hafið yðar eigin tafl að tefla og yðar eigin leyndarmál að geyma.“ — „Hans leyndarmál að geyma eða segja, eftir því sem verkast vill,“ mælti jcg og beit á vörina. — „Eigi skuluð þjer láta gremjuna spilla yður, herra Keene. Þjer hafið hafið best af því sjálfur aö stjórna skapi yðar; látið hann spila á sin spil og þjer spilið á yðar; hann þekkir

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.