Lögrétta - 30.09.1914, Blaðsíða 4
176
LÖGRJETTA
M. ungur í anda og alt sem karlinn
segir, yrkir og ritar sami andinn og
sama lífið. Hann er síkátur og hjart-
sýnn og „býr í öllum heimum“. Hann
hefur verið þjóö vorri þaö sem Björn-
stjerne var Norömönnum, ef þá ekki
meira. Held jeg þetta veröi viöurkent,
þegar M. J. er úr sögunni. — Veröur
þá autt voldugt hásæti. Steingrímur
er jafn mannúölegur og skemtilegur,
og liprari lækni þekki jeg ekki; gekk
hann til mín rækilega meöan jeg var
vesæll. En ekki er hann alveg eins
bjartsýnn og faðir hans sem ekki er
von. Læknar sjá altaf manna mest
eymd og hörmungar lxfsins. En
fjarskan allan geta alþýöufræöarar
lært af góöum læknum. (Hitti jeg tvo
lækna aöra allfróöa og bjó hjá þeim,
á Hofsós og í Svarfaðardal.) Og alt
af læri jeg eitthvað af tali og bókum
þeirra.
Löggjafar og klerkar ættu aö ráö-
færa sig viö læknana meira en þeir
gera. Lögfræðin og siðfræðin eiga að
setjast við fætur læknisfræðinnar.
Enda var mesti siðspekingur heims-
ins besti læknir.
Steingrímur hefur þegar samið á-
gætar ritgerðir í tímaritum vorurn, t.
d. um „Hreinlæti og heilbrigðisregl-
ur“, og svo hina dæmalaust eftirtekt-
arverðu og alvarlegu ritgerð : „Heim-
ur versnandi fer“. Við bjartsýnu
mennirnir höfum gott af að kynna
okkur hana vel. Enda er nú — í
ágúst og september 1914 — dáindis
falleg „tákn“ búin að sýna, að núna
að minsta kosti fer heimurinn alt
annað en batnandi! Svik i smáum og
stórum stíl, og lauslæti eins, virðist
hafa verið í vexti næstu undanfarin
ár. Og ofan á alla óreiðuna og ljett-
úðina kemur svo hamslaust grimdar-
æði. Hver er nú það naut, að halda
að heimurinn fari batnandi!
Jeg fór fram að Grund. Mikið
dæmalaust fallegt guðshús hefur
Magnús reist þar. Er það samboð-
ið öðrum framkvæmdum hans. Hann
er mikilmenni og hinn nýtasti, sannur
hjeraðshöfðingi.
Jeg fór þangað á pálmasunnudag
með sjera Þorsteini, var hjá honum
tvær nætur; er þar eitt góða heimilið;
sjera Þorsteinn er framfaramaður
vinsæll, og fólk sækir vel kirkju hjá
honum. En þegar jeg nú fór með hon-
um, varð ekki messufært. Fyrirlestur-
inn sótti að eins Magnús og fólk hans, 1
og fáum hræðum varð smalað. Sagði
jeg i gamni við prest: „Jeg fylgi yð-
ut eins og illur andi, sem fælir frá
yður fólkið," Var þó veður vel fært.
— Hvergi jafn daufleg aðsókn i allri
ferðinni. Betra var það neðar í firð*
inum, eg þó var þá verra veður og
færi.
r
um
klóróform og* jod-
öllum læknum er hjer með gert aðvart um það, að lyfsölum veitir þeg-
ar erfitt að ná kaupum á klóróformi og joði, og hætt við að þessi lyf
verði því nær ófáanleg þegar fram í sækir, ef ófriðurinn dregst lengi, og
geti þá lyfjabúðir hjer orðið uppiskroppa af þessum lyfjum, enda þótt
þær hafi nú birgt sig upp eftir bestu föngum.
Fyrir því eru allir læknar beðnir að fara sem sparlegast með þessi
lyf, og mælst til þess, að klóróform verði alls ekki notað útvortis, held-
ixr eingöngu til svæfinga.
Landlœknirinn.
Reykjavík 25. sept. 1914.
G. Björnsson.
verður settur fimtudaginn 1. október n. k., kl. 8 síðdegis.
Þeir, sem óska inngöngu í skólann, gefi sig fram við undirritaðan í
Miðstræti 7, kl. 7—8 síðd. Að minsta kosti helmingur skólagjaldsins (5
krónur) verður að borgast fyrirfram.
Eins og að undanförnu verður, ef nægilega margir sækja, sjerstök
kensla í fríhendisteikningu (kennari Þór. B. Þorláksson) og í teikningu
fyrir húsgagnasmiði (kennari Jón Halldórsson).
Asgeir Torfason.
y sem kynnu að eiga eitthvað af SKRÍTLUM og KÝMNI-
SÖGUM, innlendum eða erlendum, gerðu mjer mikinn greiða með því að
láta mig fá þær til aukningar margra ára safni mínu, — sem þegar
er allstórt orðið, — er jeg hef í hyggju að gefa út í sjerstöku augna-
miði innan skamms. Þagmælsku um nöfn er lofað, ef hún er áskilin af
sendanda- /v W&ÍMs. í
Reykjavík 11. sept. 1914.
Jón Pálsson,
bankagjaldkeri.
Oddur Gríslason
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
LAUFÁSVEG 22.
Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
Drekkid
De forenede Bryggeriers
fínustu skattfriu öltegund.
A bragðið eins og bayerskt öl.
Fæst nú hjá öllum kaupmönnum.
Þakkarord.
Vinir mínir hjer á Sauðárkrók hafa
reynst mjer svo í raunum mínum á
síðastliðnu missiri, að jeg get eigi
orða bundist. Börn mín 2 lágu langa
banalegu, er lauk í f. m. Auk ríflegr-
ar peningagjafar, fyrst til þeirra og
síðan til mín, naut jeg og börnin mín
allan sjúkdómstíma þeirra innilegrar
hluttekningar á allan hátt. Alla þessa
hjálp og ástúð þakka jeg hjartanlega.
Sauðárkrók, 16. ág. 1914.
Daníel Daníelsson.
Hsom sender denne Annonse
f til „Klædefabr. Kontoret",
Köbenhavn S., faar frit. tilsendt 4
mtr. 125 ct. b. sort, mörkblaa, marine-
blaa, brun el. grön finulds Klæde til
en flot Dragt for 10 Kr.
Skrifstofa
Umsjónarmanns áfengiskaupa,
Grundarstíg 7, opin kl. 3—5.
Sími 287.
Klæðaverksmiðjan
„Alafoss"
kembir, spinnur, tvinnar, þæfir, ló-
sker, pressar, litar, gagneimir (af-
dampar) og býr til falleg tau.
Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæða-
verksmiðjum hjer á landi.
„Álafoss“-afgreiðslan: Laugaveg 34
Rvík sími 404.
Bofli II. 1. Pörðarson.
Vátryggið fyrir eldsvoða í
GENERAL.
Stofnsett 1885.
Varnarþing í Reykjavík.
SIG. THORODDSEN. Sími 227.
Umboðsm. óskast á Akranesi, Kefla-
vík, Vík, Stykkishólmi, Ólafsvík.
FRESTIO BROflKHIIPINU
|þangað til þjer hafið fengið tilboð frá
KÖBEHHHUHS MÖBELMHBHSIH,
|Tlf. 7997. Poul Rasmussen. Tlf. 7997,
Vestervold 8 (Ny Rosenborg).
Stærsta húsgagnaverslun Danmerkur,
Chr. VIII. húsgögn frá 400 kr.
Dagstofuhúsg. mjög falleg Borðstofu — úr eik Svefnherb.—úr birki, lakk. Kr. 521.
Dagstofuhúsg., pól. mah. Borðstofu — úr eik S vef nherb. — pól. mah. ' Kr. 1000
Ætíð 300 teg. húsgagna fyrirliggjandi.
Gráhært íólk
er ellilegra úllits e. vera ber. Gréa
harið yðar facr aptur sinn eðlilegm
lit ef þjernolið frakkneska hdrvat-
nið sjouventine de Junon< sem
heilbrigdisráð Frakklands og mar-
gir lœknar álíta óbrigdultog óskað-
legt. Flaskan koslar Kr. 2,&0.
Adalútsala fyrir ísland
Kristln Meinholl,
Þimgholtsslrœti 26, Reykjavtk. TaUtmi 4M.
brúkuð íslensk alls-
konar borgar enginn j|j|lp
betur en pW
Helgi Helgason
(hjá Zimsen) Reykjavík.
Nokkrar huseignir
á góðum stöðum í bænum fást keypt-
ar nú þegar. Mjög góðir borgunar-
skilmálar. Væntanlegir kaupendur
snúi sjert il SVEINS JÓNSSONAR.
Til viðtals í veggfóðursverslun Sv,
Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl,
3—6 síðdegis.
Prentsmiðjurnar Rún og Gutenberg.
94 .
ekki yðar spií, en þjer þekkið hans, og
þess vegna munuð þjer vinna á endanum,
það er að segja, ef þjer eruð nógu gæt-
inn.“ — „Þjer hafið rjett að mæla, Kross,
en þjer gleymið því, að jeg er einungis
drengur." — „Þjer eruð að vísu ungur,
en þjer hafið ekkert aula höfuð á herðum.“
— „Jeg vona að svo sje,“ mælti jeg, „en
við erum nú komnir ofan að bátnum.“ —
„Og sem jeg lifi, þá er Peggý Pearson
hjerna,“ sagði Kross. „Hvernig líkaði yð-
ur, Peggý, að slaga með honum herra
Keene?“ — „Leggi jeg nokkru sinni á stað
aftur, vona jeg að hann verði fjelagi minn.
Viljið þjer lofa mjer að fara út á skip
með yður, herra Keene, til þess að sjá
manninn minn?“ — „Það er yður velkom-
ið, Peggý,“ svaraði Kross; „hvorki fyrsti
lautinantinn nje kafteinn Delmar, þó hann
sje strangur, mundu neita yður um það,
eftir það sem við hefur borið; hann er
ekki tilfinningarlaus, þó hann sýnist svo.
Hans verður feginn að sjá yður, Peggý;
þjer getið ekki ímyndað yður, hvernig
hann bar sig, þegar hann frjetti fráfall
yðar; hann lánaði vasaklút hjá undirfor-
ingja sjóliðanna.“ — „Það er grunur minn,
að hann hafi heldur viljað fá rommflösku
að láni hjá brytanum,“ svaraði Peggý. —
„Munið, Peggý,“ sagði jeg og hjelt upp
fingrinum. — „Já, jeg man, herra Keene.
Jeg fullvissa yður um það, að jeg hef eng-
an víndropa bragðað. síðan við skildum,
og það með 18 króna pening í vasanum.“
— „Það er gott, en haldið því fram; þar á
ríður.“ — „Það mun jeg vissulega gera,
herra Keene, og það sem meira er, jeg
skal elska yður alla æfi.“
Við rjerum út í skipið og Peggý var
innan skamms í faðmi bónda síns. Þegar
Pearson faðmaði hana að sjer uppi á þil-
farinu, því að hann gat ekki stilt sig um
það, sagði fyrsti lautinantinn mjög þægi-
lega við hann: „Þjer þurfið ekki að vera
uppi á þilfari, Pearson, fyr en eftir
miðdegisborðun; þjer megið fara ofan með
konuna yðar.“ — „Guð blessi yður, hörku-
legan en hjartagóðan mann,“ sagði Peggý
við fyrsta lautinantinn.
Peggý reyndist mjer eftir orðum henn-
ar; hún sagði svo frá hugrekki mínu og
snarræði, frá hræðslu sinni og að hún
loks hefði orðið drukkin, en jeg setið við
stýrið og haldið bátnum við alla nóttina,
að jeg fjekk hið mesta álit á mig hjá skip-
verjum. Þetta komst til allra offíseranna
og breiddist síðan út, frá fyrsta lautinant-
inum til kafteinsins og frá kafteininum
til aðmírálsins. Það er víst um það, að
Peggý gerði mjer góðan greiða, því að
jeg var nú ekki lengur skoðaður sem lær-
lingur eingöngu, nýkominn á sjó og ó-
reyndur.
„Það er að heyra á sögusögn Peggý,
að þjer hræðist ekki smámuni, herra
Keene,“ sagði Bob Kross einum eða tveim-
ur dögum síðar.“ — „Sögusögn hennar
hefur litið að þýða.“ — „Þjer ættuð að
vita betur, en tala þannig, herra Keene.
Það getur viljað til að mús hjálpi ljóni,
eins og sagan segir.“ -— „Hvar hafið þjer
lært allar yðar sögur, Kross?“ — »Það
skal jeg segja yður; það var falleg, lítil
stúlka, sem var vön að sitja á hnje mjer
og lesa mjer sögur sínar, en jeg hlustaði
á hana, því að jeg unni henni.“ — „Og
gerir hún það enn þá?“ — „Nei, hún er
orðin of stór til þess; hún mundi roðna
út undir eyru, en við skulum sleppa stúlk-
unni og sögunum. Jeg sagði yður að Peggý
hefði sagt frá breytni yðar. Nú get jeg
sagt yður það, að jeg heyrði fyrsta lauti-
nantinn tala um hana við kafteininn í dag
og þjer getið ekki ímyndað yður, hvað
kafteinninn virtist hróðugur, þó hann ljeti
sem hann gæfi þessu engan gaum. Jeg
gætti að honum og það var á svip hans
að sjá, sem hann vildi segja: „Það er
drengurinn minn.“ — „Sje svo að honum
hafi líkað þetta, skal jeg gera hann enn
þá hróðugri út af mjer, ef jeg fæ færi á,“
svaraði jeg. — „Það munuð þjer gera,
herra Keene, megi jeg dæma af svip yðar,
og þetta er vegurinn að föðurhjartanu, að
þjer gerið hann hróðugan af yður.“
Jeg gleymdi þessu ekki, og mun lesar-
inn smátt og smáft komast að raun um
það.
Jeg hafði skrifað móður minni og sagt
henni frá öllu æfintýri mínu, en ekki minst
þess með einu orði,'að jeg hefði komið til
Chatham. Jeg ljet hana vera á þeirri skoð-
un, eins og kafteinninn, að jeg hefði verið
fluttur til Lundúna; hún fjekk brjef mitt
deginum eftir að kafteinn Delmar skrif-
aði henni að jeg væri á lífi.
Hún svaraði mjer aftur með póstinum,
þakkaði guði fyrir frelsi mitt og ljet i
ljósi, hversu aum og sorgbitin hún hefði
orðið, er hún frjetti um hið imyndaða frá-
fall mitt. í niðurlagi brjefsins var þessi
grein:
„Þó undarlegt þyki, var það kvöldið
hins 15., þegar jeg var að gráta í rúmi
mínu, og nýbúin að heyra um lát þitt, að
amma þín fór ofan og stendur hún fast
á þvi, að hún hafí sjeð þig eða svip þinn
i dagstofunni, og víst er um það, að jeg
fann hana i öogviti á gólfinu, svo eitthvað
hlýtur hún að hafa sjeð; það kann að vera,
að hún hefði orðið hrædd af engu, en þó
veit jeg ekki, hvað ætla skal, því að það
eru líkur til þess að halda, að einhver hafi
verið inni í húsinu. Jeg geri ráð fyrir, að
þú getir sannað að þú hafir verið annars-
staðar.“
Jeg var sannfærður um að móðir mín
hafði fengið grun, og það meir en grun,
af hvarfi brjefsins. Þegar jegi svaraðí
henni, tók jeg þannig til orða: „Að jeg
hafi verið annarsstaðar, er hægt að sanna
með því að snúa sjer til skipstjórans og
skipverjanna, sem jeg var með. Amma
gamla hefur orðið hrædd við sinn eigin
skugga; það er heldur heimskulegt, að
ætla að jeg hafi komið í hús þitt, án þess
að sjá þig; amma mín hlýtur að liafa
fundið upp söguna af því hún hatar mig
og ætlar að koma mjer til hins sama.“
Hvað sem móðir mín hefur hugsað, mint-
ist hún ekki á þetta framar. Eigi að siður
fjekk jeg fáum dögum síðar brjef frá
móðursystur minni, Millý; í því sagði hún
mjer hlægilega frá sömu sögunni um ömmu
mína, er sárt við legði, að hún hefði sjeð
mig, eða svip minn. „Við hjeldum i fyrstu
að það hefði verið svipur þinn, en þar sem
brjef frá kafteini Delmar til móður þinnar
mistist um sama leyti, er það ætlun manna,
að þú hafir verið hjer og náð því. Jeg er
viss um, að þú segir mjer frá. því, elsku-
legi Percíval, hvort þú hefur leikið á
ömmu þína; þú veist, að þú mátt trúa
mjer fyrir öllum hrekkjum þínum.“
Jeg var ekki á þvi, að láta systur mína
hlaupa með mig í gönur í þetta skifti. Jeg
svaraði henni því, að jeg væri forviða út
af þvaðri ömmu minnar og færði rök til
þess, að jeg hefði verið í Lundúnum, er
þær ætluðu að jeg hefði verið í Chatam.
Jeg var sannfærður urn, að móðir mín hefði
fengið systur mína til þess að komast fyr-
ir sannleikann, en jeg vildi hvorugri trúa
fyrir leyndarmáli mínu. Jeg hygg, að þær
að síðustu hafi komist að þeirri niðurstöðu,
að þjónustustúlkan hafi viljandi eða óvilj-
andi eyðilagt brjefið og að amma tnín hafi
enga orsök haft til hræðslu. Þetta álit
studdi það enn fremur, að stúlkan, er hafði
notað sjer það, að móðir mín fór upp á
loft og hlaupið út sjer til skemtunar, lýsti
yfir því, að hún hefði ekki verið þrjár mín-
útur burtu frá húsinu og að engin sál hefði
getað komið inn. Þess utan þótti það svo
ólíklegt, að jeg hefði verið í Chatam, án
þess nokkur hefði þekt mig.
Amma mín hristi höfuðið og lagði ekk-
ert orð í, meðan verið var að þinga um
þetta, en Millý móðursystir mín sagði, að
það gæti ekki verið, að jeg hefði kotnið