Lögrétta - 28.10.1914, Síða 2
190
LÖGRJETTA
M
■nfi
BETRI CrJAFIR
I verða börnum ekki gefnar en bækur þær, sem hjer eru taldar: Dýra- I
M myndir, kr. 1.50; Hans og Grjeta, 1.50; Öskubuska, 1.50; För Gullivers |
Itil putlands, 0.75; FerSir Mynchausens baróns, 0.75; Sagan af Tuma |
þumli, 0.75; Þrautir Heraklesar, 0.75. (Hver þeirra fjögra siSast töldu I
= meS um 40 myndum.) Hrói höttur, 0.85; Engilbörnin, 0.25. — Bækur =
Iþessar fást hjá öllum bóksölum á íslandi. SpyrjiS eftir þessum bókum I
og fáiö aö sjá þær.
^jH Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík.
Döxxiuklœdi,
6 tegundir, bæði enskar og þýskar, nýkomið.
Verð: 1,54. 1,50, 1,90, 1,25, 2,50, 2,70.
Asg-. G-. Gunnlaug sson & Co.
Austurstrœti 1.
I OIÍUJ
Hinn 15. nóvember byrjar námsskeið i bifvjelafræði við stýrimanna-
skólann í Reykjavík, er stendur yfir í minst 4 vikur. Kenslan fer fram
í fyrirlestrum og verklegri tilsögn.
Þeir, sem óska aö ganga á námsskeiðið, gefi sig fram við undirrit-
aðan forstöðumann stýrimannaskólans fyrir uefndan dag.
Reykjavík 14. október 1914.
Páll Halldörsson.
Feikna mikid úrval af hinum alþektu
Slitfotum
komið aftur 1 AUSTURSTBÆTI 1.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á
Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
hafi unnið á fyrir austan Nieuport
og í áttina til Lille og sömuleiðis í
Woevrefylki.
London 25. okt. Opinber fregn seg-
ir að tjúgarinn (tundurspillirinn)
Badger hafi rent sjer á þýskan kaf-
nökkva fyrir utan strönd Hollands
cg sökt honum. Framstafn Badgers
laskaðist dálítið. Opinber fregn frá
París segir að á milli Arras og Norð-
sjóar sje afstaðan enn óbreytt. Á
hæðunum við Meuse-fljótið hafa
bandamenn eytt þremur nýjum stór-
skotadeildum fyrir Þjóðverjum. Voru
þar á meðal mjög stórar fallbyssur.
London 26. okt.: Fregn frá Pjet-
ursborg segir að Þjóðverjar sjeu i
snatri að yfirgefa Lodz og skilji aust-
urríkst lið eftir sem afturvörð. Opin-
ber fregn frá París segir að banda-
menn haldi alstaðar aðstöðu sinni.
Þjóðverjar hafa farið yfir ána Yser
en hafa ekki komist lengra áfram.
Aukning1
bankasedlanna.
Aukin
viðskifti.
Einhver snarpasta deilan á síðasta
þingi var um það, hvort auka skuli
bankaseðlana hjer á landi. Hjer í
blaðinu var fyrir nokkru gerð nokkur
grein þess, hvernig þessari þingdeilu
vjek við, og hverjir þar áttu högg í
annars garði. Nýlega hefur banka-
stjóri Landsbankans, hr. Björn Krist-
jánsson, haldið þeirri deilu áfram í
ísafold frá sínu sjónarmiði.
Vilji menn hugsa nokkuð vand-
lega um það mál, virðist ekki óskyn-
samlegt að athuga fyrst, hvað við-
skifti vor eru að aukast stórkostlega.
Að þessu sinni skal að eins á þetta
bent:
Árið 1904, árið sem íslandsbanki
var stofnaður, námu útfluttar vörur
vorar, samkvæmt verslunarskýrslun-
um, 8 miljónum og 440 þúsund krón-
um.
En eftir að bankinn hefur verið
hjer átta ár, árið 1912, er verðmagn
útfluttu vörunnar hjer um bil tvö-
faldað. Það er þá orðið, samkvæmt
Verslunarskýrslunum, 16 miljónir og
560 þúsundir,
Sjávarútvegurinn, sem svo mikilla
peninga þarfnast, hafði tvöfald-
ast, síðan er bankinn tók til starfa.
Árið 1904 nam útfluttur fiskur (að
tindanskilinni síld), samkvæmt versl-
unarskýrslunum, 14 miljónum og 267
þúsundum kílógramma, og fyrir hann
fengust 4,867 þúsund krónur, en
1912 voru kílógrömmin komin upp í
29 miljónir og 262 þúsundir, en krón-
urnar orðnar 9 miljónir og 157 þús-
undir.
Það virðist ekki vera neitt undar-
legt, og ætti að vera hverjum skyn-
sömum manni skiljanlegt, að þegar
framleiðslan hefur aukist svo stór-
kostlega, þá þurfi landsmenn líka
aukinn gjaldmiðil.
Aukin
seðlaútgáfa.
Reynslan hefur líka eðlilega orðið
sú, að seðlaútgáfan hefur vaxið með
viðskiftunum. Hjer fer á eftir tafla
yfir seðlaútgáfuna, eins og hún hefur
verið minst og mest um mánaðamót,
á hverju ári síðan er bankinn var
stofnaður. Af henni sjá menn, að það
er aðeins árin 1908 og 1909 að aftur-
kippur kemur i seðlaútgáfuna. Þá
voru örðug peningaár, og bankínn
hjelt þá i lán, svo mikið sem hatin
sá sjer fært.
Miitst Mest
1904 280 þús. kl', 960 þús. kr.
1905 435 — 1168 —
1906 530 — 1360 —
1907 676 — 1405 —
1908 603 — 1366 —
1909 708 — 1196 —
1910 568 - 1586 —
1911 875 - 1701 —
1912 920 — i75i —
1913 1914 (til á- 889 — 2105 —
gústloka) 1201 — 2032 —
Athugandi er það jafnframt við
þessa töflu, að suma daga á haustin
hefur verið talsvert meira af seðlum í
umferð en hjer er talið. Til dæmis
að taka var eftir miðjan október 1913
og fram undir mánaðamótin því nær
öll seðlafúlgan (2)4 milj. kr.) í um-
ferð.
Þegar allir seðlar íslandsbanka eru
í umferð, þá er seðlafúlga landsins,
að meðtöldum seðlum Landsbank-
ans, um 37 krónur á mann. Þetta
taldi bankastjóri Landsbankans á síð-
asta þingi óþarflega mikið og langt
fram yfir það, og því sama heldur
hann enn fram. Oss er ekki skiljan-
legt, að sú staðhæfing sje á neinum
rökum reist.
Hver er reynslan?
Hún er sú, að síðastliðið ár hafði
bankinn um tíma nærri því alt það
af seðlum í umferð, sem hann má
hafa. Og auðvitað verður að miða
seðlaútgáfurjettinn við h á m a r k
þarfarinnar. Það kemur ekkert mál-
inu við, þó að suma tíma ársins vanti
mikið á, að allir seðlarnir sjeu not-
aðir. Það verða að vera til seðlar
handa m e s t u þörfinni. Og þannig
haga menn sjer í öllum löndum.
Og ekki er það sennilegt, að bank-
inn hafi haft meira i umferð af seðl-
um en þörf hefur verið á, eða að
hann eða nokkur annar banki með
heilvita stjórn hafi neina tilhneig-
ingu til þess. Ekki væri það neinn
búhnykkur. Bankinn þarf að hafa
gull fyrirliggjandi fyrir allmiklu af
seðlunum. Og seðlarnir koma von
bráðar aftur til bankans, ef þeir eru
meiri á ferðinni en sem viðskifta-
þörfinni svarar, og bankinn verður
þá að svara gulli út á þá.
Samanburður
við Dani.
Við vorum bornir saman við Dani
á síðasta þingi í sambandi við þetta
seðlaútgáfumál. Til Dana átti að
sækja sönnunina fyrir því, að við
þyrftum ekki meiri seðla, hvernig
sem viðskifti okkar aukast.
Seðlaútgáfurjettur Þjóðbankans
danska er ekki takmarkaður með
lögum. Bankinn má gefa út svo mik-
ið af seðlum, sem honum þykir
þörf á.
Og hann gefur nokkuð mikið út
stundum. í síðastl. júlímánuði hafði
hann úti 156 milj. króna. Sjeu Danir
gerðir 2,900 þúsundir, þá verður það
um 54 kr. á mann. En í lok ágúst-
mánaðar átti hann í umferð 194 mil-
jónir —• um 67 krónur á mann.
Nú er því haldið fram, eða var
haldið fram á síðasta þingi, að við
þurfum ekki nærri þvi eins mikið
af seðlum á mann eins og Danir.
Vjer vitum ekki, af hverju menn ráða
það.
Okkar vöruútflutningur er að lik-
indum orðinn alt að því eins mikili,
að tiltölu við fóiksfjölda, eins og
vöruútflutningur Dana. Þeir fluttu
út, samkvæmt sínum verslunarskýrsl-
um, fyrir 210 kr. á mann árið 1912.
Við fluttum út, samkvæmt okkar
verslunarskýrslum, fyrir 192 kr. á
mann það ár. En af því að viðskifta-
eftirlitið hjer á landi er svo miklu ó-
fullkomnara en í Danmörk, er geng-
ið að því vísu, að í okkar verslunar-
skýrslur vanti mikið meira en í
dönsku skýrslurnar. En hvað sem því
líður, þá erum við komnir mjög nærri
Dönum samkvæmt skýrslunum.
En svo bætist tvent við. Viðskiftin
hjer ganga mikið seinna en í Dan-
mörk vegna vegalengda og ófullkom-
inna samgangna. Og hjer á landi eru
nauðalítið notaðar tjekkávísanir, sem
í Danmörk og öðrum löndum koma
svo mikið í stað seðla. Hvorttveggja
eykur seðlaþörfina hjer.
Vjer höfum líka lagt þá spurningu
fyrir ýmsa menn hjer, sem ætla verð-
ur að beri gott skyn á þetta mál,
hvort þeir telji okkur þurfa meira
eða minna af seðlum en Dani, að til-
tölu við fólksfjölda. Þeir hafa sam-
róma og hiklaust svarað því, að við
hljótum að þurfa meira.
Gullskrafið
á þingi.
Jafnframt því sem því var haldið
fram á síðasta þingi, sem minst hef-
ur verið hjer að framan, að engin
þörf sje á því að auka rjettinn til
scðlaútgáfu, hjelt og Landsbanka-
stjórinn og hans menn því fast að
mönnum á þinginu, að það sje g u 11
en ekki seðlar, sem menn verði að
fá á þessum ófriðartímum — að við
verðum að neyða útlenda viðskifta-
menn okkar, þá menn, sem kaupa af
okkur vörurnar, til þess að senda
okkur gull hingað heim fyrir þær.
Bankastjórinn gerir fyrir þessu þá
grein, sem nú skal sagt:
íslandsbanki borgar vörufarmana
með seðlum. Fyrir seðlana fær hann
oftast þriggja mánaða víxla á útlend-
an banka, venjulega í Lundúnum.
En nú getur margt komið fyrir á
þessuin ófriðartímum, segir banka-
stjórinn.
1. Engin trygging er fyrir því, að
víxlarnir komi nokkurn tíma fram.
2. Þeir prívatbankar eða verslunar-
hús, sem við er skift, geta orðið
gjaldþrota.
3. Menn kunna að ræna bankana í
Lundúnum og taka víxlana.
Og ályktarorð bankastjórans og
hans manna i nefndarálitinu eru
þessi. Vjer tökum þau orðrjett:
„í staðinn fyrir að gefa út meiri
seðla, á þingið að fá íslandsbanka
til að láta sína útlendu viðskifta-
vini vita, að u n d i r þessum
kringumstæðum geti hann
ekki borgað fiskifarmana fyrir þá,
nema þeir, á eigin ábyrgð,
sendi andvirðið hingað h e i m í
g u 11 i.“
Vjer verðum hreinskilnislega við
það að kannast, að sje nokkurt vit i
þessari rökfærslu, þá sjáum vjer
ekki það vit.
Auðvitað getur margt komið fyrir
á ófriðartímum — meðal annars það,
að skip farist, sem flytur víxla, svo
að víxlarnir komi ekki fram, og að
bankar verði rændir í Lundúnum. En
eí vjer yrðum út úr þeirri hættu svo
varkárir, að vjer þyrðum ekki að
gefa út víxla á Lundúnabankana, þá
yrðum vjer ekki að eins varkárari en
allar aðrar þjóðir veraldarinnar. Vjer
værum þá orðnir svo varkárir, að
vjer ættum ekkert erindi inn í við-
skifti hins siðaða heims.
Hvernig hugsar bankastjórinn sjer
— um bændurna, sem skrifuðu undir
með honum, tölum vjer ekki, því að
það er hætt við því, að þeir hafi lítið
um málið hugsað, en látið sjer nægja
að treysta á vitsmuni og þekkingu
bankastjórans — hvernig hugsar
bankastjórinn sjer að neyða útlenda
viðskiftamenn vora til þess að senda
oss gull á þessum timum fyrir vör-
ur vorar?
Að jafnaði, þegar öllu er óhætt og
alt er með kyrrum kjörum i veröld-
inni, senda menn ekki gull fyrir vör-
ur land úr landi. Menn nota viðskifti
bankanna. Mundu menn þá verða fús-
ari til þessara gullsendinga á ófrið-
artímum, þegar jafnvel er ekki óhætt,
eftir því sem bankastjórinn lítur á,
að senda víxla til Lundúna? Er ekki
gullið í eins mikilli hættu á þessu
ferðalagi eins og víxlarnir? Þó að
vjer kunnum að vera miklir menn ís-
lendingar, og mega okkur mikils í
viðskiftum veraldarinnar, þá megum
við sennilega þakka fyrir, ef við get-
um haidið opnu sambandinu við
Lundúnabankana, til þess að fá vörur
okkar seldar. Reynsla undanfarinna
mánaða bendir óneitanlega í nokkuð
aðra átt en þá, að vissasti vegurinn
fyrir okkur sje sá á þessum tímum
að gerast svo stórlátir að neita að
láta vörur okkar af hendi fyrir nokk-
uð annað en hingaðflutt gull.
En þ ó a ð við værurn nú þeir
karlar í krapinu, að við gætum neytt
útlenda viðskiftamenn okkar til þess
að koma hingað með gull, svo að
þeir verði þeirrar náðar aðnjótandi
að fá vörur okkar — livað verður þá?
Mundum við ekki verða að senda
gullið út aftur á o k k a r ábyrgð,
fyrir þær vörur, sem o k k u r van-
hagar um frá útlöndum? Ætli það
yrði þá áhættuminna fyrir okkur að
senda gull en víxlana?
Gullskrafið
í ísafold.
Bankastjórinn heldur nú áfram
þessu gullskrafi í ísafold (72.-74. og
76. tbl.). Hann segir þar meðal ann-
ars, og lætur prenta það með breyttu
letri, að nú sje ekkert gjaldgengt,
þegar út fyrir landsteinana komi,
nema gull.
Á hverju er þessi staðhæfing
bygð ?
Eru þá ekki ávísanir á innieignir
í bönkum gjaldgengar?
Hvernig hafa þær vörur fengist,
sem alt af er verið að flytja til lands-
ins um þessar mundir? Höfum við
sent gull fyrir þær? Hvert barnið
veit að svo er ekki. Hvernig getur þá
nokkur bankastjóri talað svona?
Vjer látum ósagt, hvernig hugur
bankastjórans hefur komist inn í
þessa gulldýrkun. En i greinum hans
i ísafold verður hann ekki skilinn
annan veg en þann, að ótækt sje að
hafa hjer á landi seðla, þó að þeir
sjeu trygðir eins og aðrar þjóðir
tryggja seðla sína, með 40—50 pct.
gullforða.
Sje þetta rjett, virðist oss málið
fara að vandast til muna fyir oss.
Það hlýtur hver maður að sjá, að
oss væri í meira lagi örðugt að nota
eingöngu eða mestmegnis gull. Auk
annara óþæginda, mundi það gera
peninga svo miklu dýrari oss en öðr-
um þjóðum, sem nota seðla, að ekki
er sjáanlegt, að vjer getum staðist
samkepnina.
Og eins og vikið er á hjer að fram-
au, værum vjer svo sem ekki eins
öruggir eins og bankastjórinn virðist
ætla, þó að vjer hefðum eitthvað tölu-
vert af gulli. Hann gerir ráð fyrir
þvi, að svo hefði farið, að Þjóðverj-
ar hefðu ráðist á Danmörk i byrjun
ófriðarins. Hann segir, að þá hefði
íslandsbanki ekki getað notað inni-
eign sína í Danmörku. Það getur ver-
iö, að svo hefði farið, þó að enginn
geti samt neitt um það vitað. Hann
heldur, að öllu hefði verið óhætt, ef
þessi innieign hefði verið hjer í gulli.
En ef Þjóðverjar hefðu komið
hingað og tekið gullið? Hvað þá?
Bankastjórinn gerði ráð fyrir því á
þinginu, að bankar yrðu rændir í
Lundúnum á þessum ófriðartímum.
Ætli að ekki megi eins ræna banka á
íslandi ?
Eða gerum ráð fyrir, að vjer hefð-
um verið á siglingu með þetta gull.
Gat ekki ýmislegt fyrir það komið á
því ferðalagi — ekki síst, ef Danir,
og þar af leiðandi íslendingar líka,
voru komnir í ófriðinn?
Ameríku-
gullið.
Annars virðist svo, sem einmitt
þessir dagar sjeu að færa oss heim
sanninn um það, að þessi gulldýrkun
bankastjórans stafi af einhverjum
misskilningi. Hann hefur fengið því
framgengt við landsstjórnina, að hún
hefur farið að flytja gull hingað með
„Hermóði“.
Og livað gerir hún við þetta gull ?
Ef hún geymir það hjer, liggur
j>að vaxtalaust hjá henni.
Ef hún selur það, þá gerir hún
það með afföllum.
Ef hún sendir eftir meiri vörum
fyrir það, þá hefði hún sannarlega
eins getað látið þaö liggja á vöxtum
í góðum banka í Nevv York. Hún
hefði sjálfsagt komist að raun
um, að ávísun á það hefði orðið
„gjaldgeng" — þó að hún sje ekki
gull. Og vjer skiljum ekki annað, en
að hún sjái það nú, að henni væri
miklu betra að hafa lofað því að
vera kyrru.
Bankarnir
sanna málið.
Svo að vjer víkjum aftur að aukn-
ing seðlaútgáfunnar, þá verðum vjer
að halda þvi fram, að á þinginu í
sumar hafi ekki komið fram nein
skynsamleg ástæða gegn því, að þörf
sje á að auka seðlamagnið i landinu.
Ekki hefur hún heldur komið fram í
Isafoldar-greinum bankastj. Björns
Kristjánssonar. Allur þorri þingsins
var líka á því máli, að seðlamagnið
bæri að auka, þó að svo kynlega færi,
sem mönnum er kunnugt, um löggjöf
þar að lútandi, fyrir atferli 7 manna
í efri deild. En einna áþreifanleg-
astar sannanir í málinu hafa komið
frá báðum bönkunum.
Landsbankinn hættir að innleysa
seðla sína erlendis, vegna þess, segir
hann, að þeirra er allra þörf í innan-
landsviðskiftunum.
Áður hefur verið bent á það hjer
í blaðinu, ]). 9. f. m., hver afturför
þetta er. Og ómótmælanlega er það
neyðarúrræði. Landsbaukinn gerir
þetta samt — vafalaust af því, að
hann sjálfur telur seðlaþörfina orðna
svo tilfinnanlega.
En ekki er nema hálfsögð sagan
með því.
Báðir bankarnir hafa á þessu ári
flutt inn í landið danska seðla, eftir
því sem sagt er að minsta kosti um
/> miljón.
Ekki hafa þeir gert það eingöngu
að ganmi sínu. Og hvorki hr. Björn
Kristjánsson nje nokkur maður ann-
ar getur komið nokkrum heilvita
manni til þess að trúa því, að þetta
hafi bankarnir gert fyrir þá sök, hvað
seðlaþörfin sje 1 í t i 1.
Lakasta
atriðið.
Lakasta atriðisins í þessu máli er
enn ógetið. Öss er nauðugt aö
minnast á það. En vjer lítum svo á,
sem hjá því verði ekki komist, úr því
að farið er að minnast á málið á
annað borð.
Lakasta atriðið í deilunni er það,
að hafi þingræður bankastjóra B. Kr.
og greinar hans í ísaf. nokkur áhrif,
þá hljóta þau að verða i þá átt að