Lögrétta - 18.11.1914, Page 2
202
LOtiK JETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á
lslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
NÝJA VERSLUNIN
— Hverfisgötu 34, áður 4 D —
Flestalt (utast og inst) til kven-
fatnaðar og barna og margt fleira
Góðar vörur. — ódýrar vörur.
Kjólasaumastofa.
það eigi að kenna, þótt íslendingar
fengju ekki það fyrir ull sína, sem
fá mátti. AS vísu greiddi hún þegar
i upphafi, litlu eftir að ófriðurinn
hófst, fyrir því, að Island fengi láns-
traust í New York, og leyföi aö keypt
væri nokkuö upp á ábyrgö ríkissjóös-
ins, ef ísland þyrfti á aö halda, en
þaö mun líklega enginn ásaka hana
fyrir þaö.
Hjer má benda á aö Danir hafa
sett lög um vátryggingu kaupskipa
og fiskiskipa á ófriðartímurn. Lög
þessi eru auðvitað aöeins handa Dan-
mörku, en þau eru þó svo úr garði
gerð, að íslenskir útgerðarmenn geta
trygt skip sín samkvæmt þeim, ef
þeir vilja, og notið þessa hagnaðar,
sem ríkissjóður veitir dönskum út-
gerðarmönnum. Þetta getur komið
íslenskum útgerðarmönnum að gagni,
og því er bent á það.
Eðlilega er samkepni á milli
enskra, danskra, norskra og þýskra
verslana, sem viðskifti hafa viö ís-
lendinga. Það væri ekki gott fyrir
landsmenn, ef svo væri ekki, og eng-
in væri samkepnin. Þaö væri nú eigi
óeölilegt, þótt danska stjórnin styddi
danska kaupmenn í samkepni þessari,
en hún hefur nú komið fram í þessu
máli hlutdrægnislaust og meö miklu
frjálslyndi gagnvart Islandi. Hún vill
auðsjáanlega styðja að því, að ís-
lendingar verði sem færastir um aö
bera þau vandræði, sem að höndum
kunna að bera á þessum ófriðartím-
um, og er það auðvitað ekki lastandi.
Viðskifti þjóðanna eru orðin svo
mikil, lífsstarf þeirra og hagur svo
samtvinnaður, að þær mega illa hver
án annarar vera, allra síst þær, sem
eru nágrannaþjóðir, og síst. af öllu
þær, sem eru eins smáar og vjer ís-
lendingar, og auk þess eiga við
skuldabasl að búa. Þótt sumir geti
grætt á þessum tímum, er þó atvinnu-
lcysið annars vegar og mörg önnur
vandræði. Það má vera að íslending-
ar geti selt afurðir sínar, sem eru
nauðsynjavörur, svo vel, að þeir geti
minkað skuldir sínar nokkuð, sjer-
staklega ef þeir gæta þess, að flytja
litið inn í landið af krami og ýmsri
óþarfavöru, sem mikið kemur af frá
Þýskalandi. Þjóðverjar eru manna
snjallastir að búa til ýmsa ódýra glys-
vöru, en nú hafa þeir annað að gera.
Til Danmerkur er innflutningur mest-
ur af Þýskalandi, en í ágúst og sept-
ember síðastliðinn var flutt hjer um
bil fjórum níundu minna en í ágúst
og september í fyrra. Tolltekjur rík-
issjóðs þessa tvo mánuði hafa því
verið 2þá miljón króna í staðinn fyr-
ir 4y2 miljón kr. í fyrra. En hins veg-
ar hefur verslunarreikningsjöfnuður
Dana batnað um 100 miljónir króna
á þessum tveim mánuðum. Islending-
ar ættu og að bæta verslunarjöfnuð
sinn.
En Nú er þess að gæta, að þvi
lengur sem ófriðurinn stendur, því
meira getur sorfið að kaupskap hlut-
lausra þjóða. Stórveldin, sem í ófriði
eiga, geta tekið upp á því, að hafa enn
sterkari gætur á siglingum þeirra.
Það er ekki ómögulegt, að þau reyni
að hindra sölu til óvinalanda sinna
miklu meir en komið er. Við mörgu
má búast á þessum tímum.
Kaupmannahöfn 31. okt. 19x4.
Bogi Th. Melsted.
PORFIRÍÓ DÍAZ DÁINN.
Fyrverandi forseti Mexíkóríkis,
Porfiríó Díaz, er nýlega dáinn í út-
legð á Spáni, rúmlega 84 ára gam-
all, fæddur 15. sept. 1830. Frá 1877
til vorsins 1911 var hann ríkisfor-
seti í Mexíkó og stjórnaði landinu
þann tíma allan sem einvaldur væri.
Hann var mjög mikilhæfur maður
og Mexíkó tók miklum framförum
á stjórnarárum hans, en síðan hann
var flæmdur burtu þaðan hefur, svo
sem kunnugt er, alt gengið þar í ó-
lestri og styrjöldum.
Símskeyti frá Central News í London.
12. nóv.: Bretskur fallbyssubátur,
Niger, var skotinn með tundurskeyti
af þýskum neðansjávarbáti og sökk
fyrir utan Deal. Öll skipshöfnin
bjargaðist. París: Þjóðverjar hafa
tekið Dixmude, en bandamenn unnið
á fyrir norðan Nieuport. Annarstað-
ar er víglínan óbreytt. Petrograd:
Rússar tóku 52 fallbyssur og 22 þús.
fanga þá tólf daga, sem undanhald
Þjóðverja hefur staðið yfir. Skip-
stjórinn af Emden og Franz prins af
Hohenzollern eru fangar. Af skips-
höfninni á Emden fjellu um 200.
13.11ÓV.: París: Það er stöðugt bar-
ist af mikilli grimd sjerstaklega hjá
Ypres, en Þjóðverjar hafa ekki kom-
ist lengra en til Dixmude. Petrograd:
Orustan i Austur-Prússlandi heldur á-
fiam á línunni frá Stallupoenen til
Kruglinnen og kringum Soldau.
Rússar hafa tekið Johannesburg.
Umsátur um Przemysl byrjað á ný.
Suour-Afríkuherinn hefur beðið mik-
inn ósigur, uppreistarmenn og De
Wet tekið 230 fanga.
14. nóv.: París : Orustan á norður-
hérstöðvunum ekki eins áköf, en
kringum Ypres er barist af mikilli
grimd. Bandamenn vinna á smám-
saman. Bretski herinn vann mikinn
sigur á miðvikudaginn var á prúss-
nesku lífvarðarsveitinni, sem ljet eftir
700 dauða. Petrograd: Rússar hafa
tekið Krasno. Orustan heldur áfram
kringum Soldau. Þýsku beitiskipin
Leipzig og Dresden hafa komið til
Valpariso.
16. nóv.: París: Þjóðverjum var í
gær hrundið aftur á norðurbakka
Yserskurðarins. Öllum áhlaupum
þeirra hrundið. Petrograd: Framsókn
Rússa til Kraká heldur áfram. Her
Austurríkismanna, sem var við
Weichsel, er á undanhaldi á svæðinu
Kalish-Wielun. Rússar hafa unnið lít-
ið eitt á kringum Soldau. Bretskt
beitiskip hefur skotið á kastala við
Sheiksaid við Rauðahafið. Setti þar
á land indverskt lið, sem vann sigur
á Tyrkjum og tók vígin.
17. nóv. París: Enn hefur vatns-
flóð gengið yfir landið alt til 5 kíló-
metra fyrir norðan Niexschoote. Öll-
um árásum Þjóðverja hrundið. Einni
þýskri herdeild gereytt nálægt Bix-
schoote(P). Annarstaðar hafa banda-
menn náð nokkrum góðum herstöðv-
um. Veðrátta er mjög hörð. Amster-
dam: Þjóðverjar segjast hafa unn-
ið sigur á Rússum nálægt Torn. Róm:
Símfregnir segja ,að setið sje um
Kraká, og standi sumir hlutar hennar
í björtu báli. Prinsinn af Wales er
kominn til Frakklands og hefur sam-
einast bretska herforingjaráðinu á
aðalherstöðvunum.
Dorsteiii_[rliiissn.
Þrái’ eg ljúfan lóuklið
lengur bjartra vona.
Eg get varla unað við
að þú hverfir svona.
Lengur ekki leikur sjer
linda blái skarinn.
Sólskríkjunnar ástvin er
út í geiminn farinn
Þegar sumargeislinn gljár,
gyllir skógarhlyninn,
eflaust þrastasöngur sár
syrgir besta vininn.
Þegar vorsins vögguljóð
vígði strenginn þýða,
alla ljetstu íslands þjóð
ómi þínum hlýða.
Oss þó sjertu farinn frá,
finn jeg hlýja vorið:
Ljóðin þín með ljós á brá
ljetta mörgum sporið.
Margeir Jónsson.
GUSTAV WIED DÁINN.
Danska skáldið Gustav Wied er
nýlega dáið, og varð hann ekki gam-
all maður, fæddur 1858. Hann var
mesta háðskáld Dana og hefur samið
fjölda skáldrita, bæði sögur og leik-
rit, er höfðu mikla almenningshylli
í Danmörk. 1907 kom út safn af
skáldsögum hans með titlinum „Fra
Land og By“.
Kapteinn v. Myller
foringinn á þýska herskipinu ,,Em-
den“, sem mest hefur skurkað í Ind-
landshafinu, en Englendingar unnu
nú nýlega, eins og frá er sagt í síð-
asta tbl., hefur verið mjög umtalað-
ur maður um tíma og getið sjer al-
inent lof, bæði fyrir einstakan dugn-
að i hermenskunni og svo fyrir hitt,
hve vel og drengilega hann hefur
komið fram i því, að bjarga mönnun-
um af skipum þeim, sem hann hefur
eyðilagt. Þjóðverjar dásama hreysti-
verk hans, sem von er, og líta á hann
eins og þjóðhetju, og Englendingar
hrósa honum líka og hjetu því áður,
að ef þeir næðu honum á vald sitt,
skyldi honum verða sómi sýndur.
Þetta er nú orðið, og segir i sím-
skeytum, sem hingað hafa komið, til
enska konsúlsins, að „hin fylsta virð-
ing hafi verið sýni þeim, sem af
komust af skipshöfninni og fyrirlið-
arnir hafi fengið að halda sverðum
sínum“. Það er sagt, að 200 manns
hafi fallið af skipshöfninni á „Em-
den“, og 30 særst í bardaganum,
er skipið var sigrað, og rak það í
land og brann. Með skipinu var Franz
Jósef prins af Hohensollern og eru
þeir nú báðir, hann og v. Myller kap-
teinn, fangar Englendinga. Báðir
voru teknir ósárir.
ísland erlendis.
Frá Kaupmannahöfn er
skrifað 12. okt.:
Galdra Loftur, eða öðru
r.afni Óskin, nýr leikur í þrem þátt-
um eftir Jóhann Sigurjónsson, hefur
verið tekinn til leiks í konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn og verð-
ur leikinn þar á þesum vetri. Sömu-
leiðis verðúr hann leikinn í Drama-
tiska Theatern í Stokkhólmi innan
skamms.
Örn inn ungi, fjórði þáttur af
sögum Borgarættarinnar, eftir Gunn-
ar Gunnarsson, kemur bráðlega út á
kostnað bókaverslunar Gyldendals.
Hadda Padda, eftir Guðmund
Kamban, verður leikin í konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn í byrj-
un nóvembermán. Aðalhlutverkin
leika: hr. Poul Reumert — Ingólf,
frú Bodil Molkte (fyr Ibsen) —
Höddu Pöddu, frk. Egeberg, óreynd
leikkona — Kristrúnu.
íslendingar í stríðinu. Nýkomin
íslensk blöð frá Ameriku néfna ýmsa
íslenska menn, sem farið hafa með
Kanadahernum til Evrópu og nú
eru komnir í stríðið í Frakklandi.
Flestir þeirra eru menn um tvítugt
og fæddir þar vestra, en þó einnig
nokkrir, sem fæddir eru hjer á landi,
en flutst hafa ungir vestur, svo sem
J. A. Laxdal, úr Eyjafirði, Kolskegg-
ur T. Þorsteinsson og Jóel B. Pjeturs-
son, úr Skagafirði, G. Hávarðsson,
af Austfjörðum, Bjarni B. Víborg,
úr Reykjavík, Þórhallur Blöndal, úr
Húnavatnssýslu.
NÓBELSVERÐLAUNIN.
Útl. blöð skýra frá því, að samkv.
ákvörðun vísinda-akadem. í Stokk-
hólmi hafi stjórn Nóbelsverðlauna-
nefndarinnar sent landsstjórninni til-
lögu um, að verðlaun af Nóbelssjóðn-
um í læknisfræði, eðlisfræði, efna-
fræði og bókmentum fyrir árin 1914
og 19x5 yrðu ekki veitt fyr en 1. júní
1916. Ástæður fyrir þessu eru ekki
greindar.
■Illi
■llli
BETRI GJAFIR
verða börnum ekki gefnar en bækur þær, sem hjer eru taldar: Dýra-
myndir, kr. 1.50; Hans og Grjeta, 1.50; Öskubuska, 1.50; För Gullivers
til putlands, 0.75; Ferðir Mynchausens baróns, 0.75; Sagan af Tuma
þumli, 0.75; Þrautir Heraklesar, 0.75. (Hver þeirra fjögra síðast töldu
með um 40 myndum.) Hrói höttur, 0.85; Engilbörnin, 0.25. — Bækur
þessar fást hjá öllum bóksölum á íslandi. Spyrjið eftir þessum bókum
og fáið að sjá þær.
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík.
Helnr.ch Boy
Katintiltón
Wcm,, fokr'
K3„ Freurfa,„twl
1 p jjj - -*
IR.-n-i(í
W„tyc
<Juaichn#í
■ " tsl&
Dr. rtor.nnnn Ruetoh
miuB Krate,
saSBSs
Oart Horfert:
. :
y-"'
Kn.t
I hinum stóru, ensku vikublöðum eru nú heilar síður fullar af mynd-
um ungra manna, sem fallið hafa í stríðinu. Hjer er sýnd mynd af síðu
úr einu slíku blaði. I þýsku blöðunum eru heilar síður fullar af idán-
arauglýsingum og upptalningum fallinna manna, og er sýnd mynd af
þessu við hliðina á hinni. Þarna et meðal annars auglýsing frá banka
í Dresden, er skýrir frá, að hann hafi mist 23 af starfsmönnum sínum.
BRJEF FRÁ JÓTLANDI.
Danskur maður á Jótlandi skrifar
hingað í brjefi til kunningja síns:
„Hjer er nú mest talað um ótrygg-
leika þann og truflun, sem stríðið
veldur. Við væntum, að við komumst
hjá, að lenda inni í því, en ótrygg-
leikinn er þó altaf samur og jafn.
Við erum svo óþægilega nærri því
.... En undarlegt er það, að heim-
urinn skuli þarfnast slíkra þrumu-
veðra enn til þess að ljetta á sjer. En
betur að þá yrði hreint loft og heið-
ur himin, þegar það er liðið hjá. —
Þið eigið gott, að vera í fjarlægð frá
þessu; þið fáið víst ekki annað en
veikan ölduóm að heyra af öllu sam-
an og hafið ró og næði til að jag-
ast um ykkar eigin mál, og ef til vill
líka til þess að krafsa ofurlítið í okk-
ur hjerna, til þess að skerpa vin-
skapinn og halda honum vakandi(l).
Hvernig gengur annars með þau mál
þarna hjá ykkur? Er það rjett, sem
mjer virðist, að það sje rólegra yfir
þeim málum nú en var fyrir nokkr-
um árum, og eru líkindi til, að á
þau komist friðsamleg endalykt? Eig-
um við að óska til heilla og þrifa
velvilja frá báðum hliðum í fram-
tíðinni ?“
Frjettir.
Innlendar.
Jarðarför Jóhanns Jóhannessonar
kaupm. fór fram í gær og var lík-
fylgd hans einhver hin allrafjölmenn-
asta, sem hjer hefur sjest. Húskveðju
fJutti sjera Bjarni Jónsson og kvæði
var sungið eftir Guðm. Guðmunds-
son Þar næst var líkið borið í
Templarahúsið og hjelt þar ræðu
Haraldur Níelsson prófessor, en
kvæði var sungið eftir Guðm. Magn-
ússon. Þar næst var líkið borið í Frí-
kirkjuna og talaði þar sjera Ól. Ólafs-
son, en kvæði var sungið eftir Guðm.
Guðmundsson. Við jarðarförina komu
einnig fram tvö kvæði önnur, eftir
Guðm. Magnússon og Hannes S.
Blöndal.
Maður hrapaði í síðastl. viku i
Grjótárgili í Vaðlaheiði austanverðri
og beið liana af. Var hann þar einn
á ferð, á rjúpnaveiðum, og fanst niðri
í gljúfrinu mjög brotinn. Maðurinn
hjet Jón Stefánsson og var frá Þóru-
stöðum, vinnumaður þar.
Veðrið. Að undanförnu hafa um
tíma verið stillur með frosti, en í
fyrri nótt skifti um og kom hvast
Skiftafímdur
í dánarbúi Guðmundar Magnús-
sonar úr Reykjavík, sem druknaði
haustið 1911 á Borgarfirði eystra,
verður haldinn laugardaginn 21. þ.
m. kl. 12 á hádegi í bæjarþingstof-
unni hjer. Væntanlega lokið þá skift-
um.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,
14. nóvember 1914.
Jón Magnússon.
sunnanveður með regni, og hjeltst
það í gærdag.
Hey urðu úti víða hjer nærlendis
í haust sökum rigninga, mest þó aust-
anfjalls, einkum í Ölfusi, og mikið af
heyi hefur verið hirt meira og minna
skemt. Sagt er, að hjá sumum bænd-
um í Ölfusi hafi orðið úti á annað
hundrað hestar.
Dáinn er á Isafirði i gærmorgun
Guðjón Brynjólfsson kaupmaður á
Hólmavík. Hann var á ferð á ísa-
firði, fór þangað með síðustu ferð
„Flóru“, en lagðist þar í lungna-
bólgu og dó eftir 7 daga legu. Guð-
jón var á 38. ári og hafði verslað í
Hólmavík í 6 ár. Hann kvæntist 1.
júní 1912 Jakobínu Thorarensen, syst-
ur Jakobs skálds Thorarensens, og
lifir hún mann sinn, en börn áttu
þau ekki. Guðjón var dugnaðarmað-
ur mesti og besti drengur, og mun
hans verða nánar minst síðar hjer
í blaðinu.
Frá útlöndum er nýkomin frú Ste-
fanía Guðmundsdóttir leikkona; hef-
ur hún dvalið í Kaupmannahöfn frá
því snemma í sumar, sem leið.
„Skallagrímur“ kom til Fleetwood
í Englandi í fyrradag.
MORÐMÁLIÐ í SERAJEVO.
28. október fjell dómur í Serajevo
í morðmálinu mikla, sem varð til
þess að hleypa af stað Evrópustríð-
inu. Margir voru sakaðir um þátt-
töku í því, og af þeim voru 5 dæmd-
ir til hengingar, en þar á meðal var
þó eigi sjálfur morðinginn. Einn var
ciæmdur í æfilangt fangelsi, þrír i 20
ára fangelsi, og meðal þeirra er Gav-
iló Princip, sá er morðið framdi, og
Gabrinovic, sá er fyrstu tilraunina
gerði, sem mishepnaðist. Einn var
dæmdur í 16 ára fangelsi, einn í 13
ára, tveir í tíu ára, einn í 7 ára og
tveir í 3 ára fangelsi. Hinir voru
sýknaðir.