Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.12.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 23.12.1914, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Aígreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Veltusundi I. Talsími 359. Nr. 61. Reykjavík, 23. desbr. 1914. IX. árg. Glcöileg Jól. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng kaupa allir í Bókauerslun Sigfúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 siöd. Gísla BuOmundssonar. LÆKJARGÖTU 14 B (uppi á lofti) er venjulega opin n—3 virka daga. Vilhjálmur Þýskalandskeisari. járnbrautir á \Mi Eftir Jón Þorláksson. III. Samgöngutæki nútímans. Þá liggur næst aíS athuga, hver þau samgöngutæki eru, sem bætt geta úr þessum meinum. Til þess aS gera sjer þetta ljóst, veröum vjer fyrst aö renna augum yfir landiö, og at- huga, hver eru stærstu landbúnaðar- svæöin; engin ráö veröa talin aö duga, nema þau dugi öllum stærstu svæöunurp. En hitt væri aftur of langt farið, að heimta að umbæturn- ar næöu til hvers einasta skika, hve litill sem hann er, sem hæfur er til ræktunar. Landbúnaðarsvæðin, eöa láglendin, á íslandi eru þessi helst: 1. Suðurláglendið (Árnes- Rang- árv.- og Skaftafells-sýsla), 2. Borgarfjarðarláglendið (þar með suðursveitirnar á Snæfells- nesinu), 3. Dalirnir upp af Breiðafjarðar- botni, 4. Húnaflóaláglendið,upp af Húna- flóa og tilh. dalir. 5. Skagafjörðurinn. 6. Eyjafjörðurinn, 7. Skjálfandaundirlendið og tilh. dalir, 8. Fljótsdalshjerað. Þetta eru þau stærstu. Mörg smærri mætti telja, firði og dali, en það er þýðingarlaust. Af þessum 8 svæðum er láglendið á einu, Skjálf- andaundirlendinu, mjög þakið hrauni og er það þess vegna einna veiga- minst til ræktunar. Hið fyrsta, Suð- urláglendið, er lang stærst. Af samgöngutækjum er þá fyrst að athuga skipagöngur, eða hvort Gleðileg jól! Hjúpuð í helgiblæs ljóma. Hljómdjúpar klukkurnar óma: |: Gleðileg jól! :| Gleðileg jól! sorgmæddu hjörtunum svala. Saklausar barnsraddir hjala: |: Gleðileg jól! :| unt sje að fullnægja þörfum þessara svæða með innanlandssamgöngum á sjó. Afstaða svæðanna gagnvart sjó- f lutningum er þessi: 1. Suðurláglendið. Engin höfn, sem unt er að nota á haust- um eða vetrum vegna brims, nema ef vera skyldi einstöku sinnum. Ekki heldur nein höfn, sem millilandaskip bingað til hafa viljað taka á ferðaá- ætlun sína á sumrum. Litlir strand- bátar og seglskip geta hafnað sig á Eyrarbakka og Stokkseyri á sumr- um í góðviðri eða landátt, og í Vík er skipað upp fyrir opnu hafi undir sömu kringumstæðum. Svæðið alt of stórt til þess að geta haft full not af skipagöngum til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Samgöngur á sjó geta ekki bætt úr neinum af áðurnefnd- um 4 meinum á þessu svæði. 2. B o r g a r f j.l á g 1 e n d i ð. í útjöðrum þess er annarsvegar versl- unarstaðurinn Akranes, sem er við- komustaður millilandaskipa (lending bærileg), en hins vegar Búðir, og koma strandbátar þar einstöku sinn- um. Báðir þessir staðir liggja svo fjarri aðal-landbúnaðarsvæðinu, að ó- kleift er að hafa tíðar samgöngur úr sveitunum til þeirra, enda er ekki verslað þar af landbúnaðarsvæðinu. Miðstöð viðskiftanna er nú Borgar- nes; millilandaskip þora þar yfirleitt ekki inn vegna grynninga, og strand- bátar koma þar ekki við, en flóabát- ur gengur þaðan úr Reykjavík, og kemur nokkum sinnum við vestar á láglendinu, að Straumfirði og Ökrum. Innsiglingin er vond, brýtur um þver- an fjörð i brimi, og tefst því bátur- inn oft, en þegar inn er komið, má gera viðunanlega höfn fyrir smáskip. Borgarnes liggur svo miðsvæðis i hjeraðinu, að með góðum vegum er kleift fyrir mestan hluta sveitanna að halda þar uppi nægilega tíðum samgöngum. Ef gerð er höfn í Borgarnesi, og nægilegir vegir þaðan, virðist vera unt að fullnægja þörfum þessa svæð- is nokkurnveginn með sam- göngum á sjó. 3. D a 1 i r n i r. Aðalsvæðið liggur upp frá botni Hvammsfjarðar, og er þar nýlegur verslunarstaður, Búð- ardalur. Höfn er þar vond, og ekki hafa millilandaskip tekið staðinn á áætlun sina, en strandbátar koma þar við í nokkrum ferðum. Breiðafjarð- arbátur, sem hefur aðalstöð sina i Stykkishólmi, heldur uppi ferðum þangað. Mestur hluti hjeraðsins nær vel til Búðardals. Mig brestur kunn- ugleika til að segja um hvort kleift mundi að halda uppi reglubundnum vetrarferðum þangað, en þó þykir mjer trúlegt að það mætti, og þá fremur sennilegt að samgöngur á sjó og vegir á landi gætu verið þessu hjeraði nokkurnveginn fullnægjandi. 4. Húnaflóaláglendið. Það er nokkuð sundurskift — þar tel jeg til nokkurn hluta Strandasýslu og alla Húnavatnssýslu — og hafnir rnisgóðar, sumsstaðar vondar. Hafís lokar öllu i hafísárum, og því ekki til- tök að losna við horfellishættuna með samgöngubótum á sjó. Besti hluti svæðisins, alt landið upp af Húnafirði (Blönduóshjeraðið) er svo hafnlaus, að liklega er ókleift að hafa þangað reglubundnar vetrar- ferðir, jafnvel þó sjór sje auður. Sam- göngubætur á sjó, hversu miklar Gleðileg jól! Samþýddar andlegri inning, ákall frá hugljúfri minning |: Gleðileg jól! :| Gleðileg jól! Lyftandi lífsvonum hlýjum, langt ofar himinsins skýjum. |: Gleðileg jól! :| Svb. Björnsson. sem væru, eru þvi allsendis ófull- nægjandi fyrir þetta svæði. 5. Skagafjörður. Höfn aðal- kauptúnsins, Sauðárkróks, fremur slæm, mætti þó liklega hafa þangað reglubundnar vetrarferðir, þegar auður er sjór. Hafís lokar einnig hjer í hafisárum, samgöngu- bætur á sjó geta ekki bætt úr hor- fellishættunni, verða þvi ávalt ófull- nægjandi. Svæðið auk þess svo stórt, að afarmiklir örðuleikar eru á þvi fyrir alla að sækja til eins staðar. 6. Eyjafjörður. Hafnir góð- ar, en hafís lokar öllu á hafísárum, og samgöngubætur á sjó þess vegna ekki fullnægjandi. 7. S k j á 1 f a n d a u n d i rl endið. Ilöfn þolanleg á Húsavik, en lokast af hafís. Samgöngubætur á sjó geta þvi ekki orðið fullnægjandi. 8. Fljótsdalshjerað. Það nær til sjávar við Hjeraðsflóa, en þar ei algerð hafnleysa. Vegur liggur úr miðri bygðinni um Fagradal til Reyð- arfjarðar. Þar er góð höfn, en tepp- ist stundum af hafis. Vegurinn um Fagradal er teptur af snjó allan vet- urinn, og flutningar þá mjög örðugir ef ekki ókleifir. Hjeraðið er betur fallið til sauðfjárræktar en nautgripa- ræktar, og því ekki eins brýn þörf á viðskiftasambandi yfir veturinn eins og í sumum öðrum hjeröðum. Um samgöngubætur á sjó er ekki að ræða aðrar en til Reyðarfjarðar; þær geta tepst, en mjer er ekki kunn- ugt um likurnar fyrir þ\d, hve oft eða hve lengi það muni verða. En allan veturinn eru samgöngur á sjó til Reyðarfjarðar gagnslausar, nema járnbraut lægi þaðan upp í Hjerað. Niðurstaðan er þá sú, að sam- göngubætur á sjó, samfara hafnar- virkjum og vegabótum á landi, geta e f t i 1 v i 11 fullnægt tveimur af átta helstu landbúnaðarplássum landsins, en alls ekki hinum 6. Það má þess vegna alveg hiklaust fullyrða, að með samgöngubótum á sjó samfara vegage'rðum á landi verður landbúnaðin- um á íslandi ekki komið á sama stig eins og í öðrum 1 ö n d u m. Það verður ekki einu sinni ráðin bót á horfellishættunni með svoleiðis samgöngutækjum. Jeg veit ekki hvort menn hafa al- ment veitt því eftirtekt, að 4 af þess- um átta helstu landbúnaðarsvæðum, sem að vísu liggja öll að sjó, hafa enga þá höfn, sem millilandaskip hafa tekið á ferðaáætlun sína; það er Suðurláglendið, Borgarfjarðarlág- lendið, Dalirnir og Fljótsdalshjerað. Hin 4, norðursýslurnar 4, hafa skárri hafnir — en þær teppast allar af hafís þegar verst gegnir. Mjer finst, að ef menn athuga þetta, þá þurfi menn ekki að furða sig neitt á því, þó j innanlandssamgöngur á sjó sjeu, og I hljóti altaf að verða, ófullnægjandi fyrir landbúnaðinn. Þá kynni einhverjum að koma til hugar að bifreiðar — á bifreiðaveg- um — gætu bætt úr skortinum á sam- göngutækjum innanlands. Um það þarf nú ekki mörgum blöðum að fletta. Bifreiðar g e t a e k k i rutt snjó af vegum fyrir sig, og geta þvi ekki gengið yfir fjöll, heiðar eða hálsa milli bygða að vetr- inum. Auk þess má og telja vist, að ef allur kostnaður er rjett talinn, þá er þungavöruflutningur að sumar- lagi d ý r a r i með bifreiðum en með hestavögnum; hugsanlegt að þetta breytist eitthvað með framtíðinni, en sem stendur eru engar líkur til að þungavöruflutningur með bifreiðum á vegum verði nokkurntima svo ódýr, sem hann þyrfti að verða til þess að aðrar eins vörur og eldsneyti eða til- búinn áburður yrðu fluttar með þeim langleiðis. Það er því full vissa fyrir að bifreiðar geta ekki bætt úr við- skiftateppunni að vetrinum nje úr horfellishættunni, og engar líkur til að þær geti bætt úr eldsneytisskorti eða áburðarskorti sveitamanna. Þær eru því allsendis ófullnægjandi sem aðal-samgöngutæki innanlands. Einu samgöngutækin, sem geta fullnægt þessum umræddu þörfum, eru j á r n b r a u t i r. Það er að segja vagnar, knúðir áfram af vjelafli (gufuvjelum, olíuvjelum eða raf- magnsvjelum), eftir járnspori á veg- inum. Slíkir vagnar geta rutt braut sína sjálfir — þeytt af henni snjón- um — ef þeir eru útbúnir til þess. Þeir komast því leiðar sinnar á vetrum. Járnbrautirnar ná þó ekki heim á hvern bæ, eins og allir vita, heldur eru lagðir a k v e g i r frá járnbraut- arstöðvunum um sveitirnar heim til bæjanna. Og þegar talað er um járn- brautir sem samgöngutæki er ávalt gengið út frá þvi, að nauðsynlegir akvegir sjeu gerðir frá brautarstöðv- um um bygðirnar. Enginn þarf að furða sig á, þó þessi yrði niðurstaðan. Fyrir öllum menningarlöndum heimsins hefur legið alveg sams konar verkefni síð- ustu tvo mannsaldrana, eins og nú liggur fyrir oss. Þau hafa þurft að bæta úr viðskiftateppu og áburðar- skorti ö 11, úr eldsneytisskorti á stórum svæðum f 1 e s t, og úr hor- fellishættu s u m—að minsta kosti úr horfellishættu fyrir mannfólkið. Og öll hafa þau tekið sama úrræðið—lagt járnbrautir. Ef nokkurt annað úrræði væri til, gætum vjer gengið að þvi alveg vísu, að eitthvert land hefði notað þ a ð, en ekki járnbrautirnar. En svo er ekki. Og úr því að engir aðrir hafa fundið neitt úrræði annað en járnbrautir, hvernig getum vjer þá búist við að finna það? Jeg vona nú að sanngjarnir menn vilji viðurkenna það, að þ e 11 a land þarfnast járnbraifta. Hvort vjer erum færir um að full- nægja þeirri þörf — það er annað mál, og liggur nú næst fyrir að at- huga það. Er þá fyrst að gera sjer grein fyrir h v e m i k ij ð af járn- brautum vjer þurfum að fá. Hvaða járnbrauta þárfn- ast landið? Því verður að svara þannig, að a ð a 1-brautirnar, sem landið fyrst og fremst þarfnast, eru tvær: 1. Braut frá Faxaflóa austur á Suð- urláglendið og nokkuð austur eft- ir því. 2. Braut frá Faxaflóa norður, um Húnavatns-, Skagafjarðar- og' Eyjafjarðarsýslur, og helst eitt- i hvað norður í Þingeyjarsýslu. Þetta eru aðalbrautirnar, en svo mun þurfa nokkrar smáar álmur, en yfirleitt er ekki eins mikil nauðsyn á þeim og stofnbrautunum. Um fyrri brautina hafa þegar ver- ið gerðar nokkrar rannsóknir, sem kunnugt er. Járnbraut frá Reykjavík um Þingvelli til Þjórsár að meðtöld- um hliðarálmum til *Eyrarbakka og til Hafnarfjarðar (frá Rvík) verður að lengd um 135 km. og kostar rúm- ar 4 milj. kr. með því byggingarlagi, sem ráðgert hefur verið. Um hina brautina, Akureyrarbraut- ina, er svo mætti nefna, hafa engar rannsóknir verið gerðar. Verður því ekki vitað um lengd hennar, og því síður um kostnað við hana, nema eft- ir alveg lauslegum ágiskunum. Til hliðsjónar við þær ágiskanir má nefna, að þjóðvegurinn frá Reykjavík til Akureyrar, talinn fram fyrir Esju og inn fyrir Hvalfjörð, er um 420 km., en þjóðvegurinn frá Borgarnesi til Akureyrar um 324 km. Með því að gera ráð fyrir að suður- endi brautarinnar sje i Borgarnesi, Malverk Iiitmyndir Litakassar Teiknibestik Bækur 0. Hl. tl. Ágætar jólagjafir. pór. B. Dorláksson. Ueltusundi 1. Albert Belgjakonunugur í samtali við franskan hershöfðingja. mætti máske giska á að brautar- lengdin yrði 365 km., svo að þær brautir til samans, sem hjer eru nefndar, yrðu að lengd 500 km. Hvað kosta svo 500 kílómetrar af járnbrautum? í Suðurlandsbrautinni var hver km. áætlaður 31)4 þús. kr. Nú er það víst, að með sömu gerð mundi hver km. í Akureyrarbraut- inni kosta eitthvað meira. Til þess að gera einhverja ágiskun, vil jeg segja að þessir 500 km. af járnbraut- um kosti 20 milj. kr. — það eru 40 þús. kr. að meðaltali fyrir kílómetr- ann. Tuttugu miljónir króna! Sagan segir, að fyrir nokkrum ár- um síðan hafi einn háttvirtur alþing- ismaður sagt, að sig sundlaði ef hann heyrði nefnda eina miljón. Svo það þarf enginn að fyrirverða sig fyrir það, þó hann sundli rjett sem snöggv- ast, þegar hann heyrir talað um tuttugu miljónir í einu. En þegar sviminn er liðinn frá, er best að reyna að hugsa rólega um málið. Málgagn dönsku stjórnarinnar ritar um það. Daginn eftir ríkisráðsfundinn 30. nóv., flytur málgagn dönsku stjórn- arinnar eftirfarandi grein um það, sem þar gerðist: „Á stjórnarskrármálinu islenska og fánamálinu hefur orðið í gær frestun, en ætla má að hún verði ekki nema um stundarsakir. Ráðherra íslands, herra Sigurður Eggerz, tók aftur stjórnarskrárfrumvarpið og baðst þar eftir lausnar. Konungur kvaðst svo vilja semja við íslenska stjórnmála- menn úr hinum ýmsu flokkum. Flagg- málinu var og frestað vegna þessar- ar lausnarbeiðslu og svo hins vegna,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.