Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 23.12.1914, Qupperneq 3

Lögrétta - 23.12.1914, Qupperneq 3
LÖGRJETTA 223 hefði Eiríkur Briern frændi sinn frá íslandi heimsótt sig fyrir nokkrum árum, og eins stæSi á fyrir sjer nú. Jeg skyldi ganga út með Emmu dótt- ur sinni og skoSa bæinn, þá mundi hún vera farin aS ná sjer, þegar jeg kæmi aftur. — Frænka mín fylgdi mjer svo upp á brattan og nokkuö háan háls, sem lá bak viS bæinn. Uppi á honum var út- sýni yndislega fagurt. NeSan undir voru snarbrattar brekkur meö þjett- vöxnum stórum trjám í fullu lauf- skrúöi, þótt haust væri korniö, og sumt voru aldintrje; suðurundan voru sljettir akrar og aldingaröar svo langt að sjá sem augaö eygði. Þegarviö komum heim aftur, var miðdagsmatur á boröum aö heyrnin hafði aö rnestu leyti náö sjer. Alt samtaliö var um ísland og það, sem hún mundi frá ungdóms árunum. Best rnundi hún eftir því, þegar hún sigldi út Eyjafjöröinn, frá uppeldis- sveit sinni og var aö skilja við Is- land í síöasta sinn. Þá var hún 17 ára. Altaf var samtalið á íslensku; hún sagði að sjer þætti svo gaman aö því að talá islensku eftir svo mörg ár. Stundum spuröi hún mig, hvort þetta eða hitt hefði ekki verið bjagað mál hjá sjer, en jeg sagði henni aö hneiging oröa væri oftast rjett, en þá sagði hún: „já, lofaðu mjer að gæta betur að, hvað segir Hallgrímur minn Pjetursson um þetta?“ Hún kunni reiprennandi alla Passíusálmana, og í hvert skifti fann hún stað í þeim, sem átti við það, sem hún vildi segja, og þá sagöi hún glöö: ,,Já, svona hefur Hallgrimur minn það, og svona átti jeg að hneigja orðin.“ Þegar komið var að kvöldi, bauð dr. Schytz mjer á skemtistað, þar sem ítalskar söngmeyjar sungu. Hann sagði að rnjer mundi, eins og öðrum, þj'kja gaman að því að sjá og heyra fallegar ungar stúlkur, og kvað jeg það satt vera. Sjálfur gat hann ekki haft gaman af að sjá þær, því hann var steinblindur, og ljet Emmu dótt- ur sína leiða sig á skemtistaðinn. En þegar þar kom, var gamli maðurinn hinn kátasti og fjörugasti að klappa fyrir söngmeyjunum, þegar hvert lag um sig var endað. T r. G u n nja r s s o n. frá Kanpniannahðln. Seint í nóv. var ákveðið að fslend- ingafjelag i Khöfn skyldi halda skemtisamkomu 4. des. kl. ,8/ý e. h. í Linnesgötu 25, og komu þangað um 150 manUs. Kvöldið áður var íslend- ingurn sent svohljóðandi ávarp: „íslendingar í Khöfn og nágrenni! Konur og menn! Gerst hafa þau tíðindi með þjóð vorri, sem ótvírætt munu ritast á sagnaspjöld hennar með rauðu letri. Ráðherra íslands hefur með óvana- legri djörfung og festu haldið fram fornum og ótvíræðum rjetti þjóðar vorrar gegn konungsvaldinu danska og orðið að lúta í lægra haldi. Vjer höfum ekki átt f e s t u a ð v e n j- ast afráðherrum vorum; sje því þessum þökk og heiður, sem sýnt hefur að enn sje til ósjerplægni og drenglund með þjóðinni. Vjer skor- um því á alla 1 a n d a, hverrar stjett- ar sem eru, og biðjum þá að koma til fundar við oss og aðra 1 a n d a vora föstudaginn 4. desember kl. 8 c. h. í Sass Lokaler, Linnesgade 25 (niðri) til þess: að þakka ráðherra íslands, herra Sigurði Eggerz, djörfung þá og drengskap, sem hann hefur sýnt fyrir íslands hönds í viðureign sinni við konungsvaldið danska, um stjórn- arskrármálið og fánamálið. Vjer væntum þess að allir 1 a n d- a r komi á þennan fund, hvort sem þeim er það hægt eða óhægt. Það er fátítt að föðurlandiið kalli oss í útlegðinni, en þegar þ a ð kall- ar, k o m a a 11 i r, slökkva niður •skyldum og láta aTt hjá líða til þess að verja rjett þess. Hjá oss er engin likamleg hernaðarskylda, því frekari siðferðisleg skylda hvílir oss á herð- um að standa skilyrðislaust sem einn rnaður til þess að verja rjett lands- ins með orðum, hvað sem það kost- ar. íslands ráðherra kemur væntanlega og tekur til m á 1 s. Komurn allir. Kaupmannahöfn 1. des. 1914.“ Skjal þetta var undirritað af Guð- brandi Jónssyni og 15 öðrum íslend- ingum, sem tekist hafði að fá til að rita undir það. Ráðherra kom ekki á fundinn, en það hafði verið sett í ávarpið til þess að fundurinn yrði betur sóttur. Á fundinn komu 49 manns að sögn sumra, en 52 að sögn sumra. Óánægja varð töluverð meðal þeirra, sem höfðu undirritað ávarpið, sögð- ust sumir ekki hafa lesið það, sem í því stóð, aðrir að þeir hefðu eigi heyrt það alt, er það hefði verið les- ið upp, og einn, sem hafði lesið það, kvað erfitt að vita, hvað í því hefði átt að standa, því handritið hefði ver- ið svo ógreinilegt. Til þess að koma í veg fyrir deilu á fundi, lýsti Guðbrandur Jónsson því yfir í fundarbyrjun, að ávarpið hefði hann ritað og það sýndi skoð- anir hans. Guðbrandur Jónsson var ekki ræðu- raaður á fundinum, og bar upp til- lögu um að lýsa velþóknun og þakk- læti fundarins til ráðherra Sigurðar Eggerz fyrir framkomu hans í stjórn- arskrármálinu og fánamálinu. Enginn mælti á móti því nje skýrði nánar frá málavöxtum. Nálega hélm- ingur fundarmanna greiddi atkvæði með tillögunni, en enginn á móti. Eftir fundinn tóku íslendingar að koma á skemtisamkomuna og urðu um 150 og skemtu sjer vel. Guðbrandur Jónsson fór því næst með fundarályktunina til „Ritzaus Bureau“, sagði forstjóra þess, að um 150 íslendingar hefðu verið á fundin- um og fundarályktunin hefði verið samþykt í einu hljóði. Síðan var hún með þeim ummæl- um send til danskra blaða. 5. desbr. kom einnig út þýðing af ávarpinu í „Vort Land.“ Flestum íslendingum i Khöfn þyk- ir illa farið, að rjettindi þau, sem Hannes Hafstein hafði fengið handa íslandi, skuli vera töpuð, að minsta kosti um stundarsakir. Þá er ráð- hera hefur greitt vel úr þeim hnút, sem hann hefur riðið að fyrirmælum flokksmanna sinna, mun mönnum þykja tími til að þakka honum fyrir gerðir hans, en fyr ekki. Hafnar-íslendingur. Stríðið. Símskeyti frá Central News í London. 16: des.: Opinber fregn segir, að bandamenn hafi í sameiningu gert á- hlaup fyrir sunnan Ypres, og að þeir hafi tekið nokkrar þýskar víggrafir og marga fanga, og að áhlaup þetta hafi haft verulegan árangur. Petro- grd: Þjóðverjar í Mlava-hjeraði hafa hörfað aftur á sínar gömlu stöðvar. Rússar hafa unnið á við Vistula. Op- inber fregn segir, að þýsk herskip hafi í dag skotið sprengikúlum á Scar- borough og Hartlepool. Bretskar flotadeildir eiga nú í orustu við þau. Þetta er að eins byrjunin. 17. des.: í skothriðinni á Scar- borough, Hartlepool og Whitby fór- ust þrjátíu rnanna, og voru það að- allega borgarar. Bretsk herskip eltu þýsku herskipin, en þau sluppu und- an. París: Bretsk flotadeild hefur skotið á Westende. Bandamenn hafa haldið áfram að vinna ofurlítið á á norðurherstöðvunum. 18. des.: París: Bandamenn hafa unnið á ýmsum stöðum nálægt Ver- melles, Arras og Peronne, einnig milli Ypres og Menin. Petrograd: Rússar elta ákaft sigraða Þjóðverja i áttina til Mlawa, hafa tekið marga fanga. 19. des.: Khedívanum í Egyfta- landi hefur verið vikið frá völdurn, cn prins Hussein Kamel pasha, föð- urbróðir khedívans fráfarna, hefur verið gerður að soldáni í Egyftalandi undir vernd Breta. Bretska stjórnin skýrir frá því, að Bretar hafi ekkert herskip mist við nýafstaðna árás þýskra herskipa, og að skýrsla Þjóð- verja um það sje algerlega röng. Pa- rís: Bandamenn hafa náð þýskum víggröfum í hjeraðinu við Arras á eins kílómeters svæði. 22. des.: Paris : Bandamönnum hef- ur enn orðið nokkuð ágéngt í Belgíu og unnið lítið eitt á á ýmsum stöð- um á allri viglínunni. Petrograd: Þjóðverjar hafa verið hraktir til baka í Mlavahjeraði i áttina til Lauden- burg og Neidenburg. Keisarinn er kominn af stað til framherstöðvanna. Ýmsar frjettir. Aðalviðburðirnir hafa nú á síðkast- ið gerst við eystri herstöðvarnar, því á Frakklandi og í Belgíu er nú öll herlínan víggirt báðumegin alla leið frá hafi og suður undir Sviss, og vinna hvorugir á, svo að nokkru nemi. Frjettirnar þaðan, sem símskeytin færa, eru hinar sömu viku eftir viku. En Þjóðverjar hafa fært mikið lið að vestan og austur eftir. Hafa þeir unnið mikið á í rússn. Póllandi síð- ari hluta nóvember og í desember, og þykir herstjórn Hindenburgs hers- höfðingja, sem þar hefur nú yfir- stjórnina, hin meistaralegasta, eins og áður í Austur-Prússlandi. Herirnir hafa svifið þar fram og aftur, en ekki orðið kyrstaða, eins og vestanmegin. Að norðan eru Rússar nú skamt fyrir innan landamæri Austur-Prússlands, og að sunnan er barist austan við Krakau. Tyrkjasoldán hefur skorað á alla Múhameðstrúarmenn, að vopnast, og lýst yfir, að þetta væri stríð fyrir trúarbrögð þeirra. En nú á tímum er ekki sú áskorun frá honum eins á- hrifamikil og áður var. Tyrkneskur her hefur sótt vestur á leið að Suez- skurðinum, en þar er enskur her til varnar, og mikið hefur ekki kveðið að orustum þar. í Persíu hafa verið óeirðir og víðar þar eystra. Stjórnin í Portugal hefur lýst yfir, að það ríki tæki þátt í ófriðnum með Bretum, og eru gamlir samningar þar í milli, sem því valda, en lítil áhrif mun það hafa, nema þá fyrir sigl- ingar Þjóðverja. Á Norðurlöndum hefur verið óá- nægja út af samgönguhindrunum á sjóleiðum að vestan, en hin sameigin- lega málaleitun, sem stjórnir Skandí- navíuríkjanna sendu ófriðarþjóðun- um um þetta, hefur ekki haft neinn árangur enn. í Eystrasalti hafa Þjóð- verjar hindrað útflutning timburs frá Svíþjóð, með því að það mundi notað af Englendingum og Frökkum í skot- grófunum við vesturherinn. Og Eng- lendingar hindra flutning á ýmsum vörum, er þeir telja að fari yfir Norð- urlönd til Þýskalands. Konungar og utanríkisráðherrar Norðurlanda áttu nýlega fund í Málmey í Svíþjóð, en ekki hefur frjetst, hvað, þar hafi sjer- staklega átt að ræða. En síðan hafa borist símskeyti um lokaðan fund í ríkisþinginu danska, og hefur án efa verið rætt um afstöðuna til ófriðar- ins. Frjettir. Innlendar. Hestaskip frá íslandi tekið í hafi. „Vísir“ flytur í gær símfregn frá Seyðisfirði, er segir að „Pollux“, sem þá er þar staddur á leið frá Noregi, hafi hitt 4 ensk herskip milli Fær- eyja og Islands, ög var þar sagt, að 12 önnur væru á sveimi á þessum stöðvum; hefðu þau nýlega tekið skip, sem flutti hesta frá íslandi, og mun það vera „Kong Helge“. Ráðherra kom til Seyðisfjarðar með „Pollux“ frá Noregi í gær, hafði hann farið frá Khöfn rjett eftir rík- isráðsfundinn, en hefur síðan dvalið i Noregi. Pjetur Zóphoníasson er nýkominn heim úr utanlandsför, hefur dvalið ytra síðan hann fór á hástúkuþingið í Kristjaníu í sumar, sem leið, lengst- um i Khöfn. Fór þó einnig til París- ar og víðar. Húsbruni á Eyrarhakka. 15. þ. m. kom upp eldur í skúr, sem áfastur var við yerslunarhús kaupfjel. „Ing- ólfs“ á Eyrarabakka. Skúrinn brann og> húsið einnig, og þar með töluvert af- vörum, en nokkru varð bjargað, *bar á meðal höfuðbókum verslunar- innar. Húsið var vátrygt, og eins vör- urnar, í fjel. Norge. Kirkjuvígsla. Hin nýja kirkja Hafnfirðinga var vígð af biskupi síðastl. sunnudag og er hún vönduð og vel gerð. 1200 manna voru talin út úr kirkjunni eftir vígsluna. Mjóafjarðarprestakall. Um það sækja sjera Jónmundur Halldórsson á Barði og sjera Ólafur Stephensen í Grundarfirði. Eimskipafjelag íslands. Skrifstofu- stjóri þess er ráðinn Sigurður Guð- mundsson, áður afgreiðslum. Thore- fjelagsins. Fram. Samkoma verður í fjelag- inu að kveldi annars jóladags, sem ber upp á fundardag fjelagsins. Próf. Björn M. Ólsen segir þátt úr íslenskri fornsögu, og Guðmundur Magnússon skáld les upp kafla úr sögu. Má búast við góðri skemtun, og er þess vænst, að fjelagsmenp fjölmenni. Upplestur- fHISTURSTIUEII í hefur íjölbreyttari en nokkur ann- ar kaupmaður í bœnum. : : : Nýjar vörur komu með E|s Esbjærgf. Það er hyggilegt að geyma ekki jólakaupin þar til það er upp- gengið, sem maður helst vildi fá. inn byrjar stundvísl. kl. 9. — Konum fjelagsmanna boðið á samkomuna. Þjóðin heitir nýtt vikublað, sem farið er að koma hjer út, og er ritstjóri þess Einar Gunnarsson, áð- ur ritstjóri „Vísis“. Bruni á Blönduósi. Aðfaranótt 21. þ m. brann til kaldra kola verslun- arhús Sig. Berntsens á Blönduósi, á- samt vöruleifum. Tjón talið 10 þús. kr. Húsið var vátrygt hjá fjel. Norge. Hagskýrslur íslands. Af þeim er nú 4. hefti nýkomið út og þar í „Fiskiskýrslur og hlunninda árið 1912.“ Er það nýtt í þessum skýrsl- um, að þar er talin fram þyngd alls þilskipaaflans i stað fiskatölunnar áð- ur og gerir þetta skýrsl. fullkomn- ari en verið hefur. Þar er og skýrt frá verði þilskipaaflans samkvæmt skýrslum útgerðarmanna. Frágangur á þessurn heftum, sem út eru komin írá Hagstofunni, er allur hinn besti og vandaðasti. Verð þessa heftis er 40 aurar. Páfinn 00 tanDð-dansinn. Má jeg biðja yður, herra ritstjóri, fyrir þessar fáu línur i blað yðar, sem svar við því sem ritað hefur verið um páfann og tangó-dansinn, til þess að menn fái að sjá hið rjetta og sanna í þessu efni. Það hefur verið sagt og ritað, að páfinn sálugi, Píus X., hafi í fyrstu bannað tangó-dansinn, vegna þess að hann væri ósiðsamur, en samt hafi hann langað til að sjá hvernig þessi dans væri og hafi- þá látið, eftir því sem sumir segja, dansmeyjar og sveina, eftir því sem aðrir segja, ung- a.n mann og konu af tignustu ættum, koma til sín í Vatíkanið, ,og hafi látið þau dansa fyrir sig. Og eftir að hann hafði með undrun horft á unga fólk- ið dansa nokkra stund, hafi hann átt að leyfa aftur að dansa tangóinn, og það að eins nokkrum dögum eftir að hann hafði bannað hann. Vjer getum sagt og fullvissað menn um, að þetta er alt helber uppspuni frá upphafi til enda. Fyrsta blaðið, sem flutti þessa sögu, í janúar 1914, var „le Temps“, blað, sem reyndar er algerlega anti-kaþólskt, og er ekki í neinu áliti hjá hugsandi mönnum, og flytur stöðugt það sem það nær til af slíkum óhróður-sögum. „Le Temps“ hafði frá frjettaritara sínum í Rómaborg, Jean Carrére, fengið að I vita ástæðuna til þess að tangó-dans- inn var aftur leyfður, jog urðu ýms blöð, af líku tægi og það, til þess að taka upp eftir því þessa endileysu, þá hina sömu, sem hinn góði tangó-iðk- ari, Orangu-Tangó, endurtekur að að nokkru í einu bæjarblaðinu. Þegar er þessi grein birtist fyrst, var henni mótmælt frá Rómaborg og lýst yfir, að þessi hlægilegi og vit- leysislegi tilbúningur væri bein ósann- indi, og sannað, að sagan eftir frjetta- ritara blaðsins „le Temps“ var upp- spuni frá upphafi til enda. Sem heið- arlegir og hreinskilnir blaðamenn, tóku ritstjórar flestra blaðanna þessa yfirlýsingu í blöð sín. En sum, sem voru voru því lítt vön að styðjá sann- leikann, fundu ekki ástæðu til þess að rjettlæta sig á annan hátt en með ítalska máltækinu: „Se non é vero, é bene trovato“, þ. e. Ef það ekki er satt, er það að minsta kosti (vel fund- ið) líklega logið. Eftir hæfilegan tíma kom þessi skröksaga í einu bæjarblaðinu hjer, nefnilega Morgunblaðinu, 94. tbl. 6. febr. 1914. Þessa dagana hefur aftur bólað á sömu sögunni í nokkrum bæjarblöðunum: ísafold 9. des. 1914 95. tbl., Lögrjettu 9. des. 1914 59. tbl. og Morgunblaðinu 12. des. 1914 42. tbl. Mönnum kynni að þykja gaman af að vita, hvert þessi saga á rót sína að rekja. Frjettaritari í Rómaborg skrifaði blaðinu „Patri- ote“ 4. mars 1914: Manni úr lífverði páfans, sem var nýgiftur, var ásarnt konu sinni veitt viðtalsleyfi við páfann. Hann talaði nokkra stund við ungu hjónin og gaf þeim ýms föðurleg ráð. — Meðal annars veitti hann athygli þeirra að þeirri siðferðislegu hættu,. sem gæti stafað af veisluhöldum (fetes mon- daines) nútímans. „Er það ekki sorg- legt,“ mælti páfinn, „að sjá jafnvel ka- þólskt fólk leyfa i veislusölum sínum ósæmilega dansa. Þið, börn mín, sem hafið vald á tískunni, takið heldur upp aftur ykkar gömlu dansa, sem að minsta kosti eru ekki ósiðlegir að neinu leyti..“ — Þegar sagt var frá þessu samtali við páfann í veislusölunum, var sag- an von bráðar fölsuð. Einum fanst orðin : „ykkar gömlu dansa“ geta ekki átt við annað en venetiönsku dansaiia ems og „la Furlana“; annar hjelt því fram, að páfinn hefði beðið ungu hjónin að dansa fyrir sig tangó-dans- inn; sá þriðji fegraði söguna með því að bæta við, að páfinn hefði látið garnla matreiðslumanninn sinn, sem var frá Venedig, dansa „la Furlana“ fyrir mönnum; sá fjórði sagði, að páfinn hefði látið fursta nokkurn á- samt frænku sinni koma til sín til þess að dansa tangó-dansinn o. s. frv. Þessi aukna og endurbætta útgáfa sögunnar var þegar send blöðunum: „le Temps“ og „le Matin“, sem tóku henni fegins hendi og flýttu sjer að koma á prent þessari heimsku, þar sem páfinn er látinn leika svo markvert hlutverk fyrir lesendur þeirra. Þetta eru í fám orðum tildrög- in til þessarar sögu, sem, eins og vjer þegar höfum sagt, hefur þegar verið lýst helber ósannindi. Sannleikurinn í þessu máli er þessi: 1. Páfinn hefur bannað tangó-dans- inn (hinn rjetta, upprunalega), af því að hann væri ósiðsamlegur. 2. Páfinn hefur aldrei látið neinn koma til sín í Vatíkanið, hvorki dans- meyjar og sveina nje ungan mann og konu til þess að láta dansa fyrir sig tangóinn. 3. Páfinn hefur aldrei tekið orð sín aftur og aldrei leyst tangóinn úr banninu. J. Servaes. Grasbýli. Á síðustu árum hefur verið rætt allmikið um grasbýlamálið, bæði beint og óbeint. Sjerstaklega minnist jeg 3 greina, er snerta það, en það eru, grein Guð- mundar Hannessonar í Skírni 1914, 2. h., um „Unga fólkið og atvinnu- vegi landsins“, grein Hallgríms Þor- bergssonar í Andvara 1913 um „Auk- íð landnám" og grein Jónasar Illuga- sonar í 26. árg. Búnaðarritsins um „Ræktun og framtíðarhorfur sveit- anna“. Allar þessar greinar snerta aðal- kjarna þessa máls, sem sje spurning- t’.na urn, á hvern hátt verði fljótast og best greitt fyrir ræktun landsins og stutt að því, að sem flestir geti lifað sjálfstæðu lífi á landbúnaði. Enginn þessara manna er þó bein-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.